Hannes Hólmsteinn Gissurarson
28. nóv. 2016 - 16:40Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Orðaskipti við Gauta B. Eggertsson á Facebook

Mér blöskraði á dögunum, þegar Jón Steinsson hagfræðingur réðst enn einu sinni á útgerðina. Ég skrifaði á Facebook:

Þessi furðufugl vildi losa um veðheimildir bankanna fyrir bankahrun, svo að Seðlabankinn gæti lánað þeim meira. Nú neitar hann að viðurkenna hagfræðilegar staðreyndir: 1) Upphafleg úthlutun eftir aflareynslu var eina aðferðin, sem var Pareto-hagkvæm (skerti ekki hlut neins); 2) eini rétturinn, sem aðrir voru sviptir, þegar miðunum var lokað, var rétturinn til að gera út á núlli, en fiskihagfræðin leiðir út, að sú verður niðurstaðan við opinn aðgang. Þessi náungi stundar áróður í stað hagfræði.

Þá kom Gauti B. Eggertsson hagfræðingur Jóni til varnar. Hann skrifaði:

Hannes, hversu oft er búið að útskýra fyrir þér að Jón var að tala um að raunveruleg veð yrðu tekin gegn þrautavaralánum, í stað ástarbréfanna sem bankarnir skrifuðu hvern á annan og urðu verðlaus? Hversu margar greinar þarf að skrifa? Það má segja að slíkt hafi þýtt að ´losa um veðheimildir´, en eins og þú ættir að vita eftir öll þessi ár, allar þessar rannsóknarskýrslur, öll álit alþjóðastofnana, snerist þetta um það ætti að taka raunverulegt veð gegn þrautavararlánum. Og svo ertu að tala um fiðurfé?

Ég svaraði að bragði:

Gauti, ég er hræddur um, að þetta sé ekki rétt hjá þér. Í úrskurði Landsdóms í máli Geirs H. Haardes kemur fram, að Jón Steinsson hafi 20. mars 2008 sent Geir (sem hann tengdist sem fjölskylduvinur) tölvubréf, þar sem hann hafi varpað því fram, „hvort ríkið og Seðlabankinn eigi að bjóða bönkunum upp á einhverja fjármögnunarkosti í erlendri mynt áður en málin komast á það stig að einhver bankanna verður kominn í veruleg vandræði“. Jón vildi með öðrum orðum ausa gjaldeyrisforðanum í bankana! Þegar bankahrunið var síðan að skella á í októberbyrjun 2008, skrifaði Jón Geir H. Haarde annað tölvubréf, þar sem hann sagði „bráðnauðsynlegt að ríkið og Seðlabankinn ykju aðgang bankanna að lausu fé í krónum með því að víkka veðheimildir í Seðlabankanum“ (Skýrsla RNA, 20.3.7). Jón vildi ekki skipta á góðum veðum og vondum, eins og þú lætur að liggja, heldur rýmka reglurnar, svo að Seðlabankinn gæti lánað meira. Þú lést svipaðar skoðanir í ljós á fundi þínum með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og fleirum fyrr um sumarið, sjá úrskurð Landsdóms. Seðlabankinn (þeir Davíð Oddsson, Eiríkur Guðnason og Ingimundur Friðriksson) vildu hins vegar slá varnarhring um Ísland (ring-fencing), halda uppi ríkinu og vernda sparifjáreigendur. Andstaða manna eins og Jóns við þær hugmyndir tafði framkvæmd þeirra um viku. Seðlabankinn varð að senda einkaþotu eftir JP Morgan mönnum til að fá þá til að sannfæra ríkisstjórnina um, að nú yrði að ráðast í nauðvörn, ring-fencing.

Gauti gerði líka athugasemd við sjónarmið mín um fiskveiðar:

Hvað varðar Pareto-hagkvæmni, snýst hún um það að einn hafi hagnast án þess að nokkur annar hafi skaðast. Ert þú þeirrar skoðunar að það að útiloka alla nema sérleyfishafa frá veiðum, skaði ekki þá sem áhuga hafa á útgerð en fengu ekki kvóta? Eru ekki til neinir sjómenn, engin skip, sem vildu veiða fisk, en gátu ekki, vegna þess að þeir fengu ekki kvóta úthlutaðan ókeypis frá stjórnvöldum? Hvaða gögn eru að baki þeirra fullyrðingar?

