23. júl. 2012 - 12:17Brynjar Nielsson

Kröfur Öryrkjabandalagsins

Það hefur verið baráttumál Öryrkjabandalag Íslands að þeir skjólstæðingar þess sem þurfi að fá aðstoð til að greiða atkvæði í kosningum megi koma með sinn eigin aðstoðarmann. Það sé ekki bara réttlætismál heldur mikilvæg mannréttindi. Því hefur ÖBÍ stutt kröfur fólks, sem þannig er ástatt fyrir, til að kæra síðustu forsetakosningar og krefjast ógildingar á þeim.

Sigurður Líndal prófessor hefur kallað þessar kröfur um ógildingu forsetakosninganna mannréttindafrekju. Hægt er að taka undir seinni hluta orðsins en erfitt er að sjá hvar mannréttindin liggja í þessu. Það kann að vera að einhverjum kjósendum, sem ekki geta kosið án aðstoðar, finnist betra að njóta aðstoðar nákominna, vina eða þeirra sem sjá um umönnun viðkomandi. Þau þægindi hafa hins vegar ekkert með réttlæti að gera hvað þá mannréttindi. Réttindin sem hér skipta máli eru þau að kjósandinn geti kosið leynilegri kosningu.

Augljóst er að leyndin verður ekki meiri með heimafengnum aðstoðarmanni sem ekki hefur trúnaðar-og þagnarskyldu samkvæmt lögum, öfugt við starfsmenn kjörstjórna.  Hægt er að færa rök fyrir því að leyndin verði í raun minni verði lögum breytt í samræmi við kröfur ÖBÍ. Allir vita að þrýstingur getur verið frá nákomnum um hvað kjósa skuli, sérstaklega ef þeir eru mjög pólitískir í hugsun. Sama getum við séð fyrir okkur á sambýlum og elliheimilum þar sem öflugur áhrifamaður stjórnar eða starfar. Margir fatlaðir, aldraðir og aðrir sem ekki geta kosið án aðstoðar eru að sjálfsögðu háðir þessu fólki og eiga erfitt með í vissum tilvikum að láta það ekki hafa áhrif á sig í kjörklefanum ef viðkomandi stendur yfir þeim. Þar að auki er það viðbúið að leyndin verði minni þegar kjósandinn er tengdur aðstoðarmanninum eða  í svona miklu návígi við hann. Þessi herferð ÖBÍ er því ekki bara óþörf, eins og formaður MND félagsins hefur bent á, heldur beinlínis vinnur hún gegn hagsmunum og réttindum kjósandans sem ekki getur kosið án aðstoðar.

Sumir hafa haldið því fram, einkum stjórnlagaráðsmenn og andstæðingar forseta Íslands, að Hæstiréttur geti ekki annað en ógilt forsetakosningarnar fyrst stjórnlagaþingskosningar voru ógiltar. Ekki er ólíklegt að stærðfræðingur hafi verið fenginn til að reikna það út. Þessi samanburður er fullkomlega fráleitur. Öfugt við stjórnlagaþingskosningarnar voru forsetakosningarnar í samræmi við kosningalög. Ágallar á stjórnlagaþingskosningunum voru það miklir að kosningin gat ekki talist leynileg. Slíkir ágallar voru hins vegar ekki á forsetakosningunum. Breytir þá engu þótt einstökum kjósendum kunni að þykja betra að hafa aðstoðarmann að eigin vali við kosninguna og telji það til mannréttinda.

Það læðist að manni sá grunur að framganga ÖBÍ nú hafi með úrslit forsetakosninganna að gera frekar en mannréttindabrot gegn skjólstæðingum þess. Að minnsta kosti var ekki krafist ógildingar stjórnlagaþingskosninganna á þessum grunni.



