29. mar. 2011 - 14:30Jón Ríkharðsson

Við þörfnumst kærleikans mest af öllu

Fólk hugsar allt of mikið um veraldleg gæði, en peningar gefa ekki hina sönnu hamingju, það gerir kærleikurinn.

Sjálfur fæddist ég inn í fjölskyldu sem ekki státar af ríkidæmi á veraldlega vísu, faðir minn sá um að vinna fyrir okkur öllum, sjálfum sér, eiginkonu og þrem börnum. Laun hans voru ekki há og ekkert var hægt að kaupa umfram brýnustu nauðsynjar. Við bjuggum í sextíu fermetra blokkaríbúð, foreldrar mínir sváfu í stofunni og við bræðurnir þrír sváfum saman í eina svefnherberginu, sem var í íbúðinni.

Þetta var náttúrulega eilífðarbasl, síðustu daga hvers mánaðar þurfti móðir mín að skipta matnum á milli okkar. Aldrei gátum við bræður stundað áhugamál sem kostuðu peninga, þeir voru ekki til. Á sumrin var útilegubúnaður settur upp á toppgrindina á litla Fiatnum sem pabbi átti og við héldum af stað út á land. Faðir minn hefur ávallt verið harður af sér og lítið fyrir að gera miklar kröfur, enda alinn upp í bragga og sára fátækt. Í hans orðabók hefur orðið "uppgjöf" aldrei verið til, þannig að þótt veður hafi ekki alltaf verið upp á sitt besta, þá var nú samt gist í tjaldi og engum varð meint af.

Sumum kann að þykja þetta afar bág kjör og engum börnum bjóðandi, en við bræður komumst vel til manns og erum allir stálhraustir og heilbrigðir til líkama og sálar, foreldrar okkar eru einnig við ágætis heilsu, þrátt fyrir þau séu nú bæði komin á elliár.

Sennilega hefur þetta bjargast hjá okkur vegna þess, að foreldar okkar gáfu okkur ótakmarkaðan kærleik og kenndu okkur ást og virðingu fyrir lífinu. Í þeirra vinahópi voru einstaklingar sem þættu best geymdir á stofnun nú til dags, en þessi systkini bjuggu með móður sinni í sömu blokk og við, þrátt fyrir að þau væru öll haldin þroskahömlun á misháu stigi.

Fyrir mér, þá var þetta ákaflega gott fólk, ég heimsótti þau oft og fékk gott atlæti og einlæga hlýju. Foreldrar mínir eru þeirrar gerðar, að fyrir þeim eru allir jafnir og fordóma hafa þau aldrei þekkt, við bræðurnir lærðum þessa góðu speki af þeim snemma.

Sá mikli kærleikur, umhyggja og blíða sem foreldrar okkar höfðu að bjóða, gera æskudaganna bjarta og fagra, þrátt fyrir mikið basl á hinu veraldlega sviði. Blíða föður míns er slík, að þegar ég var orðinn sextán ára gamall togarajaxl, þá þurfti ég að semja við hann, um að vera helst ekki að kyssa mig bless þegar hann var að fylgja mér um borð í skipið, það þótti mér heldur vandræðalegt á þessum tíma.

Í dag, þegar ég hef verið togarajaxl ansi lengi og tíminn leiðir mig hratt og örugglega til hálfrar aldar veru hér á jörð, þá þykir mér afar notalegt að heimsækja gömlu hjónin og fá að njóta kærleikans og blíðunnar, ég verð víst alltaf litli strákurinn þeirra svo lengi sem þau koma til með að lifa og mér finnst það bara ansi gott.

En enginn skyldi halda, að faðir minn sé væminn maður, það er móðir mín ekki heldur. Þegar ég kom heim grátandi vegna ágreinings við félaga mína, þá sagði pabbi mér að hætta þessum væl, ég átti bara að fara út og vera harður. Það getur enginn veimiltíta komið þrem strákum til manns upp á eigin spýtur, á mjög lágum launum. Það þurfti hörku til að komast í gegn um erfiða lífsbaráttu og hafa sigur að lokum.

Nú á tímum, þar sem peningar eru af skornum skammti hjá ansi mörgum og óvissa um framtíðina, þá verðum við að hugsa um blessuð börnin. Börnin geta alveg lifað við þröngan kost og samt komist vel til manns, kærleikurinn kostar ekki neitt og hann er ótakmörkuð auðlind, það er aldrei hægt að klára hann, hann eykst eftir því sem hann er notaður meira.

Það versta sem fólk gerir sjálfu sér og börnunum, er að láta fjárhagserfiðleika eyðileggja hjónabandið og þar af leiðandi, særa saklaus börn. Við berum ábyrgð á börnunum okkar. Þegar neyðin er hvað mest og allt virðist vonlaust, þá er stutt í reiðina. Reiðin kemur í veg fyrir rökræna hugsun.

