14. jan. 2012 - 11:00Björn Jón Bragason

Framsóknarflokkurinn setti skilyrði um sölu VÍS frá Landsbankanum

Ráðherrar Framsóknarflokks settu sölu á VÍS frá Landsbankanum til S-hópsins sem skilyrði fyrir því að einkavæðingin ríkisbankanna héldi áfram. Þetta kemur fram í grein minni um einkavæðingu Búnaðarbankans sem birtist í nýjasta hefti tímaritsins Sögu.

Í aprílmánuði 1997 keypti Landsbanki Íslands helmingshlut Brunabótafélagsins í VÍS. Við kaup Landsbankans gerðu bankinn og S-hópurinn, sem réð fyrir hinum helmingshlutnum í félaginu, með sér hluthafasamkomulag sem fól í sér að að Landsbankinn fékk því ráðið hver yrði stjórnarformaður, en S-hópurinn valdi forstjóra. Að auki setti Landsbankinn skilyrði um að félagið yrði skráð á hlutabréfamarkað.

Hart var deilt um síðastnefnda atriðið næstu árin, en S-hópurinn var andvígur skráningu félagsins á markað og vildi þess í stað að Landsbankinn og VÍS yrðu sameinuð í eitt félag, enda ljóst að þar með ykjust völd S-hópsins í fjármálalífinu til muna. Þá stefndi S-hópurinn að því að kaupa ráðandi hlut í Landsbankanum. Yfirmenn bankans voru þessu alla tíð andvígir, sem og stjórnmálamenn – bankinn skyldi seldur fyrir opnum tjöldum í almennu útboði, en ekki „bakdyramegin“.

Sumarið 2002 krafðist S-hópurinn þess að hluthafasamkomulaginu frá 1997 yrði rift í ljósi forsendubrests, en ríkið hygðist nú selja bankana til kjölfestufjárfestis, en ekki í dreifðri eignaraðild. Að mati stjórnenda Landsbankans var þetta fyrirsláttur einn hjá S-hópnum enda hafði sú ákvörðun að selja hluti í bönkunum til kjölfestufjárfestis verið tekin árið áður.

Helgi S. Guðmundsson, bankaráðsformaður Landsbankans, mun hafa haft áhyggjur af málinu, en þeir Helgi og Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, voru í miklu og nánu sambandi. Helgi hafði verið formaður bankaráðsins frá árinu 1997, og að auki gegnt fjölmörgum öðrum trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn. Stjórnendum Landsbankans mislíkaði framkoma S-hópsins. S-hópsmenn hefðu reynt að setja allt í eins mikið uppnám og hægt var og jafnvel verið til í að fara með málið fyrir dóm. Losna þurfti úr þessari úlfakreppu. Einn forystmanna Landsbankans á þessum tíma orðar þetta svo: 

Okkur bar umfram allt skylda til að hugsa um hagsmuni Landsbankans.Hinn 28. ágúst 2002 var samþykkt formlega að selja alla hluti Landsbankans í VÍS til S-hópsins. Salan á VÍS var samþykkt í bankaráði Landsbankans með fjórum atkvæðum gegn einu, en Birgir Þór Runólfsson, annar fulltrúa Sjálfstæðisflokks, var einn á móti. Hins vegar greiddi Guðbjartur Hannesson, fulltrúi Samfylkingarinnar, atkvæði með. Greint var frá kaupum S-hópsins á öllum hlutum Landsbankans í VÍS daginn eftir. Opinberlega sagði Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, svo frá að gott tilboð hefði borist sem Landsbankinn hefði ekki getað hafnað.

Finnur Ingólfsson, seðlabankastjóri og fyrrverandi varaformaður Framsóknarflokksins, tók við starfi forstjóra VÍS um mánaðamótin september/október 2002. Finnur hefur sjálfur sagt svo frá að „pólitísk uppskipting bankakerfisins” sé „algjör tilviljun”, þrátt fyrir að hann fallist á skýrar pólitískar tengingar S-hópsins við Framsóknarflokkinn. Hann hefur sagt frá því opinberlega að hann hafi ekki byrjað að vinna með S-hópnum fyrr en eftir einkavæðingu Búnaðarbankans. Sú fullyrðing stenst hins vegar varla nánari skoðun þar sem hann hlaut að koma að málum sem forstjóri VÍS frá haustinu 2002 og ljóst er að hann var kominn að samningaborðinu hinn 15. nóvember 2002, þegar viljayfirlýsing ríkisins og S-hópsins um kaupin á Búnaðarbankanum var undirrituð. Þá kveðst hann ekki hafa „hagnast persónulega um eina einustu krónu” á einkavæðingu bankanna. Sú staðhæfing er býsna hæpin, svo sem rakið er í grein minni í tímaritinu Sögu. 

