Hannes Hólmsteinn Gissurarson
19. okt. 2016 - 11:14Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Ég er frjálslyndur jafnréttissinni!

Sumt á ekki að þurfa að taka fram. Ég er auðvitað frjálslyndur jafnréttissinni. Ég vil, að konur og karlar njóti jafnra réttinda og beri jafnar skyldur og að konur jafnt og karlar geti notið hæfileika sinna og einstaklingseðlis, svo sem kostur er á, og vaxið og þroskast í lífi og starfi. Ég átti stórkostlega móður, sem hét einhverju fegursta nafni íslenskrar tungu, Ásta, jafnframt því sem besta vinkona móður minnar í næstu íbúð var mér alltaf eins og önnur frábær móðir, og hún hét ekki síður hlýlegu nafni, María (án þess að ég sé með neitt Jesúheilkenni). Ég gat svo sannarlega unnt þessum tveimur konum fullra réttinda í landi okkar. Ég vildi allt fyrir þær gera eins og þær fyrir mig.

Ég tel líka hvort tveggja eftir rannsóknir mínar, að konur hafi fram á síðari helming 20. aldar verið um of bundnar af hefðbundnu kynhlutverki sínu og í sögu og bókmenntum hafi hlutur þeirra verið vanræktur. Móðir mín var til dæmis síst síðri að hæfileikum en eldri bróðir hennar, en hann fór í háskólanám og hún í kennaraskólann. Sjálfur hef ég opinberlega tekið lítið dæmi um það, hvernig hlutur kvenna hefur verið vanmetinn í sögu og bókmenntum. Það er um heiti Íslendinga sagna. Þær heita ýmist eftir körlum eða landshlutum. En auðvitað hefði Laxdæla átt að heita Guðrúnar saga Ósvífursdóttur, því að hún er um hana, fjóra eiginmenn hennar og einn heitmann. Og Grænlendinga saga hefði átt að heita Guðríðar saga Þorbjarnardóttur, því að hún hverfist um þessa víðförlustu konu í heimi á fyrstu áratugum 11. aldar og hefur bersýnilega geymst í hennar ætt. 

Þegar ég hélt fyrirlestur um Kúgun kvenna eftir John Stuart Mill í námskeiði mínu uppi í Háskóla Íslands á dögunum, leyfði ég mér að segja nemendum, að ég teldi rök Mills fyrir fullum og jöfnum réttindum karla og kvenna óvefengjanleg. Ég er sjálfur frjálslyndur jafnréttissinni eins og Mill. Og það var mér mikil ánægja að uppgötva það í grúski mínu, að einn eftirlætisstjórnmálamaður minn, Hannes Hafstein, var eindreginn jafnréttissinni í sama skilningi og við Mill og langt á undan sinni samtíð. Hannes flutti þrumuræðu um jafnrétti kynjanna á fundi í Kaupmannahöfn 1883, á meðan hann var enn stúdent. Og það, sem meira var: Á meðan Hannes var í stjórnarandstöðu 1911, bar hann fram á Alþingi frumvarp um fullan aðgang kvenna að skólum, styrkjum og embættum, og fékk það samþykkt sakir vinsælda sinna og lagni. Með þeim lögum skipuðu Íslendingar sér í fremstu röð í heiminum, eftir því sem þá gerðist. Og þessi áfangi var auðvitað mjög mikilvægur fyrir þær konur, sem vildu brjótast undan hefðbundnu hlutverki sínu og ganga menntaveginn.

Það á ekki heldur að þurfa að taka fram, að auðvitað eiga karlar og konur að fá sömu laun fyrir sömu vinnu, enda er það lögboðið á Íslandi, og ætti að vera auðvelt að sanna, þegar og ef lög um það eru brotin.

Þótt ég sé frjálslyndur jafnréttissinni (liberal feminist) í anda Mills, er ég hins vegar gagnrýninn á róttæka femínista (radical feminists). Mig greinir á við þær um ýmislegt. Til dæmis telja þær, að karlaveldi kúgi konur, og njóti karlar almennt kynferðis síns í lífinu. Ég hef hvergi rekist á þetta karlaveldi, og það er að minnsta kosti ekki í símaskránni. Ég bendi á, að karlar lifa nokkrum árum skemur en konur að meðaltali, stytta sér frekar aldur, deyja fleiri voveiflega að tiltölu, til dæmis af slysum eða fyrir manndráp, leggja frekar út á glæpabrautina og neyta frekar fíkniefna. Allt eru þetta fróðlegir mælikvarðar á farsæld. Konum virðist að jafnaði vegna betur í lífinu en körlum, ráða betur við það. (Ég reifaði í fyrirlestri mínum í Háskólanum sérstaka skýringu á því, sem er ekki, að konuveldið kúgi karla, mismuni þeim, undiroki þá, haldi þeim niðri, heldur að frávikshegðun í báðar áttir sé algengari hjá körlum, svo að þetta sé að sumu leyti tölfræðileg niðurstaða frekar en athyglisverð staðreynd.)

