Ágústa Johnson
24. feb. 2010 - 21:00Ágústa Johnson

Tíu skotheld ráð til að léttast hraðar

Getty Images

Þegar þú hefur tekið ákvörðun um að losna við aukakílóin þá viltu sjá árangur strax! Hér eru 10 ráð hvernig hægt er að léttast hraðar.

1. Haltu matardagbók

Hafðu matardagbók við hendina og skráðu jafn óðum í hana allt sem þú borðar. Það hefur ótrúlega mikil áhrif á sjálfsagann, þegar maður ætlar sér að losna við aukakílóin, að skrá strax allt sem maður borðar.  Það fær þig til að hugsa ÁÐUR en þú færð þér auka sælgætis bitann eða viðbótar vínglasið  í lok dagsins þegar þú ert kannski búin að gleyma helmingnum af  því sem þú innibyrgðir yfir daginn.

2. Vigtaðu það sem þú borðar

Upplýsingar um skammtastærðir geta verið villandi, auktu meðvitund þína á skammtastærð og settu því á vigtina skammtinn af morgunkorninu/hrísgrjónunum/pastanu sem þú neytir.  Ef þú gerir skynsamlegar breytingar á matarneyslu þinni  munu aukakílóin hverfa hratt.  En EKKI – ef þú svindlar!

3. Hreyfðu þig

Þegar þú situr eyðir þú helmingi færri hitaeiningum en ef þú stendur og fjórðungi af þeim he. sem þú eyðir ef þú gengur.  Með því að stunda reglulega þjálfun og hreyfa þig almennt meira getur þú stóraukið brennslu líkamans og þú léttist mun hraðar.  Fáðu þér skrefmæli og reyndu  að ná 10.000 skrefum á dag. Það gæti reynst erfitt í fyrstu en ef þú gerir smá breytingar á daglegum venjum  þá ætti að vera auðvelt að ná því. Skrefmælirinn er gott hjálpartæki því hann gerir mann miklu meðvitaðri um daglega hreyfingu og hefur hvetjandi áhrif.

4. Þjálfun, þjálfun, þjálfun!

Það liggur í augum uppi... ef þú vilt léttast hratt – byrjaðu í líkamsrækt.  Allar tegundir af líkamsþjálfun sem fá  þig til að hækka hjartsláttinn þinn, BRENNA FITU!  Hreyfðu þig af krafti í 20 mínútur á góðum hraða þannig að þú verðir móð/ur og heit/ur og þú munt brenna hitaeiningum af krafti.  Regluleg styrktarþjálfun eykur grunnbrennslu líkamans  sem þýðir að þú brennir fleiri hitaeiningum allan sólarhringinn. Líkamleg þjálfun gefur þér aukinn styrk, betri líðan, eykur brennsluna og þar með fjúka kílóin fyrr.

5. Líkaminn sem fitubrennsluvél

Regluleg þolfimiþjálfun hjálpar til við að auka framleiðslu brennsluhvata vöðvanna.  Með vel þjálfaða, sterka vöðva virkar líkaminn eins fitubrennsluvél sem vinnur jafnvel þó þú sért ekki í þjálfun.  Líkaminn brennir fitu í stað þess að geyma fitu.  Og þegar kjörþyngd er náð og þú heldur áfram að viðhalda góðu líkamsástandi, þá vinnur líkaminn með þér til að viðhalda réttu þyngdinni.

6. Ekki svindla!

Ef þú neytir fleiri hitaeininga en mataráætlunin segir til um, svindlarðu á sjálfum þér. Ef þú villt léttast hratt og örugglega – haltu þig þá við þann hitaeininga fjölda sem áætlaður er fyrir hvern dag. Gerðu þér grein fyrir því að ef þú borðar eina súkkulaðikexköku á dag til viðbótar við það sem þú borðar venjulega þá eru líkur á því að þú bætir á þig 5 kílóum á einu ári.

7. Eldaðu hollt og forðastu harða og herta fitu

Með því að nota teflonhúðaðar pönnur  er auðvelt að elda allt sem maður vill án þess að bæta smjöri eða olíu á pönnuna eða í uppskriftina.  Fullt af hitaeiningum sparast ef smjöri/olíu er sleppt án þess að hafa áhrif á stærð matarskammtsins.  Minnkaðu fituneysluna, veldu aðeins holla fitu í hófi og þú grennist hraðar!

