15. jún. 2011 - 12:00Jón Ríkharðsson

Við þurfum nýjar lausnir

Í umræðu um þjóðfélagsmálin tala flestir um, að við þyrftum að fá betri stjórnmálamenn, sem eru grandvarir bæði og heiðarlegir með afbrigðum.

Þótt þjóðin yrði svo lánsöm, að fá einstaklega hæfa stjórnmálaskörunga, sextíu og þrjú stykki, sem ynnu við það nótt sem nýtan dag að bæta hag fólksins í landinu, þá myndi lítið breytast, að öðru leiti en því að við hefðum hæfa stjórnmálamenn. Ef að efnahagsumhverfið væri okkur hagstætt, hátt verð á mörkuðum osfrv., þá yrði vissulega tímabundin gleði hér á landi, en hún myndi fljótt fjara út, um leið og horfurnar í efnahagsmálum myndu dökkna. Þá færu margir fljótlega að finna það út, að þetta væri nú vanhæf ríkisstjórn, að láta þetta gerast og allir myndu beina reiði sinni að hinum grandvöru fulltrúum okkar á þingi.

Ástæðan er sú, að heimurinn framleiðir fleiri þiggjendur en gefendur. Alltof mörgum þykir þægilegra að þiggja en gefa, en það er til lausn, við höfum nefnilega möguleika á að breyta okkur, vilji er allt sem þarf.

Við stöndum á ákveðnum krossgötum í dag, velferðarkerfi heimsins stendur ekki undir kostnaði, vegna þess að fleiri og fleiri sækjast í það og lífaldur fólks fer hækkandi, ásamt fleiri ástæðum sem óþarft er að rekja að þessu sinni.

Það verða allir að breyta sínu hugarfari og einbeita sér að því að gefa meira en þegið er. Aðstæður margra eru á þann veg, að þeir verða að þiggja meira en aðrir, þ.e.a.s. eldra fólk og öryrkjar, en þeir hópar eru samt sem áður heilmiklir gefendur.

Eldra fólkið nýtur þess að hafa byggt upp samfélagið og hægt er margt af því að læra, öryrkjarnir vekja upp kærleika og samkennd og það er ekki lítil gjöf. Einnig eru margir öryrkjar góðum gáfum gæddir og geta auðgað líf þjóðarinnar með sínum hæfileikum á sviði sköpunar ýmiskonar. Með þessu er ég ekki að gera lítið úr öryrkjum, að sjálfsögðu eru þeir alls ekki minna virði en aðrir og eiga rétt á sömu virðingu og annað fólk, það er ekki verið að tala um vorkunn í þessu samhengi heldur kærleika og samkennd.

Fyrsta skrefið er að vera sáttur við sjálfan sig eins og maður er og finnast maður gera gagn. Við þurfum að rækta störf okkar af kostgæfni og alúð, sýna þakklæti og auðmýkt þegar vel gengur og  styrk ásamt þolgæði þegar á móti blæs.

Lífið á sér margra hliðar, bæði góðar og slæmar, það koma góðæri og kreppur með vissu millibili, við getum ekki komið í veg fyrir það.

En við getum haft stjórn á okkar viðbrögðum og ákveðið að takast á við þau verkefni sem lífið felur okkur, án þess að gefast upp fyrir erfiðleikunum. Uppgjöf þýðir falleinkunn, en með því að sýna þolgæði og styrk, þýðir að við höfum náð einum áfanga í viðbót, í hinum harða lífsins skóla.

Horfum á hin röngu viðbrögð við kreppunni haustið 2008 og skoðum, hvað við hefðum getað gert betur, þannig öðlumst við aukinn þroska.

Í erlendum sjónvarpsstöðvum komu fréttir af kreppunni hér á landi og sýndar voru myndir af snarbrjáluðu fólki, berjandi búsáhöld og hendandi grjóti í saklausa lögregluþjóna. Reiðin var allsráðandi og lítið um skynsemi, þetta var landkynningin sem við hlutum haustið 2008.

Af mörgum ástæðum skiptir það máli, hvernig þjóðir koma fyrir út á við.

Ef þjóðin hefði brugðist öðruvísi við og sagt við erlenda fjölmiðla, að við höfum lent í miklum erfiðleikum, en við erum engu að síður tilbúin til að sigrast á þeim. Við höfum þrátt fyrir allt góðar undirstöður, gott heilbrigðiskerfi osfrv., þetta hefðu íslendingar átt að segja við erlenda fjölmiðla haustið 2008. Þótt þetta væri vissulega erfitt, þá hefur þessi þjóð brotist úr sárri fátækt til bjargálna, á örskömmum tíma byggðist upp fyrirmyndar velferðarkerfi hér á landi. Við höfum gert þetta allt áður, byggt okkur upp úr engu og við getum gert þetta allt saman aftur því þjóðin er svo samhent og sterk.

Lítil þjóð, full af sjálfstrausti og baráttuanda hefði vakið aðdáun heimsins og saga þjóðarinnar hefði jafnvel orðið öðrum þjóðum innblástur.

