14. mar. 2017 - 10:39Hildur Eir Bolladóttir

Að vera mamma

Að vera mamma. Þið vitið hvernig þetta er þegar maður gengur um kirkjugarða og les grafskriftir hinna látnu, þá stendur oft starfsheiti fyrir neðan nafn viðkomandi, líkt og hér hvílir Jón Jónsson skipstjóri eða Guðrún Jónsdóttir kennari.

Þetta er auðvitað gert til að undirstrika framlag hins látna til lífsins, ekki hvað síst ef starfið hefur verið mjög samofið persónunni. Um daginn var ég stödd upp í kirkjugarði við jarðsetningu og varð á einhverjum tímapunkti litið á legstein sem stóð í næstu götu, á honum var nafn konu og fyrir neðan það stóð: Móðir.

Mér hlýnaði um hjartarætur við að sjá þetta, í raun var þessi sýn ákveðin prédikun út af fyrir sig. Ástvinir hafa augljóslega vitað hvað til hennar friðar heyrði.

Að vera móðir er líka sannkallað ævistarf þótt enginn sé ráðningarsamningurinn, ekkert sumarfrí né launuð yfirvinna.

Að vera móðir er að gefa hjarta sitt án skilyrða, að vera móðir er að skynja sína mestu hamingju í lífi annarrar manneskju, allt frá því að hún er barn og til eilífðar. Að vera móðir er í raun að hafa augu Guðs á annarri manneskju
31.mar. 2017 - 13:00 Hildur Eir Bolladóttir

Kvikan hlý og fögur

Í morgun var ung kona með þroskahömlun jarðsungin frá Höfðakapellu, hún var mikill karakter og gleðigjafi, dugnaðarforkur í sveit og mætti bæði stórum nautum og frekum hrútum af slíkri staðfestu að þeir flúðu jafnvel af hólmi, hún hafði líka einstaka heyrn og næmi svo hún þekkti fótatak fólks úr mílufjarlægð.
27.feb. 2017 - 19:32 Hildur Eir Bolladóttir

þungunarrof

Í fyrsta lagi tel ég yfirráðarétt konunnar yfir eigin líkama vega mjög þungt því er afar mikilvægt að konur hafi lagalegan rétt til að taka sjálfstæða ákvörðun um að eyða fóstri á fyrstu vikum meðgöngu, útgangspunktur þess er að heill og heilsa konunnar sé í forgrunni áður en hugað er að fóstrinu.
10.okt. 2016 - 11:34 Hildur Eir Bolladóttir

Að vera veikur

Mig langar til þess að vera hér með örlitla, óskáldlega hugleiðingu um það að takast á við veikindi og vera aðstandi. Og af því að ég tala um að vera óskáldleg þá þýðir það að ég ætla að vera praktísk í kvöld sem er raunar bráðnauðsynlegt  þó það sé kannski ekki eins ljóðrænt og spurningin um tilgang lífsins. Eða hvað? Er ekki lífið í heild sinni ljóð, eins konar safn myndbrota úr hversdeginum þar sem við tökumst á við það óæfða hlutverk að vera manneskja?

21.apr. 2016 - 17:26 Hildur Eir Bolladóttir

Við þurfum nýjan forseta

Þá hef ég komist að niðurstöðu samkvæmt brjóstviti mínu og dómgreind sem er auðvitað ekki óskeikul. Það er fullkomlega óeðlilegt að Ólafur Ragnar Grímsson skuli nú bjóða sig aftur fram til forseta eftir að hafa tilkynnt annað í nýársávarpi sínu á fyrsta degi ársins 2016. Það er heldur ekki satt sem sumir segja að þetta sé lýðræðið í hnotskurn að hann megi nú bara bjóða sig fram eins og hver annar og svo sé það þjóðarinnar að velja, upphrópunin “hva er þjóðin svona heimsk, er henni ekki treystandi til að kjósa!” er heldur ekki kjarni málsins, þetta er ekki svona einfalt.
28.feb. 2016 - 23:12 Hildur Eir Bolladóttir

