13. sep. 2017 - 10:45Bryndís Schram

Sýrlandsstríðið við stofuborðið

Bryndís Schram skrifar leikdóm:

Þjóðleikhúsið frumsýnir SMÁN, eftir Ayad Akhtar

í þýðingu Auðar Jónsdóttur og Þórarins Leifssonar

leikstjóri: Þorsteinn Bachmann, tónlist Borgar Magnason,

lýsing Jóhann Friðrik Ágústsson, leikmynd Palli Banine,

aðstoðarleikstjórar Aron Þór Leifsson og Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir

Ef þú vilt fá brennheitustu íkveikjuefni samfélagsins beint í æð, farðu þá í Kúluna, (í kjallaranum við Sölvhólsgötu). Það er þarna allt saman og vel útilátið. Árekstrar menningarheima (Huntington: Clash of Civilisations). Flóttamannavandamálið. Innflytjendavandamálið. Gyðingavandamálið. Múhameðstrúarvandamálið. Kynþáttavandamálið. Aðlögunarvandamáið. Allt saman serverað við kvöldverðarborðið á venjulegu millistéttarheimili í New York. Eiginlega er þetta uppvakningur af Ibsen gamla. Þjóðfélagið inni á gafli við stofuborðið.

Amir er Pakistani frá Punjab, sem hefur villt á sér heimildir. Segist vera Indverji og hefur skipt um nafn í Ameríku. Gott ef hann heitir ekki Jensen! Svo hefur hann líka gengið af trúnni. Allt í nafni aðlögunar. Hann hefur Kóraninn að háði og spotti. „Þetta er handbók handa hirðingjum í eyðimörk Arabíuskagans, ætluð til að auðvelda lífsbaráttuna í eyðimörkinni“, segir hann. Hvaða erindi á þetta við okkur nú til dags? Þetta var ofbeldisfullt samfélag. Konan var undirdánug eign karlmannsins. Ef hún hlýddi ekki duttlungum hans og skipunum, þótti sjálfsagt að berja hana eins og blautan fisk – rétt eins og hvert annað húsdýr.

Amir „Jensen“ hefur sagt skilið við allan þennan fordæðuskap. Hann er nútímamaður. Hann gerir sér grein fyrir því, að böl Arabaheimsins (Islams) er, að trú og ríki (pólitíkin) eru eitt. Einræðisherrarnir ríkja í nafni Alla (Guðs). Rísir þú gegn þeim, ertu um leið orðinn trúvillingur.(Andlegt) frelsi og lýðræði þrífst ekki í þessari eyðimörk.

Amír er orðinn framagjarn lögfræðiuppi á lögfræðingakontór í skýjakljúfaborginni. Það er allt á uppleið. Konan hans, hún Emilía, er listaspíra, sem er við það að slá í gegn, ef New York gyðingarnir – sem eiga galleríið – taka hana upp á sína arma. Það er broddur í þessu. Allir vita, að gyðingarnir eiga Wall Street og Hollywood. Emilía notar Amír sinn sem fyrirsætu í eftirlíkingu af mynd Velasques af þrælnum (1650). Það boðar ekki gott. Það leynist ýmislegt undir yfirborðinu.

Svo gerist það, að íman Múslimasamfélagsins er kærður, grunaður um hryðjuverk. Trúbræðurnir leita á náðir hins trúlausa lögfræðings. Fyrir þrábeiðni frænda og Emilíu – sem hefur rómantískar hugmyndir um menningarsamfélag Mára í Andalúsíu forðum daga – lætur Amír tilleiðast, sér þvert um geð.

Það reynist vera upphafið að endalokunum. Lögfræðistofan bendluð við málsvörn hryðjuverkamanns. Ekki gott. Það er farið að rannsaka fortíð Amírs. Grunsemdirnar vakna. Fordómarnir magnast. Að lokum fer allt í bál og brand. Sýrlandsstríðið brýst út við kvöldverðarboðið.

Þar eru þau öll samankomin: Trúvillingur Múhameðs, Amír. Hinn vellauðugi New York gyðingur, Ísak. Hin þeldökka Jory, samstarfskona á lögfræðistofunni, en afkomandi þrælanna á bómullarekrum Suðurríkjanna. Og Emilía, vestræna hóran (samkvæmt kokkabókum múslima) – sem hafði reyndar boðið Ísak blíðu sína fyrir greiðvikni hans að opna henni framabraut í myndlistinni.