Ég svaraði svo:

Já, Gauti, ég er þeirrar skoðunar. Það fengu allir úthlutað eftir aflareynslu. Það má deila um, hvort það hefði átt að vera þrjá ár, eitt ár eða fimm ár. En aflareynsla var það. Það merkti, að ekki varð teljandi breyting á högum þeirra. Enginn þeirra tapaði. En aðalatriðið er, ef einhver beið eftir að fara inn við opinn aðgang, að hann hefði ekki fengið annað en þátttökurétt í núllrekstri eða tapi, eins og sést vel á línuritinu, sem ég birti með grein minni og er sótt í líkan H. S. Gordons (og greining hans er almennt viðurkennd, og raunar var greining Jens Warmings sams konar). Og enginn tapaði fyrir utan. En ef kvótarnir hefðu verið boðnir upp, þá hefðu þeir tapað, sem ekki gátu keypt kvóta. Þess vegna var uppboðsleiðin ekki Pareto-hagkvæm.

Þá svaraði Gauti:

Þeir voru fjölmargir sem áttu veiðafæri og tæki og tól til útgerðar en ekki nægjanlega aflareynslu þegar aðgangur að veiðum var takmarkaður, t.d., þeir sem höfði bara eins ár veiðireynslu. Þeir bersýnilega töpuðu. Eru þá ótaldir þeir sem höfðu slík áform, eða hefðu getað hugsað sér slíkt í framtíðinni. Úthlutun takmarkaðra gæða sem eru varanleg úthlutun -- og útiloka þannig framtíðarkynslóðir frá aðgangi -- er afskaplega langsótt dæmi um Pareto-hagkvæmni. Hægt er að týna til annars konar hagfræðirök til að bera í bætifláka fyrir kvótakerfið, en þessi þykja mér afskaplega langsótt.

Ég svaraði enn:

Mér er ekki kunnugt um neina slíka. Þeir hafa ekki látið í sér heyra. Ég held, að þetta sé ímyndun í þér. Hitt er annað mál, að það er ekki aðalatriðið. Aðalatriðið er, þegar bornar eru saman þessar tvær leiðir, ókeypis úthlutun eftir aflareynslu og uppboð, að önnur er Pareto-óhagkvæm (margir tapa), en hin ekki (enginn tapar). Í sjálfu sér myndi litlu breyta, ef ég veikti forsendurnar og segði, að við uppboðsleiðina myndu margir tapa (þ. e. allir þeir, sem ekki gætu keypt kvóta á hinu opinbera uppboði), en við aflareynsluleiðina myndu sárafáir tapa (þ. e. þeir, sem væru á leiðinni á miðin, fullbúnir tækjum, en hefðu ekki aflareynslu).

Gauti svaraði:

Kannski er það þá bara ímyndun hjá mér að þegar menn hafa gefið handfæraveiða frjálsar, fyllist allt af smábátum við þær veiðar? Annars held ég að þú sért á miklum villigötum með þessar líkingu við Pareto-efficiency, enda eru það auðvitað alltaf fyrst og fremst skattgreiðendur sem tapa þegar eignir þeirra eru gefnar án endurgjalds, hvernig sem málum er snúið. Telur þú t.d. ´Paretohagkvæmt´ ef að norska ríkið gefur einum aðila rétt til að leita að olíu á tilteknu svæði og að sá aðili fái svo allann arðinn ef olía finnst? Það er afar skrítin notkun á þessu hagfræðihugtaki, og túlkun sem ég kannast ekki við úr fræðaheimi hagfræðinnar.

Ég svaraði Gauta:

Ég skil ekki alveg, hvernig þessi athugasemd um handfæraveiðar sé röksemd gegn hinni tiltölulega einföldu ábendingu minni, sem var, þegar verið að stíga skrefið frá opnum fiskimiðum að lokuðum, að úthlutun eftir aflareynslu er Pareto-hagkvæm, en úthlutun á opinberu uppboði ekki. Það er síðan mikill misskilningur, að einhverjar eigur skattgreiðenda hafi verið gefnar með því að koma á kvótakerfi. Engin verðmæti skiptu um hendur, engin gjöf var gefin. Ríkið var aðeins að gegna því sjálfsagða hlutverki sínu að setja reglur, sem auðvelda einstaklingum að nýta gæði jarðar án árekstra og sóunar. Ofnýting vegna samnýtingar (samnýtingarbölið, tragedy of commons) í fiskveiðum er vegna þess, að ekki hafa verið settar hagkvæmar reglur. Ofveiði er á máli, sem þú skilur, externality, og þetta externality er internalized með nýjum reglum. Kosturinn við að setja þessa reglu er, að enginn, sem hefur hagsmuna að gæta, skaðast. Olían er allt annars eðlis. Hún er ný gæði, sem hafa ekki verið samnýtt og því ofnýtt. Það er ekki þar eins og í fiskveiðum einhver fjölmennur hagsmunahópur, sem hefur fjárfest í skipum og veiðarfærum og veiðikunnáttu. Það má ekki rugla saman tvennu: Breytingu á nýtingu til að koma í veg fyrir ofnýtingu (enclosure of commons, internalization of an externality) og úthlutun nýrra gæða, sem koma til sögu án einhverra nýtingaraðila.