Reykjavíkurdætur

Ég hef aldrei heyrt um að Jesús hafi orðið hneykslaður. Samkvæmt guðspjöllunum varð hann reiður, sár og þreyttur, hann grét en var aldrei hneykslaður. Ef maður pælir í því þá er heldur ekkert gagnlegt að hneykslast, skilar engu nema sóun á dýrmætum tíma, það fæðist engin niðurstaða af hneyksluninni. Reiðin getur hins vegar verið gagnleg og jafnvel falleg, sérstaklega þegar hún kviknar af ríkri réttlætiskennd sem er borin uppi af djúpri samkennd. Og grátur er ekkert annað en móðir mannlegra tilfinninga, grátur er meðal annars staðfesting á ást,þakklæti og samúð.
26.des. 2015 - 01:20 Hildur Eir Bolladóttir

Almar og albönsku fjölskyldurnar

Jólaprédikunin á það til að skrifa sig sjálf, á liðinni aðventu skrifaði lífið og tíðarandinn nokkrar. Einn frumlegasti helgileikur síðari ára var án efa „Almar í kassanum“ sem þjóðin fylgdist með í heila viku á internetinu. Almar var nakinn inn í glerkassa og því fóru frumþarfir hans ekki framhjá glöggum áhorfendum. Og það var einmitt það sem kom fólki mest á óvart og vakti jafnvel hneikslan að maðurinn skyldi gera slíkt fyrir allra augum það er að segja þeirra sem kusu að horfa. Þegar ég fór að uppgötva evrópskar raunsæismyndir á sínum tíma eins og verk breska leikstjórans Mike Leigh þar sem venjulegt fólk með óviðurkennt útlit situr á salerninu á meðan það talar við makann sem stendur inn í svefnherbergi með stírur í augum uppgötvaði ég, mér til mikillar skelfingar, að amerískt kvikmyndauppeldi hafði tekist að gera mig forviða yfir slíkum senum.
04.des. 2015 - 10:50 Hildur Eir Bolladóttir

Jólin og sorgin

Jól í skugga sorgar þurfa ekki að vera ónýt jól. Jól í skugga sorgar verða hins vegar að fá að vera það sem þau eru, ekki hvað síst ef þau eru fyrstu jól án látins ástvinar. Syrgjendur kvíða oft þessum fyrstu jólum, tilhugsunin um þau verður oft grýlukennd.
24.nóv. 2015 - 10:49 Hildur Eir Bolladóttir

Ég er Frosti og Máni kirkjunnar

Ég er alltaf að bíða eftir því að Guð segi mér að gera eitthvað annað en að vera prestur. Ástæðan fyrir því að ég fór í guðfræði á sínum tíma og tók vígslu var eiginlega sú að ég hélt að ég gæti ekki neitt annað. Ég var svo sem ekkert námsséní í menntaskóla, afleit í raungreinum og bara svona meðal í öllu hinu. Fékk að vísu alltaf hátt í dönsku, en hverjum er ekki sama. Það voru heldur ekki foreldrar mínir sem hvöttu mig til að fara út í prestskap, ég var ekkert að gera stóra hluti þegar ég fylgdi pabba eftir í hans embættisverkum, spilaði reyndar einu sinni á fiðlu í sunnudagaskóla á Svalbarðseyri og uppskar meira fliss en aðdáun.
10.nóv. 2015 - 13:36 Hildur Eir Bolladóttir

Sanngjarnt þjóðfélag er öruggara þjóðfélag

Ungur maður spurði mig á kaffihúsi þar sem við sátum og sötruðum okkar Latte hvernig við gætum alið drengina okkar upp þannig að þeir verði ekki nauðgarar? Þetta var býsna stór spurning en sá ungi er fjölmiðlamaður og því vanur að þurfa að spyrja krefjandi spurninga.
30.okt. 2015 - 11:13 Hildur Eir Bolladóttir

