18. apr. 2011 - 18:00Jón Ríkharðsson

Beint lýðræði er það sem koma skal

Núverandi stjórnskipan, með höfuð áheyrslu á þingræði gengur ekki lengur upp, vegna þess að ómögulegt er að manna alþingi með sextíu og þrem skynsömum einstaklingum og fábjánarnir hrópa alltaf hæst.

Ástæðan er fyrst og fremst sú, að margir sem gefa kost á sér til þingstarfa eru ýmist velviljaðir en heimskir frá náttúrunnar hendi eða hafa áhuga á að bera þingmanns og ráðherratitil, vegna þess að þeir hafa verið lengi viðloðandi einhvern stjórnmálaflokk, en vissulega eru fólk líka á þingi sem eru bæði greint og hefur hugsjónir.

Áhugi á raunverulegri pólitík er ekki nógu mikill hjá flokksmönum almennt, þetta gildir um alla flokka. Margir eru þar vegna áhuga á mannlegum samskiptum, spjalli við félaga um mál óskyld pólitík og svo þykir líka mörgum flott að þekkja þá, sem þeir telja merkilega sökum þeirrar stöðu sem þeir gegna.

Það þarf að vekja upp almennilegar hugsjónir hjá sem flestum, og þingmenn eiga að berjast fyrir málefnum, í stað þess að sannfæra þjóðina um vanhæfi pólitískra andstæðinga.

Beint lýðræði getur verið svar við þess vandamáli, ef íslendingar eru tilbúnir til að hugsa af einhverju viti. Það gengur ekki að röfla um spillingu, mútur osfrv., án þess að geta rökstutt það með fullnægjandi hætti. Það er fremur ólíklegt að nokkur fari á þing, til þess að hagnast á því, ekki eru launin það há, að mögulegt sé að verða ríkur af þingstörfunum.

Hægt er að horfa til Sviss, en þar er góð reynsla af beinu lýðræði.

Ein allra vitlausustu rökin gegn beinu lýðræði eru þau, að kjósendur hætti að nenna að kjósa. Við vitum það ekki fyrr en reynir á og dettur einhverju lýðræðisríki að leggja niður almennar kosningar ef þátttakan fer að minnka, á þá bara að hafa sömu stjórnina áratugum saman eins og tíðkast í einræðisríkjum?

Svo segja sumir, að kjörnir fulltrúar séu betur í stakk búnir til að kynna sér málin og taka ákvarðanir um þau, það eru náttúrulega helber ósannindi eins og sást í Icesave kosningunum báðum.

Við íslendingar höfum betri marga einstaklinga sem eru mikið hæfari heldur en ýmsir þingmenn og ráðherrar til að setja sig inn í mál og flytja þau, hægt er að nefna Frosta Sigurjónsson og Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur í þessu samhengi og marga fleiri. Þetta fólk hefur hagsmuni almennings að leiðarljósi og stendur utan við eldlínu stjórnmála, þ.e.a.s. situr ekki á þingi og er þar af leiðandi ekki bundið af hinum ýmsu hrossakaupum sem þar tíðkast.

Nú kunna þeir sem lesið hafa pistla eftir mig, að spyrja sig að því, hvort ég sé nú orðinn blindfullur eða snarruglaður, eða hvort ég hafi hringsnúist í pólitískum skoðunum mínum og sé nú orðinn anarkisti.

Hægt er að svara því öllu neitandi. Áfengi nota ég ekki, ekki tel ég mig vera ruglaðri heldur en ég hef hingað til verið og það er smekksatriðið hversu mikið það er og ennþá er ég hinn harði sjálfstæðismaður sem ég hef alltaf verið, ég er að verða meiri sjálfstæðismaður ef eitthvað er, þess vegna vil ég beint lýðræði, anarkisti er ég að sjálfsögðu ekki orðinn.

Sjálfstæðisstefnan boðar rétt einstaklingsins til að ráða sínum málum sjálfur, þess vegna er beint lýðræði mjög í anda sjálfstæðisstefnunnar. Þjóð sem tekst að þroska sig og þróa með sér lýðræðisvitund, er hæfari til að leysa ágreining heldur en þingmenn almennt eru. Einnig eykur það samstöðu og fólki finnst það eiga eitthvað í landinu sínu og hafa með mál þess að gera, í stað þess að þurfa að sætta sig við rangar ákvarðanir misviturra stjórnmálamanna.

Við þurfum að sinna sameiginlega framtíðarsýn, sem þjóðin er sátt við. Augljóst er að einhugur getur aldrei ríkt um öll mál, fólk þarf alltaf að gefa afslátt af sinni stefnu.

