01. sep. 2011 - 12:00Brynjar Nielsson

Vörslusviptingar

Að undanförnu hefur átt sér stað sérkennileg umræða um vörslusviptingar og lögmæti þeirra.  Innanríkisráðherra sá sérstaka ástæðu til þess að taka þátt í þessari umræðu og hefur reyndar sent sérstök tilmæli þar sem varað er við lögbrotum vegna vörslusviptinga. Lögbrotin felast í því að mati innanríkisráðuneytisins að sá sem eigi skýlausan rétt til þess að fá umráð eignar í vörslu annars manns leiti ekki til opinbers aðila til að fá heimild sína staðfesta. Slíkt sé unnt að gera með skjótum hætti á grundvelli 78. gr. aðfaralaga. Í yfirlýsingunni segir innanríkisráðuneytið að fyrirtækin geti ekki vísað til samninga sem dæmdir hafa verið ólögmætir. Um sé að ræða lánasamninga en ekki leigusamninga. Fjármögnunarfyrirtækin eru þannig ekki eigendur bifreiðanna og sé því með öllu óheimilt  að taka þær úr vörslu nema fyrir því sé skýr aðfararheimild. Í yfirlýsingunni er tekið fram að Samtök lánþega hafi bent innanríkisráðuneytinu á þessar ólögmætu vörslusviptingar.

Dómar Hæstaréttar sem vísað er til í yfirlýsingu innanríkisráðuneytisins vörðuðu ágreining um gengistryggingu.  Í dómum Hæstaréttar kemur skýrlega fram að um sé að ræða „lánssamning í skilningi VI. kafla laga nr. 38/2001“ eins og segir orðrétt í báðum dómunum. Hvergi kemur fram að fjármögnunarfyrirtækin séu ekki eigendur bifreiðanna eins og haldið er fram í yfirlýsingu innanríkisráðuneytisins, enda snerist réttarágreiningurinn ekki um það. Ákvæði samningsins um gengistryggingu var vikið til hliðar en önnur ákvæði héldu gildi sínu. Meðal þeirra ákvæða sem héldu gildi sínu, er samningsbundinn réttur til vörslusviptingar, en slík ákvæði byggjast  fyrst og fremst á eignarréttarlegum grunni sem varinn er af ákvæðum stjórnarskrár.  Fyrir liggur að bifreiðarnar eru skráðar á nafn fjármögnunarfyrirtækjanna  hjá Umferðarstofu í samræmi við ákvæði umferðarlaga nr. 50/1987 og bera þau sem eigendur ábyrgð á henni lögum samkvæmt þ.á m. skaðabótaábyrgð vegna tjóns á hagsmunum þriðja aðila og ábyrgð á sköttum og gjöldum sem á bifreiðina eru lögð.

Greiðslur fyrir afnot bifreiðarinnar eru eðli málsins samkvæmt grundvallarforsenda bílasamningsins og vanefndir á þeirri skyldu  heimilar riftun samkvæmt almennum reglum samninga- og kröfuréttar og beinu ákvæði í samningunum sjálfum. Réttur til vörslusviptingar án atbeina dómstóla byggist því á fortakslausu og samningsbundnu eignarhaldi á bifreiðinni þar til samningsverðið er að fullu  greitt.  Það er einungis þegar fjármálafyrirtækjunum er með ólögmætum hætti aftrað frá því að taka vörslur bifreiðarinnar sem þau þurfa að leita til dómstóla. Slík synjun á að afhenda bifreiðina er ólögmæt og til þess að aflétta því ólögmæta ástandi veita aðfararlögin heimild til þess að beina til héraðsdómara beiðni um að bifreiðin verði afhent á grundvelli þeirra ákvæða sem fram koma í samningi aðila. Dómstólar hafa margsinnis staðfest slíka skyldu í sínum úrskurðum.

