05. ágú. 2012 - 14:59Jón Sigurðsson

Framsókn - staða og horfur

Ég var ráðherra og formaður Framsóknarflokksins 2006 - 2007 og flokksmaður frá háskólaárum. Að loknum ráðherratíma mínum skráði ég hjá mér skilgreiningu á Framsóknarflokknum. Nú birti ég hana og bæti nokkrum hugleiðingum við um stöðu og horfur haustið 2012.

Framsóknarflokkurinn er annars vegar milliflokkur í íslensku flokkakerfi. Þetta hefur opnað flokknum ýmis tækifæri en einnig sett honum skorður. Iðulega hefur flokkurinn verið ábyrgur og verjandi þegar aðrir hafa leyft sér að sprikla. Hins vegar er hann líka fremur vinstrihneigður miðflokkur með félagslegar og þjóðrækilegar áherslur. Vinstrahugtakið tilheyrði flokknum lengi einum, fengið frá Dönum. Flokkurinn á rætur sínar í dreifbýli sveita og þorpa fyrst og fremst og einnig meðal millistéttarfólks í höfuðstaðnum.

Lengi vel var gamla sveita- og þorpaþjóðfélagið grunnur flokksins, landbúnaðurinn og samvinnuhreyfingin, og flokkurinn var hagsmunaarmur þeirra. Í þessu var lengi áherslumunur í flokknum: að verja sérstaka hagsmuni landsbyggðar og samvinnuhreyfingar eða verða almennur stjórnmálaflokkur sem metur einnig til jafns og fulls hagsmuni samfélagshópa á höfuðborgarsvæðinu. Framsóknarmönnum hefur ekki auðnast að leysa þetta viðfangsefni að fullu, og þegar samvinnuhreyfingin hvarf af sviðinu, landbúnaðurinn varð aðeins ein fámenn atvinnugrein meðal annarra og Ísland var orðið nokkurs konar borgríki í reynd, þá hlaut þetta að koma niður á flokknum. Þetta varð kreppa Framsóknarmanna og sást líka í minnkandi fylgi. Halldór Ásgrímsson og við samherjar hans einsettum okkur að leysa þetta viðfangsefni, meðal annars með hliðsjón af danska Venstre, en gafst ekki tími til að ljúka því. Ég reyndi að taka þetta merki Halldórs upp áfram, en það fór sem fór í það sinnið. 

Framsóknarmenn vilja tryggja hlutdeild byggðanna í samfélagsvaldinu. Þetta hefur þó ekki fengið þá mynd að efla sjálfstæði byggðanna sem mest heldur hefur birst í ójöfnum atkvæðisrétti landsmanna. Ég var lengi í minnihluta innan flokksins sem vildi breyta þessum áherslum, en varð aldrei ágengt. Við nýjar samfélagsaðstæður á seinni árum er þetta hár þröskuldur í vegi flokksins.    

Lengi vel voru þjóðernisleg og þjóðrækileg sjónarmið, mismunandi afbrigði evrópskrar þjóðernishyggju, sameign flestra eða allra íslenskra félagsmála-, menningar- og stjórnmálahreyfinga. Þegar litið er á rætur Framsóknarflokksins, sérstaklega í ungmennahreyfingunni og samvinnufélögunum, má ljóst vera að þjóðhyggja (hófsöm þjóðernishyggja) er einn sterkasti þátturinn í arfleifð flokksins. Á síðari árum hefur þetta allt vikið til hliðar í landinu og þykir nú orðið sveitalegt, úrelt, aulalegt. Ég er innilega ósammála þessu nýja mati og reyndi að vekja athygli á þessum mikilvægu þáttum. Mér þykir þjóðhyggja, samvinna og kristni eiga mjög brýnt erindi við íslensku þjóðina á nýrri öld. Um tilraun mína er einfalt að segja, að hún mistókst.

Lengst af hafði Framsóknarflokkurinn haft um 18 - 24 % atkvæðanna í landinu. Sem fjölmennur flokkur hefur hann spannað nokkurt svið í viðhorfum. Frægt var lengi að meðal Framsóknarmanna voru ýmsir af hörðustu stuðningsmönnum vestrænnar varnarsamvinnu og líka einörðustu herstöðvaandstæðingar. Svipað mátti segja um fylgismenn flokksins á Suðvesturlandi og fylgismennina í öðrum landshlutum. Stefnuáherslur flokksins voru nefndar þjóðleg félagshyggja sem felur í sér samvinnustefnu, þjóðhyggju, byggðastefnu, frjálslyndi og víðtæka hófsama framfarastefnu. Þær nægðu lengi til að halda liðinu saman yfir þetta viðhorfabelti.

