Olga Björt Þórðardóttir
15. apr. 2010 - 13:00Olga Björt Þórðardóttir

Stjórnmálamenn geta lært af landsliðinu

Katrín og Eva Lillý bróðurdóttir við sameiginlega uppáhaldsiðju.

Katrín og Eva Lillý bróðurdóttir við sameiginlega uppáhaldsiðju.

Katrín Jónsdóttir er læknir og fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu. Hún hefur æft knattspyrnu frá átta ára aldri og finnst alveg fáránlegt að hugsa til þess að boltinn sé búinn að vera svona stór partur af lífi hennar í næstum 25 ár.

Ekki hægt að hugsa bara um sjálfan sig

Helstu kosti þess að þroskast samhliða íþróttaiðkun segir hún vera þá að vera hluti af liði og taka tillit til annarra. Það sé ekki bara hægt að hugsa um sjálfan sig og stundum þurfi að setja eigin þarfir til hliðar. Þetta sé allt þroskandi og gefandi, auk agans að mæta á æfingar á tilsettum tíma, í hvaða veðri sem er og leggja sig 100% fram.

Einnig finnst henni íþróttirnar hafa hjálpað henni að skipuleggja sig, því þær hafa ávallt tekið mikinn tíma og varð því fljótt nauðsynlegt að skipuleggja með tilliti til heimanáms, vina og fjölskyldu.

Hún hugsaði fyrst um læknisfræði í gagnfræðaskóla og í tíunda bekk fannst henni geðlækningar mjög spennandi. Á starfsdegi ræddi hún ásamt skólabróður við starfsmenn á Kleppi og í MR kviknaði áhugi á efnafræði og lífefnafræði.

Hún er fljót að nefna foreldra sína þegar hún er spurð um mótunaárin og segir að þau hafi alltaf verið ótrúlega dugleg að styðja við bakið á henni, í námi og skóla. Hún man t.a.m. vel eftir því þegar móðir hennar sagði við hana á fyrsta ári í MR, að hún þyrfti nú aðeins að slaka á; það yrði engin krísa ef hún fengi eina lélega einkunn.

Stolt af litlu systur

Katrín er fædd í Reykjavík, uppalin í Kópavogi og Noregi. Hún á einn bróður, Pétur, sem er 29 ára og býr í Noregi og eina systur, Mörtu, sem er í 10. bekk Snælandsskóla. Marta var ein þeirra sem sigraði Samfés-keppnina í ár og er Katrín afar stolt af henni.

Faðir Katrínar þjálfaði hana lengi vel og hefur kennt henni ótal margt. Henni finnst alveg magnað foreldrar hennar skuli ennþá nenna að mæta á leiki. Systkini hennar skipta hana mjög miklu máli að ógleymdum eiginmanninum, Þorvaldi, sem hún segir að sé algjör snillingur. Fyrir utan það að styðja hana fullkomlega í boltanum, þá hefur hann sýnt henni fram á að lífið býður upp á annað en boltann og reynir að kenna henni að slaka á. Það gengur misvel að sögn Katrínar.

Knattspyrnuiðkun stjórnaði lífi hennar um tíma og ákvað hún að taka frí eftir menntaskóla til þess að helga líf sitt boltanum. Hún fót til Noregs til að spila með Kolbotn en gerði sér fljótlega grein fyrir því að hún þyrfti að leggja stund á eitthvað nám svo að hún hefði eitthvað að stefna að eftir að fótboltaferlinum lyki.

Eftir að hafa séð kynningu fyrir ýmsa háskóla í Noregi sá Katrín að það hún átti möguleika á að komast að í læknisfræði í Osló. Tekin var nokkurs konar skyndiákvörðun með að sækja um, aðallega til þess að athuga hvort hún kæmist inn. Það gekk eftir og henni líkaði vel.
 
Mikilvægur eiginleiki að geta beðið um hjálp

Katrín hefur upplifað sínar sorgir og sigra. Þegar hún er spurð um viðhorfið sem hún notar þegar á brattann sækir segir hún að hún reyni eftir fremsta megni að hugsa að það séu ekki til nein vandamál, bara áskoranir. Það er hennar lífsmottó.

Hún viðurkennir þó að stundum séu verkefnin þannig að ekki sé hægt að leysa þau á eigin spýtur. Þá er gott að eiga góðan stuðning vísan. Það sé mikilvægur eiginleiki að geta beðið um hjálp þegar svo ber undir.
 
Spurð um hæfni og þekkingu sem hún sameinar helst í lífi og starfi nefnir Katrín að það sé líklega eiginleikinn að geta unnið með öðrum. Það sé mikilvægt í starfi hennar sem læknir, í boltanum og í lífinu almennt.

