29. ágú. 2014 - 23:06Sigurður G. Guðjónsson

Reynir Traustason féll á eigin bragði

Í dag átti að halda aðalfund DV ehf. Fjölmiðlar voru mættir. Reynir Traustason var sigurviss í upphafi fundarins, enda tveir lögfræðingar að úthluta atkvæðaseðlum eftir forskrift Reynis og þeirra stjórnarmanna sem lúta vilja hans í einu og öllu.

Reynir Traustason hafnaði þeirri sjálfsögðu ósk að eigendur meirihluta hlutafjár í félaginu fengju þrjá menn í stjórn og eigendur minnihluta hlutafjár tvo. Reynir Traustason vildi óbreytt ástand. Í því boði hans fólst að eigendur meirihluta hlutafjár í DV ehf.,  þ.e. einstaklingarnir og lögaðilarnir sem tryggt höfðu, að stjórn og framkvæmdastjóri DV ehf. fengju ekki á sig ákæru fyrir stórfelld vanskil á vörslusköttum, áttu áfram að vera valdalausir í félaginu, eins og þeir hafa verið frá því Þorsteini Guðnasyni var bolað úr stóli stjórnarformanns í lok júní á þessu ári.

Þegar á reyndi var sigurvissa Reynis Traustasonar byggð á sandi. Muni ég rétt geymir Biblían gildisdóm um þann sem byggir hús sitt á sandi. Og muni ég rétt standa slík hús ekki lengi, ef á reynir.

Sandur sá sem Reynir Traustason byggði sigurvissu sína á fyrir aðalfundinn í dag er óheiðarleikinn; hann kemur alltaf í bakið á mönnum.

Furðulegar samþykktir

Samþykktir DV ehf. eru ekki skýrasti pappír sem ég hef lesið um ævina. Í einu ákvæði samþykktanna segir:

Samþykki meirihluta stjórnar þarf til að einstakur hluthafi og aðilar  sem eru honum fjárhagslega tengdir fari með meira en 5% af heildarhlutafé félagsins á hverjum tíma. Innlausn hluta í félaginu skal fara eftir reglum Kauphallar Íslands.

Í öðru ákvæði samþykktanna segir svo:

Enginn einn hluthafi getur farið með atkvæðisrétt fyrir meira en 26% heildaratkvæða í félaginu, þrátt fyrir að hlutafjáreign hluthafa í félaginu veiti viðkomandi hluthafa fleiri atkvæði en sem nemur því hlutfalli.

Í þriðja ákvæðinu gildi framsals og veðsetningar hluta í DV ehf. háð samþykki stjórnar.

Höfundar þessara samþykkta DV ehf., vildu væntanlega með 5% reglunni reyna að tryggja dreifða eignaraðild að DV ehf. Eða það var opinbera skýringin. Staðreyndirnar voru allt aðrar. Eignarhaldið var aldrei dreift.  Sex stærstu hluthafarnir fóru með 86,3%. Allt þar til haldinn var stjórnarfundur í DV ehf fjórum klukkutímum fyrir boðaðan aðalfund í dag.

Með öðru hinna tilfærðu ákvæða var ætlunin að tryggja að aldrei færi þó neinn hluthafi með meira en 26% atkvæðisrétt á hluthafafundum í DV ehf.

Þriðja ákvæðið er í raun hreinn bastarður varðandi þann áskilnað,að stjórn samþykki framsal hluta í DV ehf., þar sem forkaupsrétti stjórnar og  annarra hluthafa að hlutum í félaginu er ekki til að dreifa. Stjórn getur aldrei komið sér hjá því að samþykkja framsal sé það undir 5%. Stjórn DV ehf. hefur  einnig í gegnum tíðina samþykkt öll framsöl yfir 5%. Síðast framsal Lilju Skaftadóttur á 13,07% til Tart ehf.

Stórmerki á stjórnarfundi

Enginn hluthafi hefur nokkru sinni eignast þann fjölda hluta í DV ehf að leiddi til skerðingar á atkvæðarétti vegna 26% reglunnar. Stærsti hluthafi í DV ehf. er Umgjörð ehf. sem lagði DV ehf. til lánsfé með breytirétti í september 2012. Umgjörð ehf. fer með 21,23% hlut í DV ehf.

