Olga Björt Þórðardóttir
21. jún. 2011 - 14:00Olga Björt Þórðardóttir

Eyðufyllerí

Finnst þér gott að fara í fýlu? Aðeins að gefa þér tíma og svigrúm til þess að finna út hvort þú sért ósammála, hefur móðgast eða orðið sár, en sért ekki alveg tilbúin/n í að ræða það nánar?
 
Að fara úr jafnvægi á þennan hátt þekkjum við líklega öll, enda eru slík viðbrögð afar algeng í samskiptum. Stundum þurfum við einfaldlega aðeins að hugsa málið og höfum alveg rétt á því.
 
Ef þetta ástand varir svo lengi að það litar önnur samskipti gerum við ekki bara samveru með örðum óbærilega, heldur sjálfum okkur óleik. Ef heilu dagarnir, helgarnar, vikurnar, mánuðirnir, árin, jafnvel áratugirnir fara í það að láta óuppgerðan ágreining hanga í loftinu, þá er eitthvað að.
 
Það er í raun hægt að líkja því við það að setja úldinn fisk inn í ísskáp eða skítugan táfýlusokk í sokkaskúffuna. Fnykurinn gýs upp um leið og við opnum hirslurnar aftur. Á sama hátt lita óuppgerð mál samskipti.
 
Fyrir utan það að vera ótrúleg orkusuga, gleðispillir og jafnvægisraskari, er fýla meðal óréttlátustu stjórnunaraðferða í samskiptum. Sálfræðingur sem ég þekki sagði mér að systurnar fýla og þrúgandi þögn flokkuðust undir andlegt ofbeldi.
 
Við sem þurfum að melta lengi hvar við ætlum að staðsetja fólk og aðstæður sem við réðum ekki við einhverja stundina, getum spáð í það hvað valdi í raun “meltingartruflunum”; hvort þær stafi kannski af einhverju sem við getum leyst eða bætt sjálf.
 
Hegðun hvers og eins einstaklings er samanlögð útkoma svo ótal margra þátta sem örfáir vita um. Einmitt þess vegna ættum við ekki að taka hana persónulega, þótt það geti oft reynst erfitt. Þar komum við inn á eyðufyllingar.
 
Eyðufyllingar í samskiptum eru ekki á hvers manns færi. Sumir eru með öflugt innsæi og greina annað fólk og væntingar þess. Aðrir eru góðir mannþekkjarar. Enn aðrir flækjast inn í líf annarra og lifa eftir þeirra hentisemi. Eflaust eru til fleiri dæmi sem þið þekkið.
 
Þrátt fyrir þetta á enginn að þurfa að fylla í eyður í samskiptum og það er ekki sjálfsagður réttur fullorðinna einstaklinga að aðrir viti hvað þeir eru að hugsa hverju sinni og hvernig megi að nálgast þá. Sama hversu nánir einstaklingar eru. Við getum einfaldlega sagt: „Fyrirgefðu, en ég er bara ekki góð/ur í að fylla í eyður. Viltu segja mér hvað er að?“
 
Það er alveg hægt að vera skilningsríkur, tillitssamur og hjálpsamur án þess að þurfa að fylla í eyður.
 
Dæmi um atlögur til eyðufyllinga eru svipbrigði, augnaráð, raddblær, hurðaskellur, grátur, reiðikast og svo fyrrnefndar þögn og fýla. Í raun allt óuppgert sem tjáð er án orða eða athafna. Við verðum að segja það sem við meinum og meina það sem við segjum. Það er sama hvort við erum í hlutverki fjölskyldumeðlims, viðskiptavinar, þjónustuaðila, bílstjóra í umferðinni eða standandi í biðröð (sem Íslendingar eiga líklega Ólympíumet í að kunna ekki).
 
Það er engin afsökun á slæmri framkomu að dagsformið sé slæmt, álagið mikið eða eitthvað hafi komið upp á, ef við biðjumst ekki afsökunar síðar eða útskýrum málið. Við getum öll stokkið upp á nef okkur einhvern tímann en það á ekki að vera sjálfsagt að okkar nánasta samferðafólk viti hvaða mann/konu við höfum að geyma undir öllum látunum og að það gildi sem afsökun.
 
