28. nóv. 2016 - 16:40Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Orðaskipti við Gauta B. Eggertsson á Facebook

Mér blöskraði á dögunum, þegar Jón Steinsson hagfræðingur réðst enn einu sinni á útgerðina. Ég skrifaði á Facebook:

Þessi furðufugl vildi losa um veðheimildir bankanna fyrir bankahrun, svo að Seðlabankinn gæti lánað þeim meira. Nú neitar hann að viðurkenna hagfræðilegar staðreyndir: 1) Upphafleg úthlutun eftir aflareynslu var eina aðferðin, sem var Pareto-hagkvæm (skerti ekki hlut neins); 2) eini rétturinn, sem aðrir voru sviptir, þegar miðunum var lokað, var rétturinn til að gera út á núlli, en fiskihagfræðin leiðir út, að sú verður niðurstaðan við opinn aðgang. Þessi náungi stundar áróður í stað hagfræði.

Þá kom Gauti B. Eggertsson hagfræðingur Jóni til varnar. Hann skrifaði:

Hannes, hversu oft er búið að útskýra fyrir þér að Jón var að tala um að raunveruleg veð yrðu tekin gegn þrautavaralánum, í stað ástarbréfanna sem bankarnir skrifuðu hvern á annan og urðu verðlaus? Hversu margar greinar þarf að skrifa? Það má segja að slíkt hafi þýtt að ´losa um veðheimildir´, en eins og þú ættir að vita eftir öll þessi ár, allar þessar rannsóknarskýrslur, öll álit alþjóðastofnana, snerist þetta um það ætti að taka raunverulegt veð gegn þrautavararlánum. Og svo ertu að tala um fiðurfé?

Ég svaraði að bragði:

Gauti, ég er hræddur um, að þetta sé ekki rétt hjá þér. Í úrskurði Landsdóms í máli Geirs H. Haardes kemur fram, að Jón Steinsson hafi 20. mars 2008 sent Geir (sem hann tengdist sem fjölskylduvinur) tölvubréf, þar sem hann hafi varpað því fram, „hvort ríkið og Seðlabankinn eigi að bjóða bönkunum upp á einhverja fjármögnunarkosti í erlendri mynt áður en málin komast á það stig að einhver bankanna verður kominn í veruleg vandræði“. Jón vildi með öðrum orðum ausa gjaldeyrisforðanum í bankana! Þegar bankahrunið var síðan að skella á í októberbyrjun 2008, skrifaði Jón Geir H. Haarde annað tölvubréf, þar sem hann sagði „bráðnauðsynlegt að ríkið og Seðlabankinn ykju aðgang bankanna að lausu fé í krónum með því að víkka veðheimildir í Seðlabankanum“ (Skýrsla RNA, 20.3.7). Jón vildi ekki skipta á góðum veðum og vondum, eins og þú lætur að liggja, heldur rýmka reglurnar, svo að Seðlabankinn gæti lánað meira. Þú lést svipaðar skoðanir í ljós á fundi þínum með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og fleirum fyrr um sumarið, sjá úrskurð Landsdóms. Seðlabankinn (þeir Davíð Oddsson, Eiríkur Guðnason og Ingimundur Friðriksson) vildu hins vegar slá varnarhring um Ísland (ring-fencing), halda uppi ríkinu og vernda sparifjáreigendur. Andstaða manna eins og Jóns við þær hugmyndir tafði framkvæmd þeirra um viku. Seðlabankinn varð að senda einkaþotu eftir JP Morgan mönnum til að fá þá til að sannfæra ríkisstjórnina um, að nú yrði að ráðast í nauðvörn, ring-fencing.

Gauti gerði líka athugasemd við sjónarmið mín um fiskveiðar:

Hvað varðar Pareto-hagkvæmni, snýst hún um það að einn hafi hagnast án þess að nokkur annar hafi skaðast. Ert þú þeirrar skoðunar að það að útiloka alla nema sérleyfishafa frá veiðum, skaði ekki þá sem áhuga hafa á útgerð en fengu ekki kvóta? Eru ekki til neinir sjómenn, engin skip, sem vildu veiða fisk, en gátu ekki, vegna þess að þeir fengu ekki kvóta úthlutaðan ókeypis frá stjórnvöldum? Hvaða gögn eru að baki þeirra fullyrðingar?