Fimmtudaginn 28. ágúst var boðað til stjórnarfundar í DV ehf., sem haldinn skyldi föstudaginn 29. ágúst  kl:10:00. Samkvæmt fundarboði var dagskrá fundarins þessi:

1.     Undirbúningur aðalfundar.

2.     Samþykki viðskipta.

3.     Yfirferð yfir hlutaskrá félagsins.

4.     Greiðsla hlutafjár að nafnverði 1.860.000.

Stjórnarfundurinn var settur kl. 10:00. Undir lið eitt var afgreitt hve stóran sal og marga stóla þyrfti á fundarstað aðalfundar. Jafnframt var gengið frá því að DV ehf. fengi greiddar kr. 1.860.000, vegna mistaka, sem orðið höfðu við útreikninga á niðurfærslu hlutafjár eldri hluthafa þegar Umgjörð ehf. neytti breytiréttar síns árið 2012.  Síðan var fundi frestað um stund. Þegar stjórnarfundinum  lauk höfðu þau stórmerki gerst, að fjórir af fimm stjórnarmönnum í DV ehf. höfðu ákveðið að enginn hluthafi gæti farið með meira en 5% atkvæðisrétt á aðalfundi félagsins síðar þann sama dag.

Sumir eru jafnari en aðrir

Hjá dýrunum í Dýrabæ voru öll dýrin jöfn í upphafi. Síðar gerðist það að sum urðu jafnari en önnur og þurftu þá ekki að lúta almennum og samþykktum reglum.  Þannig reyndist það vera í DV ehf. í dag.   

Reynir Traustason reyndist hafa verið mest jafnastur af hluthöfum DV ehf. fram til þess að gengið var til dagskrár á aðalfundi í DV ehf. klukkan liðlega fimm  í dag. Fram til þess tíma höfðu tveir skriffinnar á vegum meirihluta stjórnar DV ehf. verið að útbúa atkvæðaseðla. Öll sú vinna miðaði að því að hafa atkvæðisrétt af hluthöfum sem meirihluti stjórnar hafði vanþóknun á og færa Reyni Traustasyni aukin völd.

Reynir Traustason átti hlut í DV ehf. að nafnverði kr. 15.000.000 sem svaraði til 9.66% af heildar hlutafé félagsins þegar stjórnarfundurinn byrjaði. Þegar Reynir Traustason var búinn að troða því í gegnum stjórn, að enginn hluthafi færi með meira en 5% atkvæðisréttar á aðalfundinum, brá hann á það ráð til að tryggja að enginn hluta hans færi í súginn með því að selja vinum og vandamönnum hluti sína, urðu börn hans þannig skyndilega hluthafar í félaginu og hefur verið splæst DV-forsíðum í gegnum tíðina á minni skandala.

Meirihluti stjórnar DV ehf. samþykkti þessa ráðstöfun, enda liður í því að hún gæti ráðið félaginu án þess að taka nokkra fjárhagslega ábyrgð á því.

Reynir Traustason taldi, það sem að framan er rakið ekki duga til að tryggja að hann og fólkið, sem ekki hefur lagt krónu af eigin fé í DV ehf. héldu völdum í félaginu, heldur ákvað hann að kaup hluti að nafnverði kr. 4.000.000 í DV ehf. á kr. 4.000.000. Enginn hluthafi var þó að selja hluti sína og félagið átti enga hluti sjálf til að selja. Og þó félagið hefði sjálf átt hluti til að selja þá gat Reynir Traustason ekki vélað um þau viðskipti við sjálfan sig á stjórnarfundi.

Þegar valdabrölt er annars vegar svífast menn einskis. Reynir Traustason er þar enginn undantekning  enda óheiðarlegur með afbirgðum eins og neðangreint dæmi sannar.

Horn í síðu Þorsteins

Reynir Traustason hefur lengi haft horn í síðu Þorsteins Guðnasonar, sem hefur verið drjúgur við að leggja DV ehf. til fé. Félag Þorsteins, Tryggvi Geir ehf. var þannig við upphaf áðurgreinds stjórnarfundar í DV ehf. skráð fyrir hlutum að nafnvirði kr. 24.816.308 í DV ehf.

Tryggvi Geir ehf. hafði greitt allt þetta hlutafé, að frátöldum fjórum milljónum króna, með reiðufé. Milljónirnar fjórar sem vantaði upp á, voru greiddar með 60% eignarhlut í félagi, sem rekur vefmiðilinn eirikurjonsson.is.  Frá þeim kaupum var gengið 10. október 2013 milli DV ehf. og Tryggva Geirs ehf. Undir skjöl um viðskipti þessi rituðu Þorsteinn Guðnason og Jón Trausti Reynisson.

Stjórn DV ehf. tilkynnti, eins og lögskylt er aukninguna alla til hlutafélagaskrár.

Þegar Reyni Traustasyni varð það ljóst fyrr á þessu ári, að hluthafar sem lagt hafa DV ehf. til í hlutafé að fjárhæð liðlega 100 milljónir króna í hlutafé, vildu hafa meira um rekstur DV ehf. að segja hóf hann  atlögu sína að Þorsteini Guðnasyni. Sama hafði hann gert gagnvart öðrum fyrri stjórnarformönnum, til dæmis Lilju Skaftadóttur og Ólafi Magnússyni.

