21. mar. 2012 - 14:00Jón Ríkharðsson

Ég gef kost á mér til setu á Alþingi

Eflaust  má telja það óhefðbundna leið að tilkynna hugsanlegt framboð í pistli á Pressunni, en til þess að vekja á sér athygli þarf að leita allra leiða.

Maður eins og ég, sem hef verið úti á sjó að mestu leiti frá unglingsaldri og hefur auk þess stutta sögu í umræðunni á erfitt með að fanga athygli fjölmiðla, enda eru margir um hituna.

Forsaga þessa máls er sú, að eftir að ég fór að tjá mig á opinberum vettvangi fóru menn að stinga þessari hugmynd að mér, að ég ætti erindi á þing.

Ekki var ég sammála því lengst framan af,  því það var vægast sagt engin löngun til staðar.

Ég mun lækka umtalsvert í tekjum og bæta á mig mjög mikilli vinnu, minnka möguleika á samskiptum við fjölskyldu og vini, en samskiptin eru of lítil nú þegar.

Kjarni málsins er sá, að það þjónar engan veginn mínum persónulegu hagsmunum að setjast á þing, en hvers vegna ætla ég þá að gera tilraun til þess?

Ég er mikill stuðningsmaður Sjálfstæðisflokksins og vil veg hans sem mestan. Bent hefur verið á að það vanti meiri breidd í þingflokkinn og sumir í hópi eldri sjálfstæðismanna, sem hafa þrýst á mig, hafa sagt að þeir sakni þess tíma þegar flokkurinn hafði sjómann á þingi og benda á tvo heiðursmenn, þá Pétur Sigurðsson og Guðmund Hallvarðsson.

En er það þá mín eina sérstaða, að ég hafi starfað á sjó og verði nokkurskonar uppfylling á listann, til þess að hægt sé að sýna að Sjálfstæðisflokkurinn bjóði líka upp á sjómann í bland við lögfræðingana alla?

Nei, mín sérstaða felst ekki í þeirri atvinnu sem ég stunda. Ekki veit ég hvort rétt sé að tala um sérstöðu varðandi mig, því margir hafa alist upp við sömu kjör og ég og hafa svipaða sögu að segja, miklu frekar er hægt að segja að minn bakgrunnur sé minn helsti styrkur og það sem lífið hefur kennt mér er ekki minna virði en háskólamenntun almennt.

Ég ólst upp við lítil efni og mikinn kærleik, það hefur kennt mér það, að vinátta og kærleikur er vanmetin auðlind og slíkt getur leitt til veraldlegrar auðsældar ef vilji er til staðar.

Við þurfum alltaf að eiga okkur drauma og markmið, annars verðum við ekki sátt. Foreldrar mínir áttu 60. fermetra íbúð og þar var eitt svefnherbergi sem við bræður deildum með okkur, en við erum þrír.

Mig dreymdi um sérherbergi, að geta verið einn, hlustað á tónlist, skrifað sögur og lesið góðar bækur. Þessi draumsýn yljaði mér og gaf mér gleði, ég sá það í hillingum að eignast sérherbergi.

Svo kom að því að ég eignaðist sérherbergi og þá var enginn draumur lengur, þá var orðið eðlilegt ástand að eiga sérherbergi.

Þetta kenndi mér það að maðurinn þarf stöðugt að eiga sér háleit markmið til að stefna að og drauma til að ylja sér við í gráma hversdagsins. Um leið og einn draumur rætist og eitt markmið næst, þá þarf að stefna að því næsta, þannig höldum við okkur gangandi og þróumst áfram.

Ég á stutta sögu í flokknum og flokksstarfið hefur ekki mótað mig, heldur er það saga Sjálfstæðisflokksins, töp hans og sigrar og saga vinstri flokkanna sem grundvallast af reiði og hatri og misskilningi á því, hvernig heimurinn virkar í reynd.

Ég vil berjast fyrir lækkun skatta og sparnaði í ríkisrekstri. Ég vil ekki að neinn fái krónu úr ríkissjóði, sem getur unnið fyrir sér sjálfur, þannig að þeir sem vilja fá óverðskuldaðar barna og vaxtabætur ættu ekki að kjósa mig.