8. Borðaðu mat með lágum sykurstuðli

Fæða með lágum sykurstuðli er mun hollari og gefur betri fyllingu. Hún hefur því letjandi áhrif á matarlystina því það  líður lengri tími þar til þú verður svöng/svangur aftur og minni líkur eru á löngun vakni í  fitu- og hitaeiningaríkan millimálabita.  Ef þú eykur daglega neyslu á fæðu með lágum sykurstuðli  finnurðu að matarlystin minnkar til muna.

9. Eldaðu sjálf/ur

Tímaskortur getur orðið til þess að við neytum tilbúna rétta í auknum mæli. En með því að elda sjálf/ur hefur þú meiri möguleika á að gera máltíðina hollari og betri. Það þarf ekki að taka svo langan tíma - hægt er að finna fjölmargar góðar uppskriftir að réttum sem er einfalt og fljótlegt að matreiða. Svo er um að gera að virkja börnin , fá þau með í eldamennskuna og fræða þau um mikilvægi þess að elda holla fæðu.

10. Neyttu áfengis í hófi!

Hóflegt magn af áfengi er ekki skaðlegt  en mikil neysla þess hefur án efa slæm áhrif á heilsuna. Áfengi ekki aðeins veikir mótstöðuaflið heldur eykur einnig matarlyst. Neyttu því áfengis í hófi ef þú vilt léttast hratt. Vatnsdrykkja, aftur á móti, er góð  fyrir heilsuna. 

Drekktu því meira af vatni - það verður aldrei of oft sagt!
31.mar. 2011 - 10:30 Ágústa Johnson

Leiðarvísir í drauma formið fyrir sumarið

Ætlar þú að spóka þig í góða veðrinu í sumar í léttum fatnaði og sundfötum? Það er kominn tími til að hrista af sér vetrarhaminn og  e.t.v. múffutoppana sem skaga yfir buxnastrenginn engum til ánægju.

11.mar. 2011 - 20:00 Ágústa Johnson

Heimsins bestu ráð til að léttast!

1. Tölurnar skipta máli

Hitaeining er hitaeining og það eru 7.000 hitaeiningar í einu kílói af líkamsfitu.  Ef þú vilt losna við 1 kg á viku skaltu fækka hitaeiningum sem þú neytir á degi hverjum og auka hreyfingu sem svarar til hitaeiningasparnaðar samtals 1000 he á dag.  Þannig geturðu losnað við 1kg á einni viku.  En gættu þess að fækka hitaeiningum ekki um of því þá hægirðu á efnaskiptahraða líkamans og getur skemmt fyrir vöðva uppbyggingu í líkamanum sem eru nauðsynlegir til að brenna hámarks fjölda hitaeininga.  Veldu góða fæðu og hafðu blöndu af próteinum, kolvetnum og hollri fitu í hverri máltíð til að tryggja heilsusamlega og vel samsetta næringu.
23.feb. 2011 - 20:00 Ágústa Johnson

Ert þú orkubomba í fanta formi?

Í þetta sinn ætla ég að nota þennan vettvang til að koma spennandi skilaboðum til þeirra sem hafa brennandi áhuga á líkamsþjálfun. Hreyfing leitar að hæfileikafólki til að þjálfa fyrir hóptímakennslu, þeim að kostnaðarlausu.
17.feb. 2011 - 15:00 Ágústa Johnson

8 sniðug ráð til að grennast – aldrei heyrt þau áður?

1.Drekktu heitt kakó!

Ef súkkulaði er þinn veikleiki þá er sniðugt  að  í staðinn fyrir að gúffa í sig súkkulaði hlaðið fitu og sykri að útbúa heldur heitt kakó úr ósætu kakódufti.  Hitaðu það með Fjörmjólk eða undanrennu og bættu e.t.v.  út í 2 tsk af próteindufti með vanillubragði.  Þú færð með þessu móti notalegan kakóbolla með andoxunarefnum og prótíni sem er saðsamt og gott fæði fyrir vöðvana þína.

