Hannes Hólmsteinn Gissurarson
19. feb. 2017 - 15:20Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Hugleiðingar á 64 ára afmælinu

Ég er 64 ára í dag, 19. febrúar 2017. Þegar ég var yngri, miklu yngri, var sungið um það, hvort nokkur vildi sinna þeim, sem orðinn væri 64 ára. Bítlarnir sömdu um þetta frægan söng. Þegar ég horfi um öxl eftir 64 ár, þarf ég ekki að kvarta. Þau hafa verið skemmtileg. Stoltastur er ég af því að hafa lagt hönd á plóg, þegar Ísland varð frjálsara árin 1991–2004. Ólíkt mörgum starfssystkinum mínum í fílabeinsturninum fékk ég þá tækifæri til að breyta karlmennsku orðsins í manndóm verksins. Hin snögga endurreisn Íslands eftir bankahrunið 2008 sýnir líka, að undirstöðurnar, sem smíðaðar voru árin 1991–2004, voru traustar: arðbært fyrirkomulag fiskveiða, nýting gjöfulla orkulinda, röggsamleg fjármálastjórn án óhóflegra skatta, blómleg ferðamannaþjónusta og mikill mannauður, sem þarf á frelsi að halda til að halda sér við og aukast. Klíkukapítalistarnir, sem höfðu öll völd 2004–2009, og dalakofasósíalistarnir, sem tóku þá við og stjórnuðu til 2013, gátu ekki nagað þessar undirstöður í sundur, þótt hvorir tveggja veiktu þær um skeið. Bækurnar eru mín afkvæmi, og stoltastur er ég líklega af doktorsritgerðinni, sem var um sameiningu íhaldssjónarmiða og frelsislögmála í heimspeki F. A. Hayeks, af ævisögu Jóns Þorlákssonar og af tilvitnanasafninu Kjarna málsins. Margt fleira mætti telja, en ég hafði sérstaka ánægju af því að skrifa í Andvara á síðasta ári æviágrip Ólafs Björnssonar prófessors.

Hins vegar er líka mikilvægt að líta líka fram á við, enda bý ég á veðurbarinni eyju langt norður í hafi, þar sem lífslíkur eru einhverjar hinar lengstu í heimi. Og ég er sem betur fer við hestaheilsu. Ég er að vinna að skýrslu fyrir fjármálaráðuneytið um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins 2008 og vonast til að ljúka henni sem fyrst, þótt aðalatriðið sé, að hún verði vönduð, enda liggur ekkert sérstaklega á henni. Jafnframt hef ég verið að vinna að ýmsum hliðarverkefnum, skyldum skýrslunni. Til dæmis hef ég skrifað rækilega skýrslu á ensku fyrir hugveitu í Brüssel undir heitinu „In Defence of Small States“, þar sem ég svara þeim Karli Marx, Friðrik Engels, Alfred Cobban, Anne Sibert og Baldri Þórhallssyni, sem öll efuðust um, að fámennar þjóðir gætu haldið uppi sjálfstæðum ríkjum. Ég hef líka skrifað skýrslu um norrænu leiðirnar, “The Nordic Models,“ fyrir sömu hugveitu, þar sem ég bendi á, að norrænu leiðirnar eru margar, en ekki ein og því ekki einskorðuð við þá leið sænskra jafnaðarmanna, sem farin var 1970–1990 og lá beint út í ófæruna. Ég sýni þar fram á, að frjálshyggja hefur verið sterk á Norðurlöndum, allt frá því að Anders Chydenius skrifaði um alþjóðlegt viðskiptafrelsi á undan Adam Smith, en með svipuðum rökum. Hér á Íslandi birtist römm einstaklingshyggja og vantrú á erlendum konungum í Íslendinga sögum og Heimskringlu Snorra Sturlusonar. Ég hef enn fremur að ósk fransks útgáfufyrirtækis tekið saman útdrátt úr sögu kommúnistahreyfingarinnar á Íslandi 1918–1998, og kemur hann vonandi út á ensku og frönsku á þessu ári. Ég hef tekið að mér ýmis önnur verkefni, eftir að skýrslunni fyrir fjármálaráðuneytið verður lokið, en best er að hafa sem fæst orð um, uns ég kemst áleiðis með þau.

