20. júl. 2011 - 13:25Brynjar Nielsson

Varðmenn réttlætisins

Nú er Sævar Ciesielski látinn. Þegar við hittumst á förnum vegi tókum við gjarnan tal saman. Stundum hringdi hann í mig. Við ræddum ekki oft um Guðmundar- og Geirfinns málin. Í þeim fáu samtölum sem þau mál báru á góma fannst mér hann aldrei bitur yfir því að hafa verið sakfelldur. En hann hvorki játaði né neitaði aðild að hvarfi mannanna í okkar samtölum. Hann var hins vegar mjög ósáttur við það harðræði sem hann sætti í gæsluvarðhaldi við rannsókn málsins.

Eftir lát Sævars hafa þekktustu varðmenn réttlætisins farið hamförum yfir því “réttarmorði” sem framið hafi verið þegar þessi ungmenni voru dæmd fyrir að hafa orðið Guðmundi og Geirfinni að bana og krafist endurupptöku málanna. Ég skal ekkert um það segja hvort ákærðu hafi verið ranglega sakfelld. Ég get þó sagt að í mörgum öðrum sakamálum hafa sakborningar verið sakfelldir á veikari sönnunargögnum.

Það sem  merkilegast er, að þessir varðmenn réttlætisins sem hrópa hæst um réttarmorð í Guðmundar-og Geirfinnsmálinu, eru þeir sömu og hafa krafist að allir bankamenn, útrásarvíkingar og grunaðir kynferðisbrotamenn verði settir í gæsluvarðhald og geymdir þar eins lengi og nokkur kostur er. Jafnframt krafist að þeir verði  sekir fundnir og leynt og ljóst byggt upp þrýsting á ákæruvald og dómstóla í þá átt. Stundum heyrum við meira að segja núverandi innanríkisráðherra lýsa sérstökum áhyggjum yfir sýknudómum, sérstaklega í kynferðisbrotamálum . Undir það hafa þessir sömu varðmenn réttlætisins tekið. Sýkna í slíkum málum hefur einhvern vegin þróast í það að teljast réttarfarsslys og mannréttindabrot, af einhverjum óskiljanlegum ástæðum.

Við sem erum komin yfir miðjan aldur munum vel þá tíma þegar Guðmundur og Geirfinnur hurfu og atburðum í kjölfarið. Þá var gífurlegur þrýstingur á rannsakendur og dómstóla. Ólafur Jóhannesson, þáverandi dómsmálaráðherra, sagði að þungu fargi væri létt af þjóðinni þegar lögregla lýsti því yfir hverjir hinu seku væru. Stjórnmálamenn og fjölmiðlamenn ýmsir fóru þá hamförum í nafni réttlætisins, svona rétt eins og við rannsóknir sérstaks saksóknara í svokölluðum hrunmálum.

Það er sjálfsagt hægt leiða fram rök um að skynsamlegur vafi hafi verið á sekt sakborninga í málunum, sérstaklega í Geirfinnsmálinu. Dómarar sem dæmdu í málunum töldu hins vegar að svo hafi ekki verið. Ég vil því ekki nota orðið “réttarmorð” um sakfellinguna. Í réttarsölum er á hverjum degi verið að deila um það hvort sök ákærðu sé sönnuð svo yfir skynsamlegan vafi sé hafið. Við vitum einnig í réttarsögu vestrænna lýðræðisríkja hafa saklausir menn verið sakfelldir. Hafa þá gjarnan ný gögn eða tækni leitt slíkt í ljós. Í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum hafa engin ný gögn komið fram sem breytt geta sönnunarmatinu í málunum. Það hefur því enga þýðingu að endurupptaka málin og innanríkisráðherra getur ekki ákveðið það að óbreyttum lögum.  Það hefur enn minni þýðingu að skipa rannsóknarnefnd til að meta hvort ákærðu hafi verið ranglega sakfelldir.

