09. jún. 2014 - 20:11Brynjar Nielsson

Getum við ekki rætt álitaefni öfgalaust?

Þegar oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík lýsti þeirri skoðun sinni, í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna, að kjósa ætti um úthlutun lóðar í Sogamýri til trúfélags múslima, ætlaði allt um koll að keyra. Umræðan, eins og gjarnan gerist hér á landi, fór út um víðan völl og öllu grautað saman, skyldu og óskyldu. Menn fóru mikinn og annars vegar voru sumir sakaðir um útlendingahatur og kynþáttahatur einkum af fólki sem telur sig frjálslyndari og umburðarlyndara en gengur og gerist. Á hinn bóginn voru nánast allir múslimar sagðir vera hið versta fólk sem ætti að gera brottrækt. Okkur er ekki eiginlegt að ræða álitaefni öfgalaust af hófsemi og sanngirni.

Eitt vakti þó athygli mína í allri þessari umræðu um úthlutun lóðar undir mosku en það er skoðun margra að skylt hafi verið að úthluta lóðinni án endurgjalds á grundvelli trúfrelsis-og jafnræðisákvæða stjórnarskrárinnar. Öll trúfélög eigi þennan rétt því í lögum um Kristnisjóð(nr. 35/1970) segi, í kaflanum um skipun prestakalla og prófastsdæma, að skylt sé að leggja til ókeypis lóðir undir kirkjur og undanskilja þær gatnagerðargjaldi. Með öðrum orðum að óheimilt sé að mismuna trúfélögum með þeim hætti að úthluta þjóðkirkjunni einni ókeypis lóðum. Því verði að úthluta öðrum trúfélögum lóðum endurgjaldslaust. Mér sýnist meira að segja þekktir lögspekingar á samfélagsmiðlunum taka undir þá lögskýringu að óheimilt sé að gera þjóðkirkjunni hærra undir höfði en öðrum trúfélögum með greiðslum úr ríkissjóði. Og það þótt þessi lögskýring standist ekki skoðun og sé hvorki í samræmi við dómaframkvæmd Hæstaréttar né niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu. 

Rétt er því að minna á dóm Hæstaréttar Íslands í málinu nr. 109/2007 þar sem Ásatrúarfélagið höfðaði mál á hendur íslenska ríkinu til greiðslu á samsvarandi greiðslum úr ríkissjóði og færu til þjóðkirkjunnar. Byggði Ásatrúarfélagið á því að óheimilt væri að gera upp á milli trúfélaga í löggjöf um stuðning við þau með vísan til 65. gr. stjórnarskrárinnar. Íslenska ríkið var sýknað þegar af þeirri ástæðu að verkefni og skyldur Ásatrúarfélagsins yrðu ekki borin saman við lögbundin verkefni og skyldur þjóðkirkjunnar og því fælist ekki mismunun í því mati löggjafans að ákveða framlög til þjóðkirkjunnar úr ríkissjóði umfram önnur trúfélög. Var því ekki talið að um væri að ræða brot gegn jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrárinnar. 

Ásatrúarfélagið fór með málið til Mannréttindadómstóls Evrópu. Skemmst er frá því að segja að dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að íslensk lög hvað þetta varðaði brytu ekki í bága við mannréttindasáttmála Evrópu og vísaði í því sambandi til annarrra sambærilegra mála sem höfðu komið til kasta dómstólsins.

Hins vegar er alvarlegi hlutinn í þessu öllu, sem enginn hefur orð á, að óheimilt er að úthluta Pétri og Páli lóðum án nokkurs endurgjalds nema með heimild í lögum. Skiptir þá engu hvort Pétur og Páll eru í ásatrúarsöfnuði, múslimasöfnuði, í Réttrúnaðarkirkjunni eða Krossinum. Ekki er hægt að láta af hendi rakna almannafé til annarra trúfélaga en þjóðkirkjunnar að óbreyttum lögum. Er tillaga oddvita Framsóknarflokksins í Reykjavík um að borgarbúar kjósi um hvar lóðagjöfin undir mosku eða réttrúnaðarkirkju á að vera því alveg jafnótæk.

