05. ágú. 2012 - 14:59Jón Sigurðsson

Framsókn - staða og horfur

Ég var ráðherra og formaður Framsóknarflokksins 2006 - 2007 og flokksmaður frá háskólaárum. Að loknum ráðherratíma mínum skráði ég hjá mér skilgreiningu á Framsóknarflokknum. Nú birti ég hana og bæti nokkrum hugleiðingum við um stöðu og horfur haustið 2012.

Framsóknarflokkurinn er annars vegar milliflokkur í íslensku flokkakerfi. Þetta hefur opnað flokknum ýmis tækifæri en einnig sett honum skorður. Iðulega hefur flokkurinn verið ábyrgur og verjandi þegar aðrir hafa leyft sér að sprikla. Hins vegar er hann líka fremur vinstrihneigður miðflokkur með félagslegar og þjóðrækilegar áherslur. Vinstrahugtakið tilheyrði flokknum lengi einum, fengið frá Dönum. Flokkurinn á rætur sínar í dreifbýli sveita og þorpa fyrst og fremst og einnig meðal millistéttarfólks í höfuðstaðnum.

Lengi vel var gamla sveita- og þorpaþjóðfélagið grunnur flokksins, landbúnaðurinn og samvinnuhreyfingin, og flokkurinn var hagsmunaarmur þeirra. Í þessu var lengi áherslumunur í flokknum: að verja sérstaka hagsmuni landsbyggðar og samvinnuhreyfingar eða verða almennur stjórnmálaflokkur sem metur einnig til jafns og fulls hagsmuni samfélagshópa á höfuðborgarsvæðinu. Framsóknarmönnum hefur ekki auðnast að leysa þetta viðfangsefni að fullu, og þegar samvinnuhreyfingin hvarf af sviðinu, landbúnaðurinn varð aðeins ein fámenn atvinnugrein meðal annarra og Ísland var orðið nokkurs konar borgríki í reynd, þá hlaut þetta að koma niður á flokknum. Þetta varð kreppa Framsóknarmanna og sást líka í minnkandi fylgi. Halldór Ásgrímsson og við samherjar hans einsettum okkur að leysa þetta viðfangsefni, meðal annars með hliðsjón af danska Venstre, en gafst ekki tími til að ljúka því. Ég reyndi að taka þetta merki Halldórs upp áfram, en það fór sem fór í það sinnið. 

Framsóknarmenn vilja tryggja hlutdeild byggðanna í samfélagsvaldinu. Þetta hefur þó ekki fengið þá mynd að efla sjálfstæði byggðanna sem mest heldur hefur birst í ójöfnum atkvæðisrétti landsmanna. Ég var lengi í minnihluta innan flokksins sem vildi breyta þessum áherslum, en varð aldrei ágengt. Við nýjar samfélagsaðstæður á seinni árum er þetta hár þröskuldur í vegi flokksins.    

Lengi vel voru þjóðernisleg og þjóðrækileg sjónarmið, mismunandi afbrigði evrópskrar þjóðernishyggju, sameign flestra eða allra íslenskra félagsmála-, menningar- og stjórnmálahreyfinga. Þegar litið er á rætur Framsóknarflokksins, sérstaklega í ungmennahreyfingunni og samvinnufélögunum, má ljóst vera að þjóðhyggja (hófsöm þjóðernishyggja) er einn sterkasti þátturinn í arfleifð flokksins. Á síðari árum hefur þetta allt vikið til hliðar í landinu og þykir nú orðið sveitalegt, úrelt, aulalegt. Ég er innilega ósammála þessu nýja mati og reyndi að vekja athygli á þessum mikilvægu þáttum. Mér þykir þjóðhyggja, samvinna og kristni eiga mjög brýnt erindi við íslensku þjóðina á nýrri öld. Um tilraun mína er einfalt að segja, að hún mistókst.

Lengst af hafði Framsóknarflokkurinn haft um 18 - 24 % atkvæðanna í landinu. Sem fjölmennur flokkur hefur hann spannað nokkurt svið í viðhorfum. Frægt var lengi að meðal Framsóknarmanna voru ýmsir af hörðustu stuðningsmönnum vestrænnar varnarsamvinnu og líka einörðustu herstöðvaandstæðingar. Svipað mátti segja um fylgismenn flokksins á Suðvesturlandi og fylgismennina í öðrum landshlutum. Stefnuáherslur flokksins voru nefndar þjóðleg félagshyggja sem felur í sér samvinnustefnu, þjóðhyggju, byggðastefnu, frjálslyndi og víðtæka hófsama framfarastefnu. Þær nægðu lengi til að halda liðinu saman yfir þetta viðhorfabelti.