Ferðamannaiðnaður eða þjónusta

Ég er alin upp með ferðamönnum og þess vegna þykir mér mjög vænt um þá. Ég sleit barnsskónum í Laufási við Eyjafjörð. Margir merkir klerkar hafa setið þann stað enda verið þar kirkja frá fyrstu kristni, sennilega er Björn Halldórsson þeirra þekktastur en hann þjónaði í Laufási á 19.öld og orti marga fallega sálma þar á meðal jólasálminn hugljúfa „Sjá himins opnast hlið.“ Kirkjan í Laufási var byggð árið 1865 og einnig er þar torfbær sem var byggður upp í tíð séra Björns á árunum 1866 – 1870, bærinn stendur enn í sinni upprunalegu mynd Foreldrar mínir sátu staðinn í 25 ár, pabbi var prestur og mamma svona „aðstoðarprestur“ í sjálfboðastarfi því hún helgaði líf sitt starfi kirkjunnar og hélt stórt og gestkvæmt heimili, annars er hún menntaður hárgreiðslumeistari svo því sé til haga haldið. Ég er yngst sex systkina, á sumrin sýndum við ferðamönnum gamla bæinn . Yngra systkini tók við af því eldra og þess vegna var auðvitað tímabært fyrir foreldra mína að flytja af staðnum þegar ég var orðin 13 ára og enginn eftir í kotinu til að taka við af kvikindinu. Að vísu var pabbi kosinn vígslubiskup á þeim tíma sem hefur eflaust eitthvað spilað inn í ákvörðun þeirra.
15.sep. 2015 - 14:29 Hildur Eir Bolladóttir

Hugrökk en ekki heimóttaleg

Við erum spendýr með frumþarfir eins og önnur spendýr. Við þurfum að borða, sofa, stunda kynlíf, skila úrgangi og svo höfum við innbyggð varnarviðbrögð gagnvart þeim sem ætla að ráðast á afkvæmi okkar. Það sem hins vegar skilur á milli okkar og annarra spendýra er að við höfum hæfileika til að setja okkur í spor annarra, við finnum til samkenndar með öðrum.
17.ágú. 2015 - 20:49 Hildur Eir Bolladóttir

Hamingjan er hagkvæm

Það er mikið talað um neikvæða umræðu í íslensku samfélagi, ráðamönnum þjóðarinnar verður sérstaklega tíðrætt um óvægna og ómálefnalega umræðu sem fram fer á samfélagsmiðlum. Það helgast nú kannski að því að umræðan hverfist mest um þeirra störf enda varða þau hag lands og þjóðar. Þær ákvarðanir sem teknar eru á alþingi varða manneskjur af holdi og blóði, þetta eru ákvarðanir sem geta haft áhrif á heilsu fólks, húsnæðisöryggi, atvinnu, samgöngur, skipulag umhverfis og náttúruvernd svo fátt eitt sé nefnt. Í raun er það útópísk hugmynd að umræðan um ákvarðanir alþingis geti orðið eins og veðrið hér í Eyjafirðinum, alltaf sól og harðalogn.
13.júl. 2015 - 14:56 Hildur Eir Bolladóttir

