29. jún. 2012 - 09:56Heimir Hannesson

Raunasaga ofnæmissjúklings

Þegar þetta er skrifað er klukkan 00:41 á miðvikudagskvöldi – eða aðfararnótt fimmtudags öllu heldur, þó að nótt sé kannski ekki tengjanleg við sólsetrið sem nú blasir við borgarbúum.

En nóttin er komin og nú eru 19 mínútur í að apótek Lyfju við Lágmúla lokar. Ég næ því örugglega ekki. Það er síðasta apótek landsins sem opið er í dag.

Ef bara það væri einhver sem sæi hag sinn í því að reka næturapótek, eins og var nú gert hér á árum áður. Þá gat maður gengið að því vísu að til væri apótek, sem opið væri að nóttu til.

Lyfjarisarnir voru samt sniðugir! Þeir bremsuðu þessa vitlausu næturopnun af. Til hvers? Kúnnarnir koma bara þegar þeim er sagt að koma. Ekki eins og þeir hafi eitthvert annað að fara.

Það eru nefnilega bara 59 apótek á Íslandi. Á öllu Íslandi! Af þeim eru 23 í Reykjavík. Ekkert þeirra er nærri öðru, enda er passað upp á slíkt af opinberri stofnun sem heitir Lyfjastofnun. Hún gefur líka apótekurunum leyfi til þess að reka apótek. Til þess þarf að uppfylla fjölda skilyrða. Skilyrða sem kostar peninga að uppfylla. Ég skil vel að hver sem er fái ekki að selja Contalgin eða morfín eða eitthvert annað eitrið sem nauðsynlegt er fyrir fáa, en misnotað er af alltof mörgum. Ég get vel skilið það.

En ég ætlaði ekkert að kaupa Contalgin eða morfín. Ég er með vott af frjókornaofnæmi og ætlaði að fá mér nefúða, þennan með menthol lyktinni, og kannski eitthverjar ofnæmistöflur – mér nægir ein væg tafla fyrir mitt litla ofnæmi. Ég fer nú varla að misnota það. Mönnum hefur nú varla dottið það í hug – að fara að sprauta sig með nefúða, það er að segja sprauta efninu annað en á tilsettan stað. Hvern er eiginlega verið að vernda með þessu leyfisstandi? Afhverju þarf að hindra aðgengi manna, að nefúðamarkaðnum? Ekki virðast þeir vera að vernda minn hag, og ef þeir eru ekki að vernda minn hag, hag hverra bera þeir þá fyrir brjósti?

Þessi 59 apótek sem voru svo heppinn að fá rekstrarleyfi, eru rekin af miklu færri aðilum. Flest apótek eru hlutar af stórum keðjum apóteka, t.d. Lyfja, Lyfjaval og Lyf & Heilsa.

Íslendingar nota árlega lyf fyrir um 24 milljarða, á smásöluverðlagi samkvæmt gögnum Lyfjastofnunar. 23.805.548.251 krónur, nákvæmlega. Það er ansi stór markaður, til þess að skipta niður á þetta fáa aðila. Reyndar eiga spítalarnir og heilsugæslurnar eflaust eitthvað í þessari dreifingu, en fákeppnin er augljóslega gríðarleg. Að minnsta kosti það mikil að ekkert apótek er til staðar fyrir höfuðborgarbúa á nóttunni, og Lyfjastofnun passar gaumgæfilega upp á það að samkeppnin fari alls ekki af stað. Lyfjastofnun og ráðherra ákveða saman hvar og hvenær lyfjaverslanir mega starfa og vakta það að lyfjabúðir séu dreifðar um landið, svo ég fari nú örugglega ekki að opna ódýrari og betri lyfjabúð við hliðina á Lyfju í Lágmúlanum! Kannski að ég hefði mína opna allan sólarhringinn! Þá hugsun gætu eigendur keðjanna og skriffinnar Lyfjastofnunar vafalaust ekki hugsað til enda! Þannig er þetta í borginni, og ég get rétt ímyndað mér hvernig þetta er utan hennar!

En nú er klukkan orðin 01:13, og apótekið lokað og ég án nefúðans. Ég vona að ég veki ekki hundinn með hrotunum!

Ég kemst samt ekki hjá því að íhuga, hvern ég hefði skaðað, hefði ég keypt nefúðann í verslunum Hagkaupa, sem alltaf eru opnar.
10.ágú. 2015 - 18:53

Hugleiðingar um Atómsprengju og stríðslok í Asíu

Um þessar mundir eru 70 ár liðin síðan Bandaríkjamenn sprengdu kjarnorkusprengjur yfir borgunum Hiroshima og Nagasaki í suðurhluta Japan. Þann 6. ágúst, kl 08:15 sprakk sprengjan Little Boy í um 600 metra hæð yfir Hiroshima. Mínútum seinna hafði eldhnötturinn gleypt allt í tæplega tveggja kílómetra radíus og “sveppurinn” klifrað í 6 kílómetra hæð. B-29 sprengjuvél Bandaríkjahers slapp naumlega við höggbylgjuna, þó hún væri í um 12 km fjarlægð. Áhöfn flugvélarinnar Enola Gay samanstóð af 12 mönnum, meðalaldur þeirra var innan við 30 ár. Áður en þeir 12 fundu fyrir höggbylgjunni höfðu tugir þúsunda látist á jörðu niðri. Enn fleiri áttu eftir að láta lífið í eldhafinu sem breiddi snögglega úr sér í tré- og pappírshúsum Hiroshimaborgar.
23.jan. 2013 - 10:56 Heimir Hannesson