En með málamiðlunum og viðleitni til sáttar, skapast meiri friður og það er albesti farvegur, til framfara sem hugsast getur.
26.apr. 2016 - 15:05 Jón Ríkharðsson

Er markmiðið löglaus þjóð?

Það sem er verst á okkar tímum er að kjörnir þingmenn virðast ekki skilja margt sem flestu hugsandi fólki er augljóst. Heyrst hefur í ræðustól þingsins að stjórnvöldum beri skylda til að samþykkja tillögur stjórnlagaráðs.
03.apr. 2016 - 14:52 Jón Ríkharðsson

Afsögn ráðamanna - nei takk!

Ekki fer ég dult með þá staðreynd að vera í hópi hörðustu sjálfstæðismanna landsins og með eindæmum flokkshollur maður. Þess vegna er það yfirlýst markmið mitt að efla Sjálfstæðisflokkinn eins og mögulegt er - því ég kæri mig ekki um ríkisstjórn án þáttöku Sjálfstæðisflokksins. 
29.mar. 2016 - 09:29 Jón Ríkharðsson

Píratar taka upplýsta afstöðu

Þrátt fyrir alla þessa peninga sem frúin á hefur Sigmundur Davíð barist hart fyrir hagsmunum íslensku þjóðarinnar - skaðað hagsmuni eiginkonunnar og væntanlega sína um leið amk. hefur enginn hrakið það með trúverðugum hætti.
14.mar. 2016 - 08:21 Jón Ríkharðsson

Í tilefni aldarafmælis ASÍ.


Okkar verkamanna helsta böl er að jafnaðarstefnan tók ástfóstri við okkur fyrir hundrað árum - án þess að gert sé lítið úr góðum hug og miklum framfaramálum sem kratar þó náðu í gegn.
07.mar. 2016 - 15:30 Jón Ríkharðsson

„Góða fólkið“ og ríka réttlætiskenndin

„Góða fólkið“ hikar ekki við að saka nafngreinda stjórnmálamenn um mannvonsku og illar hvatir. Engu virðist skipta þótt vitað sé að saklaus börn, makar, aldraðir foreldrar lesi gífuryrðin á netinu - góða fólkið missir ekki svefn vegna þess.
29.feb. 2016 - 11:33

„Jón Jónsson vill einangra Ísland frá umheiminum“

Fjölmiðlamenn ýmsir ásamt virtustu álitsgjöfum þjóðarinnar hafa sagt frá fólki sem vill einangra landið frá umheiminum. Þar sem ég er svag fyrir kynlegum kvistum hefur maður beðið með öndina í hálsinu eftir viðtali við einstakling sem vill að Ísland hafi engin samskipti við önnur lönd.
02.des. 2013 - 15:41 Jón Ríkharðsson

Áhrifarík auglýsing frá Vlfa.

Verkalýðsfélagið á Akranesi útbjó auglýsingamyndband sem dreift var víða á netinu og hún stuðaði SA, enda var það tilgangurinn.
29.júl. 2013 - 15:50 Jón Ríkharðsson

Óþægilegur sannleikur?

Maður er nefndur Jóhann Hauksson og fékk hann það hlutverk að miðla upplýsingum fyrir ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur.
08.jún. 2013 - 11:25 Jón Ríkharðsson

Er þörf fyrir nýtt Ísland?

Í Ameríku eru allskyns hópar sem halda fram skoðunum þvert á vísindin. Sérviska ýmiskonar litar gráma hversdagsins og gefur lífinu gildi.
13.mar. 2013 - 14:59 Jón Ríkharðsson

Engin pólitík, ég er bara áhorfandi að því sem fyrir augu ber

Fyrirsögnin er höfð eftir Stefáni Ólafssyni þar sem hann svarar athugasemd við pistil sinn, er hann ritaði m.a. um gjöf sem Björn Bjarnason átti að hafa fært Háskóla Íslands, eða lofað í tilefni af hundrað ára afmæli skólans.
28.nóv. 2012 - 18:19 Jón Ríkharðsson

Hvers vegna að hjóla í Stefán Ólafsson?

Miðað við málflutning sumra vinstri manna, þá telja þeir að allir sem skammist út í þá séu annað hvort hræddir við það sem þeir segja eða hafi eitthvað að fela.
26.nóv. 2012 - 17:54 Jón Ríkharðsson

Hversu góður fræðimaður er Stefán Ólafsson?

