18. apr. 2012 - 21:24Jón Ríkharðsson

Fylgið við Sjálfstæðisflokksins er óásættanlegt

Því miður deili ég ekki gleði margra félaga minna og vina innan Sjálfstæðisflokksins, þótt fygistölur í könnunum skríði upp á við, því þær eru tilkomnar vegna óánægju fólks með ríkisstjórnina. Við eigum að hugsa stórt, því við eigum innistæðu fyrir því, allt undir 50% í skoðnanakönunum er alls ekki gott.

Umræðan um Sjálfstæðisflokkinn er á mjög neikvæðum nótum og er það okkur sjálfstæðismönnum að kenna, fyrst og fremst. Vissulega virðist það ansi notalegt, að geta kennt fjölmiðlum um, en slíkt hugarfar leiðir ekki til árangurs.

Við sjálfstæðismenn höfum verið vonlausir við að kynna okkar málstað og berjast gegn lygaspuna vinstri flokkanna, það er best að horfast í augu við þá sáru staðreynd og leitast við að gera betur.

Spunameistarar vinstri flokkanna hafa náð að ljúga því að saklausu fólki, að hin langa stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins hafi verið með afbrigðum slæm, einkennst af miklum ójöfnuði og jafnvel mikilli fátækt hjá sumum hópum þjóðfélagsins. Einnig hafa þeir skrökvað því að þjóðinni, að allur hagvöxturinn hafi verið blekking og margir trúa, því það er enginn til andsvara.

Styrmir Gunnarsson er vandaður maður og hann fer ekki með fleipur. Hann ritaði kafla um Davíð Oddsson í bókina "Forsætisráðherrar Íslands" sem gefin var út í tilefni aldarafmælis heimastjórnar á Íslandi. Um ástandið árið 1991 ritar Styrmir á eftirfarandi hátt;  "Staða þjóðarbúsins var mjög erfið þegar Davíð Oddsson tók við embætti forsætisráðherra vorið 1991. Undir lok tíunda áratugarins gekk í garð tímabil mikilla efnahagserfiðleika sem reyndist, þegar upp var staðið, hafa verið ein af fjórum mestu efnahagskreppum 20. aldarinnar, ekki síst vegna þess hversu langvinn hún var."

En sjálfstæðismönnum tókst að snúa aðstæðum þjóðinni í hag. Ekki dugar að vitna eingöngu í Styrmi, því hann er jú sjálfstæðismaður. Betra er að skoða líka hvað vinstri menn hafa að segja og grípum niður í bók Illuga Jökulssonar sem heitir "Ísland í aldanna rás, 20.öldin" en þar segir m.a.:Davíð Oddsson hafði eftir svolítið brokkgenga byrjun í embætti forsætisráðherra öðlast æ meira traust þjóðarinnar. Jafnvel meðal andstæðinga Sjálfstæðisflokksins hneigðust margir til að treysta Davíð til að kollkeyra ekki samfélagið".

Um áramótin 1998-99 gaf hið virta blað "Economics" (sem tengist Sjálfstæðisflokknum ekki að neinu leiti) út fylgirit sem m.a. fjallaði ítarlega um efnahagsmál Norðurlandanna og þar var fjallað um Ísland með athyglisverðum hætti. Sagt var að íslendingar hefðu haldið skynsamlega á sínum málum undanfarin ár, með þeim árangri að hagvöxtur hafi verið 5% í landinu þrjú ár í röð, atvinnuleysi aðeins 2% og Ísland væri þá í fimmta sæti á heimslista OECD yfir kaupmátt ráðstöfunartekna.

Gullfiskaminnið hrjáir ansi marga, þeir muna ekki þá góðu tíma sem ríktu löngu fyrir einkavæðingu bankanna, en árin 2004-2008 einkenndust af heimsku sem flæddi yfir heiminn og sjálfstæðismenn fóru ekki varhluta af henni frekar en aðrir.

Miðað við sögu lýðveldistímans, þá bendir allt til þess að engum flokki hér á landi sé treystandi til að stjórna landinu svo vel sé. Við getum farið til upphafs lýðveldistímans, en þá ar stofnuð þriggja flokka stjórn Alþýðuflokks, Sjálfstæðisflokks og Sósíalistaflokksins og Sjálfstæðisflokkurinn fór með forsætisráðuneytið.

Kratarnir vildu fyrirmyndarvelferðarkerfi og sósíalistar vildu kaupa atvinnutæki. Sósíalistar og kratar voru ósammála um aðferðir, eins og svo oft áður, en Ólafi Thors tókst að miðla málum þannig að allir voru nokkuð sáttir, komið var á fót góðu velferðarkerfi og nýsköpunartogarar keyptir til að skapa atvinnu. Á þessum tíma voru vinstri flokkarnir á öndverðum meiði, eins og alltaf, en báðir flokkarnir treystu á sjálfstæðismenn til að miðla málum.