Auk þessa hefur ævinlega verið nokkur breidd og stundum spenna í efnahagsviðhorfum Framsóknarmanna. Í flokknum hafa verið hlið við hlið ákafir stuðningsmenn skipulagshyggju í anda nýkaupauðgistefnu (neo-merkantílisma), sem stundum hafa verið öllu ráðandi, og líka fylgismenn almenns opins viðskiptaumhverfis með frjálsu athafnalífi og fjölþjóðlegri verkaskiptingu. Neo-merkantílistar telja eðlilegt að ríkisvaldið hafi forystu fyrir hagkerfinu, hafi víðtækar millifærslur og heimildir til að styrkja gjaldeyrisöflun en hemja ,,eyðslu" og til að móta atvinnulífið og samfélagið í slíkum anda. Þessi skipulagshyggja er ekki einfaldlega einangrunarstefna eða afturhald, en stutt er yfir í óhagkvæma þjóðernisstefnu í efnahags- og viðskiptamálum, handaflspólitík, millifærslubákn og vinsældastefnu. Halldór Ásgrímsson og við samherjar hans reyndum að ýta þessari skipulagshyggju til hliðar, en okkur tókst það ekki með öllu á þeim tíma sem gefinn var.

Þessi innri munur birtist meðal annars í því að flestir Framsóknarmenn vilja að samvinnufélög séu frjáls atvinnu- og félagsmálastarfsemi við hlið annarra samkvæmt almennum leikreglum sem tryggja samvinnustarfi eðlilegt svigrúm. Allmörgum Framsóknarmönnum hefur hins vegar þótt sjálfsagt að beita ríkisvaldinu sérstaklega, með handaflsaðgerðum og millifærslum, samvinnurekstri til eflingar á kostnað annarra rekstrarforma. Ég hef alltaf talið slíkt skaðlegt.

Afstaðan til Evrópusambandsins meðal Framsóknarmanna fylgir alveg þessum nótum. Lengst af hafa flokksmenn sýnt hverjir öðrum virðingu í umræðum, líkt og áður var um varnarmálin. En því er ekki að leyna að aðild að Evrópusambandinu getur vel, háð aðildarsamningi auðvitað, fallið að sjónarmiðum hófsamra þjóðlegra félagshyggjumanna og frjálslyndissinna, en hún er algerlega andstæð hugmyndum neo-merkantílistanna. En mikilvægt er að hafa í huga að afstaðan til aðildar að Evrópusambandinu er ekki sjálfsætt stefnumál, heldur hluti af almennum efnahags- og samfélagsviðhorfum beggja þessara arma flokksins.    

Sögulegar aðstæður réðu því að Framsóknarflokkurinn varð forystuflokkur vinstra megin í íslenskum stjórnmálum á sinni tíð. Samstarf við Sjálfstæðismenn hefur því verið skýrt með sérstökum sögulegum aðstæðum hverju sinni. Framsóknarmenn reyndu iðulega að byggja brú yfir miðjuna til jafnaðarmanna og sósíalista til að móta stjórnmálamótvægi gegn alræði Sjálfstæðismanna. Breyttar samfélagsaðstæður, samstarf við Sjálfstæðismenn og nýtt flokkakerfi til vinstri um síðustu aldamót hlutu að dýpka þá kreppu Framsóknarflokksins sem áður er nefnd.

----

Svo mörg eru þau orð. Nú líður senn að framboðum og Alþingiskosningum. Athyglin beinist þá að stjórnmálaflokkunum. Spyrja má hvort eitthvað hefur breyst í Framsóknarflokknum frá þeirri greiningu sem hér er ofar. Skulu nokkur atriði nefnd um þetta.

Ný kynslóð hefur tekið við flokknum. Henni fylgja nýjar áherslur og yfirbragð. Hún hefur sína styrkleika og takmarkanir. Í síðustu kosningum fékk hún fyrstu reynslu, en framundan er þyngri prófraun. Nú er ekki lengur það uppnám sem síðast var. Nú reynir meira á hæfni, úthald og málflutning.

Framsóknarmenn eru í stjórnandstöðu gegn ríkisstjórn sem er óvinsæl. Þeir eru því miklu frjálsari í málflutningi en lengst af var í fortíðinni. En Framsóknarmönnum miðar ekki vel ef trúa skal skoðanakönnunum. Og sumir þeirra hafa tamið sér æsing og reiði sem ekki hjálpar. Fljótfærnislegur en vinsæll málstaður í Icesave-málinu virðist þannig ekki skila sér.

