Sölvi Tryggvason
13. feb. 2012 - 13:00Sölvi Tryggvason

Nauðgað á þjóðhátíð eftir að hafa verið byrlað nauðgunarlyf

Ég vinn nú að fréttaskýringaþætti um nauðgunarlyf. Hér á eftir fara tvær sögur kvenna sem hafa sett sig í samband við mig vegna gerðar þáttarins. Allar frekari ábendingar og sögur eru vel þegnar. (solvi@skjarinn.is)

Hér er frásögn ungrar íslenskrar konu sem er búsett erlendis.

 ,,Ég var með vinum mínum úr skólanum á tjútti. Ég og ein önnur stelpa sem er líka íslensk fórum saman á barinn. Við vorum að spjalla og vorum ekki mikið að fylgjast með glösunum okkar. Við stóðum við barinn í dágóða stund og drukkum úr glösunum okkar þar. Eftir að hafa verið á barnum í svona 5-10 min förum við á dansgólfið og hittum þá hina bekkjarfélaga okkar sem eru frá hinum ýmsu heimshornum. Eftir um það bil 2 mínútur á dansgólfinu byrjaði ég að fá þungan hjartslátt og fannst eins og ég geti ekki andað. Ég sagði bekkjarbróður mínum frá þessu og að ég ætlaði að skreppa út og fá mér frískt loft. Ég fór út, ældi og settist niður. Síðan ætlaði ég að standa upp, en þá var það bara ekki í boði. Ég gat ekkert hreyft mig. Ég man eftir að hafa verið með opin augun og ég man eftir öllum í kring um mig og hvað var að gerast, en ég gat ekkert hreyft mig og ekkert tjáð mig. Sem betur fór kom bekkjarbróðir minn út eftir 2-3 mínútur. Þá hafði liðið yfir hina stelpuna inni á dansgólfinu og þau gátu ekki vakið hana og voru að fara með hana út til að gefa henni ferskt loft og vatn. Þá sáu þau mig og sem betur fer hjálpuðu okkur tveimur að komast heim og upp í rúm. Við vitum ekki hvað það var sem var sett í drykkina okkar, en okkur hefur verið sagt að líklegast hafi þetta verið smjörsýra."

Hér á eftir fer frásögn 23 ára gamallar stúlku sem hefur tvisvar verið byrlað nauðgunarlyf. Hún komst undan í fyrra skiptið, en ekki það síðara.

,,...Ég og vinkona mín vorum á skemmtistað í miðbænum sumarið 2010 að njóta drykkjar en við keyptum okkur kokkteil saman. Við vorum að dansa og hafa gaman þegar allt í einu ég man ekkert meira og vinkona mín ekki heldur. Það hefur smám saman verið að rifjast upp fyrir mér hvað gerðist þetta kvöld. Alls ekki allt samt. Ég hef ekki hugmynd um hvernig ég komst heim. Vinir mínir sögðu mér síðar að það hefði verið maður að elta mig það sem eftir var af kvöldinu. En ég er svo heppin að eiga vini sem pössuðu upp á mig. En ég hegðaði mér eins og algjör asni og gerði mig að þvílíku fífli. Þetta er ekki kvöld sem ég minnist fyrir að hafa skemmt mér vel. Þetta er kvöldið þar sem ég lærði að passa mig"

Síðar sama sumar lenti stúlkan aftur í hrotta sem byrlaði henni nauðgunarlyf, en sá náði að koma fram vilja sínum.

