28. feb. 2018 - 15:03Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Af högum mínum: Svar til blaðamanns

Hér er svar mitt við fyrirspurn blaðamanns:

Sæll, Sigmann Þórðarson.

Það er prentvilla í heiti skeytis þíns. Þetta á að vera Rannsóknarleyfi með s-i. En þú mátt hafa eftirfarandi eftir mér og þá allt, en ekki eitthvað klippt frá þér eftir þínum hentugleikum:

Mér finnst þessi spurningaleikur furðulegur. Ég er ekki fyrsti prófessorinn, sem fer í rannsóknarleyfi og þarf að ráðstafa námskeiðum sínum á meðan, og áreiðanlega ekki hinn síðasti. Hvers vegna er ég sérstaklega tekinn úr? Og hvers vegna er ætlunin að birta sérstaka „frétt“ um rannsóknarleyfi mitt?

Annars er atburðarásin í þessu ekki-máli einföld. Ég hafði óskað eftir rannsóknarleyfi á vormisseri 2019. Síðan komst ég að því, að ég átti rétt á rannsóknarleyfi á haustmisseri 2018. Ég vildi samt ekki taka það þá, nema ég gæti ráðstafað kennslu minni á skaplegan hátt. Ég talaði við einn heimspekiprófessorinn, sem oft hefur verið mér ráðhollur. Hann stakk upp á því, að námskeið í heimspeki, sem er um margt sambærilegt við námskeið mitt, yrði látið koma í stað míns námskeiðs. Kvað hann eitthvað svipað oft hafa verið gert við svipaðar aðstæður. Forseti minnar deildar var sáttur við það, og kennari námskeiðsins var fús að taka þetta að sér. Þegar ég hafði þannig ráðstafað kennslunni á eðlilegan hátt, bað ég um að fá frekar rannsóknarleyfi á haustmisseri. Var orðið við því, eins og eðlilegt var.

Það var enginn þrýstingur á mig um eitt eða neitt í þessu máli. Það hefur gengið sinn venjulega og eðlilega gang. Öll mín samskipti við yfirmenn Háskólans hafa verið algerlega óaðfinnanleg. Ég þekki ekki þennan nemendalista, sem nefndur er í spurningalistanum. Enginn hefur minnst á hann við mig, en ég hef séð eitthvað smávegis um hann í fjölmiðlum. Annars er þetta ekkert nýtt. Það var skipulögð undirskriftasöfnun meðal nemenda 1988 til að reyna að fá menntamálaráðherra til að veita mér ekki lektorsembætti í stjórnmálafræði. Það hafði engin áhrif, hvorki á mig né ráðherrann og því síður á framtíðina, sem nú er nútíð.

Ég var mjög feginn því að fá meira tækifæri til rannsókna og þess vegna ánægður með að fá rannsóknarleyfið á haustmisseri. Ég er með fangið fullt af verkefnum. Ég er að skila af mér 320 bls. skýrslu um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins til fjármálaráðuneytisins og hyggst auðvitað gefa út rannsóknir mínar á því máli, ef til vill næsta haust, þegar tíu ár verða liðin frá bankahruninu.

Ég hef síðan samið um og hef verið að ljúka þremur skýrslum eða rannsóknarritgerðum fyrir hugveituna New Direction í Brüssel. Þær eru um 50–70 bls. hver.

Ein er Green Capitalism: How to Protect the Environment by Defining Private Property Rights. Þar legg ég áherslu á þá staðreynd, að umhverfisvernd krefst verndara, einhverra, sem hafa hag af því að vernda umhverfið. Dæmið af landi er alþekkt. Það, sem allir eiga, hirðir enginn um. Sjaldan grær gras á almenningsgötu. En ég nota þessa hugmynd á fiskistofna í ljósi reynslu Íslendinga og á „þokkafull risadýr“ eins og hvali, fíla og nashyrninga. Hægt er að breyta veiðiþjófum í veiðiverði með einu pennastriki: með því að leyfa þeim að eignast dýrastofnana.

