Hannes Hólmsteinn Gissurarson
30. okt. 2016 - 10:09Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Vinstri stjórn var hafnað

Helsta niðurstaða kosninganna var, að vinstri stjórn var hafnað, eins og Þorsteinn Víglundsson hjá Viðreisn benti á. Þeir fjórir flokkar, sem nefndu þann kost og ræddu saman, að vísu árangurslaust og án þess að veita nokkrar upplýsingar, fengu samtals 27 þingmenn. Stjórnarflokkarnir misstu vissulega þingmeirihlutann, en fengu samt 29 þingmenn alls. Þeir þyrftu ekki nema 3 þingmenn í viðbót til að mynda nýja stjórn.

Framsóknarflokkurinn tapaði að vísu verulegu fylgi, en hann stendur samt uppi sem raunverulegur flokkur með djúpar og traustar rætur í íslensku þjóðlífi og getur tekið þátt í stjórnarsamstarfi án þess að óttast frekara fylgistap.

Ekki er víst, að hið sama gildi um Samfylkinguna. Stóra fréttin í þessum kosningum er afhroð hennar. Hún hlaut aðeins tæp 6% atkvæði og þrjú þingsæti, og hefði það einhvern tíma þótt saga til næsta bæjar. Samfylkingin var stofnuð árin 1999–2000, þegar fjórir flokkar sameinuðust, Alþýðuflokkur, Alþýðubandalag, Kvennalisti og Þjóðvaki. Hún fékk sitt stóra tækifæri, þegar hún vann kosningasigur 2009 og varð stærsti flokkur þjóðarinnar. Jóhanna Sigurðardóttir hélt afar illa á því tækifæri. Hún fylgdi ásamt Margréti S. Björnsdóttur og öðrum helstu frammámönnum flokksins heiftar- og hefndarstefnu. Misráðið framboð Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur gegn formanni flokksins (sem var runnið undan rifjum Jóhönnu) skemmdi mjög fyrir flokknum. Geðbetri og geðfelldari hluti flokksins forðaði sér yfir í Bjarta framtíð, sem er jafnaðarmannaflokkur án haturs og öfundar.

Sigurvegarinn í kosningabaráttunni var Bjarni Benediktsson. Hann kom mjög vel fyrir og bar af öðrum flokksleiðtogum. Hann gat líka bent á, að kaupmáttaraukning hefur nánast aldrei orðið eins mikil og síðustu misseri, að hagvöxtur er ör hér og ekkert atvinnuleysi, að hagur kvenna er hvergi betri og tekjudreifing tiltölulega jöfn, að samningar náðust við kröfuhafa og verið er að afnema höftin. Fáir hefðu trúað því á hinum dimmu dögum í október 2008, hversu vel við sluppum undan bankahruninu. Þar gegndu neyðarlögin sínu hlutverki eins og hér er sýnt (en rifja má upp, að Vinstri grænir sátu þá hjá).

Nú hljóta þeir flokkar, sem geta hugsað sér samstarf við Bjarna, að koma til hans boðum, og þá kann stjórnarmyndun að ganga vel og greiðlega. (Sjálfur tel ég, að allir flokkar eigi að geta unnið saman og að engum eigi að útskúfa frekar en einstaklingum í skólum eða á vinnustöðum, þótt mér lítist best á Framsóknarflokkinn, Bjarta framtíð, Viðreisn, Samfylkinguna, Vinstri græna og Pírata í þessari röð).

Píratar töpuðu kosningabaráttunni, þótt vissulega bættu þeir við sig fylgi frá síðustu kosningum. Fólki líkaði almennt ekki það, sem það sá: Stærðfræðinginn Smára McCarthy flissa yfir atvinnuleysi, á milli þess sem hann brýst inn í tölvur blaðamanna og veifar byssum, Birgittu hvísla dónaskap um Sigurð Inga Jóhannsson forsætisráðherra í beinni útsendingu í sjónvarpi og veifa þar líka spjöldum, sem áttu að gera lítið úr Bjarna Benediktssyni, Ástu Guðrúnu vísa á Geimvísindastofnun Evrópu, þegar hún var spurð um vinnumarkaðsmál og svo framvegis. Þetta fólk virtist ekki hafa áhuga á að vinna að hagsmunum Íslendinga í bráð og lengd, heldur ganga í augun á útlendingum, leggja þeim til efni í fréttir, breyta Íslandi í veruleikasjónvarp.

