13. mar. 2017 - 08:19Ingrid Kuhlman

Að þekkja og véfengja svartsýnishugsanir

Hægt er að skilgreina bjartsýni á tvennan hátt. Scheier og Carver sem dæmi skilgreina bjartsýni sem  þá altæka tilhneigingu til að trúa því að maður muni almennt upplifa góða frekar en slæma hluti í lífinu. Á mannamáli þýðir þetta að horft sé á björtu hliðarnar.

Hin leiðin til að skilgreina bjartsýni er nálgun Martin Seligmans sem er einn af upphafsmönnum jákvæðrar sálfræði. Að hans sögn er undirstöðu bjartsýni ekki að finna í jákvæðum fullyrðingum heldur í tilhneigingu okkar til að nota ákveðinn skýringarstíl til að útskýra það sem gerist í lífi okkar. Við þróum þennan stíl í æsku og höldum okkur við hann það sem eftir er ævi okkar, nema við tökum meðvituð skref til að breyta honum. Skýringarstíllinn virkar eins og viðmið sem við notum til að útskýra fyrir sjálfum okkur hvers vegna hlutir, slæmir eða góðir, hendi okkur.   

Hægt er að læra að verða bjartsýnni með því að nota tækni sem byggist á hugrænni atferlismeðferð (Rational Emotive Behavior Therapy) sem Albert Ellis kom fram með árið 1962. Í bók sinni Authentic Happiness fer Martin Seligman ítarlega í þessa aðferð en markmiðið með henni er að auka bjartsýni með því að læra að þekkja og véfengja svartsýnishugsanir. Lykillinn að því að rengja neikvæðar hugsanir er:

1)      að verða meðvitaðri um eigin hugsanir og síðan að meðhöndla þær eins og utanaðkomandi aðili hefði gert; sem erkifjanda sem hefur ekkert annað markmið í lífinu en að gera þig vansæla(n).

2)      að leiða athyglina frá hugsununum þ.e.a.s. að leyfa sjálfum sér ekki að hugsa um þær með því að beina athyglinni annað.

3)      að rengja hugsanirnar með því að kanna réttmæti þeirra. 

Unnið er gegn neikvæðri hugsun með því að nota ABCDE líkanið þar sem:

  o   A stendur fyrir mótlæti eða bakslag (Adversity);

  o   B stendur fyrir þær hugsanir og tilfinningar sem við upplifum (Beliefs);

  o   C stendur fyrir algengar afleiðingar þessara hugsana og tilfinninga (Consequences);

  o   D stendur fyrir rökstuðninginn eða hvernig maður rengir þessar algengu hugsanir með því að nota staðreyndir og rökhugsun (Disputation);

  o   E stendur fyrir orkuna sem leysist úr læðingi þegar maður véfengir hugsanirnar á árangursríkan hátt (s.s. tekur eftir hvernig manni líður, t.d. léttari, með meiri orku, ákveðnari) (Energization).

Skoðum eftirfarandi dæmi:

A: Mótlæti

Þú hélst sölukynningu en hélst ekki tímaáætlun og stamaðir.

B: Hugsanir og tilfinningar

„Ég er lélegur ræðumaður.

„Ég klúðra alltaf kynningum mínum.“

„Ég ætti að hætta að koma fram því ég skána örugglega ekki.“

„Yfirmaður minn hlýtur að telja að ég valdi ekki starfinu.“

C: Afleiðingar

Þú afþakkar beiðni um að koma fram og lætur óttann stjórna þér. Þegar þú heldur aftur ræðu ertu mjög taugastrekkt(ur) og kvíðin(n) og mun líklegri til að gera mistök.

D: Rökstuðningur

„Ég hef ekki mikla reynslu af því að halda ræður. Þetta var bara þriðja ræðan mín. Yfirmaður deildarinnar talaði líka of lengi en enginn virtist láta það trufla sig. Nokkrir spurðu mig spurninga og sýndu áhuga á því sem ég hafði að segja. Pétur sagði jafnvel að hann væri hrifinn af glærunum mínum og hann er nú oft sparsamur á hrós. Kannski var flæðið ekki 100% en þetta slapp og ef ég get náð tökum á sviðsskrekknum verð ég miklu betri næst.“

Til eru nokkrar leiðir til að gera gera rökstuðninginn sannfærandi:

·         Sannanir: Sýndu að neikvæðu hugsanirnar eru raunverulega rangar. Flestar neikvæðar hugsanir eru ýkjur. Spurðu hvaða sannanir þú hafir fyrir þeim. T.d.: „Hvaða sönnun hef ég fyrir því að halda að ég sé lélegur ræðumaður?“

·         Aðrir valkostir: Spurðu sjálfa(n) þig hvort það séu aðrar leiðir til að líta á vandamálið sem eru minna skaðlegar fyrir þig. Einblíndu sérstaklega á orsakir sem hægt er að breyta, t.d. „Ég var þreytt(ur)“, sértæk atriði (t.d. bara í dag) og hvort þetta sé bara þér um að kenna.