Auk þessa hefur ævinlega verið nokkur breidd og stundum spenna í efnahagsviðhorfum Framsóknarmanna. Í flokknum hafa verið hlið við hlið ákafir stuðningsmenn skipulagshyggju í anda nýkaupauðgistefnu (neo-merkantílisma), sem stundum hafa verið öllu ráðandi, og líka fylgismenn almenns opins viðskiptaumhverfis með frjálsu athafnalífi og fjölþjóðlegri verkaskiptingu. Neo-merkantílistar telja eðlilegt að ríkisvaldið hafi forystu fyrir hagkerfinu, hafi víðtækar millifærslur og heimildir til að styrkja gjaldeyrisöflun en hemja ,,eyðslu" og til að móta atvinnulífið og samfélagið í slíkum anda. Þessi skipulagshyggja er ekki einfaldlega einangrunarstefna eða afturhald, en stutt er yfir í óhagkvæma þjóðernisstefnu í efnahags- og viðskiptamálum, handaflspólitík, millifærslubákn og vinsældastefnu. Halldór Ásgrímsson og við samherjar hans reyndum að ýta þessari skipulagshyggju til hliðar, en okkur tókst það ekki með öllu á þeim tíma sem gefinn var.

Þessi innri munur birtist meðal annars í því að flestir Framsóknarmenn vilja að samvinnufélög séu frjáls atvinnu- og félagsmálastarfsemi við hlið annarra samkvæmt almennum leikreglum sem tryggja samvinnustarfi eðlilegt svigrúm. Allmörgum Framsóknarmönnum hefur hins vegar þótt sjálfsagt að beita ríkisvaldinu sérstaklega, með handaflsaðgerðum og millifærslum, samvinnurekstri til eflingar á kostnað annarra rekstrarforma. Ég hef alltaf talið slíkt skaðlegt.

Afstaðan til Evrópusambandsins meðal Framsóknarmanna fylgir alveg þessum nótum. Lengst af hafa flokksmenn sýnt hverjir öðrum virðingu í umræðum, líkt og áður var um varnarmálin. En því er ekki að leyna að aðild að Evrópusambandinu getur vel, háð aðildarsamningi auðvitað, fallið að sjónarmiðum hófsamra þjóðlegra félagshyggjumanna og frjálslyndissinna, en hún er algerlega andstæð hugmyndum neo-merkantílistanna. En mikilvægt er að hafa í huga að afstaðan til aðildar að Evrópusambandinu er ekki sjálfsætt stefnumál, heldur hluti af almennum efnahags- og samfélagsviðhorfum beggja þessara arma flokksins.    

Sögulegar aðstæður réðu því að Framsóknarflokkurinn varð forystuflokkur vinstra megin í íslenskum stjórnmálum á sinni tíð. Samstarf við Sjálfstæðismenn hefur því verið skýrt með sérstökum sögulegum aðstæðum hverju sinni. Framsóknarmenn reyndu iðulega að byggja brú yfir miðjuna til jafnaðarmanna og sósíalista til að móta stjórnmálamótvægi gegn alræði Sjálfstæðismanna. Breyttar samfélagsaðstæður, samstarf við Sjálfstæðismenn og nýtt flokkakerfi til vinstri um síðustu aldamót hlutu að dýpka þá kreppu Framsóknarflokksins sem áður er nefnd.

----

Svo mörg eru þau orð. Nú líður senn að framboðum og Alþingiskosningum. Athyglin beinist þá að stjórnmálaflokkunum. Spyrja má hvort eitthvað hefur breyst í Framsóknarflokknum frá þeirri greiningu sem hér er ofar. Skulu nokkur atriði nefnd um þetta.

Ný kynslóð hefur tekið við flokknum. Henni fylgja nýjar áherslur og yfirbragð. Hún hefur sína styrkleika og takmarkanir. Í síðustu kosningum fékk hún fyrstu reynslu, en framundan er þyngri prófraun. Nú er ekki lengur það uppnám sem síðast var. Nú reynir meira á hæfni, úthald og málflutning.

Framsóknarmenn eru í stjórnandstöðu gegn ríkisstjórn sem er óvinsæl. Þeir eru því miklu frjálsari í málflutningi en lengst af var í fortíðinni. En Framsóknarmönnum miðar ekki vel ef trúa skal skoðanakönnunum. Og sumir þeirra hafa tamið sér æsing og reiði sem ekki hjálpar. Fljótfærnislegur en vinsæll málstaður í Icesave-málinu virðist þannig ekki skila sér.

