13. júl. 2012 - 11:15Sigurður G. Guðjónsson

Til varnar Jóni Steinari Gunnlaugssyni

Reynir Traustason ritstjóri DV skrifaði leiðara í blað sitt 11. júlí sl. undir fyrirsögninni ,,Innvígður dómari“.  Af lestri leiðarans og myndskreytingu með honum má sjá að hinn innvígði dómari er Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari.

Tilefni skrifa Reynis er sú staðreyndað Jón Steinar Gunnlaugsson hefur tilkynnt að hann muni láta af störfumsem dómari við Hæstarétt Íslands þegar hann hefur náð  fullum 65 ára aldri síðar á þessu ári.

Samkvæmt 61. gr. stjórnarskrárinnar njóta dómarar við Hæstarétt Íslands þeirra kjara að geta látið af störfum þegar þeir hafa náð 65 á aldri án þess að laun þeirra skerðist.

Af leiðaranum má helst ráða, að ritstjórinn telji þessi stjórnarskrárvernduð starfskjör dómara við Hæstarétt Íslands hafa verið sniðin að hagsmunum flokkspólitískra gæðinga einkumtengdum Sjálfstæðisflokknum;  manna eins og  Jóns Steinars Gunnlaugssonar, sem sé vinur og spilafélagi Davíð Oddssonar fyrrum formanns Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra.

Ritstjóri DV virðist ekki gera sér grein fyrir því að 61. gr. stjórnarskrárinnar er ein þriggja greina  5. kafla hennar sem fjallar um skipan dómsvalds hér á landi.  Ákvæðiðtryggir sjálfstæði dómara gagnvart öðrum handhöfum ríkisvaldsins og er eitt mikilvægasta ákvæði stjórnarskrárinnar. Án sjálfstæðra dómara er hætt við að vernd borgaranna gagnvart ofríki annarra handhafa ríkisvalds væri með öllu fyrir borð borin. Réttaröryggi borgarannamá aldrei vera háð stundarhagsmunum annarra handhafa ríkisvalds, hugmyndum misvitra stjórnmálamanna eða annarra aðila sem náð geta eyrum fjöldans með upphrópunum, aðdróttunum og dylgjum, eins og  reyndin er með leiðara Reynis Traustasonar í DV 11. júlí sl.

Í leiðaranum víkur Reynir Traustason einnig að þekkingu Jóns Steinars Gunnlaugssonar á lögum og fullyrðirað hannhafi hvergi skarað fram úr og aðeins hlotið dómarastarf við Hæstarétt vegna tengsla við áhrifamenn í Sjálfstæðisflokknum. Reynir Traustason styður þessa staðhæfingu sína engum rökum.

Ég tel mig þekkja Jón Steinar Gunnlaugsson ágætlega, sem lögfræðing, lögmann og dómara; naut kennslu hans í lagadeild Háskóla Íslands, hef glímt við hann sem lögmann og orðið að þola harðar spurningar hans við málflutning fyrir Hæstarétti. Þessi kynni mín af Jóni Steinari Gunnlaugssyni gera það að verkum, að ég get fullyrt að þar fervandaður maðurog einn af hæfustu lögfræðingum landsins; lögfræðingursem nálagst úrlausn mála á forsendum lögfræðinnar en hvorki því sem hæfir pólitískum skoðunum vina hans né þjóðarsálinni hverju sinni. Slík vinnubrögð eru sjaldnast ávísun á vinsældir og aðdáun af hálfu þeirra sem lifa á innistæðulausu snakki, aðdróttunum og dylgjum.

24.mar. 2015 - 23:51 Sigurður G. Guðjónsson

Eigandi Íslands?

Gaurinn á meðfylgjandi mynd heldur sig eiga Ísland vegna þess að hann á háar kröfur í íslenskum krónum á þrjá þrotabanka. Kröfurnar voru keyptar fyrir slikk eftir hrun 2008. Nú vill gæinn að stjórnvöld hjálpi honum að umbreyta verðlausum krónum í alvöru gjaldmiðla, svo hann geti lifað happy ever after in the market place og sungið
13.feb. 2015 - 09:50 Sigurður G. Guðjónsson

Skiptir máli hver þú ert?

