Buddy Holly
03. okt. 2010 - 10:15Buddy Holly

Flugeldasýning í Austurbæ! - MYNDIR

Atriðið með Buddy, Ritchie og Big Bopper á lokatónleikum sínum í Clear Lake.

Atriðið með Buddy, Ritchie og Big Bopper á lokatónleikum sínum í Clear Lake.

Forsýningar eru hafnar á Buddy Holly söngleiknum sem frumsýndur verður í Austurbæ fimmtudaginn næstkomandi 7. október. 

Sýningin er öll að lifna við og Austurbær gengur í endurnýjun lífdaga. Smiðir, málarar, leikarar, tónlistarmenn og allskyns fólk hefur unnið hörðum höndum, dag og nótt, við að koma sýningunni og Austurbæ í sem glæsilegasta horf. Þessana dagana er verið að leggja lokahönd á verkið og er Austurbær tilbúinn að taka á móti þeim mörg þúsundum manna sem ætla sér að sjá Buddy Holly söngleikinn á næstu vikum. Miðað við stemninguna í salnum og ekki síður uppi á sviði er óhætt að fullyrða að Buddy Holly söngleikurinn sé sannkölluð flugeldasýning.


Hér má sjá myndir af Austurbæ sem og myndir úr sýningunni:
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 04.ágú. 2010 - 17:00 Buddy Holly

Fetar í fótspor Lou Diamond Philips

Landsþekkti söngvarinn og tónlistarmaðurinn Sigurjón Brink, hefur tekið að sér að feta í fótspor leikarans Lou Diamond Philips og leika rokkgoðsögnina Ritchie Valens í Buddy Holly söngleiknum. Holly og Valance létust í flugslysi árið 1959 ásamt flugmanni vélarinnar og The Big Bopper.
03.ágú. 2010 - 16:00 Buddy Holly

Þaulreyndir þáttastjórnendur Stundarinnar okkar saman í eina sæng

Gunni og Felix Gunnar Helgason leikstjóri leitar ekki langt yfir skammt þegar kemur að því að velja í burðarrullur Buddy Holly söngleiksins, sem frumsýndur verður 7. október næstkomandi í Austurbæ, en hann hefur fengið Felix Bergsson til að leika The Big Bopper sem var einn af rokkstjörnum sjötta áratugarins, en lést ásamt Buddy Holly í flugslysinu árið 1959 eins og frægt er orðið.
02.ágú. 2010 - 15:40 Buddy Holly

Úr einum bransa í annan

Heiða Ólafsdóttir Heiða Ólafsdóttir hin landsþekkta stórsöngkona, kynþokkafyllsta kona landsins (samkvæmt hlustendakönnun Rásar 2 fyrr á árinu) og nýútskrifuð leikkona frá New York var ekki lengi að koma sér inn í leiklistarbransann á íslandi.
1 2 3 

Buddy Holly

Hér munu allir geta fylgst með æfingaferlinu á Buddy Holly söngleiknum.

Ingó úr Veðurguðunum leikur goðsögnina Buddy Holly, æfingar hefjast 30. ágúst og frumsýning er 7. október í Austurbæ.

Við birtum baksviðs myndir frá æfingum og leikararnir segja frá sínum upplifunum í gegnum allt æfingatímabilið og fram yfir frumsýningu..

Skemmtilegar og krassandi sögur frá því sem gerist bakvið tjöldin.

Spennandi tilboð og boðsmiðar í boði þegar nær dregur.

Þú gætir séð Buddy Holly söngleikinn á undan öllum öðrum í blábyrjun október.

Nánari upplýsingar um aðstandendur sýningarinnar og leikara má finna á bravo.is.