03. sep. 2017 - 14:23Bryndís Schram

Eins og enginn sé morgundagurinn

Bryndís Schram skrifar um leikhús:

                                                                 Frumsýning í Tjarnabíói á

                                                                     Kæra manneskja

Dansverk undir handleiðslu Valgerðar Rúnarsdóttur –                                                                    Flytjendur: Ragnar Ísleifur Bragason, Snædís Lilja Ingadóttir, Valgerður Rúnarsdóttir og  Védís Kjartansdóttir                                                                                                                                               Tónlist: Áskell Harðarson                                                                                                                         Leikmyndir og búningar: Ragnheiður Maísól Sturludóttir                                                                     Ljósahönnun: Kristján Darri Kristjánsson

 

Við höldum áfram að umgangast móður jörð eins og enginn sé morgundagurinn.

Enn segjum við bara takk, þegar strákurinn á kassanum í Bónus spyr: Má bjóða þér poka?  Einn eða tvo? Hring eftir hring. Við  komum  aftur í búðina, dag eftir dag –  og alltaf þiggjum við plastpoka.  Alveg hugsunarlaust.

Og þó! Það fer um okkur smáhrollur, þegar fréttir tíunda, hvernig stórhveli með magann fullan af plasti  geispa golunni á fjarlægum ströndum – eða þegar vísindamenn staðfesta, að þessi fjögur þúsund manna risaskip ,sem lóna hér á ytri höfninni í Reykjavík yfir sumartímann séu dag og nótt að spú eiturgufum yfir borgina okkar –  bara af því að við erum svo kærulaus og höfum ekki sett okkur reglur eins og aðrar siðmenntaðar þjóðir um notkun svartolíu.

Erum við a grafa okkar eigin gröf? Vitandi vits?

Við höldum áfram að hlaða niður börnum, eins og enginn sé morgundagurinn, og allt í stakasta lagi. Þetta reddast, segja Íslendingar gjarnan – eða hvað?

Var kannski allt þetta Valgerði Rúnarsdóttur í huga, þegar hún settist niður – eða stóð við æfingaslána –  með nýfædda dóttur sér við hlið, heltekin af þeirri hugsun að reyna koma á framfæri skilaboðum til þjóðar sinnar:  Kæra manneskja – við fljótum sofandi að feigðarósi.

Og þegar upp er staðið, er ég ekki frá því, að Valgerði hafi tekist að vekja okkur af værum blundi og uppgerðarkæruleysi. Það var satt að segja hálfgerður hrollur í manni á útleiðinni eftir frumsýningu –   þrátt fyrir sætar kökur í boði hússins, sem slógu á óttann og óbragðið í munninum.

 Svo má líka bæta því við, að í lokin sneru flytjendur alvörunni upp í grín og glens með plastbrúðu, sem þeir blésu upp, þar til hún yfirgnæfði mannskapinn og gerði sig líklega til að gleypa alla viðstadda. Það hefði hún eflaust gert, ef mannshöndin hefði ekki gripið í taumana og sagt stopp, hingað og ekki lengra. Brúðan lyppaðist niður og minnti á tóman Bónuspoka á ruslahaug í lokin. Það er nefnilega maðurinn, sem á síðasta orðið.

Kæra manneskja er á margan hátt mögnuð sýning, og það er auðvitað fleirum að þakka en Valgerði – sem er frumkvöðullinn. Tónskáldið, Áskell Harðarson,  á ekki minnstan þátt í því að gefa sýningunni vægi. Í rauninni stjórnar hann taktinum frá upphafi til enda , gefur sýningunni lit og bragð og dramatíska dýpt.

Öll umgerðin í þessu þrönga rými Tjarnabíós er svo sannalega eftirtektarverð. Margir ungir  listamenn leggja þar hönd á plóg, fá útrás fyrir brjálaðar hugmyndir, njóta þess að vera til og fá að skapa að eigin vild. Það er lífið, og það er öfundsvert. Tjarnarbíó á framtíðina fyrir sér með nýju liði og ferskum hugmyndum. 

Hring eftir hring. Lífið endurtekur sig. Ein kynslóð tekur við af annarri – og öll þurfum við súrefni. Við getum ekki lifað án súrefnis. Þau gengu hring eftir hring á sviðinu, aftur og aftur, ein kynslóð af annarri. Voru við það að ganga fram af manni. Sumir áhorfenda litu á klukkuna, voru að missa þolinmæðina. Allt með ráðum gert – nokkuð snjallt hjá Valgerði.