Ég svaraði svo:

Já, Gauti, ég er þeirrar skoðunar. Það fengu allir úthlutað eftir aflareynslu. Það má deila um, hvort það hefði átt að vera þrjá ár, eitt ár eða fimm ár. En aflareynsla var það. Það merkti, að ekki varð teljandi breyting á högum þeirra. Enginn þeirra tapaði. En aðalatriðið er, ef einhver beið eftir að fara inn við opinn aðgang, að hann hefði ekki fengið annað en þátttökurétt í núllrekstri eða tapi, eins og sést vel á línuritinu, sem ég birti með grein minni og er sótt í líkan H. S. Gordons (og greining hans er almennt viðurkennd, og raunar var greining Jens Warmings sams konar). Og enginn tapaði fyrir utan. En ef kvótarnir hefðu verið boðnir upp, þá hefðu þeir tapað, sem ekki gátu keypt kvóta. Þess vegna var uppboðsleiðin ekki Pareto-hagkvæm.

Þá svaraði Gauti:

Þeir voru fjölmargir sem áttu veiðafæri og tæki og tól til útgerðar en ekki nægjanlega aflareynslu þegar aðgangur að veiðum var takmarkaður, t.d., þeir sem höfði bara eins ár veiðireynslu. Þeir bersýnilega töpuðu. Eru þá ótaldir þeir sem höfðu slík áform, eða hefðu getað hugsað sér slíkt í framtíðinni. Úthlutun takmarkaðra gæða sem eru varanleg úthlutun -- og útiloka þannig framtíðarkynslóðir frá aðgangi -- er afskaplega langsótt dæmi um Pareto-hagkvæmni. Hægt er að týna til annars konar hagfræðirök til að bera í bætifláka fyrir kvótakerfið, en þessi þykja mér afskaplega langsótt.

Ég svaraði enn:

Mér er ekki kunnugt um neina slíka. Þeir hafa ekki látið í sér heyra. Ég held, að þetta sé ímyndun í þér. Hitt er annað mál, að það er ekki aðalatriðið. Aðalatriðið er, þegar bornar eru saman þessar tvær leiðir, ókeypis úthlutun eftir aflareynslu og uppboð, að önnur er Pareto-óhagkvæm (margir tapa), en hin ekki (enginn tapar). Í sjálfu sér myndi litlu breyta, ef ég veikti forsendurnar og segði, að við uppboðsleiðina myndu margir tapa (þ. e. allir þeir, sem ekki gætu keypt kvóta á hinu opinbera uppboði), en við aflareynsluleiðina myndu sárafáir tapa (þ. e. þeir, sem væru á leiðinni á miðin, fullbúnir tækjum, en hefðu ekki aflareynslu).

Gauti svaraði:

Kannski er það þá bara ímyndun hjá mér að þegar menn hafa gefið handfæraveiða frjálsar, fyllist allt af smábátum við þær veiðar? Annars held ég að þú sért á miklum villigötum með þessar líkingu við Pareto-efficiency, enda eru það auðvitað alltaf fyrst og fremst skattgreiðendur sem tapa þegar eignir þeirra eru gefnar án endurgjalds, hvernig sem málum er snúið. Telur þú t.d. ´Paretohagkvæmt´ ef að norska ríkið gefur einum aðila rétt til að leita að olíu á tilteknu svæði og að sá aðili fái svo allann arðinn ef olía finnst? Það er afar skrítin notkun á þessu hagfræðihugtaki, og túlkun sem ég kannast ekki við úr fræðaheimi hagfræðinnar.

