23. mar. 2010 - 14:34Gunnar Gunnarsson

Allt fyrir atvinnu

Fyrir ótal mörgum var mótuð sú stefna að enginn skyldi vera atvinnulaus á Íslandi. Þeir sem ekki ynnu fóru í aumingjaflokkinn.

Og það er ekkert sem Íslendingar virðast óttast eða fyrirlíta jafn mikið og atvinnuleysi. Þeir virðast jafnvel gera hvað sem er fyrir atvinnu.

Þetta viðhorf var ekki óalgengt gagnvart þeim sem ekki vildu kynja álveri fyrir austan. Óttinn var við fólksflóttann, að unga fólkið hyrfi á braut, að fjölda atvinnuleysi yrði staðreynd. „Á hverju ætla Austfirðingar þá að lifa – loftinu?“ var spurningin og virðingin fyrir rökum þeirra sem börðust gegn álverinu endurspeglaðist í besta falli í orðunum „Við hljótum samt öll að vera sammála um að við verðum að hafa vinnu.“

Í stækkaðri útgáfu blasir sama staða við Íslendingum (Reykvíkingum og nærsveitungum) og gerði við Austfirðingum fyrir áratug. Eða tuttugu árum eða þrjátíu árum.. fjörutíu eða fimmtíu þegar hugmynd um stórvirkjanir (LSD – Langstærsta drauminn) komu þar fyrst fram.

Ekkert lært, öllu gleymt

Þegar bankakerfið hrundi tóku við ræður um uppbyggingu hins Nýja Íslands. Enn hafa þær vart náð lengra en í innantóma frasa og litlar efndir.

Kannski er best að segja að Nýja Íslandi hafi ekkert lært og öllu gleymt.

Hversu mikla umræðu hafa menn orðið varir við um hvers konar samfélag við viljum móta? Hvernig á siðferðið að vera? Hvernig á stjórnkerfið að vera? Hvaða gildi viljum við hafa að baki samfélaginu? Á hverju viljum við byggja atvinnulífið?

Einhver hefur umræðan verið- jú. En háværari hefur umræðan verið um hversu snöggt við getum komið okkur af botninum, hverjir hafi verið nógu miklir skíthælar fyrir haustið 2008 og hverja eigi að læsa inni.

Þessi umræða skilar í mestu lagi einhverri útrás fyrir reiðina. Sem er vitaskuld ekki á nokkurn hátt okkur að kenna.

Fúlir á móti eiga að halda kjafti

Talandi um siðferðið og atvinnuna þá virðist eiga að taka við hverju því atvinnutilboði sem gefst. Hvalveiðar, nýjar virkjanir, stóriðja, spilavíti og hernaðarfyrirtæki  - skiptir engu.

Þeir sem dirfast að setja sig upp á móti þessu eru sakaðir um að vera á móti atvinnuuppbyggingu, framtaki einstaklingsins, ætla að lifa á loftinu, blindaðir af hugsjónum og ég veit ekki hvað. En þetta hljómar allt kunnuglega.

Þeir eru til sem trúa því að við getum unnið okkur út úr efnahagskreppunni á augabragði með gömlu fíkniefnunum sem áður skiluðu okkur taumlausri gleðivímu og síðan dimmum bömmer.

Það að umræðan um hvort veita eigi afslátt af umhverfiskröfum fyrir nýja stóriðju þykir mér sláandi. Skárra þykir mér að unga fólkið sem ég umgengst virðist almennt á móti hinu friðelskandi, vopnlausa hernaðarfyrirtæki.

„Gunnar – á ég að trúa því að við séum loksins sammála um eitthvað?“ hrópaði náinn vinur minn upp yfir sig þegar við ræddum málið. Ég bað hann að gleðjast ekki um of. Okkur hlyti að leggjast eitthvað til.

Í umræðunni um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja er stundum talað um að ábyrgðin felist ekki endilega í því hvernig arðinum sé varið heldur hvernig hann verði til. Það er kannski rétt að uppfæra þessi orð á atvinnu, það skipti ekki bara máli að hafa vinnu heldur við séum sátt við hverju vinnan skilar af sér. Við getum aldrei alveg þvegið hendur okkar af afurðunum og afleiðingunum.

„Það er ríkisstjórninni að kenna“

Annar vængur þessarar umræðu er að allt sé ríkisstjórninni að kenna. Stjórnarandstaðan, einkum Sjálfstæðisflokkurinn, hafa hamrað á frasanum í um það bil ár.

