23. júl. 2012 - 12:17Brynjar Nielsson

Kröfur Öryrkjabandalagsins

Það hefur verið baráttumál Öryrkjabandalag Íslands að þeir skjólstæðingar þess sem þurfi að fá aðstoð til að greiða atkvæði í kosningum megi koma með sinn eigin aðstoðarmann. Það sé ekki bara réttlætismál heldur mikilvæg mannréttindi. Því hefur ÖBÍ stutt kröfur fólks, sem þannig er ástatt fyrir, til að kæra síðustu forsetakosningar og krefjast ógildingar á þeim.

Sigurður Líndal prófessor hefur kallað þessar kröfur um ógildingu forsetakosninganna mannréttindafrekju. Hægt er að taka undir seinni hluta orðsins en erfitt er að sjá hvar mannréttindin liggja í þessu. Það kann að vera að einhverjum kjósendum, sem ekki geta kosið án aðstoðar, finnist betra að njóta aðstoðar nákominna, vina eða þeirra sem sjá um umönnun viðkomandi. Þau þægindi hafa hins vegar ekkert með réttlæti að gera hvað þá mannréttindi. Réttindin sem hér skipta máli eru þau að kjósandinn geti kosið leynilegri kosningu.

Augljóst er að leyndin verður ekki meiri með heimafengnum aðstoðarmanni sem ekki hefur trúnaðar-og þagnarskyldu samkvæmt lögum, öfugt við starfsmenn kjörstjórna.  Hægt er að færa rök fyrir því að leyndin verði í raun minni verði lögum breytt í samræmi við kröfur ÖBÍ. Allir vita að þrýstingur getur verið frá nákomnum um hvað kjósa skuli, sérstaklega ef þeir eru mjög pólitískir í hugsun. Sama getum við séð fyrir okkur á sambýlum og elliheimilum þar sem öflugur áhrifamaður stjórnar eða starfar. Margir fatlaðir, aldraðir og aðrir sem ekki geta kosið án aðstoðar eru að sjálfsögðu háðir þessu fólki og eiga erfitt með í vissum tilvikum að láta það ekki hafa áhrif á sig í kjörklefanum ef viðkomandi stendur yfir þeim. Þar að auki er það viðbúið að leyndin verði minni þegar kjósandinn er tengdur aðstoðarmanninum eða  í svona miklu návígi við hann. Þessi herferð ÖBÍ er því ekki bara óþörf, eins og formaður MND félagsins hefur bent á, heldur beinlínis vinnur hún gegn hagsmunum og réttindum kjósandans sem ekki getur kosið án aðstoðar.

Sumir hafa haldið því fram, einkum stjórnlagaráðsmenn og andstæðingar forseta Íslands, að Hæstiréttur geti ekki annað en ógilt forsetakosningarnar fyrst stjórnlagaþingskosningar voru ógiltar. Ekki er ólíklegt að stærðfræðingur hafi verið fenginn til að reikna það út. Þessi samanburður er fullkomlega fráleitur. Öfugt við stjórnlagaþingskosningarnar voru forsetakosningarnar í samræmi við kosningalög. Ágallar á stjórnlagaþingskosningunum voru það miklir að kosningin gat ekki talist leynileg. Slíkir ágallar voru hins vegar ekki á forsetakosningunum. Breytir þá engu þótt einstökum kjósendum kunni að þykja betra að hafa aðstoðarmann að eigin vali við kosninguna og telji það til mannréttinda.

