Hannes Hólmsteinn Gissurarson
24. nóv. 2013 - 19:43Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Nýtt dæmi um heift vinstri manna

Ég skal játa, að ég varð hissa, þegar ég fékk tölvuskeyti frá Gunnari Gunnarssyni fréttamanni föstudagsmorguninn 22. nóvember um það, hvort ég gæti komið í Spegilinn þá síðdegis til að ræða um morðið á Kennedy Bandaríkjaforseta að liðinni hálfri öld. Samkennarar mínir í stjórnmálafræði hafa síðustu fimm árin verið tíðir gestir í Speglinum, en aldrei verið leitað til mín þar. Það hefur að vísu ekki haldið fyrir mér vöku, enda finnst mér satt að segja nóg framboð af mér í fjölmiðlum. Mín hugmynd um gott líf er að grúska á daginn og grilla á kvöldin, en ekki að láta móðann mása opinberlega. Ég kvað þó já við að koma, enda hef ég kennt námskeiðið Bandarísk stjórnmál í stjórnmálafræðideild og dvalist langdvölum í Bandaríkjunum, meðal annars sem gistifræðimaður í Stanford-háskóla, Kaliforníuháskóla í Los Angeles (UCLA) og George Mason-háskóla í Virginíu, tvisvar sem Fulbright-fræðimaður. Viðtalið gekk bærilega, og Gunnar var hinn alúðlegasti.

En annað undrunarefni tók síðan við. Ég las ummæli vinstri manna á Snjáldru (Facebook) um viðtalið. Það var eins og orðið hefði héraðsbrestur! Margrét Tryggvadóttir, fyrrverandi alþingismaður, skrifaði færslu: „Af hverju er Hannes Hólmsteinn í útvarpinu mínu?“ Síðan var röð af athugasemdum. Helga R. Óskarsdóttir skrifaði til dæmis: „Vantar ekki bara síðu á viðtækið þitt?“ Róbert Gíslason skrifaði: „Vírus?“ Vilhelm G. Kristinsson sagði: „Hann ætti fyrir löngu að hafa sagt sitt síðasta orð.“

Við þessa færslu Margrétar Tryggvadóttur höfðu 20 merkt velþóknun, þau Hans Kristján Árnason, Samúel Jóhannsson, Sigrún Hallsdóttir, Sigurður H. Magnússon, Margrét Rún, Þórunn Hreggviðsdóttir, Einar Sandoz, Helgi Jónsson, Erling Ingvason, Ingólfur Hermannsson, Birna Guðmundsdóttir, Sigurður Einarsson, Hans Júlíus Þórðarson, Guðrún Ágústa Ágústsdóttir, Siggi Hólm, Hólmfríður Sólveig Haraldsdóttir, Örnólfur Hall, Helga Dröfn Högnadóttir, Gunnar Steinn Gunnarsson og Bjarnheiður Bjarnadóttir.

En hvenær varð Ríkisútvarpið þinglýst eign vinstri manna? Var ég skyndilega boðflenna í útvarpinu þeirra? Ég var að vísu feginn, að Margrét úrskurðaði mig ekki geðveikan, eins og gerst hefur í dæmi annarra. En ekki veit ég, hver útfærslan yrði á þeirri skoðun Vilhelms G. Kristinssonar (fyrrverandi fréttamanns), að ég hefði fyrir löngu átt að hafa sagt mitt síðasta orð.

Og Jón Þórisson, fyrrverandi aðstoðarmaður Evu Jolie, skrifaði færslu: „Heyrðuð þið Hannes Hólmstein í Speglinum um JFK? Ég veit ekki hvernig ykkur varð við en ég hringdi í fréttastofu RUV og kvartaði.“

Fjöldi athugasemda fylgdi þessari færslu, sumar eftir nafnkunna menn. Til dæmis sagði Þór Saari, hinn greinargóði heimildarmaður rannsóknarnefndarinnar um Íbúðalánasjóð: „Þetta var einhver hlægilegasta umfjöllun sem ég hef heyrt. Þvílíkt bull og þvæla.“ Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur skrifaði: „Það má heita algilt lögmál að í hvert sinn sem Sjálfstæðismenn hafa Menntamálaráðuneytið fer Hannes Hólmsteinn að ríða húsum í Ríkisútvarpinu.“ Eini tölvuvinur Jóns Þórissonar, sem virtist vera í jafnvægi, var Egill Helgason, sem skrifaði: „Fólk getur verið ósammála Hannesi, en hann hlýtur nú að mega tala í útvarpið.“