Ef við eigum samskipti við einhvern sem er ekki í jafnvægi, reynum að taka það ekki persónulega. Framkoma og framganga eru einungis endurspeglun af veruleika hvers og eins og við stjórnum því hvort það hafi áhrif á okkur.
 
Setjum okkur í spor þeirra sem við eigum samskipti við ef við erum sjálf í slæmu jafnvægi. Reynum af fremsta megni að byrja vingjarnlega, það gæti ráðið úrslitum um framhaldið. Það vill enginn vera settur í “frystinn”. Enginn.
 04.apr. 2012 - 15:00 Olga Björt Þórðardóttir

Takk og bless

Fyrir þremur árum stofnaði ég hóp á Facebook. Ástæðan var órói í samfélaginu í kjölfar fjármálahrunsins. Mig langaði að leggja mitt á vogarskálarnar til að minna á það sem tengir okkur saman sem þjóð, einblína á styrkleika okkar og gleyma ekki mikilvægi góðra samskipta. Ég sendi hópnum nokkrar hugleiðingar sem féllu vel í kramið.
29.feb. 2012 - 12:00 Olga Björt Þórðardóttir

Hætt á Facebook

Facebook á sér kosti og galla. Við þekkjum það öll og höfum ánægjulega og bitra reynslu af þessum skrýtna hliðarveruleika.
20.jan. 2012 - 11:20 Olga Björt Þórðardóttir

Hristu þetta af þér!

www.buzzle.com Enginn vegur er beinn og breiður allt lífið. Öll rekumst við á hraðahindranir og jafnvel harkalega því við tókum ekki eftir viðvörunum skömmu áður. Aðrar hindranir hreyfa við okkur, styrkja og efla einbeitingu.
21.nóv. 2011 - 09:00 Olga Björt Þórðardóttir

Viltu sigrast á prófkvíða?

Prófkvíði og annar skilaverkefnakvíði sem tengist óttanum við mistök eða slæmt mat á frammistöðu er mjög algengur á þessum árstíma. 
11.nóv. 2011 - 10:00 Olga Björt Þórðardóttir

Lesið í fólk og aðstæður

Þessa dagana hef ég heilmikið velt fyrir mér þessu með að lesa í fólk og aðstæður. Við þekkjum það eflaust flest að hafa verið stödd einhvers staðar þar sem einhver gerir eitthvað eða segir sem að okkar mati er frekar eða algjörlega óviðeigandi á þeim stað eða stundu. Við þekkjum það jafnvel af eigin raun og vörumst að slíkt hendi aftur.
30.okt. 2011 - 17:00 Olga Björt Þórðardóttir

Taktu ákvörðun!

Á lífsins vegi er stundum eins og að við færumst til og frá í einhvers konar leiðslu. Við eltum væntingar, skyldur, kröfur annarra, sjálfra okkar og samfélagsins.
02.okt. 2011 - 21:30 Olga Björt Þórðardóttir

Höfnun – í eitt skipti fyrir öll!

Höfnun er meðal stærstu streituvalda okkar. Hún hefur afgerandi áhrif á tilfinningalíf og stundum virðist sem sjálfsmyndin hafi brotnað í frumeindir. Stundum þarf að sópa hana upp og pússla saman upp á nýtt. 
12.sep. 2011 - 12:00 Olga Björt Þórðardóttir

Sjálfsvirðing í samböndum

www.awn.com Við könnumst við orðin sjálfsvirðing og sjálfsálit. Þau hljóma jafnvel klisjukennd og sjálfshjálparbókalykt af þeim. 
02.sep. 2011 - 11:00 Olga Björt Þórðardóttir

Bítlaviska

Í texta Bítlalagsins Hey Jude er setningin: „Take a sad song, and make it better“. Setning þessi er einkennandi fyrir svo margt, t.d. tengsl fortíð okkar við nútíðina.
23.ágú. 2011 - 12:00 Olga Björt Þórðardóttir

Glænýtt ókeypis forrit!

www.quotebunny.com Sjónvarpsmaðurinn Bill Cosby á setningu sem ég held mikið upp á:  „I don't know the key to success, but the key to failure is trying to please everyone“.
14.ágú. 2011 - 12:00 Olga Björt Þórðardóttir

Vináttan

Eitt margra heilræða (sem einn ágætur rithöfundur kallar Gandí-dót) er meðal minna uppáhalds: „Að eignast vin getur tekið eitt andartak en að vera vinur tekur alla ævina". 