Það læðist að manni sá grunur að framganga ÖBÍ nú hafi með úrslit forsetakosninganna að gera frekar en mannréttindabrot gegn skjólstæðingum þess. Að minnsta kosti var ekki krafist ógildingar stjórnlagaþingskosninganna á þessum grunni.(21-25) I am happy: 20% afl og bíll GIF - nóv
24.nóv. 2015 - 12:06 Brynjar Nielsson

Biður til Guðs um að ég hætti á Facebook

Mér sýnist Siðmennt vera næst stærsta trúfélagið hér á landi. Siðmennt sér um fermingafræðslu og fermir tugi barna á hverju ári. Eru farnir að jarðsyngja og telja rétt að fá endurgjaldslaus afnot af kirkjum annarra trúfélaga til þess.
26.okt. 2015 - 14:05 Brynjar Nielsson

Afturhalds hugmyndafræði

Sé að vinir mínir í VG eru að sveigja enn meira til vinstri svo að ískrar í hjólunum. Gamaldags kommafrasar um auðvaldið og öreiganna eru farnir að dúkka upp aftur. Allstaðar skín í gegn andúðin gegn frelsinu, eignarréttinum og einkaframtakinu, sem þeir í VG hafa ekki enn áttað sig á að er forsenda framfara og velferðar.
09.okt. 2015 - 17:43 Brynjar Nielsson

Bjó um hjónarúmið á meðan ég svaf

Við hjónin tölum stundum saman í fjölskyldubílnum enda engin hættulaus undankomuleið á helstu stofnbrautum borgarinnar. Í dag spurði hún mig hvort tryggingarfélög byðu upp á tryggingar vegna leiðinlegs maka. Fipaðist ég nokkuð við aksturinn og rifjaðist upp fyrir mér nýlegt atvik þegar hún bjó um hjónarúmið meðan ég enn svaf. Hafði ekki svar á reiðum höndum en taldi að minnsta kosti líklegt að ekki væri hægt að tryggja eftirá í þessu frekar en öðru.
24.sep. 2015 - 10:39 Brynjar Nielsson

Íslendingar trúa á boð og bönn

Við Íslendingar trúum mjög á bönn eða takmarkanir til að leysa vandamál fólks í stað þess að menn beri ábyrgð sjálfir á hegðun sinni. Skemmtileg tómstundariðja hjá mörgum er að stunda fjárhættuspil en það er bannað án sérstaks leyfis vegna þess að einhverjir kunna fótum sínum ekki forráð í þeim efnum.
13.sep. 2015 - 13:17 Brynjar Nielsson

Stundum erum við í ruglinu

Hjá okkur sem störfum á pólitíska sviðinu er ekki allt fullkomið.Við gerum mistök og sumt má gera betur. Jafnvel á stundum erum við í "ruglinu" eins og sagt er.
02.sep. 2015 - 09:55 Brynjar Nielsson

Froðufellandi af reiði

Fólkið sem hafði mikla þörf á að tjá ást sína á Charlie Hebdo er froðufellandi af reiði vegna skopmyndar í Mogganum í gær. Þetta er mikið til sama fólkið og er upptekið af friðhelgi einkalífsins og persónuvernd nema þegar kemur að fjármálum og tekjum annarra. Telur sig jafnvel styðja frelsi í atvinnu og viðskiptum ef undanskilið er áfengi og allt kynlífstengt.
24.ágú. 2015 - 11:18 Brynjar Nielsson

Til hvers voru Píratar að því?

Loksins hafa Píratar komið sér saman um stefnu í sjávarútvegsmálum. Einhverjir kunna að spyrja sig til hvers þeir voru að því enda með fylgi þriðjungs þjóðarinnar án nokkurrar stefnu í helstu hagsmunamálum þjóðarinnar.
20.ágú. 2015 - 12:01 Brynjar Nielsson

Sumir fagna því að „sægreifarnir“ tapi

Enn er stór hópur til hér á landi sem telur hagsmunum okkar best borgið með inngöngu í ESB og upptöku evru. Telur það jafnvel merki um frjálslyndi og víðsýni. Við eigum að fylgja ESB í öllu og skiptir þá ekki máli þótt undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar verði lömuð vegna slíkrar fylgispektar. Sumir jafnvel fagna því að „sægreifarnir“ tapi og trúa að þeirra tjón hafi ekkert með velferð okkar að gera.
18.ágú. 2015 - 13:32 Brynjar Nielsson