·         Vísbendingar: Jafnvel þó að þú hafir enn neikvætt viðhorf til þess sem þú gerðir er hægt að draga úr ýkjunum. Dæmi: Jafnvel þó að þú hafir klúðrar einni kynningu, hverjar eru líkurnar á því að þetta eyðileggi starfsframa þinn eða restina af lífinu?
31.jan. 2018 - 09:04 Ingrid Kuhlman

Hvenær ertu búinn að aðlagast?

Undanfarin ár hefur mannlífið á Íslandi tekið miklum breytingum og fjölbreytileikinn aukist. Innflytjendum fer sífellt fjölgandi og þeir setja svip sinn á samfélagið. Ástæðurnar fyrir auknum búferlaflutningum fólks eru nokkrar. Ísland er orðið þátttakandi í alþjóðlegu umhverfi þar sem heimurinn er orðin að einu atvinnusvæði. Auk þess hefur straumur flóttamanna aukist vegna stríðsátaka og annarra hörmunga. Margir vita ekki hvernig á að bregðast við þessum breytingum. Flestir vilja taka vel á móti öllum sem flytja hingað til lands en vankunnátta og skortur á skilningi gagnvart ólíku útliti, hegðun, trú og menningu gerir okkur erfitt fyrir.
23.okt. 2017 - 14:27 Ingrid Kuhlman

Að endurbyggja traust

Árið 2006 kom út bókin The Speed of Trust eftir Stephen M. R. Covey en þar fer hann í saumana á traustinu, á hvaða stoðum það stendur, hvernig má viðhalda því og endurheimta það hafi það glatast. Góð samskipti verða ekki grundvölluð nema á styrkum stoðum trausts. Við getum ekki keypt traust né kennt það heldur þurfum við að ávinna okkur það með orðum okkar og gjörðum.
20.mar. 2017 - 12:42 Ingrid Kuhlman

Hamingjan eykst með hækkandi aldri

Alþjóðlegi hamingjudagurinn er haldinn í fimmta sinn í dag 20. mars. Dagurinn er haldinn að frumkvæði Sameinuðu þjóðanna með það að markmiði að vekja stjórnvöld og einstaklinga til vitundar um mikilvægi hamingjunnar.
06.mar. 2017 - 09:57 Ingrid Kuhlman

Áhyggjur eru sjálfvalin stilling hugans

Við mannfólkið erum fljót að bregðast við mögulegum ógnum í umhverfinu og erum næmari fyrir neikvæðum viðburðum og skilaboðum en jákvæðum. Heilinn vinnur hraðar úr neikvæðu áreiti, upplýsingum og upplifunum en jákvæðum.

26.feb. 2017 - 13:14 Ingrid Kuhlman

Stjórnum notkun snjallsímans

Snjallsímavæðingin hefur tekið flug eftir að fyrsti síminn kom á markað árið 2007 og nú er svo komið að mikill meirihluti Íslendinga á snjallsíma. Snjallsímar bjóða upp á endalausa möguleika og leika sífellt stærra hlutverk í lífi fólks. Rafrænu samskiptin hafa óneitanlega margar jákvæðar hliðar en einnig neikvæðar. Til eru alltof mörg dæmi um það að fólk verði háð símanum sínum og geti varla án hans verið og er í þessu samhengi stundum talað um snjallsímafíkn. Mörg störf krefjast þess líka að við séum sítengd. Könnun sem prófessor Leslie Perlow við Harvard Business School framkvæmdi árið 2012 meðal 1600 stjórnenda og sérfræðinga leiddi í ljós að:

20.feb. 2017 - 08:27 Ingrid Kuhlman

Orð hafa mátt – vöndum valið

Orð geta ekki breytt raunveruleikanum, en þau breyta því hvernig við skynjum raunveruleikann. Í gegnum síuna sem orðin skapa sjáum við heiminn í kringum okkur. Eitt orð getur gert útslagið um það hvort okkur líkar eða mislíkar manneskju. Tökum dæmi. Ef góður vinur sem við tökum mark á lýsir þeim sem við erum að fara að hitta í fyrsta skipti sem óáreiðanlegum og lötum höfum við tilhneigingu til að sjá viðkomandi þannig, burtséð frá því hvort hann er óáreiðanlegur og latur eða ekki. Orðin „óáreiðanlegur og latur“ skapa síu eða fyrirfram mótaða skoðun sem hefur áhrif á hvernig við túlkum það sem viðkomandi segir eða gerir.