En það besta var eftir. Það var dans hinnar þríeinu manneskju á dauðastundinni. Kannski var það ekki dans –  heldur angistaróp, sem birtist í ótrúlegum – má ég segja grotesque –  hreyfingum hinnar örvæntingarfullu manneskju – gapandi eftir súrefni  - við það að gefa upp öndina. Þetta voru þær allar þrjár, Valgerður, Snædís Lilja og Védís. Allar hafa þær brotist út úr viðjum hins klassíska dansskóla – eða sneitt fram hjá þeim –  fara nýjar slóðir, sínar eigin slóðir, sem eru hrífandi í frumstæðri tjáningu og verða ógleymanlegar eftir þetta kvöld. Þetta var birtingarmynd raunveruleikans, sem við blasir komandi kynslóðum, ef ekkert verður að gert.

Við fljótum sofandi að feigðarósi.
02.okt. 2017 - 10:24 Bryndís Schram

Ástarjátning

Gjörningurinn hófst um leið og dyrnar lukust upp og gestir gengu hljóðlega inn í dimman salinn.Við áttum í vændum ferð til tíu landa– sem stóð þó svo örstutt, rétt eins og ein kennslustund í lífsleikni – innan við klukkutíma.
24.sep. 2017 - 11:37 Bryndís Schram

Þeir sem þora

Ég er soldið farin að ryðga í Ibsen – þessum skelmi borgaralegs samfélags í Noregi – og síðar um allan hinn „upplýsta heim“. Var hann ekki hinn mikli afhjúpari, rannsóknarblaðamaður  –  eins og það heitir nú til dags –  sem notaði leiksviðið sem miðil?

17.sep. 2017 - 13:09 Bryndís Schram

Sannleiksvitni aldarinnar

Það verður ekki annað sagt, en að reykvískur leikhúsvetur fari af stað með látum að þessu  sinni og setji markið hátt. Það eru gerðar kröfur til áhorfenda sem aldrei fyrr, og engum er hlíft – vaknaðu maður!

13.sep. 2017 - 10:45 Bryndís Schram

Sýrlandsstríðið við stofuborðið

Ef þú vilt fá brennheitustu íkveikjuefni samfélagsins beint í æð, farðu þá í Kúluna, (í kjallaranum við Sölvhólsgötu). Það er þarna allt saman og vel útilátið. Árekstrar menningarheima (Huntington: Clash of Civilisations). Flóttamannavandamálið. Innflytjendavandamálið. Gyðingavandamálið. Múhameðstrúarvandamálið. Kynþáttavandamálið. Aðlögunarvandamáið. Allt saman serverað við kvöldverðarborðið á venjulegu millistéttarheimili í New York. Eiginlega er þetta uppvakningur af Ibsen gamla. Þjóðfélagið inni á gafli við stofuborðið.
23.mar. 2017 - 19:56 Bryndís Schram

Hann kom fyrir tæplega sextán árum

Í gærkvöld fórum við að sjá heimildarmynd Jóns Karls Helgasonar í Bíó Paradís um tælenska fjölskyldu á Íslandi. Troðfullt hús, fjölmenningarsamfélagið á staðnum - frábær mynd.
04.maí 2016 - 13:17 Bryndís Schram

Sagan endurtekur sig

Fyrir næstum tuttugu árum tók ég viðtal fyrir útvarpið (Rás 1), við kunnan athafnamann í Reykjavík, sem hafði alist upp í "Pólunum" svokölluðum. Pólarnir voru stórt og fremur hrörlegt hús í eigu Reykjavíkurborgar, sem stóð ofanvert við flugvöllinn í Vatnsmýrinni langt fram eftir síðustu öld. Það hýsti fátækt fólk – aðallega barnmargar fjölskyldur, sem voru eigna- og atvinnulausar. Á þessum árum, snemma á fjórða áratugnum, ríkti kreppa á Íslandi sem og annars staðar í heiminum, og áttu margir um sárt að binda.
16.mar. 2016 - 11:21 Bryndís Schram

Í vitnastúku sögunnar

Ég klæðist svörtum, skósíðum kjól þennan dag. Mér finnst það einhvern veginn við hæfi. Athöfnin fer fram í Kirkju hins heilaga Jóhannesar skírara, sem byggð var 200 árum áður en seinasti kaþólski biskupinn var hálshöggvinn á Íslandi. En hér í  Litáen eru þeir enn kaþólskir.
02.nóv. 2015 - 18:38 Bryndís Schram