Atlagan að Þorsteini náði hámarki þegar Reynir og meirihluti stjórnar ákvað á stjórnarfundinum að selja aftur fyrir hönd DV ehf.  hluti að nafnverði fjórar milljónir sem seldir höfðu verðið Tryggva Geir ehf. 10. október 2013. Slíkt hátterni kallast tvísala.

En þar fór Reynir Traustason fram úr sjálfum sér. Á aðalfundi félagsins í dag neitaði fundarstjóri Reyni að fara með atkvæði fyrir hlutina.  Þegar úrskurður fundarstjóra lá fyrir fölnaði Reynir Traustason. Og ekki tók betra við þegar ganga átti til dagskrár. Á daginn kom að meiri hluti stjórnar DV ehf. hafði engan löglegan ársreikning meðferðis. Það var ekki vegna þess að stjórnin hefði ekki gengið frá ársreikningi, því það hafði hún samviskusamlega gert á stjórnarfundi í júlí. Jón Trausti Reynisson framkvæmdastjóri, sem ber enga ábyrgð á ársreikningi DV ehf. vildi ekki una honum. Endurskoðandinn var beðinn að búa til nýjan. Sá reikningur var aldrei lagður fyrir stjórn. Jón Trausti taldi að það skipti ekki máli og lét ganga milli stjórnarmanna við upphaf aðalfundar með það sem hann taldi hinn nýja ársreikning. Fjórir stjórnarmenn skrifuðu upp á hann en Þorsteinn Guðnason neitaði. Þegar farið var að rýna í reikninginn kom í ljós að hann var að efni til eins og sá sem áður hafði verið samþykktur. Þá boðaði Jón Trausti að enn væri ný útgáfa á leiðinni. Hún kom og var alveg eins og hinar fyrri.

Fundarstjórinn ákvað að lengra yrði ekki haldið og frestaði fundi. Þá varð Reynir grárri en grátt og sigurbrosið horfið með öllu. Hann hafði reiknað þetta allt saman vitlaust.

Hvað gerist nú?

Reynir Traustason verður því enn potturinn og pannan í stjórn DV ehf. um einnar viku skeið.  Hann stendur nú frammi fyrir því að allir hlutahafar sem eiga 5% í DV ehf. eða meira munu fyrir framhaldsaðalfundinn selja hluti sína með sama hætti og hann sjálfur til vina og vandamanna og tryggja þannig að hvert og eitt atkvæða þeirra nýtist.  Reynir Traustason og fylgihnettir hans eru þá í algjörum minni hluta. Kannski með um 20% hlutafjár.

Reynir Traustason mun án efa svara fyrir sig. Hann mun þá væntanlega segja frá því að hlutir hans í Ólafstúni ehf. hafi verið teknir af honum. Ekkert hefur verið tekið af Reyni Traustasyni. Hann sá alfarið um það sjálfur. Reynir Traustason hefur aldrei greint einum eða neinum frá því að hann undirritaði fundargerð um hækkun hlutafjár í Ólafstúni ehf., áskriftarskrá  að nýjum hlutum og tilkynningu til fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra , þar sem Reynir tryggði lánveitanda sínum  persónulega og Ólafstúns ehf. yfirráðarétt yfir félaginu.

Hvaðan komu peningarnir?

Það er margt skrítið í kýrhausnum. Reynir Traustason hefur ítrekað lýst því yfir að hann sé ekki fjáður. Reynir Traustason ætti í nafni þess gagnsæis, heiðaleika og siðprýði í viðskiptum sem hann telur sig standa fyrir, að upplýsa allan almenning um,og ekki hvað síst lesendur DV og DV.is hvernig honum áskotnuðust kr. 15.000.000 til að leggja fram persónulega sem hlutafé í DV ehf.

Svona í Sandkornsstíl DV getur sagan af lánveitingunni hljóðað einhvern veginn á  þennan veg: Reynir fór á fund útgerðarmanns sem átti í deilum við annan. Sá sem Reynir fór til lét Reyni fá fé. Og blaðið jafnvel líka. DV fór í framhaldi að segja frá deilum útgerðarmannanna á forsendum þess sem borgaði.

Þannig vinnur mafían og þannig segir sagan að Reynir Traustason vinni. Sel hana ekki dýrara en ég keypti hana.

(Framhald næsta föstudag).
 
