14. jan. 2012 - 11:00Björn Jón Bragason

Framsóknarflokkurinn setti skilyrði um sölu VÍS frá Landsbankanum

Ráðherrar Framsóknarflokks settu sölu á VÍS frá Landsbankanum til S-hópsins sem skilyrði fyrir því að einkavæðingin ríkisbankanna héldi áfram. Þetta kemur fram í grein minni um einkavæðingu Búnaðarbankans sem birtist í nýjasta hefti tímaritsins Sögu.

Í aprílmánuði 1997 keypti Landsbanki Íslands helmingshlut Brunabótafélagsins í VÍS. Við kaup Landsbankans gerðu bankinn og S-hópurinn, sem réð fyrir hinum helmingshlutnum í félaginu, með sér hluthafasamkomulag sem fól í sér að að Landsbankinn fékk því ráðið hver yrði stjórnarformaður, en S-hópurinn valdi forstjóra. Að auki setti Landsbankinn skilyrði um að félagið yrði skráð á hlutabréfamarkað.

Hart var deilt um síðastnefnda atriðið næstu árin, en S-hópurinn var andvígur skráningu félagsins á markað og vildi þess í stað að Landsbankinn og VÍS yrðu sameinuð í eitt félag, enda ljóst að þar með ykjust völd S-hópsins í fjármálalífinu til muna. Þá stefndi S-hópurinn að því að kaupa ráðandi hlut í Landsbankanum. Yfirmenn bankans voru þessu alla tíð andvígir, sem og stjórnmálamenn – bankinn skyldi seldur fyrir opnum tjöldum í almennu útboði, en ekki „bakdyramegin“.

Sumarið 2002 krafðist S-hópurinn þess að hluthafasamkomulaginu frá 1997 yrði rift í ljósi forsendubrests, en ríkið hygðist nú selja bankana til kjölfestufjárfestis, en ekki í dreifðri eignaraðild. Að mati stjórnenda Landsbankans var þetta fyrirsláttur einn hjá S-hópnum enda hafði sú ákvörðun að selja hluti í bönkunum til kjölfestufjárfestis verið tekin árið áður.

Helgi S. Guðmundsson, bankaráðsformaður Landsbankans, mun hafa haft áhyggjur af málinu, en þeir Helgi og Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, voru í miklu og nánu sambandi. Helgi hafði verið formaður bankaráðsins frá árinu 1997, og að auki gegnt fjölmörgum öðrum trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn. Stjórnendum Landsbankans mislíkaði framkoma S-hópsins. S-hópsmenn hefðu reynt að setja allt í eins mikið uppnám og hægt var og jafnvel verið til í að fara með málið fyrir dóm. Losna þurfti úr þessari úlfakreppu. Einn forystmanna Landsbankans á þessum tíma orðar þetta svo: 

Okkur bar umfram allt skylda til að hugsa um hagsmuni Landsbankans.Hinn 28. ágúst 2002 var samþykkt formlega að selja alla hluti Landsbankans í VÍS til S-hópsins. Salan á VÍS var samþykkt í bankaráði Landsbankans með fjórum atkvæðum gegn einu, en Birgir Þór Runólfsson, annar fulltrúa Sjálfstæðisflokks, var einn á móti. Hins vegar greiddi Guðbjartur Hannesson, fulltrúi Samfylkingarinnar, atkvæði með. Greint var frá kaupum S-hópsins á öllum hlutum Landsbankans í VÍS daginn eftir. Opinberlega sagði Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, svo frá að gott tilboð hefði borist sem Landsbankinn hefði ekki getað hafnað.

Finnur Ingólfsson, seðlabankastjóri og fyrrverandi varaformaður Framsóknarflokksins, tók við starfi forstjóra VÍS um mánaðamótin september/október 2002. Finnur hefur sjálfur sagt svo frá að „pólitísk uppskipting bankakerfisins” sé „algjör tilviljun”, þrátt fyrir að hann fallist á skýrar pólitískar tengingar S-hópsins við Framsóknarflokkinn. Hann hefur sagt frá því opinberlega að hann hafi ekki byrjað að vinna með S-hópnum fyrr en eftir einkavæðingu Búnaðarbankans. Sú fullyrðing stenst hins vegar varla nánari skoðun þar sem hann hlaut að koma að málum sem forstjóri VÍS frá haustinu 2002 og ljóst er að hann var kominn að samningaborðinu hinn 15. nóvember 2002, þegar viljayfirlýsing ríkisins og S-hópsins um kaupin á Búnaðarbankanum var undirrituð. Þá kveðst hann ekki hafa „hagnast persónulega um eina einustu krónu” á einkavæðingu bankanna. Sú staðhæfing er býsna hæpin, svo sem rakið er í grein minni í tímaritinu Sögu. 