23.jan. 2017 - 08:24 Ingrid Kuhlman

Þegar þjáningin ein er eftir

Sjálf hef ég reynslu af dánaraðstoð sem aðstandandi en pabbi minn, Anton Kuhlman, var með þeim fyrstu í heiminum til að fá ósk sína um dánaraðstoð uppfyllta á löglegan hátt. Hann dó 11. apríl 2002, aðeins tíu dögum eftir að dánaraðstoð var lögleidd í Hollandi. Pabbi greindist með æxli í heilanum árið 1999 sem var þannig staðsett að ekki var hægt að fjarlægja það.

15.jan. 2017 - 15:57 Ingrid Kuhlman

Ísjakinn okkar er að bráðna

Bókin Our Iceberg is Melting eftir John Kotter og Holger Rathgeber frá árinu 2007 er dæmisaga sem inniheldur mikla visku og innsæi um það hvernig eigi að lifa af í heimi sem tekur stöðugum breytingum. Sagan segir frá hópi myndarlegra keisaramörgæsa á Suðurskautslandinu sem hefur verið með aðsetur þar í alllangan tíma. Hlédræg en athugul mörgæs í hópnum, Fred að nafni, uppgötvar ýmis merki um mögulegar hamfarir sem gætu komið til með að ógna búseta þeirra: Ísjakinn þeirra er að bráðna og í hættu á að brotna í sundur.

02.jan. 2017 - 10:45 Ingrid Kuhlman

Að tileinka sér umhverfisvænan lífsstíl

Nýtt ár færir okkur ný tækifæri. Hvernig væri að beina sjónum okkar að því að draga úr þeirri sóun sem tengist lífsvenjum okkar? Á hverjum degi tökum við margar ákvarðanir um innkaup og neyslu sem hafa áhrif á umhverfið og samfélagið. Neyslumynstur okkar og lífsstíll ræður miklu um þróun umhverfismála. Við berum öll ábyrgð á að ganga vel um jörðina og skila henni af okkur í góðu ástandi til næstu kynslóða. Við eigum jú bara þessa einu jörð.

26.des. 2016 - 16:07 Ingrid Kuhlman

Hvað boðar nýárs blessuð sól?

Nýtt ár er handan við hornið og á tímamótum sem þessum er til siðs að staldra ögn við, líta yfir farinn veg og velta fyrir sér núverandi stöðu. Of margir burðast með byrðar gærdagsins með því að velta sér upp úr eigin misbrestum eða mistökum liðins árs.

19.des. 2016 - 10:30 Ingrid Kuhlman

Margt í einu eða eitt í einu?

Við státum okkur oft af því að geta gert margt í einu. Á meðan við horfum á sjónvarpið skoðum við Facebook í snjallsímanum eða svörum tölvupóstum. Við þrífum baðherbergið á meðan við burstum tennurnar. Við lesum dagblöðin á meðan við borðum hádegismatinn og spjöllum við samstarfsmenn á sama tíma. En komum við meiru í verk með því að sinna mörgum verkefnum á sama tíma?
12.des. 2016 - 10:00 Ingrid Kuhlman

Nærumst og verslum með núvitund

Um jólin eru freistingarnar oft margar, sem hefur þau áhrif að við borðum, drekkum og eyðum meiru en æskilegt væri. Á nýja ári kemur svo eftirsjáin þegar við stígum á vigtina og reikningarnir byrja að berast.

06.des. 2016 - 09:30 Ingrid Kuhlman

Njótum aðventunnar

Margir upplifa aðventuna sem tímabil sem er fullt af ótal verkefnum og stressi. Við hugsum yfirleitt of mikið, skipuleggjum of mikið, og borðum og drekkum of mikið á þessum árstíma. Förum á jólahlaðborð, tökum þátt í skipulögðum viðburðum í (tónlistar)skólanum hjá krökkunum, skellum okkur á jólatónleika, hlaupum kófsveitt á milli verslana, skreytum húsið fallegum ljósum, þrífum alla íbúðina hátt og lágt, bökum jólakökur, skrifum jólakort og mætum í ótal fjölskylduboð. Það er auðvelt að tapa sér og margir yfirkeyra sig í öllu þessu jólaati. Þegar jólin ganga svo loksins í garð erum við dauðuppgefin.     
28.nóv. 2016 - 07:00 Ingrid Kuhlman

