19. mar. 2010 - 09:00Ásthildur Sturludóttir

Humarpasta

Mynd: Ásthildur Sturludóttir

Ég eldaði á dögunum þetta spaghettí fyrir konur sem höfðu fengið pastað síðast í vor hjá mér, þá örþreyttar eftir gengdarlausa vinnu í langan tíma. Ég fékk þau skilaboð síðan frá annarri að hana langaði í humarpastað því það hefði kætt sig svo mikið á þessum tímapunkti örþreytunnar, staðan væri eins núna og nú þyrfti hún eitthvað gott og auðvitað varð ég við þeirri ósk. Notað auðvitað tækifærið og kenndi þeim trixin við eldamennskuna svo þær gætu nú gert þetta sjálfar í framtíðinni!

Það er ekki hægt að segja annað en að þetta sé einfalt og ljúffengt og tilvalinn veislumatur. Ég kaupi humarbrot frá Vestmannaeyjum sem eru ágæt, skelfletti, garnhreinsa og þerra þau vel. Það tekur smá tíma en er að sjálfsögðu miklu lekkerara. Skeljarnar frysti ég svo og nota í soð fyrir fiskisúpur.

Flestir elska humarpastað nema kannski Böðvar bróðir sem þykist hafa ofnæmi fyrir humri. Hann veit ekki af hverju hann er að missa! Salatið sem borið er fram með þessu er ekki síður gott. Það er hin fullkomna blanda af beiskju og sætleika, perur og rucola, ostur og furuhnetur (sem reyndar eru með sama kílóverð og gull!).

500 gr. speltspaghetti
700 gr humar í skel eða 500 gr risarækja eða skelfiskur
4-5 feit og pattaraleg hvítlauksrif
1 feitt rautt chili (fræhreinsað)
1 búnt steinselja (1 poki)
1 box íslenskir kokteiltómatar
1 stórt glas af þurru hvítvíni
Ólívuolía til að steikja upp úr.
Maldon salt.

1. Setjið upp vel saltað vatn í stórum potti og náið upp suðu, skellið spagettíinu út í og sjóðið uns það er al dente.
2. Á meðan að spaghettíið sýður þá er humarinn skeldreginn, garnhreinsaður og þerraður.
3. Hvítlaukurinn er marinn og chilíið er fínsaxað og svissað í olíunni.
4. Steinseljan er söxuð og tómatarnir skornir í tvennt.
5. Humarnum er bætt út á pönnuna og látinn steikjast lítið eitt.
6. Þá er hvítvíninu og tómötunum bætt út í og látið sjóða í svona rúma 1 mínútu eða þar til humarinn er soðinn og tómatarnir uþb farnir að springa.
7. Að lokum er 1 tsk af salti bætt út í og steinseljunni og hrært í.
8. Spaghettíinu og sósunni er blandað saman í stórri og fallegri skál, sáldrið smá ferskri steinselju yfir og berið fram með perusalati og jafnvel parmesanosti (sumir segja að ekki eigi að vera með parmesanost með fiskmeti en ég segi bara iss við því!).

Perusalat
1 poki rucola, þvegið og þerrað vel.
1 og ½ pera, vel þroskuð, söxuð smátt og vætt með smá sítrónusafa.
Tæplega 1 poki furuhnetur, ristaðar létt á pönnu.
Smá biti parmigiano ostur í örþunnum sneiðum

Salatsósa
2 msk gott edik (balsamik eða fíkju)
4 msk góð ólívuolía
Smá salt og pipar
Þeytt saman.

Öllu blandað saman og olíusósunni bætt út á rétt áður en salatið borið er fram.

Þetta ætti að duga fyrir svona 5-6 svanga.

Left Right06.maí 2010 - 18:00 Ásthildur Sturludóttir

Alsírskur tiltektar apríkósukjúklingur og nett geggjað hvítkálssalat

Alsírskur apríkósukjúklingur með krydduðum furuhnetum. Nú er vor í lofti og allar sannar húsmæður (og feður) eru að taka heimilin „í gegn“, þvo veggi, loft, skápa, glugga, henda öllu sýnilegu drasli og viðra fataskápinn. En ekki ég og móðir mín er ekki stolt af mér. Ég fékk nóg hér í gamla daga þegar þær amma fóru hamförum í stórhreingerningum sem tóku nokkra daga.
29.apr. 2010 - 10:10 Ásthildur Sturludóttir

Snæfellshamborgarinn

Í dag keppir liðið mitt, Snæfell, til úrslita við Keflavík í Iceland Expressdeildinni í körfubolta eða eins og var kallað í mínu ungdæmi, Úrvalsdeildinni. Í tilefni af því eldaði ég hamborgara strákunum til heiðurs, svona rétt til að hita upp fyrir átökin á morgun. Þetta eru snillingar og ég vona sannarlega að þeim gangi vel.