Stærsti eigandi VÍS varð nú Hesteyri, sem er eignarhaldsfélag Fisk Seafood á Sauðarkróki, dótturfélags Kaupfélags Skagfirðinga, og Skinneyjar-Þinganess á Höfn í Hornafirði, en það er fjölskyldufyrirtæki Halldórs Ásgrímssonar, formanns Framsóknarflokksins, sem á þessum tíma átti sæti í ráðherranefnd um einkavæðingu. Ekki þurfti að koma á óvart að S-hópurinn skyldi velja Finn Ingólfsson sem forstjóra VÍS. Finnur var sérstakur trúnaðarmaður Halldórs Ásgrímssonar og forkólfar S-hópsins þekktu hann allir vel. Finnur hafði lag á að sameina hópana auk þess sem þeir Helgi S. voru nánir vinir. „Finnur var búinn að hygla þeim öllum og skamma þá alla,“ eins og einn heimildarmaður orðaði það.

Yfirráðin yfir VÍS styrktu mjög stöðu S-hópsins. Tryggingafélag er mikilvægur bakhjarl í fjárfestingum, en á þessum tíma er þó líklegt að menn hafi verið varfærnari í fjárfestingum tryggingafélaga miðað við það sem síðar varð. Ávöxtunin af VÍS varð ævintýraleg næstu ár. Svo dæmi sé tekið þá jukust heildareignir VÍS um 116 prósent milli áranna 2004 og 2005 og eigið fé um 92 af hundraði.  Þá jukust heildareignir Hesteyrar stórkostlega á skömmum tíma. Í árslok 2002 voru eignir félagsins metnar á rúma þrjá milljarða króna, en 8,97 milljarða tveimur árum síðar. Hagnaður ársins 2004 nam alls 2,6 milljörðum króna.
Svanhvít - Mottur
03.júl. 2015 - 09:00 Björn Jón Bragason

Þingmennskan á aldrei að vera fullt starf

Fyrir tæpri hálfri öld deildu þeir um það Bjarni Benediktsson og Eysteinn Jónsson hvort þingmennskan ætti að vera fullt starf eða einungis hlutastarf. Bjarni taldi að þingmennskan ætti aldrei að verða fullt starf; það væri nauðsynlegt fyrir þingmenn að gegna samhliða öðrum störfum úti í þjóðlífinu. Að mati Bjarna mætti ekki rjúfa lífræn tengsl þingsins við atvinnulífið í landinu með því að gera alla þingmenn að atvinnustjórnmálamönnum. Þvert á móti bæri að ýta undir að til þingstarfa veldust menn sem áunnið hefðu sér traust, hver á sínu sviði þjóðlífsins. 
24.jún. 2015 - 18:51 Björn Jón Bragason

Er versluninni að blæða út?

Á umliðnum árum og áratugum hefur sérvöruverslun í miðbæ Reykjavíkur hnignað mjög og fyrir því eru ýmsar ástæður.
12.maí 2015 - 15:35 Björn Jón Bragason

Að ráðast á Alþingi


06.maí 2015 - 11:01 Björn Jón Bragason

Vinstri grænir talibanar?

Margrét Frímannsdóttir sigraði naumlega í kjöri um formann Alþýðubandalagsins árið 1995, en flestir bjuggust við að keppinautur hennar og „erfðaprins“ flokksins, Steingrímur J. Sigfússon, næði kjöri. Margrét tók til við að uppfylla kosningaloforð sitt um stofnun nýs sameinaðs flokks vinstrimanna og árið 1998 var stofnaður þingflokkur Samfylkingarinnar, nýs flokks sem átti að sameina flokka á vinstri væng stjórnmálanna. Ýmsum hörðum vinstrimönnum mislíkaði sameiningin og þeir stofnuðu nýjan flokk, Vinstrihreyfinguna – grænt framboð. Þetta flokksbrot úr Alþýðubandalaginu bauð fyrst fram árið 1999 með Steingrím J. Sigfússon í broddi fylkingar. Ætla má að saga íslenskra vinstrimanna hefði orðið allt önnur hefði Steingrímur haft betur í formannskjörinu 1995.
30.apr. 2015 - 23:20 Björn Jón Bragason

Þórólfur eins og grár köttur

Í nýútkominni bók minni Bylting – og hvað svo? er meðal annars greint frá mikilli undanlátssemi ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur gagnvart erlendum kröfuhöfum föllnu bankanna. Ég innti Lilju Mósesdóttur, fyrrverandi þingmann Vinstri grænna, álits á því hverju hún teldi þetta sæta. Hún telur að meðal annars hafi verið vanþekkingu um að kenna. Þá hefðu völd embættismannakerfisins verið of mikil að hennar mati og fannst henni sem Þorsteinn Þorsteinsson hefði Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra „í vasanum“, en Þorsteinn var ráðgjafi stjórnvalda vegna samninga við kröfuhafa. Lilja bætir við:
27.apr. 2015 - 11:25 Björn Jón Bragason