Í framtíðinni…

Í framtíðinni mun bensínið kosta tæpan 300 kall líterinn og ódýrara verður að fljúga til Kaupmannahafnar en að keyra til Akureyrar.
18.jan. 2013 - 11:11 Heimir Hannesson

Í bjargálnir með bjórnum

ÁTVR er þó nærtækara dæmi um stórfengleika stjórnmálamanna, sem hirða tækifæri af kaupmönnum og færa þau í einokun ríkisvaldsins. Svo eru þeir steinhissa á því þegar kaupmenn á hornum bæjarins renna hver af öðrum á kúpuna.
21.des. 2012 - 11:22 Heimir Hannesson

Skattaskjól græna hliðsins

Tollar leggjast þyngst á fyrirtæki í landinu, starfsmenn fyrirtækjanna, atvinnulausa sem misstu vinnuna til H&M útibúa erlendis, og svo auðvitað efnaminna fólkið sem ekki á aur fyrir verslunarferðum til Boston eða hvert sem fólk vill fara. Þeir eru ósanngjarnir í eðli sínu og drepa verslun í landinu sem kostar samfélagið uppsagnir og atvinnuleysi, horfnar skatttekjur, gjaldþrot og miklu meiri pening en sem nemur tekjum hins opinbera af tollunum sjálfum.
28.okt. 2012 - 15:35 Heimir Hannesson

Meiri harka. Meira ofbeldi

Margir helstu heimspekingar heimssögunnar hafa skrifað um eðli laganna. Ekki mun ég rekja þeirra frásagnir hér, nema hvað að allflestir hafa þeir sammælst um að lögin ná aldrei lengra en að þeim punkti sem almenningur getur sætt sig við. Þá á ég við að lög þau sem ganga lengra en samfélagssáttmáli sá er lagasetningin byggir á, eru alls engin lög.
22.okt. 2012 - 10:46 Heimir Hannesson

Óður til Álftaness

Mér þótti þá og þykir enn vænt um Álftnesinga, jafnvel þó ég hafi stundum gert grín að sundlauginni þeirra. Ég vil því bjóða öllum Álftnesingum velkomna heim í Garðabæinn. Ennfremur vil ég þakka Álftnesingum fyrir þau skýru skilaboð sem þau sendu í sínum kosningum. Tæp 90% eru nefninlega býsna skýr skilaboð. Mér þykir vænt um þau skilaboð. Verið velkomin kæru vinir.
17.okt. 2012 - 20:00 Heimir Hannesson

Nöttaravaktin – þriðji hluti

Í kjölfar skoðanakannanarinnar margræddu, sem setti Graves í tæknilegt jafntefli við Bachmann, (2% fylgismunur með 4,9% vikmörkum), tók kosningabaráttan aðra mynd.
02.okt. 2012 - 10:30 Heimir Hannesson

Nöttarvaktin - annar hluti

Nú eru rétt rúmar sex vikur þar til Bandaríkjamenn ganga til kosninga, og nöttaravaktin stendur sína vakt að venju.
27.sep. 2012 - 11:43 Heimir Hannesson

Hvernig er forsetinn kosinn?

Nú nálgast forsetakosningar í Bandaríkjunum og er því ekki úr vegi að setja niður á blað nokkur orð um það hvernig þessi valdamesti maður heims er valinn.
26.sep. 2012 - 09:50 Heimir Hannesson

Nöttaravaktin: Fyrsti hluti

Undanfarna mánuði – og jafnvel ár, hefur hreyfing sem kennir sig við teboðið fræga í Boston látið mikið fyrir sér fara. Margir hafa eflaust vel fyrir sér hvernig góður, stöðugur og margreyndur hægri flokkur gat tekið svona margar rangar beygjur á svo skömmum tíma. Þessu hef ég raunar líka velt fyrir mér mjög lengi.
31.júl. 2012 - 20:16 Heimir Hannesson

Fjölmiðlatilkynning vegna framboðs míns til formanns Heimdallar

Hér er fréttatilkynning birt í heild sinni vegna framboðs míns til formanns Heimdallar sem send var fjölmiðlum í morgun.

14.jún. 2012 - 11:23 Heimir Hannesson

Til varnar stjórnmálaflokkum

Margt hefur verið sagt, og mikið skrifað um „fjórflokkinn svokallaða‟ og skipulögðum stjórnmálaflokkum landsins fundið flest til foráttu.  Ég tel að oft liggi vanþekking á hlutverki og raunverulegum tilgangi stjórnmálaflokka að baki þessarri gagnrýni, þó það sé að sjálfsögðu ekki alltaf tilfellið.
24.maí 2012 - 12:00 Heimir Hannesson

Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir

Þann 28. maí 2009 ákvað hin nýkjörna samsteypustjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna, að fela utanríkisráðherra að sækja um aðild að Evrópusambandinu fyrir Íslands hönd. Atkvæðagreiðslan fór svo að 33 greiddu atkvæði með umsókninni, tveir sátu hjá, en 28 sögðu nei

Heimir Hannesson
Heimir Hannesson er stjórnmálafræðingur í meistaranámi í Japan og Bandaríkjunum. Hann hefur búið í Tokyo undanfarin tvö ár, en er nú staddur tímabundið í Washingtonborg.

Hann starfaði með ungum sjálfstæðismönnum um árabil, en er nú óflokksbundinn hægri maður.

Ef Heimir fengi að ráða, myndi hann alltaf lenda á gulum eða bláum reit í Trivial Pursuit.

Pressupennar
vinsælast í vikunni
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 14.4.2018
Grafir án krossa
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 17.4.2018
Grímulaus pólitík
Fleiri pressupennar