Hins vegar er ljóst að ýmsar brotalamir voru í  rannsókn málsins og sannanlega voru saklausir menn hafðir í einangrun í marga mánuði.  Varðmenn réttlætisins eru kannski búnir að gleyma hverjir komu því til leiðar að þessir saklausu menn sátu einangraðir og fordæmdir í gæsluvarðhaldi  vel á fjórða mánuð.
(21-25) I am happy: Vinsælar vörur - maí
13.maí 2016 - 13:42 Brynjar Nielsson

Afvegaleidd aflandsumræða

Í fjölmiðlum nýverið fór Gylfi Magnússon, fyrrum ráðherra og sérstakur stuðningsmaður Icesave-samninga, hörðum orðum um aflandsfélög. Þessi félög hefðu skapað helsjúkt samfélag og haft mjög vond áhrif á íslenskt efnahags- og viðskiptalíf. Þegar honum var bent á að hann sjálfur sem stjórnarmaður í Orkuveitunni hefði verið fylgjandi því að Orkuveitan stofnaði slíkt félag, sagði Gylfi að ekki væru öll aflandsfélög slæm. Svo væri ekki um það félag sem Orkuveitan hefði haft uppi hugmyndir um að setja á laggirnar. Þannig eru væntanlega öll aflandsfélög slæm nema þau sem Gylfi vildi stofna.


07.maí 2016 - 17:09 Brynjar Nielsson

Skrítnar hugmyndir

Skrítnar þessar hugmyndir um að forseti megi aðeins sitja tvö eða þrjú kjörtímabil að hámarki og telja það svo hafa eitthvað með lýðræði að gera. Forsetinn er valdalaus þjóðhöfðingi, svona eins og Beta í Buckingham, nema að hann er þjóðkjörinn.
05.maí 2016 - 18:00 Brynjar Nielsson

Ala á reiði og ólgu í samfélaginu

Síðan þessi ríkisstjórn tók við hefur tiltölulega fámennur hópur upphlaupsliðs verið duglegur að ala á reiði og ólgu í samfélaginu. Stjórnarandstaðan á þinginu hefur ekki látið sitt eftir liggja. Í stað þess að taka málefnalega umræðu er stöðugt haldið fram röngum fullyrðingum. Fyrst um að ríkisstjórnin væri að lækka veiðigjöld, þótt útgerðin hafi aldrei greitt hærri veiðigjöld. Svo var því haldið fram að hún væri að skera niður í heilbrigðiskerfinu og að hér væri ójöfnuður meiri en annarstaðar þótt hvorttveggja væri alrangt. Allt kallaði þetta á ótal mótmæli.
16.apr. 2016 - 22:41 Brynjar Nielsson

Lýðskrum vinstri manna

Stjórnarandstaðan blés til fundar í Iðnó í því skyni að vinna saman eftir næstu kosningar. Nú skal lögð áhersla á heiðarleika og lýðræði. Aldrei gefa vinstri menn eftir í lýðskruminu.
29.mar. 2016 - 15:39 Brynjar Nielsson

Hefði kosið að upplýsingarnar hefðu legið fyrir

Þó nokkuð hefur verið kvartað yfir þögn sjálfstæðismanna um stöðu forsætisráðherra og ríkisstjórnarinnar vegna þessara krafna eiginkonu hans á slitabú föllnu bankanna. Eftir að hafa kynnt mér staðreyndir og farið yfir upplýsingar forsætisráðherra sem hann birti á Páskadag er ég tilbúinn að aflétta þagnarbindindinu.
25.mar. 2016 - 14:30 Brynjar Nielsson

Elska Framsóknarflokkinn

Vitnað var í mig í fréttum RUV fyrr í dag vegna eigna eiginkonu forsætisráðherra og krafna hennar í slitabúin. Mér fannst það ekki mikil frétt enda sagði ég ekkert annað en sem öllum er ljóst. Umræðan um málið er óþægileg fyrir ríkisstjórnina. Stjórnarflokkarnir komast því ekki hjá því að fara yfir málið og ræða það, sérstaklega ef fram kemur vantrauststillaga á þinginu.
28.feb. 2016 - 16:34 Brynjar Nielsson

Þus Birgittu og Helga Hrafns

Maður opnar ekki fjölmiðil án þess að fá fréttir um ágreining Birgittu og Helga Hrafns. Þær deilur verða ekki settar niður með því að skötuhjúin biðji hvort annað reglulega afsökunar á því að bera ágreininginn á torg. Nú hefur Birgitta áhyggjur af því að þetta innbyrðis þus leiði til fylgistaps og það megi ekki gerast því samfélag okkar sé í molum!
26.feb. 2016 - 13:53 Brynjar Nielsson