Nýlega voru þrjár bækur, sem ég átti nokkurn hlut í, settar á Netið, svo að allir geta þar lesið þær endurgjaldslaust. Tvær eru eftir mig, The Icelandic Fisheries: Sustainable and Profitable og Áhrif skattahækkana á hagvöxt og lífskjör, og í einni átti ég grein, Tekjudreifing og skattar. Ég flyt nokkra fyrirlestra á alþjóðlegum ráðstefnum síðar á þessu ári: „The Nordic Models: Prosperity Despite Redistribution“ á þingi APEE, Association of Private Enterprise Education, á Maui á Havaí-eyjum í apríl; „In Defence of Small States: The Case of Iceland in an international Perspective“ á þingi norrænna stjórnmálafræðinga í Óðinsvéum í ágúst; „Iceland’s Liberalisation in 1991–2004, and Her Subsequent Bank Collapse“ á þingi norrænna sagnfræðinga í Álaborg í ágúst; og fleira. Ég verð einnig umsegjandi (commentator) á ráðstefnu Mont Pelerin Society í Seoul í Suður-Kóreu í maí. Enn fremur er ég að vinna að nokkrum verkefnum fyrir hugveituna RNH og fyrir AB, Almenna bókafélagið. RNH hleypir næsta haust af stokkum fyrirlestraröð um, hvað við getum lært af norrænum frændþjóðum okkar, ekki síst Svíum, sem hafa aukið atvinnufrelsi, aðallega valfrelsi neytenda, hin síðari ár, og köllum við þetta framtak „Norden er i orden“ með góðfúslegu leyfi höfundar þessara smellnu orða, Einars Más Guðmundssonar (en ég gegni einu aðalhlutverkinu í bráðskemmtilegum bókum hans um bankahrunið). Ég má ekki gleyma að þakka vinnustað mínum, Háskóla Íslands, fyrir það, að kennslubyrði minni hefur mjög verið stillt í hóf, eflaust til að auðvelda mér öll þessi verkefni.

 

 

 

 20.sep. 2017 - 14:18 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Hverjir geta talað í nafni þjóðarinnar um stjórnarskrá?

Í kosningum til stjórnlagaþings var þátttakan aðeins 36,8%. M.ö.o. höfðu 63,2% ekki áhuga.
18.sep. 2017 - 11:42 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Við Ólafur Þ. Harðarson ræðum um vald forseta

Samkennari minn í stjórnmálafræði, Ólafur Þ. Harðarson, skrifaði á Facebook:
16.sep. 2017 - 09:26 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Lastað þar sem lofa skyldi

Ríkissjóður var nánast skuldlaus árið 2008. Þetta var áreiðanlega úrslitaatriði um, að ekki fór verr.
09.sep. 2017 - 20:53 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Bloggið sem hvarf

Skiljanlegt er því, að Gauti skyldi eyða bloggi sínu.
02.sep. 2017 - 10:39 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Fróðlegur bandarískur dómur

Vorið 2011 var kveðinn upp úrskurður í Hæstarétti Bandaríkjanna, sem kemur þessu máli við.
01.sep. 2017 - 09:59 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Deilt um einstefnuna í Háskólanum

Og þá verður líka að tryggja, að andstæð sjónarmið nýfrjálshyggjumannanna sjálfra komist líka að, því að vísindin eru frjáls samkeppni hugmynda.
29.ágú. 2017 - 07:02 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Rannsókn ASÍ á skattbyrði og tekjudreifingu

Ég taldi, að persónuafsláttur ætti ekki að hækka í samræmi við laun, því að þá greiddu menn ætíð sama hlutfall af tekjum sínum í skatt óháð því, hvort þær hækkuðu
26.ágú. 2017 - 06:55 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Vinarbragð Mitchells

Þetta á við um þá sjö þingmenn neðri málstofu breska þingsins, sem skrifuðu undir bókun um Ísland frá Austin Mitchell
22.ágú. 2017 - 10:21 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Útvarpsviðtal við mig um minnismerki

Það væri hins vegar eins óviðkunnanlegt að sjá brjóstmynd af Brynjólfi Bjarnasyni, fyrsta og eina formanni kommúnistaflokks Íslands, við hátíðasal Háskóla Íslands og það hefði verið að sjá brjóstmynd af einhverjum formanni nasistaflokks þar.

