18. des. 2011 - 12:00Björn Jón Bragason
Leynifundir í litla-turni Kringlunnar
Búnaðarbankinn sameinaðist Kaupþingi í maí 2003 fáeinum mánuðum eftir einkavæðingu þess fyrrnefnda. Sigurjón Þ. Árnason, sem var einn af lykilstjórnendum Búnaðarbankans á þessum tíma, velkist ekki í vafa um að sameiningin hafi í raun verið ákveðin fyrirfram. „Þessi díll held ég var allur og það að sameiningunni, þetta var allt hannað miklu fyrr, það er alltaf talað um að það hafi verið hannað í skrifstofunni hjá Sundi í október 2002“, segir Sigurjón. En hann vísar hér til fundahalda á skrifstofum eignarhaldsfélagsins Sunds í litla turni Kringlunnar sem áttu sér stað í október 2002. Þar var gengið frá samkomulagi um sameiningu Búnaðarbankans og Kaupþings, löngu fyrir einkavæðingu þess fyrrnefnda. Á fundunum sátu þeir meðal annarra Sigurður Einarsson, forstjóri Kaupþings, Ólafur Ólafsson, forstjóri Samskipa, og Finnur Ingólfsson, þá nýráðinn forstjóri VÍS.
Sigurjón segir að í raun hafi Kaupþing yfirtekið Búnaðarbankann og ekki hafi starfsmenn Búnaðarbankans mátt skoða bækur Kaupþings við sameininguna. Vinnubrögð af þessu tagi eru nánast fordæmalaus, enda stórar eignir sjaldnast keyptar án gaumgæfilegrar skoðunar. Um þetta farast Sigurjóni svo orð:
Já. Það var ekki gerð nein skoðun á því af því að menn vildu það ekki, væntanlega vegna þess að ... stærsti eigandinn hafi ekki viljað það, talið það, eins og þú segir það, ekki talið þörf á því ...
Að mati Sigurjóns fengu Kaupþingsmenn með sameiningunni það sem þeir þurftu: Lánshæfismat og viðskiptabankagrunn á Íslandi. Skömmu síðar var Sigurjóni boðin bankastjórastaða við Landsbankann og hvarf þá frá Búnaðarbankanum ásamt mörgum af helstu lykilstarfsmönnum bankans. Um þetta farast Sigurjóni svo orð:
... í Búnaðarbankanum vorum [við] búin að átta okkur á því að það var tilgangslaust að vera þar vegna þess að það voru bara komnir nýir menn þar sem ætluðu að renna honum inn í Kaupþing og þeir ætluðu að stjórna öllu. Og við erum svona óþarfi bara, yrði hent út svona jafnt og þétt.
Um þessi mál og fleiri má fræðast í grein minni um einkavæðingu Búnaðarbankans, sem birtist í nýjasta hefti tímaritsins Sögu.
15.nóv. 2013 - 10:35
Björn Jón Bragason
Viðhald eigna borgarinnar, svo sem gatnakerfis og skóla, hefur setið algjörlega á hakanum, sér í lagi í efri byggðum borgarinnar. Á sama tíma er milljörðum eytt í uppkaup á ónýtum húskofum og önnur gæluverkefni vestar í borginni.
09.nóv. 2013 - 20:31
Björn Jón Bragason
Sú mikla óvissa sem ríkt hefur um Reykjavíkuflugvöll hefur hamlað allri uppbyggingu flugs og flugtengdrar starfsemi á vellinum. Gríðarleg tækifæri hafa því farið forgörðum. Festum flugvöllinn í sessi í Vatnsmýri til hagsbóta fyrir reykvískt atvinnulíf og samgöngur.
07.nóv. 2013 - 19:18
Björn Jón Bragason
Ég átti spjall við mann á sjötugsaldri á dögunum sem hefur unnið við sölu á byggingarefni áratugum saman. Hann hafði keypt sér hús í Reykjavík árið 1986 fyrir 4,5 milljónir króna.
04.nóv. 2013 - 15:02
Björn Jón Bragason
Líklega eru þeir fáir staðir á jarðarkringlunni þar sem sveiflast jafnört og hér á landi. Og ætli það sé ekki helst rokið sem angrar okkur flest, það magnar kuldann og gerir alla útiveru erfiðari.
01.nóv. 2013 - 10:53
Björn Jón Bragason
Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í prófkjöri reykvískra sjálfstæðismanna fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Til að kynna mig og mín viðhorf í borgarmálum verð ég með kosningamiðstöð í Hverafold 1 í Grafarvogi, þar sem Búnaðarbankinn var áður.
22.okt. 2013 - 10:48
Björn Jón Bragason
07.okt. 2013 - 12:42
Björn Jón Bragason
Líklega hafa fá málefni verið meira rædd undanfarin ár heldur en húsnæðisskuldir almennings. Í umræðum um þau mál er jafnan einblínt á skuldahliðina en minna fjallað um kostnaðarhliðina.
23.sep. 2013 - 10:50
Björn Jón Bragason
Flestum ætti að vera í fersku minni íbúafundurinn í Grafarvogi snemma á þessu ári þar sem borgarstjórinn í Reykjavík var spurður beinskeyttra spurninga um margvísleg borgarmálefni, en mikil réttmæt reiði er ríkjandi meðal íbúa hverfisins vegna framferðis vinstrimeirihlutans í borginni í hinum margvíslegu málum.
