09. jún. 2014 - 20:11Brynjar Nielsson

Getum við ekki rætt álitaefni öfgalaust?

Þegar oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík lýsti þeirri skoðun sinni, í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna, að kjósa ætti um úthlutun lóðar í Sogamýri til trúfélags múslima, ætlaði allt um koll að keyra. Umræðan, eins og gjarnan gerist hér á landi, fór út um víðan völl og öllu grautað saman, skyldu og óskyldu. Menn fóru mikinn og annars vegar voru sumir sakaðir um útlendingahatur og kynþáttahatur einkum af fólki sem telur sig frjálslyndari og umburðarlyndara en gengur og gerist. Á hinn bóginn voru nánast allir múslimar sagðir vera hið versta fólk sem ætti að gera brottrækt. Okkur er ekki eiginlegt að ræða álitaefni öfgalaust af hófsemi og sanngirni.

Eitt vakti þó athygli mína í allri þessari umræðu um úthlutun lóðar undir mosku en það er skoðun margra að skylt hafi verið að úthluta lóðinni án endurgjalds á grundvelli trúfrelsis-og jafnræðisákvæða stjórnarskrárinnar. Öll trúfélög eigi þennan rétt því í lögum um Kristnisjóð(nr. 35/1970) segi, í kaflanum um skipun prestakalla og prófastsdæma, að skylt sé að leggja til ókeypis lóðir undir kirkjur og undanskilja þær gatnagerðargjaldi. Með öðrum orðum að óheimilt sé að mismuna trúfélögum með þeim hætti að úthluta þjóðkirkjunni einni ókeypis lóðum. Því verði að úthluta öðrum trúfélögum lóðum endurgjaldslaust. Mér sýnist meira að segja þekktir lögspekingar á samfélagsmiðlunum taka undir þá lögskýringu að óheimilt sé að gera þjóðkirkjunni hærra undir höfði en öðrum trúfélögum með greiðslum úr ríkissjóði. Og það þótt þessi lögskýring standist ekki skoðun og sé hvorki í samræmi við dómaframkvæmd Hæstaréttar né niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu. 

Rétt er því að minna á dóm Hæstaréttar Íslands í málinu nr. 109/2007 þar sem Ásatrúarfélagið höfðaði mál á hendur íslenska ríkinu til greiðslu á samsvarandi greiðslum úr ríkissjóði og færu til þjóðkirkjunnar. Byggði Ásatrúarfélagið á því að óheimilt væri að gera upp á milli trúfélaga í löggjöf um stuðning við þau með vísan til 65. gr. stjórnarskrárinnar. Íslenska ríkið var sýknað þegar af þeirri ástæðu að verkefni og skyldur Ásatrúarfélagsins yrðu ekki borin saman við lögbundin verkefni og skyldur þjóðkirkjunnar og því fælist ekki mismunun í því mati löggjafans að ákveða framlög til þjóðkirkjunnar úr ríkissjóði umfram önnur trúfélög. Var því ekki talið að um væri að ræða brot gegn jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrárinnar. 

Ásatrúarfélagið fór með málið til Mannréttindadómstóls Evrópu. Skemmst er frá því að segja að dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að íslensk lög hvað þetta varðaði brytu ekki í bága við mannréttindasáttmála Evrópu og vísaði í því sambandi til annarrra sambærilegra mála sem höfðu komið til kasta dómstólsins.

Hins vegar er alvarlegi hlutinn í þessu öllu, sem enginn hefur orð á, að óheimilt er að úthluta Pétri og Páli lóðum án nokkurs endurgjalds nema með heimild í lögum. Skiptir þá engu hvort Pétur og Páll eru í ásatrúarsöfnuði, múslimasöfnuði, í Réttrúnaðarkirkjunni eða Krossinum. Ekki er hægt að láta af hendi rakna almannafé til annarra trúfélaga en þjóðkirkjunnar að óbreyttum lögum. Er tillaga oddvita Framsóknarflokksins í Reykjavík um að borgarbúar kjósi um hvar lóðagjöfin undir mosku eða réttrúnaðarkirkju á að vera því alveg jafnótæk.

