28. okt. 2010 - 10:00Gylfi Arnbjörnsson

Hefur verkalýðshreyfingin staðið sig?

Að undanförnu hefur mikið verið rætt um þróun lægstu launa sem og helstu bóta í velferðarkerfinu og mikilli gagnrýni beint að bæði stjórnvöldum og verkalýðshreyfingunni fyrir að standa sig illa í að verja stöðu þeirra tekjulægstu. En er þetta réttmæt gagnrýni? Verkalýðshreyfingin lagði mikla áherslu á lægstu laun í síðustu kjarasamningum. Voru þetta innantóm orð, brást hreyfingin eigin stefnu og væntingum þeirra sem búa við lægstu kjör? Til að skoða þetta er rétt að skoða nánar þróun lægstu bóta og launa.

Hvað segja tölurnar?

Í meðfylgjandi töflu og súluriti má sjá ýmsa mælikvarða á lægstu bætur og laun og þróun þeirra frá ársbyrjun 2007. Af þessu má sjá, að af einstaka bótum er fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna langlægsta viðmiðunin, eða einungis 125 þús.kr. að meðaltali á mánuði í dag á. Grunnbætur Atvinnuleysistrygginga eru um 150 þús.kr., lágmarksbætur elli- og örorkulífeyrisþega í sambúð 154 þús.kr. og lágmarksbætur einhleypra 180 þús.kr. Það er forvitnilegt að viðmiðunarfjárhæð fyrir fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna var fram til 2004 miðuð við samtölu grunnlífeyris, tekjutryggingar og heimilisuppbótar almannatrygginga, fjárhæð sem í dag væri um 149 þús.kr., en af einhverjum ástæðum var þetta samhengi rofið árið 2004 og þáverandi fjárhæð látin fylgja verðlagi eftir það. Þar með hafa þessar bætur ,,misst af‘‘ umtalsverðri hækkun almennra bóta velferðarkerfisins sem verkalýðshreyfingin samdi um árið 2006 og 2008.

Í töflunni má einnig sjá hvert lágmarkstekjuviðmið Hagstofunnar er fyrir skatta, en það miðast við 60% af miðgildi tekna landsmanna. Þetta lágmarkstekjuviðmið er reiknað á hverju ári, en niðurstöður liggja ekki fyrir fyrr en eftir að skattlagning hefur farið fram ári síðar. Þess má geta að ASÍ hefur mótað sér þá stefnu fyrir nokkrum árum að lægstu bætur velferðarkerfisins sem og dagvinnutekjutrygging í kjarasamningum taki mið af þessari skilgreiningu. Árið 2008 var þetta viðmið 167 þús.kr. fyrir skatta og var á síðasta ári 189 þús.kr. Ef þetta viðmið hækkar um 2,5% í ár (en það vitum við ekki fyrr en í lok árs 2011!) hefur kaupmáttur þessa viðmiðs lækkað um 5% frá 2007.

Ef litið er á raunbreytingu bóta velferðarkerfisins hefur kaupmáttur lægstu bóta einhleypra hækkað um 6%, en í september 2008 varð til nýr sérstakur bótaflokkur fyrir þá sem eiga engin lífeyrisréttindi hjá lífeyrissjóðum og er hann tekjutengdur að fullu við allar aðrar tekjur. Samhliða tilkomu þessa bótaflokks var dregið úr almennri hækkun grunnfjárhæða almannatrygginga og í júní 2009 var tekjutenging aukin til muna. Það leiddi til þess að kaupmáttur lægstu bóta sambýlisfólks lækkaði um 9% og að viðbættum skerðingum lífeyrisréttinda á almennum vinnumarkaði í kjölfar hrunsins hefur kaupmáttur lífeyrisþega sem fær 65 þús.kr. frá sínum lífeyrissjóði lækkað um 14%. Í töflunni má einnig sjá hversu langt stjórnvöld hafa gengið í tekjutengingum milli lífeyriskerfisins og almannatryggingakerfisins, en einstaklingar sem hafa sparað árum og áratugum saman í lífeyrissjóð og fá 65 þús.kr. á mánuði í lífeyri eru skertir svo mikið hjá almannatryggingum að ráðstöfunartekjur þeirra eru aðeins 897 krónum hærri en ef þeir hefðu ekkert greitt í lífeyrissjóðs! Samkvæmt upplýsingum sérfræðinga OECD er þetta einhver harkalegasta tekjutenging sem fyrir finnst – hún er 100%! Samkvæmt þessu hefur stjórnvöldum tekist að verja þá sem eru með allra lægstu bæturnar og búa einir. Hjón og þeir sem hafa einhverjar greiðslur frá lífeyrissjóðum hafa hins vegar mátt þola raunlækkun bóta sinna. Benda má einnig á greiningar Dr. Stefáns Ólafssonar um þessa þróun, sjá hér.

En hvernig stóð verkalýðshreyfingin sig?

Í kjarasamningum eru tvær ólíkar viðmiðanir um lægstu laun. Annars vegar er lægsti kauptaxti verkafólks sem finna má í 1. þrepi í 1. flokki í launatöflu Starfsgreinasambandsins við Samtök atvinnulífsins. Þessi taxti er nú 158 þús.kr. Hins vegar er það dagvinnutekjutrygging almenns launafólks, sem eru lægstu umsömdu laun fyrir fulla dagvinnu, komi ekki kaupauki, vaktaálag eða slíkt á dagvinnutíma til viðbótar lægstu töxtum. Þessi eiginlegu lágmarkslaun eru nú 165 þús.kr. Þess má geta að þrátt fyrir frestun launahækkanna 2009 og 2010 hækkaði dagvinnutekjutryggingin á umsömdum tíma, þ.e. 1. mars 2009 og 1. janúar 2010.

