02. des. 2012 - 17:54Björn Jón Bragason

Skipulagsþráhyggja borgaryfirvalda

Hjálmar Sveinsson, varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, sagði í viðtali á dögunum að besta leiðin til að „breyta ferðavenjum borgarbúa“ væri að „setja gjaldskyldu á öll bílastæði í borginni, auka almenningssamgöngur og þétta byggð“. Það er ekki nema eðlilegt að margir hrökkvi í kút þegar stjórnmálamaður talar með jafnyfirlætisfullum hætti – eins og ekkert sé sjálfsagðara en að yfirvöld „breyti ferðavenjum borgarbúa“. Það er raunar til marks um bruðlið í borgarkerfinu að Hjálmar Sveinsson er sem varafulltrúi á launum skattgreiðenda, en frá því að vinstrimeirihlutinn tók við völdum hefur kostnaður við yfirstjórn borgarinnar aukist gríðarlega – á sama tíma og grunnþjónusta við borgarbúa er stöðugt skert.

Eftir fall Berlínarmúrsins misstu sósíalistar á Vesturlöndum þá pólitísku leiðsögn og stuðning sem þeir höfðu fengið frá hinum ógeðfelldum valdhöfum í Moskvu og Austur-Evrópu. Þetta fólk hefur síðan þá leitað logandi ljósi að haldreipi í pólitík sinni og fundið það í umhverfisofstæki, sem birtist hvað helst í hatri á framþróun tækni og almennri andúð á efnislegum gæðum (þá amast menn við bílum, virkjunum og fleiru) og síðan öfga-feminisma sem virðist eiga fátt skylt með jafnréttishugsjóninni. Það nýjasta er svo skipulagsþráhyggjan – að nota skipulagsvaldið í borgum og bæjum til að skipuleggja líf samborgaranna sem mest og þröngva upp á þá lífstíl, þar sem allir eiga að búa þétt og enginn má eiga bifreið (nema þá þeir ríku sem hafa efni á að kaupa sér stæði).

Krafan um þéttingu byggðar hefur orðið æ háværari á Vesturlöndum seinni árin og þeir sem hafa hvað hæst í umræðunni eru hópar manna sem hafa beina atvinnuhagsmuni af því að grauta í skipulaginu, svo sem alls kyns sérfræðingar í skipulagsfræðum. Í reynd höfum við litla tryggingu fyrir því að þétting byggðar muni draga umtalsvert úr notkun fjölskyldubílsins eins og markmiðið er, enda aðrir kostir í samgöngum vart raunhæfir fyrir þorra fólks hér á landi, þrátt fyrir sífellt stórkostlegri fjáraustur í illa rekna stofnun sem nefnist Strætó bs. Með þéttingu byggðar er líka dregið úr útsýni og birtu, sem er af frekar skornum skammti hér stóran hluta ársins. Hún er einnig á kostnað grænna svæða, en lítil umræða hefur farið fram um þau lífsgæði sem eru fólgin í grænum svæðum borgarinnar. Þétting byggðar er fjarri því sú töfralausn sem af er látið.

Samhliða tali um þéttingu byggðar heyrist oft frá kjörnum fulltrúum Reykvíkinga megn fyrirlitning á úthverfum borgarinnar, en fulltrúarnir búa sjálfir langflestir vestan Snorrabrautar. Fyrirlitningartalið í garð úthverfanna er oftar en ekki á þá lund að íbúar úthverfanna geri ekkert annað í hverfinu en sofa og éta og aki til vinnu sinnar á hinum skelfilega fjölskyldubíl. Hvað sem því líður kýs mikill meirihluti íbúa Stór-Reykjavíkursvæðisins að búa í rólegum úthverfum og fólk vill gjarnan hafa rúmt í kringum sig. Í huga margra vinstrimanna eiga borgarbúar helst af öllu að stunda sjálfsþurftabúskap og sækja sem minnst út fyrir sitt hverfi. Það er valkostur fyrir þá sem það kjósa, en óþarfi að neyða lífsstíl Hjálmars Sveinssonar upp á alla borgarbúa.