Ég svaraði Gauta:

Ég skil ekki alveg, hvernig þessi athugasemd um handfæraveiðar sé röksemd gegn hinni tiltölulega einföldu ábendingu minni, sem var, þegar verið að stíga skrefið frá opnum fiskimiðum að lokuðum, að úthlutun eftir aflareynslu er Pareto-hagkvæm, en úthlutun á opinberu uppboði ekki. Það er síðan mikill misskilningur, að einhverjar eigur skattgreiðenda hafi verið gefnar með því að koma á kvótakerfi. Engin verðmæti skiptu um hendur, engin gjöf var gefin. Ríkið var aðeins að gegna því sjálfsagða hlutverki sínu að setja reglur, sem auðvelda einstaklingum að nýta gæði jarðar án árekstra og sóunar. Ofnýting vegna samnýtingar (samnýtingarbölið, tragedy of commons) í fiskveiðum er vegna þess, að ekki hafa verið settar hagkvæmar reglur. Ofveiði er á máli, sem þú skilur, externality, og þetta externality er internalized með nýjum reglum. Kosturinn við að setja þessa reglu er, að enginn, sem hefur hagsmuna að gæta, skaðast. Olían er allt annars eðlis. Hún er ný gæði, sem hafa ekki verið samnýtt og því ofnýtt. Það er ekki þar eins og í fiskveiðum einhver fjölmennur hagsmunahópur, sem hefur fjárfest í skipum og veiðarfærum og veiðikunnáttu. Það má ekki rugla saman tvennu: Breytingu á nýtingu til að koma í veg fyrir ofnýtingu (enclosure of commons, internalization of an externality) og úthlutun nýrra gæða, sem koma til sögu án einhverra nýtingaraðila.

Ef til vill finnast einhverjum þessi orðaskipti fróðleg. Ég reyndi að gera grein fyrir þessum sjónarmiðum í heilli bók, The Icelandic Fisheries: Sustainable and Profitable.

 

 

 

 

 


25.nóv. 2017 - 08:59 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Landsdómsmálið

Í öðru lagi var Geir sýknaður af öllum þeim ákæruatriðum sem naumur meirihluti Alþingis sótti í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis
18.nóv. 2017 - 07:18 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Fjórði fundurinn

Í fjórða lagi kemst ég að þeirri niðurstöðu í væntanlegri skýrslu til fjármálaráðuneytisins að snjallræði hafi verið í október 2008 að gera innstæður að forgangskröfum í bú banka.
17.nóv. 2017 - 15:08 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Ég fresta skýrslunni: Hvers vegna?

Hvað svo sem missagt er í þessum fræðum, er skylt að hafa það, sem sannara reynist.
11.nóv. 2017 - 09:46 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Banki í glerhúsi

En voru ráðamenn Danske Bank ekki í glerhúsi, þegar þeir grýttu Íslendinga?
07.nóv. 2017 - 07:48 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

100 ár – 100 milljónir

Í dag, 7. nóvember 2017, eru heil öld liðin frá byltingu bolsévíka, eins og kommúnistar kölluðu sig í Rússlandi.
05.nóv. 2017 - 07:43 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Voldugur Íslandsvinur

Í grúski mínu rakst ég heldur óvænt á þriðja Íslandsvininn. Hann er enginn annar en William Gladstone.
29.okt. 2017 - 07:50 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Stjórnmálamenn munu huga að baklandinu

Nú keppast hinir „óháðu“ álitsgjafar RÚV og sumra annarra fjölmiðla við að reyna að lesa vinstri stjórn út úr niðurstöðum kosninganna. Þeir gleyma því, að stjórnmálamenn þurfa alltaf að huga að baklandinu.
28.okt. 2017 - 10:59 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Undur framfaranna

„Heimurinn mun ekki farast fyrir skort á undrum, heldur aðeins fyrir skort á undrun,“ sagði breski rithöfundurinn Chesterton.
23.okt. 2017 - 09:36 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Johan Norberg í dag kl. fimm

Sænski sagnfræðingurinn og sjónvarpsmaðurinn Norberg telur í nýrri bók, Framförum, að stóru fréttirnar séu ekki alltaf sagðar,
21.okt. 2017 - 15:34 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Response to frequent questions by foreign journalists

Here are some of my responses to foreign journalists who are curious about the situation in Iceland:
21.okt. 2017 - 08:18 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Ísland og Púertó Ríkó

Sem betur fer ákváðu Íslendingar að slá skjaldborg um landið og leggja ekki meiri skuldbindingar á ríkissjóð en hann réði við.
14.okt. 2017 - 17:30 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Þriðja stærsta gjaldþrotið?