16.sep. 2013 - 15:00
Björn Jón Bragason
Við Arnar Ingi Gunnarsson verkfræðinemi og Vignir Már Lýðsson hagfræðingur gerðum stutta heimildarmynd í sumar sem fjallar um framtíðarbyggð úti á Sundunum. Í myndinni er rakin stuttlega saga byggðar í eyjunum, en langt fram eftir tuttugustu öld var búið í Viðey, Engey og Þerney. Þá eru í myndinni reifaðir ýmsir möguleikar á byggð í eyjunum og á uppfyllingum úti fyrir strönd borgarinnar við Sundin.
20.ágú. 2013 - 11:30
Björn Jón Bragason
Flugrekstur á Íslandi stendur undir 6,6 prósentum af landsframleiðslu, en þetta hlutfall er með því allra hæsta í heiminum. Þá eru störf tengd flugi hér á landi 9.200 talsins, en það er sem svarar 5,5 prósentum vinnuaflsins. Þessi umfangsmikla flugstarfsemi er ein aðalforsenda sívaxandi ferðamannaþjónustu hér á landi.
12.ágú. 2013 - 22:54
Björn Jón Bragason
15.júl. 2013 - 14:15
Björn Jón Bragason
Hinn kunni langhlaupari úr Breiðabliki, Kári Steinn Karlsson, heldur úti mjög skemmtilegum frjálsíþróttavef, sem ber heitið Silfrid.is.
17.jún. 2013 - 13:56
Björn Jón Bragason
Dans og skemmtanir almennings hafa frá miðöldum verið þyrnir í augum stjórnlyndra afla hér á landi. Um miðja tólftu öld bannaði Jón Ögmundsson biskup allan dans og rímnasöng og um sex hundruð árum síðar sendi Danakonungur klerkinn Ludvig Harboe til landsins í þeim tilgangi að siða þjóðina til. Að mati hinna alvitru stjórnarherra hefðu dans og skemmtanir ekkert annað í för með sér en ólifnað alþýðunnar.
11.jún. 2013 - 09:00
Björn Jón Bragason
Fyrir fáeinum vikum var kynnt skýrsla nefndar sem falið var að gera úttekt á stjórnkerfi og stjórnsýslu Reykjavíkurborgar. Í skýrslunni er meðal annars harðlega gagnrýnt hvernig borgarstjórinn í Reykjavík sinnir ekki starfi sínu líkt og honum ber að gera samkvæmt 55. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Fyrir að sinna ekki starfi sínu þiggur borgarstjórinn um fimmtán milljónir króna á ári úr sameiginlegum sjóðum borgarbúa.
05.jún. 2013 - 10:51
Björn Jón Bragason
Á kynningarfundi um aðalskipulagið á dögunum, nefndi einn borgarfulltrúinn að „of mikið pláss“ færi undir hafnarmannvirki og götur og í ofanálag vildi hann flugvöllinn burt. Það er illa komið fyrir stjórnmálunum í borginni ef nauðsynleg samgöngumannvirki eru álitin „þvælast fyrir“. Öflugt atvinnulíf fær ekki þrifist nema með góðum samgöngum. Hún er ekki glæsileg framtíðarsýnin sem að mestu leyti byggir á innantómu orðagjálfri en ekki því hvernig raunverulega eigi að skapa skilyrði öflugs atvinnurekstrar. Samgöngur eru þar lykilatriði.
11.maí 2013 - 08:56
Björn Jón Bragason
Síðla árs 1984 geysaði langvinnt verkfall opinberra starfsmanna og lágu útsendingar ríkisútvarpsins og ríkissjónvarpsins niðri um hríð, en á þeim árum hafði ríkisvaldið einkaleyfi til reksturs ljósvakamiðla. Á sama tíma komu engin dagblöð út vegna vinnustöðvunar. Landið varð brátt fjölmiðlalaust. Einangrunin í þjóðfélaginu var meiri en við varð unað og þess ekki langt að bíða að framtakssamir menn hæfu rekstur útvarpsstöðva – þrátt fyrir einkaleyfi ríkisins til slíks rekstrar. Hinar frjálsu stöðvar fengu mikinn meðbyr og almenningur stóð með þeim.
24.apr. 2013 - 16:34
Björn Jón Bragason
Það er vel þekkt í stjórnmálum að orð og efndir fara ekki endilega alltaf saman. Líklega má þó ætla að flestir stjórnmálamenn séu trúir hugsjónum sínum og hafi vilja til að fylgja þeim stefnumálum sem þeir boða.
29.mar. 2013 - 16:20
Björn Jón Bragason
Í hausthefti tímaritsins Sögu árið 2011 birtist grein mín um einkavæðingu Búnaðarbankans, en greinin vakti allmikla athygli á sínum tíma. Hún fjallaði um kaup svokallaðs S-hóps á hlut ríkisins í Búnaðarbanka Íslands árið 2002.
27.feb. 2013 - 10:00
Björn Jón Bragason
Nína Sæmundsson var einn kunnasti listamaður Íslendinga á tuttugustu öld, þrátt fyrir að hún sé nú flestum gleymd. Líklega hafa þó fáir íslenskir myndlistarmenn náð viðlíka árangri og Nína
12.feb. 2013 - 11:00
Björn Jón Bragason
Svo sem kunnugt er af fréttum sigraði Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, í kosningum til stúdentaráðs Háskóla Íslands á dögunum með meiri mun en nokkurn tíman hefur sést, en alls hlaut Vaka 77 prósent atkvæða.