Þetta sama fólk krossar sig í heilagri vandlætingu yfir því hvað Reykjavík sé ljót, sér í lagi götur og bílastæði. Þetta á allt að vera svo miklu betra í „menningarborgum“ meginlands Evrópu, þangað sem borgarfulltrúarnir streyma stöðugt í skemmtiferðir á kostnað skattgreiðenda. Mjög víða á meginlandinu er engin gjaldskylda í bílastæði, heldur notast við bílaklukkur sem til að mynda hafa gefið góða raun á Akureyri. Á þetta mega hinir sjálfkrýndu skipulagsspekingar í ráðhúsinu ekki heyra minnst – eigendur bifreiða skulu skattpíndir enn frekar óháð því hvaða tjóni það veldur fólki og fyrirtækjum í borginni.
Og ef borgarbúar fara ekki að vilja hinna alvitru valdhafa verða þeir þvingaðir til þess með ofbeldi – það er hið gamalkunna tæki sósíalista til valda og áhrifa.
10.júl. 2017 - 14:17 Björn Jón Bragason

Versti umhverfissóði landsins

Ekki skorti á skrúðmælgi Dags B. Eggertssonar borgarstjóra þegar stjórnendur á annað hundrað fyrirtækja voru fengnir til að undirrita „umhverfisyfirlýsingu“ í Höfða með tilheyrandi fjölmiðlauppistandi nokkru áður en alls tólf fulltrúar borgarinnar héldu til Parísar á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Þar voru heimsbyggðinni meðal annars kynnt áform Reykjavíkurborgar um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.
24.des. 2015 - 16:20 Björn Jón Bragason

„Staðarákvörðun ókunn, allir á lífi“ Í haust eru liðin 65 ár frá Geysisslysinu – Björgunarvél festist á Vatnajökli

Geysir, milllandavél Loftleiða, átti að lenda á Reykjavíkurflugvelli tíu mínútum eftir miðnætti föstudaginn 15. september 1950, en vélin hafði haldið frá Lúxemborg klukkan 16:30 að íslenskum tíma. Engir farþegar voru um borð, aðeins sex manna áhöfn. Eðlilegt loftskeyta- og talsamband var við vélina frá Reykjavíkurflugvelli er hún var í nánd við Færeyjar. Þá var klukkan 21:30. Tæpri hálfri klukkustund síðar náðist aftur samband við vélina og taldi flugstjórinn hana nærri landi. Flugvélin yrði á undan áætlun og myndi lenda í Reykjavík klukkan 23:30.
06.des. 2015 - 21:00 Björn Jón Bragason

Lögreglustöðin grýtt og bílum hvolft

Mörgum finnst nóg um sprengingar, ærsl og læti á gamlárskvöld nú til dags. Þau ólæti eru þó ekkert í líkingu við það sem tíðkaðist í höfuðstaðnum á fyrri hluta síðustu aldar. Snemma varð það siður í Reykjavík eftir klukkan 21:00 á gamlárskvöld að fólk safnaðist saman í götum bæjarins til að kasta skoteldum, kínverjum og púðursprengjum. Árið 1924 keyrðu sprengingar í Austurstræti svo fram úr hófi að stórar rúður í búðargluggum sprungu.
18.nóv. 2015 - 13:44 Björn Jón Bragason

Er Grænland íslensk nýlenda?

Líklega þykir flestum spurningin í titli þessa pistils fjarstæðukennd. Á fyrri hluta síðustu aldar kom þetta álitaefni þó reglulega til umræðu hérlendis og samþykktar voru margar tillögur á Alþingi um að kannað yrði þjóðréttarlegt tilkall Íslendinga til Grænlands. Mikil skrif urðu um málið, en enginn af fjallaði þó um það af jafnmiklum lærdóm og dr. juris Jón Dúason.
20.sep. 2015 - 13:32 Björn Jón Bragason

Pólitískir óvitar

Vinstrimeirihluti Dags B. Eggertssonar í borgarstjórn samþykkti á dögunum – að óathuguðu máli – að sniðganga vörur frá Ísrael, svo sem frægt er orðið að endemum. En borgarstjórinn var gerður afturreka með viðskiptabannið þegar ljóst var að hann hafði stórskaðað íslenska hagsmuni. Ætla má að grundvöllur ákvörðunarinnar hafi verið ólögmætur, því „kveðjugjöf“ til borgarfulltrúa Samfylkingar mun seint teljast málefnaleg sjónarmið. Sjálfur hefur borgarstjórinn þegið boðsferðir til Kínverska alþýðulýðveldisins sem á heimsmet í mannréttindabrotum, en ekki hefur hann þó ljáð máls á að borgin leggi viðskiptabann á Kína.
05.sep. 2015 - 13:28 Björn Jón Bragason