14.feb. 2011 - 16:00 Ágústa Johnson

Eru drykkir að fita þig?

Margir átta sig ekki á að drykkir innihalda gjarnan mikið af hitaeiningum.  Það getur verið auðvelt að minnka hitaeininga neyslu umtalsvert með því að breyta drykkjar venjum þínum og auðvelda þér að losna við óvelkomin aukakíló.
07.feb. 2011 - 10:00 Ágústa Johnson

Viltu losna við fitu?

Færustu næringarfræðingar heims geta ekki hjálpað þér að losna við aukakílóin ef þú ert ekki tilbúin/n til þess.

Hér eru 3 einföld ráð sem hjálpa þér að halda þér við efnið.

24.jan. 2011 - 14:00 Ágústa Johnson

Viltu flatan maga og sterka kviðvöðva ?

Æfingar fyrir  djúpvöðvana (e. core) í miðju líkamans eru geysilega mikilvægar og gegna stóru hlutverki í jafnvægi líkamans og líkamsstöðu.  Hér eru 6 ástæður fyrir því að þú ættir að þjálfa djúpvöðvana reglulega.
18.jan. 2011 - 10:00 Ágústa Johnson

Eru kolvetni fitandi?

Margir eru  talsvert ruglaðir í ríminu á öllum þeim upplýsingum og rangfærslum sem eru uppi um það hlutverk sem fita, prótein og kolvetni spila í heilsu manna og áhrif þeirra á fitusöfnun á líkamann. Hér eru nokkrar upplýsingar til glöggvunar á málinu.
06.jan. 2011 - 21:00 Ágústa Johnson

Allt um þjálfun á meðgöngu

Ég fæ oft fyrirspurnir frá barnshafandi konum um hvað sé ráðlegt varðandi  líkamsþjálfun á meðgöngu og fyrst eftir barnsburð. Hér eru svör við nokkrum helstu spurningum sem brenna á ófrískum konum um þjálfun á meðgöngu.
03.jan. 2011 - 09:45 Ágústa Johnson

Fimm bestu leiðirnar til að losna við bumbuna

Það er enginn vafi á því að öll hreyfing gerir þér gott.  Því meira sem þú hreyfir þig því fyrr muntu losna við fituna. Rannsóknir sýna að því harðar sem þú leggur að þér í æfingunum því meiri er brennslan.
27.des. 2010 - 10:00 Ágústa Johnson

Nýárs eldmóðurinn – ertu með hann?

Jól og áramót er yndislegur tími. Það er skemmtilegt að undirbúa jólin, skreyta, baka, kveikja á kertum og skapa hátíðlega jólastemningu. Svo koma jólin og við borðum góðan mat, spilum saman, njótum frídaganna og eigum notalegar og góðar stundir með fjölskyldunni. Fullkomin sæla.
04.des. 2010 - 20:00 Ágústa Johnson

Hvernig fæ ég flatan maga og mjórri læri?

Við sem erum í heilsuræktargeiranum fáum iðulega spurningar í þessum dúr: „Viltu sýna mér æfingar til að losna við þessa lærafitu“, eða  „ég þarf ekkert að fá mikið æfingaprógram, vil bara losna við magaskvapið“. Fólk vill gjarnan vita hvernig það getur losnað við fitu af ákveðnu svæði.
24.nóv. 2010 - 17:00 Ágústa Johnson

Þú getur borðað ótakmarkað magn af þessu og samt grennst

Langar þig að losa þig við nokkur aukakíló og vantar hugmyndir að hollu og hitaeiningasnauðu snarli til að narta í á milli mála? Hér koma fjórar fínar hugmyndir  að hollu snakki.  Hitaeiningainnihaldið er afar lágt  svo þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því að borða of mikið af því.
16.nóv. 2010 - 10:00 Ágústa Johnson

5 ráð til að forðast þyngdarlögmál jólanna

Þegar þú ert loksins að ná kroppnum í flott form eftir sumarfríið dettur desember inn og matur og freistingar eru allstaðar! Desember er orðinn einn allsherjar neyslumánuður og finnst mörgum nóg um.