Hægt er að skilja þá skoðun að ekki eigi að vera þjóðkirkja með þeim réttindum og skyldum sem henni fylgja í stjórnarskrá og lögum. Einhverjum kann að þykja eðlilegt að gera öllum trúfélögum jafnt undir höfði, sama hvað þau boða. Þá verða menn hins vegar að breyta stjórnarskrá og lögum í stað þess að vaða um í lögleysu.11.apr. 2017 - 12:18 Brynjar Nielsson

Sósíalistar eru ekkert nýtt

Sérkennilegur áhugi fjölmiðla á stofnun Sósíalistaflokks Gunnars Smára. Eins og að menn haldi að hér sé eitthvað nýtt á ferð. Vinstri grænir og Alþýðufylkingin er uppfull sósíalistum og slatti af þeim í Samfylkingunni. Virðist vera einkenni þeirra sem berja hausnum við steininn að þurfa að vera í mörgum flokkum.
22.mar. 2017 - 13:29 Brynjar Nielsson

Margar samúðarkveðjur

Mér hafa borist margar samúðarkveðjur vegna fráfalls söngvara og hljómsveitarstjóra stórbandsins Sven - Ingvars. Tónlistarsmekkur okkar hjónanna er afar ólíkur eins og margt annað. Samt hafa ekki komið alvarlegir brestir í hjónabandinu nema þegar ég spila Sven - Ingvars þegar hún er heima.
19.mar. 2017 - 15:23 Brynjar Nielsson

Smartland leggur mig í einelti

Ég sæti einelti af hálfu Smartlands. Þar er haldið fram að ég búi í 70 ára gömlum líkama og vitnað í ónýta tölvu.
02.mar. 2017 - 16:28 Brynjar Nielsson

Bannfæringarfólkið

Merkilegt hvað bannfæringar eru að verða algengar í svona „umburðarlyndu“ samfélagi. Vogi sér einhver að efast um hinn vísindalega sannleika um veðurfarsbreytingar af mannavöldum eða kynbundinn launamun er viðkomandi umsvifalaust bannfærður. Svo ekki sé talað um þá sem hafa einhvern vott að þjóðerniskennd í hjarta sínu.

13.feb. 2017 - 11:20 Brynjar Nielsson

Ekki nógu agaður í baráttunni við vambarpúkann

Hef komist að því að langvarandi fýla leiðir til mikillar þyngdaraukningar. Nú er svo komið að ég kemst ekki í nokkra flík með góðu móti. Verð að grípa í taumana svo ég fái áfram að sofa í hjónarúminu. Vandinn er hins vegar sá að ég er ekki nógu agaður og staðfastur í baráttunni við vambarpúkann nema að komast í einhverja keppni.

11.jan. 2017 - 11:38 Brynjar Nielsson

Ég styð þessa ráðherraskipan

Sjaldan eða aldrei eru menn á eitt sáttir þegar þegar kemur að vali í ráðherraembætti. Ég hef reifað áður mín sjónamið um hvað eigi að ráða í þeim efnum. Þau urðu ekki ofan á að öllu leyti í þetta sinn. Engu að síður studdi ég þessa ráðherraskipan enda úrvalsfólk hér á ferð. Nú þurfa þingmenn flokksins að fylkja sér um ráðherrana og styðja þá til góðra verka fyrir land og þjóð og láta persónulegar skoðanir og metnað ekki trufla sig um of.

04.jan. 2017 - 14:02 Brynjar Nielsson

Einhverjir myndu segja að þessar tilraunir væru fullreyndar

Búið er að stofna hóp á netinu sem heitir Sósíalistaflokkurinn. Þar birtast gömlu kommarnir sem voru upp á sitt besta snemma á áttunda áratug síðustu aldar ásamt sögulausum yngri mönnum. Dustað er rykið af öllum gömlu frösunum og haldið fram að forsenda velferðar og nýsköpunar sé sósíalismi á vegum ríkisvaldsins. Mætti halda að þetta ágæta fólk hafi verið í dái síðustu 40 ár.