Þótt við höfum gert mistök, þá er ennþá til von. Við getum hafið endurreisnina strax, með því að beina huga okkar á jákvæðar brautir, hugsað um okkur sem baráttujaxla í staðinn fyrir að vera saklaus fórnalömb lélegrar hagstjórnar.

Ríkisstjórnin getur hækkað á okkur skatta og gjöld, hún getur lagt heilu björgin í okkar götu, en með samstöðu og styrk, ryðjum við öllum björgum úr vegi.

Mannsandanum er ekkert ómögulegt, ef margir leggjast á eitt og eru samtaka með jákvæðni og baráttuvilja að leiðarljósi.26.apr. 2016 - 15:05 Jón Ríkharðsson

Er markmiðið löglaus þjóð?

Það sem er verst á okkar tímum er að kjörnir þingmenn virðast ekki skilja margt sem flestu hugsandi fólki er augljóst. Heyrst hefur í ræðustól þingsins að stjórnvöldum beri skylda til að samþykkja tillögur stjórnlagaráðs.
03.apr. 2016 - 14:52 Jón Ríkharðsson

Afsögn ráðamanna - nei takk!

Ekki fer ég dult með þá staðreynd að vera í hópi hörðustu sjálfstæðismanna landsins og með eindæmum flokkshollur maður. Þess vegna er það yfirlýst markmið mitt að efla Sjálfstæðisflokkinn eins og mögulegt er - því ég kæri mig ekki um ríkisstjórn án þáttöku Sjálfstæðisflokksins. 
29.mar. 2016 - 09:29 Jón Ríkharðsson

Píratar taka upplýsta afstöðu

Þrátt fyrir alla þessa peninga sem frúin á hefur Sigmundur Davíð barist hart fyrir hagsmunum íslensku þjóðarinnar - skaðað hagsmuni eiginkonunnar og væntanlega sína um leið amk. hefur enginn hrakið það með trúverðugum hætti.
14.mar. 2016 - 08:21 Jón Ríkharðsson

Í tilefni aldarafmælis ASÍ.


Okkar verkamanna helsta böl er að jafnaðarstefnan tók ástfóstri við okkur fyrir hundrað árum - án þess að gert sé lítið úr góðum hug og miklum framfaramálum sem kratar þó náðu í gegn.
07.mar. 2016 - 15:30 Jón Ríkharðsson

„Góða fólkið“ og ríka réttlætiskenndin

„Góða fólkið“ hikar ekki við að saka nafngreinda stjórnmálamenn um mannvonsku og illar hvatir. Engu virðist skipta þótt vitað sé að saklaus börn, makar, aldraðir foreldrar lesi gífuryrðin á netinu - góða fólkið missir ekki svefn vegna þess.
29.feb. 2016 - 11:33

„Jón Jónsson vill einangra Ísland frá umheiminum“

Fjölmiðlamenn ýmsir ásamt virtustu álitsgjöfum þjóðarinnar hafa sagt frá fólki sem vill einangra landið frá umheiminum. Þar sem ég er svag fyrir kynlegum kvistum hefur maður beðið með öndina í hálsinu eftir viðtali við einstakling sem vill að Ísland hafi engin samskipti við önnur lönd.
02.des. 2013 - 15:41 Jón Ríkharðsson

Áhrifarík auglýsing frá Vlfa.

Verkalýðsfélagið á Akranesi útbjó auglýsingamyndband sem dreift var víða á netinu og hún stuðaði SA, enda var það tilgangurinn.
29.júl. 2013 - 15:50 Jón Ríkharðsson

Óþægilegur sannleikur?

Maður er nefndur Jóhann Hauksson og fékk hann það hlutverk að miðla upplýsingum fyrir ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur.
08.jún. 2013 - 11:25 Jón Ríkharðsson

Er þörf fyrir nýtt Ísland?

Í Ameríku eru allskyns hópar sem halda fram skoðunum þvert á vísindin. Sérviska ýmiskonar litar gráma hversdagsins og gefur lífinu gildi.
13.mar. 2013 - 14:59 Jón Ríkharðsson

Engin pólitík, ég er bara áhorfandi að því sem fyrir augu ber

Fyrirsögnin er höfð eftir Stefáni Ólafssyni þar sem hann svarar athugasemd við pistil sinn, er hann ritaði m.a. um gjöf sem Björn Bjarnason átti að hafa fært Háskóla Íslands, eða lofað í tilefni af hundrað ára afmæli skólans.
28.nóv. 2012 - 18:19 Jón Ríkharðsson

Hvers vegna að hjóla í Stefán Ólafsson?

Miðað við málflutning sumra vinstri manna, þá telja þeir að allir sem skammist út í þá séu annað hvort hræddir við það sem þeir segja eða hafi eitthvað að fela.
26.nóv. 2012 - 17:54 Jón Ríkharðsson

Hversu góður fræðimaður er Stefán Ólafsson?