,,....en það virðist svo sem ekki nóg að passa sig. Þegar ég var búin að læra mín lexíu, að ég hélt eftir fyrra skiptið var ráðist á mig á þjóðhátíð í fyrra. Ég var lítið sem ekkert búin að drekka og taldi mig hafa passað drykkina mína þegar ég þurfti að fara pissa. Kamrarnir voru yfirfullir og ansi ógeðslegir svona undir lok hátíðarinnar. Þetta var á sunnudeginum. Ég ákvað þá í sakleysi mínu að fara á bakvið brennustæðið að pissa, sem er klettur í dalnum. Þar var ég í mestu makindum að taka niður um mig pollabuxurnar og lyfta lopapeysunni þegar það er komið aftan að mér og mér hrint í grasið. Þar á eftir kom hann fram vilja sínum og ég gat ekkert gert. Lá bara stjörf og kom ekki upp hljóði, eins og ég reyndi að öskra og berjast um. Þá er bara eins og ég hafi lamast og misst röddina og allan styrk. Þegar hann hafði lokið sér af lá ég ein eftir hágrátandi. Ég hef misst allt tímaskyn því svo ráfaði ég niður í dalinn og veit ekki hvað það leið langur tími þar til ég fannst. Allt var svo óraunverulegt. En í framhaldi af því var ég flutt upp á spítalan í eyjum þar sem ég fór í skoðun. En það var bara önnur nauðgun að mér fannst. Það tóku við mér gamall læknir og gömul hjúkka. Þau vissu ekkert hvað þau voru að gera. Ég þurfti að aðstoða þau við að lesa á pappírana og þurfti svo að kenna þeim á myndavélina svo þau gætu myndað áverkana.....síðar kom í ljós að áverkarnir eru komnir til að vera. En ég lenti svo illa þegar hann kastaði mér í grasið að ég er sködduð á kjálka og finn alltaf til. Þá var mér bennt á að tala við lögfræðing sem ég og gerði. Því mér var sagt að ég gæti átt rétt á bótum úr bótasjóði ríkisins. En ég er búin að eyða tugum ef ekki hundruðum þúsunda í góma og bitskinnur til að reyna að laga kjálkan. Þá kom í ljós að það getur orðið svaka vesen þar sem ég lagði ekki fram kæru strax. Þetta gefur vonandi smá innsýn inn í þennan heim nauðgunarlyfja, sem margir þekkja ekki."
15.maí 2012 - 09:43 Sölvi Tryggvason

Stoltir af steranotkun

Undanfarið hef ég unnið að fréttaskýringaþætti um útlitsdýrkun á Íslandi, þar sem meðal annars var fjallað um ólögleg lyf sem notuð eru í þeim tilgangi að ná honu fullkomna útliti. Eftir að þátturinn fór í loftið hafa lyfjafræðingar sett sig í samband við mig til að tjá sig um þá steraöldu sem virðist vera í gangi á Íslandi. Einkum og sér í lagi hjá ungum karlmönnum. 

10.maí 2012 - 10:09 Sölvi Tryggvason

Sterar og silikon

Undanfarið hef ég unnið að fréttaskýringaþætti um útlitsdýrkun á Íslandi, þar sem meðal annars verður fjallað um þær staðalmyndir sem dynja á okkur í fjölmiðlum, keppnir í fitness og vaxtarrækt, silíkonvæðingu íslenskra kvenna og steranotkun hjá ungum karlmönnum. Í þættinum verður meðal annars viðtal við unga konu sem lýsir notkun sinni á þremur tegundum ólöglegra lyfja í aðdraganda keppni í fitness og einnig verður sýnt þegar karlmaður á fertugsaldri sprautar sig með sterum.
29.apr. 2012 - 13:37 Sölvi Tryggvason

Karlar sem nauðga konum

Ég vann fyrir skemmstu fréttaskýringaþátt um nauðgunarlyf á Íslandi. Í þættinum kom fram að töluvert mikið er um notkun þessarra lyfja í skemmtanalífi Reykjavíkur í miðbænum um helgar. Lyfin sem helst eru notuð í þessum tilgangi eru svefnlyfið rhohypnol og svo smjörsýra, sem er framleidd í heimahúsum. Því miður virðist töluvert um karlmenn hér á landi, bæði íslenska og erlenda, sem fara í miðbæinn um helgar með einbeittan brotavilja og hafa lyf sem þessi meðferðis. Hér að neðan má sjá nokkur brot úr þættinum.
26.apr. 2012 - 12:23 Sölvi Tryggvason

Deja-Vu!