Þarna birtist okkur heimurinn í hnotskurn. Draugar fortíðarinnar vakna til lífsins. Undir sléttu og felldu yfirborðinu kraumar hatrið, sem nærist á gagnkvæmum ásökunum um misgjörðir í aldanna rás. Það kemur á daginn, að „frjálslyndi“ Amirs ristir grunnt. Niðurlæging Islams af völdum vestrænnar nýlendustefnu brennur honum í blóði. Hann er meira að segja stoltur af „nineleven“ – það var þó alla vega tilraun til að fá uppreisn æru, segir hann.

Allt í einu birtist Amír gyðingnum sem ógnvekjand hryðjuverkamaður.

Málsvörn Amírs fyrir ímaninn þýðir, að honum eru öll sund lokuð á framabrautinni. Honum verður úthýst. Meira að segja hin svarta Jory er tekin fram yfir hann, án verðleika. Það fer allt í bál og brand. Sjálfur Amír umhverfist í sefasjúkan ofbeldissegg, sem að lokum gengur í skrokk á hinni hvítu hóru. Boðskapur Spámannsins reynist ná út fyrir gröf og dauða. Sandfokið úr eyðimörkinni blindar sýn. Það sem átti bara að vera notalegt kvöldverðarboð til að fagna frama Emilíu á listabrautinni, snýst að lokum upp í total stríð við stofuborðið um það, hver svaf hjá hverjum, hver var að ljúga, svíkja og pretta – og endar á gólfinu, þar sem Amír fær útrás fyrir niðurbælt hatur sitt og gerir árangurslausar tilraunir til að brjóta hvert bein í hinni lauslátu eiginkonu sinni.

 

Í upphafi matarboðsins var boðið upp á viskí í fordrykk. Það boðaði ekki gott. Viskídrykkja endar alltaf illa – það dregur fram allt það versta í manninum. Sú eina, sem hafði vit á því að hafna viskíinu var Emilía – hún drakk bara portvín – eða var það sjerrí? Og hún hélt líka ró sinni þokkalega, meðan spennan jókst orð af orði.

Í þessu borðhaldi nær sýningin hámarki. Fjórar manneskjur sitja saman við borð, tvær þeirra snúa baki við áhorfendum. En það vefst ekkert fyrir Þorsteini Bachmann, sem leikstýrir verkinu. Hann fléttar samtalið á snilldarlegan hátt, þannig að hreyfingarnar fá mál og svipbrigðin speglast í augum viðmælenda, þó svo að við sjáum bara baksvipinn. Við erum ekki lengur áhorfendur, heldur þátttakendur í þessu borðhaldi – sem lýkur, áður en eftirrétturinn er borinn fram. En þetta er svo vel gert, svo raunverulegt og kraftmikið, að unun er á að horfa - og heyra.

Öll spjót beinast að Emilíu (Salóme Gunnarsdóttir). Ísak (Magnús Jónsson) elskar hana, Jory (Tinna Björt Guðjónsdóttir) hatar hana og Amir (Jónmundur Grétarsson) bæði hatar hana og elskar.

Allir þessir fjórir leikarar – að viðbættum Hafsteini Vilhelmssyni, sem var ótrúlega krúttlegur í hlutverki frænda – eru sem fædd í hlutverk sín: Salóme undurfögur , með talandi handahreyfingar og daðrandi augnaráð, Jónmundur, sannfærandi, einlægur og framandi, Tinna Björt, kankvís, frökk og skýrmælt og loks hann Magnús, hinn fjölhæfi listamaður, söngvari (GusGus), málari og leikari, sem hefur ekki sést á sviði árum saman.

Við þetta má svo bæta – og hefði átt að gerast fyrr – að þýðing þeirra hjónaleysa, Auðar og Þórarins, er bæði safarík og leikandi létt. Hin skáldlega æð leynir sér ekki í hrynjandi málsins. Leikmynd og búningar féllu vel að hugmyndum okkar um amrískt þjóðfélag, „upper class“. Smart – en stundum absurde! Og ekki má gleyma því, að tónlist Borgars skapar verkinu svo sannarlega hina réttu umgjörð. Djúpur bassinn tekur undir hina miklu alvöru í þessu verki , sem var tímaótaverk í bandarískri leikritun. Að lokum er þetta allt svo orðið að fréttaauka í Speglinum, þar sem Arnheiður Hálfdanardóttir tíundar samviskusamlega það sem farið hefur úrskeiðis seinustu aldirnar.

