11. mar. 2011 - 12:00Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir

Keppni í kommúnisma


Það er ekki laust við að maður spyrji sig hvar maður sé og hvenær, þegar horft er til ákvarðana og yfirlýsinga ríkisstjórnarinnar og stjórnarþingmanna undanfarið. Afturhaldið, forsjárhyggjan og daður við stjórnmálastefnu sem maður vonaði að hefði verið gerð útræk meðal siðaðra þjóða, er meðal þess sem stingur í augun. 

Við skulum fara yfir nokkra punkta 

Nú þrammar hver lukkuriddarinn af báðum kynjum í hópi stjórnarliða fram á fætur öðrum og býður betur í skattahækkunum. Meðan einn segir 70% leggur annar til 80% og fjármálaráðherra kyndir glaður undir. Mannskapurinn er kominn í stuð. You ain‘t seen nothing yet.

Á móti froðufella ráðherrar þegar sett er fram einföld tillaga um að lækka tímabundið álögur á bensín til að koma til móts við heimilin í landinu nú þegar bensínverð er komið í hæstu hæðir. Ekkert skal gert við þessari aðför að lífskjörum í landinu. Þá segja vinstri menn kalt nei.

Fyrir norðan koma ungliðar í VG með tillögu um eina ríkisverslun. Og fólki á bara finnast það allt í lagi. 

Landbúnaðarráðherrann fer hamförum á Búnaðarþingi og krefst ábúðar á jörðum og takmörkunar á eignaréttinum. Næst verður eflaust umræða og tillaga um samyrkjubú. Á flokksráðsfundi VG er nú tryggt að „Nallinn“ verður kyrjaður sem aldrei fyrr. 

Innanríkisráðherrann vill hækka ökuleyfisaldur í 18 ár því hann treystir ekki 17 ára einstaklingum. Makalaust. Að sama skapi má að sjálfsögðu ekki lækka áfengiskaupaaldur í 18 ár. Of mikið frelsi og traust á einstaklingum eflaust. 

Nýsamþykkt samkeppnislög veita hinu opinbera heimild til að stokka upp fyrirtæki þótt þau hafi ekki gerst sek um markaðsmisnotkun. Það má auðvitað ekki hafa trú á markaðnum í dag, hvað þá fyrirtækjum. Hið alsjáandi opinbera auga veit betur.

Landið er ekki lengur eitt framhaldsskólasvæði. Menntamálaráðherra getur ekki komið með aðra lausn við innritun nemenda í framhaldsskóla en að takmarka frelsið að hætti vinstri manna. Hverfaskiptingar og forgangur sumra skal það vera - ekki sama val fyrir alla. Svo einfalt er það. 

Hér hef ég ekki minnst á hina dæmalausu þjóðnýtingarumræðu sem forsætisráðherra hóf og hefur skaðað Ísland margfalt á við Icesave, hinar stórfelldu skattahækkanir sem eru að sliga fólk og fyrirtæki eða virðingarleysi umhverfisráðherra fyrir lögum og reglum, svo fátt eitt sé nefnt til viðbótar. Miðstýringin er á fullu í samfélaginu. Af nægu er að taka. Enda kommissararnir búnir að banna orðið frelsi í orðabókunum.

Það mætti ætla að keppni í kommúnisma væri hafin. 09.mar. 2012 - 09:00 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir

Framhald viðræðna

Það er skondið að fylgjast með því þegar fólk talar fyrir því að klára aðildarviðræður við Evrópusambandið og fjölga þar með valkostum og tækifærum fyrir fólkið í landinu þá bregst ekki að sumir andstæðingar viðræðna æða beint í vopnabúrið. Þöggunar- og háðsglósutækið með göddum á báðum endum er þá gjarnan valið.
06.mar. 2012 - 17:30 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir

Flott hjá Framsókn

Ég geri mér grein fyrir því að Framsóknarflokknum er ekki endilega greiði gerður með því að sjálfstæðismaður hæli honum. Engu að síður fær Framsókn prik fyrir að hafa efnt til málþings um hugsanlega upptöku Kanadadollars. Það er að mínu mati þýðingarmikið að bjóða upp á vel undirbúna og upplýsta umræðu en ekki síður valkosti sem þjóðin getur vegið og metið. Hún er nefnilega fullfær um að velja sjálf ef hún fær til þess tækifæri. Það eru hins vegar ekki allir sem vilja veita henni þessi tækifæri. Umfjöllunin sem slík undirstrikar mikilvægi þess að um framtíð íslenskrar gjaldmiðilsstefnu verði rætt af festu og raunsæi.
27.jan. 2012 - 09:20 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir

Tími hinna breiðu spjóta

„Þau tíðkast nú hin breiðu spjótin“, mælti Atli Ásmundsson þegar Þorbjörn öxnamegin lagði til hans með fjaðraspjótinu í Grettissögu. Nú beinast þau meðal annars að forseta Alþingis.  Skammast er út í forseta þingsins, Ástu Ragnheiði,  fyrir að hafa leyft sér að taka tillögu Bjarna Benediktssonar á dagskrá þingsins. En hvað átti forseti að gera eftir að hafa fengið lögfræðiálit um að tillagan væri þingtæk? Átti forseti þingins að sitja á tillögunni og koma í veg fyrir að þingið fengi tækifæri til að tjá vilja sinn? Ef svo er, þá skulu menn segja það hreint út.
18.nóv. 2011 - 09:20 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir

Ballið er byrjað

Það er alltaf merkilegt að ganga um Laugardalshöllina þegar landsfundur Sjálfstæðisflokksins er í gangi. Þeir sem upplifað hafa landsfundina okkar vita að erfitt er að lýsa hvernig andrúmsloftið og stemningin er hverju sinni. Og hún er gríðarleg. Ekki bara vegna formannskjörs.
10.nóv. 2011 - 14:00 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir

Tryggja þarf aðra þyrlu

Frá því í júlí hefur legið fyrir að Landhelgisgæslan þurfi að leita eftir þyrlu til leigu á fyrstu mánuðum næsta árs meðan TF-LÍF fer í umfangsmikla skoðun í janúar. Tryggja verður að tvær þyrlur verði jafnan tiltækar á landinu. En ekki hvað.
30.sep. 2011 - 19:00 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir

Ljóstýra

Það er kannski verið að bera í bakkafullan lækinn að ræða launa- og starfsumhverfi lögreglunnar miðað við furðulegt framlag ýmissa stjórnmálamanna til málanna að undanförnu. Því skal þó haldið til haga að það er fagnaðarefni að fjármálaráðherra ræði nú við lögreglumenn og ætli sér að skipa hóp sem ráði fljótt og vel fram úr þessum hremmingum sem launa- og starfsumhverfi lögreglunnar er komið í. Þetta er brýnt og mikilvægt skref og vona ég  innilega að hugur fylgi máli hjá ráðherranum.  Og hann fái til þess stuðning frá öðrum ráðherrum í ríkisstjórninni.
10.sep. 2011 - 11:30 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir

Kvikmyndastöðin Ísland

Það var mikið að menntamálaráðherra setti loks málefni Kvikmyndaskólans í forgang. Þetta mál er réttilega að verða að einhverju allsherjarklúðri eins og kom fram í þinginu í vikunni. 
09.júl. 2011 - 19:00 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir

Deilur í ríkisstjórn! Ja, hérna hér

Las í Fréttablaðinu í morgun að deilur væru innan ríkisstjórnar um hvernig standa eigi að framkvæmdum við nýtt og löngu tímabært fangelsi.  Deilurnar sem slíkar eru ekki fréttnæmar  né að það sé nýtt að framkvæmdum seinki vegna þeirra. Hitt er fréttnæmt að fangelsisframkvæmdirnar bætast nú í tafasarp ríkisstjórnarinnar. Ætlar þetta fólk ekki að koma sér saman um nokkurn skapaðan hlut?
07.jún. 2011 - 13:30 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir

Svartur dagur

Í dag hefjast réttarhöldin fyrir Landsdómi yfir Geir H. Haarde. Þetta er eflaust þungbær dagur fyrir Geir og fjölskyldu hans. Hann er það fyrir okkur vini hans.
01.jún. 2011 - 14:00 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir

Forvarnir frekar en forsjárhyggju

Það er margs konar rétttrúnaður í gangi í samfélaginu og vei þeim sem ekki eru sömu skoðunar og þeir sem hafa höndlað hina „einu réttu“ skoðun. Þetta birtist í stórum sem smáum málum.
02.mar. 2011 - 21:00 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir

Segjum já við staðgöngumæðrun

 Hún er þrjósk, vinkona mín hún Ragnheiður Elín Árnadóttir. Í tæp þrjú ár hefur hún rætt og skrifað um mikilvægi þess að heimila staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. Nú loksins er umræðan komin á dagskrá í samfélaginu og það er óskandi að sú umræða verði leidd til enda.
18.feb. 2011 - 09:30 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir

Vitlaus spurning

Mér var það á í þinginu í gær að bera upp vitlausa spurningu til Jóhönnu Sigurðardóttur. Ég skil bara ekki í sjálfri mér að hafa ekki áttað mig á því. Hvað þá að vera haldin þeim ranghugmyndum að ríkisstjórnin fari eftir tillögum þverpólitískrar nefndar sem hún skipar.
27.jan. 2011 - 12:00 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir

Ábyrgðarleysi vinstri stjórnar

Eitt af forgangsmálum ríkisstjórnarinnar var að koma stjórnlagaþingi á laggirnar. Um það hefur forsætisráðherra látið falla margarhástemmdar yfirlýsingar. Fyrst stjórnlagaþing er svona mikilvægt og brýnt er ábyrgð stjórnvalda á kosningaklúðrinu sem tefur þingið að sjálfsögðu mikil. Niðurstöðu Hæstaréttar ber að taka alvarlega en ekki af þeirri léttúð sem einkennt hefur málflutning margra stjórnarliða.
22.des. 2010 - 20:30 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir

Að standa vörð um gæði

Hún er sanngjörn krafan um að Háskóli Íslands fái að hækka skrásetningargjöld. Hún á heldur ekki að koma fólki á óvart þegar ætlast er til að Háskóli Íslands taki inn í skólann hátt í 1000 fleiri nemendur   en hann fær greitt fyrir. Það þýðir einfaldlega, ef ekkert er að gert, að menntamálayfirvöld ætli skólanum að slaka á gæðum.  
26.nóv. 2010 - 13:01 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir

Þjakaðir ráðherrar – og þó!

Eftir langt og strangt þref tókst á árunum 2005-2008 að koma árlegum framkvæmdum í samgöngumálum á suðvesturhorninu uppí tuttugu prósent, sem hlutfall af öllum nýjum framkvæmdum í samgöngumálum landsins. Ég og fleiri þingmenn vonuðumst reyndar eftir að með tíð og tíma gæti þetta hlutfall farið eitthvað stighækkandi, sem hlýtur að teljast eðlilegt í því ljósi að á þessu svæði býr drjúgur meirihluti landsmanna eða um 70%.
24.nóv. 2010 - 14:30 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir

Engan hringlandahátt

Aðildarumsókn Íslands að ESB er nú í ákveðnum farvegi þótt nokkuð langt sé í land að niðurstaða viðræðna liggi fyrir. Líklega nokkur ár. Samninganefndin sem ræðir við ESB er skipuð hæfum einstaklingum með víðtæka reynslu sem skynja þá ábyrgð sem á þeim hvílir; að gæta íslenskra hagsmuna í hvívetna. Ákveðnir málaflokkar verða eðlilega fyrirferðarmestir og erfiðastir í þeim viðræðum og eru sjávarútvegs- og landbúnaðarmálin þar efst á blaði. Skiptir miklu að þetta tímafreka ferli verði opið og aðgengilegt almenningi og að náið samráð verði haft við Alþingi Íslendinga.
15.nóv. 2010 - 11:00 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir

Við erum kristin þjóð

Í því umróti sem við Íslendingar höfum gengið í gegnum undanfarin misseri er eðlilegt að þess sé krafist að burðarásar í íslensku samfélagi skoði það sem til betri vegar má færa í starfi og leik. Þar er þjóðkirkjan ekki undanskilin.

05.nóv. 2010 - 16:20 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir

Skatttekjur hraktar til norrænna skattaparadísa

Skattkerfið hefur í tíð núverandi ríkisstjórnar  verið flækt og gert óhagkvæmt. Afleiðingin er sú að það dregur úr fjárfestingu og þar með hagvexti. Skattkerfið hefur verið fært áratugi aftur í tímann.
03.nóv. 2010 - 18:00 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir

Hvetjum fyrirtækin

Í nýlegri könnun Capacent meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins telja 80% stjórnenda aðstæður í efnahagslífinu slæmar en 20% að þær séu hvorki góðar né slæmar.   Enginn telur horfurnar góðar.  Miðað við niðurstöður könnunarinnar er erfiður vetur framundan ef ekki rætist fljótlega úr málum.Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Alþingismaður og fv. ráðherra.
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 06.4.2018
Sjáðu þessi dæmi um græðgisvæðingu!
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 25.3.2018
Lokað fyrir ræðuhöld
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 25.3.2018
Berjumst gegn græðgisvæðingu
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 05.4.2018
Dröslaði bróður mínum í kirkju
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Hvað segi ég í Las Vegas?
Sverrir Björn Þráinsson
Sverrir Björn Þráinsson - 05.4.2018
Hjónin Laufey og Bjarki losuðu sig við 33 kg á 12 vikum
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 29.3.2018
„Heyrðu“
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Heimsókn Øverlands
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 27.3.2018
Dymbilvika
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.4.2018
RÚV er tímaskekkja
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 07.4.2018
Málið okkar
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 05.4.2018
Þinn tími sem forseti ASÍ er liðinn!
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir - 06.4.2018
Skömmin
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 14.4.2018
Grafir án krossa
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 17.4.2018
Grímulaus pólitík
Fleiri pressupennar