Ríkisstjórninni til varnar, verður að segjast að hún tók ekki bara við hrundu efnahagskerfi heldur einnig hrundu stjórnkerfi og brotnu samfélagi. Það tekur meira en ár að rétta landið við svo vel sé.

Það sem stjórnin flaskaði á var að fara beint í sömu gömlu flokkaskotgrafirnar og beita, að minnsta kosti á köflum, sömu aðferðum og flestar fyrri stjórnir.

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, útskýrði í seinustu viku að hvaða gagni erlend lán kæmu íslenska þjóðarbúinu. Í raun þyrftum við þau ekki. Viðsnúningurinn gæti jafnvel orðið sneggri án þeirra. Á móti kæmi að lendingin væri miklu verri, botninn dýpri.

En áður en við lendum væri kannski ráðlegt að ákveða hvar við ætlum að lenda.10.okt. 2011 - 18:00 Gunnar Gunnarsson

Vi er unge, vi er klar

Eitt það athyglisverðasta við nýja ríkisstjórn Danmerkur er yngsti ráðherrann. Thor Möger Pedersen er 26 ára, ráðherra skattamála og varaformaður Sósíalísa þjóðarflokksins. Ríkisstjórnin, undir forsæti Helle Thorning-Schmidt boðar meðal annars breytingar á dönsku efnahagslíf og græna atvinnusköpun sem lausn við núverandi efnahagsvanda.
07.sep. 2011 - 14:00 Gunnar Gunnarsson

Hví nýr landsliðsþjálfari má ekki kosta hvað sem er

Stjörnuþjálfarinn Bjarni Jóhannesson lýsti því í samtali við Fréttablaðið í seinustu viku að ráða ætti erlendan þjálfara fyrir karlalandsliðið í fótbolta – hvað sem það kostaði. „Mér er sama hvað það kostar. Ef menn telja sig ekki hafa efni á því þá búa þeir til nefnd sem nær í þessa peninga til þess að hafa ofan í sig og á.“

01.maí 2011 - 14:00 Gunnar Gunnarsson

Út af með dómarann

Hæstiréttur staðfesti nýverið dóm héraðsdóms yfir Árna Mathiesen um að hann hefði brotið lög þegar hann skipaði Þorstein Davíðsson í embætti héraðsdómara á Norðurlandi eystra og Austurlandi í byrjun árs 2008 og umsækjanda um embættið voru dæmdar bætur. En er hann sá sem raunverulega ætti að fá bætur? Er það ekki almenningur á dómssvæðinu sem verðskuldar hinar raunverulegu bætur?
30.mar. 2011 - 16:00 Gunnar Gunnarsson

Mestu umhverfissóðar jarðarinnar?

Við Íslendingar erum einhverjir mestu umhverfissóðar jarðarinnar. Við þá staðreynd verðum við að horfast í augu. Undir okkur þyrfti einar sex Jarðir en við eigum bara eina. Hvað ætlum við að gera í því?
17.mar. 2011 - 18:20 Gunnar Gunnarsson

Á Facebook í tíma

Ég man eftir því að einhvern tíman þegar FSu mætti MR í Gettu betur rifu allir stuðningsmenn FSu upp dagblöð og þóttust lesa þau á meðan MR-liðið kynnti sig. MR liðið virtist takmarkaðan húmor hafa fyrir uppátæki Sunnlendinganna.

30.des. 2010 - 01:48 Gunnar Gunnarsson

Til varnar Roy Hodgson

Það lítur kannski ekki vel út að annálaður stuðningsmaður Manchester United taki að sér að verja knattspyrnustjóra Liverpool-liðs sem er í tómu veseni. Ég geri það heldur ekki af velþóknun á liðinu eða stuðningsmönnum þess. Síður en svo. Það er frekar virðing fyrir Hodgson og von um að hann geti, á ekki of harkalegan hátt þó, rekið tárin aftur ofan í sígrenjandi stuðningsmenn Liverpool.
15.nóv. 2010 - 15:00 Gunnar Gunnarsson

„Á bakvið tölur og styrki er lifandi fólk“

Að minnsta kosti í dag. Það er spurning hversu mikið lengur fólkið lifir.

„Ég skil ekki hvernig Austfirðingar sætta sig við þetta,“ sagði yfirmaður í austfirsku heilbrigðisþjónustunni einu sinni við mig. Þetta var sumarið 2008, meðan við trúðum enn að Íslendingar væru ríkir og við ræddum stöðu heilbrigðisþjónustuna í fjórðungnum. Hún væri í raun langt á eftir því sem aðrir Íslendingar nytu.