Davíð Oddsson, fyrrverandi Seðlabankastjóri, sendi ríkislögreglustjóra 9. desember 2008 stutta samantekt um viðskipti arabísks sjeiks með hluti í Kaupþingi banka hf, sem tilkynnt voru í Kauphöll 22. september sama ár. Ríkislögreglustjóri framsendi erindið samdægurs til Fjármálaeftirlitsins, en sú stofnun beindi kæru vegna viðskiptanna til embættis sérstaks saksóknara 13. mars 2009. Embætti sérstaks saksóknara gaf út ákæru 16. febrúar 2012 (afmælisdegi Hæstaréttar). Hæstiréttur kvað dóm upp í dag, 12. febrúar 2015. Refsingar eru þungar, rétturinn stóryrtur og saksóknarinn lýsti yfir sérstakri ánægju með niðurstöðuna. Brotin umboðssvik og markaðsmisnotkun samkvæmt 117. gr. laga um verðbréfaviðskipti.
05.feb. 2015 - 06:00 Sigurður G. Guðjónsson

Hver er kjarni sannvirðis?

Kjarnavefurinn hefur allt frá því er Víglundur Þorsteinsson sendi alþingismönnum bréf í janúar sl. haldið uppi vörnum fyrir fyrrverandi fjármálaráðherra, Steingrím J. Sigfússon. Ekki veit ég af hverju. Kannski er það vegna þess að félagið að baki vefsíðunni hefur nýlega verið bakkað upp fjárhagslega af kunnum Samfylkingarmönnum, sem telja flokk sinn að einhverju leyti bera ábyrgð á því að Steingrímur J. Sigfússon varð fjármálaráðherra í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur 1. febrúar 2009.
02.feb. 2015 - 15:09 Sigurður G. Guðjónsson

Steingrímur vildi ekki stela!

Steingrímur J. Sigfússon fyrrum fjármálaráðherra veitti viðtal í gær á Eyjunni á Stöð 2 um bréf Víglundar Þorsteinssonar sem sent var alþingismönnum fyrir liðlega viku og fjölmiðlar hafa fjallað nokkuð um.  Hjá Steingrími kom það helst fram að ekki stæði steinn yfir steini í málflutningi Víglundar; hann fæli annars vegar í sér svívirðilegar árásir – væntanlega á Steingrím J. - og hins vegar að enn væri reynt að halda að þjóðinni að ríkið hefði geta farið inn í þrotabú gömlu bankanna og stolið af þeim peningum.
29.jan. 2015 - 11:37 Sigurður G. Guðjónsson

Víglundarskjölin

Merkilegt hvað lítil efnisleg umræða er um þau atriði sem koma fram í bréfi Víglundar til þingmanna.
22.jan. 2015 - 21:00 Sigurður G. Guðjónsson

WikilLeaks fremur aumt fyrirbæri með lítinn lekanda

Kristinn Hrafnsson er einn eigenda Sunshine Press Productions ehf. Því hefur verið haldið fram fyrir íslenskum dómstólum að félagið sé rekstraraðili lekanda síðunnar WikiLeaks. Ekkert í opinberum gögnum um einkahlutafélagið Sunshine Press Productions styður þessa staðhæfingu.
18.jan. 2015 - 11:25 Sigurður G. Guðjónsson

Afskræmdur spámaður! Til hvers?

Getur einhver útskýrt fyrir mér fáfróðum hvers vegna vestrænir teiknarar þurfa endalaust að teikna myndir af spámanni múslima og afskræma hann. Er það gert til að bæta kjör múslima sem búa eða búið hafa við ógnarstjórnir í ríkjum múslima?
14.jan. 2015 - 13:42 Sigurður G. Guðjónsson

Jafnaðarmaður og hinn frjálsi ritstjóri!

Sighvatur Björgvinsson sendir blaðamönnum opið bréf í Mogga dagsins. Höfundurinn virðist hafa áhyggjur af tjáningarfrelsinu og að blaðamenn standi ekki vörð um það. Inn í þetta bréf dregur höfundurinn uppsögn ritstjóra DV á síðasta ári og segir að blaðamenn DV hafi þá brugðist tjáningarfrelsinu. Sighvatur er glöggur maður og hefur ráð undir rifi hverju.
30.des. 2014 - 11:35 Sigurður G. Guðjónsson

Ekki svona HENSON!

Sé að Fréttablaðið í dag fjallar um endurrit yfirheyrslna hjá Embætti sérstaks saksóknara. Þar er mörg gull korn að finna.
06.des. 2014 - 13:30 Sigurður G. Guðjónsson

Hver stjórnar rannsókn?