Hófsöm og umhverfisvæn hugsun fyrir jólin

Við Íslendingar erum þekktir fyrir að fara á eyðslufyllerí í desember þegar jólin eru að næsta leiti. Við straujum greiðslukortunum eins og enginn sé morgundagurinn og kaupum oft hluti sem engin þörf er fyrir. Kaupsýslumenn hvetja okkur til að undirbúa jólin í verslunum landsins og reyna að telja okkur trú um að jólin byrji þar.
20.nóv. 2016 - 19:00 Ingrid Kuhlman

Stefnir þú á fullkomnun?

Það er verðugt markmið að vilja leggja sig fram um að ná góðum árangri og stefna á háleit markmið en þegar árangursþörfin breytist í fullkomnunaráráttu getur hún leitt til óöryggis og dregið úr frammistöðu okkar og lífsgæðum. Rannsóknir á fullkomnunaráráttu sýna að hún hefur í för með sér aukna streitu og kvíða. Fullkomnunarárátta getur leitt til kulnunar í starfi sem einkennist af neikvæðu vinnutengdu hugarástandi, mikilli streitu, langvinnri þreytu og minni afköstum, sem er andstætt hugmyndinni um að fullkomnunarsinnar nái meiri árangri.

15.nóv. 2016 - 11:47 Ingrid Kuhlman

Fimm gagnlegar aðferðir til að byggja upp seiglu

Þegar við stöndum frammi fyrir erfiðleikum eða mótlæti eigum við það stundum til að sýna miður áhrifarík viðbrögð eins og að ýta fólki frá okkur, reiðast, kenna sjálfum okkur um eða velta okkur upp úr erfiðleikunum. Í stað þess að klappa okkur á bakið gerum við lítið úr okkur sjálfum. Mikilvægt er að læra að byggja upp seiglu til að takast betur á við bakslag og ná sér á strik aftur. Hér fyrir neðan eru nokkrar gagnlegar aðferðir til að byggja upp seiglu:
07.nóv. 2016 - 09:13 Ingrid Kuhlman

Við erum ekki hugsanir okkar

Það fara milli 50.000 og 70.000  hugsanir um hug meðalmanneskju á dag. Þannig er því farið oft og tíðum að við erum þræll hugsana okkar og tilfinninga og látum þær þvælast of mikið fyrir okkur. Við verjum með öðrum orðum alltof miklum tíma í kollinum á okkur – í alls kyns hugsanir, greiningar, dóma og það að gera lítið úr okkur sjálfum. Neikvæðar hugrenningar geta þannig tekið öll völd og lokað dyrunum að áhyggjulausu og eðlilegu lífi.

31.okt. 2016 - 09:30 Ingrid Kuhlman

Að endurbyggja traust

Árið 2006 kom út bókina The Speed of Trust eftir Stephen M. R. Covey en þar fer hann í saumana á traustinu, á hvaða stoðum það stendur, hvernig má viðhalda því og endurheimta það hafi það glatast. Góð samskipti og öflugt atvinnulíf verða ekki grundvölluð nema á styrkum stoðum trausts. Við getum ekki keypt traust né kennt það heldur þurfum við að ávinna okkur það með orðum okkar og gjörðum.
24.okt. 2016 - 14:44 Ingrid Kuhlman

Að temja sér þakklæti

Það eru margar góðar ástæður fyrir því að temja sér þakklátt lífsviðhorf. Raunverulegt þakklæti felur í sér að koma auga á og þakka fyrir hið sjálfsagða, það sem er allt í kringum okkur alltaf og sem við höfum verulega tilhneigingu til að taka sem gefnu. Þetta eru hlutir eins og fallegt sólarlag, maturinn, heilsan, fegurð náttúrunnar, fólkið okkar, góðmennska annarra, lífið sjálft. Þakklæti felur í sér ákveðna auðmýkt gagnvart lífinu.
28.sep. 2016 - 09:53 Ingrid Kuhlman

Góðverk auka vellíðan

Margar rannsóknir hafa sýnt að vellíðan fólks eykst þegar það gerir eitthvað fallegt fyrir aðra eins og að kaupa kaffi handa samstarfsmanni, gera húsverk fyrir fjölskyldumeðlim eða aðstoða nágranna með garðinn sinn. Okkur var flestum kennt í æsku að hugsa fyrst um aðra og síðan okkur sjálf.