 18.jún. 2017 - 16:46 Sigurður G. Guðjónsson

Glórulaus hugmynd hjá forsetanum

Föstudaginn 26. september 1986 ritaði Svala Thorlacíus hrl. grein í Morgunblaðið um síendurtekin kynferðisafbrot gagnvart börnum. Hæstaréttarlögmaðurinn spurði í niðurlagi greinarinnar ,,Hvað er til ráða ? " Þar kemur fram að lögmaðurinn vildi beita vönun á grundvelli laga nr. 16/1938 um að heimila í viðeigandi tilfellum aðgerðir á fólki, er koma í veg fyrir, að það auki kyn sitt. Lög þessi voru felld að mestu úr gildi með lögum nr. 25/1975, en endanlega með lögum nr. 41/ 2010 til að fullnægja skuldbindingum ríkisins gagnvart Sameinuðu þjóðunum um réttindi fatlaðra.
25.ágú. 2016 - 12:00 Sigurður G. Guðjónsson

Þagði Steingrímur J.?

Mér sýndist þegar ég leit á RÚV áðan, að þingmenn væru að ræða mögulega bónusa til nokkurra starfsmanna hins gamla slitabús Kauþings.

23.ágú. 2016 - 18:00 Sigurður G. Guðjónsson

Hvernig á að hátta gjaldtöku af náttúruauðlindum?

Eitt af þeim málum sem lengi hafa brunnið á þjóðinni og ávallt hefur verið tekist á um í aðdraganda kosninga til Alþingis er kvótakerfi sjávarútvegsins, sem í grunninn er liðlega þrítugt. Kvótakerfið hefur fyrir löngu haft þau áhrif sem spáð var, það er að útvegur legðist að mestu af í minni byggðum, og nú er kerfið líka farið að segja til sín í stærri byggðum, síðast í Þorlákshöfn.

26.júl. 2016 - 23:43 Sigurður G. Guðjónsson

Hvers vegna að kjósa í haust?

Getur einhver sagt mér hvers vegna þarf að efna til kosninga til Alþingis í haust? Ég veit vel að nokkur hópur fólks heimtaði slíkt á Austurvelli í vor að kosið yrði strax þá. Á það var ekki hlustað sem betur fer. Ráðherrar ræddu þá þann möguleika að stytta kjörtímabilið um eitt löggjafarþing.
21.júl. 2016 - 09:45 Sigurður G. Guðjónsson

Björt brást


26.apr. 2016 - 15:30 Sigurður G. Guðjónsson

Hinir merktu

Kastljósi Ríkissjónvarpsins er nú beint að öllum þeim sem tengjast beint eða óbeint aflandsfélögum. Allir eru gerðir grunsamlegir. Fólk hrökklast úr störfum um leið og fréttin spyrst út, aðrir reyna að bera hönd fyrir höfuð sér, en kjósa svo að gefast upp til að reyna að skapa frið; annars eiga þeir á hættu að þeir verði eltir uppi af fulltrúum réttvísinnar, sem starfa hjá Ríkisútvarpinu beint eða sem undirverktakar, eða er það öfugt?
16.apr. 2016 - 10:45 Sigurður G. Guðjónsson

Að hoppa upp í rassgatið ...

Andri Snær Magnason, sem fer nú um landið vegna forsetaframboðs síns, er á móti, virkjunum, er á móti stóriðju, afstaða hans til ferðamannaiðnaðar er óþekkt, hann vill friða hálendið, hann vill nýja stjórnarskrá, hann vill ópólitískt forsetaembætti, hann vill eflingu sköpunar hvers kyns, og telur að Íslendingar geti haslað sér völl í hverju sem er hvar sem er um veröld víða.
Fínt.
06.apr. 2016 - 10:20 Sigurður G. Guðjónsson

Dagur mikilla tíðinda?

Forsetinn kom í gær veg fyrir upplausn og stjórnleysi. Það er byrjað að roðna í austri og plast í trjám. Kannski er dagur mikilla tíðinda.

21.mar. 2016 - 20:46 Sigurður G. Guðjónsson

Pólitík aukaatriðanna

Þegar Landsbanki Íslands hf. var gerður að hlutafélagi, sendi bankaráð bankans, sem var pólitískt, Gunnar Þ. Anderson, til útlanda til að finna staði, þar sem bankinn gæti veitt bankaþjónustu í gegnum aflandsfélög.
18.jan. 2016 - 09:28 Sigurður G. Guðjónsson

Innsýn inn í bankastarfsemi

Fyrir þá sem vilja fá smá innsýn í bankastarfsemi í aflandsfélögum má meðal annars lesa þessa kynningu sem fyrrum brottrekinn og dæmdur forstjóri Fjármálaeftirlitsins setti saman árið 1998 fyrir bankaráð Landsbanka Íslands hf. Bankinn var þá ríkisbanki og bankaráðið pólitískt. Á fundi sínum í Selvík 16. júní 1998 samþykkti bankaráðið að fara að tillögum Gunnars Þ. Andersen.
31.des. 2015 - 12:03 Sigurður G. Guðjónsson