Ekki þarf langan tíma til að þekkja sófískar aðferðir vinstri manna, auðvelt er að reikna út svörin frá þeim og til þess að einfalda umræðuna skal í upphafi leitast við að svara því sem líklegast kemur frá Stefáni, ef hann bregst á einhvern hátt við skrifum mínum.
23.nóv. 2012 - 14:57 Jón Ríkharðsson

Fræðimaður og kennari á daginn, besserwisser á kvöldin

Stefán Ólafsson mun kenna félagsfræði við Háskóla Íslands og líklega er hann með doktorsgráðu í þeirri grein. Væntanlega kann hann skil á því sem hann kennir sínum nemendum og ekki skal efast um að hann sinni starfi sínu með sóma.
27.apr. 2012 - 17:00 Jón Ríkharðsson

Það þarf að sigrast á hjarðeðlinu

Hjarðeðlið hefur fylgt mannkyni frá upphafi og það er ekki alslæmt, en varasamt er að láta það stjórna  hugsunum okkar og gjörðum.
20.apr. 2012 - 14:00 Jón Ríkharðsson

Eru allar stjórnmálastefnur fallegar á blaði?

Þeir sem að hafa lesið pistlana mína gera sér grein fyrir því, að mitt höfuðmarkmið er að auka vegsemd sjálfstæðisstefnunnar og ég veit að engin stefna önnur getur dugað til að stjórna landinu.
18.apr. 2012 - 21:24 Jón Ríkharðsson

Fylgið við Sjálfstæðisflokksins er óásættanlegt

Því miður deili ég ekki gleði margra félaga minna og vina innan Sjálfstæðisflokksins, þótt fygistölur í könnunum skríði upp á við, því þær eru tilkomnar vegna óánægju fólks með ríkisstjórnina. Við eigum að hugsa stórt, því við eigum innistæðu fyrir því, allt undir 50% í skoðnanakönunum er alls ekki gott.
31.mar. 2012 - 16:00 Jón Ríkharðsson

Vilja sjálfstæðismenn ekki að fiskurinn sé sameign þjóðarinnar?

Ríkisstjórnin og spunameistarar hennar, ásamt dyggum stuðningi Hreyfingarinnar keppast við að skrökva því að þjóðinni, að sjálfstæðismenn vilji ekki að þjóðin eigi fiskinn í sjónum.
29.mar. 2012 - 15:00 Jón Ríkharðsson

Þau geta ekki fundið raunhæfa lausn fyrir sjávarútveginn

Vanhæfni ríkisstjórnarinnar á sér margar birtingarmyndir, tilraunir þeirra til að koma með raunhæfar lausnir fyrir sjávarútveginn eru gjörsamlega misheppnaðar.
28.mar. 2012 - 09:00 Jón Ríkharðsson

Landsfundarræðan stendur enn

Í lok landsfundar Sjálfstæðisflokksins í nóvember á síðasta ári, sté ég í pontu og flutti stutta ræðu.
25.mar. 2012 - 10:00 Jón Ríkharðsson

Hef ég eitthvað nýtt fram að færa?

Eðlilegt er, að fólk spyrji að því hvort ég hafi eitthvað nýtt fram að færa, í ljósi þess að ég tilkynni þá ákvörðum mína að sækjast eftir þingsæti fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

Jón Ríkharðsson
Togarasjómaður, haldinn þeirri óskiljanlegu áráttu að þurfa að leyfa sem flestum að heyra sínar pólitísku skoðanir. Hann lifir í þeirri von, að þessi kækur hans geti haft jákvæð áhrif á samfélagið, svo undarleg sem sú hugsun er. Jón hefur lítil afrek unnið á sviði menntamála, en lagði samt stund á trésmíðanám fyrir mörgum árum.
Hann hefur skrifað nokkra greinar í Þjóðmál og verið virkur félagi í Sjálfstæðisflokknum um árabil. Netfang Jóns er: katrinsj@hotmail.com

Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 06.4.2018
Sjáðu þessi dæmi um græðgisvæðingu!
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 25.3.2018
Lokað fyrir ræðuhöld
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 25.3.2018
Berjumst gegn græðgisvæðingu
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 05.4.2018
Dröslaði bróður mínum í kirkju
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Hvað segi ég í Las Vegas?
Sverrir Björn Þráinsson
Sverrir Björn Þráinsson - 05.4.2018
Hjónin Laufey og Bjarki losuðu sig við 33 kg á 12 vikum
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 29.3.2018
„Heyrðu“
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Heimsókn Øverlands
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 27.3.2018
Dymbilvika
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.4.2018
RÚV er tímaskekkja
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 07.4.2018
Málið okkar
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 05.4.2018
Þinn tími sem forseti ASÍ er liðinn!
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir - 06.4.2018
Skömmin
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 14.4.2018
Grafir án krossa
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 17.4.2018
Grímulaus pólitík
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 21.4.2018
Þrjár örlagasögur
Fleiri pressupennar