Að kunna að þegja

Þeir eru fáir sem mér finnst gott að þegja með, þó koma nokkur andlit upp í hugann, fólk sem hefur róandi áhrif á mig, já svona fólk sem virðist vita meira en við hin, það er gott að þegja með þannig manneskjum. Ég hef oft verið hvött til að sækja Kyrrðardaga í Skálholti enda hafa þeir notið mikilla vinsælda undanfarin ár og fjölmargir fundið þar sálarró, trú og frið. Ég hef hins vegar ekki enn treyst mér, ég er nefnilega svo hrædd um að þögnin verði vandræðaleg þannig að meðvirkni mín muni á endanum rústa því góða starfi sem hefur verið byggt upp á þessum helga stað og hvað ef ég fengi svo bara hláturskast? Einu aðstæðurnar sem ræna mig málgleði eru símtöl, ég er gjörsamlega fáránleg í síma, þeir sem hringja í mig byrja símtölin annað hvort á því að spyrja hvort eitthvað sé að eða hvort þeir séu að trufla, það er ekki alveg eðlilegt. Ég er reyndar með smá símafælni, mér finnst eitthvað svo erfitt að sjá ekki svipbrigði fólks þegar ég er að tala við það, þess vegna hljóma ég svolítið eins og þjónustufulltrúi í banka sem er ekki tilbúinn að hækka heimildina eða símsvari á heilsgæslustöð „ þú ert númer 18 í röðinni.“ Þess utan er ég mjög málgefin, samstarfsfólk mitt í kirkjunni segir að það sé nóg að ég fari bara í sumarfrí, þá geti hinir slakað á ( ég held samt að þau séu að ýkja).
09.jún. 2015 - 16:30 Hildur Eir Bolladóttir

Pensilín fyrir hjónabandið

Ég fæ stundum mentorpósta frá skólanum sem drengirnir mínir sækja þar sem farið er yfir  framgöngu þeirra og framkomu við samnemendur og kennara. Oftast eru þetta frekar jákvæðar fréttir en þó ekki alltaf, bara eins og gengur og gerist í mannheimum. Nema hvað, fyrir nokkrum vikum bárust mér þau tíðindi í gegnum mentor að eldri sonur minn sem er daglega í einhvers konar hormónarússi væri sí og æ að reka í górilluöskur í matsalnum svo mönnum brygði við. Fyrst þegar ég las þetta hugsaði ég með mér að þetta væri náttúrlega alvarlegt mál, það er vitað að ef fólki bregður mjög mikið meðan það er að matast þá er hættara við að það gleypi loft sem skilar sér aftur í stöðugum vindgangi þegar líða tekur á daginn.  Mér finnst vont að vita til þess að 13 ára sonur minn beri  ábyrgð á slíkum ófögnuði, ekki síst inn á heimilum sóknarbarna minna, í verstu tilvikum gæti þetta leitt til hjónaerja og þá myndu hjónin kannski leita til mín um ráðgjöf og þá værum við sonur minn komin í ólöglegt samráð sem gæti hæglega endað framan á forsíðu blaðanna.
01.jún. 2015 - 19:00 Hildur Eir Bolladóttir

Þegar systir mín missti af Dallas

Þegar ég var að slíta barnsskónum heima í Laufási við Eyjafjörð voru veturnir oft  snjóþungir. Ég man daga þar sem við krakkarnir lékum okkur að því að hoppa  af bæjarburstinni ofan í dúnmjúka skafla sem umluku mann líkt og stórir skýjabólstrar. Ég man líka eftir tveggja metra snjógöngum frá íbúðarhúsinu okkar og upp heimreiðina þar sem Citroen bíllinn hans pabba var falinn undir fönn, bíllinn fannst eftir nokkra daga en þá hafði þakið sigið undan snjóþunganum.
19.maí 2015 - 07:00 Hildur Eir Bolladóttir

Kirkjan er ekki krónprinsessa

Árið 2010 tóku ný hjúskaparlög gildi hér á landi sem höfðu m.a. þá mikilvægu breytingu í för með sér að bæði gagnkynja og samkynja pör gátu gengið í hjónaband innan íslensku þjóðkirkjunnar. Það þarf ekki að fjölyrða um mikilvægi þessara breytinga sem voru að mínu mati sannkallað heillaskref fyrir íslenska þjóð ásamt því að vera sterk skilaboð til umheimsins.
05.maí 2015 - 22:12 Hildur Eir Bolladóttir

