Hannes Hólmsteinn Gissurarson
30. okt. 2016 - 10:09Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Vinstri stjórn var hafnað

Helsta niðurstaða kosninganna var, að vinstri stjórn var hafnað, eins og Þorsteinn Víglundsson hjá Viðreisn benti á. Þeir fjórir flokkar, sem nefndu þann kost og ræddu saman, að vísu árangurslaust og án þess að veita nokkrar upplýsingar, fengu samtals 27 þingmenn. Stjórnarflokkarnir misstu vissulega þingmeirihlutann, en fengu samt 29 þingmenn alls. Þeir þyrftu ekki nema 3 þingmenn í viðbót til að mynda nýja stjórn.

Framsóknarflokkurinn tapaði að vísu verulegu fylgi, en hann stendur samt uppi sem raunverulegur flokkur með djúpar og traustar rætur í íslensku þjóðlífi og getur tekið þátt í stjórnarsamstarfi án þess að óttast frekara fylgistap.

Ekki er víst, að hið sama gildi um Samfylkinguna. Stóra fréttin í þessum kosningum er afhroð hennar. Hún hlaut aðeins tæp 6% atkvæði og þrjú þingsæti, og hefði það einhvern tíma þótt saga til næsta bæjar. Samfylkingin var stofnuð árin 1999–2000, þegar fjórir flokkar sameinuðust, Alþýðuflokkur, Alþýðubandalag, Kvennalisti og Þjóðvaki. Hún fékk sitt stóra tækifæri, þegar hún vann kosningasigur 2009 og varð stærsti flokkur þjóðarinnar. Jóhanna Sigurðardóttir hélt afar illa á því tækifæri. Hún fylgdi ásamt Margréti S. Björnsdóttur og öðrum helstu frammámönnum flokksins heiftar- og hefndarstefnu. Misráðið framboð Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur gegn formanni flokksins (sem var runnið undan rifjum Jóhönnu) skemmdi mjög fyrir flokknum. Geðbetri og geðfelldari hluti flokksins forðaði sér yfir í Bjarta framtíð, sem er jafnaðarmannaflokkur án haturs og öfundar.

Sigurvegarinn í kosningabaráttunni var Bjarni Benediktsson. Hann kom mjög vel fyrir og bar af öðrum flokksleiðtogum. Hann gat líka bent á, að kaupmáttaraukning hefur nánast aldrei orðið eins mikil og síðustu misseri, að hagvöxtur er ör hér og ekkert atvinnuleysi, að hagur kvenna er hvergi betri og tekjudreifing tiltölulega jöfn, að samningar náðust við kröfuhafa og verið er að afnema höftin. Fáir hefðu trúað því á hinum dimmu dögum í október 2008, hversu vel við sluppum undan bankahruninu. Þar gegndu neyðarlögin sínu hlutverki eins og hér er sýnt (en rifja má upp, að Vinstri grænir sátu þá hjá).

Nú hljóta þeir flokkar, sem geta hugsað sér samstarf við Bjarna, að koma til hans boðum, og þá kann stjórnarmyndun að ganga vel og greiðlega. (Sjálfur tel ég, að allir flokkar eigi að geta unnið saman og að engum eigi að útskúfa frekar en einstaklingum í skólum eða á vinnustöðum, þótt mér lítist best á Framsóknarflokkinn, Bjarta framtíð, Viðreisn, Samfylkinguna, Vinstri græna og Pírata í þessari röð).

Píratar töpuðu kosningabaráttunni, þótt vissulega bættu þeir við sig fylgi frá síðustu kosningum. Fólki líkaði almennt ekki það, sem það sá: Stærðfræðinginn Smára McCarthy flissa yfir atvinnuleysi, á milli þess sem hann brýst inn í tölvur blaðamanna og veifar byssum, Birgittu hvísla dónaskap um Sigurð Inga Jóhannsson forsætisráðherra í beinni útsendingu í sjónvarpi og veifa þar líka spjöldum, sem áttu að gera lítið úr Bjarna Benediktssyni, Ástu Guðrúnu vísa á Geimvísindastofnun Evrópu, þegar hún var spurð um vinnumarkaðsmál og svo framvegis. Þetta fólk virtist ekki hafa áhuga á að vinna að hagsmunum Íslendinga í bráð og lengd, heldur ganga í augun á útlendingum, leggja þeim til efni í fréttir, breyta Íslandi í veruleikasjónvarp.