Hvað gengur fólki til að dreifa ýkjusögum um land sitt og þjóð?
07.okt. 2017 - 12:46 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Voru bankarnir gjaldþrota?


Bankahrunið 2008 var vissulega stórt. En óþarfi er að gera meira úr því en efni standa til.
01.okt. 2017 - 10:04 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Blefken er víða

Eichengreen kveður aðalheimildarmann sinn um Ísland vera Sigrúnu Davíðsdóttur.
01.okt. 2017 - 10:02 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

David D. Friedman

Talar Friedman á málstofu, sem lagadeild, hagfræðideild og sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands halda saman á mánudag kl. fjögur í stofu 202 í Odda.
20.sep. 2017 - 14:18 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Hverjir geta talað í nafni þjóðarinnar um stjórnarskrá?

Í kosningum til stjórnlagaþings var þátttakan aðeins 36,8%. M.ö.o. höfðu 63,2% ekki áhuga.
18.sep. 2017 - 11:42 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Við Ólafur Þ. Harðarson ræðum um vald forseta

Samkennari minn í stjórnmálafræði, Ólafur Þ. Harðarson, skrifaði á Facebook:
16.sep. 2017 - 09:26 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Lastað þar sem lofa skyldi

Ríkissjóður var nánast skuldlaus árið 2008. Þetta var áreiðanlega úrslitaatriði um, að ekki fór verr.
09.sep. 2017 - 20:53 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Bloggið sem hvarf

Skiljanlegt er því, að Gauti skyldi eyða bloggi sínu.
02.sep. 2017 - 10:39 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Fróðlegur bandarískur dómur

Vorið 2011 var kveðinn upp úrskurður í Hæstarétti Bandaríkjanna, sem kemur þessu máli við.
01.sep. 2017 - 09:59 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Deilt um einstefnuna í Háskólanum

Og þá verður líka að tryggja, að andstæð sjónarmið nýfrjálshyggjumannanna sjálfra komist líka að, því að vísindin eru frjáls samkeppni hugmynda.
29.ágú. 2017 - 07:02 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Rannsókn ASÍ á skattbyrði og tekjudreifingu

Ég taldi, að persónuafsláttur ætti ekki að hækka í samræmi við laun, því að þá greiddu menn ætíð sama hlutfall af tekjum sínum í skatt óháð því, hvort þær hækkuðu
26.ágú. 2017 - 06:55 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Vinarbragð Mitchells

Þetta á við um þá sjö þingmenn neðri málstofu breska þingsins, sem skrifuðu undir bókun um Ísland frá Austin Mitchell
22.ágú. 2017 - 10:21 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Útvarpsviðtal við mig um minnismerki

Það væri hins vegar eins óviðkunnanlegt að sjá brjóstmynd af Brynjólfi Bjarnasyni, fyrsta og eina formanni kommúnistaflokks Íslands, við hátíðasal Háskóla Íslands og það hefði verið að sjá brjóstmynd af einhverjum formanni nasistaflokks þar.

19.ágú. 2017 - 06:53 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Bernanke um Ísland

Ef þriggja milljarða dala samningur hefði ekki dugað, þá hefði átt að gera tíu milljarða dala samning.
12.ágú. 2017 - 06:15 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Ný syndaaflausn

Líklega hafa engir tveir viðburðir greypst eins í huga þjóðarinnar og Tyrkjaránið 1627 og bankahrunið 2008.
05.ágú. 2017 - 08:46 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Neyðarlögin og stjórnarskráin

Þeir Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, hafa báðir lagt orð í belg um síðasta fróðleiksmola minn.
29.júl. 2017 - 10:06 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Voru neyðarlögin eignaupptaka?