22.apr. 2010 - 11:05 Ásthildur Sturludóttir

Vorboðinn ljúfi....

Möndluterta með jarðaberjum. Nú andar suðrið sæla vindum þýðum.
Á sjónum allar bárur smáar rísa 
og flykkjast heim að fögru landi Ísa, 
að fósturjarðar minnar strönd og hlíðum.
10.apr. 2010 - 11:30 Ásthildur Sturludóttir

Hornstranda spaghetti bolognese

Hrært í bolognese-sósunni í Hrafnfirði,  sumarið 2008 Mér hefur alla tíð þótt spaghettí bolognese vera eitt það besta sem ég veit um enda einstaklega saðsamt, hæfilega subbulegt og hentar vel hráslagalegri íslenskri veðráttu. Mamma býr til óskaplega gott spaghettí bolognese og er örugglega vikulega með það.
09.apr. 2010 - 15:43 Ásthildur Sturludóttir

Hornstranda spaghetti bolognese

Mér hefur alla tíð þótt spaghettí bolognese vera eitt það besta sem ég veit um enda einstaklega saðsamt, hæfilega subbulegt og hentar vel hráslagalegri íslenskri veðráttu. Mamma býr til óskaplega gott spaghettí bolognese og er örugglega vikulega með það.
29.mar. 2010 - 20:00 Ásthildur Sturludóttir

Saffran Bláskel úr Stykkishólmi með frönskum og alioli

Gamla nágranna mínum úr Ásklifinu í Stykkishólmi, Símoni Má Sturlusyni (ekki bróður mínum) er nú ekki fisjað saman. Hann er alltaf með einhver ný verkefni í gangi til eflingar atvinnulífs í bænum. Síðastliðin ár hefur hann ræktað bláskel (krækling) á böndum út á sundunum við Stykkishólm. Ræktunin hefur gengið ljómandi vel og glæsileg afurð er nú komin á markað sem fæst m.a. í Fylgifiskum í Reykjavík.
05.mar. 2010 - 11:00 Ásthildur Sturludóttir

Fermingarpottrétturinn

Ég og Inga vinkona mín vorum að ræða um mat í vikunni eins og svo oft áður. Ræddum um gúllas og hvað  pottréttir væru góðir, sérstaklega þegar margir eru í mat og kalt er úti eins og núna er. Þá rifjaði ég upp fermingarpottréttinn minn, altsvo þann sem eldaður var í fermingarveislunni minni fyrir 150 árum síðan.
25.feb. 2010 - 21:00 Ásthildur Sturludóttir

Mother of all pizzas....

Föstudagar eru pizzudagar hjá mér. Alveg sama hvort ég er ein eða með fleiri þá baka ég pizzu. Ég er nefnilega vanaföst í meira lagi! Þessi pizzubotnsuppskrift hefur verið í  fórum mínum lengi. Hún kemur frá bróður mínum sem er mikill kokkur. Pizzur hafa alla tíð verið vinsælar hjá okkur fjölskyldunni.
22.feb. 2010 - 20:00 Ásthildur Sturludóttir

Skandalsúpan

Þessi fína fiskisúpa ætti að metta góðan hóp fólks. Ég sýð soðið sjálf og mér þykir súpan betri þannig. Það er auðvitað ekkert mál að kaupa bara fisksoð og búa til súpuna þannig, en mér þykir skemmtilegra að dedúa við að sjóða soðið sjálf enda gefur það súpunni hið rétta bragð. Það er samt illa hægt að leiðsegja um gerð fiskisúpu, þetta fer allt eftir tilfinningu og skapi hverju sinni. Þið bara prófið ykkur áfram og munið að það er enginn heilagur sannleikur við matargerðina.

11.feb. 2010 - 11:00 Ásthildur Sturludóttir

Valentínusarhryggur

Girnilegur og ljúffengur

Valentínusardagurinn var ekki til í íslenskum kúltúr fyrr en í lok síðustu aldar. Við efahyggjufólkið fljótum bara með og höldum upp á daginn líka, þannig lagað. Er nokkuð slæmt að gleðjast yfir ástinni og allri þeirri hamingju sem henni getur fylgt? Varla.