Þegar fjármögnunarfyrirtækjum er með ólögmætum hætti aftrað frá því að nýta samningsbundinn rétt sinn leggst aukinn kostnaður á innheimtu kröfunnar, enda hafa réttargjöld verið hækkuð mjög rækilega að undanförnu eins og innanríkisráðuneytinu er fullkunnugt um. Þessi kostnaður sem nemur tugum þúsunda leggst til viðbótar á kröfuna og hækkar þannig skuld greiðandans. Vandinn er hins vegar sá að þeir sem leika þann leik að neita að afhenda bifreiðina þrátt fyrir vanefndir eru oftast ekki borgunarmenn fyrir þeim viðbótarkostnaði. Slíkur kostnaður kemur því fram sem tjón fjármálafyrirtækisins sem leiðir til hærri vaxtagreiðslna þeirra sem standa í skilum. 

Í yfirlýsingu innanríkisráðuneytisins er vikið að því að unnt sé með skjótum hætti á grundvelli 78. gr. aðfaralaga að krefjast staðfestingar héraðsdómara samkvæmt 78. gr. aðfararlaga. Vegna skýlauss réttar fjármálafyrirtækjanna tekur málsmeðferð í þessum málum vissulega skemmri tíma en í almennum dómsmálum. Það breytir því þó ekki að margir mánuðir geta liðið þar til að slíkur úrskurður gengur. Þegar slíkur úrskurður liggur fyrir er engin trygging fyrir því að greiðandinn reyni ekki áfram að aftra því að fjármálafyrirtækin geti náð fram rétti sínum. Í þeim tilvikum þurfa fjármálafyrirtækin að leita aðstoðar sýslumanns og lögreglu með tilheyrandi töfum og kostnaði. 

Staðreyndin er sú að langflestir greiðendur afhenda bifreiðarnar til fjármálafyrirtækjanna þegar þeir geta ekki staðið í skilum með greiðslur. Það eru hins vegar alltaf einhverjir sem hætta að greiða fyrir afnotin, neita að afhenda bifreiðina og nýta hana áfram á ábyrgð fjármálafyrirtækjanna gagnvart tjóni þriðja aðila og sköttum og gjöldum.  Slík háttsemi er refsivert auðgunarbrot. Einstaklingar sem haga sér með þessum hætti hafa fengið öfluga bandamenn hjá fréttastofu ríkissjónvarpsins og innanríkisráðherra að undanförnu, sem sjálfsagt telja sig sérstaka málsvara sanngirnis og réttlætis. 

Í yfirlýsingu innanríkisráðuneytisins kemur ekki fram að leitað hafi verið sjónarmiða fjármögnunar-leigufyrirtækjanna eins og lögbundið er samkvæmt stjórnsýslulögum og í samræmi við góða og vandaða stjórnsýsluhætti. Tæplega hefur þó ráðuneyti, sem sérstaklega kennir sig við mannréttindi, ekki gætt þeirra grundvallarreglna áður en tilmælin voru birt. Þá er rétt að benda innanríkisráðherra og innanríkisráðuneytinu á að það er ekki hlutverk þess að leysa úr réttarágreiningi milli tveggja aðila heldur dómstóla. Yfirlýsingar ráðuneytisins um einkaréttarlegan ágreining hafa ekkert gildi og eru auk þess byggðar á röngum forsendum.  Það er óheppilegt að ráðuneyti sem kennir sig við mannréttindi skuli ganga með þessum hætti gegn grundvallarreglunni um þrískiptingu ríkisvaldsins.
13.apr. 2014 - 15:30 Brynjar Nielsson

Dýrkeypt mistök stjórnmálamanna eftir hrun

Nú virðist margt benda til að mestu og dýrkeyptustu mistök stjórnmálamanna hafi verið eftir hrun. Þess vegna eru stjórnarandstæðingar farnir að hamra aftur á ábyrgð Sjálfstæðisflokksins á hruni bankanna. Og alls ekki má nefna ríkisvæðingu skulda einkaaðila upp á þúsund milljarða í icesave I heldur bara ríkisvæðingu verðtryggðra skulda heimilanna, sem er hið mesta hneyksli að mati stjórnarandstæðinga.