Stærsti eigandi VÍS varð nú Hesteyri, sem er eignarhaldsfélag Fisk Seafood á Sauðarkróki, dótturfélags Kaupfélags Skagfirðinga, og Skinneyjar-Þinganess á Höfn í Hornafirði, en það er fjölskyldufyrirtæki Halldórs Ásgrímssonar, formanns Framsóknarflokksins, sem á þessum tíma átti sæti í ráðherranefnd um einkavæðingu. Ekki þurfti að koma á óvart að S-hópurinn skyldi velja Finn Ingólfsson sem forstjóra VÍS. Finnur var sérstakur trúnaðarmaður Halldórs Ásgrímssonar og forkólfar S-hópsins þekktu hann allir vel. Finnur hafði lag á að sameina hópana auk þess sem þeir Helgi S. voru nánir vinir. „Finnur var búinn að hygla þeim öllum og skamma þá alla,“ eins og einn heimildarmaður orðaði það.

Yfirráðin yfir VÍS styrktu mjög stöðu S-hópsins. Tryggingafélag er mikilvægur bakhjarl í fjárfestingum, en á þessum tíma er þó líklegt að menn hafi verið varfærnari í fjárfestingum tryggingafélaga miðað við það sem síðar varð. Ávöxtunin af VÍS varð ævintýraleg næstu ár. Svo dæmi sé tekið þá jukust heildareignir VÍS um 116 prósent milli áranna 2004 og 2005 og eigið fé um 92 af hundraði.  Þá jukust heildareignir Hesteyrar stórkostlega á skömmum tíma. Í árslok 2002 voru eignir félagsins metnar á rúma þrjá milljarða króna, en 8,97 milljarða tveimur árum síðar. Hagnaður ársins 2004 nam alls 2,6 milljörðum króna.
10.júl. 2017 - 14:17 Björn Jón Bragason

Versti umhverfissóði landsins

Ekki skorti á skrúðmælgi Dags B. Eggertssonar borgarstjóra þegar stjórnendur á annað hundrað fyrirtækja voru fengnir til að undirrita „umhverfisyfirlýsingu“ í Höfða með tilheyrandi fjölmiðlauppistandi nokkru áður en alls tólf fulltrúar borgarinnar héldu til Parísar á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Þar voru heimsbyggðinni meðal annars kynnt áform Reykjavíkurborgar um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.
24.des. 2015 - 16:20 Björn Jón Bragason

„Staðarákvörðun ókunn, allir á lífi“ Í haust eru liðin 65 ár frá Geysisslysinu – Björgunarvél festist á Vatnajökli

Geysir, milllandavél Loftleiða, átti að lenda á Reykjavíkurflugvelli tíu mínútum eftir miðnætti föstudaginn 15. september 1950, en vélin hafði haldið frá Lúxemborg klukkan 16:30 að íslenskum tíma. Engir farþegar voru um borð, aðeins sex manna áhöfn. Eðlilegt loftskeyta- og talsamband var við vélina frá Reykjavíkurflugvelli er hún var í nánd við Færeyjar. Þá var klukkan 21:30. Tæpri hálfri klukkustund síðar náðist aftur samband við vélina og taldi flugstjórinn hana nærri landi. Flugvélin yrði á undan áætlun og myndi lenda í Reykjavík klukkan 23:30.
06.des. 2015 - 21:00 Björn Jón Bragason

Lögreglustöðin grýtt og bílum hvolft

Mörgum finnst nóg um sprengingar, ærsl og læti á gamlárskvöld nú til dags. Þau ólæti eru þó ekkert í líkingu við það sem tíðkaðist í höfuðstaðnum á fyrri hluta síðustu aldar. Snemma varð það siður í Reykjavík eftir klukkan 21:00 á gamlárskvöld að fólk safnaðist saman í götum bæjarins til að kasta skoteldum, kínverjum og púðursprengjum. Árið 1924 keyrðu sprengingar í Austurstræti svo fram úr hófi að stórar rúður í búðargluggum sprungu.
18.nóv. 2015 - 13:44 Björn Jón Bragason

Er Grænland íslensk nýlenda?

Líklega þykir flestum spurningin í titli þessa pistils fjarstæðukennd. Á fyrri hluta síðustu aldar kom þetta álitaefni þó reglulega til umræðu hérlendis og samþykktar voru margar tillögur á Alþingi um að kannað yrði þjóðréttarlegt tilkall Íslendinga til Grænlands. Mikil skrif urðu um málið, en enginn af fjallaði þó um það af jafnmiklum lærdóm og dr. juris Jón Dúason.
20.sep. 2015 - 13:32 Björn Jón Bragason