Ekki þarf langan tíma til að þekkja sófískar aðferðir vinstri manna, auðvelt er að reikna út svörin frá þeim og til þess að einfalda umræðuna skal í upphafi leitast við að svara því sem líklegast kemur frá Stefáni, ef hann bregst á einhvern hátt við skrifum mínum.
23.nóv. 2012 - 14:57 Jón Ríkharðsson

Fræðimaður og kennari á daginn, besserwisser á kvöldin

Stefán Ólafsson mun kenna félagsfræði við Háskóla Íslands og líklega er hann með doktorsgráðu í þeirri grein. Væntanlega kann hann skil á því sem hann kennir sínum nemendum og ekki skal efast um að hann sinni starfi sínu með sóma.
27.apr. 2012 - 17:00 Jón Ríkharðsson

Það þarf að sigrast á hjarðeðlinu

Hjarðeðlið hefur fylgt mannkyni frá upphafi og það er ekki alslæmt, en varasamt er að láta það stjórna  hugsunum okkar og gjörðum.
20.apr. 2012 - 14:00 Jón Ríkharðsson

Eru allar stjórnmálastefnur fallegar á blaði?

Þeir sem að hafa lesið pistlana mína gera sér grein fyrir því, að mitt höfuðmarkmið er að auka vegsemd sjálfstæðisstefnunnar og ég veit að engin stefna önnur getur dugað til að stjórna landinu.
18.apr. 2012 - 21:24 Jón Ríkharðsson

Fylgið við Sjálfstæðisflokksins er óásættanlegt

Því miður deili ég ekki gleði margra félaga minna og vina innan Sjálfstæðisflokksins, þótt fygistölur í könnunum skríði upp á við, því þær eru tilkomnar vegna óánægju fólks með ríkisstjórnina. Við eigum að hugsa stórt, því við eigum innistæðu fyrir því, allt undir 50% í skoðnanakönunum er alls ekki gott.
31.mar. 2012 - 16:00 Jón Ríkharðsson

Vilja sjálfstæðismenn ekki að fiskurinn sé sameign þjóðarinnar?

Ríkisstjórnin og spunameistarar hennar, ásamt dyggum stuðningi Hreyfingarinnar keppast við að skrökva því að þjóðinni, að sjálfstæðismenn vilji ekki að þjóðin eigi fiskinn í sjónum.
29.mar. 2012 - 15:00 Jón Ríkharðsson

Þau geta ekki fundið raunhæfa lausn fyrir sjávarútveginn

Vanhæfni ríkisstjórnarinnar á sér margar birtingarmyndir, tilraunir þeirra til að koma með raunhæfar lausnir fyrir sjávarútveginn eru gjörsamlega misheppnaðar.
28.mar. 2012 - 09:00 Jón Ríkharðsson

Landsfundarræðan stendur enn

Í lok landsfundar Sjálfstæðisflokksins í nóvember á síðasta ári, sté ég í pontu og flutti stutta ræðu.
25.mar. 2012 - 10:00 Jón Ríkharðsson

Hef ég eitthvað nýtt fram að færa?

Eðlilegt er, að fólk spyrji að því hvort ég hafi eitthvað nýtt fram að færa, í ljósi þess að ég tilkynni þá ákvörðum mína að sækjast eftir þingsæti fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

Jón Ríkharðsson
Togarasjómaður, haldinn þeirri óskiljanlegu áráttu að þurfa að leyfa sem flestum að heyra sínar pólitísku skoðanir. Hann lifir í þeirri von, að þessi kækur hans geti haft jákvæð áhrif á samfélagið, svo undarleg sem sú hugsun er. Jón hefur lítil afrek unnið á sviði menntamála, en lagði samt stund á trésmíðanám fyrir mörgum árum.
Hann hefur skrifað nokkra greinar í Þjóðmál og verið virkur félagi í Sjálfstæðisflokknum um árabil. Netfang Jóns er: katrinsj@hotmail.com

Sigrún Dóra Jónsdóttir
Sigrún Dóra Jónsdóttir - 30.1.2018
Til varnar sonum mínum
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 27.1.2018
Andmælti Davíð, en trúði honum samt
Ingrid Kuhlman
Ingrid Kuhlman - 31.1.2018
Hvenær ertu búinn að aðlagast?
Lovísa María Emilsdóttir
Lovísa María Emilsdóttir - 31.1.2018
Æfðu þig í að finna fyrir gleði, þakklæti og hamingju!
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 05.2.2018
Ríkari mannréttindavernd barna á Íslandi
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 09.2.2018
Uppgjör í verkalýðshreyfingunni!
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 12.2.2018
Spurning drottningar
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 12.2.2018
Hún líka
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 16.2.2018
Viðkvæmir Píratar
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 15.2.2018
Spáð í spilin
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.2.2018
Hugleiðingar á 65 ára afmælinu
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 22.2.2018
Umskurður drengja
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 22.2.2018
Gyðingdómur í sögu og samtíð - námskeið
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 24.2.2018
Hann kaus frelsið
Fleiri pressupennar