Ekkert er eins og var

Stundum, þegar ég vakna við sólarupprás,  finnst mér eins og tíminn standi í stað í þessu værðarlega þorpi uppi á kletti við hafið. Þögnin er svo þung, að ég nem andardrátt hafsins  hingað upp í gluggann til mín, reglubundinn og sefandi.  Aðeins þunglyndislegt eintal uglunnar rýfur þögnina –   og hundgá öðru hverju. Einhvers staðar nærri fer bíll í gang.  Af hverju ætti ég að fara á fætur?
08.ágú. 2015 - 23:27 Bryndís Schram

Minning: Guðmunda Elíasdóttir

Þegar ég lít til baka finnst mér, að ég hafi verið hálfgert barn. Fylgdarsveinn minn – skáldið – var að vísu af barnsaldri, en engu að síður unglingslegur og óreyndur. Hann tók starf sitt mjög alvarlega, gætti mín af stakri samviskusemi og hvorki gantaðist við mig né áreitti. Engu að síður villtumst við af leið – og í heilan dag vorum við strandaglópar í New York. Þar hafði skáldið setið á skólabekk nokkrum árum fyrr.
08.júl. 2015 - 08:00 Bryndís Schram

Á hraðbrautum lífsins

Við vorum á hraðbrautinni á ca. 130 og stefndum á Antwerpen – eða öllu heldur á Gent, sem er á milli Brügge og Antwerpen. Þrjár akreinar. Ég var á miðjunni, þandi litla krýlið – Peugot 206, árgerð 1999 –  fram úr trukkum, húsbílum og barnafjölskyldum með attaníhoss. Vinstra megin við mig geystust þýsku bensarnir á 180 til 200. Þeir sáust varla, en hvinurinn af oflætinu hljómaði eins og loftárás. Það var allt á fullu!
14.jún. 2015 - 08:00 Bryndís Schram

Stríð eða friður – í viðtengingarhætti

Það var rétt eins og tveir gamlir vinir og bræður í anda væru að hittast eftir langan aðskilnað –  þeir féllust í faðma, kysstu hvor annan á báða vanga og horfðust brosandi í augu: „Þú hefur yngst um tíu ár, svei mér þá,“  sagði Jorge Mario Bergoglio á ítölsku. „Þú ert að grínast“ svaraði Mahmud Abbas, hlæjandi, á arabísku. Þetta var túlkað jafnóðum af ritara páfa, sem er annálaður fjöltyngdur fræðimaður. –  Það var reyndar ekki svo langt síðan þessir tveir menn  höfðu hist í skuggsælum garði á bak við Vatikanið. Páfinn hafði lýst yfir stuðningi við sjálfstætt ríki Palestínu (alveg eins og Össur okkar), og þar í garðinum voru friðarins menn mættir til að funda.
26.maí 2015 - 07:00 Bryndís Schram

Að myrða yndi sitt

Ég átti mér einskis ills von þennan fagra föstudagsmorgun. Sólhvítur himinninn rann saman við hafið bláa, sem  bærðist varla í logninu. Við vorum að aka eftir N340, sem er gamla þjóðbrautin með sjónum á milli Malaga og Almeríu.  Vegurinn ýmist hangir utan í snarbröttum klettaveggjum eða beygir inn í djúp gljúfur, þar sem jafnvel sólin sjálf nær ekki að skína í morgunsárið. Ég sat undir stýri. Við ætluðum á markaðinn í Almunecar.
16.maí 2015 - 13:00 Bryndís Schram

Guð hjálpar þeim, sem hjálpa sér sjálfir

Þið munið kannski ekki eftir Jamshaid, en hann er landlausi og vinalausi strákurinn frá Pakistan, sem ég sagði ykkur frá löngu fyrir jól. Sá sem við skutum skjólshúsi yfir, á meðan við brugðum okkur af bæ – þ.e.a.s. heim til Íslands – yfir vetrarmánuðina.  Hann hírðist hér aleinn í húsinu mánuðum saman, bíðandi eftir því, að hin spænska „útlendingastofa“ sæi aumur á honum og gæfi honum leyfi til landvistar.
08.maí 2015 - 10:24 Bryndís Schram

Hinn slavneski lífsháski

Mig hafði aldrei órað fyrir því, að ég mundi einn góðan veðurdag standa á Maidan, þessu sögulega torgi í Kyiv, höfuðborg Úkraínu, þar sem óþreyjufullir borgarar komu saman fyrir rétt rúmu ári í uppreisn gegn spillingu stjórnvalda –   heimtaði réttlæti og sanngirni, betra líf, bjartari framtíð – á torginu, þar sem byltingin breyttist í blóðbað og hinir hugdjörfu féllu fyrir byssukúlum leigumorðingja, forsetinn flúði land, boxarinn, Klitschko, varð borgarstjóri, og súkkulaðikóngurinn, Poroschenko forseti.
20.apr. 2015 - 08:00 Bryndís Schram