Aldrei leitt til góðs

Mér skilst að ég sé með Pútinmeðvirkni og jafnvel orðinn Rússasleikja. Það er nú bara þannig með mig að ég er ekki hrifinn af viðskiptaþvingunum enda þær aldrei leitt til góðs, heldur þvert á móti. Gera lítið annað en að efla þjóðerniskennd þeirra sem fyrir verða og auka ógnina. Ekki ætla ég að réttlæta aðgerðir Rússa og legg mikið upp úr samstöðu bandalagsþjóða okkar. Ekki ætla ég heldur að réttlæta allt sem bandalagsþjóðir okkar gera.
03.júl. 2015 - 17:44 Brynjar Nielsson

Hjólreiðar lama liminn

Mér skilst að hjólreiðar geti lamað liminn. Ekki að þessi umræða skipti mig miklu máli.
18.jún. 2015 - 11:34 Brynjar Nielsson

Nokkrir stjórnarandstæðingar garga á Austurvelli

Haft var eftir borgarstjóra í Fréttablaðinu að mótmælin á Austurvelli í gær endurspegli ástand sem bregðast verði við. Hvað á borgarstjórinn við? Ástandið í samfélaginu hefur ekki verið betra frá hruni og batnað hratt síðustu tvö ár. Og hvernig vill borgarstjóri að brugðist verði við „ástandinu“? Kannski að lýðræðislega kjörin ríkisstjórnin fari frá eins og krafist var í mótmælunum? Nei, kæri borgarstjóri, það er ekkert slíkt ástand við stjórn landsins að bregðast verði við þótt nokkrir stjórnarandstæðingar gargi niðri á Austurvelli á þjóðhátíðardeginum.
08.jún. 2015 - 14:00 Brynjar Nielsson

Stjórnarandstæðingar og netálfar

Undarlegt ástand í íslensku samfélagi nú um stundir. Við erum með verkalýðsforystu sem er í pólitískri baráttu gegn ríkisstjórninni frekar en að gæta hagsmuna skjólstæðinga sinna. Sumir stjórnarandstæðingar og nokkrir netálfar á þeirra vegum eru mjög uppteknir við að halda fram röngum staðhæfingum, svo sem eins og að hér hafi ójöfnuður aukist og að laun og kaupmáttur sé miklu verri hér en í öðrum löndum.
26.maí 2015 - 16:14 Brynjar Nielsson

Hvar var Sara Elísa fyrir tveimur og hálfu ári?

Sara Elísa segir að það ríki mikil óánægja í þjóðfélaginu með ástand mála og hefur boðað til mótmæla til að þessar óánægjuraddir fái að heyrast. Á sjötta þúsund manns hafa boðað komu sína á netinu til að lýsa yfir óánægju sinni. En hvar var Sara Elísa fyrir tveimur og hálfu ári þegar kaupmáttur var talsvert lakari en í dag, heilbrigðiskerfið að hruni komið, ríkisfjármál í ólestri sem og skuldir heimila? Var hún sofandi? Von að spurt sé því ekki var ástandið betra þá en í dag?
14.maí 2015 - 11:30 Brynjar Nielsson

Aldrei hjólað í manninn og enginn uppnefndur

Mikið er ég feginn hvað stjórnandstaðan hefur lagt sig fram við að bæta stjórnmálin og umræðuhefðina. Er svo sem ekki skrítið því það hefur verið þeirra helstu baráttumál, ekki síst nýju flokkanna. Aldrei hjólað í manninn, enginn uppnefndur og aldrei reynt að gera lítið úr andstæðingnum.
09.maí 2015 - 19:21 Brynjar Nielsson

Sennilega búnir að gleyma

Margir eru hissa á kosningaúrslitum á Bretlandseyjum og sérstaklega slæmu gengi Verkamannaflokksins. Ég er ekki hissa eftir að hafa fylgst með kosningabaráttunni.
26.apr. 2015 - 13:56 Brynjar Nielsson