„Hvað segir Ólafur Ragnar á nýársdag?“

Blaðið ræðir m. a. við Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðing, sem er mikill áhugamaður um embætti forseta Íslands, stöðu þess og hlutverk í stjórnskipan landsins.
15.nóv. 2015 - 10:03 Sigurður G. Guðjónsson

„Give peace a chance“

Hugur minn er hjá öllum þeim saklausu borgurum sem hafa verið fórnarlömb valda- og trúarbragða átaka. Gleymum ekki hlut vestrænna hervelda í árásum á saklaust fólk sem fjær okkur býr núna þegar ráðist hefur verið á saklausa borgara vestræns ríkis og þeir myrtir.
13.okt. 2015 - 15:00 Sigurður G. Guðjónsson

Heimildamaðurinn um sölu á Símahlutnum

Halldór Bjarkar fyrrum starfsmaður Kaupþings banka hf og virkur gerandi í sölu þess banka á eigin hlutum til Al Thaní í september 2008 skrifar grein í Mogga dagsins til að réttlæta sölu núverandi vinnuveitanda síns Arion banka hf á sölu hluta í Símanum til vildarvina bankans við lágu gengi og baka þar með bankanum tjóni.
08.okt. 2015 - 23:47 Sigurður G. Guðjónsson

Sekur uns sakleysi er sannað

Hæstiréttur dæmdi í dag í svokölluðu Imon máli, sem embætti sérstaks saksóknara rak á hendur umbjóðanda mínum Sigurjóni Þ. Árnasyni og tveimur öðrum fyrrverandi starfsmönnum Landsbanka Íslands hf.
04.sep. 2015 - 09:59 Sigurður G. Guðjónsson

Sérstakur for með rangt mál

Föstudaginn 7. maí 2010, sendi slitastjórn Glitnis banka hf. sérstökum saksóknara bréf, sem var 21 lína að lengd.
13.ágú. 2015 - 15:53 Sigurður G. Guðjónsson

Svar við spurningu formanns Vinstri grænna

Formaður Vinstri grænna, Katrín Jakobsdóttir, ritar greinarstúf í Fréttablaðið í dag. Greinin er í spurnarformi og ber yfirskriftina:  ,,Þak á leiguverð - hví ekki?“
04.jún. 2015 - 12:43 Sigurður G. Guðjónsson

Reikningsskil, list og leikur

ViðskiptaMoggi birtir reglulega greinar um reikningsskil. Reikningsskil virðast oftar en ekki byggja á því sem einhverjum finnst en ekki raunveruleika. Þess vegna er oft tekist á um það í dómsmálum, einkum refsimálum í kjölfar gjaldþrots, hvort ársreikningar hafi verið réttir eða rangir. Þannig var það í Hafskipsmálinu, Ávöxtunarmálinu og þannig er það í eftirhrunsmálum samtímans.
20.maí 2015 - 08:23 Sigurður G. Guðjónsson

Hin nýi Sjans

Virðing almennings fyrir störfum Alþingis og þingmanna kemur reglulega upp í umræðu og er sögð vera þverrandi. Sumir halda því fram að þingmenn vinni lítið sem ekki neitt og noti hvert tækifæri sem gefst til að vera í útlöndum.
03.maí 2015 - 10:33 Sigurður G. Guðjónsson

Standa dómstólar vörð um mannréttindi fyrrum bankamanna?

Bílastæðið við Árbæjarkirkju kemur við sögu í Andersen skjölunum, Eggerts Skúlasonar. Þar vildi starfsmaður Fjármálaeftirlitsins eiga fund með Hreiðari Má Sigurðssyni til að sýna honum og selja gögn um kæru Fjármálaeftirlitsins á hendur Hreiðari Má og öðrum fyrrum Kaupþings starfsmönnum.
24.mar. 2015 - 23:51 Sigurður G. Guðjónsson

Eigandi Íslands?

Gaurinn á meðfylgjandi mynd heldur sig eiga Ísland vegna þess að hann á háar kröfur í íslenskum krónum á þrjá þrotabanka. Kröfurnar voru keyptar fyrir slikk eftir hrun 2008. Nú vill gæinn að stjórnvöld hjálpi honum að umbreyta verðlausum krónum í alvöru gjaldmiðla, svo hann geti lifað happy ever after in the market place og sungið
13.feb. 2015 - 09:50 Sigurður G. Guðjónsson

Skiptir máli hver þú ert?