Hugtakið Deja-Vu sótti að mér á mánudagskvöldið. Ég tók nokkur viðtöl við Geir Haarde í aðdraganda hrunsins og eftir það og birti nokkur þeirra hér að neðan. Ég vona að það lái mér enginn að finnast ég fastur í einhvers konar endurtekningardraumi. Eru í alvöru liðin næstum fjögur ár? Erum við í alvöru enn að horfa á sama viðtalið? Hefur í alvöru ekkert breyst? Í Groundhog Day þurfti Bill Murray að gera góðverk til að hætta að upplifa sama daginn aftur og aftur. Sennilega er löngu tímabært að maður bregði á það ráð!
25.apr. 2012 - 11:09 Sölvi Tryggvason

,,Ég er búin að skila skömminni"

Ég vann fyrir skemmstu fréttaskýringaþátt um nauðgunarlyf á Íslandi. Þar kom fram að mun meira er um þetta í miðbæ Reykjavíkur en flestir gera sér grein fyrir. Einkum eru það konur um og undir tvítugu sem verða fyrir barðinu á óprúttnum mönnum sem geta hugsað sér að byrla konum lyf með það að markmiði að nauðga þeim svo. Í þættinum var meðal annars viðtal við unga konu, Tönju Andersen, sem steig fram og lýsti því hvernig það fer með sálarlífið að vera nauðgað. 
22.apr. 2012 - 22:04 Sölvi Tryggvason

Myndband af vændiskaupum á Austurvelli

Undanfarið hef ég unnið að fréttaskýringaþætti um vændi á Íslandi. Vinna við þáttinn var varla hafin þegar við höfðum komist í samband við vændiskonur á Íslandi, bæði í gegnum internetið og með öðrum leiðum. Verðið sem okkur var boðið var allt frá 10 þúsund krónum og upp í hundrað þúsund fyrir klukkustund af kynlífi. Konurnar sem við komumst í samband við voru á öllum aldri. Allt frá unglingsstúlkum upp í fullorðnar konur.
11.apr. 2012 - 11:20 Sölvi Tryggvason

Allt morandi í vændi á Íslandi

Undanfarið hef ég unnið að fréttaskýringaþætti um vændi á Íslandi. Vinna við þáttinn var varla hafin þegar við höfðum komist í samband við vændiskonur á Íslandi, bæði í gegnum internetið og með öðrum leiðum. Verðið sem okkur var boðið var allt frá 10 þúsund krónum og upp í hundrað þúsund fyrir klukkustund af kynlífi. Konurnar sem við komumst í samband við voru á öllum aldri. Allt frá unglingsstúlkum upp í fullorðnar konur. Töluvert er um vændi á internetinu og þó að það sé yfirleitt falið undir yfirskyni löglegrar starfsemi þarf ekki mikla kænsku til að sjá í gegnum það.
25.mar. 2012 - 19:43 Sölvi Tryggvason

Börnin okkar

Í janúar 2010 varð jarðskjálfti upp á 7 á richter a Haiti. Ástandið í landi sem þegar var fátækasta ríki vesturheims fór frá því að vera mjög vont yfir í að verða hræðilegt. Tugþúsundir barna misstu foreldra sína. Augu heimsins voru á landinu í nokkrar vikur, en svo gleymdist það. Í gegnum velviljað fólk, félagasamtök og fyrirtæki á Íslandi tókst að setja á stofn munaðarleysingjahemili fyrir hluta af þeim börnum sem misstu foreldra sína. Í tvö ár hafa þessi börn átt þess kost að lifa góðu lífi fyrir íslenska peninga. Þó að aðstæðurnar séu frumstæðar eru börnin bæði glöð og þakklát. Ég átti þess kost að heimsækja þessi börn núna í mars og ætla að leggja allt mitt af mörkum til að hjálpa til við að tryggja þeim bærilegt líf til framtíðar.
05.mar. 2012 - 10:25 Sölvi Tryggvason

,,Maður er svo skítugur og ógeðslegur"

,,Maður er svo skítugur og ógeðslegur," segir ung kona sem var nauðgað eftir illilega af manni sem nýtti sér annarlegt ástand hennar í fréttaskýringaþætti um nauðgunarlyf og áhrif þeirra.
29.feb. 2012 - 11:04 Sölvi Tryggvason