Um daginn láku til RÚV gögn um meint brot Eimskips og Samskipa á samkeppnislögum. Gögnin voru í fórum tveggja opinberra stofnanna, Samkeppniseftirlitsins og embættis sérstaks saksóknara. Nú þarf að rannsaka hvaða starfsmenn eða starfsmaður þessara stofnanna láku gögnunum; vont þegar allir starfsmenn tveggja ríkisstofnanna liggja undir grun um brot.
05.des. 2014 - 11:15 Sigurður G. Guðjónsson

Sérstakur fékk á'ann!


03.des. 2014 - 08:00 Sigurður G. Guðjónsson

Axarsköft Davíðs Oddssonar

Staksteinar Mogga fjalla um væntanlegan vanda Finna, þar sem hagvöxtur hefur dregist saman, og verður vart sjáanlegur á næsta ári, og það þrátt fyrir evruna og aðild Finnlands að Evrópusambandinu.
02.des. 2014 - 11:20 Sigurður G. Guðjónsson

Er Ísland enn fullvalda ríki?

Þann 1. desember 1918 varð Ísland fullvalda ríki, en þá tóku sambandslögin gildi. Íslenska fánanum var flaggað í fyrsta skipti þennan dag.
28.nóv. 2014 - 00:18 Sigurður G. Guðjónsson

Fréttir af verktökum hjá embætti SS

Sérstakur saksóknar hefur upplýst að verktakalaun prófessors Sigurðar og Jóns lögreglustjóra til vara hafi verið sambærileg við þóknun lögmanna sem skipaðir eru sem verjendur kr. 10.000 á tímann auk vsk. Merkilegt ef satt er.
27.nóv. 2014 - 12:30 Sigurður G. Guðjónsson

Verktakar sérstaks saksóknara

Velti því fyrir mér hvernig opinber starfsmaður sem fær launagreiðslur frá ríkinu getur verið verktaki hjá annarri opinberri stofnun, eins og nú berast fréttir af frá embætti sérstaks saksóknara. Gott væri að fá svör við því.
14.nóv. 2014 - 10:00 Sigurður G. Guðjónsson

Las sjálfsævisögu Reynis Traustasonar

Var að ljúka við lestur á handriti af sjálfsævisögu Reynis Traustasonar þ.e.a.s. þeim eitthvað um tvöhundruð síðum sem mér bárust óvænt og óumbeðið. Margt fróðlegt þar og merkilegt hvað blaðamaðurinn á auðvelt með að segja rangt frá og skýra allt sér í hag.
16.okt. 2014 - 21:57 Sigurður G. Guðjónsson

Réttarhöld í Kastljósi

Nokkrir einstaklingar hafa verið kærðir til embættis sérstaks saksóknara. Kastljós hefur fengið aðgang að kærugögnum og starfsmenn þáttarins hafa hafið málflutning um sekt hinn kærðu.
29.sep. 2014 - 08:27 Sigurður G. Guðjónsson

29. september

Þennan dag árið 2008 rétt fyrir klukkan 9 að morgni hélt Davíð Oddsson, þá seðlabankastjóri blaðamannafund í bankanum.
22.sep. 2014 - 08:00 Sigurður G. Guðjónsson

Lygamörður á ferð

Guðmundur Andri Thorsson skrifar reglulega pistla í Fréttablaðið. Í dag bera skrif rithöfundarins heitið ,,Vælubíll í vitlausu stæði." Þar heldur Guðmundur Andri því fram að Jón Óttar Ólafsson hafi selt þrotabúi Milestone aðgang að því sem hann hefði komist á snoðir um sem starfsmaður sérstaks saksóknara og stefndi þar með í voða dómsmáli á hendur fyrri eigendum þess fyrirtæki.
08.sep. 2014 - 21:19 Sigurður G. Guðjónsson

Hið ritstjórnarlega sjálfstæði

Hef velt því fyrir mér síðastliðnar þrjár vikur hvenær ritstjórn fjölmiðils nýtur sjálfstæðis frá eiganda félagsins sem fjölmiðilinn á og rekur. Sérstaklega hefur mér þótt þetta álitaefni áhugavert í ljósi þeirra deilna sem verið hafa í hluthafahópi DV ehf.
01.sep. 2014 - 08:00 Sigurður G. Guðjónsson

Rithöfundur bullar

Guðmundur Andri Thorsson kann að vera slarkfær rithöfundur. Þekki ekki verk hans. Guðmundur Andri getur sem rithöfundur spunnið upp sögur og kannski selt, sérstaklega ef hann fær góða ókeypis umfjöllun á RÚV. Þegar Guðmundur Andri Thorsson skrifar pistla í blöð verður hins vegar almennt að gera kröfu til þess að hann fari í nágrenni við sannleikann.
29.ágú. 2014 - 23:06 Sigurður G. Guðjónsson

