20. apr. 2009 - 13:31Oddur Steinarsson

Svíþjóð og hátekjuskattar

Nú stefnir annar stjórnarflokkanna að því að setja á hátekjuskatt. Þeir vísa til Norðurlandanna í þessu tilliti. Vissulega eru hátekjuskattar hér í Svíþjóð, en hér er annað sem kemur á móti.  Vaxta- og barnabætur eru ÓTEKJUTENGDAR.  Vaxtabæturnar eru 30% af óverðtryggðum vöxtum og munar töluvert um. Norðmenn eru með svipað kerfi. Barnabæturnar duga rúmlega fyrir greiðslum fyrir leikskóla og skóla barnanna. 

Þegar við fluttum út fyrir tveimur árum fóru báðar dætur okkar á leikskóla og áttum við mánaðarlega afgang af barnabótum hér.  Heima á Íslandi var kostnaður fyrir dagmóður og leikskóla góður hluti ráðstöfunartekna okkar og barnabæturnar sáralitlar.  Vextir af húsnæðislánum hér eru nú um 2,3 % óverðtryggðir og síðan 30% af því í vaxtabætur.  Hæst fóru vextirnir í rúm 6% í fyrrasumar (þannig rúm 4% eftir vaxtabætur).

Það er að mínu mati ekki bjóðandi að íþyngja enn frekar launafólki heima með hátekjuskatti nema eitthvað komi á móti.  Margir þeirra sem lenda í hátekjuskatti eru að vinna myrkrana á milli til að framfleyta sér og sínum.  Það er ekki bjóðandi að hafa tekjutengingu á vaxta- og barnabótum og bæta síðan hátekjuskatti við.  Margir eru einnig búnir með langskólanám og hafa haft litlar tekjur á námsárunum og skulda síðan námslán.  Þessi hópur er með aðgerðum Vinstri Grænna að borga þannig hærra skatthlutfall af ævitekjum þó að ævitekjurnar séu ekki hærri í heildina, heldur koma tekjurnar á skemmri tíma þar sem starfsævi þeirra er styttri.  

Vinstri Grænir ! Það verður að vera annað hvort, annars er ekki hægt að vísa til Norðurlandanna.

Eitt langar mig að benda á að lokum. Hér í Svíþjóð er atvinnuleysi iðnaðarmanna að aukast.  Hefur sænska ríkið því boðið upp á skattaafslátt til að hvetja almenning í framkvæmdir og endurbætur. Felur þetta í sér skattaafslátt að nemur 50% af heildarkostnaði við vinnu iðnaðarmanns upp að 100.000 SEK (um 1,5 milljón ISK).  Ef iðnaðarmaður tekur 3736 kr með  vsk. á tímann, þá fær maður 735 kr til baka samkvæmt íslenska kerfinu en 1868 kr samkvæmt sænska kerfinu.  Ég held að stjórnvöld heima ættu að skoða þetta, þar sem virðisaukaskattsendurgreiðslan heima er hálf hjákátleg miðað við þessar aðgerðir hér úti.


Oddur Steinarsson er sérfræðingur í heimilislækningum og MBA, búsettur í Svíþjóð.
13.jún. 2010 - 15:00 Oddur Steinarsson

Fagflokkurinn

Eftir að hafa fylgst með íslenskri pólitík undanfarið langar mig að leggja fram hugmynd.  Að stofnaður verði flokkur þar sem fagfólk verði fengið til að leiða.
12.jún. 2010 - 19:00 Oddur Steinarsson

Ráðherrastólar

Er ekki löngu kominn tími til að íslenskir þingmenn sýni auðmýkt, hætti að hugsa um sjálfa sig og geri það sem fólkið í landinu vill?
10.jún. 2010 - 20:19 Oddur Steinarsson

Niðurrif íslenskrar heilsugæslu

Nú er vinstri stjórn við völd sem sagt hefur upp samningum við sjálfstætt starfandi heimilislækna og Læknavaktina. Tvær einingar sem skila miklum afköstum og eru hagkvæmar.  Ég sá nýverið fundarboð frá Félagi íslenskra heimilislækna þar sem fyrirsögnin var ,,endalok heimilislækninga á Íslandi ?‘‘.
07.des. 2009 - 13:12 Oddur Steinarsson

Ísland og fyrirmyndir

Þeir íslendingar sem ólu mig upp eiga það sammerkt að heiðarleiki og vinnusemi einkenna þá. Þetta er hluti af því fólki sem kom Íslandi úr fátæku bændasamfélagi inn í hóp vestrænna velferðarríkja, þar sem norræn hugmyndafræði um velferð og umhyggju voru ríkjandi.
19.maí 2009 - 08:03 Oddur Steinarsson

Næsta útflutningsvaran, færeyska leiðin

Í kreppunni sem gekk yfir Færeyjar á síðasta áratug varð töluverður fólksflótti frá eyjunum. Sérstaklega fór yngra fólkið og var þetta mikil blóðtaka fyrir eyjarnar.  Nú virðist stefna í það sama heima á Íslandi með aðgerðum og aðgerðarleysi stjórnvalda.  Síðasta eitt og hálft árið hefur krónan fallið um tæplega helming, verið er að skerða kjör margra í íslenskum krónum talið og síðan kemur hátekjuskattur ofan á allt saman.  Hátekjuskattur án þess að velferðarkerfi sambærilegt við Norðurlöndin sé til staðar. 

Oddur Steinarsson
Heimilislæknir og stýrir heilsugæslustöð í Gautaborg, Svíþjóð.
Akureyri vikublað
Akureyri vikublað - 14.2.2017
Algjör gaur
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 18.2.2017
Hvar eru gögnin um spillinguna?
Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson - 22.2.2017
Rafretturugl ráðherra
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.2.2017
Hugleiðingar á 64 ára afmælinu
Aðsend grein
Aðsend grein - 19.2.2017
Kúldrast í kotbýlum
Indíana Ása Hreinsdóttir
Indíana Ása Hreinsdóttir - 17.2.2017
Taktu afstöðu og dansaðu
Akureyri vikublað
Akureyri vikublað - 17.2.2017
Hin dásamlegu mistök
Vesturland
Vesturland - 17.2.2017
Verkfall sjómanna – til umhugsunar
Ingrid Kuhlman
Ingrid Kuhlman - 20.2.2017
Orð hafa mátt – vöndum valið
Aðsend grein
Aðsend grein - 18.2.2017
Einelti er samfélagsmein
Björgvin G. Sigurðsson
Björgvin G. Sigurðsson - 18.2.2017
Trump og tónarnir frá þriðja ríkinu
Magnús Þór Hafsteinsson
Magnús Þór Hafsteinsson - 19.2.2017
Verkfallið
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 22.2.2017
Rafræn fræðirit til varnar frelsi
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 23.2.2017
Er Sóley Tómasdóttir okkar Trump?
Fleiri pressupennar