05. nóv. 2016 - 10:06Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Gengisleysi íslenska vinstrisins
Hæpið er að tala um „fjórflokkinn“ eins og sumir stjórnmálaskýrendur gera. Hér starfaði aldrei neinn fjórflokkur, heldur ólíkir flokkar, frá hægri til vinstri. Saman mynduðu Alþýðuflokkurinn og vinstri sósíalistar (kommúnistaflokkur 1930–1938, Sósíalistaflokkur 1938–1956, Alþýðubandalag 1956–1998) íslenska vinstrið, og það naut löngum fylgis þriðjungs kjósenda.
Skýra þarf tvennt: að íslenska vinstrið var löngum minna en á öðrum Norðurlöndum og að styrkleikahlutföll innan þess voru önnur, því að frá 1942 voru vinstri sósíalistar hér stærri en jafnaðarmenn öfugt við önnur Norðurlönd.
Skýringin á tiltölulega veiku vinstri var, að hér var þéttbýlisþróun síðar á ferð en á öðrum Norðurlöndum, stóriðja lengst af óveruleg og jafnaðarmenn í samstarfi við Framsóknarflokkinn á mótunarárum flokkaskiptingarinnar (1927–1931 og 1934–1938), en það spillti fyrir myndun fjöldaflokks.
Skýringin á styrkleikahlutföllunum var, að Ísland var eins og Finnland (þar sem kommúnistar voru líka öflugir) nýtt land og borgaralegar venjur ekki rótgrónar, auk þess sem þessi tvö lönd voru á öndverðri tuttugustu öld talsvert fátækari en Svíþjóð, Danmörk og Noregur. Eflaust hefur einnig skipt máli, að kommúnistar þáðu verulega fjárhagsaðstoð frá Moskvu og gátu til dæmis eignast fjögur stórhýsi í Reykjavík.
Íslenska vinstrið tók stakkaskiptum í lok tuttugustu aldar, þegar Alþýðuflokkurinn endurfæddist í Samfylkingunni og Alþýðubandalagið í Vinstri grænum. Eftir bankahrunið fékk þetta vinstri sitt stóra tækifæri vorið 2009, hlaut samtals 51,5% atkvæða og myndaði ríkisstjórn. En tækifærið gekk vinstrinu úr greipum. Stjórnarflokkarnir tveir biðu herfilegan ósigur vorið 2013, þegar þeir fengu samtals 23,8% atkvæða. Nú, haustið 2016, hlutu þessir flokkar samtals 21,6% atkvæða.
Skýringarnar á gengisleysi vinstrisins síðustu árin eru margar: barátta fyrir málum, sem kjósendur eru áhugalitlir um, eins og Evrópusambandsaðild og stjórnarskrárbreytingum, tilraun til að koma fram hefndum í stað þess að leita sátta (eins og brottrekstur Davíðs Oddssonar og ákæran á hendur Geir Haarde sýndu) og lök frammistaða í skiptum við erlenda aðila, jafnt í Icesave-deilunni og samningum við kröfuhafa. Þar við bætist innan Samfylkingarinnar sundrung og furðuleg heift (til dæmis skyndiframboð gegn sitjandi formanni, sem hékk í stöðu sinni á einu atkvæði) og veik forystusveit, svo að flokkurinn hlaut nú aðeins 5,7% atkvæða, sem er ótrúleg útreið.
(Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 5. nóvember 2016.)
21.apr. 2018 - 10:44
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Út er komið eftir mig ritið
Totalitarianism in Europe: Three Case Studies, Alræði í Evrópu: Þrjár rannsóknir, og kynni ég það á fundi í Háskólatorgi, stofu 101 (Ingjaldsstofu), fimmtudaginn 26. apríl klukkan fimm.
14.apr. 2018 - 10:57
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Ein magnaðasta bókin, sem sett hefur verið saman um örlög Eistlands á tuttugustu öld,
Grafir án krossa, er eftir skáldið Arved Viirlaid.
07.apr. 2018 - 08:18
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Þegar ég sýndi Milton og Rose Friedman söguslóðir á Íslandi haustið 1984 spurði Rose: „Af hverju takið þið ekki upp ensku? Er það ekki miklu hagkvæmara?“
31.mar. 2018 - 09:38
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Mánudaginn 2. apríl 2018 flyt ég erindi um íslenska bankahrunið á alþjóðlegri ráðstefnu APEE, Association of Private Enterprise Education, í Las Vegas.
