16. des. 2009 - 16:30Barbara Löve

Rústaði jólastemningu í 104

Föstudagur 11.desember

Vinnuvikan var frekar skrautleg. Maðurinn í skónum lét bara eins og ekkert hefði í skorist og ég vissi eiginlega ekki hvort ég ætti að „ræða þetta“ eitthvað. Eftir nokkur heilabrot ákvað ég bara að láta eins og ekkert væri. Einu áhrifin sem þetta hafði var að ég komst ekki hjá því að mála mig svolítið meira og vera svolítið meiri gella en venjulega. Já,já, þetta hljómar svolítið ýkt en svona er þetta bara.

Við vinkonurnar ákváðum að gera okkur glaðan dag á föstudaginn. Þær mættu allar heim til mín og við mökuðum á okkur kremum, olíum, háreyðingavaxi og öllu sem hægt er að hugsa sér með það að markmiði að bæta útlitið. Það hefði kannski verið meira viðeigandi að fara svo í bólið á eftir en með þessu drukkum við aðeins of mikinn Jager og vorum komnar í svo mikið stuð. Það var því ekkert annaði í stöðunni en að henda gúrkunum úr andlitinu og skella sér í bæinn.

R&R varð fyrir valinu. Þar var nánast allt aðalliðið í bænum. Stjörnulögmaðurinn Helgi Jóhannesson var á svæðinu ásamt starfsfólki Lex. Þar var líka Smári Hilmarsson lögmaður og Markús Máni Michaelssen í bullandi Burberry-frakka. Auddi var eitthvað að reyna að dulbúast og var með húfu á höfðinu. Á köflum var staðurinn svolítið eins og Remax hafi haldið árshátíð en inni á milli var mikið af klassaliði. Hin þokkafulla Eydís Hilmarsdóttir var á svæðinu ásamt vinkonum sínum, Hlín Sverrisdóttur og Nönnu Björg Lúðvíksdóttur. Þar var líka Hulda Péturs Arijón ofurgella. Biggi í Linsunni var á svæðinu en líka Sveinn Andri og Siggi Arnljóts. Runólfur Ágústsson var í sjúku stuði en það var líka Reynir Leósson úr Val og Hafrún Kristjánsdóttir.

Eftir að hafa tekið nokkra skinkudansa kíkti ég á b5. Staðurinn var svolítið eins og maður væri kominn til Harlem ef góðærisblakkur er mínusaður frá. Ég veit ekki hvort Auddi sé búinn að klóna sig en hann var líka á barnum á b5. Eina stjarnan á þeim stað fyrir utan hann var Veigar Páll Gunnarsson.

Vinkonur mínar voru algerlega æstar í að kíkja á Ölstofuna. Þar hefur hressleikinn oft verið töluvert meiri. Gísli Einarsson var í stuði ásamt Berki Gunnarssyni rithöfundi og blaðamanni. Í mesta stuðinu var þó án efa Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra. Með honum í för var Kristrún Heimisdóttir.

Á þessu augnabliki var ég orðin svo áþjáð í að komast í sleik að ég hrindi í manninn í skónum. Síminn hringdi og hringdi en enginn svaraði. Í stað þess að láta gott heita prófaði ég að hringja aftur, og aftur og aftur...

Laugardagur 12.desember

Ég var alveg búin að gleyma því að ég hefði legið á línunni hjá manninum í skónum þarna um nóttina. Það rifjaðist ekki upp fyrir mér fyrr en hann sjálfur vakti mig þegar hann hringdi rétt undir hádegi. Kauði var ekki alveg á því að þetta hefði verði besta hugmynd í heimi enda lenti hann í spurningavagni í kjölfarið. Ég afsakaði með því að ég hefði örugglega bara rekist í takkana á símanum, ítrekað.

