Hannes Hólmsteinn Gissurarson
19. okt. 2016 - 11:14Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Ég er frjálslyndur jafnréttissinni!

Sumt á ekki að þurfa að taka fram. Ég er auðvitað frjálslyndur jafnréttissinni. Ég vil, að konur og karlar njóti jafnra réttinda og beri jafnar skyldur og að konur jafnt og karlar geti notið hæfileika sinna og einstaklingseðlis, svo sem kostur er á, og vaxið og þroskast í lífi og starfi. Ég átti stórkostlega móður, sem hét einhverju fegursta nafni íslenskrar tungu, Ásta, jafnframt því sem besta vinkona móður minnar í næstu íbúð var mér alltaf eins og önnur frábær móðir, og hún hét ekki síður hlýlegu nafni, María (án þess að ég sé með neitt Jesúheilkenni). Ég gat svo sannarlega unnt þessum tveimur konum fullra réttinda í landi okkar. Ég vildi allt fyrir þær gera eins og þær fyrir mig.

Ég tel líka hvort tveggja eftir rannsóknir mínar, að konur hafi fram á síðari helming 20. aldar verið um of bundnar af hefðbundnu kynhlutverki sínu og í sögu og bókmenntum hafi hlutur þeirra verið vanræktur. Móðir mín var til dæmis síst síðri að hæfileikum en eldri bróðir hennar, en hann fór í háskólanám og hún í kennaraskólann. Sjálfur hef ég opinberlega tekið lítið dæmi um það, hvernig hlutur kvenna hefur verið vanmetinn í sögu og bókmenntum. Það er um heiti Íslendinga sagna. Þær heita ýmist eftir körlum eða landshlutum. En auðvitað hefði Laxdæla átt að heita Guðrúnar saga Ósvífursdóttur, því að hún er um hana, fjóra eiginmenn hennar og einn heitmann. Og Grænlendinga saga hefði átt að heita Guðríðar saga Þorbjarnardóttur, því að hún hverfist um þessa víðförlustu konu í heimi á fyrstu áratugum 11. aldar og hefur bersýnilega geymst í hennar ætt. 

Þegar ég hélt fyrirlestur um Kúgun kvenna eftir John Stuart Mill í námskeiði mínu uppi í Háskóla Íslands á dögunum, leyfði ég mér að segja nemendum, að ég teldi rök Mills fyrir fullum og jöfnum réttindum karla og kvenna óvefengjanleg. Ég er sjálfur frjálslyndur jafnréttissinni eins og Mill. Og það var mér mikil ánægja að uppgötva það í grúski mínu, að einn eftirlætisstjórnmálamaður minn, Hannes Hafstein, var eindreginn jafnréttissinni í sama skilningi og við Mill og langt á undan sinni samtíð. Hannes flutti þrumuræðu um jafnrétti kynjanna á fundi í Kaupmannahöfn 1883, á meðan hann var enn stúdent. Og það, sem meira var: Á meðan Hannes var í stjórnarandstöðu 1911, bar hann fram á Alþingi frumvarp um fullan aðgang kvenna að skólum, styrkjum og embættum, og fékk það samþykkt sakir vinsælda sinna og lagni. Með þeim lögum skipuðu Íslendingar sér í fremstu röð í heiminum, eftir því sem þá gerðist. Og þessi áfangi var auðvitað mjög mikilvægur fyrir þær konur, sem vildu brjótast undan hefðbundnu hlutverki sínu og ganga menntaveginn.

Það á ekki heldur að þurfa að taka fram, að auðvitað eiga karlar og konur að fá sömu laun fyrir sömu vinnu, enda er það lögboðið á Íslandi, og ætti að vera auðvelt að sanna, þegar og ef lög um það eru brotin.

Þótt ég sé frjálslyndur jafnréttissinni (liberal feminist) í anda Mills, er ég hins vegar gagnrýninn á róttæka femínista (radical feminists). Mig greinir á við þær um ýmislegt. Til dæmis telja þær, að karlaveldi kúgi konur, og njóti karlar almennt kynferðis síns í lífinu. Ég hef hvergi rekist á þetta karlaveldi, og það er að minnsta kosti ekki í símaskránni. Ég bendi á, að karlar lifa nokkrum árum skemur en konur að meðaltali, stytta sér frekar aldur, deyja fleiri voveiflega að tiltölu, til dæmis af slysum eða fyrir manndráp, leggja frekar út á glæpabrautina og neyta frekar fíkniefna. Allt eru þetta fróðlegir mælikvarðar á farsæld. Konum virðist að jafnaði vegna betur í lífinu en körlum, ráða betur við það. (Ég reifaði í fyrirlestri mínum í Háskólanum sérstaka skýringu á því, sem er ekki, að konuveldið kúgi karla, mismuni þeim, undiroki þá, haldi þeim niðri, heldur að frávikshegðun í báðar áttir sé algengari hjá körlum, svo að þetta sé að sumu leyti tölfræðileg niðurstaða frekar en athyglisverð staðreynd.)