Ég hef enga trú á því, að ríkið geti útrýmt fátækt, sú aðferð hefur verið reynd með slæmum árangri. Hægt er að horfa til Argentínu, en það land var í hópi ríkustu landa heims í upphafi tuttugustu aldar.

Svo kom Eva Peron til sögunnar, hún var sömu gerðar og Jóhanna Sigurðardóttir, vildi eyða stórfé úr ríkissjóði til að veita til fátækra. Að vissu leiti er það göfug hugsun, en þessi aðgerð Evu varð til þess að efnahagur Argentínu fór á hliðina.

Ríkið hefur úr takmörkuðu fjármagni að spila, við verðum að horfast í augu við það. Þess vegna þarf að fara mjög varlega í alla velferðaraðstoð, ef hún er of rausnarleg, þá er hætta á misnotkun.

Besta velferðaraðstoðin er lækkun skatta og hagstætt rekstrarumhverfi fyrir fyrirtæki. Slíkar aðgerðir gera það að verkum, að fyrirtækin ráða til sín fleira fólk, geta borgað hærri laun og lágir skattar á almenning verða til þess, að fólk hefur meira svigrúm.

Opinberir styrkir til fyrirtækja ættu ekki að þekkjast. Fólk með góða hugmyndir hefur aðgang að fjármagni með því að óska eftir hlutafé frá fjárfestum og semja við banka um lán.

Sagan geymir sigra dugmikilla manna sem byrjuðu með tvær hendur tómar og byggðu upp blómlegan rekstur, um allt land. Þeir fengu enga opinbera styrki, heldur þurftu þeir að treysta á sjálfa sig.

Óttinn og kvíðinn geta verið okkar bestu vinir, ef við kunnum að nýta þá á réttan hátt. Það kunnu þessir menn, þeir voru bláfátækir, ráku útgerðir í kreppu og sátu uppi með óseldan fisk í tonnatali. Þeir gáfust ekki upp fyrir óttanum, þess vegna sigruðu þeir að lokum. Ótta og kvíða er hægt að snú í jákvæða framkvæmdarorku, vilji er allt sem þarf.

Lífið er ekki auðvelt og það á ekki að vera það. Það hafa allir gott af því að basla og takast á við lífið.

Þótt ég sé andsnúinn ölum styrkjum til heilbrigðs fólks, þá vil ég ekki gleyma okkar minnstu bræðrum og systrum.

Við þurfum að hjálpa þeim sem eru óvinnufærir sökum örorku eða elli, við þurfum að hafa öflugt og gott heilbrigðiskerfi, en reka það á hagkvæman hátt. En það er aldrei hægt að gera vel, nema með samvinnu allra. Þjóðin þarf líka að vera meðvituð um að krefjast sem minnst frá ríkinu, allir verða að leggja sitt af mörkum.

Ef við lækkum skatta og stefnum að lágmarksrekstri í opinbera geiranum, þá þurfum við engar áhyggjur að hafa af framtíðinni.26.apr. 2016 - 15:05 Jón Ríkharðsson

Er markmiðið löglaus þjóð?

Það sem er verst á okkar tímum er að kjörnir þingmenn virðast ekki skilja margt sem flestu hugsandi fólki er augljóst. Heyrst hefur í ræðustól þingsins að stjórnvöldum beri skylda til að samþykkja tillögur stjórnlagaráðs.
03.apr. 2016 - 14:52 Jón Ríkharðsson

Afsögn ráðamanna - nei takk!

Ekki fer ég dult með þá staðreynd að vera í hópi hörðustu sjálfstæðismanna landsins og með eindæmum flokkshollur maður. Þess vegna er það yfirlýst markmið mitt að efla Sjálfstæðisflokkinn eins og mögulegt er - því ég kæri mig ekki um ríkisstjórn án þáttöku Sjálfstæðisflokksins. 
29.mar. 2016 - 09:29 Jón Ríkharðsson

Píratar taka upplýsta afstöðu

Þrátt fyrir alla þessa peninga sem frúin á hefur Sigmundur Davíð barist hart fyrir hagsmunum íslensku þjóðarinnar - skaðað hagsmuni eiginkonunnar og væntanlega sína um leið amk. hefur enginn hrakið það með trúverðugum hætti.
14.mar. 2016 - 08:21 Jón Ríkharðsson

Í tilefni aldarafmælis ASÍ.