13.sep. 2016 - 23:19 Ingrid Kuhlman

Að vinna með styrkleika sína

Eitt af því sem fræðimenn hafa beint sjónum sínum að síðustu ár er styrkleikar fólks. Hvernig við getum komið auga á þá, skerpt sýn okkar á þá og nýtt þá til að blómstra og verða hamingjusamari manneskjur. Þegar við hlúum að styrkleikunum fyllumst við orku og hámörkum frammistöðuna.
07.sep. 2016 - 11:18 Ingrid Kuhlman

Tómstundagaman eykur vellíðan

Sálfræðingurinn David Newman gerði nýlega rannsókn á áhrif tómstunda á vellíðan fólks. Hann og félagar hans bjuggu til skammstöfunina DRAMMA til að lýsa ávinningi tómstunda.
29.ágú. 2016 - 13:57 Ingrid Kuhlman

Að stuðla að aukinni vellíðan með aðferðum jákvæðrar sálfræði

Jákvæð sálfræði er vísindaleg nálgun sem beinir athyglinni að jákvæðum þáttum mannlegrar tilveru eins og styrkleikum, vellíðan, velgengni, þakklæti, seiglu, gildum (dyggðum), von, jákvæðum tilfinningum, tilgangi, flæði, bjartsýni og hamingju. Hún veltir fyrir sér hvað einkennir vel starfhæfa einstaklinga sem ná á farsælan hátt að þroskast og aðlagast ólíkum aðstæðum í lífinu. Hún finnur leiðir til að skapa umhverfi þar sem einstaklingar ná að blómstra og lifa sínu besta lífi.
18.ágú. 2016 - 10:47 Ingrid Kuhlman

Bara ein jörð

Fundur fólksins er lífleg tveggja daga lýðræðis- og stjórnmálahátíð sem verður haldin 2. og 3. september 2016 í Norræna húsinu. Slegið verður upp tjaldbúðum þar sem hin ýmsu félagasamtök, stjórnmálaflokkar, stofnanir og fyrirtæki verða með starfsemi og þjóðþekktir einstaklingar stjórna sjóðheitum umræðum. Hátíðin er vettvangur til að virkja lýðræðið og brúa bilið milli stjórnmálamanna og fólksins í landinu.
08.feb. 2016 - 21:32 Ingrid Kuhlman

Að gera góðverk

Sonja Lyubomirsky, sálfræðingur frá Háskólanum í Riverside, hefur komist að því í rannsóknum sínum að eitt af því sem getur aukið hamingjuna er að gera góðverk. Að rétta öðrum hjálparhönd óumbeðið og gefa af sér fær mann til að líða vel í hjartanu. Góðverk þurfa ekki að vera eitthvað stórvægilegt því að það er hugurinn sem skiptir öllu. Það þarf oft lítið til að skapa ómælda gleði.
20.okt. 2015 - 10:17 Ingrid Kuhlman

Vinsemd í eigin garð

Við eigum það gjarnan til að kalla okkur illum nöfnum, draga úr okkur eða fara aftur og aftur yfir mistök í huganum. Í stað þess að klappa okkur á bakið rökkum við okkur niður og berjum áfram með svipu. Slík sjálfsgagnrýni er frekar algeng. Guðni Gunnarsson lífsráðgjafi segir sem dæmi að meðalmanneskja hafni sér 800 sinnum á dag. Þar af leiðandi verjum við miklum tíma í sjálfsvorkunn, viðnám og síðan réttlætinguna á því.
10.okt. 2015 - 18:05 Ingrid Kuhlman

Árangursrík hlustun – að vera á staðnum

Í samskiptum okkar við annað fólk erum við stundum á sjálfsstýringunni . Hraði nútímans gerir það að verkum að samskiptin verða að formsatriði, svona svipað og þegar einhver býður okkur „góðan dag“ í matvörubúðinni. Við höldum að við séum að hlusta á þann sem við erum að tala við en heyrum samt ekki hvað hann er að segja í raun og vera. Eða þá við heyrum bara það sem við viljum heyra. Slík „þykjustuhlustun“ getur leitt til misskilnings og haft slæm áhrif á góð samskipti.
05.okt. 2015 - 11:00 Ingrid Kuhlman

Þessi fallegi dagur...