09.apr. 2014 - 16:51 Brynjar Nielsson

Ríkisvæðing einkaskulda

Ég hef aldrei farið í launkofa með litla hrifningu mína af skuldaniðurfellingaleið á verðtryggðum skuldum. Ég hef hins vegar lýst yfir stuðningi mínum að fara þessa blönduðu leið stjórnarflokkanna sem efnahagsaðgerð til að efla millistéttina í landinu sem fór verst út úr hruninu.
07.apr. 2014 - 17:25 Brynjar Nielsson

Getur verið að hrokinn sé meiri hjá prestinum?

Ég sá einhvers staðar að séra Hildur Eir Bolladóttir sálgreindi forsætisráðherra sem hrokafullan mann sem skorti samlíðan og samhygð með þjóðinni. Sé að margir vinstri menn taka undir þessa greiningu. Ekki er það nýtt að vinstri menn sálgreini pólitíska andstæðinga sína á þennan hátt og venjulega bætt við að þeir séu heimskari en aðrir.
05.mar. 2014 - 11:50 Brynjar Nielsson

Ragnar Reykás varð ekki til úr engu

Umræða í Íslandi er oft sérkennilega mótsagnakennd. Stundum eru þingmenn skammaðir fyrir að taka ekki afstöðu eftir sannfæringu sinni heldur eftir skipunum af ofan. Nú heitir það loforðasvik og jafnvel svik við þjóðina að greiða ekki atkvæði í samræmi við túlkun sumra á orðum forystumanna Sjálfstæðisflokksins fyrir síðustu kosningar.
01.mar. 2014 - 15:52 Brynjar Nielsson

Hvar voru þá Hallgrímarnir og Illugarnir?

Ég get skilið óánægju margra með þingsályktunartillögu um að slíta formlega aðildarviðræðunum án þess að spyrja þjóðina, sérstaklega með hliðsjón af orðum forsvarsmanna ríkisstjórnarflokkanna undanfarin misseri.
18.feb. 2014 - 08:35 Brynjar Nielsson

Er sannleikurinn vandræðalegur?

Eins og segir í sígildri sögu um nakinn keisara, er engu líka en að við Íslendingar séum allsberir, í sama skilningi, þegar kemur að svokölluðum Evrópumálum. Þess vegna verðum við mörg ægilega hissa þegar á það er bent.  Á það bæði við um þá sem vilja ganga í ESB og þá sem utan þess vilja standa. Rétt er því að benda á nokkrar staðreyndir í von um að keisarinn komi sér allavega í nærföt.
17.feb. 2014 - 20:36 Brynjar Nielsson

Ég hef skilning á viðbrögðum forsætisráðherra

Mörgum finnst að forsætisráðherra eigi bara að vera embættismaður sem eigi helst ekki að hafa miklar skoðanir og alls ekki gagnrýna aðra sem völd og áhrif hafa.
13.feb. 2014 - 19:37 Brynjar Nielsson

Ætlar Mörður að sitja áfram?

Mörður Árnason lét að því liggja í þinginu í dag að í gangi væri sakamálarannsókn í þessu undarlega „lekamáli" og að innanríkisráðherra, meðal annarra, lægi undir grun. Því ætti ráðherrann að segja af sér.
10.feb. 2014 - 09:23 Brynjar Nielsson

Ljóðskáldið ljúfa

Af einhverjum ástæðum er í gangi einkennilega rík þörf margra manna til að rita mér opin bréf. Nú síðast hið kærleiksríka og umburðarlynda ljóðskáld, Bragi Páll Sigurðarson, á fésbókarsíðu sinni. Svo algengt er þetta að verða að  ætla mætti að það væri hluti af einhverju sporakerfi að rita opin bréf til mín. Ef þannig er í pottinn búið vona ég að  það geri mönnum gagn.
16.jan. 2014 - 14:57 Brynjar Nielsson

