10. ágú. 2010 - 12:00Marta María

Ertu með pólitískan fatasmekk?

Sumarið er svolítill tími gæsateita sem vekja mismikla kátínu. Ég verð að játa að hárin rísa þegar ég heyri minnst á gæsapartý. Þá sé ég alltaf fyrir mér aumkunarverða brúður sem klædd er upp á bjánalegan hátt, búið er að hella blindfulla og hún látin gera hluti sem hún myndi aldrei framkvæma undir venjulegum kringumstæðum.

Og þessar athafnir taka yfirleitt ekki klukkutíma heldur allan daginn. Það segir sig sjálft að venjulegar konur hafa engan tíma í svona rugl.

Kannski er ég gamaldags, en þetta er bara ekki mín hugmynd um skemmtun.

Þessi þankagangur á ekkert skylt við það að vilja hitta vinkonur sínar yfir lostafullum mat, ævintýralegum drykkjum og stuði. Gaman er að gleðjast með vinkonum sínum áður en þær ganga í hjónaband.

Mér finnst bara mikilvægt að tapa ekki standarnum þótt um gæsateiti sé að ræða. Ég þoli ekki tilgerðarlegan bjánagang sem tekur engan enda.

Á dögunum heyrði ég dásamlega sögu af gæsateiti. Hægrikona var að ganga í hjónaband og mesti grikkurinn sem vinkonur hennar gátu gert henni var að klæða hana upp í vinstrikonuföt. Hælaskórnir fengu að víkja fyrir fótlagaskóm, í staðinn fyrir vel sniðna peysu var hún sett í mussulega skakka peysu (eins og vinstrikonur elska) og eitthvað vítt innan undir. Þannig var hún látin ferðast á milli staða og var gleðin við völd.

Þessi saga vakti mig til umhugsunar því eins mikinn áhuga og ég hef á tísku þá hef ég aldrei flokkað tískustrauma og persónulegan smekk eftir pólitískum skoðunum.

Eftir að ég heyrði söguna af vinstrikonufötunum áttaði ég mig á því að ég hef hægrisinnaðan fatasmekk. Það deyr bara eitthvað þegar kona klæðir sig í flatbotna skó svo ekki sé talað um víðar hippalegar úlpur og skakkar peysur.
31.mar. 2011 - 15:54 Marta María

Ert þú þessi umhverfissóði (sem allir eru að tala um)???

Það að vera umhverfisvænn hljómar ótrúlega vel en það er því miður ekki jafn auðvelt í framkvæmd. Stundum er nefnilega jafn erfitt að rembast við að vera umhverfisvænn eins og að borða ekki súkkulaði eftir kvöldmat. Á morgun hefst átakið Grænn apríl og hvet ég þá sem þurfa að bæta sig og hafa áhuga á umhverfisvernd að fylgjast vel með.
13.mar. 2011 - 21:23 Marta María

Óþolandi tussugangur - Áskorun til Ögmundar

Alda Hrönn Jóhannsdóttir kærði Helga Magnús Gunnarsson á dögunum fyrir að kalla sig „kerlingar tussu“ í viðurvist samstarfsmanna hennar í efnahagsbrotadeild Rikislögreglustjóra. Málið fór fyrir ríkissaksóknara og varð það niðurstaða Valtýs Sigurðssonar að það varðaði ekki við lög að kalla konu „kerlingar tussu“ og vísaði hann kærunni frá.
09.mar. 2011 - 13:29 Marta María

Öskudagsmartröðin mikla

Öskudagurinn er undarlegur dagur. Þetta er dagur vona og væntinga hjá flestum börnum en yfirleitt dagur martraða hjá fullorðna fólkinu. Sér í lagi hjá þeim sem vinna í þjónustugeiranum eða í fyrirtækjum sem framleiða gotterí. Dagurinn getur líka snúist upp í martröð hjá venjulegum foreldrum þegar kemur að því að aðstoða börnin við búningagerð og búningaval.
01.mar. 2011 - 17:38 Marta María

Rottumars: Hættu að raka á þér vinkonuna!

Mottumars er eitt af þessum átökum sem setja svip sinn á samfélagið. Í fyrra var metþátttaka og voru ótrúlegustu kappar komnir með mottu. Yfirvaraskegg er og hefur verið umdeilt um langt skeið. Sumum finnst það perralegt meðan öðrum finnst það hommalegt. Enn öðrum finnst þeir eldast um aldarfjórðung með mottuna.
19.feb. 2011 - 21:55 Marta María

Dónalega stutt pils ... eða hvað?