Ég er hins vegar dálítið hissa á því, að hinir vinstri sinnuðu stjórnmálafræðingar, sem hafa keppst við að skýra úrslitin opinberlega, skuli ekki segja deili á sér. Af hverju er Baldur Þórhallsson ekki kynntur sem fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar? Af hverju tekur Ólafur Þ. Harðarson (einkavinur Margrétar S. Björnsdóttur) ekki fram, að hann er hatrammur andstæðingur Sjálfstæðisflokksins og sagði meira að segja nýlega, að formaður flokksins og forsætisráðherra í tæp fjórtán ár hefði verið „mesti ógæfumaður Íslandssögunnar“ og væri þá Sturla Sighvatsson ekki undan skilinn? Af hverju er ekki minnt á, að Gunnar Helgi Kristinsson kvað skrímsli stjórna Sjálfstæðisflokknum?
19.feb. 2017 - 15:20 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Hugleiðingar á 64 ára afmælinu

Ég er 64 ára í dag, 19. febrúar 2017. Þegar ég var yngri, miklu yngri, var sungið um það, hvort nokkur vildi sinna þeim, sem orðinn væri 64 ára.
18.feb. 2017 - 23:06 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Hvar eru gögnin um spillinguna?

Erlendis halda prófessorarnir Þorvaldur Gylfason og Stefán Ólafsson því fram að víðtæk stjórnmálaspilling hafi átt þátt í bankahruninu 2008. Hver eru gögnin?
11.feb. 2017 - 08:04 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Rógur um Björn Ólafsson

Björn fékk áfyllingarleyfið í Bandaríkjunum 1941 af þeirri einföldu ástæðu, að ytra leist mönnum vel á þennan dugnaðarfork.
04.feb. 2017 - 18:41 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Fáfræðingur kynnir landið

Hvað er að segja um slíka fáfræði?
03.feb. 2017 - 15:42 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Svar mitt við spurningu Fréttablaðsins

Til þess eru margar ástæður, að vinnan við þessa skýrslu hefur tafist, en alls ekki sú, að slegið hafi verið slöku við í rannsókninni.
31.jan. 2017 - 23:40 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Rannsóknaskýrsla mín fyrir 2016

Ég þurfti að skila rannsóknaskýrslu fyrir árið 2016, og þá rifjaðist margt upp. Hér er hún:
28.jan. 2017 - 11:59 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Lásu ritstjórarnir ekki greinina?

Ritstjórarnir hefðu því að minnsta kosti átt að hafa varann á og lesa vel yfir grein hans. Það hafa þeir bersýnilega ekki gert.
21.jan. 2017 - 11:03 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Róbinson Krúsó og Íslendingar

Í alkunnri skáldsögu Daníels Defoes deilir söguhetjan, Róbinson Krúsó, um skeið örlögum með Íslendingunum úr Grindavík.
14.jan. 2017 - 11:38 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Gæfa Dana og gengi

… velgengni Dana er þrátt fyrir endurdreifingarviðleitni jafnaðarmanna, ekki vegna hennar.

10.jan. 2017 - 14:30 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Orðaskipti okkar Björns Bjarnasonar

Ég skrifaði athugasemd:
07.jan. 2017 - 08:26 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Glatað tækifæri

Íslendingar misstu af stórkostlegu tækifæri, af því að þeir voru undirgefnir erlendum konungi.
31.des. 2016 - 15:40 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Missögn Baldurs

Svo vill líka til, að þessa missögn má hrekja með gögnum.
24.des. 2016 - 08:12 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Þjónusta, þrælkun, flótti

Í tilefni dagsins endurútgefur Almenna bókafélagið bókina Þjónusta, þrælkun, flótti eftir Aatami Kuortti.
19.des. 2016 - 13:24 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Tvö smáríki bindast vináttuböndum

Hinn 19. desember árið 2016 er aldarfjórðungur liðinn frá því, að Ísland varð fyrst til þess vestrænna ríkja að viðurkenna Slóveníu.
17.des. 2016 - 07:53 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Danavinátta í orði og verki

Prófessorarnir gerðu ekkert ólöglegt eða ósiðlegt, þegar þeir lánuðu sjálfum sér úr Sáttmálasjóði …
10.des. 2016 - 13:02 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Skjólið í Danmörku

Ekki hefði þá verið úr vegi að minnast á fyrirætlanir Dana í ágúst 1864 um að bjóða Þjóðverjum Ísland og Dönsku Vestur-Indíur í skiptum fyrir Norður-Slésvík.
03.des. 2016 - 09:18 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Blekkingarleikur Heaths

Nú eru Bretar að ganga úr ESB og eignast fiskimið sín aftur.
28.nóv. 2016 - 16:40 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Orðaskipti við Gauta B. Eggertsson á Facebook

Ef til vill finnast einhverjum þessi orðaskipti fróðleg.
26.nóv. 2016 - 05:32 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Mannkynbætur á Íslandi

… fylgismenn aukinna ríkisafskipta, þjóðernisjafnaðarmenn í Þýskalandi og lýðræðisjafnaðarmenn í Svíþjóð, gengu harðast fram í tilraunum til mannkynbóta …
19.nóv. 2016 - 06:45 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Var Platón jafnréttissinni?