Hægt er að skilja þá skoðun að ekki eigi að vera þjóðkirkja með þeim réttindum og skyldum sem henni fylgja í stjórnarskrá og lögum. Einhverjum kann að þykja eðlilegt að gera öllum trúfélögum jafnt undir höfði, sama hvað þau boða. Þá verða menn hins vegar að breyta stjórnarskrá og lögum í stað þess að vaða um í lögleysu.12.feb. 2015 - 11:30 Brynjar Nielsson

Skattsvik og skattrannsóknir

Ástæða er til að taka undir með fjármálaráðherra að gera eigi allt sem hægt er til að upplýsa skattsvik enda mikilvægt samfélagslegt hagsmunamál þar á ferð. Nú hefur verið í umræðunni að skattrannsóknarstjóri sé í viðræðum við ónafngreindan aðila um kaup á gögnum sem gætu upplýst um ólögmæt undanskot frá skattgreiðslum í sameiginlega sjóði. Nú hafa ekki legið fyrir upplýsingar um hvers konar gögn hér um ræðir og hvernig þau eru tilkomin.
06.feb. 2015 - 11:30 Brynjar Nielsson

Herra Ísland

Sá að forsíðumyndin í DV var ekki úr keppninni um herra Ísland. Og þar var í opnuviðtali viðtal við bróður minn sem sagðist hafa verið afskaplega hlýðið barn.
26.jan. 2015 - 13:58 Brynjar Nielsson

Pólitískir og ópólitískir fjölmiðlamenn

Það var stórfurðulegt að fylgjast með ítrekuðum fréttum af nýjum ritstjóra DV, sem einn fjölmiðlamanna á landinu virðist þurfa að bera járn til að „hreinsa sig“ opinberlega af tengslum við stjórnmálaflokk.
26.jan. 2015 - 13:30 Brynjar Nielsson

Fer fyrir kirkjunni eins og tóbakinu

Séra Dalla Þórðardóttir skrifar á kvennakirkjan.is að það sé tíska að tala illa um kristni og kirkjuna. Held að það sé rétt hjá henni.
20.jan. 2015 - 15:00 Brynjar Nielsson

Engin ástæða til kæra Björgvin til lögreglu

Nú er allt á öðrum endanum á vefmiðlum vegna meints brots Björgvins Sigurðssonar í störfum sínum sem sveitarstjóri Ásahrepps. Björgvin hefur lýst nákvæmlega hvað hann gerði og viðurkennt að hafa notað fjármuni hreppsins í eigin þágu án þess að hafa leitað sérstakar heimildar fyrirfram. Vel má vera að hægt sé að heimfæra verknað Björgvins til refsilagaákvæðis miðað við hans eigin frásögn af atvikum.
06.jan. 2015 - 14:00 Brynjar Nielsson

Hvar standa þessir fjölmiðlamenn í pólitík

Sumir fjölmiðlamenn telja sér trú um að þeir séu frjálsari og óháðari en aðrir. Og fjölmiðlarnir sem þeir vinna á eru auðvitað sérstakalega óháðir og frjálsir og starfa gjarnan í almannaþágu og þá væntanlega öfugt við aðra miðla.
02.jan. 2015 - 12:30 Brynjar Nielsson

Ekkert annað en venjulegir ofbeldismenn

Þá er komið að því. Kallinn er byrjaður í ræktinni og fór í fyrsta tímann í morgun. Komst að því að þar starfar stétt manna sem kalla sig einkaþjálfara en eru ekkert annað en venjulegir ofbeldismenn. Svo var ég látinn drekka einhvern ógeðisdrykk eftir allar misþyrmingarnar.
30.des. 2014 - 10:57 Brynjar Nielsson