Svo virðist sem skipulagshyggja í anda neo-merkantílisma sé miklu sterkari í Framsóknarflokknum nú en orðið var. Með fylgja áherslur sem minna á handaflspólitík og vinsældastefnu. Skólatöfluæfingar um almenna niðurfærslu skulda lýstu skilningi á erfiðleikum fólks en hefðu ekki leyst nein vandamál. Þetta er mörgum fylgismönnum flokksins áhyggjuefni.

Fáir skipta um skoðun á Evrópusambandinu þótt sum aðildarlönd lendi í fjármálakreppu. Flestir sjá að Íslendingar eru alls ekki á leiðinni inn í Evrópusambandið. Það er ekkert nýtt að meirihluti Framsóknarmanna sé andvígur aðild. En málflutningur forystumanna flokksins nú er undarlega hamslaus og Evrópusinnum er ekki sýndur félagsandi innan flokksins. Þeim er vísað á dyr, svo sem dæmi um einn fyrrverandi þingmann flokksins sýnir.

Margir draga í efa að ný forysta Framsóknarflokksins telji vinstra-samstarf æskilegt yfirleitt. Forystan sýnir vilja til samstöðu með Sjálfstæðismönnum umfram það sem sameiginleg stjórnarandstaða felur í sér. Þetta vekur spurningar, enda er líka vafi um hrifningu Sjálfstæðismanna.

Allt þetta leiðir hugann að stöðu flokksins á höfuðborgarsvæðinu. Þar hafa verið allnokkrir frjálslyndir og Evrópusinnaðir stuðningsmenn flokksins. Má vera að staðan sé betri en skoðanakannanir sýna. Ef svo er ekki bíður mikið verk forystu og frambjóðenda Framsóknarmanna að snúa stöðunni sér í vil í kosningabaráttunni. - Fáir vita betur en einmitt ég að mikið er í húfi.  

                                                                                  - Höf. er fv. formaður Framsóknarflokksins.
Svanhvít - Mottur
08.apr. 2015 - 15:50 Jón Sigurðsson

„Ástandið“ í Evrópu

Stöðugt berast fregnir af vandræðum Evrópusambandsins og evrunnar. Varla líður svo dagur um þessar mundir að forystumenn Grikkja gefi ekki tilefni til frétta. En þetta virðist allt á fallanda fæti. Hér verður ekki reynt að lýsa þessu eða skýra þetta allt, en nokkur dæmi tekin.
31.mar. 2015 - 19:03 Jón Sigurðsson

Lofsverð viðleitni - en miklir agnúar

Frosti Sigurjónsson alþingismaður á hrós skilið fyrir að sökkva sér niður í fjármálafræðin og leita eftir valkosti til að leysa af hólmi það fjármálakerfi sem við höfum búið við. Framtak hans í þessu er lofsvert, og ný skýrsla hans allrar athygli verð. Aftur á móti er íslenska opinbert mál og störf Alþingis og stjórnsýslunnar eiga að fara fram á íslensku. Því hneyksli og þeirri skömm verður ekki trúað að það sé annað en hugsunarleysi og fljótræði að skýrslan er birt á ensku.
22.mar. 2015 - 20:36 Jón Sigurðsson

Fullveldisumræða

Engan hef ég heyrt eða séð halda því fram að Írar, Danir, Eistar, Hollendingar, Finnar, Svíar eða aðrar þjóðir Evrópusambandsins hafi afsalað sér fullveldi sínu. Þvert á móti líta þjóðhyggjumenn í þessum löndum svo á að aðild að Evrópusambandinu styrki, efli og tryggi fullveldi þjóðanna. Aðild að Evrópusambandinu felur ekki í sér afsal fullveldis, heldur aðeins skilyrt framsal stjórnvaldsþátta til sameiginlegrar umsjónar.
20.mar. 2015 - 15:24 Jón Sigurðsson

Athyglisverð ummæli í Morgunblaðinu

Jón Steinar Gunnlaugsson ritar athyglisverða grein í Mbl. föstud. 20. mars um aðildarviðræður að Evrópusambandinu. Þar segir hann m.a.:
14.feb. 2015 - 19:49 Jón Sigurðsson

Trú og siður Jóns Gnarrs

Jón Gnarr skrifar athyglisverðan pistil í Fréttablaðið laugardaginn 14. febrúar 2015. Eins og jafnan er Jón einlægur, opinskár og hugkvæmur - og hefur gaman af að ögra með óvæntum ábendingum og samlíkingum. Sumir hneykslast á þessu, aðrir fagna, og enn aðrir fá skemmtilegt tækifæri til að velta málum fyrir sér frá nýju sjónarmiði.