Ég er líka andvígur því að snúa sönnunarbyrði við í málum, sem snerta konur, til dæmis nauðgunarmálum. Sama almenna regla á að gilda um karla og konur, að maður sé talinn saklaus, uns sekt hans sannist.

Enn fremur er ég andvígur því, að konur njóti sérstakra fríðinda. Ég held fast við niðurstöðu Mills, að kynin tvö eigi að njóta fullra og jafnra réttinda, en annað ekki forréttinda eða fríðinda fram yfir hitt.

Ég tel að athuguðu máli raunar réttara að tala um tekjumun kynjanna en launamun, því að launamunur á enginn að vera: Menn eiga að fá sömu laun fyrir sömu vinnu. En það er engin goðgá að kynna aðrar skýringar á tekjumun kynjanna en þá, að karlaveldið kúgi konur, mismuni þeim, undiroki þær, haldi þeim niðri. Sú skýring, sem Claudia Goldin, prófessor í Harvard, og flestir aðrir alvarlegir fræðimenn (ekki atvinnustjórnmálamenn á atkvæðaveiðum, lýðskrumarar og erindrekar sérhagsmuna) varpa fram, er, að karlar og konur hafi að meðaltali ólíkar tilhneigingar, þegar þau raði sér í störf og starfsgreinar. Þær tilhneigingar kunna að breytast með tíðarandanum, en mér finnst aðalatriðið, að menn séu frjálsir að því að velja sér störf og starfsgreinar, þótt meðaltöl verði ekki fyrir vikið jöfn. Nú eru til dæmis tveir þriðju hlutar þeirra, sem brautskrást úr Háskóla Íslands, konur. Ekki dettur mér í hug að leggja til að setja kynjakvóta á brautskráningar. 

Ég hef líka leyft mér að benda á mælingarskekkju, sem allir tölfræðingar þekkja. Þegar maður kvænist ráðskonu sinni og hættir að greiða henni laun, minnkar landsframleiðsla í tölum. En minnkar hagsæld? Þegar kona ákveður að sinna nýfæddu barni sínu í nokkur ár sérstaklega og umfram makann, til dæmis með því að minnka við sig vinnu, lækka tekjur hennar. En minnkar hagsæld? Er sú hagsæld, sem fæst af góðum hjónaböndum og börnum, einhvers staðar metin í hagtölum?

Konur og karlar eiga að njóta fullra og jafnra réttinda að lögum. Það er einstaklinganna að nota frelsi sitt til þess, sem þeir vilja, svo framarlega sem þeir skerða ekki með því sama frelsi annarra. Fólk á að stjórna sér sjálft, ekki stjórnast af misfróðlegum meðaltölum. Í stað þess að vera aðeins reið yfir þeirri mismunun gegn konum, sem tvímælalaust átti sér stað að minnsta kosti allt fram á miðja 20. öld og við getum engu breytt um, eigum við að fagna því, nú á öðrum áratug 21. aldar, að íslenskar konur njóta fullra réttinda á við karla og hafa öðlast kjark og sjálfsöryggi til jafns við karla. Þær hafa frelsið, og þær eiga að nota það til að vaxa og þroskast, — en ekki reyna að skerða frelsi fræðimanna til frjálsrar rannsóknar og rökræðu.

 

19.feb. 2017 - 15:20 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Hugleiðingar á 64 ára afmælinu

Ég er 64 ára í dag, 19. febrúar 2017. Þegar ég var yngri, miklu yngri, var sungið um það, hvort nokkur vildi sinna þeim, sem orðinn væri 64 ára.
18.feb. 2017 - 23:06 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Hvar eru gögnin um spillinguna?