Eins og áður sagði var í kjarasamningum aðildarfélaga ASÍ í febrúar 2008 lögð mikil áhersla á að hækka lægstu laun meira en almenn laun, bæði kauptaxtanna og dagvinnutekjuviðmiðunina. Samið var um 38 þús.kr. hækkun lægstu taxta og 40 þús.kr. hækkun á dagvinnutekjuviðmiðunarinnar – eða um 32% launahækkun – á meðan almenn launahækkun var 10%. Markmiðið var að koma þessum lægstu launum í námunda við lágmarkstekjuviðmiðið eins og það var þekkt á þeim tíma og auka kaupmátt þessara tekjulágu hópa um allt að 20% á samningstímanum. Krafan um hækkun lágmarkslauna í 165.000 kr. þótti mjög djörf á sínum tíma og var Starfsgreinasambandið víða gagnrýnt fyrir að ganga allt of langt í kröfugerði í nóvember 2007 þegar hún var sett fram í mikilli einingu allra aðildarfélaganna. Um þessa launastefnu var mikil og breið sátt innan ASÍ og voru kjarasamningarnir samþykktir af miklum meirihluta þeirra sem greiddu atkvæði. Þegar skoðað er hvað meðalhækkun launa var eftir samböndum er ljóst að þau sambönd sem eru með hærri meðallaun og tekjur voru með umtalsvert minni raunhækkanir en þau sambönd þar sem launastigið er lægra. Jafnframt samdi ASÍ um að grunnbætur atvinnuleysistrygginga og hámark tekjutengdra bóta myndu hækka til samræmis við hækkun taxta, en við það var staðið 2008 og 2009, en 6.500 króna hækkun 1. júní 2010 kom ekki til framkvæmda.

Bar verkalýðshreyfingin ábyrgð á hruninu

En svo fór krónan í frjálst fall og endaði með hruni bankanna í október 2008. Með hefðbundnum hætti notuðu stjórnmálamenn gjaldmiðilinn til þess að vinda ofan af hagstjórnarmistökum liðinna ára og raunlaun almenns launafólks voru lækkuð án þess að málið væri yfir höfuð rætt! Verðbólga fór á flug og náði hámarki í árslok 2008 næstum 20% á ársgrundvelli. Þessi mikla hækkun verðbólgu gjörbreytti niðurstöðu þessara samninga. Í stað þess að auka kaupmátt lágtekjuhópanna um 20% er hann í dag óbreyttur m.v. það hámark sem hann náði árið 2007, en til viðmiðunar er rétt að hafa það í huga, að kaupmáttur almennra launa á Íslandi hefur fallið um 14% á sama tímabili.

Æði margir vilja síðan kenna verkalýshreyfingunni um þessar hamfarir – já svo langt gekk Jón nokkur Magnússon að lýsa því yfir að ASÍ beri mesta ábyrgð á hruni bankanna og efnahagshruninu! Vinsælt er að halda því fram að forysta verkalýðsfélaganna hafi sofið á verðinum og ekki sinnt sínu hlutverki, ekki sýnt neinn áhuga á högum þeirra tekjulægstu, ekki staðið vaktina. Og þetta þrátt fyrir það að ASÍ margvaraði stjórnvöld við hættunni af þeirri óráðssíu og aðhaldsleysi sem einkenndi efnahagsstefnuna. Það er einnig rétt að minna á að á þeim tíma vantaði ekki að forysta ASÍ væri gagnrýnd fyrir að vera á móti þessum snillingum í hagstjórn sem fundið höfðu upp eilífðarvélina. Undanfarna áratugi hefur forystusveit ASÍ – þeir sem hafa skipað miðstjórn ASÍ og forsetar – lagt höfuðáherslu á að láta langtíma hagsmuni launafólks ávallt ráða för,óháð dægurmálum eða skammtíma sjónarmiðum. Þegar leið á samningstímann komu vissulega fram hugmyndir frá nokkrum félögum að segja öllum kjarasamningum upp í febrúar 2009 og semja upp á nýtt. Helstu rökin fyrir slíkri uppsögn voru þau, að afkoma í sjávarútvegi væri það góð að ,,gera mætti betri kjarasamninga‘‘ – fá meiri launahækkanir – í fiskvinnslu og útflutningageira en samið var um í febrúar 2008. Engin vafi er á því að þessar greinar gátu staðið undir slíkum hækkunum en að sama skapi er það yfir allan vafa hafið að nánast allar aðrar greinar gátu það ekki. Umræðan var því í reynd um leið samstöðu eða sundrungar. Átti að tryggja öllu láglaunafólki, óháð því í hvaða atvinnugrein það starfaði, sambærilegar launahækkanir sem verja myndu kaupmátt þeirra, eða ,,leyfa þeim hópum sem gátu samið um meira semja, en aðrir biðu á meðan‘‘.

Niðurstaða aðildarfélaga ASÍ var skýr, fulltrúar yfir 90% félagsmanna völdu leið samstöðunnar með því að verja þann kjarasamning sem gerður var í febrúar 2008. Að ná samstöðu Hvort þetta var rétt ákvörðun eða ekki eru vafalaust skiptar skoðanir. Þegar þróun mála er skoðuð í baksýnisspeglinum er iðulega auðvelt að sjá leiðirnar, þó það geti verið vandasamara að sjá hana í ólgusjó óvissunnar þegar reynt er að skyggnast inn í framtíðina. Hefði verið skynsamlegt að sitja langtímum saman án kjarasamnings? Hefði hreyfingunni verið þakkað fyrir að koma í veg fyrir 13.500 kr. hækkun atvinnuleysisbóta í ársbyrjun 2009? Ég skal viðurkenna að ég er ekki minna sannfærður nú eins og þá, ég tel félaga mína hafa tekið rétta ákvörðun. Það er þessi ákvörðun sem gerir það að verkum að núna þegar verkalýðshreyfingin undirbýr gerð nýrra kjarasamninga með félagsmönnum sínum verður hægt að byggja ofan á þá staðreynd, að kaupmáttur launataxtanna – lægstu launa – er nokkurn vegin sá sami og hann var þegar hann var hæstur í janúar 2008, fyrir hrunið.

Verkalýðshreyfingunni tókst sem sagt að verja kaupmátt launataxtanna, þó henni hafi ekki tekist að verja þær yfirborganir sem stundaðar voru af kappi í góðærinu – þar sem það var á annað borð í boði. Hvernig sem því er snúið verður þessi árangur ekki frá henni tekin – og það þrátt fyrir að við séum að fara í gegnum mestu efnahagskreppu sem hér hefur gengið yfir á lýðveldistímanum! Hitt er mikilvægara að ef við ætlum að endurtaka þessa aðferð – það að hækka lægstu laun meira en almennar hækkanir – þarf að ná um það samstöðu og verum minnug þess að samningsrétturinn er hjá hverju einstöku stéttarfélagi. Einhverjir verða að taka það á sig að hækka minna til að fjármagna hækkun lægstu launa. Oft þarf ekki stóran hluta af heildarsvigrúminu til að geta hækkað þá tekjulægstu umtalsvert, en til þess þurfa að vera félagslegar forsendur og þær verða ekki til við þessar aðstæður. Ekki skorti á vilja þeirra tæplega 300 ársfundafulltrúa sem lögðu línurnar á ársfundi ASÍ – þar voru aðildarfélög í ASÍ og öðrum samböndum hvött til þess að sameinast um samræmda launastefnu – og til þess að það verði hægt verðum við að sameinast um að skapa slíkri stefnu nauðsynlegar félagslegar og pólitískar forsendur.