Hégóminn aldrei langt undan

Var í góðu yfirlæti á hótel Hamri um helgina. Hitti þar skemmtilega austfirðinga sem voru afar ánægðir með hv. 5. þingmann Reykjavíkur norður þótt sjálfstæðismaður væri. Hart var lagt að þingmanninum að bjóða sig fram til forseta í næstu kosningum og fullyrt að austfirðingar stæðu þétt að baki honum, hvar í flokki sem þeir stæðu.
16.apr. 2015 - 12:00 Brynjar Nielsson

Réttlæti Pírata

Tvískinnungur er mér hugleikinn og nú um stundir finnst mér hann mest áberandi hjá sumum vinum mínum í flokki Pírata. Þegar þingvörður bregst eðlilega og innan allra marka við atlögu mótmælanda að honum er heimtað rannsókn.
10.apr. 2015 - 14:45 Brynjar Nielsson

Umhyggjusamt faðmlag ríkisins kæfir okkur öll á endanum

Sé að Stefán Ólafsson telur að Framsóknarflokkurinn eigi möguleika á að verða velferðarflokkur með því að halla sér til vinstri. Góð byrjun væri stórt stökk til að ríkisvæða húsnæðismarkaðinn, sem myndi kosta skattgreiðendur sjálfsagt tugi milljarða á ári. Þar sem Stefáni finnst skattar lágir er sjálfsagt ekkert vandamál að hækka þá í þessu skyni enda hér fullt af fólki sem á meiri peninga en það þarf.
08.apr. 2015 - 11:00 Brynjar Nielsson

Píratar hefðbundinn vinstri flokkur

Gaman að hlusta á þingmenn Pírata í Kastljósi í gær þótt ekkert hefði komið mér á óvart. Helstu baráttmál þeirra eru lýðræðisumbætur og borgarleg réttindi. Sitt sýnist hverjum um lýðræðið og ég ætla því ekki að gera það að umtalsefni þótt ég telji að þeir sem mest tali um það skilji það síst. Er það ekki bundið við Pírata frekar en aðra hópa sem telja sig lýðræðislegri en gengur og gerist. Svo er það ekkert sérstaklega lýðræðislegt að taka nánast aldrei afstöðu til mikilvægra mála á þinginu.
12.feb. 2015 - 11:30 Brynjar Nielsson

Skattsvik og skattrannsóknir

Ástæða er til að taka undir með fjármálaráðherra að gera eigi allt sem hægt er til að upplýsa skattsvik enda mikilvægt samfélagslegt hagsmunamál þar á ferð. Nú hefur verið í umræðunni að skattrannsóknarstjóri sé í viðræðum við ónafngreindan aðila um kaup á gögnum sem gætu upplýst um ólögmæt undanskot frá skattgreiðslum í sameiginlega sjóði. Nú hafa ekki legið fyrir upplýsingar um hvers konar gögn hér um ræðir og hvernig þau eru tilkomin.
06.feb. 2015 - 11:30 Brynjar Nielsson

Herra Ísland

Sá að forsíðumyndin í DV var ekki úr keppninni um herra Ísland. Og þar var í opnuviðtali viðtal við bróður minn sem sagðist hafa verið afskaplega hlýðið barn.
26.jan. 2015 - 13:58 Brynjar Nielsson

Pólitískir og ópólitískir fjölmiðlamenn

Það var stórfurðulegt að fylgjast með ítrekuðum fréttum af nýjum ritstjóra DV, sem einn fjölmiðlamanna á landinu virðist þurfa að bera járn til að „hreinsa sig“ opinberlega af tengslum við stjórnmálaflokk.
26.jan. 2015 - 13:30 Brynjar Nielsson

Fer fyrir kirkjunni eins og tóbakinu

Séra Dalla Þórðardóttir skrifar á kvennakirkjan.is að það sé tíska að tala illa um kristni og kirkjuna. Held að það sé rétt hjá henni.
20.jan. 2015 - 15:00 Brynjar Nielsson