Erfitt að missa völdin

Virðist vera afskaplega þungbært fyrir tæru vinstri stjórnina að missa völdin í síðustu kosningum. Skipulögð voru í haust mótmæli gegn ríkisstjórninni á sama tíma og hagur, bæði ríkissjóðs og þegnanna allra, batnaði. Nú á þjóðin að sameinast um áramótin að koma ríkisstjórninni frá. Ekki má þó biðja til Guðs um hjálp til þess.
22.des. 2014 - 12:10 Brynjar Nielsson

Mannréttindabrot að banna börnum að fara í kirkjuferðir

Mikið hefur verið rætt um kirkjuferðir skólabarna og kynningu á jólaboðskap kristinna. Eitt er að hafa þá skoðun að börn eigi ekkert erindi í kirkjur eða aðrar trúarlegar stofnanir og félög en hvernig það teljist til mannréttinda að banna kirkjuferðir skólabarna er mér hulið. Kannski eru sumir búnir að gleyma því að við búum þrátt fyrir allt í kristilegu lýðræðisþjóðfélagi þar sem þjóðkirkjan nýtur meira að segja sérstakar verndar í stjórnarskránni. Skólar eru hluti af þessu samfélagi.
22.nóv. 2014 - 14:00 Brynjar Nielsson

Hýenur renna á blóðslóðina

Þegar hýenur renna á blóðslóðina verður ekki aftur snúið. Nú skal flæma lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu úr embætti fyrir að sinna lagaskyldu sinni og senda greinargerð til ráðuneytisins um rannsókn á meintum alvarlegum brotum hælisleitanda að beiðni aðstoðarmanns ráðherra. Ef einhverjir skyldu ekki vita er innanríkisráðherra æðsti yfirmaður lögreglu í landinu auk þess sem málefni hælisleitenda heyrir undir innanríkisráðherra.
13.nóv. 2014 - 11:00 Brynjar Nielsson

Skoðun mín hefur ekki breyst

Zuckerberg hringdi í mig einu sinni enn og bað mig að útskýra nánar fyrir helstu hatursmönnum Sjálfstæðisflokksins hvað það þýðir að standa við stóru orðin. Í samtölum við innanríkisráðherra og flesta þingmenn flokksins snemma árs lýsti ég þeirri skoðun minni að ráðherrann bæri fulla pólitíska ábyrgð á aðstoðarmönnum sínum.
04.nóv. 2014 - 19:20 Brynjar Nielsson

Mark Zuckerberg sagði mér að svara Svavari Knúti

Mark Zuckerberg hafði samband við mig og taldi fullkomlega fráleitt að loka á aðgang minn að Fésbókinni fyrr en ég hefði svarað Svavari Knúti og öðrum helstu skipuleggjendum og hvatamönnum mótmælafundarins í gær.
03.nóv. 2014 - 11:00 Brynjar Nielsson

Hverju er verið að mótmæla?

Boðað hefur verið til fundar á Austurvelli til að mótmæla verkum ríkisstjórnarinnar. Sýnist mér að helstu hvatamenn mótmælafundarins séu áköfustu stuðningsmenn síðustu ríkisstjórnar. En hvaða verkum ríkisstjórnarinnar er verið að mótmæla? Er það kaupmáttaraukning heimilanna síðastliðið ár, fjölda nýrra starfa sem skapast hafa með aukinni fjárfestingu eða að verðbólgumarkmiðum hafi verið náð og rúmlega það?
29.okt. 2014 - 14:30 Brynjar Nielsson

Gáfnaljósin á vinstri vængnum

Helstu gáfnaljós á vinstri vængnum hafa með aðstoð fjölmiðla náð að telja almenningi trú um að heilbrigðiskerfið sé verra en víðast hvað annars staðar, menntakerfið og jafnrétti til náms sæti aðför, ójöfnuður sé meiri en í öðrum löndum og skattalækkun sé skattahækkun, allt í boði Sjálfstæðisflokksins. Ekkert af þessu er nálægt sannleikanum.
20.okt. 2014 - 20:45 Brynjar Nielsson

Ný stjórnarskrá mun engu breyta ...