 
05.apr. 2015 - 16:02 Gylfi Arnbjörnsson

Af minni manna og gleymsku

Síðast liðin þriðjudag kynnti KMPG skýrslu sína „Úr höftum með evru?“ en skýrslan var unnin að beiðni Alþýðusambandi Íslands, Samtökum atvinnulífsins, Félagi atvinnurekenda og Viðskiptaráði Íslandsí framhaldi af skýrslu KPMG ,,Hvað ef...‘‘, þar sem lagt var mat á mismunandi sviðsmyndir við afnám hafta þar sem gengið var út fráþeirri meginforsendu aðíslenska krónan yrði áfram sá gjaldmiðill sem íslenska hagkerfið hvíldi á. Meginniðurstaða þeirrar sviðsmyndagreiningar var, aðallar þær fjórar sviðsmyndir sem greindar voru fæluí sér sársaukafulla leið við losun hafta fyrir íslenskt efnahagslíf. Fyrrgreindum samtökum þótti því forvitnilegt að fá KMPG til þess að skoða hvaða sviðsmyndir við gætum staðið frammi fyrir, ef gengið væri út frá þeirri forsendu,að þjóðin hafi tekið ákvörðun um aðild að ESB, þar sem upptaka evru væri í farvatninu. KPMG fékk til liðs við sig fjölda sérfræðingasem skipt var í fjóra hópa og þeir beðnir að fjalla um áhrif afnáms hafta á hag heimila og fyrirtækja í þessu ljósi. 
21.jan. 2015 - 17:04 Gylfi Arnbjörnsson

Hvernig tryggjum við sátt um stöðugleika

Undanfarin misseri hefur mikil umræða átt sér stað um mikilvægi stöðugleika og lágrar verðbólgu. Forystumenn á vettvangi stjórnmálanna keppast hver um annan þverann að lýsa yfir staðfastri stefnu síns flokks að verja stöðugleikann, en setja það sjaldan í samhengi við athafnir sínar og ákvarðanir að öðru leiti. Oddvitar núverandi ríkisstjórnar sendu frá sér yfirlýsingu og fyrirheit í nóvember 2013 þar sem fram kom, að
20.sep. 2014 - 18:08 Gylfi Arnbjörnsson

Áhugaleysi ríkisstjórnar um húsnæðisvanda tekjulægstu heimilanna

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, gagnrýndi sveitarfélögin harðlega í vikunni sem leið fyrir að hafa meiri áhuga á fallegum staurum og listaverkum en uppbyggingu félagslegs íbúðahúsnæðis. Benti hún á að engar umsóknir lægju fyrir hjá Íbúðalánasjóði um lán til kaupa á félagslegu íbúðahúsnæði, en samkvæmt lögum veitir sjóðurinn ,,niðurgreidd‘‘ lán til bygginga á félagslegu leiguhúsnæði. En er þetta rétt hjá ráðherranum. Er það svo að sveitarfélögin hafi ekki áhuga á því að sinna þessu verkefni? Ef svo er væri það vitaskuld mjög gagnrýnivert.
19.feb. 2014 - 13:34 Gylfi Arnbjörnsson

Af þróun kaupmáttar fyrir og eftir þjóðarsátt

Stefán Ólafsson prófessor hefur verið á furðulegri vegferð undanfarna mánuði í umfjöllun um kjarasamninga og þróun kaupmáttar. Reyndar á ég oft á tíðum erfitt að skilja hvað hann er að fara en hef látið það eiga sig að fjalla um greinarnar hans. Í nýjustu útleggingu Stefáns gekk hann hins vegar svo fram af mér að ég get ekki látið það vera að bregðast við.
02.feb. 2014 - 17:11 Gylfi Arnbjörnsson

Þegar prófessorar fara með fleipur

Hins vegar krossbrá mér að heyra þá skýringu prófessorsins að sú staðreynd að verkalýðshreyfingin beitti sér fyrir því að almennt launafólk öðlaðist rétt til mannsæmandi eftirlauna með stofnun og rekstri lífeyrissjóðanna hafi í grundvallar atriðum breytt eðli kjarabaráttunnar og vilja og þori hreyfingarinnar til að vinna að hagsmunum sinna félagsmanna. Það er ótrúlegt að maður sem er prófessor skuli leyfa sér að setja svona fullyrðingu fram í því formi ,,að leiða megi líkur að því‘‘ án þess að færa einhver haldbær rök fyrir henni.
31.des. 2013 - 09:14 Gylfi Arnbjörnsson

Launastefna ASÍ og áhrif hennar

Fyrr þá sem ekki vita það, þá er leitun að einhverju landi innan OECD eða Evrópu sem náð hefur eitthvað viðlíka árangri. Þrátt fyrir mestu efnahagskreppu síðan á fjórða áratug síðustu aldar hefur verkalýðshreyfingunni með kjarasamningum sínum ekki bara tekist að verja lægstu launin, heldur auka kaupmátt þeirra umtalsvert.
27.des. 2013 - 14:51 Gylfi Arnbjörnsson

Áhrif mismunandi leiða í kjarabaráttu

Hann hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum yfir hátíðarnar sá ágreiningur sem er milli mín og Vilhjálms Birgissonar (og þeirra sem hann er talsmaður fyrir) varðandi þær leiðir í kjarabaráttunni sem verkalýðshreyfingin og launafólk stendur frammi fyrir.
23.des. 2013 - 13:49 Gylfi Arnbjörnsson

Af ásökunum um aukna misskiptingu vegna nýgerðra kjarasamninga

Síðastliðin laugardag var gengið frá kjarasamningum milli flestra aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands vegna þeirra sem starfa á almennum vinnumarkaði. Þau félög sem ekki gengu frá samningum voru sjómannafélögin, sem staðið hafa í vinnudeilu við LÍÚ síðan 2010, Flugfreyjufélag Íslands og Félag mjólkurfræðinga.
05.okt. 2013 - 19:21 Gylfi Arnbjörnsson

Röng forgangsröðun

Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, fullyrðir í viðtali við Fréttablaðið (sem einnig birtist á www.visir.is) að áherslur ríkisstjórnarinnar sem birtast í fjárlagafrumvarpinu séu ,,ekki á kostnað velferðar‘‘ í landinu.  Ég verð að viðurkenna að þessi orðræða kemur mér sumpart spánskt fyrir sjónir, ef ekki beinlínis ögrandi, því ég les allt aðrar og verri áherslur af þeirri stefnu sem boðuð er með þessu frumvarpi og öðrum athöfnum ríkisstjórnarinnar.  
26.sep. 2013 - 15:30 Gylfi Arnbjörnsson