Önnur skýrslan er The Voices of the Victims: Notes towards a Historiography of Anti-Totalitarian Literature. Þar veiti ég yfirlit yfir rit, sem komu út um alræðisstefnuna, á meðan hún reið húsum í Evrópu, kommúnisma og nasisma, með sérstakri áherslu á kommúnismann, þar sem hann var langlífari og ekkert uppgjör var við hann eins og var við nasismann í Nürnberg. Ég ræði m. a. skoðanir Marx og Engels á smáþjóðum, skáldsögur Zamjatíns, Orwells, Koestlers og Rands um alræðisstefnuna, bækur Víktors Kravtsjenkos, Valentíns González (El campesino), Margarete Buber-Neumann, Elinors Lippers, Ottos Larsens o. fl.  

Þriðja skýrslan er Lessons for Europe from the Icelandic Bank Collapse. Þar bendi ég á þrjá lærdóma, sem aðrir virðast ekki hafa dregið af bankahruninu. (Flestir menntamenn gera ekkert annað en endurtaka þúsund ára gamlar og margtuggnar prédikanir gegn ágirnd.) Einn er, að það kostar ekki algert hrun hagkerfisins að láta banka falla. Ísland blómstrar, þótt bankarnir hafi fallið. Annar lærdómur er, að ríkisábyrgð á innstæðum er óþörf, ef það er gert, sem Íslendingar gerðu og var mjög snjallt, að veita innstæðueigendum forgang í kröfum á bú banka. Aðalatriðið er ekki að bjarga bönkum, heldur að afstýra öngþveiti, sem örvæntingarfullir innstæðueigendur myndu stofna til. Þriðji lærdómur er, að geðþóttavald, eins og skapað var með hryðjuverkalögunum bresku, verður fyrr eða síðar misnotað. Dæmið af beitingu hryðjuverkalaganna gegn Íslendingum sýnir það. Þá var lögunum beitt vegna stjórnmálahagsmuna þeirra Gordons Browns og Alistairs Darlings, sem vildu sýna Skotum, hvað sjálfstæði kostaði, og sýna breskum kjósendum, hversu harðir þeir væru í horn að taka.

Síðan hef ég líka unnið að skýrslu fyrir aðra hugveitu í Brüssel um Totalitarianism in Europe: Two Case Studies, þar sem ég birti rannsóknir mínar á tveimur málum: ævi og störfum Elinors Lippers, sem var um margt merkileg, og sögu gyðingakonu, sem varð Íslendingur (Henny Goldstein), og nasista, sem varð kommúnisti (Bruno Kress), og hvernig örlög þeirra fléttuðust saman á Íslandi og víðar. Ég datt niður á þessi rannsóknarefni í íslenskum og erlendum skjalasöfnum.

Þá er ég að halda áfram að gera á ensku útdrætti úr helstu Íslendinga sögum. Ég hef þegar gert útdrætti úr Egils sögu, Brennu-Njáls sögu og Guðrúnar sögu (eins og mér finnst eðlilegast að kalla Laxdælu) og ætla að gera sameiginlegan útdrátt úr Grænlendinga sögu og Eiríks sögu rauða, sem ég mun kalla samheitinu Guðríðar saga, því að sögurnar hverfast í kringum Guðríði Þorbjarnardóttur, sem fæddist á Íslandi, bjó í Vesturheimi og fór í pílagrímsferð til Rómar. Nafnbreytingarnar á þessum Íslendinga sögum eru mitt litla framlag til kvenréttindabaráttunnar, jafnframt því sem ég reyni að kynna það, sem við Íslendingar ættum að vera stoltastir af, í stað þess að tala landið niður, eins og sumir gera því miður.

Enn fremur er ég að vinna að ævisögu Péturs Magnússonar, bankastjóra, ráðherra og varaformanns Sjálfstæðisflokksins og ætla í því sambandi við fyrsta tækifæri að rannsaka betur skjalasöfn hans og þeirra Ólafs Thors og Bjarna Benediktssonar (sem eru á Borgarskjalasafni). Mig skortir því svo sannarlega ekki verkefni næsta haust eða lengur.