03.jan. 2017 - 15:10 Brynjar Nielsson

Nútíma sósíalistar eru semsagt umbótasinnar

Nú um stundir er vinsælt að kalla sig frjálslyndan umbótasinna. Einnig er farið að endurskilgreina sósíalismann sem heitir nú félagshyggja. Nútíma sósíalistar eru semsagt frjálslyndir félagshyggjumenn og umbótasinnar. Maður fær óbragð í munninn við það eitt að skrifa þetta.
28.des. 2016 - 15:47 Brynjar Nielsson

Þingmaður Pírata rekur rýting í bak samstarfsmanna

Þingmaður Pírata, Eva Pandóra, sakar aðra þingmenn um fúsk og slæleg vinnubrögð, ekki síst fyrir að afgreiða frumvarpið um jöfnun lífeyrisréttinda nú fyrir jól. Um sé að ræða mikið hagsmunamál sem hefði þurft meiri tíma til að vinna.

22.des. 2016 - 14:30 Brynjar Nielsson

Pyntingastefnan ber ekki árangur

Ekki vil ég gera lítið úr fíknivanda. Sumir glíma við matarfíkn og/eða sykurfíkn, aðrir áfengis og jafnvel spilafíkn og svo framvegis. Einu hugmyndir stjórnmálamanna í glímunni við fíkn einstakra manna er að banna öllum neyslan eða háttsemina eða að skattleggja alla til dauðs. Þótt sumir borði of mikið af sykri og öðru óhollu, spili rassinn úr buxunum í fjárhættuspilum eða staupi meira en góðu hófi gegnir, er kannski óþarfi að banna hófsemdarmönnum í þessum efnum alla gleði eða okra á þeim til að draga úr henni. Gæti kannski verið til bóta að menn bæru almennt meiri ábyrgð á sjálfum sér í stað þess að stjórnmálamenn kvelji alla aðra. Ég get heldur ekki séð að þessi pyntingastefna beri nokkurn árangur.
13.des. 2016 - 12:27 Brynjar Nielsson

Kjósendur Pírata eru hafðir að algerum fíflum

Þegar Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn þurftu hvor um sig að gefa eftir í sínum stefnumálum við myndun síðustu ríkisstjórnar voru það svikin loforð. Nú þegar fimmflokkarnir frægu hentu meira og minna öllum sínum loforðum og prinsippum á haugana, til að ná völdum, heitir það málamiðlun og að vera lausnarmiðaður.

05.des. 2016 - 16:39 Brynjar Nielsson

Menn hafa gert verri rit að skyldulesningu í skólum

Stundum getur tiltekt gert gagn. Í einni slíkri fann bókina Um frelsið eftir John Stuart Mill, sem er grundvallarrit um hið frjálsa lýðræðisamfélag vesturlanda. Hollt væri fyrir þá, sem sífellt tala fyrir alls konar skerðingum á tjáningar- og atvinnufrelsi í því skyni að búa til betra samfélag, að glugga aðeins í bókina.
30.nóv. 2016 - 13:42 Brynjar Nielsson

Hættum þessari 3ja hjóls umræðu

Nú er erfitt að mynda ríkisstjórn því enginn vill vera 3ja hjól undir vagni síðustu ríkisstjórnar. Af sömu ástæðu gætu sjálfstæðismenn ákveðið að fara ekki í stjórn með VG og Samfylkingunni því hann vill ekki vera 3ja hjól undir vagni Jóhönnustjórnarinnar frá 2009-2013.