Davíð Oddsson, fyrrverandi Seðlabankastjóri, sendi ríkislögreglustjóra 9. desember 2008 stutta samantekt um viðskipti arabísks sjeiks með hluti í Kaupþingi banka hf, sem tilkynnt voru í Kauphöll 22. september sama ár. Ríkislögreglustjóri framsendi erindið samdægurs til Fjármálaeftirlitsins, en sú stofnun beindi kæru vegna viðskiptanna til embættis sérstaks saksóknara 13. mars 2009. Embætti sérstaks saksóknara gaf út ákæru 16. febrúar 2012 (afmælisdegi Hæstaréttar). Hæstiréttur kvað dóm upp í dag, 12. febrúar 2015. Refsingar eru þungar, rétturinn stóryrtur og saksóknarinn lýsti yfir sérstakri ánægju með niðurstöðuna. Brotin umboðssvik og markaðsmisnotkun samkvæmt 117. gr. laga um verðbréfaviðskipti.
05.feb. 2015 - 06:00 Sigurður G. Guðjónsson

Hver er kjarni sannvirðis?

Kjarnavefurinn hefur allt frá því er Víglundur Þorsteinsson sendi alþingismönnum bréf í janúar sl. haldið uppi vörnum fyrir fyrrverandi fjármálaráðherra, Steingrím J. Sigfússon. Ekki veit ég af hverju. Kannski er það vegna þess að félagið að baki vefsíðunni hefur nýlega verið bakkað upp fjárhagslega af kunnum Samfylkingarmönnum, sem telja flokk sinn að einhverju leyti bera ábyrgð á því að Steingrímur J. Sigfússon varð fjármálaráðherra í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur 1. febrúar 2009.
02.feb. 2015 - 15:09 Sigurður G. Guðjónsson

Steingrímur vildi ekki stela!

Steingrímur J. Sigfússon fyrrum fjármálaráðherra veitti viðtal í gær á Eyjunni á Stöð 2 um bréf Víglundar Þorsteinssonar sem sent var alþingismönnum fyrir liðlega viku og fjölmiðlar hafa fjallað nokkuð um.  Hjá Steingrími kom það helst fram að ekki stæði steinn yfir steini í málflutningi Víglundar; hann fæli annars vegar í sér svívirðilegar árásir – væntanlega á Steingrím J. - og hins vegar að enn væri reynt að halda að þjóðinni að ríkið hefði geta farið inn í þrotabú gömlu bankanna og stolið af þeim peningum.
29.jan. 2015 - 11:37 Sigurður G. Guðjónsson

Víglundarskjölin

Merkilegt hvað lítil efnisleg umræða er um þau atriði sem koma fram í bréfi Víglundar til þingmanna.
22.jan. 2015 - 21:00 Sigurður G. Guðjónsson

WikilLeaks fremur aumt fyrirbæri með lítinn lekanda

Kristinn Hrafnsson er einn eigenda Sunshine Press Productions ehf. Því hefur verið haldið fram fyrir íslenskum dómstólum að félagið sé rekstraraðili lekanda síðunnar WikiLeaks. Ekkert í opinberum gögnum um einkahlutafélagið Sunshine Press Productions styður þessa staðhæfingu.
18.jan. 2015 - 11:25 Sigurður G. Guðjónsson

Afskræmdur spámaður! Til hvers?

Getur einhver útskýrt fyrir mér fáfróðum hvers vegna vestrænir teiknarar þurfa endalaust að teikna myndir af spámanni múslima og afskræma hann. Er það gert til að bæta kjör múslima sem búa eða búið hafa við ógnarstjórnir í ríkjum múslima?
14.jan. 2015 - 13:42 Sigurður G. Guðjónsson

Jafnaðarmaður og hinn frjálsi ritstjóri!

Sighvatur Björgvinsson sendir blaðamönnum opið bréf í Mogga dagsins. Höfundurinn virðist hafa áhyggjur af tjáningarfrelsinu og að blaðamenn standi ekki vörð um það. Inn í þetta bréf dregur höfundurinn uppsögn ritstjóra DV á síðasta ári og segir að blaðamenn DV hafi þá brugðist tjáningarfrelsinu. Sighvatur er glöggur maður og hefur ráð undir rifi hverju.
30.des. 2014 - 11:35 Sigurður G. Guðjónsson

Ekki svona HENSON!

Sé að Fréttablaðið í dag fjallar um endurrit yfirheyrslna hjá Embætti sérstaks saksóknara. Þar er mörg gull korn að finna.
06.des. 2014 - 13:30 Sigurður G. Guðjónsson

Hver stjórnar rannsókn?