Nokkrir saman á stofu? Alþekkt fyrir austan!
05.nóv. 2010 - 23:00 Gunnar Gunnarsson

Stjórnarskrá fína og fræga fólksins?

Varúð! Þessi dálkur inniheldur stjórnmálafræðilegt argaþras og klisjur. Þeim, sem hafa ofnæmi fyrir slíku og fá útbrot á borð við grænar bólur, er ráðlagt að hætta lestri hið snarasta.

Besta leiðin til að sanna hvort samband sé á milli aðgerðar og áhrifa (orsakasamband) er klassísk tilraun þar sem allir aðrir áhrifavaldar eru útilokaðir. Æskilegast er að gera slíka tilraun við raunverulegar aðstæður, en það er yfirleitt nær útilokað.

Íslenska stjórnlagaþingið, sem kosið verður til síðar í mánuðinum er tilraun. Stórmerkileg lýðræðisleg tilraun.
06.okt. 2010 - 14:20

Hættuleg viðhorf: Á öllu að fórna?

Mér brá heldur við að hlusta á ræður tveggja þingmanna Suðurkjördæmis, Ragnheiðar Elínar Árnadóttur og Sigurðar Inga Jóhannssonar um atvinnumál. Bæði hömruðu á uppbyggingu orkufreks iðnaðar. Fyrir mér er þeirra ofsi hættulegt viðhorf. Íslendingar verða samt að velja hverju eigi að fórna, erfitt virðist að halda bæði í náttúruauðlindir og sleppa atvinnutækifærum.
08.sep. 2010 - 21:00 Gunnar Gunnarsson

Í blíðu og stríðu – bara fyrir stráka?

Fyrir strákana okkar - í blíðu og stríðu Í blíðu og stríðu (ÍBS) er stuðningsmannahópur íslensku karlalandsliðanna í fótbolta og handbolta. Þar er hægt að senda liðunum kveðju og fylgjast með fréttum af þeim á bakvið tjöldin. En lítið fer fyrir kvennalandsliðunum.
05.júl. 2010 - 11:00 Gunnar Gunnarsson

Hendi djöfulsins

Markvörslu Luis Suarez gegn Gana á föstudagskvöld má réttilega „kalla hendi djöfulsins.“

Hún er algjör andstaða við það sem Diego Maradona gerði fyrir 24 árum. Hann skoraði fyrir þjóðina sem allir héldu með gegn þeirri sem flestir fyrirlitu. Gömlu, hrorkafullu Englendingum.
20.jún. 2010 - 13:00

Farvel France

Raymond Domenech álíka súr og svipinn og aðrir sem hafa horft á franska landsliðið. Allt í lagi. Nicolas Anelka er farinn heim frá Suður-Afríku, í fýlu og útlit fyrir að landar hans fylgi í fótspor hans fljótlega. Eftirsjáin af þeim er lítil.

Anelka hellti sér yfir landsliðsþjálfarann, líklega nokkuð sem margir Frakkar hefðu viljað gera – og gjarnan yfir Anelka og liðsfélaga hans í leiðinni.

Franska liðið hefur verið hugmyndasnautt, hægt og áhugalaust.
30.maí 2010 - 02:00 Gunnar Gunnarsson

Þetta var ekki vinstri sveifla – heldur breytingasveifla

Fyrir ári síðan var því haldið fram að í þjóðfélaginu væri vinstri sveifla og byggðu það á úrslitum þingkosninga þar sem Samfylking og Vinstrihreyfingin – grænt framboð fengu þingmeirihluta á meðan Sjálfstæðisflokkurinn galt afhroð. Kosningar annars staðar, til dæmis í háskólapólitíkinni, bentu í þá átt að ekki væri vinstrisveifla í gangi heldur breytingasveifla. Úrslit sveitarstjórnarkosninganna, meðal annars á Austurlandi, renna stoðum undir fullyrðinguna um breytingasveifluna.
27.apr. 2010 - 21:20 Gunnar Gunnarsson

Hver má setja forsetanum siðareglur?

Jóhanna Sigurðardóttir hefur, eftir útkomu skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, hrundið af stað vinnu um setningu siðareglna fyrir forseta Íslands. Stjórnarráðið ætlar að móta ramma utan um starfshætti forsetaembættisins.