24.nóv. 2016 - 10:28 Brynjar Nielsson

Píratar enda á ruslahaugum sögunnar

Mér skilst að Píratar hafi verið stofnaðir til að berjast gegn spilltum, óheiðarlegum og valdasjúkum fjórflokki. Enginn skortur var á loforðum gagnvart kjósendum og ekki skyldi prinsippum haggað. Öllu þessu var svo hent á rusalhaugana til að geta myndað vinstri stjórn, sem kjósendur höfðu þó hafnað með afgerandi hætti. Einhver myndi kalla þetta hreina og tæra valdasýki.

09.nóv. 2016 - 14:31 Brynjar Nielsson

Mín skýring á sigri Trump

Margir velta því fyrir sér hvernig það gat gerst að maður eins og Donald Trump var kosinn forseti í rótgrónu lýðræðisríki. Eflaust eru margar samverkandi ástæður fyrir því. Sjálfur tel ég meginástæðuna þá að stuðningsmenn Hillary tóku upp ólýðræðislegar aðferðir vinstri manna í evrópu með því að hleypa upp pólitískum fundum andstæðinga sinna, kalla þá heimska og ómenntaða rasista og rugluð gamalmenni og eitthvað þaðan af verra. Kannski hafa bandaríkjamenn engan humor fyrir menntasnobbuðu elítunni, sem heldur að hún sé svo gáfuð.

24.okt. 2016 - 10:15 Brynjar Nielsson

Leyfum þeim að endurreisa höfuðborgina fyrst

Mér skilst að stjórnarandstaðan sé þessa dagana að mynda næstu ríkisstjórn sem á að endurreisa Ísland á grundvelli félagslegs jöfnuðar og réttlætis.
19.okt. 2016 - 17:07 Brynjar Nielsson

Alþýðufylkingin er heiðarlegri en VG

Einhversstaðar sá ég að fylgi VG væri á flugi. Flokkar eins og VG eru í öðrum löndum jaðarflokkar sem eru að berjast við að ná 5% fylgi til að koma manni á þing. Þótt formaður VG sé afar geðsleg kona og margt gott fólk þar innanborðs er stefna flokksins alltaf jafnslæm og skaðleg.

10.okt. 2016 - 11:37 Brynjar Nielsson

Heimsóttum Bandaríkin og vorum dregnir út af klósettinu

Ég segi farir mínar ekki sléttar eftir heimsókn til Bandaríkjanna. Við fjórir miðaldra karlar keyptum lestarmiða á netinu frá Boston til New York. Þegar á lestarstöðina kom var miðasölubás þessa lestarkompanýs lokaður. Töldum við þá duga að staðfesta greiðslu með snjallsímanum og gengum um borð. En það var öðru nær. Á næstu stoppustöð voru við dregnir af klósettinu, með nánast allt niðrum okkur, leiddir út og gegnum lestarstöðina með öll augu á okkur, af sterklegum lögreglumönnum.

07.okt. 2016 - 17:35 Brynjar Nielsson

Við erum öll jafnaðarmenn

Samfylkingarfólk segir að íslendingar séu jafnaðarmenn upp til hópa og skilur því ekki af hverju fylgið hrynur af þeim. En hvað er að vera jafnaðarmaður? Öll erum við jafnaðarmenn ef sú stefna snýst um að halda uppi almannatryggingarkerfi, aðgangi að heilbrigðisþjónustu og menntun fyrir alla. En ef hún snýst um ríkisvæðingu og jafna kjör allra óháð framlagi eru fáir jafnaðarmenn, sem betur fer. Slík jafnaðarmennska er auðvitað aðför í hinu frjálsa samfélagi og er í raun gamaldags sósíalismi. Því miður hefur Samfylkingin sogast í þá "jafnaðarmennsku" og ekki er pláss fyrir tvo flokka í því rugli öllu saman. Þess vegna hríðfellur fylgið.