Mitt er að yrkja, ykkar að skilja, sagði skáldið. Leikhúsinu ber engin skylda til að bjóða upp á lausnir, enda er engin lausn, nema þessi gamla góða: Lýður bíð ei lausnarans, leys þig sjálfur.
02.okt. 2017 - 10:24 Bryndís Schram

Ástarjátning

Gjörningurinn hófst um leið og dyrnar lukust upp og gestir gengu hljóðlega inn í dimman salinn.Við áttum í vændum ferð til tíu landa– sem stóð þó svo örstutt, rétt eins og ein kennslustund í lífsleikni – innan við klukkutíma.
24.sep. 2017 - 11:37 Bryndís Schram

Þeir sem þora

Ég er soldið farin að ryðga í Ibsen – þessum skelmi borgaralegs samfélags í Noregi – og síðar um allan hinn „upplýsta heim“. Var hann ekki hinn mikli afhjúpari, rannsóknarblaðamaður  –  eins og það heitir nú til dags –  sem notaði leiksviðið sem miðil?

17.sep. 2017 - 13:09 Bryndís Schram

Sannleiksvitni aldarinnar

Það verður ekki annað sagt, en að reykvískur leikhúsvetur fari af stað með látum að þessu  sinni og setji markið hátt. Það eru gerðar kröfur til áhorfenda sem aldrei fyrr, og engum er hlíft – vaknaðu maður!

03.sep. 2017 - 14:23 Bryndís Schram

Eins og enginn sé morgundagurinn

Enn segjum við bara takk, þegar strákurinn á kassanum í Bónus spyr: Má bjóða þér poka?  Einn eða tvo? Hring eftir hring. Við  komum  aftur í búðina, dag eftir dag –  og alltaf þiggjum við plastpoka.  Alveg hugsunarlaust.

23.mar. 2017 - 19:56 Bryndís Schram

Hann kom fyrir tæplega sextán árum

Í gærkvöld fórum við að sjá heimildarmynd Jóns Karls Helgasonar í Bíó Paradís um tælenska fjölskyldu á Íslandi. Troðfullt hús, fjölmenningarsamfélagið á staðnum - frábær mynd.
04.maí 2016 - 13:17 Bryndís Schram

Sagan endurtekur sig

Fyrir næstum tuttugu árum tók ég viðtal fyrir útvarpið (Rás 1), við kunnan athafnamann í Reykjavík, sem hafði alist upp í "Pólunum" svokölluðum. Pólarnir voru stórt og fremur hrörlegt hús í eigu Reykjavíkurborgar, sem stóð ofanvert við flugvöllinn í Vatnsmýrinni langt fram eftir síðustu öld. Það hýsti fátækt fólk – aðallega barnmargar fjölskyldur, sem voru eigna- og atvinnulausar. Á þessum árum, snemma á fjórða áratugnum, ríkti kreppa á Íslandi sem og annars staðar í heiminum, og áttu margir um sárt að binda.
16.mar. 2016 - 11:21 Bryndís Schram

Í vitnastúku sögunnar

Ég klæðist svörtum, skósíðum kjól þennan dag. Mér finnst það einhvern veginn við hæfi. Athöfnin fer fram í Kirkju hins heilaga Jóhannesar skírara, sem byggð var 200 árum áður en seinasti kaþólski biskupinn var hálshöggvinn á Íslandi. En hér í  Litáen eru þeir enn kaþólskir.
02.nóv. 2015 - 18:38 Bryndís Schram

Ekkert er eins og var

Stundum, þegar ég vakna við sólarupprás,  finnst mér eins og tíminn standi í stað í þessu værðarlega þorpi uppi á kletti við hafið. Þögnin er svo þung, að ég nem andardrátt hafsins  hingað upp í gluggann til mín, reglubundinn og sefandi.  Aðeins þunglyndislegt eintal uglunnar rýfur þögnina –   og hundgá öðru hverju. Einhvers staðar nærri fer bíll í gang.  Af hverju ætti ég að fara á fætur?
08.ágú. 2015 - 23:27 Bryndís Schram

