23. júl. 2012 - 12:17Brynjar Nielsson

Kröfur Öryrkjabandalagsins

Það hefur verið baráttumál Öryrkjabandalag Íslands að þeir skjólstæðingar þess sem þurfi að fá aðstoð til að greiða atkvæði í kosningum megi koma með sinn eigin aðstoðarmann. Það sé ekki bara réttlætismál heldur mikilvæg mannréttindi. Því hefur ÖBÍ stutt kröfur fólks, sem þannig er ástatt fyrir, til að kæra síðustu forsetakosningar og krefjast ógildingar á þeim.

Sigurður Líndal prófessor hefur kallað þessar kröfur um ógildingu forsetakosninganna mannréttindafrekju. Hægt er að taka undir seinni hluta orðsins en erfitt er að sjá hvar mannréttindin liggja í þessu. Það kann að vera að einhverjum kjósendum, sem ekki geta kosið án aðstoðar, finnist betra að njóta aðstoðar nákominna, vina eða þeirra sem sjá um umönnun viðkomandi. Þau þægindi hafa hins vegar ekkert með réttlæti að gera hvað þá mannréttindi. Réttindin sem hér skipta máli eru þau að kjósandinn geti kosið leynilegri kosningu.

Augljóst er að leyndin verður ekki meiri með heimafengnum aðstoðarmanni sem ekki hefur trúnaðar-og þagnarskyldu samkvæmt lögum, öfugt við starfsmenn kjörstjórna.  Hægt er að færa rök fyrir því að leyndin verði í raun minni verði lögum breytt í samræmi við kröfur ÖBÍ. Allir vita að þrýstingur getur verið frá nákomnum um hvað kjósa skuli, sérstaklega ef þeir eru mjög pólitískir í hugsun. Sama getum við séð fyrir okkur á sambýlum og elliheimilum þar sem öflugur áhrifamaður stjórnar eða starfar. Margir fatlaðir, aldraðir og aðrir sem ekki geta kosið án aðstoðar eru að sjálfsögðu háðir þessu fólki og eiga erfitt með í vissum tilvikum að láta það ekki hafa áhrif á sig í kjörklefanum ef viðkomandi stendur yfir þeim. Þar að auki er það viðbúið að leyndin verði minni þegar kjósandinn er tengdur aðstoðarmanninum eða  í svona miklu návígi við hann. Þessi herferð ÖBÍ er því ekki bara óþörf, eins og formaður MND félagsins hefur bent á, heldur beinlínis vinnur hún gegn hagsmunum og réttindum kjósandans sem ekki getur kosið án aðstoðar.

Sumir hafa haldið því fram, einkum stjórnlagaráðsmenn og andstæðingar forseta Íslands, að Hæstiréttur geti ekki annað en ógilt forsetakosningarnar fyrst stjórnlagaþingskosningar voru ógiltar. Ekki er ólíklegt að stærðfræðingur hafi verið fenginn til að reikna það út. Þessi samanburður er fullkomlega fráleitur. Öfugt við stjórnlagaþingskosningarnar voru forsetakosningarnar í samræmi við kosningalög. Ágallar á stjórnlagaþingskosningunum voru það miklir að kosningin gat ekki talist leynileg. Slíkir ágallar voru hins vegar ekki á forsetakosningunum. Breytir þá engu þótt einstökum kjósendum kunni að þykja betra að hafa aðstoðarmann að eigin vali við kosninguna og telji það til mannréttinda.

Það læðist að manni sá grunur að framganga ÖBÍ nú hafi með úrslit forsetakosninganna að gera frekar en mannréttindabrot gegn skjólstæðingum þess. Að minnsta kosti var ekki krafist ógildingar stjórnlagaþingskosninganna á þessum grunni.09.mar. 2013 - 10:53 Brynjar Nielsson

Valdarán og þjóðarvilji

Valdarán og þjóðarvilji eru vinsæl orð nú um stundir.
27.feb. 2013 - 14:16 Brynjar Nielsson

Endurreisnin mikla

Stjórnarflokkarnir hreykja sér af því að hafa endurreist Ísland eftir valdatíð Sjálfstæðisflokksins. Við sem búum í landinu höfum að vísu ekki orðið vör við þessa endurreisn.
20.feb. 2013 - 12:14 Brynjar Nielsson

Viðskiptaráðherra flýr ábyrgð

Í pistli mínum í fyrradag rifjaði ég upp ýmis embættisverk Gylfa Magnússonar í stóli viðskiptaráðherra þar sem honum tókst ekki vel til. Tilefnið var það að Gylfi baðst afsökunar á því að hafa sagt að Ísland yrði „Kúba norðursins“ samþykkti þjóðin ekki IceSave samninginn
18.feb. 2013 - 18:15 Brynjar Nielsson