Erlendis halda prófessorarnir Þorvaldur Gylfason og Stefán Ólafsson því fram að víðtæk stjórnmálaspilling hafi átt þátt í bankahruninu 2008. Hver eru gögnin?
11.feb. 2017 - 08:04 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Rógur um Björn Ólafsson

Björn fékk áfyllingarleyfið í Bandaríkjunum 1941 af þeirri einföldu ástæðu, að ytra leist mönnum vel á þennan dugnaðarfork.
04.feb. 2017 - 18:41 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Fáfræðingur kynnir landið

Hvað er að segja um slíka fáfræði?
03.feb. 2017 - 15:42 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Svar mitt við spurningu Fréttablaðsins

Til þess eru margar ástæður, að vinnan við þessa skýrslu hefur tafist, en alls ekki sú, að slegið hafi verið slöku við í rannsókninni.
31.jan. 2017 - 23:40 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Rannsóknaskýrsla mín fyrir 2016

Ég þurfti að skila rannsóknaskýrslu fyrir árið 2016, og þá rifjaðist margt upp. Hér er hún:
28.jan. 2017 - 11:59 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Lásu ritstjórarnir ekki greinina?

Ritstjórarnir hefðu því að minnsta kosti átt að hafa varann á og lesa vel yfir grein hans. Það hafa þeir bersýnilega ekki gert.
21.jan. 2017 - 11:03 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Róbinson Krúsó og Íslendingar

Í alkunnri skáldsögu Daníels Defoes deilir söguhetjan, Róbinson Krúsó, um skeið örlögum með Íslendingunum úr Grindavík.
14.jan. 2017 - 11:38 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Gæfa Dana og gengi

… velgengni Dana er þrátt fyrir endurdreifingarviðleitni jafnaðarmanna, ekki vegna hennar.

10.jan. 2017 - 14:30 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Orðaskipti okkar Björns Bjarnasonar

Ég skrifaði athugasemd:
07.jan. 2017 - 08:26 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Glatað tækifæri

Íslendingar misstu af stórkostlegu tækifæri, af því að þeir voru undirgefnir erlendum konungi.
31.des. 2016 - 15:40 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Missögn Baldurs

Svo vill líka til, að þessa missögn má hrekja með gögnum.
24.des. 2016 - 08:12 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Þjónusta, þrælkun, flótti

Í tilefni dagsins endurútgefur Almenna bókafélagið bókina Þjónusta, þrælkun, flótti eftir Aatami Kuortti.
19.des. 2016 - 13:24 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Tvö smáríki bindast vináttuböndum

Hinn 19. desember árið 2016 er aldarfjórðungur liðinn frá því, að Ísland varð fyrst til þess vestrænna ríkja að viðurkenna Slóveníu.
17.des. 2016 - 07:53 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Danavinátta í orði og verki

Prófessorarnir gerðu ekkert ólöglegt eða ósiðlegt, þegar þeir lánuðu sjálfum sér úr Sáttmálasjóði …
10.des. 2016 - 13:02 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Skjólið í Danmörku

Ekki hefði þá verið úr vegi að minnast á fyrirætlanir Dana í ágúst 1864 um að bjóða Þjóðverjum Ísland og Dönsku Vestur-Indíur í skiptum fyrir Norður-Slésvík.
03.des. 2016 - 09:18 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Blekkingarleikur Heaths

Nú eru Bretar að ganga úr ESB og eignast fiskimið sín aftur.
28.nóv. 2016 - 16:40 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Orðaskipti við Gauta B. Eggertsson á Facebook

Ef til vill finnast einhverjum þessi orðaskipti fróðleg.
26.nóv. 2016 - 05:32 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Mannkynbætur á Íslandi

… fylgismenn aukinna ríkisafskipta, þjóðernisjafnaðarmenn í Þýskalandi og lýðræðisjafnaðarmenn í Svíþjóð, gengu harðast fram í tilraunum til mannkynbóta …
19.nóv. 2016 - 06:45 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Var Platón jafnréttissinni?