Minning: Guðmunda Elíasdóttir

Þegar ég lít til baka finnst mér, að ég hafi verið hálfgert barn. Fylgdarsveinn minn – skáldið – var að vísu af barnsaldri, en engu að síður unglingslegur og óreyndur. Hann tók starf sitt mjög alvarlega, gætti mín af stakri samviskusemi og hvorki gantaðist við mig né áreitti. Engu að síður villtumst við af leið – og í heilan dag vorum við strandaglópar í New York. Þar hafði skáldið setið á skólabekk nokkrum árum fyrr.
08.júl. 2015 - 08:00 Bryndís Schram

Á hraðbrautum lífsins

Við vorum á hraðbrautinni á ca. 130 og stefndum á Antwerpen – eða öllu heldur á Gent, sem er á milli Brügge og Antwerpen. Þrjár akreinar. Ég var á miðjunni, þandi litla krýlið – Peugot 206, árgerð 1999 –  fram úr trukkum, húsbílum og barnafjölskyldum með attaníhoss. Vinstra megin við mig geystust þýsku bensarnir á 180 til 200. Þeir sáust varla, en hvinurinn af oflætinu hljómaði eins og loftárás. Það var allt á fullu!
14.jún. 2015 - 08:00 Bryndís Schram

Stríð eða friður – í viðtengingarhætti

Það var rétt eins og tveir gamlir vinir og bræður í anda væru að hittast eftir langan aðskilnað –  þeir féllust í faðma, kysstu hvor annan á báða vanga og horfðust brosandi í augu: „Þú hefur yngst um tíu ár, svei mér þá,“  sagði Jorge Mario Bergoglio á ítölsku. „Þú ert að grínast“ svaraði Mahmud Abbas, hlæjandi, á arabísku. Þetta var túlkað jafnóðum af ritara páfa, sem er annálaður fjöltyngdur fræðimaður. –  Það var reyndar ekki svo langt síðan þessir tveir menn  höfðu hist í skuggsælum garði á bak við Vatikanið. Páfinn hafði lýst yfir stuðningi við sjálfstætt ríki Palestínu (alveg eins og Össur okkar), og þar í garðinum voru friðarins menn mættir til að funda.
26.maí 2015 - 07:00 Bryndís Schram

Að myrða yndi sitt

Ég átti mér einskis ills von þennan fagra föstudagsmorgun. Sólhvítur himinninn rann saman við hafið bláa, sem  bærðist varla í logninu. Við vorum að aka eftir N340, sem er gamla þjóðbrautin með sjónum á milli Malaga og Almeríu.  Vegurinn ýmist hangir utan í snarbröttum klettaveggjum eða beygir inn í djúp gljúfur, þar sem jafnvel sólin sjálf nær ekki að skína í morgunsárið. Ég sat undir stýri. Við ætluðum á markaðinn í Almunecar.
16.maí 2015 - 13:00 Bryndís Schram

Guð hjálpar þeim, sem hjálpa sér sjálfir

Þið munið kannski ekki eftir Jamshaid, en hann er landlausi og vinalausi strákurinn frá Pakistan, sem ég sagði ykkur frá löngu fyrir jól. Sá sem við skutum skjólshúsi yfir, á meðan við brugðum okkur af bæ – þ.e.a.s. heim til Íslands – yfir vetrarmánuðina.  Hann hírðist hér aleinn í húsinu mánuðum saman, bíðandi eftir því, að hin spænska „útlendingastofa“ sæi aumur á honum og gæfi honum leyfi til landvistar.
08.maí 2015 - 10:24 Bryndís Schram

Hinn slavneski lífsháski

Mig hafði aldrei órað fyrir því, að ég mundi einn góðan veðurdag standa á Maidan, þessu sögulega torgi í Kyiv, höfuðborg Úkraínu, þar sem óþreyjufullir borgarar komu saman fyrir rétt rúmu ári í uppreisn gegn spillingu stjórnvalda –   heimtaði réttlæti og sanngirni, betra líf, bjartari framtíð – á torginu, þar sem byltingin breyttist í blóðbað og hinir hugdjörfu féllu fyrir byssukúlum leigumorðingja, forsetinn flúði land, boxarinn, Klitschko, varð borgarstjóri, og súkkulaðikóngurinn, Poroschenko forseti.
20.apr. 2015 - 08:00 Bryndís Schram