21.des. 2014 - 12:15 Jón Sigurðsson

Kirkjuferðir barna

Enn einu sinni verða deilur um kirkjuferðir barna. Sem fyrr verður meirihlutinn alveg dolfallinn yfir þessu, því að fátt hollara eða betra geta flestir foreldrar hugsað börnum sínum. Kolbrún Bergþórsdóttir skrifaði um þetta stutta grein í Morgunblaðið (Er boðskapur Krists hættulegur - 18.12.2014) af þeirri snilld, hófsemi og réttsýni sem henni er af Guði sjálfum gefin.
01.nóv. 2014 - 13:13 Jón Sigurðsson

Burt með betl og væl

Sumir halda að viðskiptasvæði eigi að vera það sama og þjóðríki eða þjóðmenning. Svo er öllu ruglað saman. Þá vakna gamlar spurningar: Væri ekki ódýrara að Íslendingar verði fylki í Noregi? Áttum við nokkuð að afsegja Danakonung? Væri ekki þægilegara að sameina Norðurlöndin? Verðum við ekki að fá útlendinga sem Seðlabankastjóra, sem dómendur um efnahagsbrot, sem Hæstaréttardómara?
01.okt. 2014 - 11:45 Jón Sigurðsson

Ályktunarhæfni kristinna manna

Við sem teljum okkur kristin höfum fyrir löngu staðfest ályktunarhæfni okkar. Við höfum sakað alþýðu Gyðinga um krossfestingu Krists, - ekki Pontíus Pílatus, ekki æðstu prestana, ekki Rómverja, íbúa Rómar eða Ítali, heldur alla Gyðinga nær og fjær. Þá sögu þekkja margir og skammast sín.
28.ágú. 2014 - 09:26 Jón Sigurðsson

Eiga ekki og mega ekki

Átökin á Gazaströnd vekja athygli. Stofnuð eru samtök til að vinna gegn innflutningi varnings frá Ísrael. Fréttastofur flytja endalausar frásögur um fjöldadráp á Gaza, og endurtaka tölurnar dag eftir dag.
05.jún. 2014 - 09:17 Jón Sigurðsson

Þetta má almenningur ekki sjá

Margir telja að aðildarsamningur við Evrópusambandið hljóti að verða okkur óhagstæður. Margir trúa því líka að meirihluti þjóðarinnar sé andvígur aðild Íslands yfirleitt.
19.mar. 2014 - 11:02 Jón Sigurðsson

Enn um þjóðhyggju

Í bókinni er margsinnis vikið að þeim róttæka mun sem er á hófsamri þjóðhyggju og ofstækisfullri þjóðernisstefnu. Nýleg reynsla víðs vegar um Evrópu sýnir að raunveruleg og alvarleg ógn stafar af öfgum og ofstæki. En ekki síður stafar hætta af yfirborðslegum tilhneigingum stjórnmálamanna til að nýta sér og misnota heilbrigðar þjóðrækilegar tilfinningar almennings í þágu valdastreitu og stundarhagsmuna.
12.mar. 2014 - 11:26 Jón Sigurðsson

Já, það er hægt að lækka vextina

Mikill þrýstingur er nú á stjórnendur Seðlabankans vegna peningamálastefnunnar. Margir telja fráleitt að þurfa samtímis að þola gjaldeyrishöft og hæstu vexti. Þessar raddir eru háværar meðal fjárfesta og innan atvinnulífsins, og margir stjórnmálamenn taka undir.
02.mar. 2014 - 09:00 Jón Sigurðsson

Beint lýðræði

Ýmsir tala fyrir því að þjóðaratkvæðagreiðslur verði virkur þáttur stjórnkerfisins. En þær eru þó aðeins hluti hugmyndanna um beint lýðræði. Mikilvægt er að taka alla þætti beins lýðræðis með í umræðunum.
27.feb. 2014 - 17:16 Jón Sigurðsson

Staða aldraðra í öryggisíbúðum

Tæpan aldarfjórðung hefur sjálfseignarstofnunin Eir, sem rekur hjúkrunarheimili og öryggisíbúðir í Reykjavík og Mosfellsbæ, staðið í fararbroddi í velferðarkerfinu. Eir er glæsilegt dæmi um félagslegt framtak á vegum almannasamtaka og sveitarfélaga, um óarðsækna þjónustu við aldraða.
22.feb. 2014 - 11:38 Jón Sigurðsson