Versti viðskiptaráðherra í heimi

Að undanförnu hafa verið rifjuð upp ýmis embættisverk Gylfa Magnússonar, sem á sínum tíma lýsti því yfir að íslenskir bankamenn væru þeir verstu í heimi.  Gylfi brást við gagnrýninni á hefðbundinn íslenskan hátt með útúrsnúningum og afsökunum á aukaatriðum. 
31.jan. 2013 - 13:50 Brynjar Nielsson

Að ganga í lið með tuddum

Í grein í Fréttablaðinu 25. júní 2009 taldi Þorvaldur Gylfason prófessor það einu gilda hvort Íslendingum bæri lagaleg skylda til að ábyrgjast greiðslu Icesave, það væri siðferðislega skylda. Þessi grein Þorvaldar er skrifuð í kjölfar Svavarssamningsins.
30.jan. 2013 - 13:17 Brynjar Nielsson

Ríkissjóður verður af tekjum

Rétt fyrir síðustu áramót var lagt fram frumvarp um breytingar á lögum um tekjuskatt. Í umræddu frumvarpi var gert ráð fyrir þeirri skynsamlegu breytingu á lögum um tekjuskatt að einstaklingum væri gert kleift að draga tap af afleiðusamningum frá hagnaði innan ársins.  Breytingartillagan var byggð á þeim sanngirnissjónarmiðum að einstaklingur sem gerir tvo afleiðusamninga á sama ári og tapar 110 á öðrum þeirra en hagnast um 100 á hinum, geti dregið tapið frá hagnaðinum.  Með því væri komið í veg fyrir að einstaklingurinn, auk þess að tapa 10% af eignum sínum, greiði fullan tekjuskatt að auki af „hagnaðinum.“  Um leið er tryggt jafnræði á milli einstaklinga og fyrirtækja, því slíkur frádráttur er heimilaður hjá félögum. 
22.jan. 2013 - 09:39 Brynjar Nielsson

Klassískur hrærigrautur

Nú hefur verið í landinu hrein vinstristjórn undanfarin 4 ár. Fyrir allnokkru síðan lá fyrir að flokkarnir sem að henni standa höfðu misst tiltrú og traust kjósenda. Iðulega þegar fyrirséð er fylgistap vinstri flokkanna hefst flókið ferli sem vel mætti kalla pólitískt kennitöluflakk.
13.des. 2012 - 21:11 Brynjar Nielsson

Þöggun

Þöggun er vinsælt orð í dag. Það var ákveðin þöggun fyrir bankahrun þegar gagnrýni á starfsemi banka og svokallaða útrásarvíkinga var afgreidd sem öfundsýki gamalla valdaklíkna í Sjálfstæðisflokknum sem höfðu misst völdin í viðskiptalífinu. Frægar ræður voru fluttar um það. Eftir hrun var Sjálfstæðisflokkurinn sökudólgurinn vegna meintrar frjálshyggju við einkavæðingu ríkisbankanna. Og það þótt að eini bankinn sem ekki var einkavæddur kosti skattgreiðendur meira en þrot allra einkavæddu bankanna.
02.des. 2012 - 10:10 Brynjar Nielsson

Refsileysi rannsóknarnefnda

Rannsóknarnefnd Alþingis vegna bankahrunsins. Fyrir Alþingi liggur frumvarp um breytingar á lögum um rannsóknarnefndir nr. 68/2011. Þar er m.a. gert ráð fyrir að nefndarmönnum verði tryggt skaðleysi í störfum sínum og jafnframt refsileysi undan ærumeiðinga- og friðhelgisákvæðum hegningarlaga.  Þessi breyting, varðandi refsileysi er varhugaverð og efast má um að hún samræmist ákvæðum stjórnarskrárinnar.
24.nóv. 2012 - 10:53 Brynjar Nielsson

Prófkjör og beint lýðræði

Löggjafarstarf varðar okkur öll.  Til þess að geta sinnt því mikilvæga starfi af kostgæfni skipta öflugir stjórnmálaflokkar máli.   Þar fer fram mikilvæg pólitísk umræða með þátttöku margra, þar sem grundvöllur er lagður að stefnumótun og hugmyndafræði sem stuðningsmenn flokksins telja að skipti máli.  Þetta starf auðveldar kjósendum að gera sér grein fyrir því fyrir hvað stjórnamálaflokkarnir standa og hvaða umboð þeir eru að veita þeim einstaklingum sem veljast til þingstarfa.  Um leið er hún mikilvægt veganesti fyrir þá sem taka þátt í löggjafastarfinu og til þess fallin að draga úr hentistefnu og tækifærismennsku. 
21.nóv. 2012 - 13:24 Brynjar Nielsson