Ég er hins vegar dálítið hissa á því, að hinir vinstri sinnuðu stjórnmálafræðingar, sem hafa keppst við að skýra úrslitin opinberlega, skuli ekki segja deili á sér. Af hverju er Baldur Þórhallsson ekki kynntur sem fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar? Af hverju tekur Ólafur Þ. Harðarson (einkavinur Margrétar S. Björnsdóttur) ekki fram, að hann er hatrammur andstæðingur Sjálfstæðisflokksins og sagði meira að segja nýlega, að formaður flokksins og forsætisráðherra í tæp fjórtán ár hefði verið „mesti ógæfumaður Íslandssögunnar“ og væri þá Sturla Sighvatsson ekki undan skilinn? Af hverju er ekki minnt á, að Gunnar Helgi Kristinsson kvað skrímsli stjórna Sjálfstæðisflokknum?
19.ágú. 2017 - 06:53 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Bernanke um Ísland

Ef þriggja milljarða dala samningur hefði ekki dugað, þá hefði átt að gera tíu milljarða dala samning.
12.ágú. 2017 - 06:15 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Ný syndaaflausn

Líklega hafa engir tveir viðburðir greypst eins í huga þjóðarinnar og Tyrkjaránið 1627 og bankahrunið 2008.
05.ágú. 2017 - 08:46 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Neyðarlögin og stjórnarskráin

Þeir Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, hafa báðir lagt orð í belg um síðasta fróðleiksmola minn.
29.júl. 2017 - 10:06 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Voru neyðarlögin eignaupptaka?

Samkvæmt lögmálinu um tvennar afleiðingar voru neyðarlögin því ekki óréttmæt eignaupptaka.
28.júl. 2017 - 10:20 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Ekki var brotist inn á Facebook-síðu Þorvaldar!

Hatursáróður gegn hægri sinnuðum hvítum körlum, sem styðja bandaríska Lýðveldisflokkinn?
26.júl. 2017 - 14:34 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Hefur einhver komist í Facebook-síðu Þorvaldar?

Á Facebook-síðu Þorvaldar Gylfasonar eru reifaðar þær kenningar, að morðið á Kennedy og árásiná Tvíburaturnina hafi verið tvö risastór samsæri annarra en þeirra, sem sakaðir hafa verið um ódæðin.

 

22.júl. 2017 - 10:04 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Samábyrgð Íslendinga eða Breta?

Ekki var því um neina samábyrgð Íslendinga á Icesave-reikningunum að ræða. Hinu má velta fyrir sér, hvort skilyrði Millers og annarra heimspekinga fyrir þjóðarábyrgð eigi við um Breta
15.júl. 2017 - 11:47 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Ábyrgðin á óeirðunum 2008–9

Þetta voru alvarlegustu götuóeirðir Íslandssögunnar, og mátti litlu muna, að lögreglan biði lægri hlut fyrir óeirðaseggjunum.

08.júl. 2017 - 12:56 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Ábyrgð og samábyrgð

Á bak við tjöldin? Er hér ekki komið rannsóknarverkefni fyrir samtökin Gagnsæi?
01.júl. 2017 - 13:22 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Íslenska blóðið ólgar

Nú hefur Baldur Símonarson efnafræðingur sent mér frekari fróðleik um þennan auðjöfur með íslenskt blóð í æðum.
24.jún. 2017 - 19:24 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Auðjöfur af íslenskum ættum

Eftir nokkurt grúsk komst ég að því, að þessi danski auðjöfur var íslenskur að langfeðgatali.

17.jún. 2017 - 10:27 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Kammerherrann fær fyrir kampavíni

Seðlabankinn virðist ekkert geta fengið af þessu mikla fé. Hann tapar mörgum tugum milljarða.
11.jún. 2017 - 10:11 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Átakanleg saga kvenhetju

Er ekki samlíðunin uppspretta hins æðsta söngs? Samlíðunin með þeim Ástu Sóllilju og Yeonmi Park á jörðinni?
07.jún. 2017 - 00:32 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Hæg voru heimatök

Ef til vill datt einhverjum í hug annað íslenskt spakmæli, Illur fengur illa forgengur, þegar sænska fjármálaeftirlitið lokaði HQ banka árið 2010 vegna alls kyns fjárglæfra.
04.jún. 2017 - 10:24 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Skipan Landsréttar

Sigríður Andersen dómsmálaráðherra hefur farið skynsamlega og röggsamlega að.
03.jún. 2017 - 14:30 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Sagt í Seoul

Mér var falið að andmæla eða öllu heldur bregðast við þremur fyrirlestrum um kóreska efnahagsundrið, þegar ég sótti á dögunum ráðstefnu í Seoul.
01.jún. 2017 - 10:40 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Frjálshyggja á Íslandi á 19. og 20. öld

Þar ræði ég um Jón Sigurðsson, Arnljót Ólafsson, Jón Þorláksson, Benjamín Eiríksson, Ólaf Björnsson og Ragnar Árnason, en einnig um Þráin Eggertsson, Birgi Þór Runólfsson, Ásgeir Jónsson, Vilhjálm Egilsson og Tryggva Þór Herbertsson og fleiri …
20.maí 2017 - 12:57 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Einangrað eins og Norður-Kórea?