Árin okkar í Ameríku

Í áranna rás höfum við Jón Baldvin vanist því að lesa um okkur – annað hvort eða bæði – allra handa óhróður, oftast nær nafnlaust. Mest af þessu flokkast undir pólitískt skítkast og fylgir starfslýsingu stjórnmálamannsins. Menn læra smám saman að taka því eins og hverju öðru hundsbiti. Stundum er þetta runnið undan rifjum fólks, sem á af einhverjum ástæðum bágt og finnur hjá sér þörf að kenna öðrum um eigin ófarir.
08.mar. 2015 - 09:36 Bryndís Schram

De profundis – úr undirdjúpunum

Móðir jörð skartar sínu fegursta hér um þessar mundir. Kletturinn okkar er umvafinn gróðri í öllum regnbogans litum, gulum, rauðum, grænum og bláum – en aðallega þó fjólubláum. Blómin brjóta sér leið upp úr djúpum sprungum í átt til sólar. Þau klifra upp hvítkalkaða húsveggi og gefa lífinu lit og angan. Jafnvel kaktusar hafa tekið gleði sína og blómstra eins og öll hin. Sólin er komin vestur fyrir klettinn, eldrauð og bústin, og ætlar að fara að leggja sig. Og þegar hún er horfin í hafið, og myrkrið skollið á, hefst flamencohátíð í þorpinu okkar. Við erum á leiðinni.
26.feb. 2015 - 08:00 Bryndís Schram

Rétt eins og á Vinstri bakkanum

Árið 2009 fagnaði Vilnius þúsund ára afmæli sínu og er, að sögn, ein af elstu heillegu borgum Mið-Evrópu. Hér má ekki hrófla við neinu, því að UNESCO hefur tekið gamla bæinn undir sín vökulu augu og forbýður, að heildarsvipnum sé raskað. Borgin er ýmist nefnd Aþena norðursins, eða Baroque borgin norðan Alpafjalla. Hér mætast austrið og vestrið. Þannig hefur það verið alveg frá því að Litháar voru stórveldi og lögðu undir sig  löndin í austri, allt suður til Svarta hafsins, þar til landið lenti undir hrammi tveggja stórvelda sitt til hvorrar handar, Rússa og Pólverja. Öllu slær saman í eina órofa harmóníu lita og lögunar.  Borgin hefur róandi áhrif með sínum lágreistu húsum og mildu litum. Mér er sagt, að það séu fimmtíu og þrjár kirkjur í Vilníus. Það er sama, hvar maður tyllir niður fæti á gönguferð um borgina, alls staðar blasa við hinar fegurstu byggingar, ýmist orthodox, kaþólskar, lútherstrúar eða sínagógur – hver með sínu lagi. Þetta bendir til þess, að Litháar hafi verið menntaðir og frjálslyndir.
24.feb. 2015 - 09:00 Bryndís Schram

Á gamlaársdag 1958

Ég man það alveg, hvenær það var, sem augu mín opnuðust  fyrir grimmilegum örlögum smáþjóða handan Eystrasaltsins, í nábýli Norðurlanda.  Það var í París á gamlaársdag  1958.  Ég hafði leigt mér ódýrt herbergi um haustið- einhverjir göntuðust með það, að það hefði verið á hóruhúsi – og drengurinn hafði komið í heimsókn um jólin –  Jón Baldvin, tæplega tvítugur.  Amma hans, Guðríður, hafði dáið þennan dag,  og drengurinn grét í fanginu á mér (ég hef bara séð hann gráta tvisvar um ævina). 
20.feb. 2015 - 13:00 Bryndís Schram

Vor í Vilnius

Það voru enn subbulegir snjóskaflar  á torginu hér fyrir framan, þegar við renndum upp að húsinu seint að kveldi þann 7. apríl s.l.  Það andaði köldu. Enn ekki komið vor. Sem betur fer var ég með skinnhúfuna  frá Spaksmannsspjörum  á höfðinu, þó svo að ég hefði skilið vetrarfeldinn eftir heima. Ef manni er hlýtt á höfðinu, er manni hlýtt um allan kroppinn, ekki satt?  Svo var ég með nóg af sjölum og treflum til að vefja um mig, ef vorið léti á sér standa.
08.feb. 2015 - 08:00 Bryndís Schram

