Hannes Hólmsteinn Gissurarson
27. okt. 2016 - 12:04Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Ég tala á morgun um samábyrgð Íslendinga og samsekt!

Í Þjóðarspeglinum, sem er vettvangur til að kynna rannsóknir félagsvísindafólks, tala ég á morgun, föstudaginn 28. október, um „Siðferðileg álitamál í Icesave-deilunni“ kl. 11.00–12.45 í stofu 102 í Lögbergi. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Í Icesave-deilunni létu nokkrir háskólakennarar í ljós þá skoðun, að Íslendingar væru siðferðilega ábyrgir fyrir skuldbindingum Landsbankans í Bretlandi og Hollandi og ættu þess vegna að veita ríkisábyrgð á útgreiðslum breska og hollenska ríkisins til innstæðueigenda Landsbankans í þessum löndum: Kunnastir voru Þorvaldur Gylfason hagfræðiprófessor, Stefán Ólafsson félagsfræðiprófessor og Vilhjálmur Árnason heimspekiprófessor.  Einnig skrifaði Sævar Finnbogason meistaraprófsritgerð í heimspeki undir handleiðslu Vilhjálms Árnasonar um þetta mál.

Af þessu tilefni skoða ég hugtökin samábyrgð og samsekt. Voru þýskumælandi íbúar Póllands og Tékkóslóvakíu samábyrgir (eða samsekir) Hitler vegna stuðnings meiri hluta þeirra við stefnu hans, svo að það réttlætti brottrekstur þeirra frá þessum löndum eftir stríð? Voru hvítir íbúar Suður-Afríku samábyrgir aðskilnaðarhreyfingunni þar í landi, Apartheid, svo að beita hefði átt þá harðræði eftir valdatöku meirihlutastjórnar þeldökkra manna? Þetta var einnig áleitið umhugsunarefni í umræðum um stríðsskaðabætur á 20. öld (sem Keynes lávarður tók þátt í) og um skaðabætur frá opinberum aðilum til minnihlutahóps, sem misgert var við.

Er skipstjóri, sem siglir fram hjá sökkvandi skipi án þess að aðstoða það, samábyrgur um drukknun skipsverja? (Þetta er raunhæft úrlausnarefni á Miðjarðarhafi þessi misserin.) Er maður, sem gengur fram hjá sveltandi barni, samábyrgur um hugsanlegan hungurdauða þess? (Og voru þá þeir, sem harðneituðu fréttum um hungursneyð í Úkraínu 1932–1933 og í Kína 1958–1961, eins og átti við um að minnsta kosti þrjá Íslendinga, þótt þeir hefðu séð þetta eigin augum, þá samsekir um þessar hungursneyðir?) Einn kunnasti heimspekingur Íslendinga á alþjóðavettvangi, Kristján Kristjánsson, hefur birt skarplega greiningu á tengslum frelsis og ábyrgðar.

Hvað um sjálfsprottin fyrirbæri eða óvænta þróun, sem á sér enga höfunda, smiði eða gerendur? Til dæmis telja margir fræðimenn, að fyrri heimsstyrjöldin hafi skollið á, án þess að nokkur hafi stefnt að því að heyja hana. Er hið sama að segja um bankahrunið íslenska og jafnvel um hina alþjóðlegu lánsfjárkreppu?

Síðan má spyrja: Báru Íslendingar ábyrgð á útþenslu bankanna 2004–2008, af því að þeir létu hana óátalda og studdu hana jafnvel margir? Eru þeir þá undanskildir, sem vöruðu við henni? Var brottrekstur þeirra Davíðs Oddssonar, Eiríks Guðnasonar og Ingimundar Friðrikssonar úr Seðlabankanum réttlætanlegur? Og landsdómsákæran gegn Geir H. Haarde? Staðreyndir málsins og rökræður fræðimanna um þessi mál verður hvort tveggja skoðað, en einnig verður leitast við að víkka út sjónarhornið, svo að þær nái til Breta og til þátttakenda í skoðanamyndun innan lands. Ber til dæmis Mikael Karlsson heimspekiprófessor enga ábyrgð á því að hafa lagt til 1987, að Ísland yrði fjármálamiðstöð (fjárhæli, eins og hann orðaði það), en við tókum sum undir þessa hugmynd hans? Ber Vilhjálmur Árnason enga ábyrgð á því að hafa opinberlega mistúlkað neyðarlögin frá 6. október 2008? Eru Bretar samábyrgir og jafnvel samsekir bresku Verkamannaflokksstjórninni, sem lokaði tveimur breskum bönkum, um leið og hún bjargaði öllum öðrum breskum bönkum? (Þessir tveir bankar, báðir í eigu Íslendinga, reyndust síðar fjárhagslega traustir ólíkt sumum öðrum breskum bönkum, sem bjargað var.) Eða þegar þessi stjórn Verkamannaflokksins setti að nauðsynjalausu hryðjuverkalög á Seðlabankann, Fjármálaeftirlitið og Landsbankann og skráði þessar stofnanir og fyrirtæki á vefsíðu breska fjármálaráðuneytisins á sama lista og Al-Kaída, Talíbanasamtökin og stjórnir Norður-Kóreu og Súdans? Var eðlilegt að virða tilmæli utanríkisráðherrans í þessari ríkisstjórn, þegar hann hélt fyrirlestur í Háskóla Íslands 26. september 2012, um að ræða þetta mál ekki?