30.sep. 2016 - 11:24 Brynjar Nielsson

Fæ hroll af loforðaflaumi vinstrimanna

Það fer um mann hrollur þegar hlustað er á loforðaflaum vinstri flokkanna í upphafi kosningabaráttunnar. Um leið og glitta fer í batnandi ástand og horfur er ekkert mál er að lofa öllum öldruðum og öryrkjum 300 þúsund á mánuði úr almannatryggingum án nokkurs tillits til tekna og eigna viðkomandi. Öll heilbrigðisþjónusta, hverju nafni sem hún nefnist, skal vera gjaldfrí. Bæta skal tugum milljarða í heilbrigðiskerfið og skólakerfið, annað eins í samgöngur og svona má lengi telja.
08.sep. 2016 - 13:26 Brynjar Nielsson

Mikill er happafengur Viðreisnar

Afskaplega er það þungbært þegar góðir og öflugir Sjálfstæðismenn yfirgefa flokkinn. Mikill er happafengur Viðreisnar og ég óska þessu góða fólki velfarnaðar á nýjum vettvangi. Hins vegar hafa flækst fyrir mér skýringar þessa fyrrum félaga á sinnaskiptunum. Ég hef ekki fengið það á hreint hvort þau hafi fjarlægst stefnu Sjálfstæðisflokksins eða hvort flokkurinn hafi ekki fylgt stefnu sinni sem skyldi.

06.sep. 2016 - 11:39 Brynjar Nielsson

Voðaleg áhugasemi um „beint lýðræði“ hjá öðrum en sjálfum sér

Margir hafa velt sér upp úr slælegri þátttöku í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í sögulegu samhengi.
31.ágú. 2016 - 10:50 Brynjar Nielsson

Ég sækist eftir 3.sæti

Ég hef ákveðið að bjóða mig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi kosningar og sækist eftir 3. sætinu. Ég legg áherslu á áframhaldandi aðgerðir til að treysta efnhagslegan stöðugleika með aðhaldi í ríkisfjármálum. Forsenda velferðar allra er öflugt atvinnulíf og stöðugleiki. Og forsenda öflugs atvinnulífs er trú á einstaklinginn og sköpuð sé eðlileg umgjörð fyrir hann til athafna og sköpunar. Ég er trúr grunnstefnu Sjálfstæðisflokksins og tel að við þurfum að leita oftar lausna þar í glímu við þau vandamál sem við stöndum frammi fyrir á hverjum tíma.

29.ágú. 2016 - 13:50 Brynjar Nielsson

Ég er kallaður Ebbi á mínu heimili

Ég er þátttakandi í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík þótt lítið hafi farið fyrir mér í baráttunni. Hef ég mjög verið gagnrýndur fyrir slugs og nísku, ekki síst af mínu heimilisfólki, fyrir að tíma ekki að bjóða í kokteila eða vöfflukaffi. Það sé því ekki tilviljun að ég sé kallaður Ebbi á minu heimili, sem mun vera stytting á Ebenezer Scrooge, þekktri persónu í jólaævintýri Dickens.

25.ágú. 2016 - 15:26 Brynjar Nielsson

Stjórnmálamenn eiga sjálfir að meta almannahagsmuni

Nú er allt í uppnámi með 70 milljarða fjárfestingaverkefni á Bakka að því að úrskurðarnefnd komst að því að raflínur yfir hraun gætu verið slík náttúrspjöll að hinir miklu samfélagshagsmunir sem fylgja verksmiðjunni og raforkuorkusölunni verði að víkja. Kætist stjórnarandstaðan mjög sem þó er æst í að setja jarðýtu þvers og kruss yfir allt Hvassahraun svo að hægt verði að reisa rándýrar lúxusíbúðir í Vatnsmýrinni.

19.ágú. 2016 - 11:28 Brynjar Nielsson

Ráðherra er stífluð af frekju

Fullyrða má að allir ráðherrar í ríkisstjórninni hefðu viljað fá í ríkisfjármálaáætlun meira fé í sína málaflokka. Sá sem fékk þó stærsta hluta kökunnar og hefur verið með súkkulaði út á báðar kinnar allt kjörtímabilið vildi meira og gat því ekki stutt málið. Í mínu ungdæmi var þetta kallað að vera stíflaður af frekju.