Það var því ómaksins vert að fara í öndverðum maí 2017 út á Kóreuskaga og kynna sér helstu ástæður þess, að Norður-Kórea er einangruð.
13.maí 2017 - 11:12 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Í landi morgunkyrrðarinnar

 Það var fróðlegt að sækja ráðstefnu Mont Pèlerin-samtakanna í Suður-Kóreu í maí 2017 …
06.maí 2017 - 09:23 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Listin að tæma banka

Í bók sinni staðfestir Svaneborg það, sem ég hef haldið fram opinberlega, að kaupendur FIH banka léku á forsvarsmann seljenda, Má Guðmundsson seðlabankastjóra.
29.apr. 2017 - 05:19 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Minningin um fórnarlömbin

Alræðisherrarnir mega ekki sofna svefninum langa í fullvissu um, að myrkraverk þeirra hverfi með þeim úr sögunni.
22.apr. 2017 - 06:01 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Þegar kóngur heimtaði Ísland

Karl Jóhann reiddist mjög og krafðist þess, að ríki sitt Noregur fengi aftur eyjarnar í Norður-Atlantshafi, Ísland, Færeyjar og Grænland.
20.apr. 2017 - 17:40 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Hvert skal stefna í utanríkismálum?

Hagsmunir Íslendinga væru skýrir, þröngir og raunhæfir: Þeir snerust um að selja fisk og aðra vöru og þjónustu og tryggja öryggi í herlausu landi …
15.apr. 2017 - 14:02 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Með lögum skal land ...

Hvað merkir málshátturinn?
08.apr. 2017 - 19:39 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Þrjár ófréttir

Í bankahruninu leynast nokkrar ófréttir, sem eru þó fréttnæmar.
04.apr. 2017 - 10:06 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Þorir Gunnar Smári ekki í rökræðu?

Eða notum bara hans orð: samræða við auðvaldið eða málpípur þess er ekki möguleg.
02.apr. 2017 - 12:06 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Af málþingi á laugardag

Í umræðum eftir ræðu Funds kvað ég íhalds- og frjálshyggjumenn alls ekki mega hverfa frá frjálsum alþjóðaviðskiptum …
01.apr. 2017 - 14:03 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Fréttirnar í fréttinni

… árið 2008 hafnaði bandaríski seðlabankinn gjaldeyrisskiptasamningi við íslenska seðlabankann …

30.mar. 2017 - 16:40 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Gloria Álvarez kemur og heldur ræðu

Hér skýrir Gloria mál sitt.
25.mar. 2017 - 11:08 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Víðtæk spilling?

Þetta er forvitnilegt rannsóknarefni. Hvað er spilling, og hvernig verður hún mæld?

Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson er prófessor í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands og hefur verið gistifræðimaður við fjölmarga erlenda háskóla, þar á meðal Stanford-háskóla og UCLA. Hann fæddist 1953, lauk doktorsprófi í stjórnmálafræði frá Oxford-háskóla 1985 og er höfundur fjölmargra bóka um stjórnmál, sögu og heimspeki á íslensku, ensku og sænsku.

Verk hans, Kjarni málsins. Fleyg orð á íslensku, 992 bls. tilvitnanasafn, var gefið út af Bókafélaginu í nóvemberbyrjun 2010. Árið 2009 komu út eftir hann 828 blaðsíðna þýðing á Svartbók kommúnismans (Livre noir du communisme) á vegum Háskólaútgáfunnar og 160 bls. bók, Áhrif skattahækkana á hagvöxt og lífskjör, sem Bókafélagið gaf út. 

Nýjustu verk hans eru Íslenskir kommúnistar 1918–1998, 624 bls. myndskreytt ágrip af sögu íslensku kommúnista- og sósíalistahreyfingarinnar allt til endaloka Alþýðubandalagsins, sem Almenna bókafélagið gaf út 2011, og The Icelandic Fisheries: Sustainable and Profitable, sem Háskólaútgáfan gaf út 2015. Hann vinnur nú að skýrslu á ensku fyrir fjármálaráðuneytið um erlenda áhrifaþætti í íslenska bankahruninu.

Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 08.8.2017
Ég fór á Þjóðhátíð
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 08.8.2017
Einfalt réttlæti þess sem valdið hefur
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 09.8.2017
Á dauðastundu
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 12.8.2017
Ný syndaaflausn
Börkur Gunnarsson
Börkur Gunnarsson - 15.8.2017
KFC er mitt framhjáhald
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 18.8.2017
Velferðarríkið og siðaskiptin
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.8.2017
Bernanke um Ísland
Fleiri pressupennar