Lokasvar

Viðbrögð Vilhjálms Birgissonar við grein minni komu mér ekki á óvart. Eins og ég gat um í greininni er það til lítils að skýra hlutina fyrir honum. Það kom mér heldur ekkert á óvart að hann komi sér kerfisbundið undan því að ræða hver líkleg áhrif hugmynda hans um skuldalækkun með ríkisábyrgð hefði – en það er það sem hann hefur ítrekað tönglast á að ég hafi átt að standa fyrir! Ég vil bara árétta nokkur atriði.
26.sep. 2013 - 08:00 Gylfi Arnbjörnsson

Að segja allan sannleikann eða bara hálfsannleika?

Samtök atvinnulífsins settu frá sér áherslur sínar í aðdraganda kjarasamninga. Ég hef fyrir skömmu hér á Pressunni vakið athygli forystumanna SA og almennings á því að nauðsynlegt er að horfa á þróun ýmissa hagstærða í ljósi þeirra aðstæðna sem við búum við, einkum þróun á gengi krónunnar þegar dregin er samanburður milli landa. 
25.sep. 2013 - 14:08 Gylfi Arnbjörnsson

Af hverju vill Vilhjálmur Birgisson vinna fyrir þá vel stæðu?

Af framangreindum ástæðum er mér fyrirmunað að skilja, hvers vegna ég sem forseti ASÍ eða Vilhjálmur Birgisson, sem formaður eins af aðildarfélögum ASÍ, ættum að taka upp hanskann fyrir þá hópa sem best standa í þjóðfélaginu og hafa alla burði til þess að standa undir sínum skuldbindingum þó þeir hafi farið framúr sjálfum sér í skuldsetningu í aðdraganda hrunsins.
16.sep. 2013 - 17:29 Gylfi Arnbjörnsson

Tryggja ,,hóflegar‘‘ launahækkanir lága verðbólgu?

Eina svarið við áskorun forystumanna atvinnulífsins eða ríkisstjórnar um að launafólk stilli væntingum sínum til launabreytinga í hóf er að það er vandséð hvers vegna launafólk ætti að hafa aðrar væntingar til gengis og verðlags en stjórnendur fyrirtækja eða fjárfestar á fjármálamarkaði.  Verðbólguvæntingar þessara aðila hafa verið yfir 4% bæði til skemmri tíma og lengri. Reynslan kennir okkur, að það þarf miklu meira til að breyta verðbólguvæntinum en vonina eina.
05.maí 2013 - 10:27 Gylfi Arnbjörnsson

Forsendur fyrir nýrri þjóðarsátt

Í næstum 15 ár höfum við búið við fljótandi gjaldmiðil sem við verðum að horfast í augu við að hefur ekki tekist að leggja neinn þann grunn að nauðsynlegum stöðugleika. Því verður verkalýðshreyfingin að leggja höfuðáherslu á að ná samstöðu um stefnu og aðgerðir á sviði gengis- og peningamála á næstu mánuðum og misserum.
10.apr. 2013 - 21:06 Gylfi Arnbjörnsson

Söguskýring Davíðs Oddssonar

Það er merkilegt í aðdraganda kosninga hversu lítill tími fer í að ræða það sem skiptir máli til að hér geti þróast svipuð lífskjör og best gerist í nágrannalöndum okkar. Allri orkunni eytt í ræða hvernig við getum látið þann vanda, sem til verður vegna reglubundinna skella sem heimilin og fyrirtækin verða fyrir með gengisfalli krónunnar, hverfa eins og dögg fyrir sólu.
09.mar. 2013 - 14:56 Gylfi Arnbjörnsson

Réttlátara samspil almannatrygginga og lífeyrissjóða

Alþýðusambandið hefur lagt mikla áherslu á mikilvægi þess að breiðsamstaða verði um uppbyggingu og réttindi sem almannatryggingakerfisins. Eftir áratuga bróderi þar sem reynt hefur verið að leysa úr vanda afmarkaðra hópa með sérlausnum hefur kerfið þróast í óskiljanlegt og illaframkvæmanlegt bákn, þar sem alla heildarhugsun hefur vantað.
02.mar. 2013 - 14:00 Gylfi Arnbjörnsson

Hvernig við ráðum við háa vexti

Megingallinn við óverðtryggða vexti á húsnæðismarkaði er, hversu há greiðslubyrði lána verður hér á Íslandi. Enginn vafi er á því að þetta er fylgikvilli íslensku krónunnar, en þegar stjórnmálamenn lýsa því reglulega yfir að markmiðið með sjálfstæðri mynt er að geta látið gengi hennar falla þegar erfiðleikar steðja að í efnahagslífinu verður afleiðingin hærri verðbólga og stöðug óvissa og áhætta af þróun verðlags (stöðugur óstöðugleiki!). Heillavænlegasta leiðin til þess að ráða bót á því til lengri tíma litið að tengja hagkerfið stærra efnahagskerfi eins og aðild að ESB gæti falið í sér, en til skemmri tíma litið er skynsamlegast að festa gengi íslensku krónunnar í skjóli gjaldeyrishaftanna og ná þannig tökum á innri óstöðugleika hagkerfisins.
24.feb. 2013 - 09:30 Gylfi Arnbjörnsson

Í þágu hverra heimila?

Mikið hefur verið fjallað um greiðslu- og skuldavanda heimilanna sem eðlilegt er. Það er hins vegar áhyggjuefni hversu lítið þessi umræða snýst um efnisleg rök um aðdraganda þessa vanda né hver hann eiginlega sé.
11.feb. 2013 - 13:00 Gylfi Arnbjörnsson

Ályktun Halls Magnússonar byggir á misskilningi

Hallur Magnússon skrifaði grein á Eyjuna sl. fimmtudagskvöld og taldi tillögur ASÍ í húsnæðismálum „glapræði“.  Ég ætla ekki elta ólar við frekar ósmekklegar ásakanir Halls um forystu ASÍ „sem viljandi lítur algerlega framhjá stórum göllum kerfisins“ heldur fjalla um gagnrýni hans á málefnalegan hátt. Ég held að það sé líklegri leið til þess að hér sé hægt að taka upp nýtt kerfi húsnæðislána sem þjónar almenningi betur en það sem nú er.
15.jan. 2013 - 20:35 Gylfi Arnbjörnsson

Sala á hlut ríkisins í Landsvirkjun

Á opnum fundi formanns Sjálfstæðisflokksins laugardaginn 12. janúar kom fram að hann teldi mikilvægt að selja allt að fjórðungs hlut í Landsvirkjun til Lífeyrissjóðanna. Taldi hann þetta vera ákveðna málamiðlun milli þeirra sjónarmiða að fyrirtækið yrði áfram í ríkiseigu eða að það yrði einkavætt. Til að setja frekari varnagla taldi Bjarni eðlilegt að ríkið ætti forkaupsrétt að þessum hlut aftur, vildu lífeyrissjóðirnir selja hlutinn.
16.nóv. 2012 - 13:51 Gylfi Arnbjörnsson

Af hverju vill forsætisráðherra að stjórnir lífeyrissjóða brjóti lög?