Að reisa Ísland úr öskustónni

Sighvatur Björgvinsson fyrrverandi ráðherra hefur farið mikinn í fjölmiðlum undanfarið. Ekki er ég honum sammála um allt og fullyrðing hans um að „gamla gengið“ Jóhanna og Steingrímur hafi reist Ísland úr öskustónni er beinlínis röng.
14.nóv. 2012 - 15:01 Brynjar Nielsson

Að kæfa neytendur í faðmlagi ríkisins

Fyrir Alþingi liggur frumvarp til laga um neytendalán sem ætlað er að innleiða tilskipun Evrópusambandsins um neytendavernd.  Eins og stundum áður þegar kemur að málaflokki neytenda eru í hópi alþingismanna allmargir sem þekkja ekki einungis málefni neytenda betur en við hin heldur einnig mun betur en þeir sem sömdu umrædda tilskipun.  Í frumvarpinu eru ýmis ákvæði sem ganga lengra en umrædd tilskipun allt í þeim tilgangi að auka vernd neytenda enn betur en almennt gengur og gerist í nágrannalöndunum. 
24.okt. 2012 - 18:00 Brynjar Nielsson

Forréttindabraskarar

Ragnar Önundarson sendir formanni Sjálfstæðisflokksins tóninn í grein í Mogganum og segir að enginn geti verið forsætisráðherra sem staðið hafi í forréttindabraski.
17.okt. 2012 - 14:47 Brynjar Nielsson

JÁ eða NEI

Nú er stutt í þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá. Fyrsta spurningin í atkvæðagreiðslunni og sú mikilvægasta er sú hvort kjósendur vilji að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar að nýrri stjórnarskrá. Og hvað skyldi þessi spurning þýða? Hafi einhver verið í vafa um það hafa Valgerður Bjarnadóttir, formaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar alþingis, og einstakir stjórnlagaráðsmenn tekið af allan vafa um að JÁ þýði að alþingi beri að samþykkja tillögurnar efnislega óbreyttar. Ef það er raunin verða kjósendur að hafa eftirfarandi í huga
16.okt. 2012 - 12:30 Brynjar Nielsson

Illvilji

Guðrún Pétursdóttir, formaður stjórnlaganefndar, sem sá um framkvæmd þjóðfundarins, skrifaði grein í Fréttablaðið á föstudaginn síðastliðinn og sakar mig um ósannindi og illvilja í skrifum mínum um tillögur stjórnlagaráðs og framkvæmd þjóðfundarins. Í grein minni sagði ég orðrétt: „Á hverju borði voru leiðbeinendur á vegum stjórnvalda sem leiddu umræðurnar og auðvelt er að sjá af frumgögnum hvernig það hafði áhrif á umræðuna“. Ósannindin og illviljinn virðist hafa komið fram í þeim orðum mínum ef ég skil grein Guðrúnar rétt.
10.okt. 2012 - 14:51 Brynjar Nielsson

Talandi um staðreyndir

Þorvaldur Gylfason svarar grein minni  „Um tillögur stjórnlagaráðs", í aðsendri grein á Pressunni, sem hann segist hafa verið hvattur til að skrifa og kallar „Að þræta fyrir staðreyndir".  Aldrei verður af Þorvaldi tekið að hugarflug hans er hástemmt. Í grein sinni segir hann að stjórnarskráin hafi verið samin á þjóðfundinum og að hlutverk stjórnlagaráðs hafi verið að koma henni í frumvarpsbúning. Hafi þannig í reynd verið í pottinn búið, hefði þá ekki verið nær, að fá til verksins fólk með þekkingu og reynslu af slíkum frumvarpssmíðum? Óþarfi hefði verið að skipa 25 manna ráð til að semja texta um niðurstöðuna með mikilli fyrirhöfn og ærnum tilkostnaði. Sannleikurinn er auðvitað sá að Þorvaldur er nú á lokasprettinum að reyna að koma klúðri stjórnlagaráðsins yfir á þjóðfundinn. Verði honum að góðu.
08.okt. 2012 - 12:29 Brynjar Nielsson

Um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá

Frá Þjóðfundinum 2010. Í kjölfar hruns bankanna haustið 2008 létu margir stuðningsmenn núverandi stjórnarflokka að því liggja, að gildandi stjórnarskrá ætti einhvern þátt í því hruni. Jafnframt var því haldið fram að lýðveldisstjórnarskráin frá 1944 hafi aðeins verið hugsuð til bráðabirgða. Hvorttveggja er rangt eins og alkunna er, þó svo að gert hafi verið ráð fyrir því við stofnun lýðveldisins að hún yrði endurskoðuð síðar. Stjórnarskránni hefur síðan verið breytt og hún bætt, eftir því sem almenn samstaða hefur verið um meðal þings og þjóðar.
20.sep. 2012 - 10:45 Brynjar Nielsson