Borgarstjóri þolir ekki dagsljósið

Fáir stjórnmálamenn þrá athygli fjölmiðla jafnheitt og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Samfylkingarinnar. Til marks um það eru 14 manns á launum hjá borgarbúum við að sinna kynningarmálum fyrir borgarstjórann í sérstakri áróðursmáladeild. Þetta gekk meira að segja svo langt í sumar að myndir birtust af borgarstjóranum á strætisvagnaskýlum borgarinnar, þó svo að enn séu þrjú ár til kosninga.
03.júl. 2015 - 09:00 Björn Jón Bragason

Þingmennskan á aldrei að vera fullt starf

Fyrir tæpri hálfri öld deildu þeir um það Bjarni Benediktsson og Eysteinn Jónsson hvort þingmennskan ætti að vera fullt starf eða einungis hlutastarf. Bjarni taldi að þingmennskan ætti aldrei að verða fullt starf; það væri nauðsynlegt fyrir þingmenn að gegna samhliða öðrum störfum úti í þjóðlífinu. Að mati Bjarna mætti ekki rjúfa lífræn tengsl þingsins við atvinnulífið í landinu með því að gera alla þingmenn að atvinnustjórnmálamönnum. Þvert á móti bæri að ýta undir að til þingstarfa veldust menn sem áunnið hefðu sér traust, hver á sínu sviði þjóðlífsins. 
24.jún. 2015 - 18:51 Björn Jón Bragason

Er versluninni að blæða út?

Á umliðnum árum og áratugum hefur sérvöruverslun í miðbæ Reykjavíkur hnignað mjög og fyrir því eru ýmsar ástæður.
12.maí 2015 - 15:35 Björn Jón Bragason

Að ráðast á Alþingi


06.maí 2015 - 11:01 Björn Jón Bragason

Vinstri grænir talibanar?

Margrét Frímannsdóttir sigraði naumlega í kjöri um formann Alþýðubandalagsins árið 1995, en flestir bjuggust við að keppinautur hennar og „erfðaprins“ flokksins, Steingrímur J. Sigfússon, næði kjöri. Margrét tók til við að uppfylla kosningaloforð sitt um stofnun nýs sameinaðs flokks vinstrimanna og árið 1998 var stofnaður þingflokkur Samfylkingarinnar, nýs flokks sem átti að sameina flokka á vinstri væng stjórnmálanna. Ýmsum hörðum vinstrimönnum mislíkaði sameiningin og þeir stofnuðu nýjan flokk, Vinstrihreyfinguna – grænt framboð. Þetta flokksbrot úr Alþýðubandalaginu bauð fyrst fram árið 1999 með Steingrím J. Sigfússon í broddi fylkingar. Ætla má að saga íslenskra vinstrimanna hefði orðið allt önnur hefði Steingrímur haft betur í formannskjörinu 1995.

Björn Jón Bragason
Björn Jón Bragason er sagnfræðingur og lögfræðingur. Eftir hann liggja fjölmargar fræðigreinar, auk bókanna Hafskip í skotlínu, Bylting og hvað svo og Gjaldeyriseftirlitið – Vald án eftirlits, en sú síðastnefnda hefur líka komið út í enskri þýðingu.
Sigrún Dóra Jónsdóttir
Sigrún Dóra Jónsdóttir - 30.1.2018
Til varnar sonum mínum
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 25.1.2018
Þjóðviljinn var hlutlausari en Kjarninn
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 27.1.2018
Andmælti Davíð, en trúði honum samt
Ingrid Kuhlman
Ingrid Kuhlman - 31.1.2018
Hvenær ertu búinn að aðlagast?
Lovísa María Emilsdóttir
Lovísa María Emilsdóttir - 31.1.2018
Æfðu þig í að finna fyrir gleði, þakklæti og hamingju!
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 05.2.2018
Ríkari mannréttindavernd barna á Íslandi
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 09.2.2018
Uppgjör í verkalýðshreyfingunni!
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 12.2.2018
Spurning drottningar
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 12.2.2018
Hún líka
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 16.2.2018
Viðkvæmir Píratar
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 15.2.2018
Spáð í spilin
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.2.2018
Hugleiðingar á 65 ára afmælinu
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 22.2.2018
Umskurður drengja
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 22.2.2018
Gyðingdómur í sögu og samtíð - námskeið
Fleiri pressupennar