Meiri áhyggjur af pólitísku kennitöluflakki

Ég er stundum spurður af því af hverju ég sé ekki með Karli Garðarssyni á frumvarpinu sem hindra eigi kennitöluflakk. Ástæðurnar eru eftirfarandi: Frumvarpið mun ekki hindra kennitöluflakk því menn munu bara munstra aðra til að vera í forsvari eftir að hafa farið tvisvar á hausinn. Mikilvægt er að einhverjir taki áhættu í fjárfestingum og ekkert óeðlilegt að sumir fái skell tvisvar áður en vel fer að ganga enda sumt af okkar farsælasta bísnessfólki þurft þess.
08.feb. 2016 - 12:12 Brynjar Nielsson

Elska Birgittu Jónsdóttur

Fram kom í máli helsta forystumanns Pírata, Birgittu Jónsdóttur, að tvö stóru mál þeirra fyrir næstu kosningar eru að kjósa um áframhaldandi aðildarumsókn að ESB og stjórnarskrá stjórnlagaráðsins sáluga, sem bæði innlendir og erlendir stjórnlagaspekingar töldu ónothæft plagg. Ekki einn einasti kjósandi sem ég hef hitt undanfarið hefur þó minnst á þessi tvö stóru mál, ekki einu sinni unga fólkið sem ég hitti helst á öldurhúsum bæjarins.
28.jan. 2016 - 16:49 Brynjar Nielsson

Betri í rúminu en flestir aðrir

Gott er vera í Elsasshéraði, sem nú um stundir tilheyrir Frakklandi. Þar eru unnar kjötvörur í hávegum hafðar. Fékk þó áfall þegar ég las í dv.is meðan ég hámaði í mig pulsurnar að rannsóknir sýndu að grænmetisætur væru betri í rúminu en kjötætur. Ég hef alltaf haldið að ég væri betri í rúminu en flestir aðrir ef ég fengi að liggja þar í friði. Kannski er ekki átt við það i rannsókninni.
27.jan. 2016 - 19:56 Brynjar Nielsson

Kári og Magnús senda mér pillu

Kári Stefánsson og Magnús Magnússon, prófessor, senda mér pillu á Fésbókarsíðu Kára. Saka þeir mig um að hlusta ekki á vilja þjóðarinnar um aukið fé til heilbrigðiskerfisins og minntu mig á að illa hafi farið fyrir þeim stjórnmálamönnum sem ekki hlustuðu á þjóðina í icesavemálunum. Ekki veit ég hversu illa fór fyrir þeim stjórnmálamönnum og sýnist nú í augnablikinu að áköfustu stuðningsmenn icesave njóti mest fylgis í væntanlegum forsetakosningum.

26.jan. 2016 - 15:00 Brynjar Nielsson

Er ekki að ráðast gegn fólkinu í landinu

Ég hef fengið þó nokkuð af skömmum vegna gagnrýni minnar á undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar og því jafnvel haldið fram að ég ráðist gegn fólkinu í landinu. Ég ætlast til þess, þegar farið er með kröfur á hendur löggjafanum í undirskriftasöfnun, að almenningur sé ekki blekktur til fylgilags með röngum fullyrðingum og hálfsannleik. Sitt sýnist hverjum um gæði heilbrigðiskerfisins en það er beinlínis rangt að við séum eftirbátar annarra þegar kemur að framlögum til heilbrigðismála. Öll viljum við bæta heilbrigðiskerfið en tugmilljarða stjórnlaus innspýting fjármuna er ekki alltaf lausnin eins og dæmin sanna annars staðar. Ég ætlast einnig til þess að upplýst sé í undirskriftasöfnun sem þessari hvað svona kröfur þýða í fjárhæðum og hvaðan þeir fjármunir eigi að koma.
25.jan. 2016 - 16:02 Brynjar Nielsson

