17. okt. 2009 - 10:04Ármann Þorvaldsson

Gjaldþrot Seðlabanka Íslands og Toronto Dominion

Undanfarna daga hafa ritdeilur átt sér stað milli nokkurra aðila um endurhverf veðlánaviðskipti Seðlabanka Íslands er leiddu til tæknilegs gjaldþrots hans. Það sem hefur vantað í umræðuna eru ástæður þess hversu há upphæðin sem Seðlabankinn lánaði á þennan hátt varð. Þar koma við sögu jöklabréf, svissneskir hagfræðingar og kanadískir bankar.

Upphaf þessarar sögu er snemma árs 2008 þegar gjaldeyrisskortur varð til þess að íslensku bankarnir hættu að gera skiptasamninga milli íslenskra króna og erlendra gjaldmiðla.  Þetta voru skelfileg tíðindi fyrir kanadískan banka að nafni Toronto Dominion (TD).

TD má kalla upphafsaðila jöklabréfamarkaðarins svokallaða. Þegar vextir náðu himinháum hæðum á Íslandi nálgaðist TD alþjóðlega banka og fékk þá til að gefa út skuldabréf í íslenskum krónum sem seld voru til erlendra fjárfesta - svokölluð jöklabréf. Alþjóðlegu bankarnir vildu hins vegar ekki skulda í krónum og því gerði TD skiptasamninga við þá þar sem skuldinni var í raun breytt úr krónum í evrur. Til að verja sína stöðu gerði TD síðan skiptasamninga úr evrum í krónur við íslensku bankana.

TD var áhættusækinn og þó að skiptasamningar hans við alþjóðlegu bankanna hafi verið festir til nokkurra ára, þá gerði TD oft styttri skiptasaminga við íslensku bankana. Með því var hann að veðja á að vextir lækkuðu ekki á Íslandi og á meðan það gerðist ekki græddi bankinn á tá og fingri. Hann þurfti hins vegar að „rúlla“ samningunum áfram á til dæmis þriggja mánaða fresti.

Þegar íslensku bankarnir vildu ekki gera skiptasamninga lengur, vöknuðu starfsmenn kanadíska bankans upp við vondan draum. Þeir voru búnir að skuldbunda sig til langs tíma gagnvart alþjóðlegu bönkunum, en gátu nú ekki lengur varið þá stöðu með gagnstæðum samningum við íslensku bankana. Þeir sátu því uppi með íslenskar krónur sem þeir áttu að afhenda alþjóðlegu bönkunum þegar samningar þeirra við þá runnu út. Bankinn þurfti því að fjárfesta fyrir þessar krónur hér á landi og setja á innlán hjá íslensku bönkunum. Það olli þeim hins vegar nokkrum áhyggjum vegna tapsáhættunnar á innlánunum ef íslensku bankarnir yrðu gjaldþrota.

Til lausnar þessu vandamáli var kallaður til aðalhagfræðingur TD, Svisslendingurinn Beat Siegenthaler, sem er vel lýst í bók Ásgeirs Jónssonar Why Iceland. Á Íslandi var hann uppnefndur „Up-Beat“ vegna vegna þess hve jákvæður hann var gagnvart íslensku krónunni þegar byrjað var að gefa út jöklabréfin. Up-Beat hafði mjög góð samskipti við Seðlabankann, enda mikill talsmaður þeirrar hávaxtastefnu sem bankinn fylgdi.

Margir íslenskir bankamenn furðuðu sig á því að Up-Beat gat iðulega fengið fundi með yfirmönnum Seðlabankans með sólarhrings fyrirvara á meðan að greiningardeildir íslensku bankanna fengu ekki einu sinni að sitja fréttamannafundi bankans í tengslum við vaxtaákvarðanir.

Þessi svissneski hagfræðingur lá nú í yfirmönnum Seðlabankans um að gefa út innstæðubréf, sem TD og aðrir gætu þá keypt í stað þess að liggja með krónur sínar inni í viðskiptabönkunum. Helstu rök hans fyrir innstæðubréfunum voru að annars færu fjárfestar að selja krónur, sem myndi lækka gengi krónunnar. Þetta var raunar rökleysa hjá honum og ljóst að fyrir honum lá fyrst og fremst að losa TD út úr þeirri klípu sem bankinn hafði komið sér í með því að gera of stutta skiptasamninga við íslensku bankana.

Því miður varð Seðlabankinn við óskum hans og á fyrstu níu mánuðum ársins 2008 gaf bankinn út hátt í 200 milljarða króna í innstæðubréfum. Þessi aðgerð varð til þess að lausafé sogaðist út úr íslensku bönkunum og inní Seðlabankann. TD og margir aðrir tóku út tugi og aftur tugi milljarða króna úr viðskiptabönkunum og komu þeim í öruggt skjól Seðlabanka Íslands.