Um daginn láku til RÚV gögn um meint brot Eimskips og Samskipa á samkeppnislögum. Gögnin voru í fórum tveggja opinberra stofnanna, Samkeppniseftirlitsins og embættis sérstaks saksóknara. Nú þarf að rannsaka hvaða starfsmenn eða starfsmaður þessara stofnanna láku gögnunum; vont þegar allir starfsmenn tveggja ríkisstofnanna liggja undir grun um brot.
05.des. 2014 - 11:15 Sigurður G. Guðjónsson

Sérstakur fékk á'ann!


03.des. 2014 - 08:00 Sigurður G. Guðjónsson

Axarsköft Davíðs Oddssonar

Staksteinar Mogga fjalla um væntanlegan vanda Finna, þar sem hagvöxtur hefur dregist saman, og verður vart sjáanlegur á næsta ári, og það þrátt fyrir evruna og aðild Finnlands að Evrópusambandinu.
02.des. 2014 - 11:20 Sigurður G. Guðjónsson

Er Ísland enn fullvalda ríki?

Þann 1. desember 1918 varð Ísland fullvalda ríki, en þá tóku sambandslögin gildi. Íslenska fánanum var flaggað í fyrsta skipti þennan dag.
28.nóv. 2014 - 00:18 Sigurður G. Guðjónsson

Fréttir af verktökum hjá embætti SS

Sérstakur saksóknar hefur upplýst að verktakalaun prófessors Sigurðar og Jóns lögreglustjóra til vara hafi verið sambærileg við þóknun lögmanna sem skipaðir eru sem verjendur kr. 10.000 á tímann auk vsk. Merkilegt ef satt er.
27.nóv. 2014 - 12:30 Sigurður G. Guðjónsson

Verktakar sérstaks saksóknara

Velti því fyrir mér hvernig opinber starfsmaður sem fær launagreiðslur frá ríkinu getur verið verktaki hjá annarri opinberri stofnun, eins og nú berast fréttir af frá embætti sérstaks saksóknara. Gott væri að fá svör við því.
14.nóv. 2014 - 10:00 Sigurður G. Guðjónsson

Las sjálfsævisögu Reynis Traustasonar

Var að ljúka við lestur á handriti af sjálfsævisögu Reynis Traustasonar þ.e.a.s. þeim eitthvað um tvöhundruð síðum sem mér bárust óvænt og óumbeðið. Margt fróðlegt þar og merkilegt hvað blaðamaðurinn á auðvelt með að segja rangt frá og skýra allt sér í hag.
16.okt. 2014 - 21:57 Sigurður G. Guðjónsson

Réttarhöld í Kastljósi

Nokkrir einstaklingar hafa verið kærðir til embættis sérstaks saksóknara. Kastljós hefur fengið aðgang að kærugögnum og starfsmenn þáttarins hafa hafið málflutning um sekt hinn kærðu.
29.sep. 2014 - 08:27 Sigurður G. Guðjónsson

29. september

Þennan dag árið 2008 rétt fyrir klukkan 9 að morgni hélt Davíð Oddsson, þá seðlabankastjóri blaðamannafund í bankanum.
22.sep. 2014 - 08:00 Sigurður G. Guðjónsson

Lygamörður á ferð

Guðmundur Andri Thorsson skrifar reglulega pistla í Fréttablaðið. Í dag bera skrif rithöfundarins heitið ,,Vælubíll í vitlausu stæði." Þar heldur Guðmundur Andri því fram að Jón Óttar Ólafsson hafi selt þrotabúi Milestone aðgang að því sem hann hefði komist á snoðir um sem starfsmaður sérstaks saksóknara og stefndi þar með í voða dómsmáli á hendur fyrri eigendum þess fyrirtæki.
08.sep. 2014 - 21:19 Sigurður G. Guðjónsson

Hið ritstjórnarlega sjálfstæði

Hef velt því fyrir mér síðastliðnar þrjár vikur hvenær ritstjórn fjölmiðils nýtur sjálfstæðis frá eiganda félagsins sem fjölmiðilinn á og rekur. Sérstaklega hefur mér þótt þetta álitaefni áhugavert í ljósi þeirra deilna sem verið hafa í hluthafahópi DV ehf.
01.sep. 2014 - 08:00 Sigurður G. Guðjónsson

Rithöfundur bullar

Guðmundur Andri Thorsson kann að vera slarkfær rithöfundur. Þekki ekki verk hans. Guðmundur Andri getur sem rithöfundur spunnið upp sögur og kannski selt, sérstaklega ef hann fær góða ókeypis umfjöllun á RÚV. Þegar Guðmundur Andri Thorsson skrifar pistla í blöð verður hins vegar almennt að gera kröfu til þess að hann fari í nágrenni við sannleikann.
26.ágú. 2014 - 12:25 Sigurður G. Guðjónsson

