13. júl. 2012 - 17:20Björn Jón Bragason

Um húsafriðun og húsvernd

Húsvernd er nú aftur til umræðu vegna tillagna að nýbyggingum í grennd við gamla Landssímahúsið við Austurvöll. Þær tillögur sem urðu hlutskarpastar í samkeppni um skipulag á þessu svæði fela í sér aukið byggingamagn á svæðinu, til að mynda verður byggt við Landssímahúsið og þá munu nýbyggingar rísa á suðurhluta Ingólfstorgs þar sem áður stóð Hótel Ísland, en á brunarústum þess var áratugum saman bílaplan, sannkallað hallærisplan.

Og torgið sem seinna var úbúið á brunarústunum er ekki síður hallæristorg. Húsin allt í kring voru ekki reist til að standa við torg og njóta sín ekki sem slík. Sumir timburhjallanna eru meira að segja svo óhrjálegir að þeir fengju ekki einu sinni að standa við aðalverslunargötuna í Kabúl.

Að svo komnu máli er rétt að minnast á afstöðu fólks til húsverndar, en gróft á litið má tala annars vegar um uppbyggingarsinna og hins vegar friðunarsinna. Ég er í fyrri flokknum og tel mikilvægt að borgin breytist og þróist í takt við tímann og hús víki sem ekki þjóna hlutverki sínu eða eru á skjön við umhverfi sitt. Með friðun húsa er gengið mjög freklega á mannréttindi húseigenda, en þær kvaðir sem lagðar eru á eigendur friðaðra húsa koma oftar en ekki í veg fyrir að þeir geti nýtt eignir sínar að nokkru marki.

Á dögunum var eiganda Fríkirkjuvegar ellefu meinað að láta framkvæma minniháttar breytingar á stiga innanhúss í því sögufræga húsi. Yfirvöld tóku sig einfaldlega til og friðuðu allt húsið. Fyrir vikið er notagildi þess verulega skert fyrir eigandann.

Það er bæði eðlileg og sanngjörn krafa að í málum sem þessum sé gætt meðalhófs og að eigendur friðaðra húsa geti að minnsta kosti gert minniháttar breytingar á skipulagi innanhúss, til að hámarka notagildi. Íslensk stjórnvöld, sem skipa fyrir um friðun húsa, hafa sjálf umturnað gömlum friðuðum húsum í eigu ríkissjóðs. Þannig var skipulagi Safnahússins við Hverfisgötu nýlega umbylt og ekki eru mörg ár síðan allar innréttingar voru rifnar niður í Stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg og settar upp nýtískulegar.

En hugum aftur að Ingólfstorgi. Í nýjum skipulagstillögum er gengið mjög langt til móts við friðunarsinna svo sem víðtækust sátt megi nást. Raunar er ekki gert ráð fyrir niðurrifi neinna gamalla húsa og þá eru uppi hugmyndir um ný hús sem munu falla vel að gömlu byggðinni. Með nýjum og stærri byggingum mun vonandi færast líf og fjör í þennan hluta miðborgarinnar, þaðan sem nánast öll verslun er horfin. Þá má ætla að götumyndin verði sterkari og borgarbragurinn meiri með nýbyggingum á Ingólfstorgi og við Kirkjustræti.

Það er sjálfsagt að koma til móts við þá sem vilja vernda gömul hús, sem sum hver eru merkilegur hluti menningarafsins, en á umliðnum árum hefur verið gengið alltof langt í þessa átt. Húsin neðst á Laugavegi eru dæmi um hörmulegar afleiðingar ofstækis í þessum málum. Einn stjórnmálamaðurinn vildi endurreisa eitthvað sem hann kallaði „nítjándu aldar götumynd Laugavegar“. Sú götumynd er ekki til og hefur aldrei verið til, enda byggðist Laugavegurinn að mestu leyti á tuttugustu öldinni. Í þessum anda voru reist ónýt verslunarhús neðst á Laugavegi með háum þrepum og engum útstillingargluggum. Í umræddum smáhýsum er að auki svo lágt til lofts að hæfir ekki nútíma verslunarhúsnæði.

