14. feb. 2011 - 10:00Jón Ríkharðsson

Hvernig er að vera á sjó?

Sigrún Agatha skrifaði mjög góðan pistil hér í Pressuna sem hún nefndi Sjómannslíf. Þar lýsti hún vel þeim veruleika sem við sjómenn búum við, það að vera þrjátíu daga og oft lengur fjarri ættingjum og vinum er talsvert álag fyrir alla. Ennfremur benti hún á tekjurnar okkar, þær eru ekki góðar hjá öllum sjómönnum og þeir sem hafa háar tekjur þurfa sannarlega að vinna fyrir þeim. Oft þýðir það langar stöður og í túr sem er rúmur mánuður, þá verða frívaktir sem staðnar eru ásamt stanslausri vinnu flestar vaktir, ansi lýjandi.

Vinnudagurin hjá okkur togaramönnum er tólf stundir og ekki einn einasti frídagur. Mig langar til að lýsa hefðbundnum vinnudegi á togara, þegar vetur er og snarvitlaust veður.
Flestir skipstjórar tefla á tæpasta vað, vegna þess að við erum tekjulausir ef ekkert fiskast og frátafir frá veiðum eru dýrar fyrir útgerð og áhöfn.

Ef þú lesandi góður ert í þessum aðstæðum, þá er komið ræs, þú hefur reynt að skorða þig í kojunni alla frívaktina og kannski ekki sofið mjög mikið út af miklum veltingi og brot eru stöðugt að skella á skipið. Þú ferð svefndrukkinn í borðsalinn og færð þér að borða. Nú þýðir ekkert að vera utan við sig, þú þarft að passa allt sem þú setur á diskinn og gæta þess að drykkjarílátið lendi ekki í fanginu á næsta manni, ég tala nú ekki um ef matardiskurinn með sósu og öllu tilheyrandi lendir í fangi félaga þíns. Menn eru ekki mjög umburðarlyndir og glaðir á svona stundum, þannig að hætt er við að félagi þinn verði ekki mjög blíðmáll við þig ef svona óhapp gerist.

Gefum okkur að þér hafi tekist að halda öllu í réttum skorðum við matarborðið, þá sest þú niður eftir að hafa skilað disknum til kokksins og bíðir eftir vaktaskiptum.

„Fastur strákar" heyrist í kallkerfinu, það þýðir að þú mátt búast við klassískum leiðindum sem oft eiga sér stað í svona veðrum. Togspilið fer á fullt og þú ferð að koma þér í gallann. Þú gengur upp á dekk og bíður í skjóli eftir að hlerarnir koma upp, eftir að þeir eru komnir þá gengur þú aftur eftir og byrjar að lása úr hleranum. Sjórinn frussast yfir þig og þú þarft að passa þig á hleranum, hann getur færst til og það er ekki þægilegt að vera sleginn af þrjú þúsund kílóa járnstykki.

Þú ert nú búinn að lása úr og grandararnir eru hífðir. Þú sérð það fljótt að allt er í henglum, öll vaktin fer í viðgerð á trollinu. Nú setur þú stroffu á belginn sem færist til og frá út af veltingnum og þú veist að belgurinn getur mölbrotið þig ef hann lendir á þér. Eftir mikið basl og margar skvettur ertu loksins búinn að koma trollinu innfyrir, þá þarf að setja hitt trollið út.

Nú er viðgerð hafin, það er snarvitlaust veður og bullandi ágjöf. Það þýðir ekki að nota vettlinga við að bæta, þannig að þú ert berhentur í kulda, sjórinn skvettist stanslaust yfir þig, þú ert kengboginn við netabætninguna og reynir halda þér stöðugum, því allt er á fleygiferð og þú þarft stöðugt að vera á varðbergi, því allt getur gerst við svona aðstæður.

Þá sérðu fyrir þér sex tíma stanslausa vinnu, berhentur í fimbulkulda með stöðugar sjóskvettur yfir þig. Þetta er fjandans púl, en þú ert samt nokkuð heppinn.

Hlerarnir hefðu getað verið flæktir saman, en það er margfalt meira puð, þú hefðir getað lent í því að taka trollið óklárt, slitinn grandari osfrv., í svona veðrum getur allt gerst og mesta brasið er einmitt í brælum.

Svo ef þú ert heppinn og mikið fiskerí, þá ertu náttúrulega ekki mikið uppi á dekki, en það að standa í bullandi aðgerð, passa að fiskurinn fari ekki út um allt, vinna í lestinni þar sem allt er á fleygiferð, þú verður örugglega dauðþreyttur þegar þú kemst loksins á frívakt, nema að mikil  heppni sé með þér og alveg  rosa fiskerí, þá kemstu ekki á frívakt heldur verður þú að vinna talsvert lengur og nærð kannski að leggja þig í tvo til tvo og hálfan tíma. Svo tekur næsta vakt við, sama veðrið og sama brasið.