Endurómur af þessum umræðum heyrðist í Lesbók Morgunblaðsins í árslok 2006 …
16.nóv. 2016 - 06:48 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Helstu sérfræðingar heims um uppboðsleiðina

Af hverju að breyta kerfi, sem verkar vel?
16.nóv. 2016 - 00:00 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Sérhæfing og fámenni

Þar hélt hún því fram, að Ísland kynni að vera of lítil stjórnunareining. Hin mikla fjölgun sjálfstæðra smáríkja væri ekki nauðsynlega æskileg.
15.nóv. 2016 - 00:00 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Bjarni Benediktsson

Bjarni fæddist 30. apríl 1908 og lést af slysförum 10. júlí 1970, aðeins 62 ára.
12.nóv. 2016 - 06:53 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Svar Margrétar S. Björnsdóttur

„Ég tek þetta aftur, því að ég heilsa þér ekki.“
10.nóv. 2016 - 20:13 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Samtöl í sendiráðsboði

Samtöl við fræga fólkið …
09.nóv. 2016 - 18:51 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Úrslit forsetakjörsins bandaríska

Mér fundust dólgur og hrappur togast á um forsetaembættið.
08.nóv. 2016 - 17:55 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Ritdómur um bók Rögnvalds

Ég birti ritdóm í Journal of Economics Library, Vol. 3, No. 2, um nýlega bók Rögnvalds Hannessonar prófessors, Ecofundamentalism.
05.nóv. 2016 - 10:06 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Gengisleysi íslenska vinstrisins

Skýringarnar á gengisleysi vinstrisins síðustu árin eru margar:
03.nóv. 2016 - 12:00 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Samtal okkar Björns

Hér er þátturinn á ÍNN, þar sem við Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, spjöllum saman um úrslit kosninganna, stjórnarmyndunartilraunir og forsetakjörið í Bandaríkjunum:
02.nóv. 2016 - 14:52 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

ÍNN klukkan átta í kvöld

Við Björn Bjarnason ræðum saman um þingkosningarnar á Íslandi, hugsanlega stjórnarmyndun og forsetakjörið í Bandaríkjunum á ÍNN klukkan átta í kvöld, miðvikudagskvöldið 2. nóvember.

Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson er prófessor í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands og hefur verið gistifræðimaður við fjölmarga erlenda háskóla, þar á meðal Stanford-háskóla og UCLA. Hann fæddist 1953, lauk doktorsprófi í stjórnmálafræði frá Oxford-háskóla 1985 og er höfundur fjölmargra bóka um stjórnmál, sögu og heimspeki á íslensku, ensku og sænsku.

Verk hans, Kjarni málsins. Fleyg orð á íslensku, 992 bls. tilvitnanasafn, var gefið út af Bókafélaginu í nóvemberbyrjun 2010. Árið 2009 komu út eftir hann 828 blaðsíðna þýðing á Svartbók kommúnismans (Livre noir du communisme) á vegum Háskólaútgáfunnar og 160 bls. bók, Áhrif skattahækkana á hagvöxt og lífskjör, sem Bókafélagið gaf út. 

Nýjustu verk hans eru Íslenskir kommúnistar 1918–1998, 624 bls. myndskreytt ágrip af sögu íslensku kommúnista- og sósíalistahreyfingarinnar allt til endaloka Alþýðubandalagsins, sem Almenna bókafélagið gaf út 2011, og The Icelandic Fisheries: Sustainable and Profitable, sem Háskólaútgáfan gaf út 2015. Hann vinnur nú að skýrslu á ensku fyrir fjármálaráðuneytið um erlenda áhrifaþætti í íslenska bankahruninu.

Akureyri vikublað
Akureyri vikublað - 14.2.2017
Algjör gaur
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 11.2.2017
Jóga - annar hluti
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 18.2.2017
Hvar eru gögnin um spillinguna?
Akureyri vikublað
Akureyri vikublað - 12.2.2017
Brýnt að fjölga leikskólakennurum
Aðsend grein
Aðsend grein - 12.2.2017
Örlagarík sjóferð
Indíana Ása Hreinsdóttir
Indíana Ása Hreinsdóttir - 13.2.2017
Um hvítvín og umhverfissubbur
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.2.2017
Hugleiðingar á 64 ára afmælinu
Indíana Ása Hreinsdóttir
Indíana Ása Hreinsdóttir - 17.2.2017
Taktu afstöðu og dansaðu
Vesturland
Vesturland - 17.2.2017
Verkfall sjómanna – til umhugsunar
Akureyri vikublað
Akureyri vikublað - 17.2.2017
Hin dásamlegu mistök
Aðsend grein
Aðsend grein - 19.2.2017
Kúldrast í kotbýlum
Aðsend grein
Aðsend grein - 18.2.2017
Einelti er samfélagsmein
Björgvin G. Sigurðsson
Björgvin G. Sigurðsson - 18.2.2017
Trump og tónarnir frá þriðja ríkinu
Fleiri pressupennar