Engin ástæða til kæra Björgvin til lögreglu

Nú er allt á öðrum endanum á vefmiðlum vegna meints brots Björgvins Sigurðssonar í störfum sínum sem sveitarstjóri Ásahrepps. Björgvin hefur lýst nákvæmlega hvað hann gerði og viðurkennt að hafa notað fjármuni hreppsins í eigin þágu án þess að hafa leitað sérstakar heimildar fyrirfram. Vel má vera að hægt sé að heimfæra verknað Björgvins til refsilagaákvæðis miðað við hans eigin frásögn af atvikum.
06.jan. 2015 - 14:00 Brynjar Nielsson

Hvar standa þessir fjölmiðlamenn í pólitík

Sumir fjölmiðlamenn telja sér trú um að þeir séu frjálsari og óháðari en aðrir. Og fjölmiðlarnir sem þeir vinna á eru auðvitað sérstakalega óháðir og frjálsir og starfa gjarnan í almannaþágu og þá væntanlega öfugt við aðra miðla.
02.jan. 2015 - 12:30 Brynjar Nielsson

Ekkert annað en venjulegir ofbeldismenn

Þá er komið að því. Kallinn er byrjaður í ræktinni og fór í fyrsta tímann í morgun. Komst að því að þar starfar stétt manna sem kalla sig einkaþjálfara en eru ekkert annað en venjulegir ofbeldismenn. Svo var ég látinn drekka einhvern ógeðisdrykk eftir allar misþyrmingarnar.
30.des. 2014 - 10:57 Brynjar Nielsson

Erfitt að missa völdin

Virðist vera afskaplega þungbært fyrir tæru vinstri stjórnina að missa völdin í síðustu kosningum. Skipulögð voru í haust mótmæli gegn ríkisstjórninni á sama tíma og hagur, bæði ríkissjóðs og þegnanna allra, batnaði. Nú á þjóðin að sameinast um áramótin að koma ríkisstjórninni frá. Ekki má þó biðja til Guðs um hjálp til þess.
22.des. 2014 - 12:10 Brynjar Nielsson

Mannréttindabrot að banna börnum að fara í kirkjuferðir

Mikið hefur verið rætt um kirkjuferðir skólabarna og kynningu á jólaboðskap kristinna. Eitt er að hafa þá skoðun að börn eigi ekkert erindi í kirkjur eða aðrar trúarlegar stofnanir og félög en hvernig það teljist til mannréttinda að banna kirkjuferðir skólabarna er mér hulið. Kannski eru sumir búnir að gleyma því að við búum þrátt fyrir allt í kristilegu lýðræðisþjóðfélagi þar sem þjóðkirkjan nýtur meira að segja sérstakar verndar í stjórnarskránni. Skólar eru hluti af þessu samfélagi.
22.nóv. 2014 - 14:00 Brynjar Nielsson

Hýenur renna á blóðslóðina

Þegar hýenur renna á blóðslóðina verður ekki aftur snúið. Nú skal flæma lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu úr embætti fyrir að sinna lagaskyldu sinni og senda greinargerð til ráðuneytisins um rannsókn á meintum alvarlegum brotum hælisleitanda að beiðni aðstoðarmanns ráðherra. Ef einhverjir skyldu ekki vita er innanríkisráðherra æðsti yfirmaður lögreglu í landinu auk þess sem málefni hælisleitenda heyrir undir innanríkisráðherra.
13.nóv. 2014 - 11:00 Brynjar Nielsson

Skoðun mín hefur ekki breyst

Zuckerberg hringdi í mig einu sinni enn og bað mig að útskýra nánar fyrir helstu hatursmönnum Sjálfstæðisflokksins hvað það þýðir að standa við stóru orðin. Í samtölum við innanríkisráðherra og flesta þingmenn flokksins snemma árs lýsti ég þeirri skoðun minni að ráðherrann bæri fulla pólitíska ábyrgð á aðstoðarmönnum sínum.
04.nóv. 2014 - 19:20 Brynjar Nielsson

Mark Zuckerberg sagði mér að svara Svavari Knúti

Mark Zuckerberg hafði samband við mig og taldi fullkomlega fráleitt að loka á aðgang minn að Fésbókinni fyrr en ég hefði svarað Svavari Knúti og öðrum helstu skipuleggjendum og hvatamönnum mótmælafundarins í gær.
03.nóv. 2014 - 11:00 Brynjar Nielsson

Hverju er verið að mótmæla?