Hlustaði á ósköp geðþekka unga konu í Kastljósinu áðan fjalla um stjórnarskrána. Hún mun hafa setið í stjórnlagaráði. Ég ætla ekki að rekja hversu ósammála ég er henni en ein fullyrðing hennar vakti athygli minna. Það var fullyrðing hennar um hversu mikilvægt væri að semja nýja stjórnarskrá. Ég hef aldrei skilið hvers vegna allt í einu varð svona mikilvægt að semja alveg nýja stjórnarskrá.
15.okt. 2014 - 11:00 Brynjar Nielsson

Ættu að íhuga að fara í annað lið

Fjárlagafrumvarpið er mikilvægasta mál hverrar ríkisstjórnar. Nú er það þess eðlis að útilokað er fyrir stjórnarliða að vera sammála um allt. Ekkert er við það að athuga að einstakir stjórnarþingmenn og varamenn þeirra viðri áhyggjur sínar og sjónarmið vegna einstakra fjárlagaliða.
02.okt. 2014 - 14:30 Brynjar Nielsson

Hvar stendur þessi tvískinnungshópur í pólitík?

Mér sýnist tvískinnungur vera meira áberandi en áður í íslensku samfélagi. Kynjakvóti í listsköpun er alveg fráleitur í huga margra sem barist hafa hvað harðast fyrir honum í stjórnum fyrirtækja og víða annars staðar. Þessum sama hópi finnst virðisaukaskattur á bóksölu nánast glæpur en barist mjög fyrir hækkun skatta á annan bísness.
23.sep. 2014 - 14:00 Brynjar Nielsson

Hvar væri þessi þjóð án Illuga, Jónasar og Egils Helgasonar?

Háværir eru þeir sem segja ofstækið kringum Lekamálið hafa ekkert með pólitík að gera, heldur snúist það um traust og trúverðugleika stjórnsýslunnar. Gott og vel. En af hverju hefur þetta sama fólk engar áhyggjur af trausti og trúverðugleika lögreglu og ákæruvalds þegar lögreglumaður, sem starfaði innan embættis Sérstaks saksóknara, segir að embættisfærslur þar hafi ekki verið í samræmi við lög og gróflega hafa verið brotið á rétti sakborninga og annarra.
20.sep. 2014 - 12:00 Brynjar Nielsson

Fátt betra en unnar kjötvörur og kóladrykkir

Mér finnst fátt betra en unnar kjötvörur og kóladrykkir. Pulsa og kók og hrossabjúgu og uppstúf eru í mesta uppáhaldi. Sælgætisgrís er ég líka og neytandi áfengis og tóbaks, mismikið á hverjum tíma.
17.sep. 2014 - 22:00 Brynjar Nielsson

„Einhver mesta þvæla sem ég hef hlustað á“

Nú hefur stjórnarandstaðan eytt 12 klukkustundum á þinginu í umræðu um ríkisstjórn ríka fólksins sem hækkar virðisaukaskatt á matvæli um 5% sem komi illa við þá verst settu. Þegar tekið hefur verið tillit til niðurfellingar vörugjalda á matvæli er hækkun á matvælum ekki nema 2-2.5%
11.sep. 2014 - 11:30 Brynjar Nielsson

Kunnuglegir frasar um auðvaldssinna og dólgafrjálshyggjumenn

Margt fróðlegt kom fram í eldhúsdagsumræðunum í gær. Notalegt að heyra formenn stjórnarflokkanna tala til allra landsmanna en ekki eingöngu til eigin kjósenda eins og var áberandi hjá forystumönnum stjórnarandstöðunnar. Sumir voru meira í almennu kaffihúsaspjalli en gerðu það svo sem ágætlega. Og hafi einhver verið í vafa um að forystumaður Pírata væri róttækur vinstrisósíalisti hvarf sá efi í umræðunum í gær.
09.sep. 2014 - 11:19 Brynjar Nielsson

Við hvað eru blaðamenn DV hræddir?