Gömul djammhandrit

Síðastliðinn sunnudagsmorgunn fór ég fór út að hlaupa vegna þess að ég er alltaf að reyna að taka á lífi mínu áður en ég verð miðaldra og enginn æska eftir til að borga fyrir mig reikninginn. Á hlaupunum mætti ég ungri stúlku sem var sennilega að ganga heim eftir gleðskap næturinnar, háir hælar, úfið hár og abstrakt augnmálning báru því vitni. Þegar við mættumst sá èg að hún horfði á mig með sektarkennd í hjarta og hugsað:
28.apr. 2015 - 17:37 Hildur Eir Bolladóttir

Mannanafnanefnd

Satt best að segja þá hef ég alveg gríðarlega trú á mannkyninu. Ég sinni þannig starfi að ég fæ aftur og aftur að reyna og sjá hvað fólk getur verið viturt og vel meinandi, kærleiksríkt og klárt. Eftir því sem árunum í preststarfinu fjölgar verð ég hreinlega bjartsýnni á framtíðina, mér finnst mannkyninu fara í heild sinni fram og nýjar kynslóðir bæta einhverju mikilvægu við það sem þegar hefur verið uppgötvað.
17.apr. 2015 - 12:52 Hildur Eir Bolladóttir

Að fara til kvensjúkdómalæknis

Ég var 17 ára gömul þegar ég fór fyrst til kvensjúkdómalæknis, sú ferð var ekki blandin sömu spennu og þegar ég fór  t.d. á fyrsta sveitaballið í Miðgarði í Skagafirði. Spennan við að fara til kvensjúkdómalæknis var frekar svona kvíðablandin á meðan spennan við að fara í Miðgarð var bundin þeirri  von að komast á feitan séns og vanga við lagið „Ekkert breytir því“ með Sálinni hans Jóns míns. Þarna var s.s. um mjög ólíka spennu að ræða en ég lifði hvort tveggja af og þessi fyrsta heimsókn til kvensjúkdómalæknis reyndist á endanum auðveldari en ég hafði ímyndað mér.
05.apr. 2015 - 13:32 Hildur Eir Bolladóttir

Flugstjóri, flóttamenn og frelsun brjósta

Að trúa á upprisuna er ekki spurning um rökræðu. Upprisutrú fæðist með lífsreynslu. Mér hefur alltaf þótt flókið að segja börnum píslar og páskasöguna og kannski vil ég að svo sé, það væri svo sárt að sjá lítið andlit kinka skilningsríkt kolli við að heyra um krossfestingu Krists og upprisu það segði mér að barnið væri búið að reyna meira en eðlilegt getur talist, eins og hún Hudea, litla fjögurra ára  stúlkan í Atmeth flóttamannabúðunum í Sýrlandi. Þegar blaðaljósmyndari mundaði vél sína og hugðist taka af henni mynd rétti litla stúlkan upp báðar hendur til merkis um að hún gæfist upp. Hún hélt að ljósmyndarinn væri að miða á hana byssu. Myndin er nístandi opinberun þeirrar skelfingar sem þúsundir barna lifa við í okkar veröld.  Þessi stúlka myndi hugsanlega kinka kolli ef ég segði henni frá föstudeginum langa og píslargöngu Krists en ég vona svo heitt að hún fái líka að reyna upprisu lífsins.
31.mar. 2015 - 13:56 Hildur Eir Bolladóttir

Til fermingarbarna árið 2015

Stundum langar mig svo til að vita hvað unglingar eru að hugsa. Það er eitthvað í fari unglinga sem gerir mig alveg sérstaklega forvitna. Ég held að það sé þetta með að þau eru ekki lengur börn sem segja bara það sem þau eru að hugsa en heldur ekki fullorðið fólk sem ætti einmitt ekkert alltaf að vera að segja það sem það er að hugsa.
25.mar. 2015 - 10:52 Hildur Eir Bolladóttir

Kraftgallakynslóðin

Ég er af kraftgallakynslóðinni, það er kynslóðin sem hékk í bænum á föstudagskvöldum íklædd kraftgöllum með hálfs líters gosflöskur í hendi. Innvolsið var ýmist Kaptain Morgan í kók eða vodka í sprite. Kraftgallakynslóðin leiddi af sér foreldrarölt, mömmur og pabbar brugðu sér í skærgul vesti og gengu um bæinn til að hirða upp ælandi unglinga og senda þá heim í lögreglufylgd.
11.mar. 2015 - 12:48 Hildur Eir Bolladóttir

Hvernig ertu af geðhvarfasýkinni?