Samkvæmt lögmálinu um tvennar afleiðingar voru neyðarlögin því ekki óréttmæt eignaupptaka.
28.júl. 2017 - 10:20 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Ekki var brotist inn á Facebook-síðu Þorvaldar!

Hatursáróður gegn hægri sinnuðum hvítum körlum, sem styðja bandaríska Lýðveldisflokkinn?
26.júl. 2017 - 14:34 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Hefur einhver komist í Facebook-síðu Þorvaldar?

Á Facebook-síðu Þorvaldar Gylfasonar eru reifaðar þær kenningar, að morðið á Kennedy og árásiná Tvíburaturnina hafi verið tvö risastór samsæri annarra en þeirra, sem sakaðir hafa verið um ódæðin.

 

22.júl. 2017 - 10:04 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Samábyrgð Íslendinga eða Breta?

Ekki var því um neina samábyrgð Íslendinga á Icesave-reikningunum að ræða. Hinu má velta fyrir sér, hvort skilyrði Millers og annarra heimspekinga fyrir þjóðarábyrgð eigi við um Breta
15.júl. 2017 - 11:47 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Ábyrgðin á óeirðunum 2008–9

Þetta voru alvarlegustu götuóeirðir Íslandssögunnar, og mátti litlu muna, að lögreglan biði lægri hlut fyrir óeirðaseggjunum.

08.júl. 2017 - 12:56 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Ábyrgð og samábyrgð

Á bak við tjöldin? Er hér ekki komið rannsóknarverkefni fyrir samtökin Gagnsæi?
01.júl. 2017 - 13:22 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Íslenska blóðið ólgar

Nú hefur Baldur Símonarson efnafræðingur sent mér frekari fróðleik um þennan auðjöfur með íslenskt blóð í æðum.
24.jún. 2017 - 19:24 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Auðjöfur af íslenskum ættum

Eftir nokkurt grúsk komst ég að því, að þessi danski auðjöfur var íslenskur að langfeðgatali.

17.jún. 2017 - 10:27 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Kammerherrann fær fyrir kampavíni

Seðlabankinn virðist ekkert geta fengið af þessu mikla fé. Hann tapar mörgum tugum milljarða.
11.jún. 2017 - 10:11 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Átakanleg saga kvenhetju

Er ekki samlíðunin uppspretta hins æðsta söngs? Samlíðunin með þeim Ástu Sóllilju og Yeonmi Park á jörðinni?
07.jún. 2017 - 00:32 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Hæg voru heimatök

Ef til vill datt einhverjum í hug annað íslenskt spakmæli, Illur fengur illa forgengur, þegar sænska fjármálaeftirlitið lokaði HQ banka árið 2010 vegna alls kyns fjárglæfra.
04.jún. 2017 - 10:24 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Skipan Landsréttar

Sigríður Andersen dómsmálaráðherra hefur farið skynsamlega og röggsamlega að.
03.jún. 2017 - 14:30 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Sagt í Seoul

Mér var falið að andmæla eða öllu heldur bregðast við þremur fyrirlestrum um kóreska efnahagsundrið, þegar ég sótti á dögunum ráðstefnu í Seoul.
01.jún. 2017 - 10:40 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Frjálshyggja á Íslandi á 19. og 20. öld

Þar ræði ég um Jón Sigurðsson, Arnljót Ólafsson, Jón Þorláksson, Benjamín Eiríksson, Ólaf Björnsson og Ragnar Árnason, en einnig um Þráin Eggertsson, Birgi Þór Runólfsson, Ásgeir Jónsson, Vilhjálm Egilsson og Tryggva Þór Herbertsson og fleiri …
20.maí 2017 - 12:57 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Einangrað eins og Norður-Kórea?