Fangelsin og fína fólkið

Okkur er tíðrætt um það hvað virðing og traust er mikilvægt fyrir þá sem með vald fara.
20.ágú. 2012 - 10:25 Brynjar Nielsson

Einföldun umræðunnar um myntlán

Í réttarríki leita menn til dómstóla en stjórnvöld grípa ekki inn í þegar gerða einkaréttarlega samninga. Slík vinnubrögð stjórnvalda myndu ekki einungis veikja réttarríkið heldur auka enn frekar en orðið er pólitíska áhættu á því að eiga viðskipti við Ísland eða vera í viðskiptum hérlendis.
13.júl. 2012 - 13:48 Brynjar Nielsson

Illa ígrundað

Það er ekkert að því að gagnrýna niðurstöðu Hæstaréttar. Ég geri hins vegar þær kröfur að slík gagnrýni sé málefnaleg, ekki síst þegar lögmenn og fjölmiðlamenn eiga í hlut. Upphrópanir og innihaldslaus slagorð eiga ekkert erindi í umræðu um niðurstöðu dómstóla í einstökum málum. Um þetta var minn fyrri pistill en ekki hvaða niðurstaða væri rétt eða röng í þessum ákveðnu málum.
11.júl. 2012 - 12:21 Brynjar Nielsson

Sjálfhverfa og gaspur

Einkennandi er fyrir fjölmiðla í seinni tíð að reyna að grafa undan trausti og trúverðugleika dómstóla með ómálefnalegri gagnrýni og upphrópunum sem byggjast á misskilningi og vanþekkingu. Það er ekki gæfuleg framtíðin þegar menn, sem eiga að semja fyrir okkur nýja stjórnarskrá, gaspra um að rétt sé að reka dómara sem gerðir hafa verið afturreka með ranga dóma af æðri erlendum dómstóli.
05.júl. 2012 - 11:30 Brynjar Nielsson

Vörslusviptingar og lýðskrum

Nýlega voru gerðar breytingar á innheimtulögum í þeim tilgangi að takmarka heimildir til vörslusviptinga. Byggist þessi löggjöf, eins og stundum áður, á því að hér sé um mikið réttlætismál að ræða.
27.jún. 2012 - 12:00 Brynjar Nielsson

Hvenær eru sakaðir menn saklausir?

Eigum við bara ekki að gleðjast yfir því að gögn málsins benda ekki til sektar Egils. Þá hefur stúlkunni kannski ekki verið nauðgað og saklaus maður ekki verið ákærður. Það er gleðiefni hefði maður haldið. En svo er ekki hjá mesta ofstækisfólkinu. Það skal djöflast í manninum fram í rauðan dauðann.
15.maí 2012 - 13:27 Brynjar Nielsson

Dómur yfir hælisleitendum

Í Héraðsdómi Reykjaness þann 30. apríl s.l. voru tveir ungir menn sakfelldir fyrir skjalafals með því að hafa framvísað fölsuðum skilríkjum við komuna til landsins. Refsing var ákveðin 30 daga fangelsi fyrir brot sem varðar allt að 8 ára fangelsi. Eins og gjarnan vill verða þegar dómsniðurstaða samrýmist ekki pólitískri hugmyndafræði sumra vill umræðan leiðast á villigötur.
03.maí 2012 - 11:45 Brynjar Nielsson

Flokkshollusta, frændsemi og fleðugangur

Ég skrifaði grein í Moggann í síðustu viku þar sem gerði athugasemdir við sífelldar árásir fjölmiðla á Ólaf Börk Þorvaldsson, hæstaréttardómara þar sem  látið er að því liggja að hann skorti hæfni til að vera hæstaréttardómari. Ég benti á í greininni að Ólafur Börkur hafi verið metinn hæfur til að gegna starfinu þótt okkur geti greint á hvort að hann hafi verið hæfastur umsækjenda. Hæstiréttur sjálfur gerði engan greinarmun á hæfni umsækjenda
11.apr. 2012 - 15:53 Brynjar Nielsson

Mannréttindanefnd Sameinuðu Þjóðanna og fleira skringilegt í henni veröld

Í pólitískri dægurbaráttu og umræðu vitna sumir til Mannréttindanefndar Sameinuðu Þjóðanna eða nefndarmanna þeirrar stofnunar í því skyni að afla máli sínu stuðnings eða renna stoðum undir réttmæti skoðana sinna. Eru það einna helst þeir sem telja kvótakerfi í íslenskum sjávarútvegi brot á mannréttindum sínum og þeir sem telja það til mannréttindabrota hversu fáir eru sakfelldir fyrir kynferðisbrot og refsingar vægar í þeim brotaflokki.
17.mar. 2012 - 16:00 Brynjar Nielsson