Hvernig væri að lifa og verja einum degi með öðrum hætti en venjulegum dögum? Með því að gera smá breytingar á þínu daglega lífi er hægt að skapa sér ánægjulegan og yndislegan dag. Undirbúningurinn hefst kvöldið áður.
23.jan. 2015 - 13:12 Ingrid Kuhlman

Mýtur um „extróverta“

Helsti munurinn á extróvertum (úthverfum) og intróvertum (innhverfum) er að þeir fyrrnefndu fá orku úr ytri heimi og umhverfi og endurnærast með samskiptum við annað fólk á meðan þeir síðarnefndu fá orku úr sínum innri heimi, hugsunum og íhugun. Extróvertar eru oft misskildir eða verða fyrir fordómum. Hér fyrir neðan eru nokkrar algengar mýtur.
16.jan. 2015 - 20:57 Ingrid Kuhlman

Mýtur um ,,intróverta“

Intróvertar eða innhverfir eru oft misskildir í þessum heimi. Þeir eru ekki feimnir, hræddir við fólk eða félagslega ófærir. Þeir eru ekki óhamingjusamir, þeir hata ekki fólk, þeir eru ekki óvingjarnlegir eða snobbaðir, og fullkomlega færir um að halda samræðum gangandi. Þeir taka til máls á almannafæri og geta verið mjög virkir í félagsstörfum.
07.jan. 2015 - 10:24 Ingrid Kuhlman

Hvenær gerðir þú síðast góðverk?

Góðverk gleðja ekki bara þiggjendum heldur einnig gerendum. Að rétta öðrum hjálparhönd óumbeðið og gefa af sér fær mann til að líða vel í hjartanu. Góðverk þurfa ekki að vera stór því að það er hugurinn sem skiptir öllu. Það þarf oft lítið til að gleðja aðra mikið.
24.nóv. 2014 - 10:28 Ingrid Kuhlman

Hvers vegna gefst ég alltaf upp?

Margir hafa verið í þeim sporum að hafa sett sér markmið, eins og t.d. um að grennast, hætta að reykja eða hreyfa sig meira, en gefist síðan upp. Ástæða þess að fólk hættir við að framkvæma áætlanir er ein helsta ráðgáta nútímans. Hvers vegna náum við ekki settum markmiðum?
04.sep. 2014 - 13:57 Ingrid Kuhlman

Tengist viljastyrkur skorti á orku eða skorti á hvatningu?

Allir þeir sem hafa reynt að breyta slæmum sið hafa upplifað glímuna við viljastyrkinn. Þú vilt halda þig við megrunarkúrinn, en svo er þér boðið í veislu með hlaðborð fullt af freistandi kökum. Áður en þú veist af er girnileg kökusneið kominn á diskinn þinn og megrunarkúrinn er settur á ís, alla vega í bili.
04.ágú. 2014 - 11:32 Ingrid Kuhlman

Ertu alveg viss?

Hugsanavilla er ályktun, trú, niðurstaða, ákvörðun eða tilfinning sem brenglar skynjun okkar og hefur áhrif á skoðanir okkar og ákvarðanir. Við erum oft fullkomlega ómeðvituð um það sem hefur áhrif á skoðanir okkar. Í menningu okkar leggjum við mikla áherslu á fordómaleysi, hlutleysi, rökvísi og skynsemi. Frá blautu barnsbeini reynum við að beita skynsemi og finna „rétta“ svarið. Við viljum trúa því að við greinum hluti faglega og byggjum skoðanir okkar og hegðun á réttum ályktunum. Raunveruleikinn er hins vegar oft annar.
21.júl. 2014 - 10:57 Ingrid Kuhlman

Nokkur atriði sem þú vissir ekki um núvitund

Núvitund er ástand þar sem við höfum athyglina í núinu á opinn og virkan hátt.  Núvitund þýðir að vera með hugsunum sínum eins og þær eru, án þess að grípa þær eða ýta þeim burt. Í stað þess að láta lífið líða hjá án þess að lifa því, vöknum við til meðvitundar og upplifum það á virkan hátt.
04.júl. 2014 - 09:00 Ingrid Kuhlman

Litlar daglegar venjur leiða til langtíma árangurs

Þegar taka á upp nýjar venjur er gott að styðjast við eftirfarandi þrjár einfaldar reglur:
10.jún. 2014 - 09:42 Ingrid Kuhlman

Hvað tekur raunverulega langan tíma að þróa nýjar venjur?