Þetta skapaði lausafjárvandræði hjá íslensku bönkunum og leiðin til þess að koma peningunum aftur frá Seðlabankanum til viðskiptabankanna var með svokölluðum „ástarbréfaviðskiptum“. Litlar fjármálastofnanir, eins og Icebank, Saga Capital og VBS, keyptu skuldabréf af viðskiptabönkunum, sem voru áfjáðir í að sækja sér krónur í stað þeirra sem þeir höfðu misst. Þessi skuldabréfakaup voru síðan fjármögnuð hjá Seðlabankanum í endurhverfum viðskiptum.  

Up-Beat og félagar hjá TD önduðu léttar og slógu höndum saman. Þeir vöru með stöður sínar varðar og hafði tekist að skipta út tapsáhættu á íslensku viðskiptabankana fyrir ábyrgð Seðlabanka Íslands, sem tók yfir tapsáhættuna. Reikningurinn við að bjarga TD og félögum var síðan sendur á íslenska skattgreiðendur við hrun bankakerfisins í október 2008. Seðlabanki Íslands varð þá í raun gjaldþrota eftir að hafa tapað á þriðja hundrað milljörðum króna vegna ástarbréfaviðskipta. Upphæð sem hefði aldrei orðið viðlíka há ef ekki hefði komið til útgáfu innstæðubréfanna.

Þó að greinarhöfundur efist ekki um að starfsmenn Seðlabankans hafi verið að vinna eftir bestu sannfæringu við erfiðar aðstæður voru þetta grátleg mistök.04.des. 2009 - 13:25 Ármann Þorvaldsson

Áætlun djöfulsins

Þegar litið er til hrunsins á Íslandi staldrar maður oft við það hversu margir mismunandi óheppilegir og óskynsamlegir þættir leiddu til hrunsins og þess að afleiðingar bankahrunsins urðu jafn skelfilegar og raun ber vitni. Nánast er eins og Belsebúb sjálfur hafi lagt á ráðin um að koma íslensku þjóðinni á vonarvöl, þó ekki sé verið að draga úr ábyrgð einstaklinganna.
13.nóv. 2009 - 18:00 Ármann Þorvaldsson

Menn sem gubba í ruslafötur

„Allt fjármálakerfið er á barmi hruns“, lýsti fjármálaráðherrann alvarlega yfir. Bankarnir voru að falla eins og spilaborg. Hann gekk inn á skrifstofuna sína. Í næstum viku hafði hann sofið að meðaltali þrjá tíma á nóttu. Hann svimaði. Fjármálakerfið var að hrynja fyrir framan augun á honum. Hann fór á fjórar fætur og gubbaði í ruslafötuna.
31.okt. 2009 - 14:36 Ármann Þorvaldsson

Sturlungaöld hin nýja

Í kjölfar efnahagshrunsins ganga Íslendingar í gegnum nýja Sturlungaöld. Hin fyrri markaði lok þjóðveldisins og þar með sjálfstæðis þjóðarinnar. Þá drógu innbyrðis erjur og sundurþykkja úr þjóðinni allan mátt. Blóðsúthellingar eru nú sem betur fer af skornum skammti enda berjast menn að mestu með orðum og spuna í stað eggvopna og barefla.

Ármann Þorvaldsson
Ármann Þorvaldsson er fæddur í Reykjavík 1968. Hann lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti 1989, BA prófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands 1992 og MBA prófi frá Boston University árið 1994.

Í lok árs 1994 hóf Ármann störf hjá Kaupþingi í Reykjavík. Hann var lengst af yfirmaður fyrirtækjaráðgjafar Kaupþings og varð forstjóri Kaupthing Singer & Friedlander árið 2005. Þeirri stöðu gegndi hann þar til bankinn féll í október 2008.

Ármann skrifaði bókina Ævintýraeyjan sem Bókafélagið gaf út í október 2009 og fjallar um uppgang og endalok íslenska fjármálaveldisins.

Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 06.4.2018
Sjáðu þessi dæmi um græðgisvæðingu!
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 25.3.2018
Lokað fyrir ræðuhöld
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 25.3.2018
Berjumst gegn græðgisvæðingu
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 05.4.2018
Dröslaði bróður mínum í kirkju
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Hvað segi ég í Las Vegas?
Sverrir Björn Þráinsson
Sverrir Björn Þráinsson - 05.4.2018
Hjónin Laufey og Bjarki losuðu sig við 33 kg á 12 vikum
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 29.3.2018
„Heyrðu“
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Heimsókn Øverlands
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 27.3.2018
Dymbilvika
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.4.2018
RÚV er tímaskekkja
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 07.4.2018
Málið okkar
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 05.4.2018
Þinn tími sem forseti ASÍ er liðinn!
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir - 06.4.2018
Skömmin
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 14.4.2018
Grafir án krossa
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 17.4.2018
Grímulaus pólitík
Fleiri pressupennar