Þó viðbrögð forsætisráðherra við ákvörðun miðstjórnar ASÍ séu ekki óvænt, vekja þau engu að síður furðu.
13.nóv. 2012 - 09:39 Gylfi Arnbjörnsson

Hvernig lækkum við vexti af húsnæðislánum?

Ef hvoru tveggja næði fram að ganga gætu húsnæðisvextir almennings lækkað í 4,5-4,8% hér á landi. Greiðslubyrði af 3ja herbergja íbúð myndi lækka um 50-70 þús.kr. á mánuði m.v. þau vaxtakjör sem almenningi bjóðast í dag. Málið er svo brýnt og hagsmunirnir eru svo miklir, að einsýnt er að það muni hafa áhrif á framvindu mála hér á allra næstu mánuðum.
15.okt. 2012 - 20:00 Gylfi Arnbjörnsson

Leiðir þátttaka í myntsamstarfi til aukins atvinnuleysis?

Í umræðu um kosti og galla þess fyrir Ísland að stefna að nánara samstarfi Evrópuþjóða og upptöku evru hefur því oft verið haldið á lofti að þá muni atvinnuleysi á Íslandi verða eins og í Grikklandi eða á Spáni. Því sé betra fyrir okkur að halda okkur fyrir utan þetta samstarf og byggja okkar framtíð á sjálfstæðrikrónu sem gjaldmiðil.
23.sep. 2012 - 15:29 Gylfi Arnbjörnsson

Er atvinnuleysi að minnka og störfum að fjölga?

itt af meginmarkmiðum verkalýðshreyfingarinnar í tveimur undangengnu kjarasamningum hefur verið að skapa forsendur fyrir aukinni atvinnu og tekjum almenns launafólks.
09.jún. 2012 - 16:46 Gylfi Arnbjörnsson

ASÍ þarf enga afsökun fyrir að styðja ekki LÍÚ!

Þorsteinn Pálsson skrifaði eina af sínum vangaveltum af sjónarhóli í dag, laugardag, þar sem hann velti því fyrir sér hvort ASÍ væri að nota ólögmætar aðgerðir útgerðarmanna sem einhverja afsökun fyrir því að taka ekki til varnar okkar fólki og sakar forystu sambandsins að standa sig ekki í stykkinu. Vegna þessarar ummæla er rétt að benda Þorsteini og öðrum á nokkur atriði í þessari umræðu.
14.apr. 2012 - 16:10 Gylfi Arnbjörnsson

Kaupmáttur dagvinnulauna í 100 ár

Við hjá Alþýðusambandinu höfum auðvitað lengi fylgst með þróun raunlauna í landinu, bæði í samstarfi við Hagstofu Íslands og Samtök atvinnulífsins ásamt okkar aðildarfélögum, því ekkert upptekur huga okkar meira en kjör okkar fólks, einkum kaupmáttur þess!
23.mar. 2012 - 14:00 Gylfi Arnbjörnsson

Yfirlýsing: Iceland Express virði kjarasamninga

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ segir mikilvægt að Iceland Express virði kjarasamninga og telur viðbrögð talsmanna Iceland Express við verkfallsboðun Flugfreyjufélags Íslands ótrúverðug í ljósi fyrri úrskurðar Félagsdóms um gildandi forgangsréttarákvæði í kjarasamningi félagsins við Samtök atvinnulífsins fyrir hönd þessa fyrirtækis.
20.feb. 2012 - 17:00 Gylfi Arnbjörnsson

Gengi, laun og framlegð í sjávarútvegi

Að undanförnu hefur verið nokkur umræða um auðlindaskatt og framlegð í sjávarútvegi, m.a. í kjölfar þess að Hagstofa Íslands birti niðurstöðu sína um afkomu í sjávarútvegi fyrir árið 2010. Í þessari umræðu hafa menn dregið ansi víðtækar ályktanir út frá afkomu sjávarútvegs frá hruni, afkoma sem fyrst og fremst á sér skýringar í falli krónunnar fremur en framleiðni eða raunverulegrar verðmætasköpunar. Bæði finnst mér fræðimenn ganga allt og langt í að skilgreina þessa miklu framlegð sem einhver grunn að álagningu auðlindaskatts og eins hafa stjórnmálamenn gripið þetta á lofti og áforma að skattleggja þessa framlegð verulega. Þó Alþýðusambandið telji mikilvægt að þjóðin fái notið þeirra verðmæta sem sjávarútvegurinn gefur af sér, er jafnframt mikilvægt að skoða þessi mál í samræmi við það ójafnvægi sem einkennir okkar þjóðarbúskap. Hér þurfa menn að staldra aðeins við. 
17.feb. 2012 - 16:00 Gylfi Arnbjörnsson

Af hverju vilja stjórnmálamenn ekki að landsmenn njóti lægri vaxta?