Svo virðist sem skipulagshyggja í anda neo-merkantílisma sé miklu sterkari í Framsóknarflokknum nú en orðið var. Með fylgja áherslur sem minna á handaflspólitík og vinsældastefnu. Skólatöfluæfingar um almenna niðurfærslu skulda lýstu skilningi á erfiðleikum fólks en hefðu ekki leyst nein vandamál. Þetta er mörgum fylgismönnum flokksins áhyggjuefni.

Fáir skipta um skoðun á Evrópusambandinu þótt sum aðildarlönd lendi í fjármálakreppu. Flestir sjá að Íslendingar eru alls ekki á leiðinni inn í Evrópusambandið. Það er ekkert nýtt að meirihluti Framsóknarmanna sé andvígur aðild. En málflutningur forystumanna flokksins nú er undarlega hamslaus og Evrópusinnum er ekki sýndur félagsandi innan flokksins. Þeim er vísað á dyr, svo sem dæmi um einn fyrrverandi þingmann flokksins sýnir.

Margir draga í efa að ný forysta Framsóknarflokksins telji vinstra-samstarf æskilegt yfirleitt. Forystan sýnir vilja til samstöðu með Sjálfstæðismönnum umfram það sem sameiginleg stjórnarandstaða felur í sér. Þetta vekur spurningar, enda er líka vafi um hrifningu Sjálfstæðismanna.

Allt þetta leiðir hugann að stöðu flokksins á höfuðborgarsvæðinu. Þar hafa verið allnokkrir frjálslyndir og Evrópusinnaðir stuðningsmenn flokksins. Má vera að staðan sé betri en skoðanakannanir sýna. Ef svo er ekki bíður mikið verk forystu og frambjóðenda Framsóknarmanna að snúa stöðunni sér í vil í kosningabaráttunni. - Fáir vita betur en einmitt ég að mikið er í húfi.  

                                                                                  - Höf. er fv. formaður Framsóknarflokksins.
16.apr. 2017 - 18:02 Jón Sigurðsson

Evrópusambandið ekki á dagskrá

Aðild Íslands að Evrópusambandinu er ekki á dagskrá og verður ekki um fyrirsjáanlega framtíð. Enginn getur fullyrt slíkt, en menn hugsa trúlega til a.m.k. 5-8 ára. En Evrópumál, samskipti Íslendinga við aðrar Evrópuþjóðir, eru auðvitað og verða áfram eitt helsta svið þjóðmála.

18.des. 2016 - 11:38 Jón Sigurðsson

Framsóknarflokkurinn aldargamall

Framsóknarflokkurinn ber svip af fólki við búsmala, fisk og handverk, ekki síst úti á landsbyggðinni. Flokksmenn hafa alltaf verið fálátir um hugmyndafræði, en í flokknum lifa ómar af ungmennafélagsanda, sveitamennsku, samvinnu og þjóðernisrómantík. Þetta er stolt flokksmanna, en reyndar bæði styrkur og veikleiki í fylgisöflun. Löngum gaf þetta mörgum góðborgara og háskólamanni aðkenningu af óþægindum, og á sumum þrepum þjóðfélagsins hefur þótt frekar ófínt að láta uppi stuðning við Framsóknarflokkinn.

21.maí 2016 - 16:00 Jón Sigurðsson

Icesave - enn og aftur

Nú er lokið fullnaðargreiðslum Icesave-skuldarinnar. Slitabú Landsbanka Íslands stóð undir greiðslunum en ekki almenningur. En þess var aldrei kostur að komast hjá óþægindum vegna Icesave eftir hrunið. Engin niðurstaða um Icesave gat orðið annað en byrði.
14.maí 2016 - 18:35 Jón Sigurðsson

Aflandsreikningar

Gjaldeyrishöft setja ýmsar skorður, en það er ekki óheimilt að eiga fé á banka erlendis. Það er ekki óheimilt að stunda viðskipti erlendis, afla tekna, eiga eignir eða undirgangast skuldbindingar þar. Aðilar í útflutningi og innflutningi komast ekki hjá þessu. Hins vegar getur það skipt máli hvernig og hvar tekna er aflað og einnig hvernig og hvert er farið með þær.
16.mar. 2016 - 10:30 Jón Sigurðsson