Með von um vandaðri vinnubrögð í framtíðinni og góðri kveðju,
Hannes H. Gissurarson

 

Hér er fyrirspurn blaðamannsins:

Sæll Hannes,

Sigmann heiti ég og er nemandi í blaða- og fréttamennsku og blaðamaður student.is.

Við á student.is höfum í hyggju að fjalla um fjarveru þína á komandi haustmisseri sem veldur því að áfanginn um stjórnmálaheimspeki, sem þú hefur hingað til kennt, verður þar af leiðandi ekki á dagskrá.

Okkur langar að vita hvort þú hafir áhuga á að tjá þig um þetta rannsóknarleyfi sem þú hefur óskað eftir og leggjum fyrir þig eftirfarandi spurningar:

1. Óskaðir þú sjálfur eftir því að fara í rannsóknarleyfi?

2. Er það rétt að þú hafir í fyrstu óskað eftir rannsóknarleyfi á vormisseri en breytt því í haustmisseri?
- Ef "já":
a. Hvers vegna breyttist það?
b. Var þrýst á þig af deildinni/háskólanum að breyta þessu?
c. Hafði listi þeirra 65 nemenda, sem óskuðu eftir að áfangi þinn yrði ekki kenndur sem skylduáfangi lengur, eitthvað með breytinguna að gera?

3. Hvað finnst þér um þá niðurstöðu; að áfangi þinn um stjórnmálaheimspeki verði ekki kenndur næsta vetur?

4. Hvað hyggst þú rannsaka í þessu leyfi sem þú óskar eftir?

Fréttin birtist n.k. þriðjudag, 6. mars, og óskum við því eftir svörum fyrir þann tíma.

Virðingarfyllst,
Sigmann Þórðarson
- Student.is
24.feb. 2018 - 12:17 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Hann kaus frelsið

Þótt heitið sé tuggukennt, er bókin sjálf full af örlagasögum, átakanlegum, en um leið forvitnilegum, svo að lesandinn leggur hana ógjarnan frá sér.
19.feb. 2018 - 10:29 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Hugleiðingar á 65 ára afmælinu

En eins og hvalirnir og farfuglarnir kem ég alltaf aftur, þegar vorar. Ég vona, að ég eigi eftir að koma oft heim aftur.
12.feb. 2018 - 09:03 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Spurning drottningar

Drottning spurði: „Hvers vegna sá enginn hana fyrir, úr því að hún reyndist svo alvarleg?“
12.feb. 2018 - 08:49 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Hún líka

Mér finnst samt skrýtið, að ég hef hvergi séð á þetta minnst í fræðum íslenskra kvenfrelsissinna
27.jan. 2018 - 05:47 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Andmælti Davíð, en trúði honum samt

Það af hluta­bréf­um sín­um, sem Þor­gerður og maður henn­ar fluttu ekki í einka­hluta­fé­lag sitt, var leyst úr veðbönd­um. Þau seldu það fyr­ir 72,4 millj­ón­ir króna þriðju­dag­inn 30. sept­em­ber 2008 …
20.jan. 2018 - 07:22 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Líftaug landsins

Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands hélt málstofu 16. janúar um nýútkomið stórvirki í íslenskri sagnfræði.
17.jan. 2018 - 10:45 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Því var bjargað sem bjargað varð

Davíð Oddsson og félagar hans tveir í Seðlabankanum sáu hætturnar fyrr og skýrar en aðrir og vöruðu við þeim hvað eftir annað í trúnaði í fárra manna hópi.
13.jan. 2018 - 18:19 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Trump, Long og Jónas frá Hriflu

En nú reyna þeir, sem gátu ekki fellt hann í forsetakjöri, að koma á hann höggi með því að segja, að hann sé ekki heill á geðsmunum.
06.jan. 2018 - 11:40 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Bókabrennur