Nú hefur Hæstiréttur fellt enn einn dóminn um réttarstöðu skuldara og lánardrottins og kemst að þeirri niðurstöðu að þrátt fyrir að dómurinn hafi áður talið að gengistrygging höfuðstóls lána í íslenskum krónum væri ólögmæt gefi það hvorki Alþingi né öðrum heimild til þess að breyta öðrum ákvæðum viðkomandi lánasamninga með afturvirkum hætti. Því var afturvirkni ákvæða laga nr. 151/2010 dæmd ómerk. Þetta kemur okkur hjá ASÍ ekkert á óvart, enda vöruðum við bæði viðskiptaráðherra og Alþingi við að þessi ákvæði stangist á við ákvæði kröfuréttar og þar með stjórnarskrána. Reyndar töldum við einnig miklar efasemdir um að Alþingi hefði yfirhöfuð heimild til þess að breyta innihaldi lánasamninga eftirleiðis nema með samkomulagi milli skuldara og kröfuhafa. Þessi niðurstaða Hæstaréttar er einnig í samræmi við fyrri dóm réttarins þar sem ákvæði 3. mgr. 9. gr. og 12. gr. laga nr. 32/2009 væru hluti kröfuréttar sem varinn væri af 72. gr. stjórnarskrárinnar, í það sinn var það kröfuhafa til góða. 
14.feb. 2012 - 16:40 Gylfi Arnbjörnsson

Af samspili lífeyrisréttinda og almannatrygginga

Í fréttum RÚV í síðustu viku var fjallað um tengsl greiðslna úr lífeyrissjóðum við greiðslur úr almannatryggingum hjá Tryggingastofnun. Af umfjölluninni mætti ætla að greiðslur úr lífeyrissjóðunum skipti ekki neinu máli varðandi þau réttindi sem almenningur nýtur – að það skipti ekki neinu máli að hafa greitt í lífeyrissjóð. Svo er sem betur fer ekki, en ljóst er að stjórnvöld hafa gengið allt of langt í að skerða réttindi í almannatryggingum vegna greiðslna frá lífeyrissjóðum. 
12.feb. 2012 - 17:20 Gylfi Arnbjörnsson

Furðuleg og óvægin umræða

Í kjölfar útgáfu skýrslu rannsóknarnefndar um starfsemi lífeyrissjóðanna fyrir rúmri viku hefur mikil umræða verið um stöðu lífeyrissjóðanna sem eðlilegt er.  Skýrslan er vönduð og margar ábendingar og tillögur að því sem betur má fara í starfsemi sjóðanna og þeim kjarasamningi og lögum sem um þá gilda. Því miður hefur umræðan undanfarna viku einkennst af þeirri fjölmiðlun sem hér hefur verið að færast í vöxt á síðustu misserum þar sem lítt er hugað að staðreyndum eða málefnalegri nálgun. Áhersla er lögð á uppslátt og æsifréttir, ráðist er að þeim einstaklingum sem valdir hafa verið af félögum sínum til að gæta hagsmuna þeirra gagnvart þeim mikilvægu réttindum sem lífeyrissjóðirnir okkar geyma og þess krafist að þeir axli ábyrgð og segi af sér hið snarasta. Vissulega er margt sem aflaga fór á þessum árum og mikilvægt að við drögum lærdóm af – ekki bara hjá lífeyrissjóðunum heldur almennt í þessu þjóðfélagi.  Í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis var til að mynda afhjúpaður veruleiki sem var vægast sagt ógeðfelldur. Engu að síður er vert að hafa í huga að þó lífeyrissjóðirnir hafi tapað miklum fjármunum tókst stjórnum og stjórnendum þeirra með dreifðri eignasamsetningu og áhættuvörnum að verja verulega fjármuni þannig að lífeyrissjóðirnir eru nánast einu stofnanirnar á fjármálamarkaði sem ekki hrundu til grunna árin 2008 og 2009.
06.feb. 2012 - 09:00 Gylfi Arnbjörnsson

Rannsóknarskýrslan um starfsemi lífeyrissjóðanna

Á föstudaginn skilaði sérstök óháð rannsóknarnefnd sem Ríkissáttasemjari skipaði að ósk Landssambands lífeyrissjóða niðurstöðu sinni á úttekt á fjárfestingarstefnu, ákvarðanatöku og lagalegu umhverfi lífeyrissjóðanna í aðdraganda hrunsins 2008. Segja má að aðdragandi þessa máls hafi verið umræða og ályktun á ársfundi ASÍ árið 2009 um mikilvægi þess að ráðist verði í slíka rannsókn, með það að markmiði að gera hreint fyrir dyrum gagnvart félagsmönnum okkar og sjóðsfélögum. Miðstjórn ASÍ ákvað síðan í kjölfarið að óska eftir samstarfi við Samtök atvinnulífsins um málið og lögðu samtökin sameiginlega til við ársfund Landssambands lífeyrissjóða vorið 2010 að landssambandið stæði fyrir slíkri úttekt. Var það samþykkt samhljóða og liggur sú skýrsla nú fyrir. 
12.jan. 2012 - 17:00 Gylfi Arnbjörnsson

Að grafa undan gjaldmiðli

Ritstjóri Morgunblaðsins er greinilega pirraður yfir því að Alþýðusambandið hefur á undanförnum mánuðum lagt fjárhagslegt og efnahagslegt mat á áhrif íslensku krónunnar á hag landsmanna. Sérstaklega höfum við beint sjónum okkar að ákvörðun stjórnvalda um að fleyta íslensku krónunni í mars árið 2001. Við þær aðstæður stóð þjóðin frammi fyrir ákveðnu vali á fyrirkomulagi gengismála eftir að forsendur þeirrar fastgengisstefnu, sem verið hafði hornsteinn þess stöðuleika sem komst á með gerð þjóðarsáttarsamninganna árið 1990, brustu með miklu gengisfalli krónunnar. Það er einnig vert að minna á það að á þingi ASÍ í október 2000 var samþykkt ályktun þar sem stjórnvöld voru hvött til þess að hefja undirbúning að því að sækja um aðild að ESB og upptöku evrunnar.
07.jan. 2012 - 11:00 Gylfi Arnbjörnsson

Af merkilegheitum og ómerkilegheitum í málflutningi

Þau tíðindi urðu hvað merkilegust á formannafundi aðildarfélaga ASÍ fimmtudaginn 5. janúar að Vilhjálmur Birgisson lýsti sig sammála mati mínu á þeirri stöðu sem uppi væri við endurskoðun kjarasamninga. 
19.des. 2011 - 10:00 Gylfi Arnbjörnsson

Um vexti og róttækar breytingar

Ólafur Margeirsson, doktorsnemi í hagfræði, skrifaði um daginn grein um vexti á Íslandi þar sem hann fjallaði m.a. um afstöðu okkar á Alþýðusambandinu um það hvernig við best getum lækkað vaxtastigið. Nálgun Ólafs er fagleg og sem slík mikilvægt innlegg í umræðuna, þó ég telji hann að sumu misskilja upplegg okkar. Ég held að efnislega sé ekki mikill ágreiningur á milli okkar, sem ég ætla að reyna að benda á hér og í leiðinni skerpa á nokkrum atriðum í málinu.