Bjóst við að fleiri myndu skrifa undir hjá Kára

Á þeim fjórum dögum sem undirskriftasöfnun Kára hefur staðið yfir hafa 40 þúsund landsmanna tekið undir kröfuna um að útgjöld til heilbrigðismála verði 11% af landsframleiðslu í stað 8.7%. Eru það heldur færri en ég gerði fyrirfram ráð fyrir. Ég hugsa að Kári hefði náð svipuðum árangri með undirskriftasöfnun um aukið hlutfall af landsframleiðslu færi til menntakerfisins, til elli- og lífeyrisþega, lögreglu og dómsmál, í samgöngur, fæðingarorlof, málefni barna eða til menningar og lista. Í þessa málaflokka ásamt heilbrigðismálum fer megnið af öllum útgjöldum ríkisins. Má því ætla að krafa Kára um 50 milljarða aukningu í heilbrigðismálin á hverju ári yrði fyrst og fremst á kostnað framangreindra málaflokka.
22.jan. 2016 - 14:30 Brynjar Nielsson

Kannski vill Kári fella niður fæðingarorlof

Nú hefur Kári Stefánsson hrundið af stað undirskriftarsöfnun með áskorun um að 11% af vergri landsframleiðslu verði varið til heilbrigðismála. Á mannamáli þýðir þetta að Kári vilji bæta við um 50 milljörðum til heilbrigðismála á hverju ári eins og staðan er nú.
18.jan. 2016 - 08:00 Brynjar Nielsson

Gengur ekki í stjórnarsamstarfi

Aldrei er það svo að við stjórnarþingmenn séum sammála um allt þegar kemur að ráðstöfun fjármuna ríkisins. Til að mynda er ekki allir sammála því að ríkið greiði einstaka mönnum nokkrar milljónir á ári, áratugum saman fyrir að skrifa sömu bókina eða aðra eins og þá síðustu. Menn eru heldur ekki sammála hvað eigi að greiða bændum í gegnum búvörusamning til að gera íslenskan landbúnað samkeppnishæfan við niðurgreiddan landbúnað í öðrum löndum.
23.des. 2015 - 12:53 Brynjar Nielsson

Bjarni sagði sannleikann

Nú rísa margir upp á afturlappirnar vegna svara fjármálaráðherra við athugasemdum og gagnrýni forseta ASÍ og forseta Íslands.
15.des. 2015 - 15:02 Brynjar Nielsson

Ekki gleyma hverjir voru við völd

„Við sem berum hag sjúklinga, öryrkja og ellilífeyrisþegar fyrir brjósti“ er ein algengasta setning stjórnarandstæðinga á þinginu nú um stundir. Síðan er hamrað á sömu ósannindunum endalaust um að öryrkjar- og ellilífeyrisþegar hafi setið eftir þrátt fyrir að fyrir liggi að kjör þeirra hafi fylgt launaþróun í landinu í tíð núverandi ríkisstjórnar. Þar að auki dró núverandi ríkisstjórn verulega úr skerðingum bóta vegna annarra tekna þessara hópa en miklar skerðingar í þeim efnum voru í boði norrænu velferðarstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur.
10.des. 2015 - 15:55 Brynjar Nielsson

Raskar ró minni

Þingmenn hafa lengi haldið að lítið sem ekkert blóð rynni í æðum mínum. Kom þeim því á óvart hversu uppstökkur ég var á þinginu í gær. Rétt er að talsvert þarf til svo ró mín raskist. En þegar menn, sem settu Íslandsmet, ef ekki heimsmet, í kjaraskerðingu bótaþega, koma í ræðustól þingsins og saka þingmenn í stjórnarmeirihlutanum um siðleysi og mannvonsku, raskar það ró minni. Í umræðu um kjör bótaþega er auðvelt að festast í populisma, sérstaklega þegar menn eru í stjórnarandstöðu. Af því að samfélagsmiðlar loga og fjölmiðlar virðast fullkomlega óhæfir til að koma réttum upplýsingum um kjarabætur bótaþega til skila er rétt að koma eftirfarandi staðreyndum á framfæri:
08.des. 2015 - 16:49 Brynjar Nielsson

Lagt til að ég gangi um berrassaður

Össur Skarphéðinsson hafði að orði við mig áðan að ég þyrfti að gera eitthvað til að koma stjórnmálaferlinum almennilega á flug.
26.nóv. 2015 - 13:52 Brynjar Nielsson