19.ágú. 2017 - 06:53 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Bernanke um Ísland

Ef þriggja milljarða dala samningur hefði ekki dugað, þá hefði átt að gera tíu milljarða dala samning.
12.ágú. 2017 - 06:15 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Ný syndaaflausn

Líklega hafa engir tveir viðburðir greypst eins í huga þjóðarinnar og Tyrkjaránið 1627 og bankahrunið 2008.
05.ágú. 2017 - 08:46 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Neyðarlögin og stjórnarskráin

Þeir Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, hafa báðir lagt orð í belg um síðasta fróðleiksmola minn.
29.júl. 2017 - 10:06 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Voru neyðarlögin eignaupptaka?

Samkvæmt lögmálinu um tvennar afleiðingar voru neyðarlögin því ekki óréttmæt eignaupptaka.
28.júl. 2017 - 10:20 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Ekki var brotist inn á Facebook-síðu Þorvaldar!

Hatursáróður gegn hægri sinnuðum hvítum körlum, sem styðja bandaríska Lýðveldisflokkinn?
26.júl. 2017 - 14:34 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Hefur einhver komist í Facebook-síðu Þorvaldar?

Á Facebook-síðu Þorvaldar Gylfasonar eru reifaðar þær kenningar, að morðið á Kennedy og árásiná Tvíburaturnina hafi verið tvö risastór samsæri annarra en þeirra, sem sakaðir hafa verið um ódæðin.

 

22.júl. 2017 - 10:04 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Samábyrgð Íslendinga eða Breta?

Ekki var því um neina samábyrgð Íslendinga á Icesave-reikningunum að ræða. Hinu má velta fyrir sér, hvort skilyrði Millers og annarra heimspekinga fyrir þjóðarábyrgð eigi við um Breta
15.júl. 2017 - 11:47 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Ábyrgðin á óeirðunum 2008–9

Þetta voru alvarlegustu götuóeirðir Íslandssögunnar, og mátti litlu muna, að lögreglan biði lægri hlut fyrir óeirðaseggjunum.

08.júl. 2017 - 12:56 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Ábyrgð og samábyrgð

Á bak við tjöldin? Er hér ekki komið rannsóknarverkefni fyrir samtökin Gagnsæi?
01.júl. 2017 - 13:22 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Íslenska blóðið ólgar

Nú hefur Baldur Símonarson efnafræðingur sent mér frekari fróðleik um þennan auðjöfur með íslenskt blóð í æðum.
24.jún. 2017 - 19:24 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Auðjöfur af íslenskum ættum

Eftir nokkurt grúsk komst ég að því, að þessi danski auðjöfur var íslenskur að langfeðgatali.

17.jún. 2017 - 10:27 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Kammerherrann fær fyrir kampavíni

Seðlabankinn virðist ekkert geta fengið af þessu mikla fé. Hann tapar mörgum tugum milljarða.
11.jún. 2017 - 10:11 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Átakanleg saga kvenhetju

Er ekki samlíðunin uppspretta hins æðsta söngs? Samlíðunin með þeim Ástu Sóllilju og Yeonmi Park á jörðinni?
07.jún. 2017 - 00:32 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Hæg voru heimatök

Ef til vill datt einhverjum í hug annað íslenskt spakmæli, Illur fengur illa forgengur, þegar sænska fjármálaeftirlitið lokaði HQ banka árið 2010 vegna alls kyns fjárglæfra.
04.jún. 2017 - 10:24 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Skipan Landsréttar

Sigríður Andersen dómsmálaráðherra hefur farið skynsamlega og röggsamlega að.
03.jún. 2017 - 14:30 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Sagt í Seoul

Mér var falið að andmæla eða öllu heldur bregðast við þremur fyrirlestrum um kóreska efnahagsundrið, þegar ég sótti á dögunum ráðstefnu í Seoul.
01.jún. 2017 - 10:40 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Frjálshyggja á Íslandi á 19. og 20. öld

Þar ræði ég um Jón Sigurðsson, Arnljót Ólafsson, Jón Þorláksson, Benjamín Eiríksson, Ólaf Björnsson og Ragnar Árnason, en einnig um Þráin Eggertsson, Birgi Þór Runólfsson, Ásgeir Jónsson, Vilhjálm Egilsson og Tryggva Þór Herbertsson og fleiri …
20.maí 2017 - 12:57 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Einangrað eins og Norður-Kórea?