14.des. 2011 - 14:00 Gylfi Arnbjörnsson

Evrópa er á fleygi ferð - samkomulag um aukið samstarf og aðhald í ríkisfjármálum

Þróun Evrópu er svo hröð að maður er vart búin að átta sig á þeim vandamálum sem upp koma þegar svör verða að liggja fyrir ef ekki á illa að fara. Skulda- og afkomuvandi einstakra ríkja Evrópu sem á rót sína að rekja til bæði óráðsíu og slakrar hagstjórnar en einnig þeirra dýru bankabjörgunarpakka sem ríkin efndu til hefur gert miklar kröfur til leiðtoga Evrópuríkjanna. Umfang þessa vanda hefur hnykkt í stoðum ESB og evrunnar og opinberað enn á ný þann vanda sem sameiginleg mynt hefur búið við og það skortur á samræmdri stefnu í ríkisfjármálum.
12.des. 2011 - 12:00 Gylfi Arnbjörnsson

Hvernig getum við lækkað húsnæðisvexti heimilanna?

Alþýðusambandið hefur frá upphafi látið sig húsnæðismál varða, bæði framboð af íbúðarhúsnæði á viðráðanlegum kjörum sem og vexti og fjármögnun húsnæðiskerfisins.
10.des. 2011 - 16:00 Gylfi Arnbjörnsson

Hvað kostar sveigjanleg króna heimilin í landinu?

Í byrjun árs 2001 gáfust íslensk stjórnvöld upp á því að halda gengi íslensku krónunnar stöðugu m.v. helstu viðskiptamyntir (fastgegnisstefnan). Þess í stað var krónunni fleytt og Seðlabankinn tók upp verðbólgumarkmið. ASÍ lagði til árið 2000 að farin yrði önnur leið sem tryggði stöðugleika í gengi og verðlagi; að sótt yrði um aðild að ESB og í framhaldinu yrði tekin upp evra. Stjórnmálamenn töldu hins vegar mikilvægara að halda í sveigjanlegan gjaldmiðil. Niðurstaða stjórnmálamannanna kallaði því miður yfir okkur miklar gengissveiflur og verðbólgu eins og við sýndum fram á í síðustu grein. 
04.des. 2011 - 11:00 Gylfi Arnbjörnsson

Háir vextir fylgifiskur fallvaltrar krónu

Mikil og heit umræða hefur verið hér á landi um vexti og verðtryggingu húsnæðislána í kjölfar efnahagshrunsins haustið 2008.  Hrun krónunnar leiddi til mikillar hækkunar á verðbólgu sem aftur leiddi til mikillar hækkunar á vöxtum – bæði vegna verðtryggingar og mikillar hækkunar nafnvaxta. Fram að hruni hafði skuldsetning heimilanna vaxið hröðum skrefum. Bankarnir voru ágengir í markaðssetningu sinni og buðu allt að 100% fjármögnun á bílakaupum, fellihýsum, sumarbústöðum og íbúðarhúsnæði til viðbótar við mikið úrval neyslulána í formi veltikorta, kreditkorta og annarra skammtímalána. Og lánin var hægt að taka í allskyns erlendum myntum. Landsmenn voru því illa búnir undir gengishrun og verðbólguskot. Mikill skulda- og greiðsluvandi blasti við fjölmörgum heimilum.
28.júl. 2011 - 10:00 Gylfi Arnbjörnsson

Gengi, búvörur og verðbólga

Að undanförnu hefur mikil umræða verið um hækkun verðbólgunnar og er það eðlilegt þar sem þróun  verðlags skiptir sköpum um afkomu heimilanna og lífskjör. Það er einnig hefðbundið þegar verðbólgan fer af stað, að enginn telur sig ábyrgan og allir telja sig sitja eftir eða eiga eitthvað inni. Ef ekki dugar að horfa til s.l. mánaða er gjarnan leitað lengra aftur í tímann til að finna hentuga viðmiðun – jafnvel aftur til ársins 2005!
09.nóv. 2010 - 10:00 Gylfi Arnbjörnsson

Enn um langtíma ávöxtun lífeyrisréttinda

Ólafur Margeirsson svaraði grein minni um mismunin á vöxtum á íslenskum fjármálamarkaði og þeirri forsendu sem notuð er í lífeyriskerfinu varðandi útreikning lífeyrisréttinda í framtíðinni og þakka ég honum fyrir það. Það er afar mikilvægt að fagleg skoðanaskipti séu um þessa forsendu lífeyrissjóðanna sem og aðrar forsendur í tryggingafræðilegu uppgjöri.

05.nóv. 2010 - 09:20 Gylfi Arnbjörnsson

Ávöxtun lífeyrissjóðanna og vextir

Ólafi Margeirssyni, doktorsnemi í hagfræði í Exeter í Bretlandi, hefur orðið tíðrætt um þá forsendu sem íslenska lífeyriskerfið byggir á varðandi langtíma raunávöxtun eigna þegar réttindi sjóðsfélaga eru ákvörðuð marga áratugi fram í tímann. Nú veit ég ekki í hvaða grein hagfræðinnar Ólafur er að vinna sér doktorsnafnbót í, en sannast sagna er þrálátur misskilningur hans á hugtakinu langtíma raunávöxtun lífeyrissjóðanna og vaxtaákvarðanir á markaði farin að verða dálítið vandræðalegur.

27.okt. 2010 - 09:30 Gylfi Arnbjörnsson

Af kröfugerð verkalýðsfélaganna

Svavar Gestsson, fyrrverandi Alþingismaður, skrifaði grein í Fréttablaðið nýverið um kröfugerð verkalýðsfélaganna og veltir vöngum yfir afstöðu og áhuga ASÍ til húsnæðismála. Greinilegt er af umfjölluninni að Svavar hefur dvalið lengi erlendis sem sendiherra og ekki fylgst með umræðunni. Grundvallarstef í stefnu og starfi ASÍ hefur frá upphafi verið og er enn öruggt og mannsæmandi íbúðarhúsnæði fyrir almennt launafólk. Krafa um bæði almenn og félagsleg húsnæðisúrræði hér á landi á viðráðanlegum kjörum eru undan rifjum hennar runnin sbr. verkamannabústaðakerfið og almenna húsnæðiskerfið. Fjármögnun framkvæmda og almennra lánveitinga er og hefur verið á verksviði hennar og lífeyrissjóðanna. Nefna má byggingu verkamannabústaðanna við Hringbraut á þriðja áratugnum, samkomulags ASÍ við stjórnvöld árið 1964 um byggingu íbúða í Breiðholti og samkomulagsins um verulega hækkun lána Húsnæðisstofnunar ríkisins 1986 sem dæmi um þetta.
17.okt. 2010 - 13:09 Gylfi Arnbjörnsson