Ég get auðvitað ekki svarað öllum þessum spurningum á morgun. En svör mín við sumum þessara spurninga styðjast við niðurstöður rannsókna minna á bankahruninu. Ég tek fram, að ég bauð Sævari Finnbogasyni á fyrirlesturinn, en hann kom því ekki við vegna vinnu úti á landi.
25.mar. 2017 - 11:08 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Víðtæk spilling?

Þetta er forvitnilegt rannsóknarefni. Hvað er spilling, og hvernig verður hún mæld?
22.mar. 2017 - 20:16 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Nokkrir fyrirlestrar framundan

Ég mun flytja nokkra fyrirlestra á næstunni:
19.mar. 2017 - 00:24 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Rógur og brigsl háskólakennara

Erlendis fer Þorvaldur Gylfason prófessor mikinn um þjóð sína, sem hann kveður um ómenningu líkari Rússum austur í álfu en Norðurlandabúum.
11.mar. 2017 - 14:39 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Hrunmangarafélagið

Líklega eru villurnar hjá Hrunmangarafélaginu þó jafnmargar og maðkarnir í mjöli Hörmangarafélagsins.
04.mar. 2017 - 12:24 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Valþröng fanganna

Ekki er alltaf til einhver Kirka, sem hvíslað geti ráðum að Ódysseifi um, hvernig sigla skuli fram hjá Skyllu og Karybdís
01.mar. 2017 - 09:50 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Hrunið og endurreisnin: Útgáfuráðstefna

f því tilefni er útgáfuráðstefna í Háskóla Íslands miðvikudaginn 1. mars kl. 16–18.
25.feb. 2017 - 12:15 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Hirðuleysi háskólakennarans

Hirðuleysið er ein af höfuðsyndunum sjö. Síst ætti það að eiga sér bólstað í Háskóla Íslands.
23.feb. 2017 - 12:17 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Er Sóley Tómasdóttir okkar Trump?

Á henni að leyfast það, sem hún sakar einmitt Trump um, að bera fram tilhæfulausar staðhæfingar og ásakanir og þurfa aldrei að svara fyrir orð sín?
22.feb. 2017 - 21:06 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Rafræn fræðirit til varnar frelsi

RNH, Rannsóknarsetur um nýsköpun og hagvöxt, hefur tekið að sér það verkefni að setja ýmis fræðirit, sem iðulega eru uppseld eða illfáanleg, á Netið.
19.feb. 2017 - 15:20 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Hugleiðingar á 64 ára afmælinu

Ég er 64 ára í dag, 19. febrúar 2017. Þegar ég var yngri, miklu yngri, var sungið um það, hvort nokkur vildi sinna þeim, sem orðinn væri 64 ára.
18.feb. 2017 - 23:06 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Hvar eru gögnin um spillinguna?

Erlendis halda prófessorarnir Þorvaldur Gylfason og Stefán Ólafsson því fram að víðtæk stjórnmálaspilling hafi átt þátt í bankahruninu 2008. Hver eru gögnin?
11.feb. 2017 - 08:04 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Rógur um Björn Ólafsson

Björn fékk áfyllingarleyfið í Bandaríkjunum 1941 af þeirri einföldu ástæðu, að ytra leist mönnum vel á þennan dugnaðarfork.
04.feb. 2017 - 18:41 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Fáfræðingur kynnir landið

Hvað er að segja um slíka fáfræði?
03.feb. 2017 - 15:42 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Svar mitt við spurningu Fréttablaðsins

Til þess eru margar ástæður, að vinnan við þessa skýrslu hefur tafist, en alls ekki sú, að slegið hafi verið slöku við í rannsókninni.
31.jan. 2017 - 23:40 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Rannsóknaskýrsla mín fyrir 2016

Ég þurfti að skila rannsóknaskýrslu fyrir árið 2016, og þá rifjaðist margt upp. Hér er hún:
28.jan. 2017 - 11:59 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Lásu ritstjórarnir ekki greinina?

Ritstjórarnir hefðu því að minnsta kosti átt að hafa varann á og lesa vel yfir grein hans. Það hafa þeir bersýnilega ekki gert.
21.jan. 2017 - 11:03 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Róbinson Krúsó og Íslendingar

Í alkunnri skáldsögu Daníels Defoes deilir söguhetjan, Róbinson Krúsó, um skeið örlögum með Íslendingunum úr Grindavík.
14.jan. 2017 - 11:38 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Gæfa Dana og gengi

… velgengni Dana er þrátt fyrir endurdreifingarviðleitni jafnaðarmanna, ekki vegna hennar.