Til þess að eyða bókum þarf ekki alltaf að brenna þær.
30.des. 2017 - 17:24 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Koestler og tilvistarspekingarnir

Koestler var annálaður kvennamaður, og tókst honum eitt sinn að sænga hjá Beauvoir, sem annars var oftast förunautur Sartres.
27.des. 2017 - 06:52 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Koestler og bæjarstjórnarkosningar

Hitt vita færri, að Koestler skipti líka nokkru máli í kosningum á Íslandi.
16.des. 2017 - 09:43 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Svipmynd úr bankahruninu

Utan dyra fjölgaði ofbeldismönnum, og loks hafði lögreglan samband við Davíð og kvaðst ekki lengur geta tryggt öryggi hans.
09.des. 2017 - 09:16 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Var Laxness gyðingahatari?

Nýlega hélt hann því fram í netpistli, að Halldór Kiljan Laxness hefði verið gyðingahatari.
05.des. 2017 - 11:53 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Laxness um skjólkenningu Baldurs

En það er eins og Halldór Laxness hafi verið forspár, þegar hann orti til íslenskra barna:
25.nóv. 2017 - 08:59 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Landsdómsmálið

Í öðru lagi var Geir sýknaður af öllum þeim ákæruatriðum sem naumur meirihluti Alþingis sótti í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis
18.nóv. 2017 - 07:18 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Fjórði fundurinn

Í fjórða lagi kemst ég að þeirri niðurstöðu í væntanlegri skýrslu til fjármálaráðuneytisins að snjallræði hafi verið í október 2008 að gera innstæður að forgangskröfum í bú banka.
17.nóv. 2017 - 15:08 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Ég fresta skýrslunni: Hvers vegna?

Hvað svo sem missagt er í þessum fræðum, er skylt að hafa það, sem sannara reynist.
11.nóv. 2017 - 09:46 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Banki í glerhúsi

En voru ráðamenn Danske Bank ekki í glerhúsi, þegar þeir grýttu Íslendinga?
07.nóv. 2017 - 07:48 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

100 ár – 100 milljónir

Í dag, 7. nóvember 2017, eru heil öld liðin frá byltingu bolsévíka, eins og kommúnistar kölluðu sig í Rússlandi.
05.nóv. 2017 - 07:43 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Voldugur Íslandsvinur

Í grúski mínu rakst ég heldur óvænt á þriðja Íslandsvininn. Hann er enginn annar en William Gladstone.
29.okt. 2017 - 07:50 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Stjórnmálamenn munu huga að baklandinu

Nú keppast hinir „óháðu“ álitsgjafar RÚV og sumra annarra fjölmiðla við að reyna að lesa vinstri stjórn út úr niðurstöðum kosninganna. Þeir gleyma því, að stjórnmálamenn þurfa alltaf að huga að baklandinu.
28.okt. 2017 - 10:59 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Undur framfaranna

„Heimurinn mun ekki farast fyrir skort á undrum, heldur aðeins fyrir skort á undrun,“ sagði breski rithöfundurinn Chesterton.
23.okt. 2017 - 09:36 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Johan Norberg í dag kl. fimm

Sænski sagnfræðingurinn og sjónvarpsmaðurinn Norberg telur í nýrri bók, Framförum, að stóru fréttirnar séu ekki alltaf sagðar,
21.okt. 2017 - 15:34 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Response to frequent questions by foreign journalists

Here are some of my responses to foreign journalists who are curious about the situation in Iceland:
21.okt. 2017 - 08:18 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Ísland og Púertó Ríkó

Sem betur fer ákváðu Íslendingar að slá skjaldborg um landið og leggja ekki meiri skuldbindingar á ríkissjóð en hann réði við.
14.okt. 2017 - 17:30 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Þriðja stærsta gjaldþrotið?

Hvað gengur fólki til að dreifa ýkjusögum um land sitt og þjóð?
07.okt. 2017 - 12:46 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Voru bankarnir gjaldþrota?