Í stað þess að reiðast, þá er betra að faðma börnin og fullvissa þau um, að allt verði í lagi, þá finna þau fyrir öryggi og hlýju. Hjónin eiga líka að halda utan um hvert annað og ákveða að gefast ekki upp, það hefur aldrei verið svo dimmt í efnahagslífi vestrænna þjóða, að ekki hafi birt á ný, þetta er spurning um að þrauka um stund.

Ef þjóðinni ber gæfu til þess að standa saman og sýna hvert öðru kærleika og stuðning, þá er enginn kreppa nógu djúp til að granda þessari þjóð.26.apr. 2016 - 15:05 Jón Ríkharðsson

Er markmiðið löglaus þjóð?

Það sem er verst á okkar tímum er að kjörnir þingmenn virðast ekki skilja margt sem flestu hugsandi fólki er augljóst. Heyrst hefur í ræðustól þingsins að stjórnvöldum beri skylda til að samþykkja tillögur stjórnlagaráðs.
03.apr. 2016 - 14:52 Jón Ríkharðsson

Afsögn ráðamanna - nei takk!

Ekki fer ég dult með þá staðreynd að vera í hópi hörðustu sjálfstæðismanna landsins og með eindæmum flokkshollur maður. Þess vegna er það yfirlýst markmið mitt að efla Sjálfstæðisflokkinn eins og mögulegt er - því ég kæri mig ekki um ríkisstjórn án þáttöku Sjálfstæðisflokksins. 
29.mar. 2016 - 09:29 Jón Ríkharðsson

Píratar taka upplýsta afstöðu

Þrátt fyrir alla þessa peninga sem frúin á hefur Sigmundur Davíð barist hart fyrir hagsmunum íslensku þjóðarinnar - skaðað hagsmuni eiginkonunnar og væntanlega sína um leið amk. hefur enginn hrakið það með trúverðugum hætti.
14.mar. 2016 - 08:21 Jón Ríkharðsson

Í tilefni aldarafmælis ASÍ.


Okkar verkamanna helsta böl er að jafnaðarstefnan tók ástfóstri við okkur fyrir hundrað árum - án þess að gert sé lítið úr góðum hug og miklum framfaramálum sem kratar þó náðu í gegn.
07.mar. 2016 - 15:30 Jón Ríkharðsson

„Góða fólkið“ og ríka réttlætiskenndin

„Góða fólkið“ hikar ekki við að saka nafngreinda stjórnmálamenn um mannvonsku og illar hvatir. Engu virðist skipta þótt vitað sé að saklaus börn, makar, aldraðir foreldrar lesi gífuryrðin á netinu - góða fólkið missir ekki svefn vegna þess.
29.feb. 2016 - 11:33

„Jón Jónsson vill einangra Ísland frá umheiminum“

Fjölmiðlamenn ýmsir ásamt virtustu álitsgjöfum þjóðarinnar hafa sagt frá fólki sem vill einangra landið frá umheiminum. Þar sem ég er svag fyrir kynlegum kvistum hefur maður beðið með öndina í hálsinu eftir viðtali við einstakling sem vill að Ísland hafi engin samskipti við önnur lönd.
02.des. 2013 - 15:41 Jón Ríkharðsson

Áhrifarík auglýsing frá Vlfa.

Verkalýðsfélagið á Akranesi útbjó auglýsingamyndband sem dreift var víða á netinu og hún stuðaði SA, enda var það tilgangurinn.
29.júl. 2013 - 15:50 Jón Ríkharðsson

Óþægilegur sannleikur?

Maður er nefndur Jóhann Hauksson og fékk hann það hlutverk að miðla upplýsingum fyrir ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur.
08.jún. 2013 - 11:25 Jón Ríkharðsson

Er þörf fyrir nýtt Ísland?

Í Ameríku eru allskyns hópar sem halda fram skoðunum þvert á vísindin. Sérviska ýmiskonar litar gráma hversdagsins og gefur lífinu gildi.
13.mar. 2013 - 14:59 Jón Ríkharðsson

Engin pólitík, ég er bara áhorfandi að því sem fyrir augu ber

Fyrirsögnin er höfð eftir Stefáni Ólafssyni þar sem hann svarar athugasemd við pistil sinn, er hann ritaði m.a. um gjöf sem Björn Bjarnason átti að hafa fært Háskóla Íslands, eða lofað í tilefni af hundrað ára afmæli skólans.
28.nóv. 2012 - 18:19 Jón Ríkharðsson

Hvers vegna að hjóla í Stefán Ólafsson?

Miðað við málflutning sumra vinstri manna, þá telja þeir að allir sem skammist út í þá séu annað hvort hræddir við það sem þeir segja eða hafi eitthvað að fela.
26.nóv. 2012 - 17:54 Jón Ríkharðsson

Hversu góður fræðimaður er Stefán Ólafsson?