Áfengi er mest notaða nauðgunarlyf á Íslandi

,,Maður er svo skítugur og ógeðsleg manneskja," segir ung kona sem verður í viðtali í fréttaskýringaþætti mínum um nauðgunarlyf á Skjá Einum á mánudaginn. Henni var nauðgað illilega eftir að gerandinn hafði blandað handa henni sterka drykki, þar til hún vissi ekki lengur hvar hún var. Hún segir að það séu ekki bara smjörsýra og rhohypnol sem óprúttnir menn noti í þeim tilgangi að nauðga stelpum. Áfengi sé líka notað sem nauðgunarlyf á Íslandi. Undir það tekur Elísabet Benediktz, yfirlæknir á slysadeild landsspítalans. Elísabet segir að áfengi sé mest notaða nauðgunarlyf á Íslandi og til marks um það séu til að mynda ítrekaðar nauðganir á ungum konum á útihátíðum, sem hafi farið í óminnisástand af áfengi.
20.feb. 2012 - 09:30 Sölvi Tryggvason

,,Vaknaði með vangann klesstan í ælupolli"

Það virðist mun algengara en fólk áttar sig á að ungum konum sé byrlað nauðgunarlyf á Íslandi. Ég vinn nú að fréttaskýringaþætti um nauðgunarlyf. Sögur kvenna sem lent hafa í þessu streyma til mín og flestum ber saman um að nær allar ungar stelpur þekki sögur af þessu úr miðbæ Reykjavíkur. Í flestum tilvikum eru fórnarlömb eða aðstandendur þeirra alls ekki tilbúnir að koma fram undir nafni, þar sem skömmin virðist mikil.

Hér á eftir fer saga ungrar konu. Ég hef tekið nafnið út að hennar ósk.

Allar frekari ábendingar og sögur eru vel þegnar. (solvi@skjarinn.is)

17.feb. 2012 - 11:30 Sölvi Tryggvason

,,Sorglegt að horfa á hana svona djúpt sokkna"

Ég vinn nú að fréttaskýringaþætti um nauðgunarlyf. Sögur og ábendingar sem mér hafa borist skipta tugum, en í flestum tilvikum eru fórnarlömb eða aðstandendur þeirra alls ekki tilbúnir að koma fram undir nafni, þar sem skömmin virðist mikil. Ljóst er að full þörf er á að fjalla um þessi mál, þar sem töluvert mikið virðist um þetta í skemmtanalífi Reykjavíkur. Stundum virðist þetta þó eiga sér stað annars staðar en í miðbænum um helgar og þá jafnvel á ólíklegustu stöðum.

07.feb. 2012 - 10:58 Sölvi Tryggvason

Byrjaði að drekka 11 ára með mömmu sinni

Sunna Mjöll Magnúsdóttir drakk fyrst áfengi 11 ára gömul í útilegu með móður sinni. Þá fékk hún ,,fullorðinsdjús", sem í raun var Bacardi Breezer. Eftir það lá leið hennar hratt niður á við og á unglingsaldri var hún orðin háð alkahóli og öðrum vímugjöfum. Saga Sunnu er meðal þess sem fram kemur í sérstökum fréttaskýringaþætti um áfengisdrykkju á Íslandi á Skjá Einum í opinni dagskrá klukkan 20:35 í kvöld.
06.feb. 2012 - 13:00 Sölvi Tryggvason

40 þúsund Íslendingar ofurölvi!

40 þúsund Íslendingar fara í ,,blackout" vegna mikillar áfengisdrykkju á hverju einasta ári. Kostnaður samfélagsins vegna neyslu áfengis er á bilinu 50-80 milljarðar árlega og fjölda ótímabærra dauðsfalla má rekja beint til langvarandi óhóflegrar neyslu áfengis.
23.jan. 2012 - 20:00 Sölvi Tryggvason