21.jan. 2010 - 13:34 Brynjar Nielsson

110% leið er ekki í boði fyrir alla

Í Morgunblaðinu í dag er haft eftir Lilju Móseasdóttur, alþingismann og formann efnahags- og viðskiptanefndar  að það sé undarlegt að úrræði sem bankarnir bjóða um afskriftir skulda sem eru 110% umfram eignir sé í boði fyrir alla.  Nefnir Lilja sérstaklega að með því sé verið að opna á afskriftir hjá bankastarfsmönnum, læknum og fleiri hátekjumönnum.  Lilja segir ennfremur að þetta sé ekki í samræmi við vilja Alþingis sem miði að því að laga fjárhagsskuldbindingar einstaklinga að eignastöðu og greiðslugetu. 
24.nóv. 2009 - 10:07 Brynjar Nielsson

Skrípó og farsi eða gagnsæi og heiðarleiki?

Fram hefur komið í fjölmiðlum að Jóhannes Jónsson og nokkrir erlendir fjárfestar hafa gert Arion banka tilboð um nýtt hlutafé 1998 ehf., móðurfélag Haga.  Samkvæmt tilkynningu frá bankanum ætlar hann að taka sér tíma fram í janúar til að meta tilboðið og bera saman við aðra kosti í stöðunni. Það sé í samræmi við þá meginreglu bankans að leita lausna á skuldavanda fyrirtækja með eigendum og stjórnendum. Samkvæmt tilkynningu bankans gerir þetta tilboð ekki ráð fyrir að bankinn afskrifi nokkuð af skuldum 1998.
15.nóv. 2009 - 18:57 Brynjar Nielsson

Réttlæti og vit

Ég ritaði pistil hér á Pressunni 11. nóvember sem virðist hafa valdið nokkrum usla hjá þeim sem hafa ríkari réttlætiskennd en við hin. Vilhjálmur Bjarnason, aðjunkt og fjárfestir, sem var aðili þess máls sem ég fjallaði um í pistli mínum, lætur hafa eftir sér að ég sé ágætur í hegningarlögunum en virðist ekki skilja íslenskt viðskiptalíf. Ég veit nú ekki hversu ágætur ég er í hegningarlögunum en viðurkenni fúslega að ég skil ekkert í íslensku viðskiptalífi, kannski sem betur fer. Hefði ég skilið það ætti ég kannski stóran hlut í gömlu gjaldþrota bönkunum og skuldaði kúlulán.
11.nóv. 2009 - 13:30 Brynjar Nielsson

Réttlæti og sanngirni

Réttlætið er vandmeðfarið og sitt sýnist hverjum. Við erum oftast mjög sjálfmiðuð í allri umræðu um réttlæti og sanngirni. Þess vegna er mikilvægt að hafa dómstóla sem dæma eftir lögunum og láta ekki geðshræringu háværra manna rugla sig í því mikilvæga starfi.
03.nóv. 2009 - 11:43 Brynjar Nielsson

Tengsl mín við grunaða í bankahruninu

Fyrir nokkrum dögum skrifaði Jóhann Hauksson á vefmiðli DV langa grein sem var helguð mér. Viðbrögð hans við gagnrýni minni á ráðningu Evu Joly, sem hann kallar árásir, er að gera mig tortryggilegan. Það á svo sem við um marga aðra.
28.okt. 2009 - 17:09 Brynjar Nielsson

Traust eða pólitískt sjónarspil

Ég gerðist svo djarfur í pistli hér í fyrradag að lýsa þeirri skoðun minni að það væri bruðl og óþarfi að ráða Evu Joly fyrir 80 miljónir króna á ári sem ráðgjafa við rannsóknir sérstaks saksóknara.
26.okt. 2009 - 07:40 Brynjar Nielsson

Niðurskurður og bruðl

Nú eru til umfjöllunar í þinginu  kreppufjárlög. Ríkisstjórnin segir að allir verði að leggja sitt af mörkum, sem auðvitað er hárrétt. En þingmönnum er mikill vandi á höndum því hvergi má skera niður. Eins og svo oft áður ætla stjórnvöld að fara í flatan niðurskurð þótt prósentan sé mismikil. Þessi aðferð gengur ekki í samdrætti sem á engin fordæmi í sögu lýðveldisins. Fjárveitingavaldið á ekkert val þegar kemur að grunnstoðum stjórnskipunar landsins, eins og dómstólum og ákæruvaldi. Ef þessar stofnanir geta ekki sinnt hlutverki sínu er ekki hægt að tala um samfélag eða ríki.
05.okt. 2009 - 08:42 Brynjar Nielsson