Árin okkar í Ameríku

Í áranna rás höfum við Jón Baldvin vanist því að lesa um okkur – annað hvort eða bæði – allra handa óhróður, oftast nær nafnlaust. Mest af þessu flokkast undir pólitískt skítkast og fylgir starfslýsingu stjórnmálamannsins. Menn læra smám saman að taka því eins og hverju öðru hundsbiti. Stundum er þetta runnið undan rifjum fólks, sem á af einhverjum ástæðum bágt og finnur hjá sér þörf að kenna öðrum um eigin ófarir.
08.mar. 2015 - 09:36 Bryndís Schram

De profundis – úr undirdjúpunum

Móðir jörð skartar sínu fegursta hér um þessar mundir. Kletturinn okkar er umvafinn gróðri í öllum regnbogans litum, gulum, rauðum, grænum og bláum – en aðallega þó fjólubláum. Blómin brjóta sér leið upp úr djúpum sprungum í átt til sólar. Þau klifra upp hvítkalkaða húsveggi og gefa lífinu lit og angan. Jafnvel kaktusar hafa tekið gleði sína og blómstra eins og öll hin. Sólin er komin vestur fyrir klettinn, eldrauð og bústin, og ætlar að fara að leggja sig. Og þegar hún er horfin í hafið, og myrkrið skollið á, hefst flamencohátíð í þorpinu okkar. Við erum á leiðinni.
26.feb. 2015 - 08:00 Bryndís Schram

Rétt eins og á Vinstri bakkanum

Árið 2009 fagnaði Vilnius þúsund ára afmæli sínu og er, að sögn, ein af elstu heillegu borgum Mið-Evrópu. Hér má ekki hrófla við neinu, því að UNESCO hefur tekið gamla bæinn undir sín vökulu augu og forbýður, að heildarsvipnum sé raskað. Borgin er ýmist nefnd Aþena norðursins, eða Baroque borgin norðan Alpafjalla. Hér mætast austrið og vestrið. Þannig hefur það verið alveg frá því að Litháar voru stórveldi og lögðu undir sig  löndin í austri, allt suður til Svarta hafsins, þar til landið lenti undir hrammi tveggja stórvelda sitt til hvorrar handar, Rússa og Pólverja. Öllu slær saman í eina órofa harmóníu lita og lögunar.  Borgin hefur róandi áhrif með sínum lágreistu húsum og mildu litum. Mér er sagt, að það séu fimmtíu og þrjár kirkjur í Vilníus. Það er sama, hvar maður tyllir niður fæti á gönguferð um borgina, alls staðar blasa við hinar fegurstu byggingar, ýmist orthodox, kaþólskar, lútherstrúar eða sínagógur – hver með sínu lagi. Þetta bendir til þess, að Litháar hafi verið menntaðir og frjálslyndir.
24.feb. 2015 - 09:00 Bryndís Schram

Á gamlaársdag 1958

Ég man það alveg, hvenær það var, sem augu mín opnuðust  fyrir grimmilegum örlögum smáþjóða handan Eystrasaltsins, í nábýli Norðurlanda.  Það var í París á gamlaársdag  1958.  Ég hafði leigt mér ódýrt herbergi um haustið- einhverjir göntuðust með það, að það hefði verið á hóruhúsi – og drengurinn hafði komið í heimsókn um jólin –  Jón Baldvin, tæplega tvítugur.  Amma hans, Guðríður, hafði dáið þennan dag,  og drengurinn grét í fanginu á mér (ég hef bara séð hann gráta tvisvar um ævina). 
20.feb. 2015 - 13:00 Bryndís Schram

Vor í Vilnius

Það voru enn subbulegir snjóskaflar  á torginu hér fyrir framan, þegar við renndum upp að húsinu seint að kveldi þann 7. apríl s.l.  Það andaði köldu. Enn ekki komið vor. Sem betur fer var ég með skinnhúfuna  frá Spaksmannsspjörum  á höfðinu, þó svo að ég hefði skilið vetrarfeldinn eftir heima. Ef manni er hlýtt á höfðinu, er manni hlýtt um allan kroppinn, ekki satt?  Svo var ég með nóg af sjölum og treflum til að vefja um mig, ef vorið léti á sér standa.
08.feb. 2015 - 08:00 Bryndís Schram

