31. ágú. 2017 - 14:57Dísa Bjarnadóttir

Ég vil bara fá að vera ein

„Ég vil vera látin í friði.“ Þessa setningu tengja margir við leikkonuna Gretu Garbo. Konan sem dró sig í hlé en var samt fræg og goðsagnakennd. Ég fór að hugsa um það um daginn af hverju hún vildi vera ein, hvað kom eiginlega fyrir hana, hvernig gerðist það að hún hætti algjörlega að leika í kvikmyndum og sneri aldrei til baka og hvert fór hún eiginlega?

      Til þess að byrja að reyna að skilja Greta verður maður að byrja á byrjuninni. Hún fæddist Greta Lovisa Gustafsson í Stokkhólmi, yngst þriggja systkina. Hún ólst upp við mikla fátækt í einu af fátækari hverfum Stokkhólms á þeim tíma. Haft er eftir henni um barnsæsku sína:

...ég upplifði eilífan gráleika, þar sem pabbi sat í einu horninu og skrifaði tölur á dagblöð og mamma í hinu horninu að reyna að gera við gömul föt til að hægt væri að nota þau lengur, á meðan við systkinin sátum með kvíðahnút í maganum. Slík kvöld voru minnistæð fyrir viðkvæma, brothætta stúlku.

    Hún var feimin einfari sem kaus að leika sér ein en hafði mikið ímyndunarafl. En Greta byrjaði að nýta þessa viðkvæmni í leiklist. Fyrst var Greta uppgötvuð af sænskum leikstjóra að nafni Mauritz Stiller. Þau gera saman eina mynd sem nær athygli Louis B. Mayer í Hollywood. Sumir segja að Stiller hafi heimtað að Greta fylgdi honum til Hollywood, aðrir segja að hún hafi verið uppgötvuð og hann fylgt henni. En þau komust bæði til Hollywood, þegar Greta var bara tvítug og talaði ekki stakt orð í ensku. Það fyrsta sem stóru kvikmyndaframleiðendurnir létu gera við Gretu þegar hún mætti á svæðið var að láta rétta í henni tennurnar og setja hana í megrun. Greta fékk að leika í einni þögulli mynd undir leikstjórn vinar síns og leiðbeinanda Mauritz Stiller. Honum gekk illa að tjá sig á ensku og vinna með öðrum svo að ferill hans náði ekki glæstum hæðum. En Greta varð hinsvegar stjarna. Gagnrýnendur sögðu að það væri einfaldlega eitthvað við hana, einhverjir töfrar, sem að fönguðu áhorfandann. Um hana var skrifað að með minnstu hreyfingum, jafnvel andlitshreyfingum, gæti hún túlkað innra líf þeirrar persónu sem hún var að leika.

    Á þessum tíma byrjaði Greta að hafa ýmsar sérþarfir. Hún vildi ekki hafa marga í kringum sig þegar hún var að vinna og vildi helst loka sig af og fá að vera sem mest í friði. Þegar hún var spurð hvers vegna hún væri með þessar óskir svaraði hún ,,þegar ég er ein get ég leikið betur með andlitinu."

    Á meðan að frægð Gretu jókst hægt og þétt hélt hún áfram að kjósa einveru. Hún gaf ekki eiginhandaráritanir, mætti helst ekki í viðtöl eða á blaðamannafundi og ekki á Óskarsverðlaunahátíðina, jafnvel þó að hún væri tilnefnd sem besta leikkona í aðalhlutverki. Í fyrstu fannst yfirmönnum hennar hjá kvikmyndaverinu þetta óásættanleg framkoma en smám saman byrjuðu þeir að nýta sér þetta. Þannig jókst dulúðin í kringum hana enn meira.

   Í myndinni Grand Hotel kemur fyrst fram línan "I want to be alone, I just want to be alone!" sem var kennd við Gretu alla tíð síðan. Eitthvað var listin að leika eftir lífinu þarna, vegna þess að 36 ára gömul ákveður Greta að nú skuli gott heita og dregur sig í hlé frá kvikmyndaleik. Hún flutti til New York borgar sem er alltaf yfirfull af fólki og sér til dægradvalar fór hún í langa göngutúra. Kvikmyndastjarnan bjó í þessari stóru borg og blandaðist inn í mannmergðina. Með stór sólgleraugu.