Eftir að pabbi var orðinn veikur af heilabilun fórum við fjölskyldan eitt sinn með honum á kaffihús í Reykjavík enda var sælkerinn seint frá honum tekinn þó minni og tjáning og hreyfigeta væru ekki eins og best verður á kosið. Pabba fannst alltaf svo gott að borða góðar tertur og drekka lútsterkt kaffi og ekki þótti honum síðra að njóta slíkra lystisemda með nánustu fjölskyldu, fólkinu sem elskaði hann bara fyrir það eitt að vera til. Þá sat hann þögull og hlustaði á skvaldrið í okkur og kímdi þegar hlátrasköllin og vitleysisgangurinn var kominn yfir „eðlileg“ mörk, hann þekkti sitt fólk af andrúmsloftinu þó nöfnin væru farin að skolast til. Óöryggi er eitt af einkennum þessa sjúkdóms sérstaklega á fyrstu stigum þegar sjúklingurinn áttar sig enn á ástandi sínu, þá skiptir mjög miklu máli hvernig honum er mætt.
04.mar. 2015 - 18:25 Hildur Eir Bolladóttir

Guð blessi Placebo áhrifin

Ég var að ræða það við góða samstarfskonu að mín helsta gæfa í lífinu væri þessi ódrepandi trúgirni og von sem virðist svo grópuð í sál mína að ég er ekki frá því að ég hafi hreinlega fundið upp hin svokölluðu Placebo áhrif sem eru oft ótrúlega áhrifarík. Þegar ég var lítil fór mamma alltaf í Stjörnuapótek sem var og hét og lét útbúa þar fyrir sig ógeðslega drykkjarblöndu af B vítamíni, B 3,6,12 osfrv.
27.feb. 2015 - 14:01 Hildur Eir Bolladóttir

Hundalíf

Á dögunum dvaldi ég í Hamburg í Þýskalandi. Hamburg er fögur borg, hrein og tignarleg með fjölskrúðugt mannlíf og frábæra hundamenningu. Nú gerðist ég sjálf hundaeigandi fyrir um ári síðan er við festum kaup á hvítum Golden retriever hvolpi sem hefur tekið út sinn vöxt á vor og sumartíð og ber nafnið Kári.
16.feb. 2015 - 12:54 Hildur Eir Bolladóttir

Öskudagurinn

Öskudagurinn á Akureyri er í minningunni einn af betri dögum æsku minnar, ég get næstum fullyrt að hann hafi verið mér jafn mikið tilhlökkunarefni og sjálfur afmælisdagurinn sem ber víst jafnan upp á 25. apríl ár hvert. Um leið og jólaskrautinu var pakkað með trega niður í kassa var ég farin að velta upp mögulegum  búningum fyrir öskudaginn, ég hef alltaf þrifist á tilhlökkun eða eins og mamma segir.
08.feb. 2015 - 14:00 Hildur Eir Bolladóttir

Jafnrétti á tímum rassadillinga

Áður en heimurinn varð til, var ekkert nema myrkur. Það sem ég var búin að eyða löngum stundum í að velta þessu fyrir mér sem barn og raunar langt fram á unglingsár, ég man eftir því að fara í einhvers konar hugleiðsluástand þar sem ég var að reyna að sjá fyrir mér hvernig þetta ekkert hefði getað verið og getur það yfirhöfuð verið að einu sinni hafi ekkert verið til? Ég man eftir tilfinningunni sem kom við þessa hugsun, það var svona eitthvað mitt á milli gremju og vantrúar.
04.feb. 2015 - 16:11 Hildur Eir Bolladóttir