Að Sjálfstæðisflokkurinn sé með fylgi undir 50% í könnunum, á meðan alversta og vesælasta ríkisstjórn lýðveldistímans lafir, það er með öllu óásættanlegt.

Sjálfstæðismenn eiga að ryðjast fram og segja söguna eins og hún er, leiðrétta hverja einustu lygi sem vinstri flokkarnir koma með og aldrei að gefast upp.


26.apr. 2016 - 15:05 Jón Ríkharðsson

Er markmiðið löglaus þjóð?

Það sem er verst á okkar tímum er að kjörnir þingmenn virðast ekki skilja margt sem flestu hugsandi fólki er augljóst. Heyrst hefur í ræðustól þingsins að stjórnvöldum beri skylda til að samþykkja tillögur stjórnlagaráðs.
03.apr. 2016 - 14:52 Jón Ríkharðsson

Afsögn ráðamanna - nei takk!

Ekki fer ég dult með þá staðreynd að vera í hópi hörðustu sjálfstæðismanna landsins og með eindæmum flokkshollur maður. Þess vegna er það yfirlýst markmið mitt að efla Sjálfstæðisflokkinn eins og mögulegt er - því ég kæri mig ekki um ríkisstjórn án þáttöku Sjálfstæðisflokksins. 
29.mar. 2016 - 09:29 Jón Ríkharðsson

Píratar taka upplýsta afstöðu

Þrátt fyrir alla þessa peninga sem frúin á hefur Sigmundur Davíð barist hart fyrir hagsmunum íslensku þjóðarinnar - skaðað hagsmuni eiginkonunnar og væntanlega sína um leið amk. hefur enginn hrakið það með trúverðugum hætti.
14.mar. 2016 - 08:21 Jón Ríkharðsson

Í tilefni aldarafmælis ASÍ.


Okkar verkamanna helsta böl er að jafnaðarstefnan tók ástfóstri við okkur fyrir hundrað árum - án þess að gert sé lítið úr góðum hug og miklum framfaramálum sem kratar þó náðu í gegn.
07.mar. 2016 - 15:30 Jón Ríkharðsson

„Góða fólkið“ og ríka réttlætiskenndin

„Góða fólkið“ hikar ekki við að saka nafngreinda stjórnmálamenn um mannvonsku og illar hvatir. Engu virðist skipta þótt vitað sé að saklaus börn, makar, aldraðir foreldrar lesi gífuryrðin á netinu - góða fólkið missir ekki svefn vegna þess.
29.feb. 2016 - 11:33

„Jón Jónsson vill einangra Ísland frá umheiminum“

Fjölmiðlamenn ýmsir ásamt virtustu álitsgjöfum þjóðarinnar hafa sagt frá fólki sem vill einangra landið frá umheiminum. Þar sem ég er svag fyrir kynlegum kvistum hefur maður beðið með öndina í hálsinu eftir viðtali við einstakling sem vill að Ísland hafi engin samskipti við önnur lönd.
02.des. 2013 - 15:41 Jón Ríkharðsson

Áhrifarík auglýsing frá Vlfa.

Verkalýðsfélagið á Akranesi útbjó auglýsingamyndband sem dreift var víða á netinu og hún stuðaði SA, enda var það tilgangurinn.
29.júl. 2013 - 15:50 Jón Ríkharðsson

Óþægilegur sannleikur?

Maður er nefndur Jóhann Hauksson og fékk hann það hlutverk að miðla upplýsingum fyrir ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur.
08.jún. 2013 - 11:25 Jón Ríkharðsson

Er þörf fyrir nýtt Ísland?

Í Ameríku eru allskyns hópar sem halda fram skoðunum þvert á vísindin. Sérviska ýmiskonar litar gráma hversdagsins og gefur lífinu gildi.
13.mar. 2013 - 14:59 Jón Ríkharðsson

Engin pólitík, ég er bara áhorfandi að því sem fyrir augu ber

Fyrirsögnin er höfð eftir Stefáni Ólafssyni þar sem hann svarar athugasemd við pistil sinn, er hann ritaði m.a. um gjöf sem Björn Bjarnason átti að hafa fært Háskóla Íslands, eða lofað í tilefni af hundrað ára afmæli skólans.
28.nóv. 2012 - 18:19 Jón Ríkharðsson

Hvers vegna að hjóla í Stefán Ólafsson?