Mig langar að spyrja hvort það sé eðlilegt? Hver hefur falið stjórnsýslunni, eða fulltrúakerfinu, þau völd að setja forsetaembættinu siðareglur?
18.apr. 2010 - 08:00 Gunnar Gunnarsson

Það er í lagi að detta fyrir Ísland

„Við skulum sjá þennan leikaraskap aftur hjá Róberti. Þetta er glæsilega gert,“ öskraði Adolf Ingi Erlingsson í lýsingu sinni á vináttulandsleik Frakka og Íslendinga í handbolta í gærkvöldi.

Línumaðurinn Róbert Gunnarsson hafði hent sér upp í loftið með tilþrifum. Franskur varnarmaður var rekinn út af í tvær mínútur og við bættist önnur slík refsing sem þjálfarinn Claude Onesta náði í fyrir mótmæli.
06.mar. 2010 - 16:00 Gunnar Gunnarsson

Typpaslagurinn Icesave

Fyrirheitin voru til staðar en efndirnar skortir. Hið nýja Ísland átti meðal annars að byggjast á kvenlegum gildum, auknum samræðum og samstöðu í stað frekju, yfirgangs og typpaslags. Skopmyndirnar, einkum eftir aðkomu Jóhönnu Sigurðardóttur, snérust um að konurnar væru mættar til að taka til eftir karlana. Reyndin er kannski sú að karlarnir hafa tekið til eftir karlana - ef tiltekt skyldi kalla.
03.mar. 2010 - 22:15 Gunnar Gunnarsson

Borgastjóralúðarnir Andrés Önd og Jón Gnarr

Lof mér að byrja á að hafa vaðið fyrir neðan mig. Andrés Önd skipar ógnarstóran sess í mínu lífi og er ein besta bókmenntapersóna sögunnar. Hann og Jón Gnarr eiga það báðir sameiginlegt að vera færir á sínu sviði og ógnarfyndnir.
12.feb. 2010 - 09:00 Gunnar Gunnarsson

Lok, lok og læs og leit að dópi

Ég eftirlæt lögfræðingum það hvort leit lögreglurnar, tollgæslunnar og skólayfirvalda að fíkniefnum í skólahúsnæðinu í gær hafi verið lögleg. Þau kunna, vonandi, betur en ég 71. grein stjórnarskrárinnar um að leit í föggum einstaklings megi ekki gera án samþykkis hans eða dómsúrskurðar.

Ég er á móti tilbúinn að tjá mig um hversu gáfuleg hún kann að hafa verið eða siðleg.

Eða meira svona – siðlaus.
22.jan. 2010 - 16:00 Gunnar Gunnarsson

Nú er horfið Austurland: Þaðan er ekkert að frétta

Niðurskurður svæðisstöðva Ríkisútvarpsins eru seinasti atburðurinn í langri keðju sem bendir til þess að fréttir af Austurlandi þyki ekki sérstaklega fréttnæmar. Niðurskurður höfuðborgarmiðlanna hefur bitnað einna harkalegast á þeim sem búa utan höfuðborgarinnar. Af Austurlandi er ekkert að frétta eftir að Kárahnjúkavirkjun var kláruð.

Gunnar Gunnarsson
Austfirðingur. Stjórnmálafræðinemi.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 17.11.2017
Ég fresta skýrslunni: Hvers vegna?
Magnús Þór Hafsteinsson
Magnús Þór Hafsteinsson - 26.11.2017
Trúverðugleiki í húfi
Indíana Ása Hreinsdóttir
Indíana Ása Hreinsdóttir - 18.11.2017
Um daður, áreitni og afleiðingar
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 20.11.2017
Íslands nýjasta nýtt
Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson - 19.11.2017
Stór mál fyrir íbúa Suðurnesja
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 21.11.2017
Lífræn grasrótarþjóðkirkja
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 25.11.2017
Landsdómsmálið
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 23.11.2017
Dómarar gæta hagsmuna sinna
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 21.11.2017
Mismunandi niðurstöður jafn réttar
Börkur Gunnarsson
Börkur Gunnarsson - 22.11.2017
Nafnar
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 18.11.2017
Fjórði fundurinn
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 16.11.2017
Málinu drepið á dreif
Kristinn H. Gunnarsson
Kristinn H. Gunnarsson - 18.11.2017
Uppreist æra í stað siðbótar
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 02.12.2017
Ánægjuleg tíðindi af dómurum
Fleiri pressupennar