Skúbb

Í fréttaaukanum á Rúv í gærkvöldi sagði merkur fréttamaður frá því í Kompásstíl að fulltrúi Coca Cola á Norðurlöndum hafi hótað því að Vífilfell yrði svipt sérleyfinu á Coca Cola ef gengið yrði að veðum hjá félögum í eigu Þorsteins M. Jónssonar.
29.sep. 2009 - 14:37 Brynjar Nielsson

Hvað er í lagi?

Í einhverju blaði í síðustu viku var lítil fréttaklausa um að nærri 400 stúdentar við Háskóla Íslands hefðu þegið atvinnuleysisbætur án þess að eiga rétt á þeim. Í fréttinni kom fram að athuga ætti hvort sama væri upp á teningnum í öðrum háskólum. Frekari umfjöllun var ekki að sjá um þessa frétt í vikunni sem leið.
10.sep. 2009 - 13:17 Brynjar Nielsson

Vísindin og sannleikurinn

Margt hugsjónafólk hefur ríka tilhneigingu til þess að líta svo á að pólitískar skoðanir þess eigi eitthvað skylt við vísindi og sannleika. Hin pólitíska skoðun er þá gjarnan klædd í búning fræða og til prýðis hnýtt fögur slaufa mannréttinda utanum herlegheitin.
25.ágú. 2009 - 23:00 Brynjar Nielsson

Hvenær eru menn sakborningar?

Við rannsókn sakamála í tengslum við bankahrunið er fjöldinn allur af mönnum komnir með stöðu sakbornings. Margir virðast halda að lögregla og aðrir rannsakendur sakamála geti bara eftir geðþótta ákveðið að þeir sem  talað er við eða talið er að búi yfir upplýsingum um þau mál sem til rannsóknar eru skuli hafa réttarstöðu sakbornings. 
1 2 3 4 5 

Brynjar Níelsson
Hæstaréttarlögmaður. Alþingismaður Sjálfstæðisflokksins.
Sena: Fúsi mars  (út 27)
Jón Óðinn Waage
Jón Óðinn Waage - 16.3.2015
Við Gunnar
Ragnheiður Eiríksdóttir
Ragnheiður Eiríksdóttir - 24.3.2015
Um tippamyndasendingar íslenskra karla
Bergljót Björk Halldórsdóttir
Bergljót Björk Halldórsdóttir - 21.3.2015
Matargrúskarinn Nanna Rögnvaldar
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 21.3.2015
Formannskjörið í Samfylkingunni
Ragnheiður Ragnarsdóttir
Ragnheiður Ragnarsdóttir - 23.3.2015
Líf Röggu í LA: æfingar á ströndinni
Jón Sigurðsson
Jón Sigurðsson - 20.3.2015
Athyglisverð ummæli í Morgunblaðinu
Sigurður G. Guðjónsson
Sigurður G. Guðjónsson - 24.3.2015
Eigandi Íslands?
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 12.3.2015
Sömdu Svíar af sér Ísland?
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 22.3.2015
Hvar er stuðningsyfirlýsingin?
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 18.3.2015
Orðaskipti Guðrúnar og Davíðs
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 15.3.2015
Gaman um alvöru
Ragnheiður Ragnarsdóttir
Ragnheiður Ragnarsdóttir - 16.3.2015
Lífið í LA: rauði dregilinn á tískuvikunni
Aðsend grein
Aðsend grein - 26.3.2015
Ég bjargaði mannslífi í nótt
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 21.3.2015
Orðaleikur Jóns Sigurðssonar
Fleiri pressupennar