Reynir Traustason féll á eigin bragði

Í dag átti að halda aðalfund DV ehf. Fjölmiðlar voru mættir. Reynir Traustason var sigurviss í upphafi fundarins, enda tveir lögfræðingar að úthluta atkvæðaseðlum eftir forskrift Reynis og þeirra stjórnarmanna sem lúta vilja hans í einu og öllu.
26.ágú. 2014 - 12:25 Sigurður G. Guðjónsson

Maðurinn með hattinn, hann á engan aur

Mér var bent á að blaðamaðurinn Ingi Freyr hefði ritað pistil á vefmiðilinn DV.is í gær, þar sem hann bendlar mig við einhverja yfirtöku á DV ehf. á aðalfundi félagins næst komandi föstudag. Við Inga Frey get ég sagt það eitt, ég er ekki að vinna að yfirtöku á DV ehf. og enginn þeirra aðila sem ég vinn fyrir.
07.ágú. 2014 - 10:16 Sigurður G. Guðjónsson

Upphlaup vegna skipunar seðlabankastjóra

Fjármálaráðherra mun skipa nýjan seðlabankastjóra í dag eða á morgun. Ráðherrann var búinn að ákveða sig í gær og ætlaði að skipa einhvern Friðrik Baldursson, sem nefnd undir stjórn fyrrum lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu hafði talið hæfan til starfans, sem er í raun óskiljanlegt.
30.jún. 2014 - 08:38 Sigurður G. Guðjónsson

Kjarni án kjarna

Merkilegt þetta vefrit sem kallast Kjarninn. Af lestri þess mætti helst ætla að um væri að ræða útgáfu á vegum embættis sérstaks saksóknara, svona eins og Tíund þá sem skatturinn gefur út meðal annars til að segja frá eigin afrekum.
16.jún. 2014 - 09:00 Sigurður G. Guðjónsson

Algjör tímaskekkja

Sennilega hefur aldrei sannast betur en nú hve ríkisfjölmiðill er í raun hrein tímaskekkja.
10.maí 2014 - 11:28 Sigurður G. Guðjónsson

Skuggi sólkonungs

Er að lesa bók Ólafs Arnarsonar Skuggi sólkonungs, sem ber undirtitilinn ,,Er Davíð Oddson dýrasti maður lýðveldisins?
07.maí 2014 - 19:24 Sigurður G. Guðjónsson

Sekur uns sakleysi er sannað

Í gær lauk aðalmerð í máli ákæruvaldsins gegn skjólstæðingi mínum Sigurjóni Þ. Árnasyni fyrrum bankastjóra Landsbanka Íslands hf. í svokölluðu Imon - máli.
21.apr. 2014 - 21:48 Sigurður G. Guðjónsson

Þarf sérstakan til að rannsaka Sérstakan?

Það er margt fleira skrýtið í þeim kýrhaus sem embætti sérstaks saksóknara er og ekki er allt á hreinu um samstarf þess og slitastjórna föllnu bankana, sem virðast geta hafa haft áhrif á framgang mála gegn einstökum aðilum.
18.apr. 2014 - 13:28 Sigurður G. Guðjónsson

Frjálst fall

Frjálst afl er nýtt stjórnmálaafl í Reykjanesbæ. Kemur úr Sjálfstæðisflokknum að einhverju leyti.
14.mar. 2014 - 12:45 Sigurður G. Guðjónsson

Hringavitleysa Gunnars Braga

Málflutningur utanríkisráðherra í Evrópumálum er einhver mesta hringavitleysa sem boðið hefur verið upp á síðan Jóhanna Sigurðardóttir reyndi að koma á nýrri stjórnskipan hér landi á síðasta kjörtímabili.
07.mar. 2014 - 09:30 Sigurður G. Guðjónsson

Landsbankastjóri á sultarlaunum!

Ég sé í Mogga dagsins, að Landsbankastjóri fékk bara 22,2 milljónir í laun í fyrra. Sú tala innihélt meira að segja verðmæti þeirra hluta sem komu í hans hlut þegar ríkið ákvað að gefa starfsmönnum bankans hluti í bankanum.
27.feb. 2014 - 09:59 Sigurður G. Guðjónsson

Að glæpavæða og afglæpavæða

Fyrir svona tíu dögum voru þingmenn uppteknir af umræðu um afglæpavæðingu fíkniefnaneyslu.
23.feb. 2014 - 10:52 Sigurður G. Guðjónsson

Að mjólka spenann!