Gylfi, Þórólfur og Bernard Maddoff

Í nýútkominni bók minni Bylting – og hvað svo? fjalla ég meðal annars um Iceasve-samning Svavars Gestssonar og Indriða H. Þorlákssonar, en ekki stóð til að sá samningur yrði gerður opinber. Allt fór það á annan veg:
23.apr. 2015 - 20:48 Björn Jón Bragason

SPRON knésettur

Í nýútkominni bók minni Bylting – og hvað svo? fjalla ég meðal annars um fall Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) vorið 2009. Þar segir meðal annars:
21.apr. 2015 - 19:19 Björn Jón Bragason

„Lánardrottinn greiðir ekki skuldaranum fyrir skuldina!“ – Einkavæðingin 2009

Í nýrri bók minni Bylting – og hvað svo? er meðal annars fjallað um einkavæðingu nýju ríkisbankanna haustið 2009, en þeir voru nánast einkavæddir „í kyrrþey“. Einkavæðingin fór fram án undangenginnar umræðu um eigendastefnu, dreift eignarhald, mögulega kjölfestufjárfesta og ýmis önnur grundvallaratriði bankakerfis. En í flestum nágrannalanda okkar fór fram mikil umræða þessi misserin um nýja umgjörð fjármálastofnana í ljósi bankakreppunnar. Slík umræða fór ekki fram hér á landi.
16.apr. 2015 - 10:38 Björn Jón Bragason

Varnaðarorð Görans Perssons

Í dag kemur út bók mín Bylting – og hvað svo? en hún fjallar um afdrifaríka atburði í íslenskri sögu í eftirleik bankahrunsins 2008. Svo vill til að í dag ávarpar Göran Persson, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar (1996–2006), ársfund Samtaka atvinnulífsins. Persson kom hingað til lands í byrjun desember 2008 og miðlaði af reynslu Svía sem tekist höfðu á við bankakreppu í byrjun tíunda áratugar síðustu aldar. Þá var hægristjórn við völd, en ekki hvarflaði þó að leiðtogum sósíaldemókrata að gera kröfu um kosningar, heldur sögðu þeir einfaldlega: „Við tökum ykkur í næstu kosningum.“ Það varð úr og vinstrimenn höfðu betur í næstu kosningum til sænska Ríkisdagsins. Persson varð þá fjármálaráðherra og síðar forsætisráðherra.
05.mar. 2015 - 17:15 Björn Jón Bragason

Skottulækningar fyrr og nú

Það má heita lofsvert framtak Kastljóss ríkissjónvarpsins að fletta rækilega ofan af skottulæknum í umfjöllun sinni undanfarna daga. En hvað eru skottulækningar? Skottulækningar eða „hjálækningar“ eru aðferðir til lækninga sem ekki samræmast viðurkenndum og þar með þaulrannsökuðum aðferðum akademískrar læknisfræði. Árangur lækningaaðferðanna hefur þá ekki verið sannaður eða þá að rannsóknir hafa sýnt að hann sé ekki til staðar.

Björn Jón Bragason
Björn Jón Bragason er sagnfræðingur að mennt. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 2000. Árið 2006 lauk hann meistaraprófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands. Björn Jón lauk BA prófi í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík 2012 og leggur nú stund á meistaranám í lögfræði við sama skóla.

Björn Jón hefur verið verslunarmaður frá árinu 2000 og framkvæmdastjóri Samtaka kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg frá 2012. Þá hefur hann unnið að margháttuðum sagnfræðirannsóknum frá 2006. Eftir hann liggja fjölmargar fræðigreinar, auk bókarinnar Hafskip í skotlínu sem út kom 2008.

Björn Jón situr í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins og í stjórn Sjálfstæðisfélags Langholts.

Biggi lögga
Biggi lögga - 28.8.2015
I know you like Iceland, but it´s mine
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 20.8.2015
Afmá þarf Má úr Seðlabankanum
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 21.8.2015
Jón Steinsson: mistækur ráðgjafi
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 24.8.2015
Til hvers voru Píratar að því?
Bergljót Björk Halldórsdóttir
Bergljót Björk Halldórsdóttir - 19.8.2015
Dásamleg brúnka með karamellu og saltkringlum
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 01.9.2015
Málverkin heima hjá mér
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 02.9.2015
Froðufellandi af reiði
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 20.8.2015
Gott hljóð í Bjarna Benediktssyni
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.8.2015
Gray on Hayek
Bergljót Björk Halldórsdóttir
Bergljót Björk Halldórsdóttir - 29.8.2015
Kjötsúpa Sælkerapressunar - nýupptekið grænmeti úr Mosfellsdal
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 20.8.2015
Sumir fagna því að „sægreifarnir“ tapi
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 21.8.2015
Draumar fortíðar og draugar samtíðar
Björgúlfur Ólafsson
Björgúlfur Ólafsson - 24.8.2015
Listin að reka við
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 25.8.2015
Skýringar og sakfellingar
Fleiri pressupennar