Pólitískir óvitar

Vinstrimeirihluti Dags B. Eggertssonar í borgarstjórn samþykkti á dögunum – að óathuguðu máli – að sniðganga vörur frá Ísrael, svo sem frægt er orðið að endemum. En borgarstjórinn var gerður afturreka með viðskiptabannið þegar ljóst var að hann hafði stórskaðað íslenska hagsmuni. Ætla má að grundvöllur ákvörðunarinnar hafi verið ólögmætur, því „kveðjugjöf“ til borgarfulltrúa Samfylkingar mun seint teljast málefnaleg sjónarmið. Sjálfur hefur borgarstjórinn þegið boðsferðir til Kínverska alþýðulýðveldisins sem á heimsmet í mannréttindabrotum, en ekki hefur hann þó ljáð máls á að borgin leggi viðskiptabann á Kína.
05.sep. 2015 - 13:28 Björn Jón Bragason

Borgarstjóri þolir ekki dagsljósið

Fáir stjórnmálamenn þrá athygli fjölmiðla jafnheitt og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Samfylkingarinnar. Til marks um það eru 14 manns á launum hjá borgarbúum við að sinna kynningarmálum fyrir borgarstjórann í sérstakri áróðursmáladeild. Þetta gekk meira að segja svo langt í sumar að myndir birtust af borgarstjóranum á strætisvagnaskýlum borgarinnar, þó svo að enn séu þrjú ár til kosninga.
03.júl. 2015 - 09:00 Björn Jón Bragason

Þingmennskan á aldrei að vera fullt starf

Fyrir tæpri hálfri öld deildu þeir um það Bjarni Benediktsson og Eysteinn Jónsson hvort þingmennskan ætti að vera fullt starf eða einungis hlutastarf. Bjarni taldi að þingmennskan ætti aldrei að verða fullt starf; það væri nauðsynlegt fyrir þingmenn að gegna samhliða öðrum störfum úti í þjóðlífinu. Að mati Bjarna mætti ekki rjúfa lífræn tengsl þingsins við atvinnulífið í landinu með því að gera alla þingmenn að atvinnustjórnmálamönnum. Þvert á móti bæri að ýta undir að til þingstarfa veldust menn sem áunnið hefðu sér traust, hver á sínu sviði þjóðlífsins. 
24.jún. 2015 - 18:51 Björn Jón Bragason

Er versluninni að blæða út?

Á umliðnum árum og áratugum hefur sérvöruverslun í miðbæ Reykjavíkur hnignað mjög og fyrir því eru ýmsar ástæður.
12.maí 2015 - 15:35 Björn Jón Bragason

Að ráðast á Alþingi


06.maí 2015 - 11:01 Björn Jón Bragason

Vinstri grænir talibanar?

Margrét Frímannsdóttir sigraði naumlega í kjöri um formann Alþýðubandalagsins árið 1995, en flestir bjuggust við að keppinautur hennar og „erfðaprins“ flokksins, Steingrímur J. Sigfússon, næði kjöri. Margrét tók til við að uppfylla kosningaloforð sitt um stofnun nýs sameinaðs flokks vinstrimanna og árið 1998 var stofnaður þingflokkur Samfylkingarinnar, nýs flokks sem átti að sameina flokka á vinstri væng stjórnmálanna. Ýmsum hörðum vinstrimönnum mislíkaði sameiningin og þeir stofnuðu nýjan flokk, Vinstrihreyfinguna – grænt framboð. Þetta flokksbrot úr Alþýðubandalaginu bauð fyrst fram árið 1999 með Steingrím J. Sigfússon í broddi fylkingar. Ætla má að saga íslenskra vinstrimanna hefði orðið allt önnur hefði Steingrímur haft betur í formannskjörinu 1995.

Björn Jón Bragason
Björn Jón Bragason er sagnfræðingur og lögfræðingur. Eftir hann liggja fjölmargar fræðigreinar, auk bókanna Hafskip í skotlínu, Bylting og hvað svo og Gjaldeyriseftirlitið – Vald án eftirlits, en sú síðastnefnda hefur líka komið út í enskri þýðingu.
Tapasbarinn: happy hour
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 06.4.2018
Sjáðu þessi dæmi um græðgisvæðingu!
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 25.3.2018
Lokað fyrir ræðuhöld
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 25.3.2018
Berjumst gegn græðgisvæðingu
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 05.4.2018
Dröslaði bróður mínum í kirkju
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Hvað segi ég í Las Vegas?
Sverrir Björn Þráinsson
Sverrir Björn Þráinsson - 05.4.2018
Hjónin Laufey og Bjarki losuðu sig við 33 kg á 12 vikum
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Heimsókn Øverlands
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 29.3.2018
„Heyrðu“
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 05.4.2018
Þinn tími sem forseti ASÍ er liðinn!
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 07.4.2018
Málið okkar
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.4.2018
RÚV er tímaskekkja
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 27.3.2018
Dymbilvika
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir - 06.4.2018
Skömmin
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 14.4.2018
Grafir án krossa
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 17.4.2018
Grímulaus pólitík
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 21.4.2018
Þrjár örlagasögur
Fleiri pressupennar