Þórólfur er ekki kúabóndi í hefðbundinni merkingu. Hann og meðreiðasveinar hans hafa hins vegar legið á spena víða í atvinnulífinu og dafnað vel fjárhagslega.
08.feb. 2014 - 11:34 Sigurður G. Guðjónsson

Þjóðremba, áróður og peningar

Kastljós RÚV og nokkrir stjórnmálamenn, einkum af vinstri væng, eru fúlir yfir för forseta og menntamálaráðherra á Vetrarólympíuleikana í Sochi; strandbæ við Svartahafið í Rússlandi. Í sjálfu sér skiljanlegar áhyggjur þegar horft er til þess hvernig Pútín forseti Rússlands fer með þjóð sína, og ekki síður þegar horft er til þess hvernig farið hefur verið með verkafólk sem vann að uppbyggingu mannvirkja fyrir leikana.
09.jan. 2014 - 22:57 Sigurður G. Guðjónsson

Hefur einhverjum orðið bumbult?

Hvers vegna að leyfa einokunarkompaníinu MS að flytja inn og blanda í íslenskt og halda því fram að um íslenska vöru sé að tefla?
18.des. 2013 - 15:55 Sigurður G. Guðjónsson

Ríkisútvarpið og Flokkurinn

Þá hefur Sjálfstæðisflokkurinn náð undir sig RÚV.  Fylgi Flokkurinn stefnu sinni get ég og fleiri, sem ekki vilja ríkisútvarp í þeirri mynd sem verið hefur hér frá 1985, glaðst.
16.des. 2013 - 15:30 Sigurður G. Guðjónsson

Fyrrum starfsmaður SS um afbrot

Var að fletta tímaritinu MAN. Þar má finna viðtal við fyrrum starfsmann Sérstaks saksóknara. Um margt merkilegt og lýsir því vel hvílík vitleysa það var að stofna til embættis SS.
14.des. 2013 - 11:16 Sigurður G. Guðjónsson

Moggi, blað hinna vammlausu!

Moggi, sem er annars vegar undir stjórn Óskars Magnússonar, fyrrum útrásarvíkings í Tryggingamiðstöðinni, sem líka var ber að skattundanskoti í starfi hjá smávöruverslun, en fékk sérmeðferð í kerfinu, eins og góðum Flokksmanni ber, og hins vegar Davíðs Oddssonar, sem setti Seðlabanka Íslands á hausinn með lánveitingu til Kaupþings hf., 6. október 2008, virðist tiltölulega ánægður með dóma Héraðsdóms Reykjavíkur s.l. fimmtudag yfir fyrrum stjórnendum Kaupþings.
13.des. 2013 - 09:27 Sigurður G. Guðjónsson

Sá eini sem tapaði var sjeikinn

Samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í gær varð Kaupþing fyrir tjóni vegna þess að félagið átti viðskipti við arabískan sjeik. Sjeikinn fékk hlutabréf í Kaupþingi og lán fyrir kaupverði þeirra auk þess mun hann hafa verið í sjálfskuldarábyrgð.
09.des. 2013 - 09:10 Sigurður G. Guðjónsson

Að lifa á lekendum

Keppnin um að græða á birtingu trúnaðargagna er merkilegt fyrirbæri. Fór hún hvað hæst fyrr á þessu ári þegar WikiLeaks og áþekk fyrirbæri nánast börðust opinberlega um að ná Edward Snowden í raðir sínar. Sá hafði unnið hjá að bandarískri stjórnarstofnun. Hann upplýsti þegar hann var kominn austur til Asíu, Hong Kong, ef ég man rétt, að hjá vinnuveitanda hans hefðu menn þann starfa að liggja á hleri. Fórnarlömbin voru ekki af verri endanu, m.a. ýmsir framámenn ríkja í Evrópu. Svo virtist sem leiðtogarnir hafi litið á upplýsingar um hlerun sem upphefð og vísbendingu um stöðu þeirra og mikilvægi í hinu alþjóðlega samhengi.
07.des. 2013 - 09:49 Sigurður G. Guðjónsson

Netverslun við Kínakaupmann

Netverslun við Kína eykst samkvæmt Mogga í dag. Meðal annars er hægt að kaupa frá Kína eftirgerðir Nike free og annarrar framleiðsluvöru, sem nýtur ýmis konar verndar samkvæmt lögum hér á landi og í raun um hinn vestræna heim.
04.des. 2013 - 17:26 Sigurður G. Guðjónsson