Ekki eins galnir og sumir þessara „kvenréttindahópa“

„Ef dóm­stól­ar neita að bæta ráð sitt krefj­umst við af­sagn­ar dóm­ara lands­ins og full­kom­inn­ar end­ur­nýj­un­ar í kerf­inu. Lög­in eru ekki vanda­málið. Dóm­ar­arn­ir og kerfið sjálft eru vanda­málið.“
24.nóv. 2015 - 12:06 Brynjar Nielsson

Biður til Guðs um að ég hætti á Facebook

Mér sýnist Siðmennt vera næst stærsta trúfélagið hér á landi. Siðmennt sér um fermingafræðslu og fermir tugi barna á hverju ári. Eru farnir að jarðsyngja og telja rétt að fá endurgjaldslaus afnot af kirkjum annarra trúfélaga til þess.
26.okt. 2015 - 14:05 Brynjar Nielsson

Afturhalds hugmyndafræði

Sé að vinir mínir í VG eru að sveigja enn meira til vinstri svo að ískrar í hjólunum. Gamaldags kommafrasar um auðvaldið og öreiganna eru farnir að dúkka upp aftur. Allstaðar skín í gegn andúðin gegn frelsinu, eignarréttinum og einkaframtakinu, sem þeir í VG hafa ekki enn áttað sig á að er forsenda framfara og velferðar.
09.okt. 2015 - 17:43 Brynjar Nielsson

Bjó um hjónarúmið á meðan ég svaf

Við hjónin tölum stundum saman í fjölskyldubílnum enda engin hættulaus undankomuleið á helstu stofnbrautum borgarinnar. Í dag spurði hún mig hvort tryggingarfélög byðu upp á tryggingar vegna leiðinlegs maka. Fipaðist ég nokkuð við aksturinn og rifjaðist upp fyrir mér nýlegt atvik þegar hún bjó um hjónarúmið meðan ég enn svaf. Hafði ekki svar á reiðum höndum en taldi að minnsta kosti líklegt að ekki væri hægt að tryggja eftirá í þessu frekar en öðru.
24.sep. 2015 - 10:39 Brynjar Nielsson

Íslendingar trúa á boð og bönn

Við Íslendingar trúum mjög á bönn eða takmarkanir til að leysa vandamál fólks í stað þess að menn beri ábyrgð sjálfir á hegðun sinni. Skemmtileg tómstundariðja hjá mörgum er að stunda fjárhættuspil en það er bannað án sérstaks leyfis vegna þess að einhverjir kunna fótum sínum ekki forráð í þeim efnum.
13.sep. 2015 - 13:17 Brynjar Nielsson

Stundum erum við í ruglinu

Hjá okkur sem störfum á pólitíska sviðinu er ekki allt fullkomið.Við gerum mistök og sumt má gera betur. Jafnvel á stundum erum við í "ruglinu" eins og sagt er.
02.sep. 2015 - 09:55 Brynjar Nielsson

Froðufellandi af reiði

Fólkið sem hafði mikla þörf á að tjá ást sína á Charlie Hebdo er froðufellandi af reiði vegna skopmyndar í Mogganum í gær. Þetta er mikið til sama fólkið og er upptekið af friðhelgi einkalífsins og persónuvernd nema þegar kemur að fjármálum og tekjum annarra. Telur sig jafnvel styðja frelsi í atvinnu og viðskiptum ef undanskilið er áfengi og allt kynlífstengt.
24.ágú. 2015 - 11:18 Brynjar Nielsson

Til hvers voru Píratar að því?

Loksins hafa Píratar komið sér saman um stefnu í sjávarútvegsmálum. Einhverjir kunna að spyrja sig til hvers þeir voru að því enda með fylgi þriðjungs þjóðarinnar án nokkurrar stefnu í helstu hagsmunamálum þjóðarinnar.
20.ágú. 2015 - 12:01 Brynjar Nielsson

Sumir fagna því að „sægreifarnir“ tapi

Enn er stór hópur til hér á landi sem telur hagsmunum okkar best borgið með inngöngu í ESB og upptöku evru. Telur það jafnvel merki um frjálslyndi og víðsýni. Við eigum að fylgja ESB í öllu og skiptir þá ekki máli þótt undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar verði lömuð vegna slíkrar fylgispektar. Sumir jafnvel fagna því að „sægreifarnir“ tapi og trúa að þeirra tjón hafi ekkert með velferð okkar að gera.
18.ágú. 2015 - 13:32 Brynjar Nielsson