Við þessa færslu Jóns Þórissonar höfðu 37 menn merkt velþóknun, þau Andri Sigurðsson, Matthildur Torfadóttir, Ásdís Thoroddsen, Þórunn Hreggviðsdóttir, Viðar Ingvason, Birna Guðmundsdóttir, Vala Friðriksdóttir, Einar Ólafsson, Júlíus Guðmundsson, Þráinn Bertelsson, Örnólfur Hall, Lára Hanna Einarsdóttir, Sigrún Helgadóttir, Jacob Thor Haraldsson, Björn Þorsteinsson, Arna Mosdal, Margrét Auðuns, Einar Þór Jörgensen, Hjördís Guðbjörnsdóttir, Linda Vilhjálmsdóttir, Hjálmtýr Heiðdal, Jón Kristófer Arnarson, Hildur Rúna Hauksdóttir, Máni Ragnar Sveinsson, Regína Stefnisdóttir, Sigurður Hauksson, Morten Lange, Anna Þórisdóttir, Katrín Hilmarsdóttir, Ragnheiður Gestsdóttir, Einar Steingrímsson, Hlynur Hallsson, Kristín I. Pálsdóttir, Andrea Þormar, Elísabet Ronaldsdóttir, Margrét Tryggvadóttir og Björg Sveinsdóttir. Þetta eru ekki allt dulnefni. Á bak við sum þessi nöfn stendur raunverulegt fólk, jafnvel tveir fyrrverandi alþingismenn.

Og Jón Þórisson kvartaði! Eftir öll viðtöl Spegilsins við þá Þórólf Matthíasson (sem vorið 2012 voru orðin 32 frá bankahruni) og sálufélaga hans, eins og rakið er hér í Viðskiptablaðinu.

Það er ótrúleg heift í þessu fólki. Hefur það ekkert merkilegra að gera en að hata mig? Ég er svo sannarlega ekki maður að þess skapi. En því miður get ég ekki bent því á að fara sér til hughreystingar á leikritið eftir Braga Ólafsson, sem sett var upp mér til háðungar í Þjóðleikhúsinu, því að sýningum á því hefur verið hætt vegna dræmrar aðsóknar.
20.sep. 2017 - 14:18 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Hverjir geta talað í nafni þjóðarinnar um stjórnarskrá?

Í kosningum til stjórnlagaþings var þátttakan aðeins 36,8%. M.ö.o. höfðu 63,2% ekki áhuga.
18.sep. 2017 - 11:42 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Við Ólafur Þ. Harðarson ræðum um vald forseta

Samkennari minn í stjórnmálafræði, Ólafur Þ. Harðarson, skrifaði á Facebook:
16.sep. 2017 - 09:26 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Lastað þar sem lofa skyldi

Ríkissjóður var nánast skuldlaus árið 2008. Þetta var áreiðanlega úrslitaatriði um, að ekki fór verr.
09.sep. 2017 - 20:53 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Bloggið sem hvarf

Skiljanlegt er því, að Gauti skyldi eyða bloggi sínu.
02.sep. 2017 - 10:39 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Fróðlegur bandarískur dómur

Vorið 2011 var kveðinn upp úrskurður í Hæstarétti Bandaríkjanna, sem kemur þessu máli við.
01.sep. 2017 - 09:59 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Deilt um einstefnuna í Háskólanum

Og þá verður líka að tryggja, að andstæð sjónarmið nýfrjálshyggjumannanna sjálfra komist líka að, því að vísindin eru frjáls samkeppni hugmynda.
29.ágú. 2017 - 07:02 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Rannsókn ASÍ á skattbyrði og tekjudreifingu

Ég taldi, að persónuafsláttur ætti ekki að hækka í samræmi við laun, því að þá greiddu menn ætíð sama hlutfall af tekjum sínum í skatt óháð því, hvort þær hækkuðu
26.ágú. 2017 - 06:55 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Vinarbragð Mitchells

Þetta á við um þá sjö þingmenn neðri málstofu breska þingsins, sem skrifuðu undir bókun um Ísland frá Austin Mitchell
22.ágú. 2017 - 10:21 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Útvarpsviðtal við mig um minnismerki

Það væri hins vegar eins óviðkunnanlegt að sjá brjóstmynd af Brynjólfi Bjarnasyni, fyrsta og eina formanni kommúnistaflokks Íslands, við hátíðasal Háskóla Íslands og það hefði verið að sjá brjóstmynd af einhverjum formanni nasistaflokks þar.