Mamma

Ég fylgdi tæplega áttræðri móður minni til öldrunarlæknis á dögunum. Ástæða heimsóknarinnar var sem sagt öldrun. Tíminn hefur ákveðna fordóma gagnvart fullorðnu fólki hann nennir ekki að vinna með því þegar það hefur lokið ákveðnum skyldum við samfélagið. Mamma er búin að ala upp hvorki meira né minna en sex börn sem hafa ávaxtað sig um fjórtán barnabörn og tvö barnabarnabörn svo nú situr hún uppi með ónýtar mjaðmir og gatslitið bak. Hún segir besta verkjalyfið við þessum kvillum vera að sjá afkomendur sína lifa, dafna og elska, það gefur ellinni víst ríkan tilgang. Þegar maður fer til svona sérfræðings í öldrunarlækningum sem mér finnst að vísu mjög fyndið orð af því að síðast þegar ég gáði þá var ekki búið að finna neina lækningu við ellinni er boðið upp á próf sem metur minni og vitræna getu.
26.jan. 2015 - 13:39 Hildur Eir Bolladóttir

Ást á annarri öld

Ég sat með ungum nýgiftum hjónum á dögunum þar sem við ræddum m.a. breytingar á stefnumótamenningu landans. Þau voru að uppfræða okkur gamla fólkið um ný öpp sem eru til þess gerð að para fólk saman eftir áhugamálum, útliti ofl. sem hægt er að greina á rafrænu formi, eitt það vinsælasta kallast Tinder og er víst að gera allt vitlaust og ef fram heldur sem horfir  stefnir í allsherjar barhrun hér á landi enda þurfa menn nánast að verða sér út um kúlulán til að fjárfesta í einum perlandi á íslenskri krá.
22.jan. 2015 - 16:20 Hildur Eir Bolladóttir

Trúþrýstingsmælirinn

Mér finnst alltaf svolítið erfitt að svara spurningunni „ertu mjög trúuð?“ Þetta er eiginlega svona klemmuspurning, ef ég svara henni játandi má ætla að ég líti á sjálfa mig sem mjög GÓÐA manneskju og það er eiginlega bara vont  en ef ég  svara henni neitandi þá gæti einhver efast um heilindi mín í preststarfinu að ég sé kannski bara að þiggja opinber laun á fölskum forsendum.
07.jan. 2015 - 14:54 Hildur Eir Bolladóttir

Að endurfæðast úr netheimum

Ég varð fyrir mjög merkilegri uppgötvun á dögunum, já það má nánast kalla það vitrun. Vitrun er orðið af því að það er það sem fólk verður fyrir í klaustrum, á eyðieyjum og jafnvel í fangelsum. Ég er stödd á Hólum í Hjaltadal í nokkurra daga leyfi við að skrifa bók. Ekki misskilja mig, það er ekkert fangelsi að vera hér, Hólar er yndislegur staður þar sem hin magnaða kirkjusaga drýpur af hverju strái, að vísu er nú jörð þakin snjó þannig að réttara væri að segja að sagan bergmálaði milli fjalla því þau er hér hvernig sem viðrar, jafnt vetur sem sumar. Hólabyrðan er svona eins og ættmóðirin í dalnum enda má segja að dómkirkjan hafi fæðst af henni, byggingarefni kirkjunnar er rauður sandsteinn sóttur úr Byrðunni.
31.des. 2014 - 18:07 Hildur Eir Bolladóttir