Ekki þarf langan tíma til að þekkja sófískar aðferðir vinstri manna, auðvelt er að reikna út svörin frá þeim og til þess að einfalda umræðuna skal í upphafi leitast við að svara því sem líklegast kemur frá Stefáni, ef hann bregst á einhvern hátt við skrifum mínum.
23.nóv. 2012 - 14:57 Jón Ríkharðsson

Fræðimaður og kennari á daginn, besserwisser á kvöldin

Stefán Ólafsson mun kenna félagsfræði við Háskóla Íslands og líklega er hann með doktorsgráðu í þeirri grein. Væntanlega kann hann skil á því sem hann kennir sínum nemendum og ekki skal efast um að hann sinni starfi sínu með sóma.
27.apr. 2012 - 17:00 Jón Ríkharðsson

Það þarf að sigrast á hjarðeðlinu

Hjarðeðlið hefur fylgt mannkyni frá upphafi og það er ekki alslæmt, en varasamt er að láta það stjórna  hugsunum okkar og gjörðum.
20.apr. 2012 - 14:00 Jón Ríkharðsson

Eru allar stjórnmálastefnur fallegar á blaði?

Þeir sem að hafa lesið pistlana mína gera sér grein fyrir því, að mitt höfuðmarkmið er að auka vegsemd sjálfstæðisstefnunnar og ég veit að engin stefna önnur getur dugað til að stjórna landinu.
18.apr. 2012 - 21:24 Jón Ríkharðsson

Fylgið við Sjálfstæðisflokksins er óásættanlegt

Því miður deili ég ekki gleði margra félaga minna og vina innan Sjálfstæðisflokksins, þótt fygistölur í könnunum skríði upp á við, því þær eru tilkomnar vegna óánægju fólks með ríkisstjórnina. Við eigum að hugsa stórt, því við eigum innistæðu fyrir því, allt undir 50% í skoðnanakönunum er alls ekki gott.
31.mar. 2012 - 16:00 Jón Ríkharðsson

Vilja sjálfstæðismenn ekki að fiskurinn sé sameign þjóðarinnar?

Ríkisstjórnin og spunameistarar hennar, ásamt dyggum stuðningi Hreyfingarinnar keppast við að skrökva því að þjóðinni, að sjálfstæðismenn vilji ekki að þjóðin eigi fiskinn í sjónum.
29.mar. 2012 - 15:00 Jón Ríkharðsson

Þau geta ekki fundið raunhæfa lausn fyrir sjávarútveginn

Vanhæfni ríkisstjórnarinnar á sér margar birtingarmyndir, tilraunir þeirra til að koma með raunhæfar lausnir fyrir sjávarútveginn eru gjörsamlega misheppnaðar.
28.mar. 2012 - 09:00 Jón Ríkharðsson

Landsfundarræðan stendur enn

Í lok landsfundar Sjálfstæðisflokksins í nóvember á síðasta ári, sté ég í pontu og flutti stutta ræðu.
25.mar. 2012 - 10:00 Jón Ríkharðsson

Hef ég eitthvað nýtt fram að færa?

Eðlilegt er, að fólk spyrji að því hvort ég hafi eitthvað nýtt fram að færa, í ljósi þess að ég tilkynni þá ákvörðum mína að sækjast eftir þingsæti fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

Jón Ríkharðsson
Togarasjómaður, haldinn þeirri óskiljanlegu áráttu að þurfa að leyfa sem flestum að heyra sínar pólitísku skoðanir. Hann lifir í þeirri von, að þessi kækur hans geti haft jákvæð áhrif á samfélagið, svo undarleg sem sú hugsun er. Jón hefur lítil afrek unnið á sviði menntamála, en lagði samt stund á trésmíðanám fyrir mörgum árum.
Hann hefur skrifað nokkra greinar í Þjóðmál og verið virkur félagi í Sjálfstæðisflokknum um árabil. Netfang Jóns er: katrinsj@hotmail.com

Sigrún Dóra Jónsdóttir
Sigrún Dóra Jónsdóttir - 30.1.2018
Til varnar sonum mínum
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 27.1.2018
Andmælti Davíð, en trúði honum samt
Ingrid Kuhlman
Ingrid Kuhlman - 31.1.2018
Hvenær ertu búinn að aðlagast?
Lovísa María Emilsdóttir
Lovísa María Emilsdóttir - 31.1.2018
Æfðu þig í að finna fyrir gleði, þakklæti og hamingju!
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 05.2.2018
Ríkari mannréttindavernd barna á Íslandi
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 09.2.2018
Uppgjör í verkalýðshreyfingunni!
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 12.2.2018
Spurning drottningar
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 12.2.2018
Hún líka
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 16.2.2018
Viðkvæmir Píratar
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 15.2.2018
Spáð í spilin
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.2.2018
Hugleiðingar á 65 ára afmælinu
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 22.2.2018
Umskurður drengja
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 22.2.2018
Gyðingdómur í sögu og samtíð - námskeið
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 24.2.2018
Hann kaus frelsið
Fleiri pressupennar