17.ágú. 2016 - 16:41 Brynjar Nielsson

Frjálslyndir jafnaðarmenn í öðrum löndum myndu klóra sér í hausnum

Til eru nokkrir áberandi og fjörmiklir menn á netinu eins og Illugi Jökulsson, Sigurður Hólm, Stefán Ólafsson, sem telja sig frjálslynda jafnaðarmenn og jafnvel umburðarlynda. Þeir hafa komist að því að þessi losun fjármagnshafta skipti almenning engu máli enda á hann engan pening til að fjárfesta í útlöndum. Hér sé því enn ein aðgerðin hjá þessari ríkisstjórn í þágu þeirra efnameiri.

13.ágú. 2016 - 12:45 Brynjar Nielsson

Framtíðin er glæst


09.ágú. 2016 - 19:10 Brynjar Nielsson

Vilhjálmur ætti að styðja frumvarp fjármálaráðherra


08.ágú. 2016 - 12:20 Brynjar Nielsson

Óstjórnleg frekja


06.júl. 2016 - 17:13 Brynjar Nielsson

Við bræður erum sérfræðingar í leiðindum

Sá ágæti maður, Gísli Gunnlaugsson, spurði mig í færslu áðan hvort við bræður værum eingöngu á Fésbókinni til að vera með leiðindi og röfl dag eftir dag. Til að svara Gísla þá er það svo að við bræður erum sérfræðingar í leiðindum.
04.júl. 2016 - 10:57 Brynjar Nielsson

Prestar Þjóðkirkjunnar valda vonbrigðum


27.jún. 2016 - 11:25 Brynjar Nielsson

Fullkomið virðingarleysi gagnvart lýðræðinu


23.jún. 2016 - 11:00 Brynjar Nielsson

Ætli lögreglufulltrúinn sé í VG?


20.jún. 2016 - 10:20 Brynjar Nielsson

Maður eins og Davíð verður góður forseti


14.jún. 2016 - 15:00 Brynjar Nielsson

Hræsni vinstrimanna í vínkaupum


07.jún. 2016 - 18:30 Brynjar Nielsson

Venesúelaaðferðir Pírata

Samkvæmt nýjustu fréttum ætla Píratar að auka tekjur ríkissjóðs um 100 milljarða með því að hækka fjármagnstekjuskatt, bjóða upp aflaheimildir og hækka skatta á stóriðju. Þetta eru nú allt gamlir lýðskrumsfrasar vinstri manna sem auðvitað mun ekki auka tekjur ríkissjóðs heldur þvert á móti til lengri tíma litið auk þess að vera skaðlegt samfélaginu í heild.

13.maí 2016 - 13:42 Brynjar Nielsson

Afvegaleidd aflandsumræða

Í fjölmiðlum nýverið fór Gylfi Magnússon, fyrrum ráðherra og sérstakur stuðningsmaður Icesave-samninga, hörðum orðum um aflandsfélög. Þessi félög hefðu skapað helsjúkt samfélag og haft mjög vond áhrif á íslenskt efnahags- og viðskiptalíf. Þegar honum var bent á að hann sjálfur sem stjórnarmaður í Orkuveitunni hefði verið fylgjandi því að Orkuveitan stofnaði slíkt félag, sagði Gylfi að ekki væru öll aflandsfélög slæm. Svo væri ekki um það félag sem Orkuveitan hefði haft uppi hugmyndir um að setja á laggirnar. Þannig eru væntanlega öll aflandsfélög slæm nema þau sem Gylfi vildi stofna.