Aldrei leitt til góðs

Mér skilst að ég sé með Pútinmeðvirkni og jafnvel orðinn Rússasleikja. Það er nú bara þannig með mig að ég er ekki hrifinn af viðskiptaþvingunum enda þær aldrei leitt til góðs, heldur þvert á móti. Gera lítið annað en að efla þjóðerniskennd þeirra sem fyrir verða og auka ógnina. Ekki ætla ég að réttlæta aðgerðir Rússa og legg mikið upp úr samstöðu bandalagsþjóða okkar. Ekki ætla ég heldur að réttlæta allt sem bandalagsþjóðir okkar gera.
03.júl. 2015 - 17:44 Brynjar Nielsson

Hjólreiðar lama liminn

Mér skilst að hjólreiðar geti lamað liminn. Ekki að þessi umræða skipti mig miklu máli.
18.jún. 2015 - 11:34 Brynjar Nielsson

Nokkrir stjórnarandstæðingar garga á Austurvelli

Haft var eftir borgarstjóra í Fréttablaðinu að mótmælin á Austurvelli í gær endurspegli ástand sem bregðast verði við. Hvað á borgarstjórinn við? Ástandið í samfélaginu hefur ekki verið betra frá hruni og batnað hratt síðustu tvö ár. Og hvernig vill borgarstjóri að brugðist verði við „ástandinu“? Kannski að lýðræðislega kjörin ríkisstjórnin fari frá eins og krafist var í mótmælunum? Nei, kæri borgarstjóri, það er ekkert slíkt ástand við stjórn landsins að bregðast verði við þótt nokkrir stjórnarandstæðingar gargi niðri á Austurvelli á þjóðhátíðardeginum.
08.jún. 2015 - 14:00 Brynjar Nielsson

Stjórnarandstæðingar og netálfar

Undarlegt ástand í íslensku samfélagi nú um stundir. Við erum með verkalýðsforystu sem er í pólitískri baráttu gegn ríkisstjórninni frekar en að gæta hagsmuna skjólstæðinga sinna. Sumir stjórnarandstæðingar og nokkrir netálfar á þeirra vegum eru mjög uppteknir við að halda fram röngum staðhæfingum, svo sem eins og að hér hafi ójöfnuður aukist og að laun og kaupmáttur sé miklu verri hér en í öðrum löndum.
26.maí 2015 - 16:14 Brynjar Nielsson

Hvar var Sara Elísa fyrir tveimur og hálfu ári?

Sara Elísa segir að það ríki mikil óánægja í þjóðfélaginu með ástand mála og hefur boðað til mótmæla til að þessar óánægjuraddir fái að heyrast. Á sjötta þúsund manns hafa boðað komu sína á netinu til að lýsa yfir óánægju sinni. En hvar var Sara Elísa fyrir tveimur og hálfu ári þegar kaupmáttur var talsvert lakari en í dag, heilbrigðiskerfið að hruni komið, ríkisfjármál í ólestri sem og skuldir heimila? Var hún sofandi? Von að spurt sé því ekki var ástandið betra þá en í dag?
14.maí 2015 - 11:30 Brynjar Nielsson

Aldrei hjólað í manninn og enginn uppnefndur

Mikið er ég feginn hvað stjórnandstaðan hefur lagt sig fram við að bæta stjórnmálin og umræðuhefðina. Er svo sem ekki skrítið því það hefur verið þeirra helstu baráttumál, ekki síst nýju flokkanna. Aldrei hjólað í manninn, enginn uppnefndur og aldrei reynt að gera lítið úr andstæðingnum.
09.maí 2015 - 19:21 Brynjar Nielsson

Sennilega búnir að gleyma

Margir eru hissa á kosningaúrslitum á Bretlandseyjum og sérstaklega slæmu gengi Verkamannaflokksins. Ég er ekki hissa eftir að hafa fylgst með kosningabaráttunni.
26.apr. 2015 - 13:56 Brynjar Nielsson

