24. apr. 2012 - 10:57Björn Jón Bragason

Bílahatur og fortíðarþrá

Borgaryfirvöld hafa undanfarið kynnt áform sín um að loka Laugavegi fyrir bílaumferð, án þess þó að þær fyrirætlanir hafi verið rökstuddar að neinu marki. Sjálfur hef ég starfað í verslun við Laugaveginn í bráðum tólf ár. Síðastliðin ár hefur götunni stundum verið lokað, til að mynda á laugardögum, og hefur verslunin varla verið svipur hjá sjón umrædda daga. Margir viðskiptavinir, svo sem aldraðir og öryrkjar, eiga erfitt með gang og sumum þarf að aka upp að dyrum. Þá eru ýmsar vörur sem verslanir afgreiða þess eðlis að þeim þarf að koma beint í bifreiðar viðskiptavina, svo sem stórar tertur og ýmsir fyrirferðarmiklir munir. Lokun Laugavegar mun því óhjákvæmilega hafa í för með sér að stærri verslunum mun fækka og rekstur við götuna almennt verða einsleitari.

Borgaryfirvöld lokuðu Laugavegi í júlímánuði í fyrra. Í öllum þeim verslunum þar sem ég þekki til dróst velta umtalsvert saman í júlí 2011 samanborið við júlímánuð árið áður, þrátt fyrir einmuna veðurblíðu í fyrra sumar. Aftur á móti jókst velta í sömu verslunum í ágúst miðað við sama mánuð árið áður. Vart þarf frekari vitnana við um hversu hörmuleg áhrif lokun götunnar hefur á verslun. Kaupmenn mega ekki við frekari tilraunastarfsemi borgaryfirvalda á sama tíma og smásöluverslun á í vök að verjast, sér í lagi í miðborg í Reykjavíkur.

Á áttunda áratugnum var hluta Austurstrætis lokað fyrir bílaumferð. Sú lokun varð banabiti verslunar á því svæði, en áður fyrr var þar í grenndinni fjöldi glæsilegra fyrirtækja og Kvosin miðpunktur verslunar í Reykjavík. Gamlir Reykvíkingar muna eftir Edinborg í Hafnarstræti, Geysi í Aðalstræti, Haraldi Árnasyni í Austurstræti, Karnabæ við sömu götu, Ellingsen við Hafnarstæti, Vesturveri í Aðalstræti, L.H. Müller í Austurstræti, Silla og Valda við Aðalstræti og Austurstræti og svo mætti lengi telja. En á þessu svæði var líka fjöldi stórra fyrirtækja með skrifstofur sínar, svo sem Almennar tryggingar og Eimskipafélagið í Pósthússtræti, Landssíminn við Austurvöll, Morgunblaðið við Aðalstræti og þá voru allir stóru bankarnir með höfuðstöðvar sínar við Austurstræti. Nú er þetta svæði vart svipur hjá sjón og varla að þar þrífist önnur starfsemi en öldurhús og minjagripaverslanir.

Sama þróun mun óhjákvæmilega verða við Laugaveginn ef borgaryfirvöld halda áfram að hefta aðgengi borgaranna að verslunum við götuna. Þegar umsvifamiklar verslanir hverfa kemur nærri því alltaf „veikari“ starfsemi í staðinn. Þannig hefur miðborginni hnignað stöðugt á umliðnum árum og áratugum. Þá hefur fasteignaeigendum einnig í mörgum tilfellum verið meinað að reisa myndarleg verslunarhús, en Reykjavíkurborg hefur þess í stað kosið að „skapa fornminjar“ svo sem húsin sem reist voru neðst á Laugavegi. Þau hús þjóna illa því hlutverki að vera nútíma verslunarhús, enda aðgengi erfitt með háum þrepum, gólfflötur lítill og útstillingarglugga vantar. Einn stjórnmálamaðurinn vildi með þessu viðhalda „19. aldar götumynd Laugavegar“, en sú götumynd er ekki til og verður aldrei endursköpuð þrátt fyrir einbeitta fortíðarþrá.

Þeir sem hvað harðast hafa barist fyrir lokun Laugavegar vísa gjarnan til vilja íbúasamtaka miðborgarinnar – að það sé „vilji íbúanna“ að loka götunni. Nú verð ég að játa að ég þekki ekki til umræddra samtaka, eða þess hversu hátt hlutfall þeirra þúsunda sem búa í miðborg Reykjavíkur eru í samtökunum. Hins vegar þykir mér þetta viðhorf illskiljanlegt. Ef Laugavegi er lokað fyrir bílaumferð leitar umferðin inn í hverfin. Hvernig má það vera að íbúum þyki slíkt eftirsóknarvert? Neðsta hluta Skólavörðustígs var lokað fyrir bílaumferð í desember og leitaði umferðin þá inn Bergstaðastræti – inn Þingholtin – og skapaði stórhættu fyrir gangandi vegfarendur í því íbúðahverfi.