Pólitískir ákafamenn og dómstóll götunnar

Ég ritaði fyrir skemmstu rökstudda gagnrýni á dóm héraðsdóms Reykjavíkur í svokölluðu Al- Thani máli. Ástæðan var ekki eingöngu sú, að ég væri ósammála niðurstöðu dómsins heldur einnig að almenningur fengi að sjá röksemdir og sjónarmið ákærðu, en á það skorti mjög í héraðsdómnum.
11.jan. 2014 - 09:46 Brynjar Nielsson

Al Thanímálið: Úttekt

Frá fyrirtöku málsins í Héraðsdómi. Eftir uppkvaðningu dóms Héraðsdóms Reykjavíkur í svokölluðu Al Thani-máli gerðist ég svo djarfur að lýsa því yfir að ég væri ósammála niðurstöðunni og teldi dóminn rangan.  Það var eins og við manninn mælt, margir risu upp á afturlappirnar vegna þessarar afstöðu minnar.
05.jan. 2014 - 17:26 Brynjar Nielsson

Sérfræðingar að sunnan

Það er ekki nýtt að nýútskrifaðir lögfræðingar telji sig sérfræðinga, jafnvel þótt þeir hafi sjaldan eða aldrei í dómsal komið. Það er ekki langt síðan einn slíkur taldi sig þurfa að kenna mér sitthvað í sakamálaréttarfari , um skjalafals og réttindi flóttamanna og jafnvel fleira. Á endanum kom í ljós að Hæstiréttur var jafnvitlaus og ég.
04.jan. 2014 - 16:44 Brynjar Nielsson

Svar til Sigurðar Hólm

Í hvert sinn sem ég tjái mig um kristna trú og kristindóm rjúka æðstuprestar Vantrúar og Siðmenntar til og senda mér bréf. Nú síðast Siðmenntarmaðurinn, Sigurður Hólm og bregst hart við ræðu minni sem ég flutti í Seltjarnarneskirkju á nýársdag.
29.des. 2013 - 12:00 Brynjar Nielsson

Tímagjald lögmanna

Talsverð umræða hefur orðið um „laun“ lögmanna vegna tímagjalds þeirra sem tóku að sér slitastjórn föllnu bankanna. Áður en lengra er haldið er rétt að minna á að tímagjald útseldrar vinnu er ekki sú fjárhæð sem situr eftir í vasa lögmannsins.
17.des. 2013 - 15:57 Brynjar Nielsson

Sungið um vondu flokkana

Það var athyglisverður leiðari hjá Friðriku Benónýsdóttur í Fréttablaðinu í gær. Þar rifjar hún upp tónlistargjörning Ragnars Kjartansson fyrir kosningarnar í vor þar sem hann söng í síbylju "Ekki kjósa Framsókn eða Sjálfstæðisflokkinn, því ef þú gerir það þá fer allt til helvítis". Friðrikka telur greinilega að listamaðurinn hafi verið sannspár enda slíkir menn með gáfur sjáandans og hæfni til að greina samfélagið skarplegar en aðrir að hennar mati. Síðan skilur Friðrikka ekkert í því að þetta forríka samfélag skuli ekki skattleggja mikilvægastu atvinnugrein þjóðarinnar meira og hætti að taka eignir þeirra í ríkissjóð sem eiga meira en þeir þurfi.
16.des. 2013 - 16:55 Brynjar Nielsson

Rugluð umræða

Þau komu nú ekkert á óvart heiftarleg viðbrögð margra við þeirri skoðun minni að dómurinn í Al-Thani málinu hafi verið rangur. Hefði dómurinn sýknað ákærðu hefði reiðin beinst gegn dómurunum.
12.des. 2013 - 16:30 Brynjar Nielsson

Merkilegur dómur í Al-Thani málinu

Merkilegur dómur í Al Thani málinu.
11.des. 2013 - 09:07 Brynjar Nielsson

Það er svo geggjað...