Um kvöldið skellti ég mér ball í Þjóðleikhúskjallaranum. Þar hélt Helgi Björns upp stuðinu ásamt kokkteilpinnunum. Orri Helgason passaði upp á að barinn væri í góðu róli og Óli Palli var á svæðinu. Siggi Hall hafði eldað þennan fína mat og var bara eins og maður væri kominn erlendis.
Þarna voru Erna Bergmann, Ellen stílisti, Katrín Alda ein af ofursystrunum úr búðinni Einveru, Fanney Birna Jónsdóttir sem sagði stanslausa Sjálfstæðisflokks-brandara allt kvöldið. Elva Rut Gunnlaugsdóttir, ein fremsta ballerína landsins lét sig ekki vanta. Ég og mínar vinkonur áttum þó staðinn. Eftir marga Martini og fullt af stuði fékk ég tryllingslega hugmynd. Ég vissi ekki fyrr en ég var komin fyrir utan hjá manninum í skónum og búin að hringja dyrabjöllunni. Það næsta sem ég vissi var að konan hans stóð á sloppnum einum fata í hurðinni og spurði mig: „Hvað vilt þú upp á dekk ungfrú Löve?“
14.mar. 2011 - 15:54 Barbara Löve

Dyraverðirnir á Austur þekkja mig ekki lengur – MYNDBAND

Það að leita sér að maka er ekki mjög vænlegt til árangurs ef þú liggur ein í sófanum öll kvöld. Ákvað því að tékka aðeins á stemningunni og sjá hvort það væri ekki eitthvað spennandi að finna í miðborg Reykjavíkur.
04.okt. 2010 - 13:46 Barbara Löve

Ég og Steingrímur J. Sigfússon á djamminu

Jæja, eflaust hafa örugglega einhverjir haldið að ég væri horfin af yfirborði jarðar en svo var ekki. Það gerðist bara tvennt á meðan... ég hætti að drekka og flutti til Noregs eins og er svo vinsælt núna.
19.feb. 2010 - 18:00 Barbara Löve

Vælukjóinn í lífi mínu

Ohhh, pósthólfið mitt fylltist af skilaboðum því fólk var farið að halda að eitthvað hefði komið fyrir drottninguna. Sumir höfðu áhyggjur af því að ég væri á snúrunni meðan aðrir spáðu því að ég væri að láta hreinsa á mér ristilinn.  En nei, ég lenti bara í ástinni sem var “bara gaman”. Maðurinn sem hefur átt hug minn allan síðustu vikurnar er nú kannski ekki dæmigerður fyrir minn smekk. Vinir mínir eru búnir að gera stólpagrín að mér og kalla manninn Údó sem er stytting á starfsheitinu útgerðarmaður. Það er náttúrlega eina vitið að kyssa svona menn, allavega eftir að gengið féll.
03.feb. 2010 - 20:10 Barbara Löve

Ætli ég sé með kynlífsfíkn?

Áramótaheit eru tímaskekkja. Ég held að vikuleg heit séu málið. Það er allavega minna mál að fara eftir þeim, og þó! Lofaði sjálfri mér í síðustu viku að reyna að núllstillast og hemja mig í karlamálum. Það fór þó aðeins öðruvísi en áætlað var. Ætli ég sé kynlífsfíkill?
27.jan. 2010 - 17:00 Barbara Löve

Yfirþyrmandi hjásvæfur

Vikan er búin að vera undirlögð af Nick Cave týpunni og öllum hans undarlegu hliðum. Hann er samt alveg fínn, sko.  Hann kom reyndar stórlega á óvart þegar hann heimtaði að fá að koma með mér í ræktina. Mér fannst það svona full mikið þar sem ég vil helst ekki láta sjá mig á almannafæri með manni.
21.jan. 2010 - 15:00 Barbara Löve

Ævintýrin gerast í skammdeginu

Ákvað að taka til í tilverunni minni og byrja að æfa. Það koma mér svakalega á óvart hvað það var mikið af selebum í ræktinni. Þetta er næstum því eins og á börunum, nema allir bara í jogging í stað glimmers. World Class úti á Nesi er greinilega staðurinn til að fara á.
13.jan. 2010 - 20:30 Barbara Löve

Af hverju splæsti útrásarvíkingurinn ekki á sig lýtaaðgerð?