Bankahrunið 2008 var vissulega stórt. En óþarfi er að gera meira úr því en efni standa til.
01.okt. 2017 - 10:04 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Blefken er víða

Eichengreen kveður aðalheimildarmann sinn um Ísland vera Sigrúnu Davíðsdóttur.
01.okt. 2017 - 10:02 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

David D. Friedman

Talar Friedman á málstofu, sem lagadeild, hagfræðideild og sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands halda saman á mánudag kl. fjögur í stofu 202 í Odda.
20.sep. 2017 - 14:18 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Hverjir geta talað í nafni þjóðarinnar um stjórnarskrá?

Í kosningum til stjórnlagaþings var þátttakan aðeins 36,8%. M.ö.o. höfðu 63,2% ekki áhuga.
18.sep. 2017 - 11:42 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Við Ólafur Þ. Harðarson ræðum um vald forseta

Samkennari minn í stjórnmálafræði, Ólafur Þ. Harðarson, skrifaði á Facebook:
16.sep. 2017 - 09:26 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Lastað þar sem lofa skyldi

Ríkissjóður var nánast skuldlaus árið 2008. Þetta var áreiðanlega úrslitaatriði um, að ekki fór verr.
09.sep. 2017 - 20:53 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Bloggið sem hvarf

Skiljanlegt er því, að Gauti skyldi eyða bloggi sínu.
02.sep. 2017 - 10:39 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Fróðlegur bandarískur dómur

Vorið 2011 var kveðinn upp úrskurður í Hæstarétti Bandaríkjanna, sem kemur þessu máli við.
01.sep. 2017 - 09:59 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Deilt um einstefnuna í Háskólanum

Og þá verður líka að tryggja, að andstæð sjónarmið nýfrjálshyggjumannanna sjálfra komist líka að, því að vísindin eru frjáls samkeppni hugmynda.
29.ágú. 2017 - 07:02 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Rannsókn ASÍ á skattbyrði og tekjudreifingu

Ég taldi, að persónuafsláttur ætti ekki að hækka í samræmi við laun, því að þá greiddu menn ætíð sama hlutfall af tekjum sínum í skatt óháð því, hvort þær hækkuðu
26.ágú. 2017 - 06:55 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Vinarbragð Mitchells

Þetta á við um þá sjö þingmenn neðri málstofu breska þingsins, sem skrifuðu undir bókun um Ísland frá Austin Mitchell
22.ágú. 2017 - 10:21 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Útvarpsviðtal við mig um minnismerki

Það væri hins vegar eins óviðkunnanlegt að sjá brjóstmynd af Brynjólfi Bjarnasyni, fyrsta og eina formanni kommúnistaflokks Íslands, við hátíðasal Háskóla Íslands og það hefði verið að sjá brjóstmynd af einhverjum formanni nasistaflokks þar.

19.ágú. 2017 - 06:53 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Bernanke um Ísland

Ef þriggja milljarða dala samningur hefði ekki dugað, þá hefði átt að gera tíu milljarða dala samning.
12.ágú. 2017 - 06:15 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Ný syndaaflausn

Líklega hafa engir tveir viðburðir greypst eins í huga þjóðarinnar og Tyrkjaránið 1627 og bankahrunið 2008.
05.ágú. 2017 - 08:46 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Neyðarlögin og stjórnarskráin

Þeir Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, hafa báðir lagt orð í belg um síðasta fróðleiksmola minn.
29.júl. 2017 - 10:06 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Voru neyðarlögin eignaupptaka?

Samkvæmt lögmálinu um tvennar afleiðingar voru neyðarlögin því ekki óréttmæt eignaupptaka.
28.júl. 2017 - 10:20 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Ekki var brotist inn á Facebook-síðu Þorvaldar!

Hatursáróður gegn hægri sinnuðum hvítum körlum, sem styðja bandaríska Lýðveldisflokkinn?
26.júl. 2017 - 14:34 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Hefur einhver komist í Facebook-síðu Þorvaldar?

