14. jan. 2012 - 11:00Björn Jón Bragason

Framsóknarflokkurinn setti skilyrði um sölu VÍS frá Landsbankanum

Ráðherrar Framsóknarflokks settu sölu á VÍS frá Landsbankanum til S-hópsins sem skilyrði fyrir því að einkavæðingin ríkisbankanna héldi áfram. Þetta kemur fram í grein minni um einkavæðingu Búnaðarbankans sem birtist í nýjasta hefti tímaritsins Sögu.

Í aprílmánuði 1997 keypti Landsbanki Íslands helmingshlut Brunabótafélagsins í VÍS. Við kaup Landsbankans gerðu bankinn og S-hópurinn, sem réð fyrir hinum helmingshlutnum í félaginu, með sér hluthafasamkomulag sem fól í sér að að Landsbankinn fékk því ráðið hver yrði stjórnarformaður, en S-hópurinn valdi forstjóra. Að auki setti Landsbankinn skilyrði um að félagið yrði skráð á hlutabréfamarkað.

Hart var deilt um síðastnefnda atriðið næstu árin, en S-hópurinn var andvígur skráningu félagsins á markað og vildi þess í stað að Landsbankinn og VÍS yrðu sameinuð í eitt félag, enda ljóst að þar með ykjust völd S-hópsins í fjármálalífinu til muna. Þá stefndi S-hópurinn að því að kaupa ráðandi hlut í Landsbankanum. Yfirmenn bankans voru þessu alla tíð andvígir, sem og stjórnmálamenn – bankinn skyldi seldur fyrir opnum tjöldum í almennu útboði, en ekki „bakdyramegin“.

Sumarið 2002 krafðist S-hópurinn þess að hluthafasamkomulaginu frá 1997 yrði rift í ljósi forsendubrests, en ríkið hygðist nú selja bankana til kjölfestufjárfestis, en ekki í dreifðri eignaraðild. Að mati stjórnenda Landsbankans var þetta fyrirsláttur einn hjá S-hópnum enda hafði sú ákvörðun að selja hluti í bönkunum til kjölfestufjárfestis verið tekin árið áður.

Helgi S. Guðmundsson, bankaráðsformaður Landsbankans, mun hafa haft áhyggjur af málinu, en þeir Helgi og Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, voru í miklu og nánu sambandi. Helgi hafði verið formaður bankaráðsins frá árinu 1997, og að auki gegnt fjölmörgum öðrum trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn. Stjórnendum Landsbankans mislíkaði framkoma S-hópsins. S-hópsmenn hefðu reynt að setja allt í eins mikið uppnám og hægt var og jafnvel verið til í að fara með málið fyrir dóm. Losna þurfti úr þessari úlfakreppu. Einn forystmanna Landsbankans á þessum tíma orðar þetta svo: 

Okkur bar umfram allt skylda til að hugsa um hagsmuni Landsbankans.Hinn 28. ágúst 2002 var samþykkt formlega að selja alla hluti Landsbankans í VÍS til S-hópsins. Salan á VÍS var samþykkt í bankaráði Landsbankans með fjórum atkvæðum gegn einu, en Birgir Þór Runólfsson, annar fulltrúa Sjálfstæðisflokks, var einn á móti. Hins vegar greiddi Guðbjartur Hannesson, fulltrúi Samfylkingarinnar, atkvæði með. Greint var frá kaupum S-hópsins á öllum hlutum Landsbankans í VÍS daginn eftir. Opinberlega sagði Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, svo frá að gott tilboð hefði borist sem Landsbankinn hefði ekki getað hafnað.

Finnur Ingólfsson, seðlabankastjóri og fyrrverandi varaformaður Framsóknarflokksins, tók við starfi forstjóra VÍS um mánaðamótin september/október 2002. Finnur hefur sjálfur sagt svo frá að „pólitísk uppskipting bankakerfisins” sé „algjör tilviljun”, þrátt fyrir að hann fallist á skýrar pólitískar tengingar S-hópsins við Framsóknarflokkinn. Hann hefur sagt frá því opinberlega að hann hafi ekki byrjað að vinna með S-hópnum fyrr en eftir einkavæðingu Búnaðarbankans. Sú fullyrðing stenst hins vegar varla nánari skoðun þar sem hann hlaut að koma að málum sem forstjóri VÍS frá haustinu 2002 og ljóst er að hann var kominn að samningaborðinu hinn 15. nóvember 2002, þegar viljayfirlýsing ríkisins og S-hópsins um kaupin á Búnaðarbankanum var undirrituð. Þá kveðst hann ekki hafa „hagnast persónulega um eina einustu krónu” á einkavæðingu bankanna. Sú staðhæfing er býsna hæpin, svo sem rakið er í grein minni í tímaritinu Sögu. 