07.maí 2016 - 17:09 Brynjar Nielsson

Skrítnar hugmyndir

Skrítnar þessar hugmyndir um að forseti megi aðeins sitja tvö eða þrjú kjörtímabil að hámarki og telja það svo hafa eitthvað með lýðræði að gera. Forsetinn er valdalaus þjóðhöfðingi, svona eins og Beta í Buckingham, nema að hann er þjóðkjörinn.
05.maí 2016 - 18:00 Brynjar Nielsson

Ala á reiði og ólgu í samfélaginu

Síðan þessi ríkisstjórn tók við hefur tiltölulega fámennur hópur upphlaupsliðs verið duglegur að ala á reiði og ólgu í samfélaginu. Stjórnarandstaðan á þinginu hefur ekki látið sitt eftir liggja. Í stað þess að taka málefnalega umræðu er stöðugt haldið fram röngum fullyrðingum. Fyrst um að ríkisstjórnin væri að lækka veiðigjöld, þótt útgerðin hafi aldrei greitt hærri veiðigjöld. Svo var því haldið fram að hún væri að skera niður í heilbrigðiskerfinu og að hér væri ójöfnuður meiri en annarstaðar þótt hvorttveggja væri alrangt. Allt kallaði þetta á ótal mótmæli.
16.apr. 2016 - 22:41 Brynjar Nielsson

Lýðskrum vinstri manna

Stjórnarandstaðan blés til fundar í Iðnó í því skyni að vinna saman eftir næstu kosningar. Nú skal lögð áhersla á heiðarleika og lýðræði. Aldrei gefa vinstri menn eftir í lýðskruminu.
29.mar. 2016 - 15:39 Brynjar Nielsson

Hefði kosið að upplýsingarnar hefðu legið fyrir

Þó nokkuð hefur verið kvartað yfir þögn sjálfstæðismanna um stöðu forsætisráðherra og ríkisstjórnarinnar vegna þessara krafna eiginkonu hans á slitabú föllnu bankanna. Eftir að hafa kynnt mér staðreyndir og farið yfir upplýsingar forsætisráðherra sem hann birti á Páskadag er ég tilbúinn að aflétta þagnarbindindinu.
25.mar. 2016 - 14:30 Brynjar Nielsson

Elska Framsóknarflokkinn

Vitnað var í mig í fréttum RUV fyrr í dag vegna eigna eiginkonu forsætisráðherra og krafna hennar í slitabúin. Mér fannst það ekki mikil frétt enda sagði ég ekkert annað en sem öllum er ljóst. Umræðan um málið er óþægileg fyrir ríkisstjórnina. Stjórnarflokkarnir komast því ekki hjá því að fara yfir málið og ræða það, sérstaklega ef fram kemur vantrauststillaga á þinginu.
28.feb. 2016 - 16:34 Brynjar Nielsson

Þus Birgittu og Helga Hrafns

Maður opnar ekki fjölmiðil án þess að fá fréttir um ágreining Birgittu og Helga Hrafns. Þær deilur verða ekki settar niður með því að skötuhjúin biðji hvort annað reglulega afsökunar á því að bera ágreininginn á torg. Nú hefur Birgitta áhyggjur af því að þetta innbyrðis þus leiði til fylgistaps og það megi ekki gerast því samfélag okkar sé í molum!
26.feb. 2016 - 13:53 Brynjar Nielsson

Meiri áhyggjur af pólitísku kennitöluflakki

Ég er stundum spurður af því af hverju ég sé ekki með Karli Garðarssyni á frumvarpinu sem hindra eigi kennitöluflakk. Ástæðurnar eru eftirfarandi: Frumvarpið mun ekki hindra kennitöluflakk því menn munu bara munstra aðra til að vera í forsvari eftir að hafa farið tvisvar á hausinn. Mikilvægt er að einhverjir taki áhættu í fjárfestingum og ekkert óeðlilegt að sumir fái skell tvisvar áður en vel fer að ganga enda sumt af okkar farsælasta bísnessfólki þurft þess.
08.feb. 2016 - 12:12 Brynjar Nielsson