Vansæmd Hæstaréttar

Þessi orð voru í fyrirsögn á pistli Þorvaldar Gylfasonar, prófessors, sem ég las á einhverjum vefmiðli fyrir stuttu. Þorvaldi fannst réttarhaldið í Landsdómi líta út eins og farsi þar sem hæstaréttardómararnir í dóminum leyfðu sér að brosa og jafnvel hlægja. Þar að auki leyfði forseti Hæstaréttar ekki beina útsendingu frá aðalmeðferð málsins. Niðurstaða Þorvaldar er sú að réttarhöld í siðuðum löndum fari ekki svona fram. 
01.mar. 2012 - 10:50 Brynjar Nielsson

Að skrækja og skjóta?

William Ralph Inge 1860-1954, enskur rithöfundur og prófastur í Pálskirkju í Lundúnum, sagði eitt sinn: The enemies of Freedom do not argue; they shout and they shoot. (Óvinir frelsisins rökræða ekki, - þeir skrækja og skjóta).
31.jan. 2012 - 12:00 Brynjar Nielsson

Hlutleysi og sanngirni

Í vefútgáfu DV í gær var merkileg frétt þess efnis að heldur betur hafi hlaupið á snærið hjá Baldri Guðlaugssyni í saksókninni gegn honum þar sem Ólafur Börkur Þorvaldsson, einn dómara Hæstaréttar í máli Baldurs, væri náfrændi Davíðs Oddssonar góðvinar Baldurs. Full ástæða væri því fyrir Baldur að fyllast bjartsýni. 
18.jan. 2012 - 14:00 Brynjar Nielsson

Niðurfelling ákæru

Mikið fjaðrafok hefur orðið vegna tillögu nokkurra þingmanna um að afturkalla ákæru á hendur Geir Haarde. Hafa viðbrögð margra verið þau að Alþingi geti ekki afturkallað ákæru sem þingfest hefur verið fyrir Landsdómi og litið á þetta sem óeðlileg afskipti af dómsvaldinu. Sýnist mér það vera þeir sömu og töldu eðlilegt að skipa í stjórnlagaráð sama fólkið og hafði verið kosið í kosningu sem Hæstiréttur ógilti. 
12.jan. 2012 - 11:20 Brynjar Nielsson

Blaðafulltrúi, ekki blaðamaður

Ég skrifaði pistil á Pressuna sem bar yfirskriftina „Samhengi hlutanna“ fyrir nokkrum dögum þar sem ég gagnrýndi umfjöllun fjölmiðla, og sérstaklega Sigrúnar Davíðsdóttir pistlahöfundar hjá RÚV um viðskiptalífið og svokallaða útrásarvíkinga fyrir og eftir hrun.
07.jan. 2012 - 12:00 Brynjar Nielsson

Samhengi hlutanna

Að undanförnu hafa hinir ýmsu álitsgjafar lýst yfir áhyggjum sínum af því að dómarar landsins muni ekki skilja hin flóknu efnahagsbrotamál og hafi jafnvel ekki löngun til að dæma þessa vondu bísnessmenn eins og þeir eiga skilið. Einn þessara álitsgjafa, Sigrún Davíðsdóttir, segir í nýlegum pistli að ákæra á hendur Glitnismönnum, muni veita vísbendingu um hvort dómstólar séu komnir jafn langt í skilningi á efnahagsbrotum og sérstakur saksóknari. 
01.jan. 2012 - 14:00 Brynjar Nielsson

Lævís leikur

Skömmu eftir hrunið var sett á laggirnar embætti sérstaks saksóknara sem átti að rannsaka möguleg brot í aðdraganda hrunsins. Slíkar pólitískar ákvarðanir hafa önnur ríki ekki tekið. Útlendur ráðgjafi sérstaks saksóknara sagði í viðtali í Silfri Egils í mars 2009 að hiklaust ætti að reka þessi mál jafnt í fjölmiðlum sem fyrir dómstólum. Margt bendir til að farið hafi verið eftir ráðleggingum ráðgjafans og réttindi sakborninga eru þar engin fyrirstaða. Sérstakur saksóknari og rannsakendur leka þannig efni í fjölmiðla sem birta það gagnrýnislaust, helst með áliti manna sem eru reiðubúnir að fella dóma þótt engin sök hafi verið sönnuð. Ég hef ásamt nokkrum kollegum gagnrýnt þetta og bent á að umfjöllunin hefði þann eina tilgang að skapa óeðlilegan þrýsting frá almenningi á dómstóla. 
28.des. 2011 - 16:00 Brynjar Nielsson