Ég er líka andvígur því að snúa sönnunarbyrði við í málum, sem snerta konur, til dæmis nauðgunarmálum. Sama almenna regla á að gilda um karla og konur, að maður sé talinn saklaus, uns sekt hans sannist.

Enn fremur er ég andvígur því, að konur njóti sérstakra fríðinda. Ég held fast við niðurstöðu Mills, að kynin tvö eigi að njóta fullra og jafnra réttinda, en annað ekki forréttinda eða fríðinda fram yfir hitt.

Ég tel að athuguðu máli raunar réttara að tala um tekjumun kynjanna en launamun, því að launamunur á enginn að vera: Menn eiga að fá sömu laun fyrir sömu vinnu. En það er engin goðgá að kynna aðrar skýringar á tekjumun kynjanna en þá, að karlaveldið kúgi konur, mismuni þeim, undiroki þær, haldi þeim niðri. Sú skýring, sem Claudia Goldin, prófessor í Harvard, og flestir aðrir alvarlegir fræðimenn (ekki atvinnustjórnmálamenn á atkvæðaveiðum, lýðskrumarar og erindrekar sérhagsmuna) varpa fram, er, að karlar og konur hafi að meðaltali ólíkar tilhneigingar, þegar þau raði sér í störf og starfsgreinar. Þær tilhneigingar kunna að breytast með tíðarandanum, en mér finnst aðalatriðið, að menn séu frjálsir að því að velja sér störf og starfsgreinar, þótt meðaltöl verði ekki fyrir vikið jöfn. Nú eru til dæmis tveir þriðju hlutar þeirra, sem brautskrást úr Háskóla Íslands, konur. Ekki dettur mér í hug að leggja til að setja kynjakvóta á brautskráningar. 

Ég hef líka leyft mér að benda á mælingarskekkju, sem allir tölfræðingar þekkja. Þegar maður kvænist ráðskonu sinni og hættir að greiða henni laun, minnkar landsframleiðsla í tölum. En minnkar hagsæld? Þegar kona ákveður að sinna nýfæddu barni sínu í nokkur ár sérstaklega og umfram makann, til dæmis með því að minnka við sig vinnu, lækka tekjur hennar. En minnkar hagsæld? Er sú hagsæld, sem fæst af góðum hjónaböndum og börnum, einhvers staðar metin í hagtölum?

Konur og karlar eiga að njóta fullra og jafnra réttinda að lögum. Það er einstaklinganna að nota frelsi sitt til þess, sem þeir vilja, svo framarlega sem þeir skerða ekki með því sama frelsi annarra. Fólk á að stjórna sér sjálft, ekki stjórnast af misfróðlegum meðaltölum. Í stað þess að vera aðeins reið yfir þeirri mismunun gegn konum, sem tvímælalaust átti sér stað að minnsta kosti allt fram á miðja 20. öld og við getum engu breytt um, eigum við að fagna því, nú á öðrum áratug 21. aldar, að íslenskar konur njóta fullra réttinda á við karla og hafa öðlast kjark og sjálfsöryggi til jafns við karla. Þær hafa frelsið, og þær eiga að nota það til að vaxa og þroskast, — en ekki reyna að skerða frelsi fræðimanna til frjálsrar rannsóknar og rökræðu.

 

20.sep. 2017 - 14:18 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Hverjir geta talað í nafni þjóðarinnar um stjórnarskrá?

Í kosningum til stjórnlagaþings var þátttakan aðeins 36,8%. M.ö.o. höfðu 63,2% ekki áhuga.
18.sep. 2017 - 11:42 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Við Ólafur Þ. Harðarson ræðum um vald forseta

Samkennari minn í stjórnmálafræði, Ólafur Þ. Harðarson, skrifaði á Facebook:
16.sep. 2017 - 09:26 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Lastað þar sem lofa skyldi

Ríkissjóður var nánast skuldlaus árið 2008. Þetta var áreiðanlega úrslitaatriði um, að ekki fór verr.
09.sep. 2017 - 20:53 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Bloggið sem hvarf

Skiljanlegt er því, að Gauti skyldi eyða bloggi sínu.
02.sep. 2017 - 10:39 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Fróðlegur bandarískur dómur

Vorið 2011 var kveðinn upp úrskurður í Hæstarétti Bandaríkjanna, sem kemur þessu máli við.
01.sep. 2017 - 09:59 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Deilt um einstefnuna í Háskólanum