Endurómur af þessum umræðum heyrðist í Lesbók Morgunblaðsins í árslok 2006 …
16.nóv. 2016 - 06:48 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Helstu sérfræðingar heims um uppboðsleiðina

Af hverju að breyta kerfi, sem verkar vel?
16.nóv. 2016 - 00:00 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Sérhæfing og fámenni

Þar hélt hún því fram, að Ísland kynni að vera of lítil stjórnunareining. Hin mikla fjölgun sjálfstæðra smáríkja væri ekki nauðsynlega æskileg.
15.nóv. 2016 - 00:00 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Bjarni Benediktsson

Bjarni fæddist 30. apríl 1908 og lést af slysförum 10. júlí 1970, aðeins 62 ára.
12.nóv. 2016 - 06:53 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Svar Margrétar S. Björnsdóttur

„Ég tek þetta aftur, því að ég heilsa þér ekki.“
10.nóv. 2016 - 20:13 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Samtöl í sendiráðsboði

Samtöl við fræga fólkið …
09.nóv. 2016 - 18:51 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Úrslit forsetakjörsins bandaríska

Mér fundust dólgur og hrappur togast á um forsetaembættið.
08.nóv. 2016 - 17:55 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Ritdómur um bók Rögnvalds

Ég birti ritdóm í Journal of Economics Library, Vol. 3, No. 2, um nýlega bók Rögnvalds Hannessonar prófessors, Ecofundamentalism.
05.nóv. 2016 - 10:06 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Gengisleysi íslenska vinstrisins

Skýringarnar á gengisleysi vinstrisins síðustu árin eru margar:
03.nóv. 2016 - 12:00 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Samtal okkar Björns

Hér er þátturinn á ÍNN, þar sem við Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, spjöllum saman um úrslit kosninganna, stjórnarmyndunartilraunir og forsetakjörið í Bandaríkjunum:
02.nóv. 2016 - 14:52 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

ÍNN klukkan átta í kvöld

Við Björn Bjarnason ræðum saman um þingkosningarnar á Íslandi, hugsanlega stjórnarmyndun og forsetakjörið í Bandaríkjunum á ÍNN klukkan átta í kvöld, miðvikudagskvöldið 2. nóvember.

Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson er prófessor í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands og hefur verið gistifræðimaður við fjölmarga erlenda háskóla, þar á meðal Stanford-háskóla og UCLA. Hann fæddist 1953, lauk doktorsprófi í stjórnmálafræði frá Oxford-háskóla 1985 og er höfundur fjölmargra bóka um stjórnmál, sögu og heimspeki á íslensku, ensku og sænsku.

Verk hans, Kjarni málsins. Fleyg orð á íslensku, 992 bls. tilvitnanasafn, var gefið út af Bókafélaginu í nóvemberbyrjun 2010. Árið 2009 komu út eftir hann 828 blaðsíðna þýðing á Svartbók kommúnismans (Livre noir du communisme) á vegum Háskólaútgáfunnar og 160 bls. bók, Áhrif skattahækkana á hagvöxt og lífskjör, sem Bókafélagið gaf út. 

Nýjustu verk hans eru Íslenskir kommúnistar 1918–1998, 624 bls. myndskreytt ágrip af sögu íslensku kommúnista- og sósíalistahreyfingarinnar allt til endaloka Alþýðubandalagsins, sem Almenna bókafélagið gaf út 2011, og The Icelandic Fisheries: Sustainable and Profitable, sem Háskólaútgáfan gaf út 2015. Hann vinnur nú að skýrslu á ensku fyrir fjármálaráðuneytið um erlenda áhrifaþætti í íslenska bankahruninu.

Akureyri vikublað
Akureyri vikublað - 14.2.2017
Algjör gaur
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 18.2.2017
Hvar eru gögnin um spillinguna?
Indíana Ása Hreinsdóttir
Indíana Ása Hreinsdóttir - 13.2.2017
Um hvítvín og umhverfissubbur
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.2.2017
Hugleiðingar á 64 ára afmælinu
Indíana Ása Hreinsdóttir
Indíana Ása Hreinsdóttir - 17.2.2017
Taktu afstöðu og dansaðu
Aðsend grein
Aðsend grein - 19.2.2017
Kúldrast í kotbýlum
Akureyri vikublað
Akureyri vikublað - 17.2.2017
Hin dásamlegu mistök
Vesturland
Vesturland - 17.2.2017
Verkfall sjómanna – til umhugsunar
Aðsend grein
Aðsend grein - 18.2.2017
Einelti er samfélagsmein
Ingrid Kuhlman
Ingrid Kuhlman - 20.2.2017
Orð hafa mátt – vöndum valið
Björgvin G. Sigurðsson
Björgvin G. Sigurðsson - 18.2.2017
Trump og tónarnir frá þriðja ríkinu
Magnús Þór Hafsteinsson
Magnús Þór Hafsteinsson - 19.2.2017
Verkfallið
Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson - 22.2.2017
Rafretturugl ráðherra
Fleiri pressupennar