Að eitthvað sé „geggjað“ heyrist stundum í orðræðu ungmenna. Þetta orð kom upp í huga minn þegar ég hlustaði á stjórnarandstöðuna í umræðunni á þinginu í gær um fyrirhugaðar breytingar á fjárlagafrumvarpinu. Þó ekki í þeirri jákvæðu merkingu sem unglingarnir leggja í orðið. Ég geri enga kröfu um að hin pólitíska umræða sé alltaf vitræn, sanngjörn og heiðarleg. En ég vissi samt ekki að hún gæti verið svona geggjuð.
04.des. 2013 - 17:18 Brynjar Nielsson

Endalaus uppstokkun

Lilja Mósesdóttir talaði um nauðsyn uppstokkunar á vinstri væng stjórnmálanna eftir fjögurra ára stjórnartíð þeirra, svo hræðilega hafi vinstri stjórnin staðið sig.
01.des. 2013 - 15:10 Brynjar Nielsson

Fram úr björtustu vonum

Alla tíð hef ég verið mjög skeptískur  á almenna höfuðstólslækkun verðtryggðra húsnæðislána í boði ríkissjóðs til að auðvelda fólki að ná endum saman um hver mánaðarmót. Aðrar leiðir væru betri og sanngjarnari. Ég sjálfur alltaf talið mikilvægast að allir þeir fjármunir sem fengjust hugsanlega vegna skattlagningu á fjármálafyrirtæki í slitameðferð og vegna lausnar á „sjóhengjunni“ færi að mestu í niðurgreiðslu á skuldum ríkissjóðs. Það gæfi möguleika á verulegri skattalækkun og þar með auknum ráðstöfunartekjum.
21.nóv. 2013 - 09:43 Brynjar Nielsson

Nú eru þeir í essinu sínu

Gamlir sósíalistar eru enn í essinu sínu fimm árum eftir bankahrunið. Orð eins og yfirstéttin og auðvaldið eru aftur orðin vinsæl.
17.nóv. 2013 - 18:28 Brynjar Nielsson

Svona geta hlutirnir verið öfugsnúnir

Það var einkum tvennt sem vakti athygli mína í þætti Gísla Marteins í morgun. Annars vegar mat Svandísar Svavarsdóttur að það væri óeðlileg valdbeiting stjórnarmeirihlutans að hafa kjark og þor til að framkvæma fyrirliggjandi tillögur um hagræðingu og niðurskurð. Þetta er sama manneskjan og ætlaði að þvinga fram ábyrgð skattgreiðenda á skuldum annarra í krafti stjórnarmeirihluta og án þess að spyrja þessa sömu skattgreiðendur. Og sama manneskjan sem þótti rétt að beita valdi til fara gegn sátt um Rammaáætlun og þvinga fram tilhæfulausa ákæru gegn pólitískum andstæðingum.
14.nóv. 2013 - 09:51 Brynjar Nielsson

Ekkert kjaftshögg á framsókn

Einhverjum finnst ég gefa Framsóknarflokknum kjaftshögg vegna ummæla minna um niðurfærslutilögur hans á verðtryggðum lánum. Í kosningabaráttunni í vor lýsti ég þeirri skoðun minni að ég teldi tilllögur framsóknarmanna óskýrar og tæplega framkvæmanlegar og sennilega óskynsamar þó svo væri. Skoðun mín er því ekki ný af nálinni og skil því ekki að hún komi mönnum á óvart nú.
28.okt. 2013 - 20:50 Brynjar Nielsson

Refsingar fyrir kynlífskaup

Undarlega heiftúðug viðbrögð við þeirri skoðun minni að ekki eigi að refsa fyrir kynlífsviðskipti. 
27.okt. 2013 - 20:22 Brynjar Nielsson

Er engin forgangsröðun hjá lögreglu?