Og þá verður líka að tryggja, að andstæð sjónarmið nýfrjálshyggjumannanna sjálfra komist líka að, því að vísindin eru frjáls samkeppni hugmynda.
29.ágú. 2017 - 07:02 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Rannsókn ASÍ á skattbyrði og tekjudreifingu

Ég taldi, að persónuafsláttur ætti ekki að hækka í samræmi við laun, því að þá greiddu menn ætíð sama hlutfall af tekjum sínum í skatt óháð því, hvort þær hækkuðu
26.ágú. 2017 - 06:55 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Vinarbragð Mitchells

Þetta á við um þá sjö þingmenn neðri málstofu breska þingsins, sem skrifuðu undir bókun um Ísland frá Austin Mitchell
22.ágú. 2017 - 10:21 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Útvarpsviðtal við mig um minnismerki

Það væri hins vegar eins óviðkunnanlegt að sjá brjóstmynd af Brynjólfi Bjarnasyni, fyrsta og eina formanni kommúnistaflokks Íslands, við hátíðasal Háskóla Íslands og það hefði verið að sjá brjóstmynd af einhverjum formanni nasistaflokks þar.

19.ágú. 2017 - 06:53 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Bernanke um Ísland

Ef þriggja milljarða dala samningur hefði ekki dugað, þá hefði átt að gera tíu milljarða dala samning.
12.ágú. 2017 - 06:15 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Ný syndaaflausn

Líklega hafa engir tveir viðburðir greypst eins í huga þjóðarinnar og Tyrkjaránið 1627 og bankahrunið 2008.
05.ágú. 2017 - 08:46 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Neyðarlögin og stjórnarskráin

Þeir Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, hafa báðir lagt orð í belg um síðasta fróðleiksmola minn.
29.júl. 2017 - 10:06 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Voru neyðarlögin eignaupptaka?

Samkvæmt lögmálinu um tvennar afleiðingar voru neyðarlögin því ekki óréttmæt eignaupptaka.
28.júl. 2017 - 10:20 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Ekki var brotist inn á Facebook-síðu Þorvaldar!

Hatursáróður gegn hægri sinnuðum hvítum körlum, sem styðja bandaríska Lýðveldisflokkinn?
26.júl. 2017 - 14:34 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Hefur einhver komist í Facebook-síðu Þorvaldar?

Á Facebook-síðu Þorvaldar Gylfasonar eru reifaðar þær kenningar, að morðið á Kennedy og árásiná Tvíburaturnina hafi verið tvö risastór samsæri annarra en þeirra, sem sakaðir hafa verið um ódæðin.

 

22.júl. 2017 - 10:04 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Samábyrgð Íslendinga eða Breta?

Ekki var því um neina samábyrgð Íslendinga á Icesave-reikningunum að ræða. Hinu má velta fyrir sér, hvort skilyrði Millers og annarra heimspekinga fyrir þjóðarábyrgð eigi við um Breta
15.júl. 2017 - 11:47 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Ábyrgðin á óeirðunum 2008–9

Þetta voru alvarlegustu götuóeirðir Íslandssögunnar, og mátti litlu muna, að lögreglan biði lægri hlut fyrir óeirðaseggjunum.

08.júl. 2017 - 12:56 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Ábyrgð og samábyrgð

Á bak við tjöldin? Er hér ekki komið rannsóknarverkefni fyrir samtökin Gagnsæi?
01.júl. 2017 - 13:22 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Íslenska blóðið ólgar

Nú hefur Baldur Símonarson efnafræðingur sent mér frekari fróðleik um þennan auðjöfur með íslenskt blóð í æðum.
24.jún. 2017 - 19:24 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Auðjöfur af íslenskum ættum

Eftir nokkurt grúsk komst ég að því, að þessi danski auðjöfur var íslenskur að langfeðgatali.

17.jún. 2017 - 10:27 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Kammerherrann fær fyrir kampavíni

Seðlabankinn virðist ekkert geta fengið af þessu mikla fé. Hann tapar mörgum tugum milljarða.
11.jún. 2017 - 10:11 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Átakanleg saga kvenhetju

Er ekki samlíðunin uppspretta hins æðsta söngs? Samlíðunin með þeim Ástu Sóllilju og Yeonmi Park á jörðinni?
07.jún. 2017 - 00:32 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Hæg voru heimatök

Ef til vill datt einhverjum í hug annað íslenskt spakmæli, Illur fengur illa forgengur, þegar sænska fjármálaeftirlitið lokaði HQ banka árið 2010 vegna alls kyns fjárglæfra.
04.jún. 2017 - 10:24 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Skipan Landsréttar