Sterk liðsheild verður til ef allir gefa af sér
 
Sterk liðsheild er það sem skilar hvað mestum árangri í hópíþróttum og því er Katrín spurð hvað þurfi til að skapa slíka liðsheild. Hún segir að í fótbolta sé oft talað um að gefa af sér og þeir sem það geri tali, hvetji og rífi liðið áfram með sér. Ef allir ná að finna þetta hjá sjálfum sér, þá er ótrúlegt hversu mikill kraftur og samkennd myndast. Þetta getur haft úrslitaáhrif þegar á hólminn er komið.
 
Hvernig væri hægt að yfirfæra slíka hugsun á samfélagið nú? Til þess að ná árangri í boltanum er mikilvægt að vera búin að setja markmið, bæði persónuleg en ekki síður markmið fyrir liðið. Fyrir það síðarnefnda þarf einnig að vera ákveðið samkomulag um hvernig þessu markmiði skuli náð, m.ö.o. leysa verkefnið saman, en ekki einn og einn hver í sínu horni. Það gengur aldrei vel.

Stjórnmálamenn geta lært af íþróttamönnum

Stjórnmálamenn og aðrir ábyrgðaraðilar í þjóðfélaginu þurfa líka að vinna saman að þeim verkefnum sem bíða og setja þarfir sína aftar þörfum þjóðarinnar. Það er mikilvægara að það finnist góð sameiginleg lausn á þeim verkefnum sem bíða, en að verið sé að vinna hver í sínu horni þannig að þessi eða hinn stjórnmálamaður/-flokkur líti vel út.

Alveg eins og með íslensku íþróttamennina sem sameinast úr röðum andstæðinga og setja lið Íslands ofar öllu, þá þurfa stjórnmálamenn að setja hagsmuni Íslands framan sínum eigin.
04.apr. 2012 - 15:00 Olga Björt Þórðardóttir

Takk og bless

Fyrir þremur árum stofnaði ég hóp á Facebook. Ástæðan var órói í samfélaginu í kjölfar fjármálahrunsins. Mig langaði að leggja mitt á vogarskálarnar til að minna á það sem tengir okkur saman sem þjóð, einblína á styrkleika okkar og gleyma ekki mikilvægi góðra samskipta. Ég sendi hópnum nokkrar hugleiðingar sem féllu vel í kramið.
29.feb. 2012 - 12:00 Olga Björt Þórðardóttir

Hætt á Facebook

Facebook á sér kosti og galla. Við þekkjum það öll og höfum ánægjulega og bitra reynslu af þessum skrýtna hliðarveruleika.
20.jan. 2012 - 11:20 Olga Björt Þórðardóttir

Hristu þetta af þér!

www.buzzle.com Enginn vegur er beinn og breiður allt lífið. Öll rekumst við á hraðahindranir og jafnvel harkalega því við tókum ekki eftir viðvörunum skömmu áður. Aðrar hindranir hreyfa við okkur, styrkja og efla einbeitingu.
21.nóv. 2011 - 09:00 Olga Björt Þórðardóttir

Viltu sigrast á prófkvíða?

Prófkvíði og annar skilaverkefnakvíði sem tengist óttanum við mistök eða slæmt mat á frammistöðu er mjög algengur á þessum árstíma. 
11.nóv. 2011 - 10:00 Olga Björt Þórðardóttir

Lesið í fólk og aðstæður

Þessa dagana hef ég heilmikið velt fyrir mér þessu með að lesa í fólk og aðstæður. Við þekkjum það eflaust flest að hafa verið stödd einhvers staðar þar sem einhver gerir eitthvað eða segir sem að okkar mati er frekar eða algjörlega óviðeigandi á þeim stað eða stundu. Við þekkjum það jafnvel af eigin raun og vörumst að slíkt hendi aftur.
30.okt. 2011 - 17:00 Olga Björt Þórðardóttir

Taktu ákvörðun!

Á lífsins vegi er stundum eins og að við færumst til og frá í einhvers konar leiðslu. Við eltum væntingar, skyldur, kröfur annarra, sjálfra okkar og samfélagsins.
02.okt. 2011 - 21:30 Olga Björt Þórðardóttir

Höfnun – í eitt skipti fyrir öll!