Miðað við málflutning sumra vinstri manna, þá telja þeir að allir sem skammist út í þá séu annað hvort hræddir við það sem þeir segja eða hafi eitthvað að fela.
26.nóv. 2012 - 17:54 Jón Ríkharðsson

Hversu góður fræðimaður er Stefán Ólafsson?

Ekki þarf langan tíma til að þekkja sófískar aðferðir vinstri manna, auðvelt er að reikna út svörin frá þeim og til þess að einfalda umræðuna skal í upphafi leitast við að svara því sem líklegast kemur frá Stefáni, ef hann bregst á einhvern hátt við skrifum mínum.
23.nóv. 2012 - 14:57 Jón Ríkharðsson

Fræðimaður og kennari á daginn, besserwisser á kvöldin

Stefán Ólafsson mun kenna félagsfræði við Háskóla Íslands og líklega er hann með doktorsgráðu í þeirri grein. Væntanlega kann hann skil á því sem hann kennir sínum nemendum og ekki skal efast um að hann sinni starfi sínu með sóma.
27.apr. 2012 - 17:00 Jón Ríkharðsson

Það þarf að sigrast á hjarðeðlinu

Hjarðeðlið hefur fylgt mannkyni frá upphafi og það er ekki alslæmt, en varasamt er að láta það stjórna  hugsunum okkar og gjörðum.
20.apr. 2012 - 14:00 Jón Ríkharðsson

Eru allar stjórnmálastefnur fallegar á blaði?

Þeir sem að hafa lesið pistlana mína gera sér grein fyrir því, að mitt höfuðmarkmið er að auka vegsemd sjálfstæðisstefnunnar og ég veit að engin stefna önnur getur dugað til að stjórna landinu.
31.mar. 2012 - 16:00 Jón Ríkharðsson

Vilja sjálfstæðismenn ekki að fiskurinn sé sameign þjóðarinnar?

Ríkisstjórnin og spunameistarar hennar, ásamt dyggum stuðningi Hreyfingarinnar keppast við að skrökva því að þjóðinni, að sjálfstæðismenn vilji ekki að þjóðin eigi fiskinn í sjónum.
29.mar. 2012 - 15:00 Jón Ríkharðsson

Þau geta ekki fundið raunhæfa lausn fyrir sjávarútveginn

Vanhæfni ríkisstjórnarinnar á sér margar birtingarmyndir, tilraunir þeirra til að koma með raunhæfar lausnir fyrir sjávarútveginn eru gjörsamlega misheppnaðar.
28.mar. 2012 - 09:00 Jón Ríkharðsson

Landsfundarræðan stendur enn

Í lok landsfundar Sjálfstæðisflokksins í nóvember á síðasta ári, sté ég í pontu og flutti stutta ræðu.
25.mar. 2012 - 10:00 Jón Ríkharðsson

Hef ég eitthvað nýtt fram að færa?

Eðlilegt er, að fólk spyrji að því hvort ég hafi eitthvað nýtt fram að færa, í ljósi þess að ég tilkynni þá ákvörðum mína að sækjast eftir þingsæti fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

Jón Ríkharðsson
Togarasjómaður, haldinn þeirri óskiljanlegu áráttu að þurfa að leyfa sem flestum að heyra sínar pólitísku skoðanir. Hann lifir í þeirri von, að þessi kækur hans geti haft jákvæð áhrif á samfélagið, svo undarleg sem sú hugsun er. Jón hefur lítil afrek unnið á sviði menntamála, en lagði samt stund á trésmíðanám fyrir mörgum árum.
Hann hefur skrifað nokkra greinar í Þjóðmál og verið virkur félagi í Sjálfstæðisflokknum um árabil. Netfang Jóns er: katrinsj@hotmail.com

Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 06.4.2018
Sjáðu þessi dæmi um græðgisvæðingu!
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 25.3.2018
Lokað fyrir ræðuhöld
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 25.3.2018
Berjumst gegn græðgisvæðingu
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 05.4.2018
Dröslaði bróður mínum í kirkju
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Hvað segi ég í Las Vegas?
Sverrir Björn Þráinsson
Sverrir Björn Þráinsson - 05.4.2018
Hjónin Laufey og Bjarki losuðu sig við 33 kg á 12 vikum
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 29.3.2018
„Heyrðu“
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Heimsókn Øverlands
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 27.3.2018
Dymbilvika
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.4.2018
RÚV er tímaskekkja
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 07.4.2018
Málið okkar
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 05.4.2018
Þinn tími sem forseti ASÍ er liðinn!
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir - 06.4.2018
Skömmin
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 14.4.2018
Grafir án krossa
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 17.4.2018
Grímulaus pólitík
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 21.4.2018
Þrjár örlagasögur
Fleiri pressupennar