01. okt. 2010 - 07:00Karl Pétur

Sparnaður borgar sig ekki

Ég las ágæta útreikninga í Morgunblaðinu á skattlagningu sparnaðar í morgun. Niðurstaðan er að sparnaður borgi sig trauðla. Í gær eða fyrradag var Vilhjálmur Bjarnason fjárfestir að barma sér yfir því að sparnaðurinn brynni upp, að 70 milljarðar hafi farið af bankabókum á undanförnum mánuðum.
 
Er það ekki bara ágætt? Þarf ekki samfélagið okkar einmitt á því að halda að hinir aflögufæru eyði peningum?
 
Kannski verður þetta til þess að eitthvað af þeim gríðarlegu fjármunum sem færst hafa milli kynslóðar minnar og '68 kynslóðarinnar komist í hendur fólks sem borgar reikningana í gegnum rimlana á skuldafangelsinu.  06.maí 2011 - 15:00 Karl Pétur

KEX

Fyrir nokkru skrifaði ég pistil um KEX, sem þá var bara lítil hugmynd, stórt og illa farið hús og nokkrir vinir mínir.
07.des. 2010 - 14:00 Karl Pétur

Kex á Norðurpólnum

Engin naumhyggja, bara kósíheit á Norðurpólnum. Undanfarna viku hef ég orðið þeirrar ánægju aðnjótandi að upplifa jákvæð áhrif kreppunnar á þankagang framkvæmdaglaðra eldhuga.
02.des. 2010 - 19:00 Karl Pétur

Mest hissa

Ég verð að játa að ég er mest hissa yfir því að einhver sé hissa á þessu. Hvað þá að gera hafi þurft sérstaka rannsókn á framlagi skapandi greina til samfélagsins.
02.nóv. 2010 - 11:40 Karl Pétur

Bölmóðssýki og brestir

Michael Porter sagði það í gær sem mér hefur lengi fundist. Að Íslendingar séu fastir í fortíðinni og einbeiti sér fremur að væli en að uppbyggingu samfélagsins og efnahagskerfisins. Á fáeinum árum hefur íslenska þjóðin breyst úr Evrópumeisturum í sjálfshóli í óskorðaða heimsmeistara í sjálfsvorkunn.

01.nóv. 2010 - 17:00 Karl Pétur

Engin jól í skókassa?

Að undirlagi Mýrarhúsaskóla hér á Seltjarnarnesi hefur fjölskyldan sameinast í undirbúningi á tveimur afar mikilvægum jólagjöfum. Þetta er annað, ef ekki þriðja árið í röð sem við veljum vandlega leikföng, snyrtivörur, húfur og vettlinga sem við setjum svo í skókassa sem hefur verið bólstraður fínasta jópapappír. Skókössunum er skilað í skólann og að lokum sendir af Eimskip til Úkraínu þar sem þarlendur prestur dreifir gjöfunum á meðal munaðarlausra, veikra og fátækra barna um jólaleytið.
27.okt. 2010 - 19:30 Karl Pétur

Nýtt fyrirkomulag á neyðaraðstoð?

Fyrirkomulagið sem er á neyðaraðstoð við þá verst settu í samfélaginu er fyrir neðan allar hellur.

01.okt. 2010 - 18:00 Karl Pétur

Millistéttin mótmælir

Ég var að skrafa við vinkonu mína sem fór í dag og mótmælti í fyrsta skipti á ævinni.
31.júl. 2010 - 10:00 Karl Pétur

Spillingin allsráðandi

Fyrir nokkru benti vinur minn sem er þekktur smekkmaður á sjónvarpsefni (ef undanskilin er undarleg aðdáun hans á Lost) mér á sjónvarpsþáttaröð sem hann fullyrti að væri sú besta sem gerð hefði verið.
03.jún. 2010 - 14:58 Karl Pétur

Ekki mjög innblásinn af Íslandi

Ég verð að játa að ég er ekkert sérstaklega innblásinn af þessari Inspired By Iceland herferð. Að minnsta kosti tel ég alls ekki víst að hún þjóni vel þeim tilgangi sem hún er sett upp í. Reyndar er aðdáunarvert hversu hratt og örugglega átakið var sett á laggirnar og vissulega er það áferðarfallegt og jafnvel líklegt til árangurs, sé litið til lengri tíma.
26.maí 2010 - 09:00 Karl Pétur

Heppna kynslóðin og sú óheppna

68' kynslóðin á Íslandi er legio. Hún fæddist á tímum Marshallaðstoðar og Nýsköpunartogara. Það voru góðir tímar á Íslandi á árabilinu 1947-1960.  Endalaus síld, ofveiði á öllum fiski og fullt, fullt af peningum var veruleiki bernsku þesarar heppnu kynslóðar.
18.mar. 2010 - 21:00 Karl Pétur

Slagurinn um túnfiskinn

Undanfarna viku hef ég dvalið í Doha í Katar við heldur óhefðbundna iðju. Hér fer fram ráðstefna á vegum stofnunar Sameinuðu þjóðanna sem umsjón hefur með aðgæslu að plöntu- og dýrategundum í útrúmingarhættu. Samtökin heita CITES og hafa verið til frá 1975.

08.jan. 2010 - 09:50 Karl Pétur

Pólitískt léttmeti?