Það var því ómaksins vert að fara í öndverðum maí 2017 út á Kóreuskaga og kynna sér helstu ástæður þess, að Norður-Kórea er einangruð.
13.maí 2017 - 11:12 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Í landi morgunkyrrðarinnar

 Það var fróðlegt að sækja ráðstefnu Mont Pèlerin-samtakanna í Suður-Kóreu í maí 2017 …
06.maí 2017 - 09:23 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Listin að tæma banka

Í bók sinni staðfestir Svaneborg það, sem ég hef haldið fram opinberlega, að kaupendur FIH banka léku á forsvarsmann seljenda, Má Guðmundsson seðlabankastjóra.
29.apr. 2017 - 05:19 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Minningin um fórnarlömbin

Alræðisherrarnir mega ekki sofna svefninum langa í fullvissu um, að myrkraverk þeirra hverfi með þeim úr sögunni.
22.apr. 2017 - 06:01 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Þegar kóngur heimtaði Ísland

Karl Jóhann reiddist mjög og krafðist þess, að ríki sitt Noregur fengi aftur eyjarnar í Norður-Atlantshafi, Ísland, Færeyjar og Grænland.
20.apr. 2017 - 17:40 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Hvert skal stefna í utanríkismálum?

Hagsmunir Íslendinga væru skýrir, þröngir og raunhæfir: Þeir snerust um að selja fisk og aðra vöru og þjónustu og tryggja öryggi í herlausu landi …
15.apr. 2017 - 14:02 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Með lögum skal land ...

Hvað merkir málshátturinn?
08.apr. 2017 - 19:39 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Þrjár ófréttir

Í bankahruninu leynast nokkrar ófréttir, sem eru þó fréttnæmar.
04.apr. 2017 - 10:06 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Þorir Gunnar Smári ekki í rökræðu?

Eða notum bara hans orð: samræða við auðvaldið eða málpípur þess er ekki möguleg.

Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson er prófessor í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands og hefur verið gistifræðimaður við fjölmarga erlenda háskóla, þar á meðal Stanford-háskóla og UCLA. Hann fæddist 1953, lauk doktorsprófi í stjórnmálafræði frá Oxford-háskóla 1985 og er höfundur fjölmargra bóka um stjórnmál, sögu og heimspeki á íslensku, ensku og sænsku.

Verk hans, Kjarni málsins. Fleyg orð á íslensku, 992 bls. tilvitnanasafn, var gefið út af Bókafélaginu í nóvemberbyrjun 2010. Árið 2009 komu út eftir hann 828 blaðsíðna þýðing á Svartbók kommúnismans (Livre noir du communisme) á vegum Háskólaútgáfunnar og 160 bls. bók, Áhrif skattahækkana á hagvöxt og lífskjör, sem Bókafélagið gaf út. 

Nýjustu verk hans eru Íslenskir kommúnistar 1918–1998, 624 bls. myndskreytt ágrip af sögu íslensku kommúnista- og sósíalistahreyfingarinnar allt til endaloka Alþýðubandalagsins, sem Almenna bókafélagið gaf út 2011, og The Icelandic Fisheries: Sustainable and Profitable, sem Háskólaútgáfan gaf út 2015. Hann vinnur nú að skýrslu á ensku fyrir fjármálaráðuneytið um erlenda áhrifaþætti í íslenska bankahruninu.

Apótek: jól frá kl 17 2017
Arnaldur Máni Finnsson
Arnaldur Máni Finnsson - 13.11.2017
Grasrótin og greinar trjánna
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 17.11.2017
Ég fresta skýrslunni: Hvers vegna?
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 16.11.2017
Málinu drepið á dreif
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 18.11.2017
Fjórði fundurinn
Indíana Ása Hreinsdóttir
Indíana Ása Hreinsdóttir - 18.11.2017
Um daður, áreitni og afleiðingar
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 20.11.2017
Íslands nýjasta nýtt
Kristinn H. Gunnarsson
Kristinn H. Gunnarsson - 18.11.2017
Uppreist æra í stað siðbótar
Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson - 19.11.2017
Stór mál fyrir íbúa Suðurnesja
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 21.11.2017
Mismunandi niðurstöður jafn réttar
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 21.11.2017
Lífræn grasrótarþjóðkirkja
Börkur Gunnarsson
Börkur Gunnarsson - 22.11.2017
Nafnar
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 23.11.2017
Dómarar gæta hagsmuna sinna
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 25.11.2017
Landsdómsmálið
Fleiri pressupennar