05.feb. 2010 - 18:00 Ásthildur Sturludóttir

Unaðslegt appelsínusalat

Segja má að þettta appelsínusalat sé ferðalag um afródískar matarlendur. Bragðið er unaðslegt og frískandi. Mjúkt avokado, sætar appelsínur á móti örlítið beisku bragðinu af rucolanu. Þetta getur bara varla verið betra.

30.jan. 2010 - 18:00 Ásthildur Sturludóttir

Rækjukokteill sem rífur í

Rækjur og annað sjávarfang er ofarlega á mínum vinsældarlista. Ég er líka haldin ákveðinni nostalgíu yfir gamaldags mat sem mér þykir þó gaman að breyta með nettu nútímalegu tvisti. Þessi réttur er einmitt þannig og varð til um daginn þegar ég fékk gott fólk í heimsókn sem kann góðan mat að meta.

22.jan. 2010 - 21:00 Ásthildur Sturludóttir

Leyniuppskriftin góða

Mig langar til að deila með ykkur uppskrift af bananatertu sem hefur verið fjölskyldueftirréttur okkar í áratugi. Leyniuppskrift sem hefur ekki verið deilt með nokkrum manni utan fjölskyldunnar áður. Móðursystir mín, Sigríður Gunnarsdóttir, færði mömmu minni tertuna einu sinni og hefur hún verið fastur liður á borðum síðan. Tertan á að minna okkur á hversu gott líf við eigum því hún kemur nefnilega frá Haítí.

14.jan. 2010 - 17:00 Ásthildur Sturludóttir

Rucola- og granateplasalat

Á þessum tíma árs er ekki mikið úrval af grænmeti, allavegana ekki svona brakandi fersku eins og fæst yfir blásumarið. En það má lengi konuna reyna og notast við það sem fæst hverju sinni. Þessu salati fleygði ég saman um daginn þegar ég fékk vini mína alveg óvænt í mat og hafði rétt tíma til að fara á handahlaupum út í búð. Einfalt er það og ótrúlega fallegt en ekki síður gott. Ég splæsti meira að segja furuhnetum á salatið enda „smyglaði“ ég 2 kg af þeim frá Ameríku nú í haust eftir að ég fékk nóg af verðlaginu á þeim hér á landi. Granateplin fást oft og víða, meira að segja stundum í búðinni í Stykkishólmi. Þau eru einstaklega góð, súrsæt og fersk. Svo eru þau svo fögur á að líta. Mér finnst stundum skemmtilegt að hafa eitthvað þema við salatgerðina, t.d. litaþema og það var tekið alla leið í þessum skurði.

07.jan. 2010 - 22:00 Ásthildur Sturludóttir

Nískupasta

Nú er veisluhöldum lokið í bili. Þá er ágætt að slaka aðeins á og draga saman í útgjöldunum og magamáli.

Flestir þurfa þess hreinlega eftir óhóf síðasta mánaðar. Ekki er verra ef hægt er að borða það sem til er í skápunum. Stundum þarf að taka til í þeim líka og ekki alslæmt ef útkoman er bara nokkuð góð. Ég elda þessa sósu mjög oft og vinir mínir hafa aldrei fúlsað við því að vera boðnir í nískupasta. Krökkum þykir það líka gott, þá ef sósan er ekki of krydduð af chili. Er það ekki ágætis mælikvarði? Því bragð er að þá barnið finnur!

30.des. 2009 - 21:30 Ásthildur Sturludóttir

Áramótakalkúnn með landsbyggðartvisti

Um áramótin er alltaf eldaður kalkúnn á mínu heimili, enda hentar þessi máltíð stórum hópi fólks eins og oftast er hjá  okkur um áramótin. Þarna er öllu tjaldað til og eldamennskan tekur allan daginn-þannig lagað.

23.des. 2009 - 10:30 Ásthildur Sturludóttir

Fylltar fíkjur og klassískt hreindýr

Á aðfangadagskvöld eru flestir með löngu fyrirfram ákveðinn matseðil.  Á mörgum heimilum hafa sömu réttirnir verið eldaðir í nokkrar kynslóðir og ekki dettur nokkrum manni í hug að breyta neinu, því án gömlu og góðu siðanna myndu jólin varla koma.

Á mínu heimili voru alltaf rjúpur þar til Siv Friðleifsdóttir, þáverandi umhverfisráðherra, bannaði veiðar á þeim tímabundið. Þá voru góð ráð dýr. Fjölskyldan hélt krísufund þar sem mikil áhætta var tekin með ákvörðun fundarins sem var að svissa yfir í hreindýr. Það höfum við síðan snætt síðustu ár með bestu lyst.