Ártölin sem þú manst

Að taka niður æviatriði um látið fólk og undirbúa þannig minningarorð með aðstandendum er í senn gefandi og vandasamt. Það eru raunar mikil forréttindi að fá að annast slíka þjónustu ekki síst þar sem hún er mjög menntandi fyrir prestinn. Fyrir manneskju eins og mig sem hafði oft nokkuð takmarkaða einbeitingu í skóla og átti til að sigla þöndum hugseglum inn í dagdraumana er mjög magnað að geta setið með fólki og hlustað á lífssögu ástvinar sem ég aldrei þekkti, án þess að missa úr eitt einasta orð. Ég hugsa að ef öll mín skólaganga hefði byggst upp á því að heyra ævisögur fólks þá hefði ég sennilega endað með a.m.k fimm háskólagráður.
26.des. 2014 - 13:56 Hildur Eir Bolladóttir

Hungur

Já hér stend ég í þessari asnalegu jólapeysu og get ekki annað. Málstaðurinn er mikilvægur en með jólapeysuátakinu í ár stendur Barnaheill fyrir fjáröflun til styrktar forvarnarverkefni gegn einelti. Og nú er komið að því að efna loforðið um að messa í jólapeysunni sem er ættuð frá Dublin á Írlandi.
13.des. 2014 - 17:43 Hildur Eir Bolladóttir

Að vera „trúari“

Hefurðu spáð í hvað samskipti hjóna eða para hafa ólík en oft mikil áhrif á þig sem ert þeim nærri? Sum pör eru alltaf hátt uppi í hrifningu sinni á hvort öðru og virðast leitast eftir því af fremsta megni að sanna fyrir heiminum að þau sé brjálæðislega ástfangin, maður samgleðst þeim en skilur samt ekki af hverju þau geti ekki bara slakað á, þau eru búin að finna hvort annað og það er það sem skiptir máli.
10.des. 2014 - 10:37 Hildur Eir Bolladóttir

Forvitni gegn einelti

Við fæðumst forvitin. Ég held að það þýði að okkur sé ætlað að vera það. Stundum eru börn mjög óhefluð í forvitni sinni. Margir foreldrar hafa lifað pínlegar stundir í búningsherbergjum sundlauga þar sem barnið hefur t.d. bent og spurt hvort kallinn sé með barn í maganum.
23.nóv. 2014 - 16:38 Hildur Eir Bolladóttir

Engan hrísvönd þessi jól

Jólin nálgast og grýla er ekki dauð líkt og fimm ára sonur minn heldur staðfastlega fram í fyrirvaraleysi æsku sinnar.  Við fullorðna fólkið höfum nefnilega mörg hver haldið henni á lífi með óþarfa frammistöðukvíða fyrir jólahaldinu.
18.nóv. 2014 - 16:48 Hildur Eir Bolladóttir

Að vera tapari á Íslandi

Margrét heitin Þórhallsdóttir ljósmóðir var jarðsungin frá Akureyrarkirkju í liðinni viku. Margrét er mörgum kunn hér í bæ enda átti hún langan og farsælan starfsferil að baki hér á sjúkrahúsi Akureyrar  í hlutverki sem var ekki bara vinnan hennar heldur köllun, starfið átti hug hennar og hjarta alla tíð.

Hildur Eir Bolladóttir
Prestur
Apótekið: Viktor Örn
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 06.4.2018
Sjáðu þessi dæmi um græðgisvæðingu!
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 25.3.2018
Lokað fyrir ræðuhöld
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 25.3.2018
Berjumst gegn græðgisvæðingu
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 05.4.2018
Dröslaði bróður mínum í kirkju
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Hvað segi ég í Las Vegas?
Sverrir Björn Þráinsson
Sverrir Björn Þráinsson - 05.4.2018
Hjónin Laufey og Bjarki losuðu sig við 33 kg á 12 vikum
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 29.3.2018
„Heyrðu“
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Heimsókn Øverlands
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 27.3.2018
Dymbilvika
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.4.2018
RÚV er tímaskekkja
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 07.4.2018
Málið okkar
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 05.4.2018
Þinn tími sem forseti ASÍ er liðinn!
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir - 06.4.2018
Skömmin
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 14.4.2018
Grafir án krossa
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 17.4.2018
Grímulaus pólitík
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 21.4.2018
Þrjár örlagasögur
Fleiri pressupennar