Buddy Holly
03. okt. 2010 - 10:15Buddy Holly

Flugeldasýning í Austurbæ! - MYNDIR

Atriðið með Buddy, Ritchie og Big Bopper á lokatónleikum sínum í Clear Lake.

Atriðið með Buddy, Ritchie og Big Bopper á lokatónleikum sínum í Clear Lake.

Forsýningar eru hafnar á Buddy Holly söngleiknum sem frumsýndur verður í Austurbæ fimmtudaginn næstkomandi 7. október. 

Sýningin er öll að lifna við og Austurbær gengur í endurnýjun lífdaga. Smiðir, málarar, leikarar, tónlistarmenn og allskyns fólk hefur unnið hörðum höndum, dag og nótt, við að koma sýningunni og Austurbæ í sem glæsilegasta horf. Þessana dagana er verið að leggja lokahönd á verkið og er Austurbær tilbúinn að taka á móti þeim mörg þúsundum manna sem ætla sér að sjá Buddy Holly söngleikinn á næstu vikum. Miðað við stemninguna í salnum og ekki síður uppi á sviði er óhætt að fullyrða að Buddy Holly söngleikurinn sé sannkölluð flugeldasýning.


Hér má sjá myndir af Austurbæ sem og myndir úr sýningunni:
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 10.nóv. 2010 - 16:00 Buddy Holly

Hreinn Valdimarsson með Buddy Holly í þremur hlutum

Í Ríkisútvarpinu eru um þessar mundir endurfluttir útvarpsþættir frá árinu 1989 um Buddy Holly. Umsjónarmaður þáttanna var Hreinn Valdimarsson og voru þættirnir þrír talsins.

05.nóv. 2010 - 08:00 Buddy Holly

Að senda póstkort er aftur orðið vinsælt

Það er því miður ekki eins algengt og áður var að senda póstkort en nú hefur þessi ágæti siður verið endurvakinn í Austurbæ á sýningum Buddy Holly söngleiksins. Áhorfendum gefst tækifæri til að senda vinum og vandamönnum póstkort sér að kostnaðarlausu í anddyri Austurbæjar og þar er allt til alls, póstkortin sjálf, pennar og forláta póstkassar frá Íslandspósti. Áhorfendur hafa tekið þessu uppátæki sérdeilis vel og eru hundruðir póstkorta sem fara í póst á mánudagsmorgnum eftir sýningarhelgar á Buddy Holly söngleiknum. 
16.okt. 2010 - 16:00 Buddy Holly

Leikarar taka „soundtest" - MYNDBAND

Gummi og Ingó leika á spýturnar sínar. Klukkutíma fyrir sýningar kemur leikhópurinn saman og tekur svokallað „soundtest" eða hljóðprufu, þar sem hljóðmenn sýningarinnar fínstilla hljóðblöndun hljóðfæra og þeirra fjölda hljóðnema sem leikhópurinn notar í sýningunni. Hér má sjá og heyra slíka hljóðprufu ásamt glefsum úr sýningunni sjálfri.
13.okt. 2010 - 20:00 Buddy Holly

Frumsýningarpartý - MYNDIR

Baldur Ragnarsson kitlar kontrabassann. Frumsýning Buddy Holly söngleiksins síðastliðinn fimmtudag gekk vonum framar og var stemmingin í salnum kyngimögnuð. Þeir 18 listamenn sem stóðu á sviðinu gáfu allt í botn og skiluðu ótrúlega skemmtilegri sýningu til ánægðra sýningargesta. Mikið var um manninn og mikil gleði við völd. Sýningar eru nú hafnar að fullu og verða hverja helgi í Austurbæ næstu vikurnar. Miðasalan hefur tekið heljarinnar kipp eftir að forsýningar hófust og eru allar sýningar að fyllast.

07.okt. 2010 - 17:00 Buddy Holly

Leikarar í hléi - MYNDBAND

Buddy Holly söngleikurinn í Austurbæ. Fyrstu forsýningar á Buddy Holly söngleiknum gengu vonum framar. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá leikarana baksviðs ræða málin við leikstjórann Gunnar Helgason. Gunnar ku hafa tekið að sér að eitthvurt sviðsmannaverk sem gekk ekki alveg eins og það átti að ganga. Ráðinn hefur verið sviðsmaður til að sinna þessu verki í framtíðinni. Einnig má sjá hvar leikhópurinn ræðir ákjósanlegustu staðina til að klappa á í hressum lögum, en það er lenska íslendinga að klappa á fyrsta og öðru slagi þegar annað og fjórða slag eru mun betur til þess fallin að „grúva."
01.okt. 2010 - 11:00 Buddy Holly

Námuverkamenn með dýrustu plötuna. -MYNDBAND

Hljómsveitin The Quarrymen, eða Námuverkamennirnir eins og það myndi útleggjast á íslensku, hljóðrituðu árið 1958 lag eftir Buddy Holly. Lagið heitir That'll be the day og er á tveggja laga plötu hljómsveitarinnar sem þeir hljóðrituðu sjálfir heima í bílskúr. 
24.sep. 2010 - 18:00 Buddy Holly

Rótarinn Jón Ólafs með tónlistaræfingu í Austurbæ. MYNDBAND

Jón Ólafsson, rótari. Stífar æfingar standa nú yfir í Austurbæ fram að frumsýningunni 7. október. Hér má sjá glefsur af því sem fór fram á tónlistaræfingu um daginn. Í myndbandinu sjáum við hópinn kljást við lögin LaBamba og Lonely Teardrops eða Falla tárin eins og það útleggst á íslensku.
18.sep. 2010 - 10:00 Buddy Holly

Þýðir þótt hann sé leikari líka

Jóhannes Haukur Jóhannesson, leikari og nú þýðandi. Mönnum getur verið margt til lista lagt og ekki óalgengt að leikarar færi út kvíarnar og sinni öðrum störfum tengd leikhúsinu, t.d leikstjórn eða þýðingum.
17.sep. 2010 - 12:00 Buddy Holly

Opnunartilboð: Tæplega 40% afsláttur!

Miðasalan á Buddy Holly söngleikinn opnaði í gær á midi.is. Sérstakt opnunartilboð er á fyrstu tíu sýningarnar, en fólki gefst tækifæri á að fá tæplega 40% afslátt ef það kaupir fjóra miða í einu. Tilboð þetta var kynnt í bæklingi sem var borinn í hús með Fréttablaðinu í gærmorgun, í bæklingnum er líka að finna ýmsan fróðleik um bæði sýninguna sem og nýuppgerðan Austurbæ þar sem Buddy Holly söngleikurinn verður frumsýndur 7. október næstkomandi. 

Buddy Holly

Hér munu allir geta fylgst með æfingaferlinu á Buddy Holly söngleiknum.

Ingó úr Veðurguðunum leikur goðsögnina Buddy Holly, æfingar hefjast 30. ágúst og frumsýning er 7. október í Austurbæ.

Við birtum baksviðs myndir frá æfingum og leikararnir segja frá sínum upplifunum í gegnum allt æfingatímabilið og fram yfir frumsýningu..

Skemmtilegar og krassandi sögur frá því sem gerist bakvið tjöldin.

Spennandi tilboð og boðsmiðar í boði þegar nær dregur.

Þú gætir séð Buddy Holly söngleikinn á undan öllum öðrum í blábyrjun október.

Nánari upplýsingar um aðstandendur sýningarinnar og leikara má finna á bravo.is.