Sömu blaðamenn og hafa heimtað faglegar úttektir og rannsóknir á starfsemi einstakra stofnana og fyrirtækja mótmæla harðlega að gerð sé fagleg úttekt á störfum þeirra hjá DV.
08.sep. 2014 - 10:00

Kenna sig við umburðarlyndi en geta ekki látið þennan sið í friði

Félag siðrænna húmanista (Siðmennt) hefur boðið mér og öðrum þingmönnum til athafnar vegna setningar alþingis á morgun. Nú hefur það verið siður og venja, svo lengi sem elstu menn muna, að þingmenn sæki guðsþjónustu við setningu hvers þings. Skiptir þá engu hvort þeir eru trúaðir eða ekki.
04.sep. 2014 - 15:30 Brynjar Nielsson

Málefnaleg gagnrýni

Ég sé að einstakir stjórnarandstæðingar halda því fram að sjálfstæðismenn séu að grafa undan embætti umboðsmanns alþingis með gagnrýni á meðferð hans á máli innanríkisráðherra í tengslum við Lekamálið svokallaða. Því er til að svara að sjálfstæðismenn hafa alla tíð staðið þétt með mikilvægum stofnunum ríkisins og farið eftir niðurstöðum þeirra hvort sem þeim líkaði niðurstaðan eður ei.
31.ágú. 2014 - 13:26 Brynjar Nielsson

Spilling

Ætli sé eitthvað til í því?
28.ágú. 2014 - 09:30 Brynjar Nielsson

Hvað er fjandsamleg yfirtaka?

Nú er mönnum tíðrætt um fjandsamlega yfirtöku á DV. Þá vaknar upp sú spurning hvað sé fjandsamleg yfirtaka á félagi. Ég man ekki til þess að fjandsamleg yfirtaka sé skilgreind í hlutafélagalögum en eitthvað hljóta menn að hafa fjallað um þetta í fræðunum.
27.ágú. 2014 - 14:46 Brynjar Nielsson

Trúverðugleiki stjórnsýslunnar eða pólitík?

Hvað sem þessu öllu líður er hægt að skilja þá gagnrýni að ráðherra skyldi ekki segja sig frá málaflokknum þegar rannsókn lögreglu hófst, sérstaklega þegar hún beindist meðal annars að pólitískum aðstoðarmönnum hennar. Ég skil einnig gagnrýni á framkvæmd lögreglu á rannsókn málsins og meðferð umboðsmanns alþingis á málinu.
26.ágú. 2014 - 21:28 Brynjar Nielsson

Hvað felst í ritstjórnarlegu sjálfstæði?

Í kjölfar breytinga á ritstjórn 365 miðla hefur orðið umræða um ritstjórnarlegt sjálfstæði og mikilvægi þess. En veit einhver hvað felst í ritstjórnarlegu sjálfstæði. Þýðir það að ritstjóri Fréttablaðsins sé einhvers konar eyland á miðlinum sem þarf ekki að gera reikningsskil gagnvart forstjóra eða eigendum miðilsins?
24.ágú. 2014 - 12:30 Brynjar Nielsson

Aldrei verið jafn ringlaður eftir einn útvarpsþátt

Fróðlegt var að hlusta á álitsgjafana á Sprengisandi í morgun. Í umræðunni um skattamál sagði annar álitsgjafinn, í hneykslunartóni, að margir hagsmunaðilar í atvinnurekstri vildu helst ekki greiða skatta til samfélagsins og nefndi meðal annars útgerðina, þrátt fyrir að sú atvinnugrein sé skattlögð meira en allar aðrar í landinu. Sami álitsgjafi var þó spenntur fyrir því að minnka muninn milli skattþrepa í virðisaukaskatti og draga úr undanþágum.
06.ágú. 2014 - 21:00 Brynjar Nielsson