Dr. Maxwell Malz, sem vann sem lýtalæknir árið 1950, tók eftir því að eftir aðgerðir, t.d. á nefinu, tók það skjólstæðinga hans yfirleitt um 21 dag að venjast nýja andlitinu. Það sama átti við eftir aflimun á útlimum: skjólstæðingar fundu yfirleitt fyrir hand- eða fótleggnum í um 21 dag áður en þeir aðlöguðust nýju aðstæðunum.
28.maí 2014 - 10:00 Ingrid Kuhlman

Gott fólk gerir vonda hluti seinni partinn

Ef þú þarft að eiga mikilvægt símtal eða ræða viðkvæmt mál við samstarfsmenn er best að gera það fyrir hádegi. Nýleg rannsókn sem Maryam Kouchaki við Harvard háskólann og Isaac Smith við Utah háskólann framkvæmdu sýnir að fólk er mun líklegra til að segja ósatt, svíkja, stela eða hegða sér á einn eða annan hátt siðferðilega rangt eftir hádegi en að morgni til.
21.maí 2014 - 07:00 Ingrid Kuhlman

Sátt við sjálfan sig

Sálfræðingar við háskolann í Hertfordshire fundu í könnun sem þeir gerðu meðal 5000 einstaklinga í mars sl. tíu lykla að hamingjusamara lífi ásamt daglegum venjum sem gera fólk raunverulega hamingjusamt. Sú venja sem tengist mest hamingju og ánægju með lífið er sátt við sjálfan sig. Á sama tíma er það líka sú venja sem flestir þeirra sem tóku þátt í könnuninni iðkuðu minnst.
12.maí 2014 - 15:55 Ingrid Kuhlman

Er dyggð að gefast ekki upp?

Hversu oft hefurðu heyrt setningar eins og „þolinmæði þrautir vinnur allar“, „maður verður bara að bíta á jaxlinn“, og „sigurvegarar gefast aldrei upp“? Líklega hefurðu ekki eins oft heyrt sagt að stundum sé gott að hætta þegar eitthvað virkar ekki og byrja á einhverju nýju. Það að gefast aldrei upp er nefnilega talin dyggð í menningu okkar.
05.maí 2014 - 08:31 Ingrid Kuhlman

Að stjórna væntingum sínum

Sumir halda því fram að því meiri væntingar sem við höfum þeim mun brothættari séum við fyrir skipbroti. Til að komast hjá vonbrigðum þegar hlutirnir ganga ekki upp sé því betra að draga úr væntingum sínum.
28.apr. 2014 - 08:00 Ingrid Kuhlman

Nýttu styrkleika þína

„Þekktu sjálfan þig“, hin fleygu orð gríska heimspekingsins Sókrates sem letruð voru á hof Delphis fyrir um tveimur öldum síðan, eiga enn mikið við í dag. Það er afar mikilvægt að vera meðvitaður um það sem gerir mann sérstakan.
22.apr. 2014 - 08:30 Ingrid Kuhlman

Vá-tilfinningin

Viðhorf okkar spilar stórt hlutverk á öllum aldri og öllum lífsskeiðum. Það getur verið besti vinur okkar en einnig okkar versti óvinur. Það eru í raun tvær leiðir til að líta á nærri allt það sem við tökum okkur fyrir hendur. Svartsýnismenn reyna að finna erfiðleikana í tækifærinu á meðan einstaklingar með jákvæða og uppbyggilega lífssýn leita að tækifærunum í erfiðleikunum.
07.apr. 2014 - 16:56 Ingrid Kuhlman

Að stjórnast ekki af stjórnsemi annarra

Samskipti reynast okkur oft erfið og geta kostað okkur orku. Þetta á t.d. við um samskipti við stjórnsama einstaklinga sem reyna að hafa áhrif á hegðun okkar og taka af okkur öll ráðin. Þeir hafa þörf fyrir að gagnrýna allt og alla. Þeir hunsa hæfileika, reynslu og rétt annarra, hafa skoðun á því sem við gerum og stjórna okkur með því að taka tilfinningar okkar ekki gildar ef þær samræmast ekki þeirra „reglum“.
27.mar. 2014 - 12:00 Ingrid Kuhlman

Leyfum fólki að vera eins og það er

Eitt af því sem ég kann að meta frá mínu fæðingarlandi Hollandi er umburðarlyndi en Hollendingar líta ekki aðeins á það sem dyggð heldur jafnvel sem þjóðlega skyldu. Þeir bera mikla virðingu fyrir frelsi fólks að lifa lífinu eins og það sjálft kýs og standa vörð um rétt einstaklinga til að þroskast á ólíkum forsendum.
20.mar. 2014 - 12:00 Ingrid Kuhlman

Bjartsýni er hugarfar en ekki persónueinkenni

Yfirleitt er bjartsýnismaður talinn vera sá sem sér það góða í öllu og öllum og horfir á björtu hliðarnar – glasið er alltaf fullt hjá honum. Pollýanna er fyrirmynd hans og hann er sannfærður um að hann muni upplifa góða hluti. Rannsóknir til tuttugu ára hafa hins vegar staðfest að bjartsýni gengur miklu dýpra en menn héldu áður.
14.mar. 2014 - 09:09 Ingrid Kuhlman