Ef til vill finnast einhverjum þessi orðaskipti fróðleg. Ég reyndi að gera grein fyrir þessum sjónarmiðum í heilli bók, The Icelandic Fisheries: Sustainable and Profitable.

 

 

 

 

 


18.feb. 2017 - 23:06 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Hvar eru gögnin um spillinguna?

Erlendis halda prófessorarnir Þorvaldur Gylfason og Stefán Ólafsson því fram að víðtæk stjórnmálaspilling hafi átt þátt í bankahruninu 2008. Hver eru gögnin?
11.feb. 2017 - 08:04 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Rógur um Björn Ólafsson

Björn fékk áfyllingarleyfið í Bandaríkjunum 1941 af þeirri einföldu ástæðu, að ytra leist mönnum vel á þennan dugnaðarfork.
04.feb. 2017 - 18:41 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Fáfræðingur kynnir landið

Hvað er að segja um slíka fáfræði?
03.feb. 2017 - 15:42 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Svar mitt við spurningu Fréttablaðsins

Til þess eru margar ástæður, að vinnan við þessa skýrslu hefur tafist, en alls ekki sú, að slegið hafi verið slöku við í rannsókninni.
31.jan. 2017 - 23:40 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Rannsóknaskýrsla mín fyrir 2016

Ég þurfti að skila rannsóknaskýrslu fyrir árið 2016, og þá rifjaðist margt upp. Hér er hún:
28.jan. 2017 - 11:59 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Lásu ritstjórarnir ekki greinina?

Ritstjórarnir hefðu því að minnsta kosti átt að hafa varann á og lesa vel yfir grein hans. Það hafa þeir bersýnilega ekki gert.
21.jan. 2017 - 11:03 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Róbinson Krúsó og Íslendingar

Í alkunnri skáldsögu Daníels Defoes deilir söguhetjan, Róbinson Krúsó, um skeið örlögum með Íslendingunum úr Grindavík.
14.jan. 2017 - 11:38 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Gæfa Dana og gengi

… velgengni Dana er þrátt fyrir endurdreifingarviðleitni jafnaðarmanna, ekki vegna hennar.

10.jan. 2017 - 14:30 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Orðaskipti okkar Björns Bjarnasonar

Ég skrifaði athugasemd:
07.jan. 2017 - 08:26 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Glatað tækifæri

Íslendingar misstu af stórkostlegu tækifæri, af því að þeir voru undirgefnir erlendum konungi.
31.des. 2016 - 15:40 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Missögn Baldurs

Svo vill líka til, að þessa missögn má hrekja með gögnum.
24.des. 2016 - 08:12 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Þjónusta, þrælkun, flótti

Í tilefni dagsins endurútgefur Almenna bókafélagið bókina Þjónusta, þrælkun, flótti eftir Aatami Kuortti.
19.des. 2016 - 13:24 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Tvö smáríki bindast vináttuböndum

Hinn 19. desember árið 2016 er aldarfjórðungur liðinn frá því, að Ísland varð fyrst til þess vestrænna ríkja að viðurkenna Slóveníu.
17.des. 2016 - 07:53 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Danavinátta í orði og verki

Prófessorarnir gerðu ekkert ólöglegt eða ósiðlegt, þegar þeir lánuðu sjálfum sér úr Sáttmálasjóði …
10.des. 2016 - 13:02 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Skjólið í Danmörku

Ekki hefði þá verið úr vegi að minnast á fyrirætlanir Dana í ágúst 1864 um að bjóða Þjóðverjum Ísland og Dönsku Vestur-Indíur í skiptum fyrir Norður-Slésvík.
03.des. 2016 - 09:18 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Blekkingarleikur Heaths

Nú eru Bretar að ganga úr ESB og eignast fiskimið sín aftur.
26.nóv. 2016 - 05:32 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Mannkynbætur á Íslandi

… fylgismenn aukinna ríkisafskipta, þjóðernisjafnaðarmenn í Þýskalandi og lýðræðisjafnaðarmenn í Svíþjóð, gengu harðast fram í tilraunum til mannkynbóta …
19.nóv. 2016 - 06:45 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Var Platón jafnréttissinni?