Stund hefndarinnar

Sé að síðasti status minn á fésbókinni um verðlaunablaðamennina á DV hefur eitthvað truflað suma þar. Nú er stund hefndarinnar. Gerð er stórkostleg frétt vegna samtals míns við Andra Sigurðsson sem fullyrti að langflestir hælisleitendur þyrftu fölsuð vegabréf.
05.ágú. 2014 - 17:00 Brynjar Nielsson

Hin merka frétt

Verðlaunablaðamenn DV, Jóhann Páll og Jón Bjarki, segja að nýskipaður lögreglustjóri á höfuðborgarsvæði, Sigríður Björk vilji ekki hætta að refsa hælisleitendum sem komi ólöglega til landsins, þrátt fyrir að talskona Flóttamannahjálpar segi að það brjóti gegn Flóttamannasamningi S.Þ.
30.júl. 2014 - 23:00 Brynjar Nielsson

Vel tekist til með skipan sendiherra

Mér sýnist að vel hafi tiltekist með skipan nýrra sendiherra. Geir Haarde er auðvitað mjög öflugur og reynslumikill í alþjóðasamskiptum og nýtur mikillar virðingar, eins og ég hef orðið var við í þessum erlendu samskiptum á vegum þingsins.
28.júl. 2014 - 12:00 Brynjar Nielsson

Dregur úr misnotkun á áfengi með auknu frelsi?

Skrítið hvað margir vinstri menn keppast nú við andmæla hugmyndum um aukið frelsi í viðskiptum með áfengi. Og það á sama tíma og þeir andmæla hástöfum að þeir séu stjórnlyndari en við hægri mennirnir. Svo komu lýðheilsufræðingarnir og segja að aukin aðgangur að áfengi munu auka neysluna.
23.júl. 2014 - 13:30 Brynjar Nielsson

Hugvekja af þessu tagi eyðileggur fallega minningarathöfn

Sótti í gærkveldi minningarathöfn um fórnarlömb ódæðisverks Anders Behring Breivik í Oslo og Útey fyrir þrem árum. Gott að ungir jafnaðarmenn hafi tekið sig til og efnt til minningarathafnar árlega. Þar flutti sendiherra Noregs á Íslandi, Dag Wernö Holter, frábæra ræðu af yfirvegun og æðruleysi. Mér hefur alltaf fundist aðdáunarvert hvernig norska þjóðin og stjórnvöld þar hafa brugðist við þessum mikla harmleik.
21.júl. 2014 - 19:10 Brynjar Nielsson

Skiptir stefna Framsóknarflokksins þetta brottskráða fólk máli?

Nokkrir framsóknarmenn hafa sagt sig úr flokknum vegna málflutnings frambjóðanda flokksins í Reykjavík fyrir síðusta sveitarstjórnarkosningar. Ástæðan virðist vera sú að málflutningur frambjóðandans hafi ekki verið í samræmi við stefnu flokksins og að flokksforystan hafi ekki brugðist við með viðeigandi hætti.
16.jún. 2014 - 09:09 Brynjar Nielsson

Útbýting gæða án heimildar

Getur verið að ríkið og sveitarfélögin séu að deila út almannafé í stórum stíl eftir geðþótta og án lagaheimildar?
14.jún. 2014 - 17:53 Brynjar Nielsson

Hvar eru nú Illugi og Hallgrímur?

Hver er að skipuleggja mótmælin vegna svikinna kosningaloforða nýja meirihlutans í borginni?
03.jún. 2014 - 16:56 Brynjar Nielsson

Enn af réttsýna fólkinu

Ég sé að pistill minn um Íslandsmetið í yfirlæti hefur farið öfugt ofan í suma. Ekki kom mér á óvart að Egill Helgason, sem virðist telja að allar aðrar skoðanir en hans sjálfs sé pólitískur rétttrúnaður, skyldi bregðast við. Fannst honum pistill minn mikil samsuða og fjallaði síðan um eitthvað allt annað en ég gerði.
02.jún. 2014 - 13:27 Brynjar Nielsson

Íslandsmet í yfirlæti, ef ekki heimsmet


01.jún. 2014 - 13:18 Brynjar Nielsson

Eru kjósendur heimskir?