Maðurinn með hattinn, hann á engan aur

Mér var bent á að blaðamaðurinn Ingi Freyr hefði ritað pistil á vefmiðilinn DV.is í gær, þar sem hann bendlar mig við einhverja yfirtöku á DV ehf. á aðalfundi félagins næst komandi föstudag. Við Inga Frey get ég sagt það eitt, ég er ekki að vinna að yfirtöku á DV ehf. og enginn þeirra aðila sem ég vinn fyrir.
07.ágú. 2014 - 10:16 Sigurður G. Guðjónsson

Upphlaup vegna skipunar seðlabankastjóra

Fjármálaráðherra mun skipa nýjan seðlabankastjóra í dag eða á morgun. Ráðherrann var búinn að ákveða sig í gær og ætlaði að skipa einhvern Friðrik Baldursson, sem nefnd undir stjórn fyrrum lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu hafði talið hæfan til starfans, sem er í raun óskiljanlegt.
30.jún. 2014 - 08:38 Sigurður G. Guðjónsson

Kjarni án kjarna

Merkilegt þetta vefrit sem kallast Kjarninn. Af lestri þess mætti helst ætla að um væri að ræða útgáfu á vegum embættis sérstaks saksóknara, svona eins og Tíund þá sem skatturinn gefur út meðal annars til að segja frá eigin afrekum.
16.jún. 2014 - 09:00 Sigurður G. Guðjónsson

Algjör tímaskekkja

Sennilega hefur aldrei sannast betur en nú hve ríkisfjölmiðill er í raun hrein tímaskekkja.
10.maí 2014 - 11:28 Sigurður G. Guðjónsson

Skuggi sólkonungs

Er að lesa bók Ólafs Arnarsonar Skuggi sólkonungs, sem ber undirtitilinn ,,Er Davíð Oddson dýrasti maður lýðveldisins?
07.maí 2014 - 19:24 Sigurður G. Guðjónsson

Sekur uns sakleysi er sannað

Í gær lauk aðalmerð í máli ákæruvaldsins gegn skjólstæðingi mínum Sigurjóni Þ. Árnasyni fyrrum bankastjóra Landsbanka Íslands hf. í svokölluðu Imon - máli.
21.apr. 2014 - 21:48 Sigurður G. Guðjónsson

Þarf sérstakan til að rannsaka Sérstakan?

Það er margt fleira skrýtið í þeim kýrhaus sem embætti sérstaks saksóknara er og ekki er allt á hreinu um samstarf þess og slitastjórna föllnu bankana, sem virðast geta hafa haft áhrif á framgang mála gegn einstökum aðilum.
18.apr. 2014 - 13:28 Sigurður G. Guðjónsson

Frjálst fall

Frjálst afl er nýtt stjórnmálaafl í Reykjanesbæ. Kemur úr Sjálfstæðisflokknum að einhverju leyti.
14.mar. 2014 - 12:45 Sigurður G. Guðjónsson

Hringavitleysa Gunnars Braga

Málflutningur utanríkisráðherra í Evrópumálum er einhver mesta hringavitleysa sem boðið hefur verið upp á síðan Jóhanna Sigurðardóttir reyndi að koma á nýrri stjórnskipan hér landi á síðasta kjörtímabili.
07.mar. 2014 - 09:30 Sigurður G. Guðjónsson

Landsbankastjóri á sultarlaunum!

Ég sé í Mogga dagsins, að Landsbankastjóri fékk bara 22,2 milljónir í laun í fyrra. Sú tala innihélt meira að segja verðmæti þeirra hluta sem komu í hans hlut þegar ríkið ákvað að gefa starfsmönnum bankans hluti í bankanum.

Sigurður G. Guðjónsson

Hæstaréttarlögmaður

Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 16.2.2018
Viðkvæmir Píratar
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 15.2.2018
Spáð í spilin
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.2.2018
Hugleiðingar á 65 ára afmælinu
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 22.2.2018
Umskurður drengja
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 28.2.2018
Af högum mínum: Svar til blaðamanns
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 22.2.2018
Gyðingdómur í sögu og samtíð - námskeið
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 24.2.2018
Hann kaus frelsið
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 27.2.2018
Vita stjórnvöld hvað er barni fyrir bestu?
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 07.3.2018
Já, það er komið Vor í verkó!
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.3.2018
Klæðast eins og niðursetningar í þingsal
Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson - 12.3.2018
Jafnasti oddvitinn?
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 14.3.2018
Stöðugleikasáttmáli alþýðunnar
Fleiri pressupennar