31.mar. 2018 - 09:32
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Er enginn vafi á því, að hið orðsnjalla, einlæga skáld hafði talsverð áhrif í þeim umræðum, sem fram fóru eftir stríð í Noregi og Danmörku og á Íslandi.
19.mar. 2018 - 09:23
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Nógir urðu til að fræða Íslendinga um alræðisstefnu nasista, ekki síst eftir að þeir biðu ósigur í stríði. En þrír hugsjónamenn tóku að sér að kynna veruleikann að baki áróðri kommúnista.
19.mar. 2018 - 09:21
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
18.mar. 2018 - 15:59
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Þetta er eflaust ekki endirinn á vist hvítra manna í Suður-Afríku, en þetta gæti verið upphafið að endinum.
28.feb. 2018 - 15:03
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Mér finnst þessi spurningaleikur furðulegur. Ég er ekki fyrsti prófessorinn, sem fer í rannsóknarleyfi …
24.feb. 2018 - 12:17
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Þótt heitið sé tuggukennt, er bókin sjálf full af örlagasögum, átakanlegum, en um leið forvitnilegum, svo að lesandinn leggur hana ógjarnan frá sér.
19.feb. 2018 - 10:29
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
En eins og hvalirnir og farfuglarnir kem ég alltaf aftur, þegar vorar. Ég vona, að ég eigi eftir að koma oft heim aftur.
12.feb. 2018 - 09:03
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Drottning spurði: „Hvers vegna sá enginn hana fyrir, úr því að hún reyndist svo alvarleg?“
12.feb. 2018 - 08:49
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Mér finnst samt skrýtið, að ég hef hvergi séð á þetta minnst í fræðum íslenskra kvenfrelsissinna
27.jan. 2018 - 05:47
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Það af hlutabréfum sínum, sem Þorgerður og maður hennar fluttu ekki í einkahlutafélag sitt, var leyst úr veðböndum. Þau seldu það fyrir 72,4 milljónir króna þriðjudaginn 30. september 2008 …
20.jan. 2018 - 07:22
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands hélt málstofu 16. janúar um nýútkomið stórvirki í íslenskri sagnfræði.
17.jan. 2018 - 10:45
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Davíð Oddsson og félagar hans tveir í Seðlabankanum sáu hætturnar fyrr og skýrar en aðrir og vöruðu við þeim hvað eftir annað í trúnaði í fárra manna hópi.
13.jan. 2018 - 18:19
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
En nú reyna þeir, sem gátu ekki fellt hann í forsetakjöri, að koma á hann höggi með því að segja, að hann sé ekki heill á geðsmunum.
06.jan. 2018 - 11:40
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Til þess að eyða bókum þarf ekki alltaf að brenna þær.
30.des. 2017 - 17:24
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Koestler var annálaður kvennamaður, og tókst honum eitt sinn að sænga hjá Beauvoir, sem annars var oftast förunautur Sartres.
27.des. 2017 - 06:52
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hitt vita færri, að Koestler skipti líka nokkru máli í kosningum á Íslandi.
16.des. 2017 - 09:43
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Utan dyra fjölgaði ofbeldismönnum, og loks hafði lögreglan samband við Davíð og kvaðst ekki lengur geta tryggt öryggi hans.
09.des. 2017 - 09:16
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Nýlega hélt hann því fram í netpistli, að Halldór Kiljan Laxness hefði verið gyðingahatari.
05.des. 2017 - 11:53
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
En það er eins og Halldór Laxness hafi verið forspár, þegar hann orti til íslenskra barna:
25.nóv. 2017 - 08:59
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Í öðru lagi var Geir sýknaður af öllum þeim ákæruatriðum sem naumur meirihluti Alþingis sótti í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis
18.nóv. 2017 - 07:18
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Í fjórða lagi kemst ég að þeirri niðurstöðu í væntanlegri skýrslu til fjármálaráðuneytisins að snjallræði hafi verið í október 2008 að gera innstæður að forgangskröfum í bú banka.
17.nóv. 2017 - 15:08
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hvað svo sem missagt er í þessum fræðum, er skylt að hafa það, sem sannara reynist.
11.nóv. 2017 - 09:46
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
En voru ráðamenn Danske Bank ekki í glerhúsi, þegar þeir grýttu Íslendinga?