Hégóminn aldrei langt undan

Var í góðu yfirlæti á hótel Hamri um helgina. Hitti þar skemmtilega austfirðinga sem voru afar ánægðir með hv. 5. þingmann Reykjavíkur norður þótt sjálfstæðismaður væri. Hart var lagt að þingmanninum að bjóða sig fram til forseta í næstu kosningum og fullyrt að austfirðingar stæðu þétt að baki honum, hvar í flokki sem þeir stæðu.
16.apr. 2015 - 12:00 Brynjar Nielsson

Réttlæti Pírata

Tvískinnungur er mér hugleikinn og nú um stundir finnst mér hann mest áberandi hjá sumum vinum mínum í flokki Pírata. Þegar þingvörður bregst eðlilega og innan allra marka við atlögu mótmælanda að honum er heimtað rannsókn.
10.apr. 2015 - 14:45 Brynjar Nielsson

Umhyggjusamt faðmlag ríkisins kæfir okkur öll á endanum

Sé að Stefán Ólafsson telur að Framsóknarflokkurinn eigi möguleika á að verða velferðarflokkur með því að halla sér til vinstri. Góð byrjun væri stórt stökk til að ríkisvæða húsnæðismarkaðinn, sem myndi kosta skattgreiðendur sjálfsagt tugi milljarða á ári. Þar sem Stefáni finnst skattar lágir er sjálfsagt ekkert vandamál að hækka þá í þessu skyni enda hér fullt af fólki sem á meiri peninga en það þarf.
08.apr. 2015 - 11:00 Brynjar Nielsson

Píratar hefðbundinn vinstri flokkur

Gaman að hlusta á þingmenn Pírata í Kastljósi í gær þótt ekkert hefði komið mér á óvart. Helstu baráttmál þeirra eru lýðræðisumbætur og borgarleg réttindi. Sitt sýnist hverjum um lýðræðið og ég ætla því ekki að gera það að umtalsefni þótt ég telji að þeir sem mest tali um það skilji það síst. Er það ekki bundið við Pírata frekar en aðra hópa sem telja sig lýðræðislegri en gengur og gerist. Svo er það ekkert sérstaklega lýðræðislegt að taka nánast aldrei afstöðu til mikilvægra mála á þinginu.
12.feb. 2015 - 11:30 Brynjar Nielsson

Skattsvik og skattrannsóknir

Ástæða er til að taka undir með fjármálaráðherra að gera eigi allt sem hægt er til að upplýsa skattsvik enda mikilvægt samfélagslegt hagsmunamál þar á ferð. Nú hefur verið í umræðunni að skattrannsóknarstjóri sé í viðræðum við ónafngreindan aðila um kaup á gögnum sem gætu upplýst um ólögmæt undanskot frá skattgreiðslum í sameiginlega sjóði. Nú hafa ekki legið fyrir upplýsingar um hvers konar gögn hér um ræðir og hvernig þau eru tilkomin.
06.feb. 2015 - 11:30 Brynjar Nielsson

Herra Ísland

Sá að forsíðumyndin í DV var ekki úr keppninni um herra Ísland. Og þar var í opnuviðtali viðtal við bróður minn sem sagðist hafa verið afskaplega hlýðið barn.
26.jan. 2015 - 13:58 Brynjar Nielsson

Pólitískir og ópólitískir fjölmiðlamenn

Það var stórfurðulegt að fylgjast með ítrekuðum fréttum af nýjum ritstjóra DV, sem einn fjölmiðlamanna á landinu virðist þurfa að bera járn til að „hreinsa sig“ opinberlega af tengslum við stjórnmálaflokk.
26.jan. 2015 - 13:30 Brynjar Nielsson

Fer fyrir kirkjunni eins og tóbakinu

Séra Dalla Þórðardóttir skrifar á kvennakirkjan.is að það sé tíska að tala illa um kristni og kirkjuna. Held að það sé rétt hjá henni.
20.jan. 2015 - 15:00 Brynjar Nielsson

Engin ástæða til kæra Björgvin til lögreglu

Nú er allt á öðrum endanum á vefmiðlum vegna meints brots Björgvins Sigurðssonar í störfum sínum sem sveitarstjóri Ásahrepps. Björgvin hefur lýst nákvæmlega hvað hann gerði og viðurkennt að hafa notað fjármuni hreppsins í eigin þágu án þess að hafa leitað sérstakar heimildar fyrirfram. Vel má vera að hægt sé að heimfæra verknað Björgvins til refsilagaákvæðis miðað við hans eigin frásögn af atvikum.
06.jan. 2015 - 14:00 Brynjar Nielsson