Það var því ómaksins vert að fara í öndverðum maí 2017 út á Kóreuskaga og kynna sér helstu ástæður þess, að Norður-Kórea er einangruð.
13.maí 2017 - 11:12 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Í landi morgunkyrrðarinnar

 Það var fróðlegt að sækja ráðstefnu Mont Pèlerin-samtakanna í Suður-Kóreu í maí 2017 …
06.maí 2017 - 09:23 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Listin að tæma banka

Í bók sinni staðfestir Svaneborg það, sem ég hef haldið fram opinberlega, að kaupendur FIH banka léku á forsvarsmann seljenda, Má Guðmundsson seðlabankastjóra.
29.apr. 2017 - 05:19 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Minningin um fórnarlömbin

Alræðisherrarnir mega ekki sofna svefninum langa í fullvissu um, að myrkraverk þeirra hverfi með þeim úr sögunni.

Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson er prófessor í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands og hefur verið gistifræðimaður við fjölmarga erlenda háskóla, þar á meðal Stanford-háskóla og UCLA. Hann fæddist 1953, lauk doktorsprófi í stjórnmálafræði frá Oxford-háskóla 1985 og er höfundur fjölmargra bóka um stjórnmál, sögu og heimspeki á íslensku, ensku og sænsku.

Verk hans, Kjarni málsins. Fleyg orð á íslensku, 992 bls. tilvitnanasafn, var gefið út af Bókafélaginu í nóvemberbyrjun 2010. Árið 2009 komu út eftir hann 828 blaðsíðna þýðing á Svartbók kommúnismans (Livre noir du communisme) á vegum Háskólaútgáfunnar og 160 bls. bók, Áhrif skattahækkana á hagvöxt og lífskjör, sem Bókafélagið gaf út. 

Nýjustu verk hans eru Íslenskir kommúnistar 1918–1998, 624 bls. myndskreytt ágrip af sögu íslensku kommúnista- og sósíalistahreyfingarinnar allt til endaloka Alþýðubandalagsins, sem Almenna bókafélagið gaf út 2011, og The Icelandic Fisheries: Sustainable and Profitable, sem Háskólaútgáfan gaf út 2015. Hann vinnur nú að skýrslu á ensku fyrir fjármálaráðuneytið um erlenda áhrifaþætti í íslenska bankahruninu.

Híbýli fasteignasala KOSTANDI
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 16.9.2017
Fullkomin flón
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 09.9.2017
Bloggið sem hvarf
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 11.9.2017
Ragnar Reykás varð ekki til úr engu
Indíana Ása Hreinsdóttir
Indíana Ása Hreinsdóttir - 08.9.2017
Um ósérhlífna viðmælendur
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 11.9.2017
Hjónanámskeiðin hætta
Dísa Bjarnadóttir
Dísa Bjarnadóttir - 18.9.2017
Mitt líf með Madonnu
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 16.9.2017
Lastað þar sem lofa skyldi
Bryndís Schram
Bryndís Schram - 17.9.2017
Sannleiksvitni aldarinnar
Bryndís Schram
Bryndís Schram - 13.9.2017
Sýrlandsstríðið við stofuborðið
Akureyri vikublað
Akureyri vikublað - 16.9.2017
Eðli máls og stuðningur við KFA
Indíana Ása Hreinsdóttir
Indíana Ása Hreinsdóttir - 14.9.2017
Fyrirmyndarsamfélagið
Björgvin G. Sigurðsson
Björgvin G. Sigurðsson - 17.9.2017
Mannúð í stað miskunnarleysis
Fleiri pressupennar