Femínistinn, Magnús Sveinn

Femínistinn, Magnús Sveinn Helgason, ritaði langa grein um femínisma á Smugunni skömmu fyrir jól. Hann sagði ástæðuna vera þá að það væri ókurteisi gagnvart öllu sómakæru fólki að leyfa andfemínistanum Brynjari Níelssyni að eiga lokaorðin í ritdeilu um femínismann. 
19.des. 2011 - 14:00 Brynjar Nielsson

Stjörnulögmenn, stjörnublaðamenn og stjörnubloggarar

Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi í DV í vikunni sem leið að vera settur í hóp með stjörnulögmönnum þessa lands í grein eftir unga blaðakonu. Gamall fyrrum ritstjóri DV hefur venjulega notað orðið lagatæknir í glaðværum skrifum um lögmenn almennt. Ekki vil amast við þessum viðurnefnum.
30.nóv. 2011 - 09:00 Brynjar Nielsson

Af óvirkum stjórnarmönnum

Nokkur umræða hefur verið að undanförnu um málefni Gunnars Andersens, forstjóra Fjármáleftirlitsins(FME) vegna aðkomu hans að aflandsfélagi í eigu Landsbanka Íslands. Gunnar hefur svarað gagnrýni á þessa þátttöku sína í félaginu með því að hann hafi einungis verið óvirkur stjórnarmaður. Í félagarétti er ekkert til sem heitir óvirkur stjórnarmaður. Sá sem gefur kost á sér í stjórn félags ber fulla ábyrgð á athöfnum sínum og athafnaleysi. Þátttaka í stjórn hlutafélags felur í sér eftirlitsskyldur með rekstri félagsins. Með því að vera óvirkur stjórnarmaður er viðkomandi að taka ákvörðun um að sinna ekki þeirri eftirlitsskyldu. Slík vanræksla er brot á lögbundnum skyldum stjórnarmanna í félögum. 
24.nóv. 2011 - 18:00 Brynjar Nielsson

Stjórnlagaráð gerir gagnslitlar tillögur

Um nokkurt skeið hefur stjórnlagaráð unnið að gerð tillagna til breytinga á stjórnarskránni. Nú þegar þær tillögur liggja fyrir er mikilvægt að þær séu vegnar og metnar óháð dægurþrasi. Þegar rætt er um breytingar á stjórnarskránni verður nefnilega að hafa í huga að um stjórnarskrána verður að ríkja festa, þótt vissulega sé rétt að hafa vökult auga með því sem þarf að bæta eða skýra. Við slíkar breytingar verður hins vegar að gera ýtrustu kröfur um fagmennsku, tilefni breytinganna sé ljóst og inntak þeirra skýrt.
21.nóv. 2011 - 16:00 Brynjar Nielsson

Um réttþenkjandi femínista og aðgerðarsinna

Magnús Sveinn Helgason, sagnfræðingur, skrifaði pistil á Smuguna með yfirskriftinni „Um kúgunartilburði femínista, nei, femínasista og fasystra“. Kvartar hann þar sáran yfir undarlegri umræðu á bloggfærslum, facebook og athugasemdadálkum við fréttir á vefmiðlum um kúgunartilburði femínista. Kallar hann það hatursskrif og tekur nokkur dæmi.  Þrátt fyrir að ég hafi ekki notað slík hatursskrif í gangrýni minni á femínista og aðgerðir þeirra vill Magnús Sveinn kenna mér um hegðun þessara vanstilltu kommentaskrifara.
16.nóv. 2011 - 09:15 Brynjar Nielsson

Ber að refsa hinum hófsömu?

Í frétt á vísir.is með fyrirsögninni „Alkar kosta þjóðfélagið 50-80 milljarða króna á ári“ er vitnað í meistararannsókn í heilsuhagfræði þar sem meistaraneminn komst að þeirri niðurstöðu að áfengisvandamálið hér á landi  væri gríðarlegt, ylli ótímabærum dauðsföllum, tjóni og verðmætatapi vegna lítillar atvinnuþátttöku alkanna. Samkvæmt fréttinni segir meistaraneminn að við þurfum að spyrja okkur hvort að við viljum stemma stigu við áfengisvandamálinu með þeim tækjum og tólum sem við höfum. Og ekki vantaði ráðin hjá borubröttum meistaranemanum svo koma mætti böndum á misbrúkið á áfenginu.  Jú, takmarka aðgengi að áfengi, hækka verðið, banna auglýsingar og hár áfengiskaupaaldur.
10.nóv. 2011 - 18:00 Brynjar Nielsson