Óþolandi þetta pakk sem kýs að vera á snúrunni í janúar. Ef það er einhver mánuður sem er heppilegri en annar þá er það febrúar, því hann er svo stuttur. Það verður því enginn hvítur janúar hjá mér og mínum. Meira svona grænn því ég hef komist að því að útlitið verður hraustlegt á safakúrnum þegar hann er stundaður frá sunnudegi til föstudags. Á föstudags og laugardagskvöldum tek ég pásu grænmetisdjúsnum og fæ mér skriðdrekaolíu.
08.jan. 2010 - 11:30 Barbara Löve

Dansað inn í nýja árið

Gleðilegt ár elskurnar og takk fyrir dyggan lestur árið 2009. Skál fyrir ykkur! Ég er ennþá að jafna mig eftir allt stuðið sem fylgdi hátíðarhöldunum. Þetta var engin hátíð barnanna, þetta var eitt lengsta fyllerí sem ég hef upplifað með hægðum og lægðum og stöku barferð. Það sem af er 2010 hef ég reynt að drekka bara selleríssafa til að verða jafn flott og á myndinni.

22.des. 2009 - 17:00 Barbara Löve

Nætursnarl með dómsmálaráðherra

Þegar svona stendur á hjá manni er ekkert annað í stöðunni en að drekka og það svolítið mikið. Ef ég hefði hellt öllu magninu sem ég drakk þessa vikuna út í sósu þá hefði hún orðið vel áfeng. Jafnvel þótt suðan hefði komið upp.

09.des. 2009 - 09:01 Barbara Löve

Ég er í ruglinu...

Desember ætti frekar að heita mesti drykkjumánuður ársins. Ég var ekki fyrr mætt í vinnuna en yfirmaðurinn tilkynnti að við ætluðum að hafa lokað eftir hádegi og hita okkur svolítið upp fyrir glöggið sem byrjaði seinni partinn.

02.des. 2009 - 13:15 Barbara Löve

Ofneysla á skriðdrekaolíu

Það var svo mikill púki í mér þennan miðvikudaginn að ég gat ekki hamið mig þegar mér var boðið á útgáfutónleika Hjaltalín í Loftkastalanum. Eins og búast mátti við var allt á suðupunkti, allir í svaka stuði og mátulegt fjör eins og Páll Óskar myndi segja. Meira en hálfa tónleikana var ég alveg í ruglinu því ég gat ekki betur séð en að Ragna Árnadóttir ráðherra væri á sellóinu.

25.nóv. 2009 - 17:16 Barbara Löve

Vonlaus strákaleit

Það var svo mikill púki í mér þennan daginn að ég linnti ekki látum fyrr en ég var búin að finna mér barfélaga. Það endaði með að það gafst ekkert betra en frekar fúll náungi sem vinnur með mér en allt er jú hey í harðindum. Þegar hann var búinn að drekka fimm bjóra var hann orðinn ásættanlegur. Það að vera með karlmanni á börum er samt ekki mjög heppilegt ef maður er í strákaleit.

18.nóv. 2009 - 17:00 Barbara Löve

Stórstjarnan ég!

Var búin að taka því svo rólega alla vikuna að þegar mér var boðið í smá VIP teiti í fínni hluta Þingholtanna þá gat ég náttúrlega ekki sagt nei. Verst að ég vissi ekkert í hverju ég átti að vera. Þetta fína fólk hefur náttúrlega annan smekk en almúginn. Ákvað að tóna mig aðeins niður og fór í svart stutt pils og peysu. Var komin í sokkabuxur en þá leið mér eins og ég væri komin í skólabúning svo ég sleppti þeim bara. Ég komst þó fljótlega að því að þetta fína fólk djammar allt öðruvísi en ég sjálf.