Alltaf jafn merkilegt að hlusta á vinstri menn eftir kosningar. Þegar illa gengur hjá þeim eru kosningarnar eiginlega ómark. Kjósendur eru heimskir, nánast fífl, og þeir sem sátu heima voru þeirra atkvæði.
26.maí 2014 - 12:00 Brynjar Nielsson

Er langtímaminni okkar ekkert og skammtímaminnið lélegt?

Er það virkilega krafa meirihluta reykvíkinga að byggja hér bæjarblokkir í stórum stíl. Er ekki rétt að bæta þá við bæjarútgerð? Er langtímaminni okkar ekkert og skammtímaminnið lélegt? Og ætla reykvíkingar að horfa upp það þegjandi og hljóðalaust að Reykjavíkurflugvöllur, sem er mikið hagsmunamál fyrir reykvíkinga, og eitt mikilvægasta samgöngumannvirki landsins, verði gerður að litlu eða engu á næstu árum?
14.maí 2014 - 17:05 Brynjar Nielsson

Fjórflokkurinn mikilvægari en nokkru sinni fyrr

Ég hef skilning á þreytu fólks gagnvart gömlu flokkunum, sem auðvitað hafa verið mislagðar hendur. Þeir þurfa sjálfsagt að fara í gegnum endurskoðun á stefnu og starfsháttum.
07.maí 2014 - 20:28 Brynjar Nielsson

Verklítil ríkisstjórn?

Ég sé að Agli Helgasyni og félögum á Eyjunni finnst ríkisstjórnin ekki koma miklu í verk. Á þessu eina ári hefur þó atvinnulífið tekið verulega við sér, verðbólga lækkað verulega, hallalaus fjárlög, náðst samningar við þorra launþega og síðast en ekki síst tekist að koma í veg fyrir stórkostlegt tjón á grunnatvinnuvegi þjóðarinnar.
04.maí 2014 - 13:10 Brynjar Nielsson

Er hægt að pissa meira í skóinn sinn?

Stundum eru núverandi stjórnarflokkar uppnefndir sem hrunflokkarnir. Skiptir þá engu máli þótt hvorugur þeirra hafi farið með bankamálin síðustu ár fyrir hrun og annar þeirra ekki einu sinni í ríkisstjórn. Vel má vera að stjórnarflokkarnir árin fyrir hrun hafi mátt gera betur til að koma í veg fyrir eða takmarka alvarlegar afleiðingar hinnar alþjóðlegu fjármálakreppu.
25.apr. 2014 - 09:27 Brynjar Nielsson

Vinsæli meirihlutinn í borginni

Fylgi meirihlutaflokkanna í Reykjavíkurborg virðist nokkuð stöðugt þótt Samfylkingin sé stærri en Björt Framtíð í augnablikinu. Aðspurðir segjast margir vera nokkuð ánægðir með störf meirihlutans án þess að geta bent á eitthvað sérstakt sem skýri ánægjuna. Helst það að borgarstjórinn sé skemmtilegur og frjór og oddviti Samfylkingarinnar sé afskaplega fallegur og traustvekjandi þótt erfitt sé á stundum að skilja manninn. Ástæðulaust er að gera lítið úr þessum eiginleikum stjórnmálamanna. En hver er hinn ískaldi veruleiki þegar metinn er árangur við stjórn borgarinnar?
23.apr. 2014 - 16:43 Brynjar Nielsson

Lágt lagst

Ekki er nýjung í samkvæmum að gera grín að eða heimfæra brandara upp á þjóðþekkta Íslendinga. Á það bæði við klúra og óklúra brandara.
13.apr. 2014 - 15:30 Brynjar Nielsson

Dýrkeypt mistök stjórnmálamanna eftir hrun

Nú virðist margt benda til að mestu og dýrkeyptustu mistök stjórnmálamanna hafi verið eftir hrun. Þess vegna eru stjórnarandstæðingar farnir að hamra aftur á ábyrgð Sjálfstæðisflokksins á hruni bankanna. Og alls ekki má nefna ríkisvæðingu skulda einkaaðila upp á þúsund milljarða í icesave I heldur bara ríkisvæðingu verðtryggðra skulda heimilanna, sem er hið mesta hneyksli að mati stjórnarandstæðinga.