Fyrir nokkrum árum þótti þingmönnum rétt að hafa afskipti af kynlífi fullráða fólks með því að refsa kaupendum kynlífs þar sem seljandinn væri fórnarlamb hans. Tilgangurinn var sá að stemma stigu við vændi og ýmsum óæskilegum fylgifiskum þess.
21.okt. 2013 - 12:00 Brynjar Nielsson

Tillögur stjórnlagaráðs vondar

Nú streymir tölvupóstur til mín og annarra þingmanna þar sem við erum spurðir að því hvort við teljum það siðferðilega og pólitíska skyldu okkar að virða niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnalagaráðs að nýrri stjórnarskrá. Svar mitt er neitandi af eftirfarandi ástæðum:
19.okt. 2013 - 09:00 Brynjar Nielsson

Ekki boðlegur málflutningur

Mikið er aumt að sjá fólk gera lítið úr hæfni ráðherra með niðurlægjandi hætti. Það var lenska þegar fyrrverandi forsætisráðherra átti í hlut og nú skal það vera utanríkisríkisráðherra.
14.okt. 2013 - 12:23 Brynjar Nielsson

Spillingin

Mér skilst að Davíð Oddson eigi nokkur þúsund skyldmenni. Það gengur auðvitað ekki að þetta fólk sæki um störf. Djö... er þetta mikil spilling.
11.okt. 2013 - 15:39 Brynjar Nielsson

Hvar var Illugi síðustu ár?

Illugi Jökulsson spurði í pistli á Eyjunni hvað Brynjar Níelsson hafi gert í sumar á sama tíma og hann vilji nú  auka framlag til Landspítalans umfram það sem gert er ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu.  Illugi svarar því síðar í pistlinum hvað Brynjar gerði í sumar. Hann nefnilega afsalaði ríkinu miklum tekjum af óbreyttu auðlindagjaldi og auðlegðarskatti og hinni blómstrandi ferðaþjónustu. Þessi gjafmildi Brynjars til hinna forríku geri það að verkum að ekki er hægt að auka við fé til Landspítalans nema skera niður nauðsynlega þjónustu sem komi illa við þá verst settu.
06.okt. 2013 - 11:11 Brynjar Nielsson

Skil ekkert í fjármálaráðherra

Ég skil ekkert í fjármálaráðherra að ætla afsala ríkissjóði tekjum með því að taka ekki fjármuni af fyrirtækjum og fólki sem er aflögufært.Ég skil ekkert í fjármálaráðherra að ætla afsala ríkissjóði tekjum með því að taka ekki fjármuni af fyrirtækjum og fólki sem er aflögufært.
01.okt. 2013 - 21:05 Brynjar Nielsson

Veikburða gagnrýni vegna fjárlagafrumvarpsins

Afskaplega hefur mér fundist gagnrýni stjórnarandstöðunnar á fjárlagafrumvarpið verið veikburða í dag. VG-liðar finna helst að því að meiri áhersla sé lögð á niðurskurð en tekjuöflun (m.ö.o hækkun skatta) og þetta sé frumvarp stöðnunar.
01.okt. 2013 - 12:42 Brynjar Nielsson

Af mótmælum

Hverju ætla ungir jafnaðarmenn að mótmæla við þingsetninguna í dag?
09.sep. 2013 - 11:45 Brynjar Nielsson

Karp um flugvöll

Það er enginn ágreinigur um að sveitarfélög fara með skipulagsvaldið. Borgaryfirvöld fara því með skipulagsvaldið í Reykjavík. Samgöngur til og frá höfuðborginni eru samt ekki einkamál Reykvíkinga.
01.sep. 2013 - 17:44 Brynjar Nielsson

Brennuvargarnir

Fólk á mínum aldri las flest í menntaskóla bók eftir Max Frisch sem heitir Biedermann und die Brandstifter. Hún fjallar um hugleysi Biedermanns (smáborgarans) og sjálfsblekkingu þess, sem reynir að geðjast þeim sterku. Biedermann vill vera talinn góður en eins og oft með slíkt fólk er hann huglaus. Á endanum verður hann svo meðvirkur að hann er tilbúinn að láta brennuvörgunum í té eldspýtur.
26.ágú. 2013 - 11:38 Brynjar Nielsson

Bogin spillingarumræða

Jóhanna og Steingrímur lögðu á auðlegðarskatt þótt flesti önnur lönd Evrópu væru búin að afleggja slíka skattlagningu. Er hann lagður á heildareignir viðkomandi og ekkert undanskilið nema lífeyrissjóðsinneignir.
21.ágú. 2013 - 07:00 Brynjar Nielsson

Hvað er að því að leggja RÚV niður?