19.ágú. 2017 - 06:53 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Bernanke um Ísland

Ef þriggja milljarða dala samningur hefði ekki dugað, þá hefði átt að gera tíu milljarða dala samning.
12.ágú. 2017 - 06:15 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Ný syndaaflausn

Líklega hafa engir tveir viðburðir greypst eins í huga þjóðarinnar og Tyrkjaránið 1627 og bankahrunið 2008.
05.ágú. 2017 - 08:46 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Neyðarlögin og stjórnarskráin

Þeir Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, hafa báðir lagt orð í belg um síðasta fróðleiksmola minn.
29.júl. 2017 - 10:06 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Voru neyðarlögin eignaupptaka?

Samkvæmt lögmálinu um tvennar afleiðingar voru neyðarlögin því ekki óréttmæt eignaupptaka.
28.júl. 2017 - 10:20 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Ekki var brotist inn á Facebook-síðu Þorvaldar!

Hatursáróður gegn hægri sinnuðum hvítum körlum, sem styðja bandaríska Lýðveldisflokkinn?
26.júl. 2017 - 14:34 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Hefur einhver komist í Facebook-síðu Þorvaldar?

Á Facebook-síðu Þorvaldar Gylfasonar eru reifaðar þær kenningar, að morðið á Kennedy og árásiná Tvíburaturnina hafi verið tvö risastór samsæri annarra en þeirra, sem sakaðir hafa verið um ódæðin.

 

22.júl. 2017 - 10:04 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Samábyrgð Íslendinga eða Breta?

Ekki var því um neina samábyrgð Íslendinga á Icesave-reikningunum að ræða. Hinu má velta fyrir sér, hvort skilyrði Millers og annarra heimspekinga fyrir þjóðarábyrgð eigi við um Breta
15.júl. 2017 - 11:47 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Ábyrgðin á óeirðunum 2008–9

Þetta voru alvarlegustu götuóeirðir Íslandssögunnar, og mátti litlu muna, að lögreglan biði lægri hlut fyrir óeirðaseggjunum.

08.júl. 2017 - 12:56 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Ábyrgð og samábyrgð

Á bak við tjöldin? Er hér ekki komið rannsóknarverkefni fyrir samtökin Gagnsæi?
01.júl. 2017 - 13:22 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Íslenska blóðið ólgar

Nú hefur Baldur Símonarson efnafræðingur sent mér frekari fróðleik um þennan auðjöfur með íslenskt blóð í æðum.
24.jún. 2017 - 19:24 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Auðjöfur af íslenskum ættum

Eftir nokkurt grúsk komst ég að því, að þessi danski auðjöfur var íslenskur að langfeðgatali.

17.jún. 2017 - 10:27 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Kammerherrann fær fyrir kampavíni

Seðlabankinn virðist ekkert geta fengið af þessu mikla fé. Hann tapar mörgum tugum milljarða.
11.jún. 2017 - 10:11 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Átakanleg saga kvenhetju

Er ekki samlíðunin uppspretta hins æðsta söngs? Samlíðunin með þeim Ástu Sóllilju og Yeonmi Park á jörðinni?
07.jún. 2017 - 00:32 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Hæg voru heimatök

Ef til vill datt einhverjum í hug annað íslenskt spakmæli, Illur fengur illa forgengur, þegar sænska fjármálaeftirlitið lokaði HQ banka árið 2010 vegna alls kyns fjárglæfra.
04.jún. 2017 - 10:24 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Skipan Landsréttar

Sigríður Andersen dómsmálaráðherra hefur farið skynsamlega og röggsamlega að.
03.jún. 2017 - 14:30 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Sagt í Seoul