Heilu túrarnir geta verið eins og lýst er hér að ofan og það er mikil þreyta í mönum eftir svona túra. Sjómennskan er erfið og slítandi, einnig stórhættuleg.

Þess vegna þarf hrausta menn í þetta starf og menn verða líka að vita nákvæmlega hvað þeir eru að gera. Ef launin eru ekki góð, þá verða skipin ver mönnuð og það þýðir hætti slysatíðni og jafnvel dauðsföll.

Það er kominn tími til að þeir sem gaspra sem hæst um sjávarútveginn kynni sér hann, áður en þeir bulla meira um það sem þeir ekki þekkja.26.apr. 2016 - 15:05 Jón Ríkharðsson

Er markmiðið löglaus þjóð?

Það sem er verst á okkar tímum er að kjörnir þingmenn virðast ekki skilja margt sem flestu hugsandi fólki er augljóst. Heyrst hefur í ræðustól þingsins að stjórnvöldum beri skylda til að samþykkja tillögur stjórnlagaráðs.
03.apr. 2016 - 14:52 Jón Ríkharðsson

Afsögn ráðamanna - nei takk!

Ekki fer ég dult með þá staðreynd að vera í hópi hörðustu sjálfstæðismanna landsins og með eindæmum flokkshollur maður. Þess vegna er það yfirlýst markmið mitt að efla Sjálfstæðisflokkinn eins og mögulegt er - því ég kæri mig ekki um ríkisstjórn án þáttöku Sjálfstæðisflokksins. 
29.mar. 2016 - 09:29 Jón Ríkharðsson

Píratar taka upplýsta afstöðu

Þrátt fyrir alla þessa peninga sem frúin á hefur Sigmundur Davíð barist hart fyrir hagsmunum íslensku þjóðarinnar - skaðað hagsmuni eiginkonunnar og væntanlega sína um leið amk. hefur enginn hrakið það með trúverðugum hætti.
14.mar. 2016 - 08:21 Jón Ríkharðsson

Í tilefni aldarafmælis ASÍ.


Okkar verkamanna helsta böl er að jafnaðarstefnan tók ástfóstri við okkur fyrir hundrað árum - án þess að gert sé lítið úr góðum hug og miklum framfaramálum sem kratar þó náðu í gegn.
07.mar. 2016 - 15:30 Jón Ríkharðsson

„Góða fólkið“ og ríka réttlætiskenndin

„Góða fólkið“ hikar ekki við að saka nafngreinda stjórnmálamenn um mannvonsku og illar hvatir. Engu virðist skipta þótt vitað sé að saklaus börn, makar, aldraðir foreldrar lesi gífuryrðin á netinu - góða fólkið missir ekki svefn vegna þess.
29.feb. 2016 - 11:33

„Jón Jónsson vill einangra Ísland frá umheiminum“

Fjölmiðlamenn ýmsir ásamt virtustu álitsgjöfum þjóðarinnar hafa sagt frá fólki sem vill einangra landið frá umheiminum. Þar sem ég er svag fyrir kynlegum kvistum hefur maður beðið með öndina í hálsinu eftir viðtali við einstakling sem vill að Ísland hafi engin samskipti við önnur lönd.
02.des. 2013 - 15:41 Jón Ríkharðsson

Áhrifarík auglýsing frá Vlfa.

Verkalýðsfélagið á Akranesi útbjó auglýsingamyndband sem dreift var víða á netinu og hún stuðaði SA, enda var það tilgangurinn.
29.júl. 2013 - 15:50 Jón Ríkharðsson

Óþægilegur sannleikur?

Maður er nefndur Jóhann Hauksson og fékk hann það hlutverk að miðla upplýsingum fyrir ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur.
08.jún. 2013 - 11:25 Jón Ríkharðsson

Er þörf fyrir nýtt Ísland?

Í Ameríku eru allskyns hópar sem halda fram skoðunum þvert á vísindin. Sérviska ýmiskonar litar gráma hversdagsins og gefur lífinu gildi.
13.mar. 2013 - 14:59 Jón Ríkharðsson

Engin pólitík, ég er bara áhorfandi að því sem fyrir augu ber

Fyrirsögnin er höfð eftir Stefáni Ólafssyni þar sem hann svarar athugasemd við pistil sinn, er hann ritaði m.a. um gjöf sem Björn Bjarnason átti að hafa fært Háskóla Íslands, eða lofað í tilefni af hundrað ára afmæli skólans.
28.nóv. 2012 - 18:19 Jón Ríkharðsson

Hvers vegna að hjóla í Stefán Ólafsson?

Miðað við málflutning sumra vinstri manna, þá telja þeir að allir sem skammist út í þá séu annað hvort hræddir við það sem þeir segja eða hafi eitthvað að fela.
26.nóv. 2012 - 17:54 Jón Ríkharðsson

Hversu góður fræðimaður er Stefán Ólafsson?