Enginn nefnir rjúpu lengur sem mögulegan jólamat!

17.des. 2009 - 18:00 Ásthildur Sturludóttir

Söru Bernharðs galdurinn

Mér hefur löngum þótt mikil dulúð sveipuð Söru Bernharðskökubakstri. Konur virðast hittast í hópum til að baka þessa dýrð. Og stundum er eins og það sé eitthvert leynifélag að hittast. Mamma og eldri systir mín létu lengi í veðri vaka að þessi bakstur væri aðeins fyrir lengra komna og alls ekki á færi einnar manneskju, hvað þá þeirrar sem lítið kunni fyrir sér í bakstursdeildinni, þá mín altsvo. 

10.des. 2009 - 12:30 Ásthildur Sturludóttir

Ljúffengir lambaskankar í rauðvínssósu og frönsk eplakaka

Á aðventunni er góður tíma til að bjóða í vinum í mat ef einhver hefur tíma. Ég deili hér með ykkur uppskrift sem er mjög vinsæl á mínu heimili. Þetta er klassískur ítalskur réttur, lambaskankar í rauðvíni og grænmeti, eldaðir í gömlum svörtum, emeleruðum potti frá henni ömmu Elínborgu. Mig grunar að svoleiðis pottar leynist í geymslum á fjölmörgum heimilum. 


Ásthildur Sturludóttir

Ásthildur Sturludóttir. BA í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og MPA próf í stjórnsýslufræðum frá PACE University í New York. Starfar við Háskóla Íslands. Er áhugamanneskja um mat og allt það skemmtilega í lífinu.

Að bjóða í mat er ekki mikið mál og yfirleitt alltaf gaman. Maturinn þarf ekki að vera flókinn og alls ekki dýr. Ef þið hafið eftirfarandi í huga við undirbúninginn, þá ætti fátt að klikka.

1. Bjóðið aldrei leiðinlegum gestum nema brýna nauðsyn beri til.
2. Hafið matseðilinn einfaldan en umfram allt ljúffengan. Lesið uppskriftirnar vandlega.
3. Prófið aldrei að gera eitthvað sem þið hafið ekki gert áður en vandið ykkur hins vegar alltaf.
4. Áætlið innkaup með tveggja daga fyrirvara. Kannið birgðastöðu heimilisins og farið síðan í lágvöruverslanir og verslið skynsamlega. Farið í  sérvöruverslanir ef þörf krefur.
5. Verið skipulögð og reynið að undirbúa sem mest fyrirfram, þá verður allt auðveldara.
6. Leggið fallega á borð, jafnvel kvöldið áður. Maturinn getur verið hversdagslegur en þegar fallega er lagt á borð er alltaf veisla. Dragið fram sparistellið og dúkana (og ekki gleyma að strauja dúkinn!). Kerti og blóm á borðið gera gæfumuninn, tala nú ekki um huggulegar servíettur!
7. Ef þið eigið ekki tilgreind áhöld má alveg nota eitthvað annað í eldhúsinu. Hugsið aðeins út fyrir rammann, nú eða bankið upp á hjá nágrönnum og fáið lánað.
8. Gangið jafnharðan frá svo ekki sé mikið drasl í eldhúsinu. Það er svo leiðinlegt að vaska upp eftir gott partý...
9. Verið að sjálfsögðu í spariskapinu og munið að þetta er gaman.
10. Skálið ef til vill í freyðandi drykk fyrir matinn, nú eða bjóðið upp á kalt sjerrý. Það kætir alla viðstadda.
11. Takið af ykkur svuntuna áður en sest er.
12. Slakið á, þetta reddast allt!

Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 06.4.2018
Sjáðu þessi dæmi um græðgisvæðingu!
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 25.3.2018
Lokað fyrir ræðuhöld
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 25.3.2018
Berjumst gegn græðgisvæðingu
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 05.4.2018
Dröslaði bróður mínum í kirkju
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Hvað segi ég í Las Vegas?
Sverrir Björn Þráinsson
Sverrir Björn Þráinsson - 05.4.2018
Hjónin Laufey og Bjarki losuðu sig við 33 kg á 12 vikum
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 29.3.2018
„Heyrðu“
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Heimsókn Øverlands
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 27.3.2018
Dymbilvika
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.4.2018
RÚV er tímaskekkja
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 07.4.2018
Málið okkar
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 05.4.2018
Þinn tími sem forseti ASÍ er liðinn!
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir - 06.4.2018
Skömmin
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 14.4.2018
Grafir án krossa
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 17.4.2018
Grímulaus pólitík
Fleiri pressupennar