10.jan. 2017 - 14:30 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Orðaskipti okkar Björns Bjarnasonar

Ég skrifaði athugasemd:
07.jan. 2017 - 08:26 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Glatað tækifæri

Íslendingar misstu af stórkostlegu tækifæri, af því að þeir voru undirgefnir erlendum konungi.
31.des. 2016 - 15:40 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Missögn Baldurs

Svo vill líka til, að þessa missögn má hrekja með gögnum.
24.des. 2016 - 08:12 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Þjónusta, þrælkun, flótti

Í tilefni dagsins endurútgefur Almenna bókafélagið bókina Þjónusta, þrælkun, flótti eftir Aatami Kuortti.
19.des. 2016 - 13:24 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Tvö smáríki bindast vináttuböndum

Hinn 19. desember árið 2016 er aldarfjórðungur liðinn frá því, að Ísland varð fyrst til þess vestrænna ríkja að viðurkenna Slóveníu.
17.des. 2016 - 07:53 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Danavinátta í orði og verki

Prófessorarnir gerðu ekkert ólöglegt eða ósiðlegt, þegar þeir lánuðu sjálfum sér úr Sáttmálasjóði …
10.des. 2016 - 13:02 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Skjólið í Danmörku

Ekki hefði þá verið úr vegi að minnast á fyrirætlanir Dana í ágúst 1864 um að bjóða Þjóðverjum Ísland og Dönsku Vestur-Indíur í skiptum fyrir Norður-Slésvík.
03.des. 2016 - 09:18 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Blekkingarleikur Heaths

Nú eru Bretar að ganga úr ESB og eignast fiskimið sín aftur.
28.nóv. 2016 - 16:40 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Orðaskipti við Gauta B. Eggertsson á Facebook

Ef til vill finnast einhverjum þessi orðaskipti fróðleg.
26.nóv. 2016 - 05:32 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Mannkynbætur á Íslandi

… fylgismenn aukinna ríkisafskipta, þjóðernisjafnaðarmenn í Þýskalandi og lýðræðisjafnaðarmenn í Svíþjóð, gengu harðast fram í tilraunum til mannkynbóta …
19.nóv. 2016 - 06:45 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Var Platón jafnréttissinni?

Endurómur af þessum umræðum heyrðist í Lesbók Morgunblaðsins í árslok 2006 …
16.nóv. 2016 - 06:48 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Helstu sérfræðingar heims um uppboðsleiðina

Af hverju að breyta kerfi, sem verkar vel?

Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson er prófessor í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands og hefur verið gistifræðimaður við fjölmarga erlenda háskóla, þar á meðal Stanford-háskóla og UCLA. Hann fæddist 1953, lauk doktorsprófi í stjórnmálafræði frá Oxford-háskóla 1985 og er höfundur fjölmargra bóka um stjórnmál, sögu og heimspeki á íslensku, ensku og sænsku.

Verk hans, Kjarni málsins. Fleyg orð á íslensku, 992 bls. tilvitnanasafn, var gefið út af Bókafélaginu í nóvemberbyrjun 2010. Árið 2009 komu út eftir hann 828 blaðsíðna þýðing á Svartbók kommúnismans (Livre noir du communisme) á vegum Háskólaútgáfunnar og 160 bls. bók, Áhrif skattahækkana á hagvöxt og lífskjör, sem Bókafélagið gaf út. 

Nýjustu verk hans eru Íslenskir kommúnistar 1918–1998, 624 bls. myndskreytt ágrip af sögu íslensku kommúnista- og sósíalistahreyfingarinnar allt til endaloka Alþýðubandalagsins, sem Almenna bókafélagið gaf út 2011, og The Icelandic Fisheries: Sustainable and Profitable, sem Háskólaútgáfan gaf út 2015. Hann vinnur nú að skýrslu á ensku fyrir fjármálaráðuneytið um erlenda áhrifaþætti í íslenska bankahruninu.

(24-30) Þ.Þorgrímsson: Hydrocork - mars
Börkur Gunnarsson
Börkur Gunnarsson - 20.3.2017
Horfi frekar á köttinn minn en Gunnar Nelson
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 19.3.2017
Smartland leggur mig í einelti
Ingrid Kuhlman
Ingrid Kuhlman - 20.3.2017
Hamingjan eykst með hækkandi aldri
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 22.3.2017
Margar samúðarkveðjur
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 19.3.2017
Fyrirgefið orðbragðið
Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson - 19.3.2017
Svona gera menn ekki!!!
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 22.3.2017
Nokkrir fyrirlestrar framundan
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 25.3.2017
Víðtæk spilling?
Bryndís Schram
Bryndís Schram - 23.3.2017
Hann kom fyrir tæplega sextán árum
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 21.3.2017
Jóga - Fimmti hluti
Austurland
Austurland - 23.3.2017
Að hafa ekki skoðun
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 27.3.2017
„Sorglegt og dapurt“
Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson - 25.3.2017
Hverjir eiga lífeyrissjóðina?
Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson - 20.3.2017
Eftirámótmæli!
Fleiri pressupennar