Hvar standa þessir fjölmiðlamenn í pólitík

Sumir fjölmiðlamenn telja sér trú um að þeir séu frjálsari og óháðari en aðrir. Og fjölmiðlarnir sem þeir vinna á eru auðvitað sérstakalega óháðir og frjálsir og starfa gjarnan í almannaþágu og þá væntanlega öfugt við aðra miðla.
02.jan. 2015 - 12:30 Brynjar Nielsson

Ekkert annað en venjulegir ofbeldismenn

Þá er komið að því. Kallinn er byrjaður í ræktinni og fór í fyrsta tímann í morgun. Komst að því að þar starfar stétt manna sem kalla sig einkaþjálfara en eru ekkert annað en venjulegir ofbeldismenn. Svo var ég látinn drekka einhvern ógeðisdrykk eftir allar misþyrmingarnar.
30.des. 2014 - 10:57 Brynjar Nielsson

Erfitt að missa völdin

Virðist vera afskaplega þungbært fyrir tæru vinstri stjórnina að missa völdin í síðustu kosningum. Skipulögð voru í haust mótmæli gegn ríkisstjórninni á sama tíma og hagur, bæði ríkissjóðs og þegnanna allra, batnaði. Nú á þjóðin að sameinast um áramótin að koma ríkisstjórninni frá. Ekki má þó biðja til Guðs um hjálp til þess.
22.des. 2014 - 12:10 Brynjar Nielsson

Mannréttindabrot að banna börnum að fara í kirkjuferðir

Mikið hefur verið rætt um kirkjuferðir skólabarna og kynningu á jólaboðskap kristinna. Eitt er að hafa þá skoðun að börn eigi ekkert erindi í kirkjur eða aðrar trúarlegar stofnanir og félög en hvernig það teljist til mannréttinda að banna kirkjuferðir skólabarna er mér hulið. Kannski eru sumir búnir að gleyma því að við búum þrátt fyrir allt í kristilegu lýðræðisþjóðfélagi þar sem þjóðkirkjan nýtur meira að segja sérstakar verndar í stjórnarskránni. Skólar eru hluti af þessu samfélagi.
22.nóv. 2014 - 14:00 Brynjar Nielsson

Hýenur renna á blóðslóðina

Þegar hýenur renna á blóðslóðina verður ekki aftur snúið. Nú skal flæma lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu úr embætti fyrir að sinna lagaskyldu sinni og senda greinargerð til ráðuneytisins um rannsókn á meintum alvarlegum brotum hælisleitanda að beiðni aðstoðarmanns ráðherra. Ef einhverjir skyldu ekki vita er innanríkisráðherra æðsti yfirmaður lögreglu í landinu auk þess sem málefni hælisleitenda heyrir undir innanríkisráðherra.
13.nóv. 2014 - 11:00 Brynjar Nielsson

Skoðun mín hefur ekki breyst

Zuckerberg hringdi í mig einu sinni enn og bað mig að útskýra nánar fyrir helstu hatursmönnum Sjálfstæðisflokksins hvað það þýðir að standa við stóru orðin. Í samtölum við innanríkisráðherra og flesta þingmenn flokksins snemma árs lýsti ég þeirri skoðun minni að ráðherrann bæri fulla pólitíska ábyrgð á aðstoðarmönnum sínum.

Brynjar Níelsson
Hæstaréttarlögmaður. Alþingismaður Sjálfstæðisflokksins.
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 19.5.2016
Að sýna sjálfum sér virðingu
Jón Sigurðsson
Jón Sigurðsson - 14.5.2016
Aflandsreikningar
Jón Sigurðsson
Jón Sigurðsson - 21.5.2016
Icesave - enn og aftur
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 13.5.2016
Afvegaleidd aflandsumræða
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 18.5.2016
Íslenskt verkafólk yfirgefið
Aðsend grein
Aðsend grein - 12.5.2016
Takið vel á móti Álfinum
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 21.5.2016
Nordau á Íslandi
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 22.5.2016
Dósentsmálið 1937
Akureyri vikublað
Akureyri vikublað - 24.5.2016
Ekkert djók heldur lífsins alvara
Fleiri pressupennar