Höfnun er meðal stærstu streituvalda okkar. Hún hefur afgerandi áhrif á tilfinningalíf og stundum virðist sem sjálfsmyndin hafi brotnað í frumeindir. Stundum þarf að sópa hana upp og pússla saman upp á nýtt. 
12.sep. 2011 - 12:00 Olga Björt Þórðardóttir

Sjálfsvirðing í samböndum

www.awn.com Við könnumst við orðin sjálfsvirðing og sjálfsálit. Þau hljóma jafnvel klisjukennd og sjálfshjálparbókalykt af þeim. 
02.sep. 2011 - 11:00 Olga Björt Þórðardóttir

Bítlaviska

Í texta Bítlalagsins Hey Jude er setningin: „Take a sad song, and make it better“. Setning þessi er einkennandi fyrir svo margt, t.d. tengsl fortíð okkar við nútíðina.
23.ágú. 2011 - 12:00 Olga Björt Þórðardóttir

Glænýtt ókeypis forrit!

www.quotebunny.com Sjónvarpsmaðurinn Bill Cosby á setningu sem ég held mikið upp á:  „I don't know the key to success, but the key to failure is trying to please everyone“.
14.ágú. 2011 - 12:00 Olga Björt Þórðardóttir

Vináttan

Eitt margra heilræða (sem einn ágætur rithöfundur kallar Gandí-dót) er meðal minna uppáhalds: „Að eignast vin getur tekið eitt andartak en að vera vinur tekur alla ævina". 

04.ágú. 2011 - 09:00 Olga Björt Þórðardóttir

Afdrömun

Vandamál hverfa sjaldnast við það að skipta um vinnu, maka, vini, búsetu, áhugamál, bíl…o.s.frv. Stærsti farangurinn: VIÐ, fylgir alltaf með. Stundum fylgir einnig tuttugu feta ruslagámur með. 
26.júl. 2011 - 12:00 Olga Björt Þórðardóttir

Keppni um besta sjúkdóminn?

Ímyndum okkur líf manneskju tvíþætt: líkaminn og sálin. 

22.júl. 2011 - 10:00 Olga Björt Þórðardóttir

Þverskurður væntinganna

Stefán sér fyrir sér að Gunnþóri mági sínum muni líða miklu betur ef hann fer með honum í ræktina.
18.júl. 2011 - 09:00 Olga Björt Þórðardóttir

Svona slærðu í gegn…

…sem góður hlustandi.

Ég hef í undanförnum tveimur pistlum fjallað um helstu ástæður þess að við hlustum ekki á aðra. Langoftast meinum við mjög vel, en höfum bara hugann við annað.
11.júl. 2011 - 09:30 Olga Björt Þórðardóttir

12 ástæður fyrir því...

...að við hlustum ekki.
06.júl. 2011 - 11:00 Olga Björt Þórðardóttir

Listin að hlusta

Þú ert stödd/staddur í matarboði og horfir í kringum þig. Einhver er að segja stutta skopsögu; einhver kvartar yfir einhverju; einhver montar sig af stöðuhækkun; einhver talar um börnin sín; einhver minnist á dagskrárlið í sjónvarpi. Allir vilja fyrir alla muni segja eitthvað; segja sína sögu.
28.jún. 2011 - 11:00 Olga Björt Þórðardóttir

Mikilvægasti farangurinn í ferðalagið

Við förum í gegnum lífið með þá lærðu hegðun í farteskinu að þóknast, uppfylla og blekkja. Þetta kallast öðrum orðum sjálfsbjargarviðleitni, meðal annars til þess að koma í veg fyrir að valda sjálfum okkur og öðrum vonbrigðum. 
21.jún. 2011 - 14:00 Olga Björt Þórðardóttir

Eyðufyllerí

Finnst þér gott að fara í fýlu? Aðeins að gefa þér tíma og svigrúm til þess að finna út hvort þú sért ósammála, hefur móðgast eða orðið sár, en sért ekki alveg tilbúin/n í að ræða það nánar?
05.jún. 2011 - 10:00 Olga Björt Þórðardóttir

Hefurðu prófað…

…að taka algjörlega nýjan vinkil í erfiðum samskiptum?


Olga Björt Þórðardóttir

Unnusta og tveggja barna móðir. Íslenskufræðingur frá HÍ með áherslu á fjölmiðlun.

www.heilbrigdsamskipti.olgabjort.com

www.olgabjort.com 

Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 06.4.2018
Sjáðu þessi dæmi um græðgisvæðingu!
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 25.3.2018
Lokað fyrir ræðuhöld
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 25.3.2018
Berjumst gegn græðgisvæðingu
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 05.4.2018
Dröslaði bróður mínum í kirkju
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Hvað segi ég í Las Vegas?
Sverrir Björn Þráinsson
Sverrir Björn Þráinsson - 05.4.2018
Hjónin Laufey og Bjarki losuðu sig við 33 kg á 12 vikum
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 29.3.2018
„Heyrðu“
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Heimsókn Øverlands
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 27.3.2018
Dymbilvika
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.4.2018
RÚV er tímaskekkja
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 07.4.2018
Málið okkar
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 05.4.2018
Þinn tími sem forseti ASÍ er liðinn!
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir - 06.4.2018
Skömmin
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 14.4.2018
Grafir án krossa
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 17.4.2018
Grímulaus pólitík
Fleiri pressupennar