Margir virðast trúa því að allt fari hér í kaldakol verði RÚV ekki rekið áfram í óbreyttri mynd.
20.ágú. 2013 - 13:39 Brynjar Nielsson

Allt í fári

Nú er allt í fári í þessari ESB umræðu.
15.ágú. 2013 - 13:46 Brynjar Nielsson

Formaður Vantrúar og frjálshyggjan

Þess vegna geri ég engar athugasemdir við það að trúlausir stofni sérstakt félag. Mér finnst hins vegar skrýtið að stofna félag með það að markmiði að berjast gegn trúfélögum „eða vinna gegn boðun hindurvitna“ eins og Vantrú orðar það. Það er svona eins og að „antisportistar“ stofni sérstakt félag til að berjast gegn íþróttafélögum í landinu.
03.ágú. 2013 - 13:58 Brynjar Nielsson

Skrítið viðtal á Eyjunni

Ég las á Eyjunni skrítið viðtal við Björn Bjarnason í tilefni af pistli mínum um árangur sérstaks saksóknara og fréttum af þeim árangri. Björn Bjarnason, sem ég tel einn af bestu ráðherrum sem við höfuð átt, segir að stjórnmálamenn eigi ekki að hafa afskipti af einstökum ákvörðunum ákæruvalds. Þar erum við Björn fullkomlega sammála enda var ég ekki að fjalla um eða gagnrýna ákvarðanir sérstaks saksóknara í einstökum málum í pistli mínum.
29.júl. 2013 - 11:35 Brynjar Nielsson

Fréttamaðurinn sem sá ekki fréttina

Nýlega birtist á Stöð 2 og á visir.is frétt um að embætti sérstaks saksóknara hefði ákært í alls 96 málum en 206 hefðu verið felld niður.  Var þar vitnað í sérstaka tölfræði sem embættið hafði unnið og „fréttastofan hefur undir höndum“.

Brynjar Níelsson
Hæstaréttarlögmaður. Alþingismaður Sjálfstæðisflokksins.
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 13.4.2014
Dýrkeypt mistök stjórnmálamanna eftir hrun
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 07.4.2014
Láglaunalögreglan
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.4.2014
Ríkisvæðing einkaskulda
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 05.4.2014
Furðuskrif Stefáns Ólafssonar
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 10.4.2014
Eru háskólakennarar í pólitískri krossferð?
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 03.4.2014
Ólíkt hafast þeir að
Ingrid Kuhlman
Ingrid Kuhlman - 07.4.2014
Að stjórnast ekki af stjórnsemi annarra
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 04.4.2014
Allir áhugamenn um evru ættu að mæta!
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 12.4.2014
Ritaskrá mín fyrir 2013
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 07.4.2014
Góðar fréttir: Bjarni boðar skattalækkanir
Sigurður G. Guðjónsson
Sigurður G. Guðjónsson - 18.4.2014
Frjálst fall
Sturla Böðvarsson
Sturla Böðvarsson - 09.4.2014
Framganga Rússa
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 08.4.2014
Ný sýn í Evrópumálum
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 11.4.2014
Lesendur geta sjálfir staðreynt málið
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 03.4.2014
Hallgrímur Pétursson - Þriðji hluti
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 06.4.2014
Frá Færeyjum
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 07.4.2014
Hallgrímur Pétursson - fjórði hluti
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 13.4.2014
Hallgrímur Pétursson – fimmti hluti
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 09.4.2014
Breskir dómarar skeikulir
Fleiri pressupennar