Þeir sem hafa talað fyrir lokun Laugavegar nefna að gatan sé menningar- og mannlífsgata og er það vel. Ekki var þó minna mannlíf við Laugaveg í ágústmánuði í fyrra þegar gatan hafði aftur verið opnuð fyrir bílaumferð, heldur en verið hafði mánuðinn áður meðan gatan var lokuð. Og úr því að minnst er á menninguna, þá er menningin í miðborginni ekki hvað síst fólgin í versluninni sjálfri, sér í lagi verslunum sem starfað hafa um áratugaskeið og þjónað nokkrum kynslóðum Reykvíkinga, veitt fjölda manns atvinnu og greitt skatta og skyldur til borgarinnar. Þá er það merkilegt menningarfyrirbæri ungra sem aldinna Reykvíkinga að aka rúntinn og virða fyrir sér vörur í útstillingargluggum verslana. Rúntinum er ógnað með lokunum borgaryfirvalda.

Borgaryfirvöldum hlýtur að vera annt um að myndarleg verslun fái þrifist í miðborginni, en til þess að svo megi verða er nauðsynlegt að viðskiptavinir geti komist að verslunum á þeim fararmáta sem þeir kjósa. Yfirgnæfandi meirihluti borgarbúa kýs að notast við fjölskyldubílinn og vill geta lagt honum nærri verslunum. Ef viðskiptavinirnir komast ekki að verslunum með góðu móti fara þeir annað.

Lokun Austurstrætis varð banabiti verslunar í Kvosinni og ætti það að verða borgaryfirvöldum víti til varnaðar. Án blómlegrar verslunar er enginn miðborg.


10.júl. 2017 - 14:17 Björn Jón Bragason

Versti umhverfissóði landsins

Ekki skorti á skrúðmælgi Dags B. Eggertssonar borgarstjóra þegar stjórnendur á annað hundrað fyrirtækja voru fengnir til að undirrita „umhverfisyfirlýsingu“ í Höfða með tilheyrandi fjölmiðlauppistandi nokkru áður en alls tólf fulltrúar borgarinnar héldu til Parísar á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Þar voru heimsbyggðinni meðal annars kynnt áform Reykjavíkurborgar um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.
24.des. 2015 - 16:20 Björn Jón Bragason

„Staðarákvörðun ókunn, allir á lífi“ Í haust eru liðin 65 ár frá Geysisslysinu – Björgunarvél festist á Vatnajökli

Geysir, milllandavél Loftleiða, átti að lenda á Reykjavíkurflugvelli tíu mínútum eftir miðnætti föstudaginn 15. september 1950, en vélin hafði haldið frá Lúxemborg klukkan 16:30 að íslenskum tíma. Engir farþegar voru um borð, aðeins sex manna áhöfn. Eðlilegt loftskeyta- og talsamband var við vélina frá Reykjavíkurflugvelli er hún var í nánd við Færeyjar. Þá var klukkan 21:30. Tæpri hálfri klukkustund síðar náðist aftur samband við vélina og taldi flugstjórinn hana nærri landi. Flugvélin yrði á undan áætlun og myndi lenda í Reykjavík klukkan 23:30.
06.des. 2015 - 21:00 Björn Jón Bragason

Lögreglustöðin grýtt og bílum hvolft

Mörgum finnst nóg um sprengingar, ærsl og læti á gamlárskvöld nú til dags. Þau ólæti eru þó ekkert í líkingu við það sem tíðkaðist í höfuðstaðnum á fyrri hluta síðustu aldar. Snemma varð það siður í Reykjavík eftir klukkan 21:00 á gamlárskvöld að fólk safnaðist saman í götum bæjarins til að kasta skoteldum, kínverjum og púðursprengjum. Árið 1924 keyrðu sprengingar í Austurstræti svo fram úr hófi að stórar rúður í búðargluggum sprungu.
18.nóv. 2015 - 13:44 Björn Jón Bragason

Er Grænland íslensk nýlenda?

Líklega þykir flestum spurningin í titli þessa pistils fjarstæðukennd. Á fyrri hluta síðustu aldar kom þetta álitaefni þó reglulega til umræðu hérlendis og samþykktar voru margar tillögur á Alþingi um að kannað yrði þjóðréttarlegt tilkall Íslendinga til Grænlands. Mikil skrif urðu um málið, en enginn af fjallaði þó um það af jafnmiklum lærdóm og dr. juris Jón Dúason.
20.sep. 2015 - 13:32 Björn Jón Bragason