Stærsti eigandi VÍS varð nú Hesteyri, sem er eignarhaldsfélag Fisk Seafood á Sauðarkróki, dótturfélags Kaupfélags Skagfirðinga, og Skinneyjar-Þinganess á Höfn í Hornafirði, en það er fjölskyldufyrirtæki Halldórs Ásgrímssonar, formanns Framsóknarflokksins, sem á þessum tíma átti sæti í ráðherranefnd um einkavæðingu. Ekki þurfti að koma á óvart að S-hópurinn skyldi velja Finn Ingólfsson sem forstjóra VÍS. Finnur var sérstakur trúnaðarmaður Halldórs Ásgrímssonar og forkólfar S-hópsins þekktu hann allir vel. Finnur hafði lag á að sameina hópana auk þess sem þeir Helgi S. voru nánir vinir. „Finnur var búinn að hygla þeim öllum og skamma þá alla,“ eins og einn heimildarmaður orðaði það.

Yfirráðin yfir VÍS styrktu mjög stöðu S-hópsins. Tryggingafélag er mikilvægur bakhjarl í fjárfestingum, en á þessum tíma er þó líklegt að menn hafi verið varfærnari í fjárfestingum tryggingafélaga miðað við það sem síðar varð. Ávöxtunin af VÍS varð ævintýraleg næstu ár. Svo dæmi sé tekið þá jukust heildareignir VÍS um 116 prósent milli áranna 2004 og 2005 og eigið fé um 92 af hundraði.  Þá jukust heildareignir Hesteyrar stórkostlega á skömmum tíma. Í árslok 2002 voru eignir félagsins metnar á rúma þrjá milljarða króna, en 8,97 milljarða tveimur árum síðar. Hagnaður ársins 2004 nam alls 2,6 milljörðum króna.
05.mar. 2015 - 17:15 Björn Jón Bragason

Skottulækningar fyrr og nú

Það má heita lofsvert framtak Kastljóss ríkissjónvarpsins að fletta rækilega ofan af skottulæknum í umfjöllun sinni undanfarna daga. En hvað eru skottulækningar? Skottulækningar eða „hjálækningar“ eru aðferðir til lækninga sem ekki samræmast viðurkenndum og þar með þaulrannsökuðum aðferðum akademískrar læknisfræði. Árangur lækningaaðferðanna hefur þá ekki verið sannaður eða þá að rannsóknir hafa sýnt að hann sé ekki til staðar.
27.feb. 2015 - 13:57 Björn Jón Bragason

Áróðursmáladeild Dags B.


26.maí 2014 - 17:29 Björn Jón Bragason

Engar Samfylkingarblokkir í Laugardal!

Í nýju aðalskipulagi Samfylkingarinnarflokkanna í Reykjavík er gert ráð fyrir blokkarbyggð þar sem nú eru trjáreitir norðan Suðurlandsbrautar, en á sama tíma eru uppi ráðagerðir um að Suðurlandsbraut verði þrengd í eina akgrein í hvora átt. Hvað sem líður skoðunum fólks á „þéttingu byggðar“ er afar varhugavert að skerða framtíðar íþrótta- og útivistarsvæði borgarbúa.
10.maí 2014 - 15:50 Björn Jón Bragason

Verkfall er úrelt baráttutæki

Þegar ég var að alast upp voru fréttatímar reglulega uppfullir af verkfallsfréttum og ítrekað horfði maður sem barn á myndir af ofbeldi verkfallsvarða. Á seinni árum hefur friður færst yfir vinnumarkað og verkfallsréttinum er beitt æ sjaldnar. –
28.apr. 2014 - 20:38 Björn Jón Bragason

Um „þéttingu byggðar“

Nú er mikið rætt um „þéttingu byggðar“ rétt eins og það sé glænýtt fyrirbrigði. Í þeirri umræðu er gjarnan nefnt að Reykjavík hafi áður verið þéttbýl, en síðar risið „bílaúthverfi“.
15.nóv. 2013 - 10:35 Björn Jón Bragason