Boðað hefur verið til fundar á Austurvelli til að mótmæla verkum ríkisstjórnarinnar. Sýnist mér að helstu hvatamenn mótmælafundarins séu áköfustu stuðningsmenn síðustu ríkisstjórnar. En hvaða verkum ríkisstjórnarinnar er verið að mótmæla? Er það kaupmáttaraukning heimilanna síðastliðið ár, fjölda nýrra starfa sem skapast hafa með aukinni fjárfestingu eða að verðbólgumarkmiðum hafi verið náð og rúmlega það?
29.okt. 2014 - 14:30 Brynjar Nielsson

Gáfnaljósin á vinstri vængnum

Helstu gáfnaljós á vinstri vængnum hafa með aðstoð fjölmiðla náð að telja almenningi trú um að heilbrigðiskerfið sé verra en víðast hvað annars staðar, menntakerfið og jafnrétti til náms sæti aðför, ójöfnuður sé meiri en í öðrum löndum og skattalækkun sé skattahækkun, allt í boði Sjálfstæðisflokksins. Ekkert af þessu er nálægt sannleikanum.
20.okt. 2014 - 20:45 Brynjar Nielsson

Ný stjórnarskrá mun engu breyta ...

Hlustaði á ósköp geðþekka unga konu í Kastljósinu áðan fjalla um stjórnarskrána. Hún mun hafa setið í stjórnlagaráði. Ég ætla ekki að rekja hversu ósammála ég er henni en ein fullyrðing hennar vakti athygli minna. Það var fullyrðing hennar um hversu mikilvægt væri að semja nýja stjórnarskrá. Ég hef aldrei skilið hvers vegna allt í einu varð svona mikilvægt að semja alveg nýja stjórnarskrá.
15.okt. 2014 - 11:00 Brynjar Nielsson

Ættu að íhuga að fara í annað lið

Fjárlagafrumvarpið er mikilvægasta mál hverrar ríkisstjórnar. Nú er það þess eðlis að útilokað er fyrir stjórnarliða að vera sammála um allt. Ekkert er við það að athuga að einstakir stjórnarþingmenn og varamenn þeirra viðri áhyggjur sínar og sjónarmið vegna einstakra fjárlagaliða.
02.okt. 2014 - 14:30 Brynjar Nielsson

Hvar stendur þessi tvískinnungshópur í pólitík?

Mér sýnist tvískinnungur vera meira áberandi en áður í íslensku samfélagi. Kynjakvóti í listsköpun er alveg fráleitur í huga margra sem barist hafa hvað harðast fyrir honum í stjórnum fyrirtækja og víða annars staðar. Þessum sama hópi finnst virðisaukaskattur á bóksölu nánast glæpur en barist mjög fyrir hækkun skatta á annan bísness.
23.sep. 2014 - 14:00 Brynjar Nielsson

Hvar væri þessi þjóð án Illuga, Jónasar og Egils Helgasonar?