Mér var falið að andmæla eða öllu heldur bregðast við þremur fyrirlestrum um kóreska efnahagsundrið, þegar ég sótti á dögunum ráðstefnu í Seoul.
01.jún. 2017 - 10:40 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Frjálshyggja á Íslandi á 19. og 20. öld

Þar ræði ég um Jón Sigurðsson, Arnljót Ólafsson, Jón Þorláksson, Benjamín Eiríksson, Ólaf Björnsson og Ragnar Árnason, en einnig um Þráin Eggertsson, Birgi Þór Runólfsson, Ásgeir Jónsson, Vilhjálm Egilsson og Tryggva Þór Herbertsson og fleiri …
20.maí 2017 - 12:57 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Einangrað eins og Norður-Kórea?

Það var því ómaksins vert að fara í öndverðum maí 2017 út á Kóreuskaga og kynna sér helstu ástæður þess, að Norður-Kórea er einangruð.
13.maí 2017 - 11:12 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Í landi morgunkyrrðarinnar

 Það var fróðlegt að sækja ráðstefnu Mont Pèlerin-samtakanna í Suður-Kóreu í maí 2017 …
06.maí 2017 - 09:23 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Listin að tæma banka

Í bók sinni staðfestir Svaneborg það, sem ég hef haldið fram opinberlega, að kaupendur FIH banka léku á forsvarsmann seljenda, Má Guðmundsson seðlabankastjóra.
29.apr. 2017 - 05:19 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Minningin um fórnarlömbin

Alræðisherrarnir mega ekki sofna svefninum langa í fullvissu um, að myrkraverk þeirra hverfi með þeim úr sögunni.

Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson er prófessor í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands og hefur verið gistifræðimaður við fjölmarga erlenda háskóla, þar á meðal Stanford-háskóla og UCLA. Hann fæddist 1953, lauk doktorsprófi í stjórnmálafræði frá Oxford-háskóla 1985 og er höfundur fjölmargra bóka um stjórnmál, sögu og heimspeki á íslensku, ensku og sænsku.

Verk hans, Kjarni málsins. Fleyg orð á íslensku, 992 bls. tilvitnanasafn, var gefið út af Bókafélaginu í nóvemberbyrjun 2010. Árið 2009 komu út eftir hann 828 blaðsíðna þýðing á Svartbók kommúnismans (Livre noir du communisme) á vegum Háskólaútgáfunnar og 160 bls. bók, Áhrif skattahækkana á hagvöxt og lífskjör, sem Bókafélagið gaf út. 

Nýjustu verk hans eru Íslenskir kommúnistar 1918–1998, 624 bls. myndskreytt ágrip af sögu íslensku kommúnista- og sósíalistahreyfingarinnar allt til endaloka Alþýðubandalagsins, sem Almenna bókafélagið gaf út 2011, og The Icelandic Fisheries: Sustainable and Profitable, sem Háskólaútgáfan gaf út 2015. Hann vinnur nú að skýrslu á ensku fyrir fjármálaráðuneytið um erlenda áhrifaþætti í íslenska bankahruninu.

Híbýli fasteignasala KOSTANDI
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 16.9.2017
Fullkomin flón
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 11.9.2017
Ragnar Reykás varð ekki til úr engu
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 11.9.2017
Hjónanámskeiðin hætta
Dísa Bjarnadóttir
Dísa Bjarnadóttir - 18.9.2017
Mitt líf með Madonnu
Bryndís Schram
Bryndís Schram - 17.9.2017
Sannleiksvitni aldarinnar
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 16.9.2017
Lastað þar sem lofa skyldi
Bryndís Schram
Bryndís Schram - 13.9.2017
Sýrlandsstríðið við stofuborðið
Akureyri vikublað
Akureyri vikublað - 16.9.2017
Eðli máls og stuðningur við KFA
Indíana Ása Hreinsdóttir
Indíana Ása Hreinsdóttir - 14.9.2017
Fyrirmyndarsamfélagið
Björgvin G. Sigurðsson
Björgvin G. Sigurðsson - 17.9.2017
Mannúð í stað miskunnarleysis
Akureyri vikublað
Akureyri vikublað - 17.9.2017
Hamingjustormurinn
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 18.9.2017
Við Ólafur Þ. Harðarson ræðum um vald forseta
Fleiri pressupennar