Nærri 3 þúsund íslensk grunnskólabörn glíma við offitu

Offita ungra barna á Íslandi hefur aukist hröðum skrefum undanfarna þrjá áratugi. Nú er svo komið að nærri þrjú þúsund íslensk grunnskólabörn glíma við offitu. Mikilvægt er að rugla þessu ekki saman við það að vera með nokkur aukakíló, sem líkami okkar er hannaður fyrir. Hér að neðan má sjá brot úr fréttaskýringaþætti mínum um offitu.
22.jan. 2012 - 20:00 Sölvi Tryggvason

Léttari andlega og líkamlega

Það verður bara allt sem þú gerir miklu auðveldara segir Gréta Halldórsdóttir, sem hefur lést um nærri 40 kíló eftir magabandsaðgerð, sem er mun minna inngrip í líkamann en hjáveituaðgerðir, sem framkvæmdar eru hérlendis. Gréta segist vera mun léttari andlega eftir að hafa misst öll þessi kíló, en leggur áherslu á að aðgerð ein og sér sé engin lausn. Hugarfarið verði að fylgja með. Hér að neðan má sjá viðtal mitt við Grétu úr fréttaskýringaþætti um offitu sem var á dagskrá Skjás Eins.
17.jan. 2012 - 15:03 Sölvi Tryggvason

Íslendingar langfeitastir á Norðurlöndum

Ísland er langfeitasta Norðurlandaþjóðin samkvæmt tölum úr nýlegri skýrslu velferðarráðuneytisins. Aðeins Bretar eru feitari af Evrópuþjóðum og við erum fimmta feitasta þjóð heims. Offita er tvöfalt algengari hér en í Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Offita er að verða stærsta heilbriðigsvandamál Íslands, en allir sérfræðingar sem ég ræddi við í fréttaskýringaþætti um offitu eru sammála um að einblína verði á heilsu fremur en kíló. Þannig megi ekki rugla saman umræðu um grafalvarlegan offituvanda þjóðarinnar hins vegar og útlitsdýrkun hins vegar. Hér að neðan má sjá brot úr þættinum.
16.jan. 2012 - 09:30 Sölvi Tryggvason

,,Ég var orðinn mjög þunglyndur"

Gísli Hvanndal Jakobsson, sem keppti í Idol stjörnuleit árið 2004, þegar hann var 180 kíló, hefur öðlast nýtt líf eftir að hafa lést um 90 kíló eftir hjáveituaðgerð. Hann segist hafa verið orðinn afar þunglyndur þegar hann var upp á sitt þyngsta og allt hafi verið erfitt. Rannveig Lena Gísladóttir hefur sömu sögu að segja. Hér að neðan má sjá viðtöl mín við þau Rannveigu og Gísla í fréttaskýringaþætti um offitu.

Sölvi Tryggvason
Netfangið er: solvi@skjarinn.is

Námsferill:  – Menntaskólinn við Sund útskrifast 1998 BA í sálfræði frá Háskóla Íslands 2003 Hagnýt Fjölmiðlafræði frá HÍ 2004 Er hálfnaður með MA nám í Blaða– og fréttamennsku frá HÍ

Starfsferill: Stöð2 – fréttamaður 2004 -2006. Lesari í morgunfréttum Stöðvar 2 og fréttum NFS -2005-2006. Þáttastjórnandi í Íslandi í dag 2006-2008. Fréttir og Fréttaskýringar í DV sumarið 2009. Þáttastjórnandi Spjallsins með Sölva 2009-2011. Þáttastjórnandi í Málinu á Skjá Einum 2011.

Vinsælustu pistlar
Sölva Tryggvasonar
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 16.2.2018
Viðkvæmir Píratar
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.2.2018
Hugleiðingar á 65 ára afmælinu
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 28.2.2018
Af högum mínum: Svar til blaðamanns
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 22.2.2018
Umskurður drengja
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 22.2.2018
Gyðingdómur í sögu og samtíð - námskeið
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 24.2.2018
Hann kaus frelsið
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 27.2.2018
Vita stjórnvöld hvað er barni fyrir bestu?
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 07.3.2018
Já, það er komið Vor í verkó!
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.3.2018
Klæðast eins og niðursetningar í þingsal
Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson - 12.3.2018
Jafnasti oddvitinn?
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 14.3.2018
Stöðugleikasáttmáli alþýðunnar
Fleiri pressupennar