Háværir eru þeir sem segja ofstækið kringum Lekamálið hafa ekkert með pólitík að gera, heldur snúist það um traust og trúverðugleika stjórnsýslunnar. Gott og vel. En af hverju hefur þetta sama fólk engar áhyggjur af trausti og trúverðugleika lögreglu og ákæruvalds þegar lögreglumaður, sem starfaði innan embættis Sérstaks saksóknara, segir að embættisfærslur þar hafi ekki verið í samræmi við lög og gróflega hafa verið brotið á rétti sakborninga og annarra.
20.sep. 2014 - 12:00 Brynjar Nielsson

Fátt betra en unnar kjötvörur og kóladrykkir

Mér finnst fátt betra en unnar kjötvörur og kóladrykkir. Pulsa og kók og hrossabjúgu og uppstúf eru í mesta uppáhaldi. Sælgætisgrís er ég líka og neytandi áfengis og tóbaks, mismikið á hverjum tíma.
17.sep. 2014 - 22:00 Brynjar Nielsson

„Einhver mesta þvæla sem ég hef hlustað á“

Nú hefur stjórnarandstaðan eytt 12 klukkustundum á þinginu í umræðu um ríkisstjórn ríka fólksins sem hækkar virðisaukaskatt á matvæli um 5% sem komi illa við þá verst settu. Þegar tekið hefur verið tillit til niðurfellingar vörugjalda á matvæli er hækkun á matvælum ekki nema 2-2.5%
11.sep. 2014 - 11:30 Brynjar Nielsson

Kunnuglegir frasar um auðvaldssinna og dólgafrjálshyggjumenn

Margt fróðlegt kom fram í eldhúsdagsumræðunum í gær. Notalegt að heyra formenn stjórnarflokkanna tala til allra landsmanna en ekki eingöngu til eigin kjósenda eins og var áberandi hjá forystumönnum stjórnarandstöðunnar. Sumir voru meira í almennu kaffihúsaspjalli en gerðu það svo sem ágætlega. Og hafi einhver verið í vafa um að forystumaður Pírata væri róttækur vinstrisósíalisti hvarf sá efi í umræðunum í gær.
09.sep. 2014 - 11:19 Brynjar Nielsson

Við hvað eru blaðamenn DV hræddir?

Sömu blaðamenn og hafa heimtað faglegar úttektir og rannsóknir á starfsemi einstakra stofnana og fyrirtækja mótmæla harðlega að gerð sé fagleg úttekt á störfum þeirra hjá DV.
08.sep. 2014 - 10:00

Kenna sig við umburðarlyndi en geta ekki látið þennan sið í friði

Félag siðrænna húmanista (Siðmennt) hefur boðið mér og öðrum þingmönnum til athafnar vegna setningar alþingis á morgun. Nú hefur það verið siður og venja, svo lengi sem elstu menn muna, að þingmenn sæki guðsþjónustu við setningu hvers þings. Skiptir þá engu hvort þeir eru trúaðir eða ekki.
04.sep. 2014 - 15:30 Brynjar Nielsson

Málefnaleg gagnrýni

Ég sé að einstakir stjórnarandstæðingar halda því fram að sjálfstæðismenn séu að grafa undan embætti umboðsmanns alþingis með gagnrýni á meðferð hans á máli innanríkisráðherra í tengslum við Lekamálið svokallaða. Því er til að svara að sjálfstæðismenn hafa alla tíð staðið þétt með mikilvægum stofnunum ríkisins og farið eftir niðurstöðum þeirra hvort sem þeim líkaði niðurstaðan eður ei.
31.ágú. 2014 - 13:26 Brynjar Nielsson

Spilling

Ætli sé eitthvað til í því?
28.ágú. 2014 - 09:30 Brynjar Nielsson

Hvað er fjandsamleg yfirtaka?

Nú er mönnum tíðrætt um fjandsamlega yfirtöku á DV. Þá vaknar upp sú spurning hvað sé fjandsamleg yfirtaka á félagi. Ég man ekki til þess að fjandsamleg yfirtaka sé skilgreind í hlutafélagalögum en eitthvað hljóta menn að hafa fjallað um þetta í fræðunum.
27.ágú. 2014 - 14:46 Brynjar Nielsson

Trúverðugleiki stjórnsýslunnar eða pólitík?