Stjörnublaðamenn

Ingi Freyr Vilhjálmsson fjallaði í leiðara DV í gær um lánafyrirgreiðslur fyrrum starfsmanna Kaupþings. Sama dag birti blaðið forsíðumynd af fyrrverandi ráðherra og eiginmanni hans undir yfirskriftinni „Sloppin, kúlulán hverfur“ og fjallaði ítarlega um málið á innsíðum sínum. Ráðherrann fyrrverandi var reyndar aldrei skuldari á þessu láni en leiðarahöfundi varðar auðvitað ekki um slíka smámuni. Þáttastjórnanda RUV, sem jafnframt heldur úti nafntoguðu bloggi á Eyjunni, fannst snilldin slík hjá leiðarahöfundinum, sem hann kallar stjörnublaðamann, að hann birti skrifin í heilu lagi á bloggsíðu sinni.

07.nóv. 2011 - 11:51 Brynjar Nielsson

Guðmundur- og Geirfinnsmálið í hnotskurn

I. Inngangur

Umræðan um Guðmundar -og Geirfinnsmálin  hefur verið áberandi undanfarið. Virðist það vera útbreidd skoðun að sakborningar í málinu hafi verið ranglega sakfelldir fyrir að hafa orðið Guðmundi og Geirfinni að bana og talað um dómsmorð í því sambandi. Því er einnig haldið fram að lögregla hafi kerfisbundið beitt sakborninga ofbeldi við rannsókn málsins og fengið þá saklausa til að játa á sig manndráp. Dómarar hafi framið illvirki með því að dæma sakborninga án þess að nokkur marktæk sönnunargögn lægju fyrir í málinu um sök þeirra.

23.okt. 2011 - 15:00 Brynjar Nielsson

Stóra systir togar í spottana

Sérstaklega geðslegur hópur kvenna sem kallar sig „Stóru systur“ hafa nú tekið lögin í eigin hendur í baráttunni gegn kynlífsviðskiptum. Flest okkar eru á móti viðskiptum með kynlíf. Ekki vegna þess að við erum sammála hugmyndafræði íslenskra femínista og stóru systur, heldur kannski frekar af siðferðislegum ástæðum. Það hefur alltaf tekið ákveðinn tíma að breyta siðferðislegum viðmiðunum í samfélagi manna. 
17.okt. 2011 - 09:55 Brynjar Nielsson

Bankasýsla ríkisins

Við endurnýjun bankakerfisins eftir hrun eignaðist ríkið eignarhlut í nýju bönkunum. Einhverra hluta vegna hefur það verið lenska í seinni tíð að stofna með lögum sjálfstæðar stofnanir til að fara með framkvæmdavaldið í þessu landi og með því færa valdið frá ráðherra sem ber hina stjórnskipulegu ábyrgð á málaflokknum. Bankasýsla ríkisins er dæmi um þetta.
15.okt. 2011 - 17:00 Brynjar Nielsson

Sakhæfi og refsingar

Í Hæstarétti Íslands var ungur maður dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir að hafa svipt annan mann lífi. Mál þetta var athyglisvert þar sem reyndi á það hvort sakborningur væri sakhæfur. Niðurstaða Héraðsdóms var sú að svo væri ekki og byggðist hún á mati þriggja geðlækna. Hæstiréttur sneri við niðurstöðu Héraðsdóms, með sannfærandi og vel rökstuddum hætti, og taldi sakborning sakhæfan. Sakhæfi er nefnilega lögfræðilegt hugtak og dómstólar kveða á um sakhæfi brotamanna. Í sumum löndum eru dómstólar hins vegar bundnir við mat lækna um sakhæfi. 
04.okt. 2011 - 10:00 Brynjar Nielsson

Stjórnlagaráð og stjórnmálaflokkar

Alþingi skipaði 25 manna nefnd eða ráð til að koma með nýja tillögu að stjórnarskrárbreytingum. Var það að mestu sama fólkið og var efst í kosningu til stjórnlagaþings, sem sumir hafa kallað vinsældarkosningu, og Hæstiréttur ómerkti. Það kann að vera að stjórnlagaráðið, sem svo hefur verið kallað, hafi eitthvað oftúlkað hlutverk sitt en hún samdi hvorki meira né minna en frumvarp að nýrri stjórnarskrá. Ólíkt öðrum nefndum sem Alþingi hefur óskað eftir tillögum frá krafðist stjórnlagaráðið þess að þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram um frumvarp þess í heild sinni með hótunum um að ellegar yrði stofnaður stjórnmálaflokkur, sem myndi bjóða fram í næstu þingkosningum.
05.sep. 2011 - 12:00 Brynjar Nielsson