Stjórnmálamenn með framtíðarsýn og kjark eru ekki á hverju strái. Það er því gleðiefni að verða vitni að því þegar einn slíkur stígur fram og setur fram hugmyndir um framtíð nærumhverfis okkar í Reykjavík.

05.jan. 2010 - 15:01 Karl Pétur

Engin viðbragðsáætlun ríkisstjórnar?

Ég hef starfað að almannatengslum í bráðum tuttugu ár með einum eða öðrum hætti. Stærsti hluti vinnu almannatengla liggur í að búa viðskiptavini sína undir hluti sem aldrei gerast. Að sjá til þess að viðskiptavinurinn sé reiðubúinn að takast á við aðstæður sem sæmileg líkindi eru á að komi upp.
18.des. 2009 - 09:10

Avatar og umhverfismálin

James Cameron kann að eyða peningum. Nýja myndin hans, Avatar er frumsýnd um allan heim í dag kostaði 300 milljónir dala í framleiðslu. Orðið stórmynd byrjar ekki einu sinni að lýsa henni. Líklegra er að þessi mynd muni setja alveg ný viðmið í gerð ævintýramynda.

James Cameron skrifaði fyrstu handritsdrög Avatar fyrir meira en fimmtán árum og hefur beðið þolinmóður eftir því að tæknin þróaðist til að mögulegt væri að framleiða myndina. Grunnhugmynd myndarinnar byggir á stórum spurningum um rétt mannsins gagnvart öðrum lífverum, hvernig manninum hefur tekist til með líf sitt á Jörðinni og tilvist Guðs.

15.des. 2009 - 12:30 Karl Pétur

Tækifæri fyrir textahöfunda?

Terminal, nýja Hjaltalínplatan hefur varla farið úr spilaranum hjá mér síðustu þrjár vikurnar enda að flestu leyti alveg frábær gripur.

Tónlistin er frábærlega samin, fjölbreytt og óaðfinnanlega spiluð (eins langt og mín þekking nær). Mikil dramatík í bland við léttleikandi kómík og leik að formum.

 

03.des. 2009 - 15:40 Karl Pétur

Var stóri vendipunkturinn 15. desember 2000?

Fyrir níu árum hafði ég með höndum ráðgjöf í almannatengslum við Búnaðarbanka Íslands. Bankinn var á þessum tíma lítið meira en ríkisrekinn sparisjóður, þrír bankastjórar og þrír aðstoðarbankastjórar sem sátu dagana langa og tóku á móti mönnum með lánabeiðnir. Þó hafði þróast í Búnaðarbankanum verðbréfasvið þar sem nokkur deigla var. Sigurjón Þorvaldur Árnason var framkvæmdastjóri rekstrarsviðs og hafði mikil ítök innan bankans.
26.nóv. 2009 - 20:38 Karl Pétur

Upphafið að endalokum Facebook?

Vinkona mín lokaði Facebook síðunni sinni í vikunni. Hún sagðist orðin leið á því að fylgjast með klósettferðum kunningja sinna og að fá endalausan dellukenndan póst um viðburði sem hún hefur ekki einu sinni fjarlægan áhuga á að mæta á.
14.sep. 2009 - 08:00 Karl Pétur

Undarlegur leikdómur

Í starfi mínu sem almannatengill og lífi mínu sem faðir og eiginmaður hef ég komist að þeirri niðurstöðu að eitt af því allra mikilvægasta í lífinu sé væntingastjórnun. Danir sem ég þekki segja að lykillinn að mikilli lífshamingju landa þeirra séu litlar væntingar. Ég held að það sé allavega fullkomin leið til að vera alltaf óánægður að vænta mikils.
09.sep. 2009 - 08:42 Karl Pétur

Orðlaus af undrun og gleði

Eldri dóttir mín er sex ára. Hún var að byrja í skóla. Í gærkvöldi fórum við hjónin í kynningu á starfi skólans hennar, Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi.

Karl Pétur Jónsson
Karl Pétur Jónsson er þriggja barna faðir á Seltjarnarnesi. Karl starfar sem rekstrar- og almannatengslaráðgjafi, en hann er BA í stjórnmálafræði og með meistaragráðu í stjórnun og viðskiptafræði.  Áhugamál Karls eru stjórnmál, viðskipti, matargerð, tónlist og kvikmyndir.
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 06.4.2018
Sjáðu þessi dæmi um græðgisvæðingu!
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 25.3.2018
Lokað fyrir ræðuhöld
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 25.3.2018
Berjumst gegn græðgisvæðingu
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 05.4.2018
Dröslaði bróður mínum í kirkju
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Hvað segi ég í Las Vegas?
Sverrir Björn Þráinsson
Sverrir Björn Þráinsson - 05.4.2018
Hjónin Laufey og Bjarki losuðu sig við 33 kg á 12 vikum
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 29.3.2018
„Heyrðu“
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Heimsókn Øverlands
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 27.3.2018
Dymbilvika
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.4.2018
RÚV er tímaskekkja
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 05.4.2018
Þinn tími sem forseti ASÍ er liðinn!
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 07.4.2018
Málið okkar
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir - 06.4.2018
Skömmin
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 14.4.2018
Grafir án krossa
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 17.4.2018
Grímulaus pólitík
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 21.4.2018
Þrjár örlagasögur
Fleiri pressupennar