Fréttastofa í hagsmunagæslu

Ég hef ekki séð fréttastofu RÚV fjalla jafn mikið um uppsagnir starfsfólks eins og nú þegar starfsmenn stofnunarinnar eiga hlut að máli.
02.des. 2013 - 20:56 Sigurður G. Guðjónsson

Lobbyistar kröfuhafa eiga ekki að ráða

Ég átta mig ekki alveg á því hvers vegna þingmenn Samfylkingarinnar reyna að gera lítið úr tillögum sem ríkisstjórnin hefur kynnt og miða að því að létta skuldabyrði þeirra sem eru með stökkbreytt verðtryggð lán.
28.nóv. 2013 - 09:10 Sigurður G. Guðjónsson

Er þörf á Ríkisútvarpi?

Ég hef ávallt samúð með starfsmönnum sem vinnuveitendur segja upp að ósekju.
06.nóv. 2013 - 09:12 Sigurður G. Guðjónsson

Að trúa á orgel

Ég heyri í fréttum að Langholtssókn eigi í fjárhagslegum vanda og að vandann megi m.a. rekja til orgelkaupa.
04.nóv. 2013 - 20:16 Sigurður G. Guðjónsson

Steingrímur fyrirlesari

Steingrímur J. Sigfússon er að eigin sögn í Kastjósi RÚV orðinn alþjóðlegur fyrirlesari um afrek sín sem fjármálaráðherra í stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur.
06.okt. 2013 - 09:25 Sigurður G. Guðjónsson

Hugvekja á fimm ára afmæli hrunsins

Í dag á hrunið 5 ára afmæli. Sennilega er búið að verja nálægt einum tug milljarða í að rannsaka það og ýmsa hliðar vinkla þess.
29.sep. 2013 - 12:17 Sigurður G. Guðjónsson

Gleymum ekki 29. september 2008

Þennan dag fyrir réttum fimm árum ýtti þáverandi formaður bankastjórnar Seðlabanka Íslands, Davíð Oddsson, efnahags- og bankahruni hér á landi formlega úr vör. Athöfnin fór fram að morgni mánudagsins 29. september 2005 á blaðamannafundi í Seðlabanka Íslands.
15.sep. 2013 - 11:12 Sigurður G. Guðjónsson

Um réttlætið á alþjóðlegum afmælisdegi 2008-kreppunnar

Klukkan 1:45 eftir hádegi 15. september 2008 óskaði stjórn Lehman Brothers fjárfestingarbankans bandaríska eftir gjaldþrotavernd samkvæmt 11. kafla bandarísks gjaldþrotaréttar.

Sigurður G. Guðjónsson

Hæstaréttarlögmaður

Ragnheiður Eiríksdóttir
Ragnheiður Eiríksdóttir - 24.3.2015
Um tippamyndasendingar íslenskra karla
Jón Óðinn Waage
Jón Óðinn Waage - 16.3.2015
Við Gunnar
Bergljót Björk Halldórsdóttir
Bergljót Björk Halldórsdóttir - 21.3.2015
Matargrúskarinn Nanna Rögnvaldar
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 21.3.2015
Formannskjörið í Samfylkingunni
Ragnheiður Ragnarsdóttir
Ragnheiður Ragnarsdóttir - 23.3.2015
Líf Röggu í LA: æfingar á ströndinni
Sigurður G. Guðjónsson
Sigurður G. Guðjónsson - 24.3.2015
Eigandi Íslands?
Jón Sigurðsson
Jón Sigurðsson - 20.3.2015
Athyglisverð ummæli í Morgunblaðinu
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 22.3.2015
Hvar er stuðningsyfirlýsingin?
Aðsend grein
Aðsend grein - 26.3.2015
Ég bjargaði mannslífi í nótt
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 18.3.2015
Orðaskipti Guðrúnar og Davíðs
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 15.3.2015
Gaman um alvöru
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 21.3.2015
Orðaleikur Jóns Sigurðssonar
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 20.3.2015
Stjórnarskráin leyfir ekki aðild
Ragnheiður Ragnarsdóttir
Ragnheiður Ragnarsdóttir - 16.3.2015
Lífið í LA: rauði dregilinn á tískuvikunni
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 20.3.2015
Viðtal Kolbrúnar við Harald
Fleiri pressupennar