09.apr. 2014 - 16:51 Brynjar Nielsson

Ríkisvæðing einkaskulda

Ég hef aldrei farið í launkofa með litla hrifningu mína af skuldaniðurfellingaleið á verðtryggðum skuldum. Ég hef hins vegar lýst yfir stuðningi mínum að fara þessa blönduðu leið stjórnarflokkanna sem efnahagsaðgerð til að efla millistéttina í landinu sem fór verst út úr hruninu.
07.apr. 2014 - 17:25 Brynjar Nielsson

Getur verið að hrokinn sé meiri hjá prestinum?

Ég sá einhvers staðar að séra Hildur Eir Bolladóttir sálgreindi forsætisráðherra sem hrokafullan mann sem skorti samlíðan og samhygð með þjóðinni. Sé að margir vinstri menn taka undir þessa greiningu. Ekki er það nýtt að vinstri menn sálgreini pólitíska andstæðinga sína á þennan hátt og venjulega bætt við að þeir séu heimskari en aðrir.
05.mar. 2014 - 11:50 Brynjar Nielsson

Ragnar Reykás varð ekki til úr engu

Umræða í Íslandi er oft sérkennilega mótsagnakennd. Stundum eru þingmenn skammaðir fyrir að taka ekki afstöðu eftir sannfæringu sinni heldur eftir skipunum af ofan. Nú heitir það loforðasvik og jafnvel svik við þjóðina að greiða ekki atkvæði í samræmi við túlkun sumra á orðum forystumanna Sjálfstæðisflokksins fyrir síðustu kosningar.

Brynjar Níelsson
Hæstaréttarlögmaður. Alþingismaður Sjálfstæðisflokksins.
Kringlan: Allt fyrir góða páskaveislu mars 2015 (28+30+1+2)
Ragnheiður Eiríksdóttir
Ragnheiður Eiríksdóttir - 24.3.2015
Um tippamyndasendingar íslenskra karla
Bergljót Björk Halldórsdóttir
Bergljót Björk Halldórsdóttir - 21.3.2015
Matargrúskarinn Nanna Rögnvaldar
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 21.3.2015
Formannskjörið í Samfylkingunni
Ragnheiður Ragnarsdóttir
Ragnheiður Ragnarsdóttir - 23.3.2015
Líf Röggu í LA: æfingar á ströndinni
Sigurður G. Guðjónsson
Sigurður G. Guðjónsson - 24.3.2015
Eigandi Íslands?
Jón Sigurðsson
Jón Sigurðsson - 20.3.2015
Athyglisverð ummæli í Morgunblaðinu
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 22.3.2015
Hvar er stuðningsyfirlýsingin?
Aðsend grein
Aðsend grein - 26.3.2015
Ég bjargaði mannslífi í nótt
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 18.3.2015
Orðaskipti Guðrúnar og Davíðs
Smári Pálmarsson
Smári Pálmarsson - 27.3.2015
Voru mistök að frelsa geirvörtuna?
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 21.3.2015
Orðaleikur Jóns Sigurðssonar
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 20.3.2015
Stjórnarskráin leyfir ekki aðild
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 20.3.2015
Viðtal Kolbrúnar við Harald
Bergljót Björk Halldórsdóttir
Bergljót Björk Halldórsdóttir - 17.3.2015
Nanna Rögnvaldardóttir - vöfflur og viðtal við Sælkerapressuna
Fleiri pressupennar