Þá eru ekki síður fólgin menningarverðmæti í atvinnustarfseminni en húsunum. Flestir Reykvíkingar muna eftir Reykjavíkurapóteki við Austurstræti, sem var elsta og eitt glæsilegasta fyrirtæki landsins með útskornum harðviðarinnréttingum. Hnignun miðborgarinnar varð þess valdandi að þetta fyrirtæki og mörg önnur gamalgróin stórveldi í verslun hurfu á braut. Fyrirtækin höfðu þjónað Reykvíkingum um áratugi, greitt skatta og skyldur, veitt fjölda manns atvinnu og sett svip sinn á borgina. Það má með skynsamlegum rökum segja að hin gamalgrónu fyrirtæki hafi haft meira menningarlegt gildi en húsin sem þau voru starfrækt í.

Rétt er að gæta meðalhófs í húsverndarmálum, ganga ekki of langt á mannréttindi fasteignaeigenda og huga sem best að notagildi húsa fyrir starfsemi á 21. öldinni. Þannig hlúum við best að þeim menningararfi sem er fólgin í gömlum húsum.
10.júl. 2017 - 14:17 Björn Jón Bragason

Versti umhverfissóði landsins

Ekki skorti á skrúðmælgi Dags B. Eggertssonar borgarstjóra þegar stjórnendur á annað hundrað fyrirtækja voru fengnir til að undirrita „umhverfisyfirlýsingu“ í Höfða með tilheyrandi fjölmiðlauppistandi nokkru áður en alls tólf fulltrúar borgarinnar héldu til Parísar á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Þar voru heimsbyggðinni meðal annars kynnt áform Reykjavíkurborgar um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.
24.des. 2015 - 16:20 Björn Jón Bragason

„Staðarákvörðun ókunn, allir á lífi“ Í haust eru liðin 65 ár frá Geysisslysinu – Björgunarvél festist á Vatnajökli

Geysir, milllandavél Loftleiða, átti að lenda á Reykjavíkurflugvelli tíu mínútum eftir miðnætti föstudaginn 15. september 1950, en vélin hafði haldið frá Lúxemborg klukkan 16:30 að íslenskum tíma. Engir farþegar voru um borð, aðeins sex manna áhöfn. Eðlilegt loftskeyta- og talsamband var við vélina frá Reykjavíkurflugvelli er hún var í nánd við Færeyjar. Þá var klukkan 21:30. Tæpri hálfri klukkustund síðar náðist aftur samband við vélina og taldi flugstjórinn hana nærri landi. Flugvélin yrði á undan áætlun og myndi lenda í Reykjavík klukkan 23:30.
06.des. 2015 - 21:00 Björn Jón Bragason

Lögreglustöðin grýtt og bílum hvolft

Mörgum finnst nóg um sprengingar, ærsl og læti á gamlárskvöld nú til dags. Þau ólæti eru þó ekkert í líkingu við það sem tíðkaðist í höfuðstaðnum á fyrri hluta síðustu aldar. Snemma varð það siður í Reykjavík eftir klukkan 21:00 á gamlárskvöld að fólk safnaðist saman í götum bæjarins til að kasta skoteldum, kínverjum og púðursprengjum. Árið 1924 keyrðu sprengingar í Austurstræti svo fram úr hófi að stórar rúður í búðargluggum sprungu.
18.nóv. 2015 - 13:44 Björn Jón Bragason

Er Grænland íslensk nýlenda?

Líklega þykir flestum spurningin í titli þessa pistils fjarstæðukennd. Á fyrri hluta síðustu aldar kom þetta álitaefni þó reglulega til umræðu hérlendis og samþykktar voru margar tillögur á Alþingi um að kannað yrði þjóðréttarlegt tilkall Íslendinga til Grænlands. Mikil skrif urðu um málið, en enginn af fjallaði þó um það af jafnmiklum lærdóm og dr. juris Jón Dúason.
20.sep. 2015 - 13:32 Björn Jón Bragason

Pólitískir óvitar

Vinstrimeirihluti Dags B. Eggertssonar í borgarstjórn samþykkti á dögunum – að óathuguðu máli – að sniðganga vörur frá Ísrael, svo sem frægt er orðið að endemum. En borgarstjórinn var gerður afturreka með viðskiptabannið þegar ljóst var að hann hafði stórskaðað íslenska hagsmuni. Ætla má að grundvöllur ákvörðunarinnar hafi verið ólögmætur, því „kveðjugjöf“ til borgarfulltrúa Samfylkingar mun seint teljast málefnaleg sjónarmið. Sjálfur hefur borgarstjórinn þegið boðsferðir til Kínverska alþýðulýðveldisins sem á heimsmet í mannréttindabrotum, en ekki hefur hann þó ljáð máls á að borgin leggi viðskiptabann á Kína.
05.sep. 2015 - 13:28 Björn Jón Bragason