Elska Birgittu Jónsdóttur

Fram kom í máli helsta forystumanns Pírata, Birgittu Jónsdóttur, að tvö stóru mál þeirra fyrir næstu kosningar eru að kjósa um áframhaldandi aðildarumsókn að ESB og stjórnarskrá stjórnlagaráðsins sáluga, sem bæði innlendir og erlendir stjórnlagaspekingar töldu ónothæft plagg. Ekki einn einasti kjósandi sem ég hef hitt undanfarið hefur þó minnst á þessi tvö stóru mál, ekki einu sinni unga fólkið sem ég hitti helst á öldurhúsum bæjarins.
28.jan. 2016 - 16:49 Brynjar Nielsson

Betri í rúminu en flestir aðrir

Gott er vera í Elsasshéraði, sem nú um stundir tilheyrir Frakklandi. Þar eru unnar kjötvörur í hávegum hafðar. Fékk þó áfall þegar ég las í dv.is meðan ég hámaði í mig pulsurnar að rannsóknir sýndu að grænmetisætur væru betri í rúminu en kjötætur. Ég hef alltaf haldið að ég væri betri í rúminu en flestir aðrir ef ég fengi að liggja þar í friði. Kannski er ekki átt við það i rannsókninni.
27.jan. 2016 - 19:56 Brynjar Nielsson

Kári og Magnús senda mér pillu

Kári Stefánsson og Magnús Magnússon, prófessor, senda mér pillu á Fésbókarsíðu Kára. Saka þeir mig um að hlusta ekki á vilja þjóðarinnar um aukið fé til heilbrigðiskerfisins og minntu mig á að illa hafi farið fyrir þeim stjórnmálamönnum sem ekki hlustuðu á þjóðina í icesavemálunum. Ekki veit ég hversu illa fór fyrir þeim stjórnmálamönnum og sýnist nú í augnablikinu að áköfustu stuðningsmenn icesave njóti mest fylgis í væntanlegum forsetakosningum.

26.jan. 2016 - 15:00 Brynjar Nielsson

Er ekki að ráðast gegn fólkinu í landinu

Ég hef fengið þó nokkuð af skömmum vegna gagnrýni minnar á undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar og því jafnvel haldið fram að ég ráðist gegn fólkinu í landinu. Ég ætlast til þess, þegar farið er með kröfur á hendur löggjafanum í undirskriftasöfnun, að almenningur sé ekki blekktur til fylgilags með röngum fullyrðingum og hálfsannleik. Sitt sýnist hverjum um gæði heilbrigðiskerfisins en það er beinlínis rangt að við séum eftirbátar annarra þegar kemur að framlögum til heilbrigðismála. Öll viljum við bæta heilbrigðiskerfið en tugmilljarða stjórnlaus innspýting fjármuna er ekki alltaf lausnin eins og dæmin sanna annars staðar. Ég ætlast einnig til þess að upplýst sé í undirskriftasöfnun sem þessari hvað svona kröfur þýða í fjárhæðum og hvaðan þeir fjármunir eigi að koma.

Brynjar Níelsson
Hæstaréttarlögmaður. Alþingismaður Sjálfstæðisflokksins.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 20.4.2017
Hvert skal stefna í utanríkismálum?
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 22.4.2017
Þegar kóngur heimtaði Ísland
Börkur Gunnarsson
Börkur Gunnarsson - 25.4.2017
Einbýlishús eða ekki einbýlishús?
Elín Ósk Arnarsdóttir
Elín Ósk Arnarsdóttir - 25.4.2017
Hvíla ekki hætta
Börkur Gunnarsson
Börkur Gunnarsson - 26.4.2017
Ég þarf að finna nýjar götur
Björgvin G. Sigurðsson
Björgvin G. Sigurðsson - 28.4.2017
Lýðræðið og listamenn skrumsins
Kristinn H. Gunnarsson
Kristinn H. Gunnarsson - 28.4.2017
Áfram vestur
Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson - 28.4.2017
Manifesto stráks úr Breiðholtinu
Suðri
Suðri - 28.4.2017
Að vera fyrirmyndar fyrirmynd
Fleiri pressupennar