Frá Ölfusinu til Andalúsíu

Hvað það er annars skrítið að búa í svona litlu þorpi – það er að segja, að vera í svona mikilli nálægð við íbúana. Næstum eins og að búa í blokk. Að vísu hef ég aldrei búið í blokk, en ég bjó á Ísafirði í nokkur ár. Það er líka þorp, en samt enginn þorpsblær eins og hér. Byggðin breiðir úr sér þvert yfir Eyrina og það er langt á milli húsa. Á vetrardögum grúfir dimm þoka yfir bænum, og maður er aleinn í heiminum.
01.feb. 2015 - 14:49 Bryndís Schram

Málfræðikverið sem breytti mannkynssögunni

1989 – 9. nóvember – fall Berlínarmúrsins. Það er fjórðungur úr öld síðan. Samt finnst mér einhvern veginn, eins og þetta hafi allt gerst í gær. Ég man, að ég kom þarna með manninum mínum nokkrum vikum síðar. Það var eins og fólk væri ekki enn farið að trúa sínum eigin augum – jú, jú það sá brotin úr múrnum, allt á tjá og tundri, greið leið – en samt. Rykmökkurinn hékk í loftinu, tötralegt fólkið stóð í hópum, talaði saman í hálfum hljóðum og starði á vegsummerkin. Kannski var þetta allt draumur, sem átti eftir að snúast upp í martröð. Við hittum að máli jafnaðarmenn úr gömlu Vestur-Berlín, og þeir spáðu í framtíðina út frá orðum Willys Brandt: „Nú grær það saman, sem sprottið er af sömu rót“.

Bryndís Schram
Bryndís er Reykvíkingur í húð og hár. Hún stundaði dansnám hjá Rigmor Hanson frá unga aldri og við Listdansskóla Þjóðleikhússins frá stofnun 1950. Bryndís var kjörin fegurðardrottning Íslands árið 1957. Hún var fastráðinn dansari við Þjóðleikhúsið til 1970, lék við Þjóðleikhúsið 1964-70, lék, kenndi leiklist og leikstýrði á Ísafirði 1970-78, kenndi frönsku, latínu og ensku við MÍ 1971-78. Hún var settur skólameistari 1976-77, fyrst íslenskra kvenna. Sat í Menningarráði Ísafjarðar 1974-78.

Bryndís kenndi frönsku við Póst- og símaskólann í Reykjavík 1978-79, vann við þýðingar og dagskrárgerð hjá ríkissjónvarpinu 1978-83, stundaði um tíma gerð heimildamynda og var ritstjóri kvennablaðsins Lífs 1983-85. Vann við dagskrárgerð hjá Stöð 2 frá upphafi, árið 1986, og um árabil. Á sumrum frá 1981-86 var hún fararstjóri á Ítalíu á vegum Ferðaskrifstofunnar Útsýnar. Hún var framkvæmdastjóri Kvikmyndasjóðs 1992-96. Vann við gerð viðtalsþátta hjá Ríkisútvarpinu 1996-97.

Í lok árs 1997 fluttist Bryndís Til Bandaríkjanna og bjó í Washington D.C. í fimm ár ásamt manni sínum. Í lok árs 2002 fluttust þau til Helsinki til þriggja ára. Nú heldur hún heimili á tveimur stöðum, á Íslandi og í Andalúsíu, og fæst aðallega við skriftir. 

Apotek: Food&Fun feb. 2018
Sigrún Dóra Jónsdóttir
Sigrún Dóra Jónsdóttir - 30.1.2018
Til varnar sonum mínum
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 25.1.2018
Þjóðviljinn var hlutlausari en Kjarninn
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 27.1.2018
Andmælti Davíð, en trúði honum samt
Ingrid Kuhlman
Ingrid Kuhlman - 31.1.2018
Hvenær ertu búinn að aðlagast?
Lovísa María Emilsdóttir
Lovísa María Emilsdóttir - 31.1.2018
Æfðu þig í að finna fyrir gleði, þakklæti og hamingju!
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 05.2.2018
Ríkari mannréttindavernd barna á Íslandi
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 09.2.2018
Uppgjör í verkalýðshreyfingunni!
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 12.2.2018
Spurning drottningar
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 12.2.2018
Hún líka
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 16.2.2018
Viðkvæmir Píratar
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 15.2.2018
Spáð í spilin
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.2.2018
Hugleiðingar á 65 ára afmælinu
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 22.2.2018
Umskurður drengja
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 22.2.2018
Gyðingdómur í sögu og samtíð - námskeið
Fleiri pressupennar