Ráðherra mannréttindamála

Innanríkisráðherra, Ögmundur Jónasson, ritar pistil á heimasíðu sinni, sem birtist einnig á mbl. is, í tilefni af pistli mínum á Pressunni um vörslusviptingar. Ráðherrann virðist hafa misskilið grein mína enda var ég ekki að fjalla um að framselja ætti valdbeitingarheimildir til vörslusviptingarmanna eða handrukkara úti í bæ. Hvað þá að ég teldi eðlilegt að aðrir en þar til bær yfirvöld hefðu heimild til valdbeitingar. Þykir því rétt að fara nánar yfir efnisatriði málsins.
01.sep. 2011 - 12:00 Brynjar Nielsson

Vörslusviptingar

Að undanförnu hefur átt sér stað sérkennileg umræða um vörslusviptingar og lögmæti þeirra.  Innanríkisráðherra sá sérstaka ástæðu til þess að taka þátt í þessari umræðu og hefur reyndar sent sérstök tilmæli þar sem varað er við lögbrotum vegna vörslusviptinga. Lögbrotin felast í því að mati innanríkisráðuneytisins að sá sem eigi skýlausan rétt til þess að fá umráð eignar í vörslu annars manns leiti ekki til opinbers aðila til að fá heimild sína staðfesta. Slíkt sé unnt að gera með skjótum hætti á grundvelli 78. gr. aðfaralaga. Í yfirlýsingunni segir innanríkisráðuneytið að fyrirtækin geti ekki vísað til samninga sem dæmdir hafa verið ólögmætir. Um sé að ræða lánasamninga en ekki leigusamninga. Fjármögnunarfyrirtækin eru þannig ekki eigendur bifreiðanna og sé því með öllu óheimilt  að taka þær úr vörslu nema fyrir því sé skýr aðfararheimild. Í yfirlýsingunni er tekið fram að Samtök lánþega hafi bent innanríkisráðuneytinu á þessar ólögmætu vörslusviptingar.
09.ágú. 2011 - 12:00 Brynjar Nielsson

Leiðrétting

Í pistli mínum um ofstækismanninn í íslensku samfélagi, sem birtist í Pressunni í gær, varð mér á í æsingnum að taka svo til orða að Femínistafélag Íslands væri deild í VG.
08.ágú. 2011 - 16:00 Brynjar Nielsson

Ofstækismaður í íslensku samfélagi

Björg Eva Erlendsdóttir skrifaði pistil á einhverjum vefmiðlinum sem bar yfirskriftina „Ofstækiskona í íslensku samfélagi”. Við fyrstu sýn virðist höfundurinn vilja deila með fólki þeirri sannfæringu sinni að hún sé ofstækiskona. En auðvitað er það ekki tilefnið heldur það að reyna að sannfæra lesendur um að þetta séu öfugmæli. Hennar skoðanir eru góðar, hófstilltar og réttar og ofstækismennirnir séu í raun formaður Lögmannafélagsins, Gillzenegger, framkvæmdastjóri  Þjóðhátíðar í Eyjum og Jón Stóri. Það er enginn skortur á yfirlæti og hroka í pistli Bjargar Evu eins og gjarnt er með þá sem þurfa að leiðbeina okkur vitleysingunum í gegnum lífið. Það kemur fyrir að formaður Lögmannafélagsins sýni hroka í þjóðmálaumræðunni en slíku yfirlæti hefur hann aldrei náð.

04.ágú. 2011 - 14:00 Brynjar Nielsson

Að skila skömminni þar sem hún á heima

Undarleg umræða hefur farið í gang eftir að Gunnar Þorsteinsson fékk bréf frá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu þess efnis að rannsókn vegna kæru nokkurra kvenna um kynferðisbrot Gunnars gegn sér hafi verið felld niður með vísan til 4. mgr. 52. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Í þeirri grein segir að lögregla geti hætt rannsókn ef í ljós kemur að kæra hefur ekki verið á rökum reist eða brot eru smávægileg og fyrirsjáanlegt að rannsókn muni hafa í för með sér óeðlilega mikla fyrirhöfn og kostnað. Kærendur hafa sjálfsagt fengið samskonar bréf þótt bætt hafi verið við rökstuðningi um að sökin hafi verið fyrnd ef sannast hefði.
1 2 3 4 5 6 

Brynjar Níelsson
Hæstaréttarlögmaður. Alþingismaður Sjálfstæðisflokksins.
Híbýli fasteignasala KOSTANDI
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 09.8.2017
Á dauðastundu
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 12.8.2017
Ný syndaaflausn
Börkur Gunnarsson
Börkur Gunnarsson - 15.8.2017
KFC er mitt framhjáhald
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.8.2017
Bernanke um Ísland
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 18.8.2017
Velferðarríkið og siðaskiptin
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 22.8.2017
Útvarpsviðtal við mig um minnismerki
Fleiri pressupennar