Á Facebook-síðu Þorvaldar Gylfasonar eru reifaðar þær kenningar, að morðið á Kennedy og árásiná Tvíburaturnina hafi verið tvö risastór samsæri annarra en þeirra, sem sakaðir hafa verið um ódæðin.

 

22.júl. 2017 - 10:04 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Samábyrgð Íslendinga eða Breta?

Ekki var því um neina samábyrgð Íslendinga á Icesave-reikningunum að ræða. Hinu má velta fyrir sér, hvort skilyrði Millers og annarra heimspekinga fyrir þjóðarábyrgð eigi við um Breta
15.júl. 2017 - 11:47 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Ábyrgðin á óeirðunum 2008–9

Þetta voru alvarlegustu götuóeirðir Íslandssögunnar, og mátti litlu muna, að lögreglan biði lægri hlut fyrir óeirðaseggjunum.

08.júl. 2017 - 12:56 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Ábyrgð og samábyrgð

Á bak við tjöldin? Er hér ekki komið rannsóknarverkefni fyrir samtökin Gagnsæi?
01.júl. 2017 - 13:22 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Íslenska blóðið ólgar

Nú hefur Baldur Símonarson efnafræðingur sent mér frekari fróðleik um þennan auðjöfur með íslenskt blóð í æðum.
24.jún. 2017 - 19:24 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Auðjöfur af íslenskum ættum

Eftir nokkurt grúsk komst ég að því, að þessi danski auðjöfur var íslenskur að langfeðgatali.

17.jún. 2017 - 10:27 Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Kammerherrann fær fyrir kampavíni

Seðlabankinn virðist ekkert geta fengið af þessu mikla fé. Hann tapar mörgum tugum milljarða.

Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson er prófessor í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands og hefur verið gistifræðimaður við fjölmarga erlenda háskóla, þar á meðal Stanford-háskóla og UCLA. Hann fæddist 1953, lauk doktorsprófi í stjórnmálafræði frá Oxford-háskóla 1985 og er höfundur fjölmargra bóka um stjórnmál, sögu og heimspeki á íslensku, ensku og sænsku.

Verk hans, Kjarni málsins. Fleyg orð á íslensku, 992 bls. tilvitnanasafn, var gefið út af Bókafélaginu í nóvemberbyrjun 2010. Árið 2009 komu út eftir hann 828 blaðsíðna þýðing á Svartbók kommúnismans (Livre noir du communisme) á vegum Háskólaútgáfunnar og 160 bls. bók, Áhrif skattahækkana á hagvöxt og lífskjör, sem Bókafélagið gaf út. 

Nýjustu verk hans eru Íslenskir kommúnistar 1918–1998, 624 bls. myndskreytt ágrip af sögu íslensku kommúnista- og sósíalistahreyfingarinnar allt til endaloka Alþýðubandalagsins, sem Almenna bókafélagið gaf út 2011, og The Icelandic Fisheries: Sustainable and Profitable, sem Háskólaútgáfan gaf út 2015. Hann vinnur nú að skýrslu á ensku fyrir fjármálaráðuneytið um erlenda áhrifaþætti í íslenska bankahruninu.

ford Transit   mars
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 16.2.2018
Viðkvæmir Píratar
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.2.2018
Hugleiðingar á 65 ára afmælinu
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 22.2.2018
Umskurður drengja
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 28.2.2018
Af högum mínum: Svar til blaðamanns
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 22.2.2018
Gyðingdómur í sögu og samtíð - námskeið
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 24.2.2018
Hann kaus frelsið
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 27.2.2018
Vita stjórnvöld hvað er barni fyrir bestu?
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 07.3.2018
Já, það er komið Vor í verkó!
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.3.2018
Klæðast eins og niðursetningar í þingsal
Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson - 12.3.2018
Jafnasti oddvitinn?
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 14.3.2018
Stöðugleikasáttmáli alþýðunnar
Fleiri pressupennar