04.ágú. 2011 - 09:00 Olga Björt Þórðardóttir

Afdrömun

Vandamál hverfa sjaldnast við það að skipta um vinnu, maka, vini, búsetu, áhugamál, bíl…o.s.frv. Stærsti farangurinn: VIÐ, fylgir alltaf með. Stundum fylgir einnig tuttugu feta ruslagámur með. 
26.júl. 2011 - 12:00 Olga Björt Þórðardóttir

Keppni um besta sjúkdóminn?

Ímyndum okkur líf manneskju tvíþætt: líkaminn og sálin. 

22.júl. 2011 - 10:00 Olga Björt Þórðardóttir

Þverskurður væntinganna

Stefán sér fyrir sér að Gunnþóri mági sínum muni líða miklu betur ef hann fer með honum í ræktina.
18.júl. 2011 - 09:00 Olga Björt Þórðardóttir

Svona slærðu í gegn…

…sem góður hlustandi.

Ég hef í undanförnum tveimur pistlum fjallað um helstu ástæður þess að við hlustum ekki á aðra. Langoftast meinum við mjög vel, en höfum bara hugann við annað.
11.júl. 2011 - 09:30 Olga Björt Þórðardóttir

12 ástæður fyrir því...

...að við hlustum ekki.
06.júl. 2011 - 11:00 Olga Björt Þórðardóttir

Listin að hlusta

Þú ert stödd/staddur í matarboði og horfir í kringum þig. Einhver er að segja stutta skopsögu; einhver kvartar yfir einhverju; einhver montar sig af stöðuhækkun; einhver talar um börnin sín; einhver minnist á dagskrárlið í sjónvarpi. Allir vilja fyrir alla muni segja eitthvað; segja sína sögu.
28.jún. 2011 - 11:00 Olga Björt Þórðardóttir

Mikilvægasti farangurinn í ferðalagið

Við förum í gegnum lífið með þá lærðu hegðun í farteskinu að þóknast, uppfylla og blekkja. Þetta kallast öðrum orðum sjálfsbjargarviðleitni, meðal annars til þess að koma í veg fyrir að valda sjálfum okkur og öðrum vonbrigðum. 
05.jún. 2011 - 10:00 Olga Björt Þórðardóttir

Hefurðu prófað…

…að taka algjörlega nýjan vinkil í erfiðum samskiptum?


Olga Björt Þórðardóttir

Unnusta og tveggja barna móðir. Íslenskufræðingur frá HÍ með áherslu á fjölmiðlun.

www.heilbrigdsamskipti.olgabjort.com

www.olgabjort.com 

Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 06.4.2018
Sjáðu þessi dæmi um græðgisvæðingu!
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 05.4.2018
Dröslaði bróður mínum í kirkju
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Hvað segi ég í Las Vegas?
Sverrir Björn Þráinsson
Sverrir Björn Þráinsson - 05.4.2018
Hjónin Laufey og Bjarki losuðu sig við 33 kg á 12 vikum
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Heimsókn Øverlands
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 29.3.2018
„Heyrðu“
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 05.4.2018
Þinn tími sem forseti ASÍ er liðinn!
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 07.4.2018
Málið okkar
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.4.2018
RÚV er tímaskekkja
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 17.4.2018
Grímulaus pólitík
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir - 06.4.2018
Skömmin
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 14.4.2018
Grafir án krossa
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 21.4.2018
Þrjár örlagasögur
Fleiri pressupennar