Okkar verkamanna helsta böl er að jafnaðarstefnan tók ástfóstri við okkur fyrir hundrað árum - án þess að gert sé lítið úr góðum hug og miklum framfaramálum sem kratar þó náðu í gegn.
07.mar. 2016 - 15:30 Jón Ríkharðsson

„Góða fólkið“ og ríka réttlætiskenndin

„Góða fólkið“ hikar ekki við að saka nafngreinda stjórnmálamenn um mannvonsku og illar hvatir. Engu virðist skipta þótt vitað sé að saklaus börn, makar, aldraðir foreldrar lesi gífuryrðin á netinu - góða fólkið missir ekki svefn vegna þess.
29.feb. 2016 - 11:33

„Jón Jónsson vill einangra Ísland frá umheiminum“

Fjölmiðlamenn ýmsir ásamt virtustu álitsgjöfum þjóðarinnar hafa sagt frá fólki sem vill einangra landið frá umheiminum. Þar sem ég er svag fyrir kynlegum kvistum hefur maður beðið með öndina í hálsinu eftir viðtali við einstakling sem vill að Ísland hafi engin samskipti við önnur lönd.
02.des. 2013 - 15:41 Jón Ríkharðsson

Áhrifarík auglýsing frá Vlfa.

Verkalýðsfélagið á Akranesi útbjó auglýsingamyndband sem dreift var víða á netinu og hún stuðaði SA, enda var það tilgangurinn.
29.júl. 2013 - 15:50 Jón Ríkharðsson

Óþægilegur sannleikur?

Maður er nefndur Jóhann Hauksson og fékk hann það hlutverk að miðla upplýsingum fyrir ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur.
08.jún. 2013 - 11:25 Jón Ríkharðsson

Er þörf fyrir nýtt Ísland?

Í Ameríku eru allskyns hópar sem halda fram skoðunum þvert á vísindin. Sérviska ýmiskonar litar gráma hversdagsins og gefur lífinu gildi.
13.mar. 2013 - 14:59 Jón Ríkharðsson

Engin pólitík, ég er bara áhorfandi að því sem fyrir augu ber

Fyrirsögnin er höfð eftir Stefáni Ólafssyni þar sem hann svarar athugasemd við pistil sinn, er hann ritaði m.a. um gjöf sem Björn Bjarnason átti að hafa fært Háskóla Íslands, eða lofað í tilefni af hundrað ára afmæli skólans.
28.nóv. 2012 - 18:19 Jón Ríkharðsson

Hvers vegna að hjóla í Stefán Ólafsson?

Miðað við málflutning sumra vinstri manna, þá telja þeir að allir sem skammist út í þá séu annað hvort hræddir við það sem þeir segja eða hafi eitthvað að fela.
26.nóv. 2012 - 17:54 Jón Ríkharðsson

Hversu góður fræðimaður er Stefán Ólafsson?

Ekki þarf langan tíma til að þekkja sófískar aðferðir vinstri manna, auðvelt er að reikna út svörin frá þeim og til þess að einfalda umræðuna skal í upphafi leitast við að svara því sem líklegast kemur frá Stefáni, ef hann bregst á einhvern hátt við skrifum mínum.
23.nóv. 2012 - 14:57 Jón Ríkharðsson

Fræðimaður og kennari á daginn, besserwisser á kvöldin

Stefán Ólafsson mun kenna félagsfræði við Háskóla Íslands og líklega er hann með doktorsgráðu í þeirri grein. Væntanlega kann hann skil á því sem hann kennir sínum nemendum og ekki skal efast um að hann sinni starfi sínu með sóma.
27.apr. 2012 - 17:00 Jón Ríkharðsson

Það þarf að sigrast á hjarðeðlinu

Hjarðeðlið hefur fylgt mannkyni frá upphafi og það er ekki alslæmt, en varasamt er að láta það stjórna  hugsunum okkar og gjörðum.
20.apr. 2012 - 14:00 Jón Ríkharðsson

Eru allar stjórnmálastefnur fallegar á blaði?