Afturköllun umsóknar

Nú liggur fyrir tillaga á Alþingi um afturköllun aðildarumsóknar Íslands að Evrópusambandinu. Væntanlega styður meirihluti þjóðarinnar þessa tillögu. Meirihluti er fyrir henni á Alþingi, jafnvel þótt þingmenn Vinstrigrænna verði ekki taldir með. Hér verða málalyktir.
18.feb. 2014 - 19:29 Jón Sigurðsson

Skýrsla Hagfræðistofnunar um ESB

Skýrsla Hagfræðistofnunar staðfestir og ítrekar það sem allir vissu áður. Evrópusambandið (ESB) vill engar varanlegar undanþágur eða sérlausnir aðildarlanda. Samt er ýmislegt slíkt í gildi. Hér skulu aðeins nokkur dæmi nefnd.
16.feb. 2014 - 17:22 Jón Sigurðsson

Fjölgun seðlabankastjóra

Margvísleg rök mæla gegn fjölgun seðlabankastjóra - og margvísleg rök mæla með. Reynsla þjóðanna um þetta er líka fjölbreytileg.
09.feb. 2014 - 20:16 Jón Sigurðsson

Áfangar í starfsgreinafræðslu

Starfsmenntir, iðnfræðsla og önnur verkleg fræðsla fyrir atvinnulífið hafa ekki notið nægilegrar athygli. Vantað hefur sameiginlegan vettvang eða miðstöð fyrir stefnumótun og framfylgju. Flestir eru sammála að það skorti á aðsókn námsmanna, að of mikið sé um endurtöku námsferils með tilheyrandi kostnaði og óskilvirkni, að ýmsar námsbrautir séu ekki nógu greiðar til námsloka, og að betur mætti tengja við væntanlegan atvinnuferil.
26.jan. 2014 - 12:17 Jón Sigurðsson

Þjóðargersemar í Skálholti

Helgi Skálholtsstaðar snertir alla þjóðina, staðurinn sjálfur, dómkirkjan, sagan og mannvistarleifar á staðnum. Þarna eru líka ómetanlegir listmunir og listbúnaður sem varðveita ber og sýna fulla rækt og virðingu. Þetta eru þjóðargersemar.
01.des. 2013 - 09:42 Jón Sigurðsson

Forsætisráðherra með pálmann í höndunum

Nú er mikilli óvissu lokið. Ríkisstjórnin hefur loksins kynnt meginstefnu sína. Forsætisráðherra stendur með pálmann í höndunum. Framsóknarmenn standa við stóru orðin og áhrif Sjálfstæðismanna birtast líka. - Ég er einn þeirra sem höfðu lýst efasemdum og skyldugt að viðurkenna það sem vel er reynt.

Jón Sigurðsson
Fv. ráðherra, seðlabankastjóri, formaður Framsóknarflokksins og rektor.
Bergljót Björk Halldórsdóttir
Bergljót Björk Halldórsdóttir - 25.6.2015
Leyndarmál kaffikorgsins eru komin í ljós!
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 15.6.2015
Teikning í erlendu blaði
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.6.2015
Gunnar Smári: óvæntur siðapostuli
Bergljót Björk Halldórsdóttir
Bergljót Björk Halldórsdóttir - 20.6.2015
Miðsumar - Sumarsólstöður = Jarðaberjatertan ómissandi!
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 19.6.2015
Reimleikar á Þingvallabæ
Bergljót Björk Halldórsdóttir
Bergljót Björk Halldórsdóttir - 18.6.2015
Bragðlaukaferð til Eþíópíu - Sælkerapressan á Teni
Guðlaugur Þór Þórðarson
Guðlaugur Þór Þórðarson - 24.6.2015
Bankahroki
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 21.6.2015
Drengskapur tveggja Breta
Hermann Jónsson
Hermann Jónsson - 15.6.2015
Útborgunardagur
Aðsend grein
Aðsend grein - 23.6.2015
Hjúkrunarfræðingur svarar
Hermann Jónsson
Hermann Jónsson - 17.6.2015
Meðvitað uppeldi
- 22.6.2015
Jafnrétti borgara
Bergljót Björk Halldórsdóttir
Bergljót Björk Halldórsdóttir - 16.6.2015
Þjóðlegt á sautjándanum - rjómapönnsur
Fleiri pressupennar