Endurómur af þessum umræðum heyrðist í Lesbók Morgunblaðsins í árslok 2006 …
16.nóv. 2016 - 06:48 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Helstu sérfræðingar heims um uppboðsleiðina

Af hverju að breyta kerfi, sem verkar vel?
16.nóv. 2016 - 00:00 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Sérhæfing og fámenni

Þar hélt hún því fram, að Ísland kynni að vera of lítil stjórnunareining. Hin mikla fjölgun sjálfstæðra smáríkja væri ekki nauðsynlega æskileg.
15.nóv. 2016 - 00:00 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Bjarni Benediktsson

Bjarni fæddist 30. apríl 1908 og lést af slysförum 10. júlí 1970, aðeins 62 ára.
12.nóv. 2016 - 06:53 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Svar Margrétar S. Björnsdóttur

„Ég tek þetta aftur, því að ég heilsa þér ekki.“
10.nóv. 2016 - 20:13 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Samtöl í sendiráðsboði

Samtöl við fræga fólkið …
09.nóv. 2016 - 18:51 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Úrslit forsetakjörsins bandaríska

Mér fundust dólgur og hrappur togast á um forsetaembættið.
08.nóv. 2016 - 17:55 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Ritdómur um bók Rögnvalds

Ég birti ritdóm í Journal of Economics Library, Vol. 3, No. 2, um nýlega bók Rögnvalds Hannessonar prófessors, Ecofundamentalism.
05.nóv. 2016 - 10:06 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Gengisleysi íslenska vinstrisins

Skýringarnar á gengisleysi vinstrisins síðustu árin eru margar:
03.nóv. 2016 - 12:00 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Samtal okkar Björns

Hér er þátturinn á ÍNN, þar sem við Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, spjöllum saman um úrslit kosninganna, stjórnarmyndunartilraunir og forsetakjörið í Bandaríkjunum:
02.nóv. 2016 - 14:52 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

ÍNN klukkan átta í kvöld

Við Björn Bjarnason ræðum saman um þingkosningarnar á Íslandi, hugsanlega stjórnarmyndun og forsetakjörið í Bandaríkjunum á ÍNN klukkan átta í kvöld, miðvikudagskvöldið 2. nóvember.
30.okt. 2016 - 10:09 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Vinstri stjórn var hafnað

Helsta niðurstaða kosninganna var, að vinstri stjórn var hafnað, eins og Þorsteinn Víglundsson hjá Viðreisn benti á.

Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson er prófessor í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands og hefur verið gistifræðimaður við fjölmarga erlenda háskóla, þar á meðal Stanford-háskóla og UCLA. Hann fæddist 1953, lauk doktorsprófi í stjórnmálafræði frá Oxford-háskóla 1985 og er höfundur fjölmargra bóka um stjórnmál, sögu og heimspeki á íslensku, ensku og sænsku.

Verk hans, Kjarni málsins. Fleyg orð á íslensku, 992 bls. tilvitnanasafn, var gefið út af Bókafélaginu í nóvemberbyrjun 2010. Árið 2009 komu út eftir hann 828 blaðsíðna þýðing á Svartbók kommúnismans (Livre noir du communisme) á vegum Háskólaútgáfunnar og 160 bls. bók, Áhrif skattahækkana á hagvöxt og lífskjör, sem Bókafélagið gaf út. 

Nýjustu verk hans eru Íslenskir kommúnistar 1918–1998, 624 bls. myndskreytt ágrip af sögu íslensku kommúnista- og sósíalistahreyfingarinnar allt til endaloka Alþýðubandalagsins, sem Almenna bókafélagið gaf út 2011, og The Icelandic Fisheries: Sustainable and Profitable, sem Háskólaútgáfan gaf út 2015. Hann vinnur nú að skýrslu á ensku fyrir fjármálaráðuneytið um erlenda áhrifaþætti í íslenska bankahruninu.

Smári Pálmarsson
Smári Pálmarsson - 09.2.2017
Hið myrka mannkyn
Aðsend grein
Aðsend grein - 10.2.2017
Tortola
Arnaldur Máni Finnsson
Arnaldur Máni Finnsson - 09.2.2017
Leikur með tölur?
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 11.2.2017
Rógur um Björn Ólafsson
Kristinn H. Gunnarsson
Kristinn H. Gunnarsson - 10.2.2017
Lög á útgerðarmenn
Akureyri vikublað
Akureyri vikublað - 14.2.2017
Algjör gaur
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 11.2.2017
Jóga - annar hluti
Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson - 11.2.2017
Er rétt að sameina Garð og Sandgerði?
Aðsend grein
Aðsend grein - 12.2.2017
Örlagarík sjóferð
Akureyri vikublað
Akureyri vikublað - 12.2.2017
Brýnt að fjölga leikskólakennurum
Indíana Ása Hreinsdóttir
Indíana Ása Hreinsdóttir - 13.2.2017
Um hvítvín og umhverfissubbur
Indíana Ása Hreinsdóttir
Indíana Ása Hreinsdóttir - 17.2.2017
Taktu afstöðu og dansaðu
Fleiri pressupennar