30. jan. 2012 - 18:00Björn Jón Bragason

Trúverðugleiki fjölmiðlamanna

Sigrún Davíðsdóttir, fréttaritari ríkisútvarpsins í Bretlandi, tilkynnti ekki fyrir löngu að hún hefði fengið svör um það hjá nefndarmönnum í rannsóknarnefnd Alþingis hver væri „réttur skilningur“ á tiltekinni umfjöllun í rannsóknarskýrslunni löngu eftir að nefndin lauk störfum.

Í kjölfar þessa hafa nefndarmennirnir allir þrír gefið frá sér skriflegar yfirlýsingar þess efnis að enginn þeirra hafi tjáð sig við fjölmiðla um skýrsluna frá því að nefndin lauk störfum í aprílmánuði 2010.

Í framhaldi af því kvaðst Sigrún hér í samtali við Pressuna um þetta mál „að sjálfsögðu ekki gefa upp heimildarmenn sína“ – þrátt fyrir að hafa áður tiltekið að hún hefði upplýsingar frá nefndarmönnum, en svo er að sjá sem sú fullyrðing hennar hafi ekki átt við rök að styðjast.

Sigrún Davíðsdóttir og ýmsir fjölmiðlmenn vísa ítrekað til ónafngreindra heimildarmanna í umfjöllun sinni. Í því dæmi sem hér er nefnt virðist sem Sigrún hafi farið með rangt mál, þegar hún kvaðst hafa fengið tiltekin atriði staðfest hjá nefndarmönnum í rannsóknarnefnd Alþingis. Það hlýtur óhjákvæmilega að rýra traust á ríkisútvarpinu að slíkt sé látið óátalið og að sama skapi hlýtur háttalag af þessu tagi að draga úr trúverðugleika annarra fjölmiðlamanna sem oft þurfa að reiða sig á heimildarmenn sem kjósa að láta ekki nafns síns getið.

Fróðlegt verður að sjá hvort siðanefnd Blaðamannafélagsins sjái ástæðu til að fjalla um málið, ellegar hvort Blaðamannafélagið álykti í tilefni þessa.

Sigrún ritaði skáldsögu sem kom út fyrir jólin og minnir efni hennar um margt á pistla þá sem hún flytur í ríkisútvarpinu. Heimur skáldsögunnar er eitt en í veruleikanum gilda önnur og strangari viðmið.
15.nóv. 2013 - 10:35 Björn Jón Bragason

Fallegri og betri úthverfi

Viðhald eigna borgarinnar, svo sem gatnakerfis og skóla, hefur setið algjörlega á hakanum, sér í lagi í efri byggðum borgarinnar. Á sama tíma er milljörðum eytt í uppkaup á ónýtum húskofum og önnur gæluverkefni vestar í borginni.
09.nóv. 2013 - 20:31 Björn Jón Bragason

Framtíðarflugvöllur í Vatnsmýri – glænýtt myndband

Sú mikla óvissa sem ríkt hefur um Reykjavíkuflugvöll hefur hamlað allri uppbyggingu flugs og flugtengdrar starfsemi á vellinum. Gríðarleg tækifæri hafa því farið forgörðum.  Festum flugvöllinn í sessi í Vatnsmýri til hagsbóta fyrir reykvískt atvinnulíf og samgöngur.
07.nóv. 2013 - 19:18 Björn Jón Bragason

Að hrekja ungt fólk úr landi

Ég átti spjall við mann á sjötugsaldri á dögunum sem hefur unnið við sölu á byggingarefni áratugum saman. Hann hafði keypt sér hús í Reykjavík árið 1986 fyrir 4,5 milljónir króna.
04.nóv. 2013 - 15:02 Björn Jón Bragason

Betra veður í Reykjavík, takk fyrir!

Líklega eru þeir fáir staðir á jarðarkringlunni þar sem sveiflast jafnört og hér á landi. Og ætli það sé ekki helst rokið sem angrar okkur flest, það magnar kuldann og gerir alla útiveru erfiðari.
01.nóv. 2013 - 10:53 Björn Jón Bragason

Opnun kosningamiðstöðvar í Grafarvogi

Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í prófkjöri reykvískra sjálfstæðismanna fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Til að kynna mig og mín viðhorf í borgarmálum verð ég með kosningamiðstöð í Hverafold 1 í Grafarvogi, þar sem Búnaðarbankinn var áður.
22.okt. 2013 - 10:48 Björn Jón Bragason

Áfram Reykjavík!


07.okt. 2013 - 12:42 Björn Jón Bragason

Hentugt húsnæði á viðráðanlegu verði

Líklega hafa fá málefni verið meira rædd undanfarin ár heldur en húsnæðisskuldir almennings. Í umræðum um þau mál er jafnan einblínt á skuldahliðina en minna fjallað um kostnaðarhliðina.
23.sep. 2013 - 10:50 Björn Jón Bragason

Hroki og hleypidómar Jóns Gnarrs

Flestum ætti að vera í fersku minni íbúafundurinn í Grafarvogi snemma á þessu ári þar sem borgarstjórinn í Reykjavík var spurður beinskeyttra spurninga um margvísleg borgarmálefni, en mikil réttmæt reiði er ríkjandi meðal íbúa hverfisins vegna framferðis vinstrimeirihlutans í borginni í hinum margvíslegu málum.
16.sep. 2013 - 15:00 Björn Jón Bragason

Glæný mynd um eyjabyggð

Við Arnar Ingi Gunnarsson verkfræðinemi og Vignir Már Lýðsson hagfræðingur gerðum stutta heimildarmynd í sumar sem fjallar um framtíðarbyggð úti á Sundunum. Í myndinni er rakin stuttlega saga byggðar í eyjunum, en langt fram eftir tuttugustu öld var búið í Viðey, Engey og Þerney. Þá eru í myndinni reifaðir ýmsir möguleikar á byggð í eyjunum og á uppfyllingum úti fyrir strönd borgarinnar við Sundin.
20.ágú. 2013 - 11:30 Björn Jón Bragason

Vagga flugsins er í Vatnsmýri

Flugrekstur á Íslandi stendur undir 6,6 prósentum af landsframleiðslu, en þetta hlutfall er með því allra hæsta í heiminum. Þá eru störf tengd flugi hér á landi 9.200 talsins, en það er sem svarar 5,5 prósentum vinnuaflsins. Þessi umfangsmikla flugstarfsemi er ein aðalforsenda sívaxandi ferðamannaþjónustu hér á landi.