Frá Ölfusinu til Andalúsíu

Hvað það er annars skrítið að búa í svona litlu þorpi – það er að segja, að vera í svona mikilli nálægð við íbúana. Næstum eins og að búa í blokk. Að vísu hef ég aldrei búið í blokk, en ég bjó á Ísafirði í nokkur ár. Það er líka þorp, en samt enginn þorpsblær eins og hér. Byggðin breiðir úr sér þvert yfir Eyrina og það er langt á milli húsa. Á vetrardögum grúfir dimm þoka yfir bænum, og maður er aleinn í heiminum.
01.feb. 2015 - 14:49 Bryndís Schram

Málfræðikverið sem breytti mannkynssögunni

1989 – 9. nóvember – fall Berlínarmúrsins. Það er fjórðungur úr öld síðan. Samt finnst mér einhvern veginn, eins og þetta hafi allt gerst í gær. Ég man, að ég kom þarna með manninum mínum nokkrum vikum síðar. Það var eins og fólk væri ekki enn farið að trúa sínum eigin augum – jú, jú það sá brotin úr múrnum, allt á tjá og tundri, greið leið – en samt. Rykmökkurinn hékk í loftinu, tötralegt fólkið stóð í hópum, talaði saman í hálfum hljóðum og starði á vegsummerkin. Kannski var þetta allt draumur, sem átti eftir að snúast upp í martröð. Við hittum að máli jafnaðarmenn úr gömlu Vestur-Berlín, og þeir spáðu í framtíðina út frá orðum Willys Brandt: „Nú grær það saman, sem sprottið er af sömu rót“.

Bryndís Schram
Bryndís er Reykvíkingur í húð og hár. Hún stundaði dansnám hjá Rigmor Hanson frá unga aldri og við Listdansskóla Þjóðleikhússins frá stofnun 1950. Bryndís var kjörin fegurðardrottning Íslands árið 1957. Hún var fastráðinn dansari við Þjóðleikhúsið til 1970, lék við Þjóðleikhúsið 1964-70, lék, kenndi leiklist og leikstýrði á Ísafirði 1970-78, kenndi frönsku, latínu og ensku við MÍ 1971-78. Hún var settur skólameistari 1976-77, fyrst íslenskra kvenna. Sat í Menningarráði Ísafjarðar 1974-78.

Bryndís kenndi frönsku við Póst- og símaskólann í Reykjavík 1978-79, vann við þýðingar og dagskrárgerð hjá ríkissjónvarpinu 1978-83, stundaði um tíma gerð heimildamynda og var ritstjóri kvennablaðsins Lífs 1983-85. Vann við dagskrárgerð hjá Stöð 2 frá upphafi, árið 1986, og um árabil. Á sumrum frá 1981-86 var hún fararstjóri á Ítalíu á vegum Ferðaskrifstofunnar Útsýnar. Hún var framkvæmdastjóri Kvikmyndasjóðs 1992-96. Vann við gerð viðtalsþátta hjá Ríkisútvarpinu 1996-97.

Í lok árs 1997 fluttist Bryndís Til Bandaríkjanna og bjó í Washington D.C. í fimm ár ásamt manni sínum. Í lok árs 2002 fluttust þau til Helsinki til þriggja ára. Nú heldur hún heimili á tveimur stöðum, á Íslandi og í Andalúsíu, og fæst aðallega við skriftir. 

Dægurflugan: ABBA feb 2018
Sigrún Dóra Jónsdóttir
Sigrún Dóra Jónsdóttir - 30.1.2018
Til varnar sonum mínum
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 25.1.2018
Þjóðviljinn var hlutlausari en Kjarninn
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 27.1.2018
Andmælti Davíð, en trúði honum samt
Ingrid Kuhlman
Ingrid Kuhlman - 31.1.2018
Hvenær ertu búinn að aðlagast?
Lovísa María Emilsdóttir
Lovísa María Emilsdóttir - 31.1.2018
Æfðu þig í að finna fyrir gleði, þakklæti og hamingju!
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 05.2.2018
Ríkari mannréttindavernd barna á Íslandi
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 09.2.2018
Uppgjör í verkalýðshreyfingunni!
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 12.2.2018
Spurning drottningar
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 12.2.2018
Hún líka
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 16.2.2018
Viðkvæmir Píratar
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 15.2.2018
Spáð í spilin
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.2.2018
Hugleiðingar á 65 ára afmælinu
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 22.2.2018
Umskurður drengja
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 22.2.2018
Gyðingdómur í sögu og samtíð - námskeið
Fleiri pressupennar