09.nóv. 2010 - 15:30 Ágústa Johnson

6 ofurfæðutegundir

Við vitum að fjölbreytt heilsusamlegt fæði er ákjósanlegt fyrir okkur, en það er oft á tíðum auðveldara að tala um en að koma því daglega á diskinn okkar í  hraða nútímasamfélagsins. 
02.nóv. 2010 - 14:00 Ágústa Johnson

Kynlífið kemur sterkt inn

Talið er að stór hluti fólks eyði allt að 56 klst. á viku sitjandi. Margir sitja löngum stundum fyrir framan tölvuna, eða hlamma sér í sófann fyrir framan sjónvarpið og  fara þess á milli allra sinna ferða í bíl.
25.okt. 2010 - 10:00 Ágústa Johnson

Topp 10 leiðir til að elska líkamsrækt

Sumir þola ekki líkamsrækt og yrðu eflaust dauðfegnir ef þeir steyptust út í útbrotum við hverskyns æfingar svo þeir hefðu “löggilda” afsökun fyrir að sleppa heilsuræktinni án þess að viðurkenna hina raunverulegu ástæðu.
17.okt. 2010 - 11:14 Ágústa Johnson

Ógeð í sundbol

Því meiri áhyggjur sem konur hafa af útlitinu, því minni andlega orku hafa þær fyrir aðra hluti t.d. erfið reikningsdæmi. Þetta kom fram í rannsókn sem prófessor Tomi-Ann Roberts, sálfræðingur við Colorado Háskóla birti í Journal of Personality and Social Psychology. Það hefur lengi verið ljóst að útlits- og æskudýrkun kvenna getur leitt til lágrar sjálfsmyndar, átröskunarsjúkdóma og annara vandamála.
12.okt. 2010 - 18:59 Ágústa Johnson

Kósíkvöld með mömmu og stórum nammipoka?

Ofþyngd og offita barna er vaxandi vandi á Íslandi og við því verður að bregðast með öllum tiltækum ráðum.  Við getum öll haft áhrif.  Við sjálf getum gert heilmikið til að snúa við þeirri þróun  sem  átt hefur sér stað á líkamsástandi fólks undanfarna tvo áratugi eða svo.   Hvernig við kjósum að lifa okkar lífi hefur  heilmikil áhrif á komandi kynslóðir.   Við erum  fyrirmyndir barna okkar og ef við stundum reglulega hreyfingu og viðhöfum hollar venjur á heimilum okkar  leggjum við okkar að mörkum við að skila út í samfélagið  heilbrigðum einstaklingum sem hafa tileinkað sér hollan lífsstíl sem góðar líkur eru á að haldist út allt lífið.
04.okt. 2010 - 12:00 Ágústa Johnson

Of fóðruð og feit

Ísland er nú í 6. sæti yfir feitustu þjóðir heims samkvæmt nýrri skýrslu OECD sem birt var í síðustu viku. Hver hefði trúað þessu fyrir 20 árum? Offita er orðin útbreiddasta heilsufarsvandamál meðal iðnvæddra þjóða.

Ágústa Johnson
Framkvæmdastjóri Hreyfingar.
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 06.4.2018
Sjáðu þessi dæmi um græðgisvæðingu!
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 25.3.2018
Lokað fyrir ræðuhöld
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 25.3.2018
Berjumst gegn græðgisvæðingu
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 05.4.2018
Dröslaði bróður mínum í kirkju
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Hvað segi ég í Las Vegas?
Sverrir Björn Þráinsson
Sverrir Björn Þráinsson - 05.4.2018
Hjónin Laufey og Bjarki losuðu sig við 33 kg á 12 vikum
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 29.3.2018
„Heyrðu“
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Heimsókn Øverlands
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 27.3.2018
Dymbilvika
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.4.2018
RÚV er tímaskekkja
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 07.4.2018
Málið okkar
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 05.4.2018
Þinn tími sem forseti ASÍ er liðinn!
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir - 06.4.2018
Skömmin
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 14.4.2018
Grafir án krossa
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 17.4.2018
Grímulaus pólitík
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 21.4.2018
Þrjár örlagasögur
Fleiri pressupennar