11.nóv. 2009 - 09:03 Barbara Löve

Lúxusskinka fer á bar

Það er sjúklegt stuð í gangi eða þannig... Hjá mér hefur ekkert verið í gangi nema vinna, sofa og borða. Jú jú, ég þurfti náttúrlega að gera og græja eftir Kaupmannahafnarævintýrið ógurlega, díla við fjölskylduna og yfirmanninn. Skil ekki af hverju fólk þarf að vera svona fjári leiðinlegt... ég meina kommon. Sló þessu upp í kæruleysi og fór með vinkonu minni á  Boston.

03.nóv. 2009 - 17:02 Barbara Löve

Sauðdrukkin í einkaþotu...

Þegar ég var búin að fá mér kaffi hjá Frikka Weiss í Köben ákvað ég að hringja í vinkonu mína, bara svona til að fá öppdeit á því sem gerst hafði nóttina áður. Svarið stóð ekki á henni. Við höfðum hitt erlendan mann sem var svona ógurlega hress og skemmtilegur. Við vinkonurnar drukkum víst mörg kampavínsglös áður en hann bað mig að koma með sér í smá ævintýri úti í nóttinni. Hún var gapandi hissa þegar ég sagði henni að ég væri í  Köben. Eftir miklar vangaveltur sagði hún að það væri algerlega útilokað að við hefðum farið með áætlanaflugi sem sagði mér bara eitt: Ég hafði flogið í einkaþotu án þess að muna eftir því. Flott á því!

28.okt. 2009 - 09:30 Barbara Löve

Vaknað í Köben...

Ég sagði útrásarvíkingnum til syndanna og bað hann vinsamlegast um að láta mig í friði. Þetta var um það bil hálftíma eftir að hann spurði hvort hann mætti flytja inn. Að manninum skuli detta þessi sjúklega vitleysa í hug. Ég hefði kannski fallið fyrir þessu í góðærinu ef týpan hefði fært mér eitthvað fallegt og reynt að vera notalegheitin uppmáluð. Á tímum sem þessum hefur maður hinsvegar ekkert við svona farangur að gera. Leið eins og ég væri algerlega frjáls og óháð þegar ég var búin að segja honum þetta. Þá var ekkert annað í stöðunni en að marinera sig svolítið. 
20.okt. 2009 - 18:30 Barbara Löve

Allt í steik...

Öll vikan hefur verið undirlögð í útrásarvíkingnum. Hann byrjaði á að senda mér sms þarna um síðustu helgi þess efnis að hann væri hrifinn af mér. Þegar ég las þetta áttaði ég mig á því að maðurinn væri algerlega snaróður. Hvernig getur þú orðið hrifin af stelpu/konu sem stelur af þér bíl og skilur þig eftir í sveitinni?
14.okt. 2009 - 09:40 Barbara Löve

Útrásin heldur áfram

Ég lenti aldeilis í því um síðustu helgi. Útrásarvíkingurinn elti mig heim af djamminu. Mér leist ekkert á blikuna enda hélt ég að hann væri algerlega brjálaður út í mig út af sveitaferðinni, bílnum og öllu því en annað kom á daginn. Í hans huga voru þetta bara smávægilegar syndir miðað við allt sem hann hafði upplifað blessaður. Þegar ég var komin heim til mín grátbað hann mig um að fá að koma inn. Mér leist ekkert sérstaklega vel á blikuna en eftir smá ströggl ákvað ég hleypa honum inn. Þegar inn var komið vildi hann bara gráta á öxlinni á mér því hann þurfti á andlegum stuðningi að halda.
06.okt. 2009 - 11:30 Barbara Löve

Er lækningamáttur í pítsu og kók?