   Það eru til getgátur um hvers vegna hún dró sig í hlé. Sumir segja að hún hafi verið með kvíðaröskun sem fólst í því að vera hrædd við mannmergð. Aðrir segja að hún hafi verið þunglyndissjúklingur. Í dag er hún dáin og það er erfitt að segja til um hvers vegna hún vildi fá að vera látin í friði. Kannski væri nær að spyrja, hvers vegna ég sé að velta því fyrir mér af hverju Greta vildi þessa einveru. Óráðin gáta.
25.sep. 2017 - 13:11 Dísa Bjarnadóttir

Ég ætla að lifa geðhvörfin af

Það átti sér langan aðdraganda að ég ákvað að fara upp á Landspítala að leita læknishjálpar. Ég var búin að reyna að ráða við þetta sjálf, með hjálp góðs geðlæknis en þarna var ég búin að spila rassinn úr buxunum. Eyða pening sem ég átti ekki. Fara með skólafélögum í ferðalag þar sem ég misnotaði vini mína með glannagangi, yfirgang og ólátum. Félagar mínir og vinir hringdu í mömmu mína, sem kom með minni bestu vinkonu að ná í mig. Þegar ég kom heim og átti að hvíla mig gat ég það ekki. Það er ekki hægt að segja manneskju í geðhæð að slappa nú bara af. Eins og það er ekki hægt að segja manneskju sem er veik af þunglyndi eða kvíða að fara út að skokka eða horfa á sólina til að líða betur.
18.sep. 2017 - 10:09 Dísa Bjarnadóttir

Mitt líf með Madonnu

Madonna var fyrsta uppáhalds söngkonan mín. Ein af mínum fyrstu minningum er ég að dansa með Tinnu frænku í undirpilsi sem þýtur upp í loft þegar maður snýr sér í hringi, inni í stofu að hlusta á Madonnu. Síðan höfum við báðar elst og hún hefur gert alls konar tónlist, verið með hinum og þessum mönnum, átt börn, ættleitt börn, en hún er nú alltaf sama Madonnan. Sú eina sanna. Og ég er bara Dísa.
17.nóv. 2011 - 11:00 Dísa Bjarnadóttir

Facebook og abbó

Oh, feisbúkk, feisbúkk, feisbúkk. Þú ert eins og kærasti sem mig langar að losna við en næ ekki að slíta mig frá. Eða, þar sem ég hef í raun aldrei átt kærasta beint, þá ertu kannski eins og sjónvarpsþáttur sem ég veit að er tímaeyðsla og rugl að horfa á en horfi alltaf samt. Ó feisbúkk, ég á í ástar/hatur sambandi við þig.
16.nóv. 2011 - 09:00 Dísa Bjarnadóttir

Skólar lífsins

Gamla góða vinkona mín hún Anna Soffía, eftir að hafa lesið það sem ég skrifaði í sjálfsvorkunnarkasti um atvinnuleysið mitt, var að benda mér á það að Aktu Taktu væri að auglýsa eftir fólki. Vá, Aktu-Taktu, ég eyddi nokkrum mánuðum þar þegar ég var ung og vitlaus og ég brosi út í annað þegar ég hugsa um hvað við vorum allar fyndnar og vitlausar þá; sérstakleg ég. Það koma svo margar minningar upp í hugann að ég gæti skrifað um þær heila bók. (Ef það er einhver útgefandi að lesa…..sendu mér ímeil, bókin tæki enga stund og myndi vera ógeðslega fyndin og skemmtileg, en ég þarf að fá borgað a.m.k. smá fyrirfram.)
12.nóv. 2011 - 09:00 Dísa Bjarnadóttir

Mig vantar ógisslega mikið vinnu!!

Þó að ég sé með háskólamenntun í blaðamennsku frá fínum skóla hafa aðstæður mínar verið þannig að ég hef ekki beint getað elt alla mína drauma um að verða næsta Oprah Winfrey eða Edda Andrésdóttir. (Ég er samt að reyna aðeins núna.)
07.nóv. 2011 - 18:00 Dísa Bjarnadóttir

Aðeins of mjó, aðeins of feit: Alveg passleg!

Smá játning frá mér. Þar sem ég bý í USA get ég ekki staðist slúðurblöðin. Sérstaklega ekki þegar ég kemst í þau ókeypis eins og í líkamsræktinni þar sem ég er meðlimur. Tíminn er bara svo asskoti fljótur að líða þegar maður flettir í gegnum eitt svona sorprit af verstu sort.

Dísa Bjarnadóttir
„Ég mallaði þetta bara sjálf, ef mig skyldi kalla.“
Apotek: Food&Fun feb. 2018
Sigrún Dóra Jónsdóttir
Sigrún Dóra Jónsdóttir - 30.1.2018
Til varnar sonum mínum
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 22.1.2018
Átökin um landið helga
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 25.1.2018
Þjóðviljinn var hlutlausari en Kjarninn
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 27.1.2018
Andmælti Davíð, en trúði honum samt
Ingrid Kuhlman
Ingrid Kuhlman - 31.1.2018
Hvenær ertu búinn að aðlagast?
Lovísa María Emilsdóttir
Lovísa María Emilsdóttir - 31.1.2018
Æfðu þig í að finna fyrir gleði, þakklæti og hamingju!
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 05.2.2018
Ríkari mannréttindavernd barna á Íslandi
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 09.2.2018
Uppgjör í verkalýðshreyfingunni!
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 12.2.2018
Spurning drottningar
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 12.2.2018
Hún líka
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 16.2.2018
Viðkvæmir Píratar
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 15.2.2018
Spáð í spilin
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.2.2018
Hugleiðingar á 65 ára afmælinu
Fleiri pressupennar