Hið sanna um afstöðu ASÍ til lausnar á greiðslu- og skuldavanda heimilanna

Undanfarna daga hafa ýmsir aðilar leyft sér að rangtúlka og afvegaflytja afstöðu ASÍ til greiðslu- og skuldavanda heimilanna. Fjölmiðlar hafa ýmist lagt forseta ASÍ orð í munn eða lagt rangt mat á okkar málflutning.  Nú síðast hafa Hagsmunasamtök heimilanna verið með ótrúlegar fullyrðingar um afstöðu okkar í málinu.
04.maí 2010 - 09:50 Gylfi Arnbjörnsson

Af ávöxtun lífeyrissjóðanna og meintu hruni þeirra

Af skiljanlegum ástæðum hefur mikil umræða verið um stöðu lífeyriskerfisins í kjölfar hruns fjármálakerfisins og áhrif þess á lífeyrisréttindi okkar félagsmanna. Ljóst er að hrunið kemur mjög misjafnlega niður á lífeyriskerfinu, þar sem sjóðsfélagar almennu lífeyrissjóðanna og ,,frjálsu‘‘ lífeyrissjóðanna  standa frammi fyrir því að þurfa að þola lækkun réttinda á meðan sjóðafélagar opinberu lífeyrissjóðanna þurfa þess ekki vegna ábyrgðar ríkis og sveitarfélaga á öllum réttindum.
20.apr. 2010 - 16:25 Gylfi Arnbjörnsson

Tillaga ASÍ um mótun efnahagsáætlunar

Þrátt fyrir að margt hafi vel tekist við endurreisn efnahagslífsins, er ljóst að þessi sáttmáli hefur ekki reynst sá vettvangur umræðu og ákvarðanatöku  sem vænst var. Ítrekaðar tafir hafa orðið á framvindu áætlunar AGS og stjórnvalda m.a. vegna deilunnar um Icesave reikninganna.
31.mar. 2010 - 13:40 Gylfi Arnbjörnsson

Alvarlegar blikur á lofti – samstarf í uppnámi

Strax í kjölfar þess að efnahagskerfi okkar hrundi í byrjun október 2008 setti Alþýðusamband Íslands
sér skýr markmið um að verja yrði hag launafólks og heimilanna. Lögð var áhersla á þann gríðarlega
greiðslu- og skuldavanda sem blasti við og að unnið yrði hratt að endurreisn efnahags- og atvinnulífs.
Markmiðið var skýrt og verkefnið stórt því draga varð úr tekjutapi og kaupmáttarrýrnun launafólks og
skapa forsendur fyrir fjölgun starfa til þess að mæta hratt vaxandi atvinnuleysi.
09.mar. 2010 - 19:35 Gylfi Arnbjörnsson

Getum við treyst brennuvarginum fyrir kyndlinum?

Þetta var merkileg yfirlýsing. Gerir ráðherrann sér ekki grein fyrir því hvað hann er að segja? Er formaður Vinstri Grænna að hlakka yfir því að samkeppnisstaða íslenskra fyrirtækja hafi verið bætt með því að lækka laun hér á landi um helming mælt í evrum? Er það gott fyrir launafólk að missa fjórðung eigna sinna og kaupmáttar á einu bretti?
03.feb. 2010 - 10:30 Gylfi Arnbjörnsson

Hver á að skilgreina hagsmuni félagsmanna ASÍ?

Magnús Orri Schram skrifar í gær pistil þar sem hann spyr hverjir séu hagsmunir félagsmanna ASÍ og fagna ég því að hann sé að leita eftir því – þó hann telji sig hafa sjálfstætt umboð til að svara spurningunni sjálfur. Ég fagna því hins vegar að Magnús Orri leggi sig fram um það að finna leiðir til þess að efla atvinnulífið og fjölga störfum. Ég hef lengi talað fyrir því að viðbrögð við atvinnuleysi sé og eigi að vera eitt af helstu forgangsverkefnum Alþingis, þó ég telji þingmanninn vaða reyk með þessa tillögu.
30.jan. 2010 - 11:38 Gylfi Arnbjörnsson

Samfylkingarmaður á villigötum

Magnús Orri Schram skrifaði pistil fyrir skömmu þar sem hann tekur undir með Sjálfstæðisflokknum um að skattleggja séreignasparnað landamanna, en í stað þess að greiða niður halla ríkissjóðs vill hann að þessum tekjum verði ráðstafað í uppbyggingu atvinnulífsins. Við þessum hugleiðingum Magnúsar Orra er nauðsynlegt að bregðast af tveimur ástæðum.

Gylfi Arnbjörnsson
Netfang: gylfi@asi.is
Forseti ASÍ frá október 2008.
Námsferill:
Samvinnuskólinn að Bifröst
Meistaragráðu í byggðahagfræði og vísindaheimspeki frá Verslunarháskólanum í Kaupmannahöfn 1985
Starfsferill:
Deildarstjóri viðskiptadeildar Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki 1986-1988.
Hagfræðingur ASÍ hjá Kjararannsóknarnefnd frá 1989, hjá ASÍ frá 1992 og forstöðumaður hagdeildar ASÍ frá 1994 til 1997.
Framkvæmdastjóri Eignarhaldsfélagsins Alþýðubankinn (EFA) hf. 1997-2001.
Framkvæmdastjóri ASÍ 2001-2008.
Stjórnarstörf:
Sat í stjórnum fjölda sprotafyrirtækja f.h. EFA 1997-2001.
Sat í stjórn Evrópusamtaka áhættufjárfesta 1999-2001.
Situr í stjórn Norrænu verkalýðssamtakanna og Evrópusamtaka verkalýðsfélaga.
Stjórnarformaður Starfsendurhæfingarsjóðs.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 27.12.2017
Koestler og bæjarstjórnarkosningar
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 30.12.2017
Koestler og tilvistarspekingarnir
Börkur Gunnarsson
Börkur Gunnarsson - 02.1.2018
Konan talar upp úr svefni
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 05.1.2018
Tvöföldun Vesturlandsvegar við Kjalarnes
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 06.1.2018
Bókabrennur
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 11.1.2018
Ísland hefur leik á EM í Króatíu
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 13.1.2018
Trump, Long og Jónas frá Hriflu
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 17.1.2018
Því var bjargað sem bjargað varð
Börkur Gunnarsson
Börkur Gunnarsson - 18.1.2018
Þegar ég verð borgarstjóri
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 20.1.2018
Líftaug landsins
Fleiri pressupennar