Þegar ég heyrði fyrst af reglum Samfés datt mér ekki annað í hug en þetta væri eitthvert grín. Fyrsta reglan kvað á um að stúlkur mættu alls ekki klæðast stuttum pilsum nema vera í gammósíum eða sokkabuxum undir. Hnésíð pils voru leyfð og þá þyrfti engan aukabúnað eins og gammósíur. Þar sem það eru alveg 20 ár síðan ég fór síðast á Samfés ball hvarflaði eiginlega ekki að mér að einhverjar týpur færu sokkabuxnalausar á ball. Er ekki febrúar? Og snjór?
03.jan. 2011 - 15:51 Marta María

Minning um FUKK

FUKK (Félag ungra karlmannslausra kvenna) hefur formlega verið lagt niður. Það gerðist um leið og fregnir bárust að því að síðasti einhleypi meðlimurinn væri genginn út. Minningin um FUKK mun að sjálfsögðu lifa í hjörtum okkar meðlimanna um ókomna tíð, enda var þetta ekkert venjulegt félag.
28.des. 2010 - 01:16 Marta María

Langar þig að breyta um stíl á nýja árinu en þorir ekki? Er þetta ekki eitthvað?

Þegar ofát síðustu daga er að farið að hafa alvarlegar afleiðingar og bara vondir molar eru eftir í konfektkassanum er kominn tími á að beina athyglinni í aðrar áttir. Hver sykurlaus mínúta skiptir máli og hvert skref sem við tökum í átt frá konfektkassanum eru góð. Á þessum árstíma er tilvalið að hugsa sinn gang, setja sér ný markmið og breyta til.
23.des. 2010 - 15:00 Marta María

Getur stefnulaus ástríðukokkur haldið jól?

Heitreykt gæsabirnga með sultu og rjómaosti... Flestir hafa sínar jólahefðir og gera mikið út á að það megi ekki breyta neinu, allt þurfi að vera eins ár eftir ár eftir ár. Stefnufestan er takmarkalaus. Sumir ganga meira að segja svo langt að vera búnir að leggja á borð tveimur dögum fyrir jól, allt fægt og búið að hugsa allt jólahaldið frá a-ö. Ég hef bara eitt um svona fólk að segja: Ég dáist að því.
14.des. 2010 - 14:47 Marta María

Hvor finnst þér sætari?

Gillian (51) og Nigella (50) eru alveg á sitthvorri línunni. Fyrir nokkrum árum sat ég límd við skjáinn og fylgdist með frú Gillian McKeith reyna að megra samlanda sína. Fólkið í þáttunum elskaði að borða í „lúgum“ og því meiri sem transfitusýrurnar voru því glaðara var fólkið... Þangað til frú Gillian kom í heimsókn.
08.des. 2010 - 10:58 Marta María

7 leiðir til að virka flottari í vextinum... án þess að fara í megrun

Victoria Beckham er mikið í Flestar leggjum við mikið upp úr því að líta vel út. Við förum í leikfimi til að láta okkur líða betur, borðum hollan mat og hugsum vel um húðina. En vissir þú að með rétta klæðaburðinum er hægt að kroppa af sér þónokkur kíló?

Marta María Jónasdóttir
Aðstoðarritstjóri Pressunnar.
martamaria@pressan.is
Sigrún Dóra Jónsdóttir
Sigrún Dóra Jónsdóttir - 30.1.2018
Til varnar sonum mínum
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 27.1.2018
Andmælti Davíð, en trúði honum samt
Ingrid Kuhlman
Ingrid Kuhlman - 31.1.2018
Hvenær ertu búinn að aðlagast?
Lovísa María Emilsdóttir
Lovísa María Emilsdóttir - 31.1.2018
Æfðu þig í að finna fyrir gleði, þakklæti og hamingju!
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 05.2.2018
Ríkari mannréttindavernd barna á Íslandi
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 09.2.2018
Uppgjör í verkalýðshreyfingunni!
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 12.2.2018
Spurning drottningar
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 12.2.2018
Hún líka
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 16.2.2018
Viðkvæmir Píratar
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 15.2.2018
Spáð í spilin
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.2.2018
Hugleiðingar á 65 ára afmælinu
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 22.2.2018
Umskurður drengja
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 22.2.2018
Gyðingdómur í sögu og samtíð - námskeið
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 24.2.2018
Hann kaus frelsið
Fleiri pressupennar