Hvað sem þessu öllu líður er hægt að skilja þá gagnrýni að ráðherra skyldi ekki segja sig frá málaflokknum þegar rannsókn lögreglu hófst, sérstaklega þegar hún beindist meðal annars að pólitískum aðstoðarmönnum hennar. Ég skil einnig gagnrýni á framkvæmd lögreglu á rannsókn málsins og meðferð umboðsmanns alþingis á málinu.
26.ágú. 2014 - 21:28 Brynjar Nielsson

Hvað felst í ritstjórnarlegu sjálfstæði?

Í kjölfar breytinga á ritstjórn 365 miðla hefur orðið umræða um ritstjórnarlegt sjálfstæði og mikilvægi þess. En veit einhver hvað felst í ritstjórnarlegu sjálfstæði. Þýðir það að ritstjóri Fréttablaðsins sé einhvers konar eyland á miðlinum sem þarf ekki að gera reikningsskil gagnvart forstjóra eða eigendum miðilsins?
24.ágú. 2014 - 12:30 Brynjar Nielsson

Aldrei verið jafn ringlaður eftir einn útvarpsþátt

Fróðlegt var að hlusta á álitsgjafana á Sprengisandi í morgun. Í umræðunni um skattamál sagði annar álitsgjafinn, í hneykslunartóni, að margir hagsmunaðilar í atvinnurekstri vildu helst ekki greiða skatta til samfélagsins og nefndi meðal annars útgerðina, þrátt fyrir að sú atvinnugrein sé skattlögð meira en allar aðrar í landinu. Sami álitsgjafi var þó spenntur fyrir því að minnka muninn milli skattþrepa í virðisaukaskatti og draga úr undanþágum.
06.ágú. 2014 - 21:00 Brynjar Nielsson

Stund hefndarinnar

Sé að síðasti status minn á fésbókinni um verðlaunablaðamennina á DV hefur eitthvað truflað suma þar. Nú er stund hefndarinnar. Gerð er stórkostleg frétt vegna samtals míns við Andra Sigurðsson sem fullyrti að langflestir hælisleitendur þyrftu fölsuð vegabréf.
05.ágú. 2014 - 17:00 Brynjar Nielsson

Hin merka frétt

Verðlaunablaðamenn DV, Jóhann Páll og Jón Bjarki, segja að nýskipaður lögreglustjóri á höfuðborgarsvæði, Sigríður Björk vilji ekki hætta að refsa hælisleitendum sem komi ólöglega til landsins, þrátt fyrir að talskona Flóttamannahjálpar segi að það brjóti gegn Flóttamannasamningi S.Þ.

Brynjar Níelsson
Hæstaréttarlögmaður. Alþingismaður Sjálfstæðisflokksins.
Ágústa Kolbrún Roberts
Ágústa Kolbrún Roberts - 13.11.2015
Ágústa: Þetta gerðist eftir heilun píkunnar!
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 11.11.2015
Valdatíð Davíðs
Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir - 13.11.2015
PUSSIES BEWARE!
Ragnheiður Eiríksdóttir
Ragnheiður Eiríksdóttir - 13.11.2015
Mamman, hjúkkan og veiki strákurinn
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 10.11.2015
Réttarfar þjónkunar
Björn Ingi Hrafnsson
Björn Ingi Hrafnsson - 19.11.2015
Slökum aðeins á
Ástríður Þórey Jónsdóttir
Ástríður Þórey Jónsdóttir - 13.11.2015
Minimalískur lífsstíll - nei takk!
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 13.11.2015
Skuldsettir bera einir ábyrgðina
Sigurður G. Guðjónsson
Sigurður G. Guðjónsson - 15.11.2015
„Give peace a chance“
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 13.11.2015
Skemmtilegur fundur um valdatíð Davíðs
Björn Jón Bragason
Björn Jón Bragason - 18.11.2015
Er Grænland íslensk nýlenda?
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 12.11.2015
Í stuði með Guði
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 20.11.2015
Gamansemi á Rotary-fundi
Fleiri pressupennar