Ja hérna... þetta líf, þetta líf. En það þýðir víst ekkert að láta deigan síga þrátt fyrir að hafa lent í smá óhappi þarna í sveitinni. Þegar ég var á leiðinni í bæinn þarna á sunnudaginn voru heilladísirnar klárlega í verkfalli. Frá því ég steig upp í bílinn fór ég að heyra eitthvað undarlegt hljóð og þegar ég lækkaði í 50 Cent (sem var í spilaranum) áttaði ég mig á því að það var sími í hólfinu á milli sætanna. Enginn kreppusími heldur nýjasti iPhone-inn sem þarf algerlega meirapróf á. Ég sá nú samt að þetta tækifæri kæmi kannski ekki aftur svo ég lagði bílnum úti í kanti og hringdi í vinkonu mína sem býr í Ameríku. Hún var svona dúndurhress og spurði mig af hverju ég væri að hringja úr leyninúmeri. Ég kunni nú ekki við að gefa það upp enda hefði það hljómað dálítið sjoppulega að vera bæði á “lánsbíl” og með “lánssíma” en well...
29.sep. 2009 - 00:40 Barbara Löve

Sjoppuleg í fangi útrásarvíkings

Ég ákvað að detoxa fyrir hádegi því það var svo mikið í gangi þessa helgina og auðvitað þurfa línurnar að vera í lagi. Leitin að draumaprinsinum stendur ennþá yfir og síðast þegar ég vissi var ekki slegist um hlussurnar. Gamli sénsinn sem ég hitti síðustu helgi reyndist vera alger fáviti. Eftir nokkra sleiki og smá káf áttaði ég mig á því að ég var algerlega röng kona á röngum stað. Í ofanálag var ógeðslega ljótt heima hjá honum. Tussaðist heim til mín áður en ég gerði eitthvað sem ég myndi sjá eftir fyrir lífstíð.

21.sep. 2009 - 22:45 Barbara Löve

Næturævintýri

Þessi vika var algert æði. Haldið ekki að næturlífsljósmyndarinn hafi sent mér myndirnar sem hann tók af mér í leðurjakkanum einum fata. Ég verð nú að játa að kroppurinn hefur sjaldan verið betur mótaður þótt ég segi sjálf frá. Þessar Pilates-æfingar er alveg að gera kraftaverk fyrir mig, sérstaklega þar sem ég er ekki lengur 19 ára.

 

14.sep. 2009 - 16:00 Barbara Löve

Nektarmyndir um miðja nótt

Ég var alveg á því þegar ég vaknaði að ég yrði að gera eitthvað eftirminnilegt í tilefni dagsins. Þessi dagsetning mun aldrei gleymast. Hver man ekki hvar hann var 11.september 2001? Ég var svartklædd frá toppi til táar, með rauðan varalit og stór sólgleraugu á útikaffihúsi í París. Já, já, maður hefur alltaf verið svolítið á undan sinni samtíð. Þetta rokkabillílúkk sem er svo mikið núna er bara gamalt fyrir mér. Ég fæddist svona.
08.sep. 2009 - 16:00 Barbara Löve

Er árið 2000 komið aftur???

Fimmtudagur 3.september...

Ég var alveg komin að því að safna mér fyrir svuntuaðgerð þegar Ísland í dag þurfti endilega að eyðileggja þetta allt fyrir mér með því að sýna aðgerðina í sjónvarpinu. Þvílíkt ógeð... Þetta kallar á kaup á nýjum aðhaldsbuxum og það strax því ekki verður splæst í þessa aðgerð.

 


Barbara Löve
Fjármálaráðgjafi með BA í frönsku. Sjálfstæð tveggja barna móðir sem elskar lífið - sérstaklega eftir að skyggja tekur. Helstu áhugamál eru fólk og skvísuföt. barbara@pressan.is
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 16.2.2018
Viðkvæmir Píratar
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.2.2018
Hugleiðingar á 65 ára afmælinu
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 28.2.2018
Af högum mínum: Svar til blaðamanns
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 22.2.2018
Umskurður drengja
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 22.2.2018
Gyðingdómur í sögu og samtíð - námskeið
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 24.2.2018
Hann kaus frelsið
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 27.2.2018
Vita stjórnvöld hvað er barni fyrir bestu?
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 07.3.2018
Já, það er komið Vor í verkó!
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.3.2018
Klæðast eins og niðursetningar í þingsal
Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson - 12.3.2018
Jafnasti oddvitinn?
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 14.3.2018
Stöðugleikasáttmáli alþýðunnar
Fleiri pressupennar
Veröldin
vinsælast í vikunni