Borgarstjóri þolir ekki dagsljósið

Fáir stjórnmálamenn þrá athygli fjölmiðla jafnheitt og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Samfylkingarinnar. Til marks um það eru 14 manns á launum hjá borgarbúum við að sinna kynningarmálum fyrir borgarstjórann í sérstakri áróðursmáladeild. Þetta gekk meira að segja svo langt í sumar að myndir birtust af borgarstjóranum á strætisvagnaskýlum borgarinnar, þó svo að enn séu þrjú ár til kosninga.
03.júl. 2015 - 09:00 Björn Jón Bragason

Þingmennskan á aldrei að vera fullt starf

Fyrir tæpri hálfri öld deildu þeir um það Bjarni Benediktsson og Eysteinn Jónsson hvort þingmennskan ætti að vera fullt starf eða einungis hlutastarf. Bjarni taldi að þingmennskan ætti aldrei að verða fullt starf; það væri nauðsynlegt fyrir þingmenn að gegna samhliða öðrum störfum úti í þjóðlífinu. Að mati Bjarna mætti ekki rjúfa lífræn tengsl þingsins við atvinnulífið í landinu með því að gera alla þingmenn að atvinnustjórnmálamönnum. Þvert á móti bæri að ýta undir að til þingstarfa veldust menn sem áunnið hefðu sér traust, hver á sínu sviði þjóðlífsins. 
24.jún. 2015 - 18:51 Björn Jón Bragason

Er versluninni að blæða út?

Á umliðnum árum og áratugum hefur sérvöruverslun í miðbæ Reykjavíkur hnignað mjög og fyrir því eru ýmsar ástæður.
12.maí 2015 - 15:35 Björn Jón Bragason

Að ráðast á Alþingi


06.maí 2015 - 11:01 Björn Jón Bragason

Vinstri grænir talibanar?

Margrét Frímannsdóttir sigraði naumlega í kjöri um formann Alþýðubandalagsins árið 1995, en flestir bjuggust við að keppinautur hennar og „erfðaprins“ flokksins, Steingrímur J. Sigfússon, næði kjöri. Margrét tók til við að uppfylla kosningaloforð sitt um stofnun nýs sameinaðs flokks vinstrimanna og árið 1998 var stofnaður þingflokkur Samfylkingarinnar, nýs flokks sem átti að sameina flokka á vinstri væng stjórnmálanna. Ýmsum hörðum vinstrimönnum mislíkaði sameiningin og þeir stofnuðu nýjan flokk, Vinstrihreyfinguna – grænt framboð. Þetta flokksbrot úr Alþýðubandalaginu bauð fyrst fram árið 1999 með Steingrím J. Sigfússon í broddi fylkingar. Ætla má að saga íslenskra vinstrimanna hefði orðið allt önnur hefði Steingrímur haft betur í formannskjörinu 1995.

Björn Jón Bragason
Björn Jón Bragason er sagnfræðingur og lögfræðingur. Eftir hann liggja fjölmargar fræðigreinar, auk bókanna Hafskip í skotlínu, Bylting og hvað svo og Gjaldeyriseftirlitið – Vald án eftirlits, en sú síðastnefnda hefur líka komið út í enskri þýðingu.
Dægurflugan: ABBA feb 2018
Sigrún Dóra Jónsdóttir
Sigrún Dóra Jónsdóttir - 30.1.2018
Til varnar sonum mínum
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 25.1.2018
Þjóðviljinn var hlutlausari en Kjarninn
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 27.1.2018
Andmælti Davíð, en trúði honum samt
Ingrid Kuhlman
Ingrid Kuhlman - 31.1.2018
Hvenær ertu búinn að aðlagast?
Lovísa María Emilsdóttir
Lovísa María Emilsdóttir - 31.1.2018
Æfðu þig í að finna fyrir gleði, þakklæti og hamingju!
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 05.2.2018
Ríkari mannréttindavernd barna á Íslandi
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 09.2.2018
Uppgjör í verkalýðshreyfingunni!
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 12.2.2018
Spurning drottningar
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 12.2.2018
Hún líka
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 16.2.2018
Viðkvæmir Píratar
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 15.2.2018
Spáð í spilin
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.2.2018
Hugleiðingar á 65 ára afmælinu
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 22.2.2018
Umskurður drengja
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 22.2.2018
Gyðingdómur í sögu og samtíð - námskeið
Fleiri pressupennar