Grikkir áttu annan kost

Grikkir lentu í ægilegum efnahags- og samfélagsóförum fyrir skömmu og takast enn á við mikla erfiðleika. Þeir sem til þekkja benda á að vandræðin voru að talsverðu leyti afleiðingar eigin athafna grískra stjórnvalda, atvinnulífs og fjármálastofnana. En þjóðin fékk skellinn. Grískum almenningi hefur sárnað að sitja undir umvöndunarorðum frá öðrum ríkjum, enda höfðu stjórnmálamenn og auðstéttin ráðið för en ekki alþýðan.
25.jan. 2016 - 13:30 Jón Sigurðsson

Sumum ljúft en öðrum leitt

Öll tungumál breytast smám saman og stöðugt meðan þau lifa á vörum einhverra. Engin ástæða er til að amast við því. Það væri tilgangslaust og verður þá helst til að hraða hnignun og dauða tungumálsins.
14.jan. 2016 - 18:59 Jón Sigurðsson

Könnun um trú landsmanna

Samtökin ,,Siðmennt" hafa látið gera könnun um trúarafstöðu Íslendinga um þessar mundir. Í fljótu bragði virðist þetta athyglisverðasta könnun.
09.jan. 2016 - 14:37 Jón Sigurðsson

Fáum erlendum mönnum meira að þakka

Frederik Grundtvig var aðdáandi íslenskrar menningar og hafði mikil áhrif til skilnings á þjóðfrelsiskröfum Íslendinga, reyndar ekki síður meðal Íslendinga sjálfra en Dana. Hann var áhrifamikill kennimaður og skáld, uppreisnargjarn lengi, og einn af stjórnarskrárhöfundum Dana og þar með Íslendinga.
31.des. 2015 - 11:54 Jón Sigurðsson

Þjóðhyggja er þjóðarnauðsyn

Sema Erla Serdar, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, skrifar grein á Pressan.is nú um áramótin. Hún fjallar um hættuna á þjóðrembingi og um þjóðernishyggju. Margt er skynsamlegt í grein hennar. Aðalboðskapur greinarinnar er réttmætur, orð í tíma töluð.
05.sep. 2015 - 13:02 Jón Sigurðsson

Krían, lóan, gæsin og álftin

Tvær þjóðsögur ráða hugmyndum okkar allra um fund og landnám Íslands. Annars vegar segjum við Íslendingar alltaf að fundur Íslands og landnám hafi verið hluti hetjulegra víkingaferða, hernaðar og landvinninga. Hins vegar segjum við öll að fyrstu landnámsmennirnir hafi lagt út í algera óvissu, siglt út á úfin norðurhöf á alls ókunnar slóðir, og að þetta staðfesti hetjulund þeirra.
01.ágú. 2015 - 16:00 Jón Sigurðsson

Um ,,barnatrú" Jóns Gnarrs

Ég er aðdáandi Jóns Gnarrs og hef um margra ára skeið reynt að lesa sem mest eftir hann. Ég kynntist honum nokkuð sem borgarstjóra og gat séð störf hans á mikilvægu sviði. Þetta breytti skoðun minni á honum ekki. Laugardaginn 1. ágúst sl. skrifar Jón grein í Fréttablaðið, um barnatrú. Ég er ekki sammála öllu sem þar segir.
15.júl. 2015 - 13:15 Jón Sigurðsson

Grikkland: Margir leikir framundan

Þegar þetta er skrifað (15. júlí 2015) getur enginn séð fyrir um niðurstöður í brýnum málefnum Grikkja innan evrusamstarfsins. Og enginn getur sagt fyrir um áhrif á framtíð evrusamstarfsins eða á ESB. Margir og tímafrekir leikir eru enn framundan. Taflmennirnir sem sitja andspænis Grikkjum hafa á ný skipt með sér verkum. Þjóðverjar og Finnar hafa tekið að sér ,,vonda“ hlutverkið og nú síðast hefur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn tekið að sér að leika ,,góðan“ leik.
09.júl. 2015 - 14:46 Jón Sigurðsson

Hvað má læra af Grikklandi?

Nú spyrja menn víða: Hvað má læra af hörmungum Grikkja og stöðu Grikklands innan Evrópusambandsins (ESB)? Málinu er alls ekki lokið. Nokkrar hugleiðingar geta átt rétt á sér, en ná varla langt.
08.apr. 2015 - 15:50 Jón Sigurðsson

„Ástandið“ í Evrópu

Stöðugt berast fregnir af vandræðum Evrópusambandsins og evrunnar. Varla líður svo dagur um þessar mundir að forystumenn Grikkja gefi ekki tilefni til frétta. En þetta virðist allt á fallanda fæti. Hér verður ekki reynt að lýsa þessu eða skýra þetta allt, en nokkur dæmi tekin.
31.mar. 2015 - 19:03 Jón Sigurðsson