07.nóv. 2017 - 07:48
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Í dag, 7. nóvember 2017, eru heil öld liðin frá byltingu bolsévíka, eins og kommúnistar kölluðu sig í Rússlandi.
05.nóv. 2017 - 07:43
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Í grúski mínu rakst ég heldur óvænt á þriðja Íslandsvininn. Hann er enginn annar en William Gladstone.
29.okt. 2017 - 07:50
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Nú keppast hinir „óháðu“ álitsgjafar RÚV og sumra annarra fjölmiðla við að reyna að lesa vinstri stjórn út úr niðurstöðum kosninganna. Þeir gleyma því, að stjórnmálamenn þurfa alltaf að huga að baklandinu.
28.okt. 2017 - 10:59
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
„Heimurinn mun ekki farast fyrir skort á undrum, heldur aðeins fyrir skort á undrun,“ sagði breski rithöfundurinn Chesterton.
23.okt. 2017 - 09:36
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Sænski sagnfræðingurinn og sjónvarpsmaðurinn Norberg telur í nýrri bók,
Framförum, að stóru fréttirnar séu ekki alltaf sagðar,
21.okt. 2017 - 15:34
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Here are some of my responses to foreign journalists who are curious about the situation in Iceland:
21.okt. 2017 - 08:18
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Sem betur fer ákváðu Íslendingar að slá skjaldborg um landið og leggja ekki meiri skuldbindingar á ríkissjóð en hann réði við.
14.okt. 2017 - 17:30
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hvað gengur fólki til að dreifa ýkjusögum um land sitt og þjóð?
07.okt. 2017 - 12:46
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Bankahrunið 2008 var vissulega stórt. En óþarfi er að gera meira úr því en efni standa til.
01.okt. 2017 - 10:04
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Eichengreen kveður aðalheimildarmann sinn um Ísland vera Sigrúnu Davíðsdóttur.
01.okt. 2017 - 10:02
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Talar Friedman á málstofu, sem lagadeild, hagfræðideild og sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands halda saman á mánudag kl. fjögur í stofu 202 í Odda.
20.sep. 2017 - 14:18
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Í kosningum til stjórnlagaþings var þátttakan aðeins 36,8%. M.ö.o. höfðu 63,2% ekki áhuga.
18.sep. 2017 - 11:42
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Samkennari minn í stjórnmálafræði, Ólafur Þ. Harðarson, skrifaði á Facebook:
16.sep. 2017 - 09:26
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Ríkissjóður var nánast skuldlaus árið 2008. Þetta var áreiðanlega úrslitaatriði um, að ekki fór verr.
09.sep. 2017 - 20:53
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Skiljanlegt er því, að Gauti skyldi eyða bloggi sínu.
02.sep. 2017 - 10:39
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Vorið 2011 var kveðinn upp úrskurður í Hæstarétti Bandaríkjanna, sem kemur þessu máli við.
01.sep. 2017 - 09:59
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Og þá verður líka að tryggja, að andstæð sjónarmið nýfrjálshyggjumannanna sjálfra komist líka að, því að vísindin eru frjáls samkeppni hugmynda.
29.ágú. 2017 - 07:02
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Ég taldi, að persónuafsláttur ætti ekki að hækka í samræmi við laun, því að þá greiddu menn ætíð sama hlutfall af tekjum sínum í skatt óháð því, hvort þær hækkuðu
26.ágú. 2017 - 06:55
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Þetta á við um þá sjö þingmenn neðri málstofu breska þingsins, sem skrifuðu undir bókun um Ísland frá Austin Mitchell
22.ágú. 2017 - 10:21
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Það væri hins vegar eins
óviðkunnanlegt að sjá brjóstmynd af Brynjólfi Bjarnasyni, fyrsta og eina
formanni kommúnistaflokks Íslands, við hátíðasal Háskóla Íslands og það
hefði verið að sjá brjóstmynd af einhverjum formanni nasistaflokks þar.
19.ágú. 2017 - 06:53
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Ef þriggja milljarða dala samningur hefði ekki dugað, þá hefði átt að gera tíu milljarða dala samning.
12.ágú. 2017 - 06:15
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Líklega hafa engir tveir viðburðir greypst eins í huga þjóðarinnar og Tyrkjaránið 1627 og bankahrunið 2008.
05.ágú. 2017 - 08:46
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Þeir Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, hafa báðir lagt orð í belg um síðasta fróðleiksmola minn.