Fallegri og betri úthverfi

Viðhald eigna borgarinnar, svo sem gatnakerfis og skóla, hefur setið algjörlega á hakanum, sér í lagi í efri byggðum borgarinnar. Á sama tíma er milljörðum eytt í uppkaup á ónýtum húskofum og önnur gæluverkefni vestar í borginni.
09.nóv. 2013 - 20:31 Björn Jón Bragason

Framtíðarflugvöllur í Vatnsmýri – glænýtt myndband

Sú mikla óvissa sem ríkt hefur um Reykjavíkuflugvöll hefur hamlað allri uppbyggingu flugs og flugtengdrar starfsemi á vellinum. Gríðarleg tækifæri hafa því farið forgörðum.  Festum flugvöllinn í sessi í Vatnsmýri til hagsbóta fyrir reykvískt atvinnulíf og samgöngur.
07.nóv. 2013 - 19:18 Björn Jón Bragason

Að hrekja ungt fólk úr landi

Ég átti spjall við mann á sjötugsaldri á dögunum sem hefur unnið við sölu á byggingarefni áratugum saman. Hann hafði keypt sér hús í Reykjavík árið 1986 fyrir 4,5 milljónir króna.
04.nóv. 2013 - 15:02 Björn Jón Bragason

Betra veður í Reykjavík, takk fyrir!

Líklega eru þeir fáir staðir á jarðarkringlunni þar sem sveiflast jafnört og hér á landi. Og ætli það sé ekki helst rokið sem angrar okkur flest, það magnar kuldann og gerir alla útiveru erfiðari.
01.nóv. 2013 - 10:53 Björn Jón Bragason

Opnun kosningamiðstöðvar í Grafarvogi

Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í prófkjöri reykvískra sjálfstæðismanna fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Til að kynna mig og mín viðhorf í borgarmálum verð ég með kosningamiðstöð í Hverafold 1 í Grafarvogi, þar sem Búnaðarbankinn var áður.

Björn Jón Bragason
Björn Jón Bragason er sagnfræðingur að mennt. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 2000. Árið 2006 lauk hann meistaraprófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands. Björn Jón lauk BA prófi í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík 2012 og leggur nú stund á meistaranám í lögfræði við sama skóla.

Björn Jón hefur verið verslunarmaður frá árinu 2000 og framkvæmdastjóri Samtaka kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg frá 2012. Þá hefur hann unnið að margháttuðum sagnfræðirannsóknum frá 2006. Eftir hann liggja fjölmargar fræðigreinar, auk bókarinnar Hafskip í skotlínu sem út kom 2008.

Björn Jón situr í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins og í stjórn Sjálfstæðisfélags Langholts.

Ragnheiður Eiríksdóttir
Ragnheiður Eiríksdóttir - 24.3.2015
Um tippamyndasendingar íslenskra karla
Jón Óðinn Waage
Jón Óðinn Waage - 16.3.2015
Við Gunnar
Bergljót Björk Halldórsdóttir
Bergljót Björk Halldórsdóttir - 21.3.2015
Matargrúskarinn Nanna Rögnvaldar
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 21.3.2015
Formannskjörið í Samfylkingunni
Ragnheiður Ragnarsdóttir
Ragnheiður Ragnarsdóttir - 23.3.2015
Líf Röggu í LA: æfingar á ströndinni
Sigurður G. Guðjónsson
Sigurður G. Guðjónsson - 24.3.2015
Eigandi Íslands?
Jón Sigurðsson
Jón Sigurðsson - 20.3.2015
Athyglisverð ummæli í Morgunblaðinu
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 22.3.2015
Hvar er stuðningsyfirlýsingin?
Aðsend grein
Aðsend grein - 26.3.2015
Ég bjargaði mannslífi í nótt
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 18.3.2015
Orðaskipti Guðrúnar og Davíðs
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 21.3.2015
Orðaleikur Jóns Sigurðssonar
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 20.3.2015
Stjórnarskráin leyfir ekki aðild
Smári Pálmarsson
Smári Pálmarsson - 27.3.2015
Voru mistök að frelsa geirvörtuna?
Ragnheiður Ragnarsdóttir
Ragnheiður Ragnarsdóttir - 16.3.2015
Lífið í LA: rauði dregilinn á tískuvikunni
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 20.3.2015
Viðtal Kolbrúnar við Harald
Fleiri pressupennar