Hættu að flækja málin

Markmið flestra í lífinu er að öðlast sanna hamingju. Það sem heldur aftur af okkur og kemur í veg fyrir að við látum drauma okkar rætast er í langflestum tilfellum við sjálf. Við setjum, viljandi eða óviljandi, takmarkanir á okkur sjálf.
01.mar. 2014 - 08:00 Ingrid Kuhlman

Alþjóðlegi hrósdagurinn

Laugardaginn 1. mars er alþjóðlegi hrósdagurinn. Okkur Íslendingum er ekki gjarnt að hrósa. Það hefur ekki verið hluti af þjóðarsálinni – í gamla daga var því jafnvel haldið fram að ekki væri ráðlegt að hrósa börnunum því þau yrðu bara montin.
21.feb. 2014 - 16:15 Ingrid Kuhlman

Minnkaðu streitu með heilbrigðum lífsstíl

Streitan er óumflýjanlegur hluti daglegs lífs. Hún getur verið jákvæð þegar hún kemur fram við réttar aðstæður en heilsuspillandi þegar hún er langvarandi. Við erum misvel í stakk búin til að mæta álagi.
11.feb. 2014 - 07:00 Ingrid Kuhlman

Taktu lífinu brosandi

Bros virðist ekki vera sérlega flókin athöfn. Þegar við upplifum jákvæða tilfinningu lyftast munnvikin og augun krumpast. Heildaráhrifin gefa umheiminum þau skilaboð að okkur líði vel. Að brosa er einföld og í langflestum tilfellum algjörlega sjálfsprottin athöfn. Við brosum yfirleitt án mikillar áreynslu.

Ingrid Kuhlman
Þjálfari og ráðgjafi og jafnframt framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar. Diplóma á meistarastigi í jákvæðri sálfræði árið 2016, diplómanám í kvikmyndagerð frá Met Film School í London árið 2014 og M.A. í norrænum fræðum frá Háskólanum í Amsterdam árið 1996.

Árið 2006 kom út bókin hennar Tímastjórnun í starfi og einkalífi. Var ásamt Eyþóri Eðvarðssyni ritstjóri bókarinnar Management van mensen (Stjórnun fólks) sem kom út í Hollandi árið 1998.

Átti sæti í verkefnastjórn Hins gullna jafnvægis, samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar og Gallup um að samræma betur vinnu og einkalíf. Átti einnig sæti í verkefnastjórn átaksverkefnisins Konur til forystu um jafnara náms- og starfsval kynjanna. Einn af höfundum ritsins Lykillinn að velgengni á vinnumarkaði, sem kom út árið 2001. Var Affiliate Representative Educator hjá European Management Assistants Europe (EUMA) frá 2004-2013. Var í fræðslunefnd FKA frá 2005-2007 og formaður nefndarinnar 2006-2007. Sat í stjórn Heimilis og skóla landssamtaka foreldra frá 2010-2012 og var varamaður í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur frá 2010-2011. Sat í fyrstu dómnefnd sem valdi handhafa Stjórnunarverðlauna Stjórnvísis 2010. Var stjórnarmaður í Líf styrktarfélagi frá 2009-2014 og starfandi formaður um tíma. Varamaður í stjórn Félags um jákvæða sálfræði frá 2016.

Netfang: ingrid@thekkingarmidlun.is

Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 06.4.2018
Sjáðu þessi dæmi um græðgisvæðingu!
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 25.3.2018
Lokað fyrir ræðuhöld
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 25.3.2018
Berjumst gegn græðgisvæðingu
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 05.4.2018
Dröslaði bróður mínum í kirkju
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Hvað segi ég í Las Vegas?
Sverrir Björn Þráinsson
Sverrir Björn Þráinsson - 05.4.2018
Hjónin Laufey og Bjarki losuðu sig við 33 kg á 12 vikum
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 29.3.2018
„Heyrðu“
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Heimsókn Øverlands
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 27.3.2018
Dymbilvika
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.4.2018
RÚV er tímaskekkja
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 07.4.2018
Málið okkar
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 05.4.2018
Þinn tími sem forseti ASÍ er liðinn!
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir - 06.4.2018
Skömmin
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 14.4.2018
Grafir án krossa
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 17.4.2018
Grímulaus pólitík
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 21.4.2018
Þrjár örlagasögur
Fleiri pressupennar