Ekki þarf langan tíma til að þekkja sófískar aðferðir vinstri manna, auðvelt er að reikna út svörin frá þeim og til þess að einfalda umræðuna skal í upphafi leitast við að svara því sem líklegast kemur frá Stefáni, ef hann bregst á einhvern hátt við skrifum mínum.
23.nóv. 2012 - 14:57 Jón Ríkharðsson

Fræðimaður og kennari á daginn, besserwisser á kvöldin

Stefán Ólafsson mun kenna félagsfræði við Háskóla Íslands og líklega er hann með doktorsgráðu í þeirri grein. Væntanlega kann hann skil á því sem hann kennir sínum nemendum og ekki skal efast um að hann sinni starfi sínu með sóma.
27.apr. 2012 - 17:00 Jón Ríkharðsson

Það þarf að sigrast á hjarðeðlinu

Hjarðeðlið hefur fylgt mannkyni frá upphafi og það er ekki alslæmt, en varasamt er að láta það stjórna  hugsunum okkar og gjörðum.
20.apr. 2012 - 14:00 Jón Ríkharðsson

Eru allar stjórnmálastefnur fallegar á blaði?

Þeir sem að hafa lesið pistlana mína gera sér grein fyrir því, að mitt höfuðmarkmið er að auka vegsemd sjálfstæðisstefnunnar og ég veit að engin stefna önnur getur dugað til að stjórna landinu.
18.apr. 2012 - 21:24 Jón Ríkharðsson

Fylgið við Sjálfstæðisflokksins er óásættanlegt

Því miður deili ég ekki gleði margra félaga minna og vina innan Sjálfstæðisflokksins, þótt fygistölur í könnunum skríði upp á við, því þær eru tilkomnar vegna óánægju fólks með ríkisstjórnina. Við eigum að hugsa stórt, því við eigum innistæðu fyrir því, allt undir 50% í skoðnanakönunum er alls ekki gott.
31.mar. 2012 - 16:00 Jón Ríkharðsson

Vilja sjálfstæðismenn ekki að fiskurinn sé sameign þjóðarinnar?

Ríkisstjórnin og spunameistarar hennar, ásamt dyggum stuðningi Hreyfingarinnar keppast við að skrökva því að þjóðinni, að sjálfstæðismenn vilji ekki að þjóðin eigi fiskinn í sjónum.
29.mar. 2012 - 15:00 Jón Ríkharðsson

Þau geta ekki fundið raunhæfa lausn fyrir sjávarútveginn

Vanhæfni ríkisstjórnarinnar á sér margar birtingarmyndir, tilraunir þeirra til að koma með raunhæfar lausnir fyrir sjávarútveginn eru gjörsamlega misheppnaðar.
28.mar. 2012 - 09:00 Jón Ríkharðsson

Landsfundarræðan stendur enn

Í lok landsfundar Sjálfstæðisflokksins í nóvember á síðasta ári, sté ég í pontu og flutti stutta ræðu.
25.mar. 2012 - 10:00 Jón Ríkharðsson

Hef ég eitthvað nýtt fram að færa?

Eðlilegt er, að fólk spyrji að því hvort ég hafi eitthvað nýtt fram að færa, í ljósi þess að ég tilkynni þá ákvörðum mína að sækjast eftir þingsæti fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

Jón Ríkharðsson
Togarasjómaður, haldinn þeirri óskiljanlegu áráttu að þurfa að leyfa sem flestum að heyra sínar pólitísku skoðanir. Hann lifir í þeirri von, að þessi kækur hans geti haft jákvæð áhrif á samfélagið, svo undarleg sem sú hugsun er. Jón hefur lítil afrek unnið á sviði menntamála, en lagði samt stund á trésmíðanám fyrir mörgum árum.
Hann hefur skrifað nokkra greinar í Þjóðmál og verið virkur félagi í Sjálfstæðisflokknum um árabil. Netfang Jóns er: katrinsj@hotmail.com

Sigrún Dóra Jónsdóttir
Sigrún Dóra Jónsdóttir - 30.1.2018
Til varnar sonum mínum
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 20.1.2018
Líftaug landsins
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 22.1.2018
Átökin um landið helga
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 25.1.2018
Þjóðviljinn var hlutlausari en Kjarninn
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 27.1.2018
Andmælti Davíð, en trúði honum samt
Ingrid Kuhlman
Ingrid Kuhlman - 31.1.2018
Hvenær ertu búinn að aðlagast?
Lovísa María Emilsdóttir
Lovísa María Emilsdóttir - 31.1.2018
Æfðu þig í að finna fyrir gleði, þakklæti og hamingju!
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 05.2.2018
Ríkari mannréttindavernd barna á Íslandi
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 09.2.2018
Uppgjör í verkalýðshreyfingunni!
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 12.2.2018
Spurning drottningar
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 12.2.2018
Hún líka
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 16.2.2018
Viðkvæmir Píratar
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 15.2.2018
Spáð í spilin
Fleiri pressupennar