Pólitískir óvitar

Vinstrimeirihluti Dags B. Eggertssonar í borgarstjórn samþykkti á dögunum – að óathuguðu máli – að sniðganga vörur frá Ísrael, svo sem frægt er orðið að endemum. En borgarstjórinn var gerður afturreka með viðskiptabannið þegar ljóst var að hann hafði stórskaðað íslenska hagsmuni. Ætla má að grundvöllur ákvörðunarinnar hafi verið ólögmætur, því „kveðjugjöf“ til borgarfulltrúa Samfylkingar mun seint teljast málefnaleg sjónarmið. Sjálfur hefur borgarstjórinn þegið boðsferðir til Kínverska alþýðulýðveldisins sem á heimsmet í mannréttindabrotum, en ekki hefur hann þó ljáð máls á að borgin leggi viðskiptabann á Kína.
05.sep. 2015 - 13:28 Björn Jón Bragason

Borgarstjóri þolir ekki dagsljósið

Fáir stjórnmálamenn þrá athygli fjölmiðla jafnheitt og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Samfylkingarinnar. Til marks um það eru 14 manns á launum hjá borgarbúum við að sinna kynningarmálum fyrir borgarstjórann í sérstakri áróðursmáladeild. Þetta gekk meira að segja svo langt í sumar að myndir birtust af borgarstjóranum á strætisvagnaskýlum borgarinnar, þó svo að enn séu þrjú ár til kosninga.
03.júl. 2015 - 09:00 Björn Jón Bragason

Þingmennskan á aldrei að vera fullt starf

Fyrir tæpri hálfri öld deildu þeir um það Bjarni Benediktsson og Eysteinn Jónsson hvort þingmennskan ætti að vera fullt starf eða einungis hlutastarf. Bjarni taldi að þingmennskan ætti aldrei að verða fullt starf; það væri nauðsynlegt fyrir þingmenn að gegna samhliða öðrum störfum úti í þjóðlífinu. Að mati Bjarna mætti ekki rjúfa lífræn tengsl þingsins við atvinnulífið í landinu með því að gera alla þingmenn að atvinnustjórnmálamönnum. Þvert á móti bæri að ýta undir að til þingstarfa veldust menn sem áunnið hefðu sér traust, hver á sínu sviði þjóðlífsins. 
24.jún. 2015 - 18:51 Björn Jón Bragason

Er versluninni að blæða út?

Á umliðnum árum og áratugum hefur sérvöruverslun í miðbæ Reykjavíkur hnignað mjög og fyrir því eru ýmsar ástæður.
12.maí 2015 - 15:35 Björn Jón Bragason

Að ráðast á Alþingi


06.maí 2015 - 11:01 Björn Jón Bragason

Vinstri grænir talibanar?

Margrét Frímannsdóttir sigraði naumlega í kjöri um formann Alþýðubandalagsins árið 1995, en flestir bjuggust við að keppinautur hennar og „erfðaprins“ flokksins, Steingrímur J. Sigfússon, næði kjöri. Margrét tók til við að uppfylla kosningaloforð sitt um stofnun nýs sameinaðs flokks vinstrimanna og árið 1998 var stofnaður þingflokkur Samfylkingarinnar, nýs flokks sem átti að sameina flokka á vinstri væng stjórnmálanna. Ýmsum hörðum vinstrimönnum mislíkaði sameiningin og þeir stofnuðu nýjan flokk, Vinstrihreyfinguna – grænt framboð. Þetta flokksbrot úr Alþýðubandalaginu bauð fyrst fram árið 1999 með Steingrím J. Sigfússon í broddi fylkingar. Ætla má að saga íslenskra vinstrimanna hefði orðið allt önnur hefði Steingrímur haft betur í formannskjörinu 1995.

Björn Jón Bragason
Björn Jón Bragason er sagnfræðingur og lögfræðingur. Eftir hann liggja fjölmargar fræðigreinar, auk bókanna Hafskip í skotlínu, Bylting og hvað svo og Gjaldeyriseftirlitið – Vald án eftirlits, en sú síðastnefnda hefur líka komið út í enskri þýðingu.
SushiSocial: konudagur  2018
Sigrún Dóra Jónsdóttir
Sigrún Dóra Jónsdóttir - 30.1.2018
Til varnar sonum mínum
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 20.1.2018
Líftaug landsins
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 22.1.2018
Átökin um landið helga
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 25.1.2018
Þjóðviljinn var hlutlausari en Kjarninn
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 27.1.2018
Andmælti Davíð, en trúði honum samt
Ingrid Kuhlman
Ingrid Kuhlman - 31.1.2018
Hvenær ertu búinn að aðlagast?
Lovísa María Emilsdóttir
Lovísa María Emilsdóttir - 31.1.2018
Æfðu þig í að finna fyrir gleði, þakklæti og hamingju!
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 05.2.2018
Ríkari mannréttindavernd barna á Íslandi
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 09.2.2018
Uppgjör í verkalýðshreyfingunni!
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 12.2.2018
Spurning drottningar
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 12.2.2018
Hún líka
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 16.2.2018
Viðkvæmir Píratar
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 15.2.2018
Spáð í spilin
Fleiri pressupennar