Þeir sem að hafa lesið pistlana mína gera sér grein fyrir því, að mitt höfuðmarkmið er að auka vegsemd sjálfstæðisstefnunnar og ég veit að engin stefna önnur getur dugað til að stjórna landinu.
18.apr. 2012 - 21:24 Jón Ríkharðsson

Fylgið við Sjálfstæðisflokksins er óásættanlegt

Því miður deili ég ekki gleði margra félaga minna og vina innan Sjálfstæðisflokksins, þótt fygistölur í könnunum skríði upp á við, því þær eru tilkomnar vegna óánægju fólks með ríkisstjórnina. Við eigum að hugsa stórt, því við eigum innistæðu fyrir því, allt undir 50% í skoðnanakönunum er alls ekki gott.
31.mar. 2012 - 16:00 Jón Ríkharðsson

Vilja sjálfstæðismenn ekki að fiskurinn sé sameign þjóðarinnar?

Ríkisstjórnin og spunameistarar hennar, ásamt dyggum stuðningi Hreyfingarinnar keppast við að skrökva því að þjóðinni, að sjálfstæðismenn vilji ekki að þjóðin eigi fiskinn í sjónum.
29.mar. 2012 - 15:00 Jón Ríkharðsson

Þau geta ekki fundið raunhæfa lausn fyrir sjávarútveginn

Vanhæfni ríkisstjórnarinnar á sér margar birtingarmyndir, tilraunir þeirra til að koma með raunhæfar lausnir fyrir sjávarútveginn eru gjörsamlega misheppnaðar.
28.mar. 2012 - 09:00 Jón Ríkharðsson

Landsfundarræðan stendur enn

Í lok landsfundar Sjálfstæðisflokksins í nóvember á síðasta ári, sté ég í pontu og flutti stutta ræðu.
25.mar. 2012 - 10:00 Jón Ríkharðsson

Hef ég eitthvað nýtt fram að færa?

Eðlilegt er, að fólk spyrji að því hvort ég hafi eitthvað nýtt fram að færa, í ljósi þess að ég tilkynni þá ákvörðum mína að sækjast eftir þingsæti fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

Jón Ríkharðsson
Togarasjómaður, haldinn þeirri óskiljanlegu áráttu að þurfa að leyfa sem flestum að heyra sínar pólitísku skoðanir. Hann lifir í þeirri von, að þessi kækur hans geti haft jákvæð áhrif á samfélagið, svo undarleg sem sú hugsun er. Jón hefur lítil afrek unnið á sviði menntamála, en lagði samt stund á trésmíðanám fyrir mörgum árum.
Hann hefur skrifað nokkra greinar í Þjóðmál og verið virkur félagi í Sjálfstæðisflokknum um árabil. Netfang Jóns er: katrinsj@hotmail.com

Sigrún Dóra Jónsdóttir
Sigrún Dóra Jónsdóttir - 30.1.2018
Til varnar sonum mínum
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 27.1.2018
Andmælti Davíð, en trúði honum samt
Ingrid Kuhlman
Ingrid Kuhlman - 31.1.2018
Hvenær ertu búinn að aðlagast?
Lovísa María Emilsdóttir
Lovísa María Emilsdóttir - 31.1.2018
Æfðu þig í að finna fyrir gleði, þakklæti og hamingju!
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 05.2.2018
Ríkari mannréttindavernd barna á Íslandi
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 09.2.2018
Uppgjör í verkalýðshreyfingunni!
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 12.2.2018
Spurning drottningar
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 12.2.2018
Hún líka
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 16.2.2018
Viðkvæmir Píratar
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 15.2.2018
Spáð í spilin
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.2.2018
Hugleiðingar á 65 ára afmælinu
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 22.2.2018
Umskurður drengja
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 22.2.2018
Gyðingdómur í sögu og samtíð - námskeið
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 24.2.2018
Hann kaus frelsið
Fleiri pressupennar