Lofsverð viðleitni - en miklir agnúar

Frosti Sigurjónsson alþingismaður á hrós skilið fyrir að sökkva sér niður í fjármálafræðin og leita eftir valkosti til að leysa af hólmi það fjármálakerfi sem við höfum búið við. Framtak hans í þessu er lofsvert, og ný skýrsla hans allrar athygli verð. Aftur á móti er íslenska opinbert mál og störf Alþingis og stjórnsýslunnar eiga að fara fram á íslensku. Því hneyksli og þeirri skömm verður ekki trúað að það sé annað en hugsunarleysi og fljótræði að skýrslan er birt á ensku.
22.mar. 2015 - 20:36 Jón Sigurðsson

Fullveldisumræða

Engan hef ég heyrt eða séð halda því fram að Írar, Danir, Eistar, Hollendingar, Finnar, Svíar eða aðrar þjóðir Evrópusambandsins hafi afsalað sér fullveldi sínu. Þvert á móti líta þjóðhyggjumenn í þessum löndum svo á að aðild að Evrópusambandinu styrki, efli og tryggi fullveldi þjóðanna. Aðild að Evrópusambandinu felur ekki í sér afsal fullveldis, heldur aðeins skilyrt framsal stjórnvaldsþátta til sameiginlegrar umsjónar.
20.mar. 2015 - 15:24 Jón Sigurðsson

Athyglisverð ummæli í Morgunblaðinu

Jón Steinar Gunnlaugsson ritar athyglisverða grein í Mbl. föstud. 20. mars um aðildarviðræður að Evrópusambandinu. Þar segir hann m.a.:
14.feb. 2015 - 19:49 Jón Sigurðsson

Trú og siður Jóns Gnarrs

Jón Gnarr skrifar athyglisverðan pistil í Fréttablaðið laugardaginn 14. febrúar 2015. Eins og jafnan er Jón einlægur, opinskár og hugkvæmur - og hefur gaman af að ögra með óvæntum ábendingum og samlíkingum. Sumir hneykslast á þessu, aðrir fagna, og enn aðrir fá skemmtilegt tækifæri til að velta málum fyrir sér frá nýju sjónarmiði.

21.des. 2014 - 12:15 Jón Sigurðsson

Kirkjuferðir barna

Enn einu sinni verða deilur um kirkjuferðir barna. Sem fyrr verður meirihlutinn alveg dolfallinn yfir þessu, því að fátt hollara eða betra geta flestir foreldrar hugsað börnum sínum. Kolbrún Bergþórsdóttir skrifaði um þetta stutta grein í Morgunblaðið (Er boðskapur Krists hættulegur - 18.12.2014) af þeirri snilld, hófsemi og réttsýni sem henni er af Guði sjálfum gefin.
01.nóv. 2014 - 13:13 Jón Sigurðsson

Burt með betl og væl

Sumir halda að viðskiptasvæði eigi að vera það sama og þjóðríki eða þjóðmenning. Svo er öllu ruglað saman. Þá vakna gamlar spurningar: Væri ekki ódýrara að Íslendingar verði fylki í Noregi? Áttum við nokkuð að afsegja Danakonung? Væri ekki þægilegara að sameina Norðurlöndin? Verðum við ekki að fá útlendinga sem Seðlabankastjóra, sem dómendur um efnahagsbrot, sem Hæstaréttardómara?

Jón Sigurðsson
Fv. ráðherra, seðlabankastjóri, formaður Framsóknarflokksins og rektor.
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 06.4.2018
Sjáðu þessi dæmi um græðgisvæðingu!
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 25.3.2018
Lokað fyrir ræðuhöld
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 25.3.2018
Berjumst gegn græðgisvæðingu
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 05.4.2018
Dröslaði bróður mínum í kirkju
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Hvað segi ég í Las Vegas?
Sverrir Björn Þráinsson
Sverrir Björn Þráinsson - 05.4.2018
Hjónin Laufey og Bjarki losuðu sig við 33 kg á 12 vikum
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 29.3.2018
„Heyrðu“
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Heimsókn Øverlands
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 05.4.2018
Þinn tími sem forseti ASÍ er liðinn!
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 27.3.2018
Dymbilvika
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.4.2018
RÚV er tímaskekkja
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 07.4.2018
Málið okkar
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir - 06.4.2018
Skömmin
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 14.4.2018
Grafir án krossa
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 17.4.2018
Grímulaus pólitík
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 21.4.2018
Þrjár örlagasögur
Fleiri pressupennar