Sigríður Andersen dómsmálaráðherra hefur farið skynsamlega og röggsamlega að.
03.jún. 2017 - 14:30 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Sagt í Seoul

Mér var falið að andmæla eða öllu heldur bregðast við þremur fyrirlestrum um kóreska efnahagsundrið, þegar ég sótti á dögunum ráðstefnu í Seoul.
01.jún. 2017 - 10:40 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Frjálshyggja á Íslandi á 19. og 20. öld

Þar ræði ég um Jón Sigurðsson, Arnljót Ólafsson, Jón Þorláksson, Benjamín Eiríksson, Ólaf Björnsson og Ragnar Árnason, en einnig um Þráin Eggertsson, Birgi Þór Runólfsson, Ásgeir Jónsson, Vilhjálm Egilsson og Tryggva Þór Herbertsson og fleiri …
20.maí 2017 - 12:57 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Einangrað eins og Norður-Kórea?

Það var því ómaksins vert að fara í öndverðum maí 2017 út á Kóreuskaga og kynna sér helstu ástæður þess, að Norður-Kórea er einangruð.
13.maí 2017 - 11:12 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Í landi morgunkyrrðarinnar

 Það var fróðlegt að sækja ráðstefnu Mont Pèlerin-samtakanna í Suður-Kóreu í maí 2017 …
06.maí 2017 - 09:23 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Listin að tæma banka

Í bók sinni staðfestir Svaneborg það, sem ég hef haldið fram opinberlega, að kaupendur FIH banka léku á forsvarsmann seljenda, Má Guðmundsson seðlabankastjóra.
29.apr. 2017 - 05:19 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Minningin um fórnarlömbin

Alræðisherrarnir mega ekki sofna svefninum langa í fullvissu um, að myrkraverk þeirra hverfi með þeim úr sögunni.

Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson er prófessor í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands og hefur verið gistifræðimaður við fjölmarga erlenda háskóla, þar á meðal Stanford-háskóla og UCLA. Hann fæddist 1953, lauk doktorsprófi í stjórnmálafræði frá Oxford-háskóla 1985 og er höfundur fjölmargra bóka um stjórnmál, sögu og heimspeki á íslensku, ensku og sænsku.

Verk hans, Kjarni málsins. Fleyg orð á íslensku, 992 bls. tilvitnanasafn, var gefið út af Bókafélaginu í nóvemberbyrjun 2010. Árið 2009 komu út eftir hann 828 blaðsíðna þýðing á Svartbók kommúnismans (Livre noir du communisme) á vegum Háskólaútgáfunnar og 160 bls. bók, Áhrif skattahækkana á hagvöxt og lífskjör, sem Bókafélagið gaf út. 

Nýjustu verk hans eru Íslenskir kommúnistar 1918–1998, 624 bls. myndskreytt ágrip af sögu íslensku kommúnista- og sósíalistahreyfingarinnar allt til endaloka Alþýðubandalagsins, sem Almenna bókafélagið gaf út 2011, og The Icelandic Fisheries: Sustainable and Profitable, sem Háskólaútgáfan gaf út 2015. Hann vinnur nú að skýrslu á ensku fyrir fjármálaráðuneytið um erlenda áhrifaþætti í íslenska bankahruninu.

Híbýli fasteignasala KOSTANDI
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 16.9.2017
Fullkomin flón
Dísa Bjarnadóttir
Dísa Bjarnadóttir - 18.9.2017
Mitt líf með Madonnu
Bryndís Schram
Bryndís Schram - 17.9.2017
Sannleiksvitni aldarinnar
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 16.9.2017
Lastað þar sem lofa skyldi
Akureyri vikublað
Akureyri vikublað - 16.9.2017
Eðli máls og stuðningur við KFA
Bryndís Schram
Bryndís Schram - 13.9.2017
Sýrlandsstríðið við stofuborðið
Indíana Ása Hreinsdóttir
Indíana Ása Hreinsdóttir - 14.9.2017
Fyrirmyndarsamfélagið
Björgvin G. Sigurðsson
Björgvin G. Sigurðsson - 17.9.2017
Mannúð í stað miskunnarleysis
Dísa Bjarnadóttir
Dísa Bjarnadóttir - 25.9.2017
Ég ætla að lifa geðhvörfin af
Akureyri vikublað
Akureyri vikublað - 17.9.2017
Hamingjustormurinn
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 18.9.2017
Við Ólafur Þ. Harðarson ræðum um vald forseta
Bryndís Schram
Bryndís Schram - 24.9.2017
Þeir sem þora
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 20.9.2017
Hverjir geta talað í nafni þjóðarinnar um stjórnarskrá?
Fleiri pressupennar